Lögberg - 21.10.1937, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAíxíNís 21. OKTÓBER 1937
7
Blindi maðurinn við þjóðveginn
Eg naut mín aldrei nema þá eg
kvaS—
en áttum skiftu amaverðin hörSu.
—Tegner.
Á almennum umræSufundi um
stjórnmál, er haldinn var í alþýÖu-
skólanum á Laugum fyrir nokkrum
árum kom fyrir dálitiÖ atvik, sem
vakti mikla athygli.
Af ræöumönnum bar einna mest
á tveimur byltingarsinnuÖum ungl-
ingum, er töluöu af miklum fjálg-
leik um nauÖsyn gagngerðrar þjóÖ-
skipulagsbyltingar hér á landi — en
þó höfðu þeir veriÖ bljúgir í máli
og þózt fara vægt í sakirnar, svo þeir
hugÖu sér enga hættu búna af hálfu
tilheyrendanna.
En þeim varð nú ekki kápan úr
þvi klæðinu — þvi óÖar er þeir
höfðu lokiÖ máli sínu reis upp gam-
all maður og blindur, sköllóttur, loð-
brýndur, sviphreinn og skörunglegur
og kvaddi sér hljóÖs. Hann var
mikill vexti og höföinglegur í fasi
og minti nokkuð á enskan aðals-
mann, þó væri hann klæddur mó-
rauÖum vaðmálsfötum og dúðaÖur
hálstreflum.
Hann var studdur upp að ræðu-
borðinu, og er hann tók til máls sló
djúpri þögn alvöruþrunginhar at-
hygli á fundannenn — end var mál-
far hans þróttmikið, orðavalið fjöl-
skrúðugt og áherzlur hans sannfær-
andi og hugsunin svo leiftrandi, ljós
og lifandi, að undrum sætti.
Ræðu sinni beindi gamli maður-
inn til byltingapostulanna og spurði
þá, hvort þeir hefðu lesið nokkuð
eftir brezka heimispekinginn Stuart
Mill. Við þessari spurningu glottu
sumir af innibyrgðri heimsku, eða
útvortis oflátungsskap — en gamli
maðurinn lét sér hvergi bregða.
—Það var vitur maður og sann-
gjarn, hélt hann áfram, og eigi minni
mannvinur en Karl Marx, að honurn
alveg ólöstuðum. Hann skrifaði
f jölda bóka um þjóðskipulagsmál og
utn það, hvernig mannkynið gæti lif-
að hamingjusömustu og þroskuðustu
lífi. Meðal annars skrifaði hann
bók um frelsi manna, er var þýdd á
íslenzku. í þeirri bók farast honum
orð eitthvað á þessa leið:
Hvert það þjóðfélag, sem tekst að
móta alla einstaklinga sína í sama
mótið — gera alla menn eins —
tekur um leið fyrir allar framfarir
—allan þroska. Og þegar framfara-
þróuninni sleppir er niðurhruns-
timabilið á næsta leiti.
Stuart Mill, þessi djúpvitri mann-
vinur, vildi ekki hlífa fólkinu við að
hugsa, eins og mér skilst að sé höf-
uðmarkið þessara drengja, sem boða
okkur byltingu og bræðravíg í nafni
frelsisins. I>eir álíta það affara-
sælast að fólkið hlýði eins og vélar
—hlýði í auðsveipni sljóleikans
ofanaðkomandi skipunum.
En þetta er, eins og öllum ætti
að vera ljóst, bein svik við sjálf
stefnumiðin, svik við grundvöllinn
að frelsi manna — blekking, sem
miðar að því að ntyrkra hugarfarið
og fyrirbyggja andlegan þroska.
Þetta var upphafið að langri og
spakri ræðu, sem þessi blindi, elli-
grái maður hélt til stuðnings sínum
frelsisskoðunum — og enn er sú
ræða i fersku minni þeim, er þenna
fund sátu.
Ræðumaður þessi var Sören Jóns-
son, sem kendur er við Glaumbæjar-
sel við Þingey — því þar bjó hann
flest sín hokurár. \
Sören frá Glaumbæjarseli er
fæddur 27. des. 1857, og verður
hann því áttræður á þriðja i jólum
næstkomandi.
Saga hans er i skemstum dráttum
á þessa leið:
Á barnsaldri kom frarn hjá hon-
um frábær nærni og óvenjulegar
námsgáfur. Hneigðist hann mjög
að bóklestri, og svo var hann minn-
ugur, að hann gleymdi nálega engu,
sem hann las. Jafnframt var hann
vandur að virðingu sinni i vali bóka
og vildi einvörðungu lesa bækur
klassiskra höfunda — bækur um
heimspeki, sagnfræði, þjóðskipu-
lagsfræði og fagurfræðilegan skáld-
skap, og var þetta merkileg hót-
fyndni pnglings á þeim tíma, sem
átti úr jain litlum bókakosti að velja
og hann.
Hann hafði og mikinn hug á að
ganga skólaveginn, en til þess voru
engin efni fyrir hendi og enda lítill
skilningur á þvi, því Sören var ann.
að elzta barn foreldra sinna af tíu,
og því ein aðal fyrirvinna þeirra.
Og “strákinn” langaði ekkert í
skóla með það fyrir augurn að verða
læknir, lögfræðingur eða prestur —
og um annað var tæplega að velja
fyrir íslenzka námsmenn af alþýðu-
ættum í þá daga. Hann vildi læra
stjórnskipulagsfræði og bókmenta-
sögu — og hver gaf slíkum og því-
líkumi draumórum gaum fyrir 65
árum? Hver gat styrkt sljkan hug-
sjónamann til náms og horft upp á
hann eyða tíma og fé í gjörsamlega
fánýtan lærdóm?
Enginn — og það gerði það held-
ur enginn.
Þannig hjöðnuðu draumar og
áform þessa frábæra unglings fyrir
andstreymi lífsirus. Seinnla skaut
þeim upp í huga hans í ímynd sárs-
auka og eftirvæntingar. Lífið hafði
skyldað hann til að vinna sér brauð
úr sveita síns andlitis — og hann
vann sig þreyttan og las sig þreyttan.
Og hann mundi alt, sem hann vann,
alt sem hann lifði og las — og hann
man það enn. Og hann gerði sér
grein fyrir öllu, sem fyrir hann bar,
reyndi að skýra, skilja, meta og vega
það, sem hann heyrði, sá, reyndi eða
las.
Svo kvæntist hann og byrjaði bú-
skap — en búmaður var hann eng-
inn, enda var hann heilsuveill og lítt
fær til erfiðisvinnu.
Hann lifði hamingjusömu hjóna-
bandi, en aldrei varð þeim hjónum
barns auðið, og eiginlega liggur ekki
annað eftir þenna óvenjulega gáfaða
mann en nokkrar spaðasléttur og
vallargarður í Glaumbæjarseli —
en það kot fór í eyði skömmu eftir
að Sören flutti þaðan blindur og elli-
hrumur fyrir nokkrum árum. Þá
hreiðruðu þau gömlu Glaumbæjar-
selshjónin um sig í baðstofunni á
Brún — en sá bær stendur við þjóð-
veginn þegar ekið er upp á Mý-
vatnsheiði að vestan.
Og það var í heiðarbýlinu við
þjóðveginn, sem eg kom að máli við
þenna hugsandi öldung fyrir nokkr-
um dögum — þar sem hann lá ofan
á uppbúna rúminu sínu, strauk i
þaula rúmstokkinn með hægri hendi
og starði slokknuðum augunum' út
í septembersólina.
Eg spurði hann strax hvar konan
hans væri og tjáði hann mér, að hún
hefði dáið í fyrra — og um leið
brá fyrir klökkva í hljómsterkri
rödd hans, eins og eg hefði fálmað
ógætilega í viðkvæman streng í
veiku hjarta.
Og svo var það gamli maðurinn,
sem spurði, talaði og ræddi um trú-
fræði, skáldskap og stjórnmál —
íslenzk stjórnmál.
Hann sagði:
“Það er vandi að vera sannur og
óbrotinn maður, en það er þriðjungi
meiri vandi að vera sannur stjórn-
málamaður.
Sannur maður lætur sér auðvitað
ekkert mannlegt óviðkomandi, en
aðallega ber honum að taka tillit til
sjálfs sín og meðbræðra sinna —
en auk þess verður stjórnmálamað-
urinn að vera heill og sannur þeim
málstað, sem hann hefir gerst mál-
svari fyrir. Og það er mikil vand-
hæfni á því að vera stjórnmálamað-
ur og standa flekklaus frammi fyrir
sjálfum sér, málstað sínum, fylgis-
mönnunt sínum og andstæðingunr —
og þó er það ekki nema rétt og sjálf-
sögð siðferðiskrafa á hendur hverj-
um leiðtoga. Eigi hamn ekki að
missa marks verður hann að geta
sagt það, sem hann þarf að segja,
hver sem í hlut á, án þess að flekka
sjálfan sig á því. Og það, sem eg
áfit að okkar litla og lýðfrjálsa
þjóðfélagi standa mest liætta af i
stjórnmálalegu tilliti, er óhreinlynd.
ið í reifun mála og rekstri mála —
en það leiðir til flokkahaturs og ann-
ara pólitískra siðspillinga.
Dæmin eru deginum ljósari:
1 þessum eða hinum flokknum er
skýrt frá einhverjum hlut, sem er
réttur og sannur og mun betri en
hjá andstæðingunum — en svo er
hlaupið yfir þá hluti, þann tnála-
rekstur, sem er miklu verri. Og
þetta orsakast meðal annars af því,
að stjórnmálamennirnir kjósa sér
ekki fyrir vini þá menn, sem líta
öðrum augum á hvert mál — þann-
ig, að þeir geti bætt hvern annan
upp — heldur halla þeir sér, í veik-
feika sínum, að þeim, sem eru á
sömu skoðun.
Þetta er alvarlegra mál og þýð-
ingarmeira en menn alment gera sér
í hugarlund — og ef skilningur leið-
andi manna á þessu ykist til muna,
mundi okkar málum betur borgið í
framtíðinni.
Eg lit svo á, að tveir menn, sem
um eitt skeið stjórnuðu' Sviariki,
ihafi fyrst og fremst tekist að fleyta
Svíum fram hjá blindskerjumi þeirr.
ar aildar, af þvi þeir voru andstæðir
að eðlisfari, en mátu hvorn annan
og skildu, vildu þjóð sinni báðir vel
og voru aldavinir.
Þessir menn voru þeir Gustav
Adolf og Axel Oxenstjerne. Þeir
voru gjörólíkir menn í skoðunum—
en þeim tókst að vinna saman og
sameina það, sem þeim, hvoruni um
sig, var bezt í brjóst lagið.
Einhverju sinni er sagt, að' þá
hafi greint á um fjárframlög til
hersins og hafi Axel Oxenstjerne
talið ýms tormerki á því, að hægt
væri að fullnægja kröfum konungs í
því efni. Á þá konungur að hafa á-
varpað ráðgjafa sinn þessum orð-
um:
“Ef hitinn í mér kveikti ekki líf í
yðrum kulda, þá stirðnaði þar alt og
frysi.”
En Oxenstjerne svaraði:
,'Ef kuldinn í mér kældi eigi
þenna hita, þá væri yðar hátign þeg-
ar brunnin.”
'Eða eitthvað var svarið á þessa
leið, ef eg man rétt. Þessa er getið
i mannkynssögu Páls Melsted, sem
eg las og lærði utanað, er eg lá í
brjósthimnubólgunni sumarið 1883.
í þeirri legu ofþreytti eg mig víst á
lestri, eða að minsta kosti hefi eg
aldrei verið samur maður eftir.
En svo eg snúi mér aftur að
stjórnmálamönnum vorum, þá er
mér það áhyggjuefni, hversu eg held
að flokksmálin, og öll þessi ábyrgð-
arlausa barátta um aukið fylgi, völd
og peninga, spilli þeim, geri þá að
verri mönnum. Þeir verða hver um
sig ætíð að vera við því búnir að
geta staðið fáliðaðir sannleikans
meginn; og það geta menn því að-
eins, að þeir hafi varðveitt til þess
tíma hreinleika síns eigin hugarfars.
Annars geta þeir ekki barist til hlítar
fyrir neinum málstað.
Eg hefi aldrei, og mun heldur
aldrei geta fylgt Byron að máli, .er
hann segir:
Sá, sem vill drotna, hlýtur æ að
hlýða,
smjaðra og smjúga og sitja um sér-
hvert færi —
og lifa á tómri lýgi ....
Það er hægt að vera drengilegur
stjórnmálamaður, og það er hægt að
heyja drengilega stjórnmálabaráttu.
En llyron var í hvívetna svo harð-
ur, svo miskunnarlaus í dómum sín-
um, þó hann væri jafuvel flestum
öðrum skáldum vitrari og meiri
fagurfræðingur. Mér hefir sarnt alt
af fundist meira til um sænska stór-
skáldið Tegner — og eg lit svo á,
að hann hafi ort Hverju skáldi betur,
hugsað nákvæmar og beitt fyrir sér
meiri fagurfræðilegri þekkingu í
orðavali og stil; en nokkurt annað
skáld, sem eg þekki. Og yfir ljóð-
um hans hvílir þessi seiðandi, þung-
lyndislegi blær, sem byggir út hörk-
unni og hefir bætandi áhrif á fólk.
Þegar eg var unglingur og sat yfir
íé, eða fór einförum, hafði eg yndi
af því að kyrja upp og bera saman
þýðingar á ljóðum þessara tveggja
skálda — og mér fanst eg vaxa á
þvi . . . .”
En blindi maðurinn við þjóðveg-
inn brýtur heilann um ýmislegt ann-
að en íslenzk stjórnmál og skáld-
skap. Hann kann mannkynssöguna
utanbókar og talar um viðburðarás
hennar eins og hann hafi sjálfur ver-
ið þátttakandi á hverjum tíma — og
hann hefir meðaumkvun með sum-
um þjóðhöfðingjum liðinna alda, af
því honum finst söguritararnir hafa
halla á þá. Hann talar um Hómer,
Sókrates, Sólon, Krösus og Alex-
ander mikla og um grisku goða-
fræðina, eins og gamall prestur um
biblíusögurnar. Hann talar um hrun
hins rómverska heimsríkis, um
stjórnarbyltinguna frönsku, urnupp-
eldismál og trúmál — og áhrif þeirra
á hverdagslíf manna.
Sérstaklega beinist hugur hans nú
að ráðgátum og hugarórum spíritista
um framhaldslíf og sambandið milli
þeirra, sem eru horfnir okkar sjón-
um og þeirra, er lifa lífinu á meðal
okkar — því nú er hann kominn á
þann aldur, að hugur hans beinist
til hæða, yfir þjóðveg þjóðmálanna
og dægurþjark lifsbaráttunnar. Nú
veit hann það fyrir, að hann á að
bera beinin við þjóðveginn —- og
gleymast þar.
En sé það rétt að tala um íslenzka
alþýðumentun, sem eitthvert fágæti
veraldarinnar, þá er líka rétt að tala
um Sören frá Gláumbæjarseli sem
fágæti íslenzkrar alþýðumentunar.
—Lesb. Morgunbl.
Kveðja frá Vesturheimi
feerð í Ijóðlínur af
Gesti Jóhannssyni,
Poplar Park, Man.
tileinkuð hr. Guðjóni Ingimundsyni,
812 Jcssie Ave., Winnipeg, við för
hans til Islands, árið 1902.
Nú burt frá Vesturs bjartri storð
til baka lít í anda;
eg kýs að senda kveðjuorð
til kærra fóstur stranda,
er mig þeim hrifu ástar óm,
sem óð frá vörum hvetur;
á þessum ströndum þroskast blóm,
sem þola frost og vetur.
Þau andans blóm ei falla föl,
sem fegurst rós á engi.
Eg hafði skamma heimadvöl,
en hins eg minnist lengi,
hve lund var frjáls, hve létt hvert
spor,
hve ljúfir vinafundir,
og ljúft að hugsa um lífsins vor
og liðnar æskustundir.
# # *
Um vetrar blítt og kyrlátt kvöld
frá kvikum Ránar meyjum,
til hafnar fluttist fley með öld
að fögrum Vestmannaeyj um.
Eg gekk á land, þar grúfði ský,
sem grafar minnisvarði.
Á leiði forn, á leiði ný
eg leit í kirkjugarði.
Eg hafði áður fengið frétt
af föður láti og móður,
við leiðið — þennan bleika blett—
sem barn eg dvaldi hljóður.
Hve ljúft var samt að líta beint
til liðinna, horfnu daga —
því beggja líf var bjart og hreint
og beggja æfisaga.
Eg blessaði minning þeirra þá,
og þaðan gekk svo bráðum
með löngun sterkri, ljúfri þrá,
að líkjast mætti báðum;
að fengi i móður fótspor náð,
sem flestra að létta trega,
að nálgast föður dug og dáð,
en drengskap einkanlega.
Nú flest eg hugði fölt og kalt,
sem fyrrum hér eg unni,
en fjöldi vina — fólkið alt—
mér fagnaði bezt sem kunni.
Það söng mér nýtt um lífið lag
og lög þess dýrstu gjafa,
og sumarblíðan sólskinsdag
það sýndist geymt mér hafa.
Hin öldnu sprund sem mæður mig
á mundum vildu bera,
og hver ein mær, það sýndi sig,
mér systir kaus að vera.
Mér sveinar lögðu hönd um háls
sem hlýja mætti kæru;
með gömlum höldum fylgd var
frj áls
,sem feður og afar væru.
En blessuð fósturfoldirt rik
af fegurð grænna dala,
þú varst nú föl sem liðið lík
og lögst í vetrardvala.
Og fjarri vorsins fuglahljóm,
mér fanst eg horfinn vinum,
mér gátu ei fagnað broshýr blóm
með börnunum þínum hinum1.
En nú hefir siðan vorsins vald
þér veitta ásýnd prúða;
sem gyðja barst þú geislafald
i grænum kyrtilskrúða.
Og þú hefir síðan sumarskraut
til síðu lagt á hausti,
og blómunum skýlt í bleikri laut
und blæju fanna traustri.
Þig blessi drottinn ár og öld,
mín ættjörð f jarst í höfum ;
hann blessi þína barnaf jöld
og blóm á þeirra gröfum,
á meðan sunna lýsir lönd
og leysir vetrarsnjóa,
á meðan bára berst að strönd
og blóm í dölum gróa.
* * *
Kvæði þetta er eftir Mr. Gest Jó-
hannsson, að Poplar Park hér i fylk-
inu, gáfaðan mann og prýðilega
skáldmæltan. Gestur er ættaður úr
Húnaþingi, eni býr nú í hárri elli
hjá Óskari syni sínum; er Gestur
blindur fyrir nokkurum árum, en
minnugur og greinargóður sem
ungur væri.—Ritstj.
Baldursbrá
Fyrsta blaðið af f jórða árgang af
barnablaðinu “Báldursbrá” er nú
nýútkomið. Er hugmyndin að blað-
ið komi út vikulega þetta ár í 25
vikur. Það efast enginn um nauð-
syn eða nytsemi þessa starfs og ætti
því ekki að þurfa að biðja fólk um
áskriftargjöld. Börnin langar til að
eignast blaðið og það kostar aðeins
50 cent um árið og borgast fyrir-
frarn.
Þar sem þetta starf er í þarfir ís-
lenzkrar æsku þá ættu allir starfandi
ísíenzkir prestar að finna hvöt hjá
sér að útbreiða blaðið í sínum presta-
köllum, einnig væri það göfugt starf
fyrir íslenzk kvenfélög að auka út-
breiðslu meðal æskulýðsins.
Þeir 3 árgangar sem út hafa kom-
ið af Baldursbrá hafa nú verið
bundnir í eina bók og verður hún
send póstf rítt hvert sem er fyrir
$1.50. Er það gagnleg jólagjöf fyr-
ir unglinga og eina bókin af siíku
'tægi hér vestanhafs.
Mig langar að þakka þeim mörgu,
sem að undanförnu hafa tekið á
móti áskriftargjöldum og greitt götu
blaðsins á annan hátt, og eg hefi
tekið það Bessa-leyfi á ný að birta
nöfn þeirra, sem eg vonast til að taki
við gjöldum fyrir blaðið:
Sigurður Indriðason, Selkirk, Man.
Johann K. Johnson, Hecla, Man.
Páll Guðmundsson, Leslié, Sask.
Jón Jóhannson, Wynyárd, Sask.
Miss K. Fjeldsted, Lundar, Man.
Jón Gíslason, Bredenbury, Sask.
Mrs. Aldís Péeterson, Víðir, Man.
John Arnórson, Piney, Man.
Séra S. Ólafsson, Árborg, Man.
Mrs. T. J. Gíslason, Brown, Man.
Mrs. S. O. Sveinson, Keewatin, Ont.
Th. Thorfinnson, Mountain, N. D.
Oli Anderson, Baldur, Man.
María G. Arnason, Minneota, Minn.
Andrés Skagfeld, Oak Point, Man.
Marino Briem, Riverton, Maxf.
Arni Björnson, Reykjavik, Man.
Mrs. L. Bjarnason, Langruth, Man.
Páll ísfeld, Winnipeg Beach, Man.
Séra A. Kristjánson, Seattle, Wash.
S. Laxdal, Garðar, N. D.
Elin Bildfell, Foam Lake, Sask.
G. Hjartarson, Steep Rock, Man.
Bjarni Marteinsson, Hnausa, Man.
B. Eggertsson, Vogar, Man.
Mrs. C. Kernested, Oakview, Man.
Kristín Skúlason, Geysir, Man.
Séra B. Bjarnason, Gimdi, Man.
Árni Símonarson, ;RR i,Box 88,
Blaine, Wjash.
Ilosias Hosiason, Mozart, Sask.
Mrs. Thor Johnson, Winnipegosis
Mrs. J. F. Stephenson, Kandahar
Mrs. Ingi Brynjólfsson, 3836 Tripp
Ave., Chicago, 111.
Mrs. H. Sigurdson, Árnes, Man.
Mrs. Thori Goodman, Glenboro.
Eg veit að bæði íslenzku viku-
blöðin eru viljug að taka á móti á-
skriftum ef það væri til hægðarauka
fyrir suma.
Öll bréfaviðskifti og peningasend-
ingar sendist til ráðsmanns blaðsins
B. E. Johnson,
1016 Dominion St.,
Winnipeg, Man.
!
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
í
I
9
k
9
9
9
9
\
:
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Arborg, Man.........................Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man..............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota.........Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..............Arni Símonarson
Blaine, Wash. .............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man. .....................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.......................O. Anderson
Dafoe, Sask................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man.........................Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man....................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man............................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrimsson
Hayland, P.O., Man.......Magnús Jóhannesson
Hecla, Man...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota......................John Norman
Husavick, Man...................F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson
Langruth, Man..............John Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man.............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ............O. Sigurdson
Minneota, Minn.....................B. Jones
Mountain, N. Dak..........S. J. Hallgrimson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man...............A. J. Skagfeld
Oakview, Man............................Búi Thorlacius
Otto, Man...............................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man................Árni Paulson
Riverton, Man.........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash..................J. J. Middal
Selkirk, Man............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man.......Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man.........................Búi Thorlacius
Svold, N. Dak. ...........B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask..............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man...........................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man.........................Jón Valdimarsson
Winnipegosis, Man.......Finnbogi Hjálmarsson
Winnipeg Beach................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson