Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR, 1938 o o Músíkalskt athafnalíf Flutt í útvarpið í Reykjavílc 25. apríl 1937. SkilyrSi fyrir farsælu athafnalifi einstaklinga og heildar verða aÖ vera tvennskonar. Fyrst að skapa athafna þörfina, og siÖan, að halda hepni við. Það er sannur nrálsháttur, að “neyÖin kennir naktri konu aÖ spinna.” ÞaÖ er einmitt þörfin, sem hefir knúð fram flestar athafnir mannanna. ViÖ erum flest svo væru- kær, að athafnaþráin lýtur í lægra lialdi, a. m. k. af og til, nema því aÖ- eins að einhver knýjandi þörf ýti við henni. En þarfirnar geta veriÖ margskonar, og það ættu ekki endi- lega að þurfa neinar beinlínis eða óbeinlínis neyðar-ráðstafanir til að sikapa þær, því í sjálfu sér er altaf og alstaðar þörf fyrir athafnir ef menn aðeins láta sér hugkvæmast það. HvaÖ snertir bóknientaleg og list- ræn afrek spretta þau vitanlega fyrst og fremst upp af frumhvöt skálda og listamanna. En eigi að síður kosta þau þá hina sömu svo mikla þrautseigju og ástundun að fáir munu gera sér það ljóst svona að fyrra bragði. Og enginn skyldi ætla að frumhvötin ein egni starfskrafta þeirra til hins ítrasta æfina út, en undir þeim skilyrðum fæðast öll listaverk. Nei, þeim mun fara eins og hverjum öðrum framleiðendum hvð það snertir að svæfist atorkan fái þeir ekki markað fyrir sína fram- leiðslu. E'kki endilega gjaldeyri, heldur miklu fremur skilning og samúð. Aðeins það að verkum þeirra sé veitt móttaka hvetur þá meira en annað flest til fullkomnari afkasta og ötulli viðleitni. Hins- vegar séu verk þeirra hundsuð og fyrirlitin getur ekki hjá því fárið, að þeim daprist flugið. Eg mun hér, og sennilega oftar, tala máli tónlistarinnar, því bæði finn eg mér það skylt, og fátt eða ekkert veit eg liggja hér í slíku þagnargildi og þau mál, sem hana varða. Það er nærri því að verða ‘sérstök íþrótt hjá blöðunum að segja ekki neitt þá sjaldan að þau minnast á hljómræn efni. Og að líkindum af einskærri kurteisi höfum við tón- lista-mennirnir svonefndu verið of fáorðir um þessi mál, og okkur er að sumu leyti vorkunn þó við veigr- um okkur við að vera sífelt að ota fram okkar tota eins og það er kall- að, eða a. m. k. lagt okkur út. Það þykir sjálfsagt, sem það líka er, að kaupmenn mæli með sínum vörum, og handverksimenn með sínum smíðigripum. Það þykir líka sjálf- sagt að frambjóðendur til þings og annars mælist eftir atkvæðum. Það þykir auk heldur sjálfsagt að list- málarar hafi sýningu á málverkum sínum, og þetta er alt eins og það á að vera. Hinsvegar er það af ýms- um talið ósæmilegt að skáld eða tón- lagahöfundar séu að halda verkum sínum á lofti og eg hygg að það tómlæti gagnvart hljómrænu at- hafnaiífi þjóðarinnar, sem óneitan- lega hefir gætt hjá forgöngu-mönn- um tónlistarinnar, sem flestir eru eitthvað við tón-skáldskap kendir, eigi að einhverju leyti rót sína að rekja til þessa rangsleitna hugsunar- háttar, þvi rangsleitinn er hann. Eða fyndist mönnum eðlilegra að t. d. bændur og kaupsýslumenn væru si- ritandi urn tónlist, þróunar-mögu- leika hennar og athafnalíf ? Nfci, auð- vitað ekki. Hugur þeirra glimir við önnur viðfangsefni, og því ekki við- búið að þeir séu að leggja höfuðin í bleyti um það hvernig listrænum at- höfnum verði bezt fyrir komið, jafnvel þó það hefði þann kost að þeir yrðu tæplega vændir um eigin- gjarnt sjálf sálit í þvf satmbandi. Hinsvegar getur varla hjá því far- ið, ef tónlistamenn hætta sér inn á þessi svið, að miður góðgjarnt fólk geti látið sér virðast svo að þeir séu einungis að ota sér og verkum sín- um fram. Enda þótt það ætti að liggja flestum í augum uppi að ekki er mögulegt að ræða utn listrænt eða bókmentalegt framtak án þess það snerti beinlínis eða óbeinlínis höf- undana sem standa að baki hvoru- tveggja. Nú er það eðlilegt og sjálfsagt, að hver hafi mestan áhuga á þeim málum, «em hann lifir og ENDUItVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meíSai fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eítir vikuttma, eöa svo, verSur batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð f sinn.i röð. Mjljónir manna og kvenna hafa fengið a.f þvf heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Ivaupið að- eins ekta NUGA-TONE, því eftirlíking- ar eru. árangurslausar. Kaupið aðeins ekta NUGA-TONE I ábyggilegum lyfjabúðum. Notið UGA-SOL við stýflu. pettá úrvals hægðalyf. 50c. hrærist í. Og með því að svo hagar til hér, að flestir hæfustu mennirnir til málsvarnar á hljómrænum vett- vangi eru meira og mimia hlutgengir í íslenzkum tón-bókmentum, hljóta þeir að hugsa eins óg Þorsteinn Stangarhögg sagði: að við fá þyki þeim að meta það sein hér þarf að vinna. Þeim eru tveir kostir fyrir höndum, og hvorugur góður. Sá er annar að horfa þegjandi upp á dag- vaxandi áhugaleysi fyrir íslenzkum tónbókmfcntum, og lifa í þeirri nokkurnveginn öruggu vissu að ís- ienzk tónverk fæðist einungis til að mygla niður á þjóðskjalasafninu, eins og verk Sveinbjörns, því það mun þykja einhvernvegin stór-þjóð- legra að þau mygli þó á þjóðskjala- safni. Nú, ellegar að hefjast handa þessari listgrein til viðreisnar, ekki einungis í orði, heldur líka á borði. Og þann kostinn kýs eg fyrir mitt leyti, til hvers sem draga kann um þessi mál, eða fyrir mér persónulega i sambandi við þau. Eg mintist áðan á hnignandi á- huga fyrir islenzkri tónlist, og því tniður er sú staðhæfing ekki út í loftið þrátt fyrir alla yfirborðs menriinguna, sem dunið hefir yfir þjóðina nú í seinni tíð, og eg veit að villir mörgum sýn í þessu efni. Til að komast að niðurstöðu í þeim efnum liggur næst að bera sant- an ástandið fyr og nú. Það hefi eg gert í grein, sem eg ritaði í fyrra, og kom hún á prent í tónmála-ritinu Heimi. Fyrir þessa grein hafa inarg- ir vottað mér þakkir, og tjáð sig henni samdóma, en enginn hreyft andmælum svo mér sé kunnugt. Það skál að vísu játað að eg var óvíða kunnugur þegar eg yfirgaf landið áríð 1911, en það.hygg eg að fáir hafi þeir verið í Vopnafirði, setn annars gátu talist musikalskir, að þeir ekki fylgdust tneð þeim nótna- bókum, sem þá voru gefnar út, að eg ekki tali um þá, sem í þann tið léku þar á orgel, og mun þessu hafa verið svipað háttað í öðrum lands- hlutum. E11 skygnist nú hver unt sina sveit, og uggir tnig að útkoman v^rði nokkuð á annan veg, nema hvað nú í seinni tíð er ekki með neinu að fylgjast því að ekkert er hægt að gefa út sökum algerðs markaðsleysis. Jafnvel karlakórslög kvað seljast svona i 30—5° eintök- um, og er þó karlakór-söngur sú músikölsk starfsemi sem af einna mestum áhuga er rekin í landinu, og karlakórs meðlimir munu nú telja hartnær 1,000. Af tilviljun kom maður nokkur heim til mín í fyrra vetur. Lét hann talsvert yfir sér, kvaðst hafa sungið hér i útvarpið og lét á allan liátt i veðri vaka að hann væri enginn smá- vegis söngmaður. Ekki kannaðist hann neitt við tvö af þeim íslenzku einsöngslögum sem einna mest hafa verið sungin og rómuð hér síðastlið- in 7—8 ár, enda lét hann á sér skilja að sér hæfði ekki að syngja annað en ítölsk lög. “Hvaða fádæma auli er þetta,” varð mýr að orði, en ekki samt fyr en hann var kominn út. Því sannleikur gengur undir ýms- um nöfnum eins og þið vitið. Sé t. d. Lítilmenni látinn njóta sann- mælis heitir hann last, en sé hann sagður um mikilmenni nefnist liann hól o. s. frv. En síðan varð mér það á að fara að hugsa. Var mað- urinn auli ? Eða var hann kannske “tákn” eins og Ólfur sífulli í “Synd- ir annara’’ eftir Einar H. Kvaran? Já, eg fór að hugsa, og ýmislegt tók að rifjast upp fyrir mér sem eg hafði heyrt, bæði i gegnum útvarpið og annarsstaðar. Og síðan hefi eg orðið ýmislegs áskynja sem gerir það að verkum, að eg er enn að hugsa. Eg minnist að hafa setið á konsertum bæði ihjá kórum og ein- söngvurum án þess að þar væri nokkurt íslenzkt lag á boðstólum. Eg minnist að hafa verið á söng-1 móti, líklega því stærsta sem háð hefir verið á íslandi, en á offisial eða sameiginlegri s'kemtiskrá kór- anna sem þarna voru saman komnir var ekkert íslenzkt lagað þjóðsöngn- um undanteknum. Eg minnist að liafa hlustað á landsfjórðungsHmót og heyrt viðtækið Skjóta hátíðlegum þjóðernisyfirlýsingum og heittsreng- ingum hvers ræðumannsins á fætur öðrum eins og fallbyssukúlum inn í stofuna til mín. Einnig minnist eg að á móti þessu kæmu fram tveir söngvarar sem fengnir höfðu verið til að skemta þar, því það er með tónlistina eins og “manninn drotn- ingarinnar,” svona viðkunnalnegra að hafa hann með. Ekki taldi eg lögin sem þeir sungu, en þau munu hafa verið 9 eða 10. Annar söng tvö íslenzk lög. Hinn ekkert, og afganginn hermdu svo báðir eftir útlendum hljómplötum. Hafa þó báðir þessir söngvarar bæði getu og hæfileika til að túlka ljóðræna söngva. Og eftir því sem mér er kunnugt eru flest íslenzk einsöngs- lög ljóðræn, og manni virðist því að þau ættu að liggja íslenzkum söngv- urum nær hjartastað en hálfgildings slagarar sunnan frá Spáni og ítalíu, sem flestir eru satt að segja farnir að þreytast á, og ekki að ástæðu- lausu. Eg minnist að hafa hlustað á eitt óskakvöld útvarpsins, en eg minnist ekki að þar væri óskað eftir íslenzku lagi eða íslenzkum söng, utan einn bað þess að rímur væru kveðnar og flestar báru óskirnar vott um sorglega lítinn listrænan á- huga og. smékk. Eg minnist sjaldan að hafa heyrt eða séð íslenzk tón- •verk auglýst, hvorki á hljómplötum eða þau sem prentuð eru, en slagara hefi eg oft heyrt og séð auglýsta. Fleira hirði eg ekki að telja, en eg minnist margs sem vitnar um full- komið hugsunarleysi og tómlæti í þessum efnum. Þetta eru tákn tim- anna, og veit eg það, að lítið betur mun ihaga til á ýmsum öðrum svið- um. Þjóðin þjáist af ofáti erlendr- ar menningar og ómenningar, sem hún gleypir hraðar en hún getur nielt. Margir, sem annars una á- standinu illa, láta huggast við það frjálslyndi að þetta sé alda, sem verði að ganga yfir, og elcki þýði að spyrna á móti. Má vel vera, en þannig ihefir tneðalmenskan ætið hagað orðum sínum á öllum öfga- tímuin. Á kyrstöðutímum óma þau sífelt i eyrum framsækjandans, en sarnt er það hann sent að lokum nuddar kyrstöðunni áleiðis. Og á byltingatímum skafa þau hlustir hægfarandans, þó líklegastur sé hann til að lægja öldurostann. Báðir eru jafn þarfir hver á sinni tíð, enda er þetta alt sami maðurinn, sem hvorki getur orðið samferða öfga- streyminu eða kyrstöðu-logninu, sem hvorttveggja stríðir á móti lífs- ins lögmáli. Uppfinding útvarpsins og tal- myndanna hefir hvarvetna um heim valdið truflunum í hljómrænu at- hafnalífi, og þó hvergi að líkindum eins miklu og hér á landi. Stafar það þó ekki af því að útvarps-rekst- urinn á þessu sviði sé verri hér en annarsstaðar, þvi svo mun alls ekki vera. Þykir mér Iíklegra að þegar alLs er gætt sé það sem útvarpað er héðan fyrir ofan meðallag menning- arlega skoðað. Heldur stafar það af því að við vorum flestum, ef ekki ölluin, þjóðum ver undir það búin að veita þessu vélræna menningar- tæki móttöku, Hljómlistin er svo ung í laridinu að aðeins ein kynslóð er búin að athafna sig á þessu sviði og varla þó. En i þessu tímabili, frá þvi utn 1880 þar til um 1920 þrosk- aðist þjóðin hægt og eðlilega. Skort- ur á teknisikum möguileikum og fleira varnaði því að athafnir for- göngumanna sniðgengju eða færu um skör fram úr þroska hennar. Tónverk þau, sem gefin voru út, bæði erlend og innlend færðust þetta smátt og smátt í aukana, og þjóðin varð þeim samiferða. Til að gera sér grein fyrir því þroskastigi, sem þjóðin var á fyrir xo—20 árum síðan, og er í rauninni enn, þarf ekki annað en kynna sér verk eldri tónksáldanna, sem góðu heilli komust á prent, svo sem þeirra: Bjarna, Laxdals, Sigfúsar, Arná og Kaldalóns. Þá má og líta á Organtóna og ýms Titlend harmón- íum-albúm sem talsverða útbreiðslu hafa hlotið hér á landi, og niðurstað- an verður hin sania Þjóðin hefir um þetta leyti tileinkað sér viðfarigs- létta og kjarngóða tónlist sem er henni holl, m. a. talsvert af há- klassiskri og rómantískri tónlist i meðfærilegum útsetningum. En svo alt í einu kemur útvarpið til sögunnar, og allar tegundir músi'kalskra og ómúsikalskra Lieims- bókmenta bylja skipulagslaust á þjóðinni eins og gjörningaveður, alt ofa.11 frá sýmfóníum Beetliovens og ójierum Wagners niður í leirugustu dægur-lög og klæmnasta jazz. Þó verður sú tegundin sem sízt skyldi útundan, sem sé kóral-stillinn, og mun eg síðar víkja að því. En þessi snoggu veðrafirigði liafa liókstaflega forskrúfað þjóðina, og má það kalla skiljanlegt, því hið mikla langstökk frá fyrnefndum smálögum, þó kj^rngjóð. \]æru þau mörg yfir í heimsins stærstu orkestur-verk, er hliðstætt við ef barni úr 3. bekk barnaskóla væri fyrirvaralaust vipp- að upp í 6. bekk mentaskóla. Sá sem slíkt vildi reyna hefði að vísu rétt fyrir sér i því að þar sé um miklu viðtækari mentun að ræða. Hinsvegar hefir barnið ekkert fyrir sér annað en sín eigin takmörk, en það eru Hka þau sem aLt^ verður að miðast við. Yfirsjón útvarpsins liggur ekki endilega á því að það hafi ekki boðið upp á nógu góffa tónlist. Síður en svo, þvi fagrar symfóníur og óperur voru með því fýrsta sem það sendi frá sér. En hvorttveggja var langt fyrir utan almennan músikalskan sjóndeildar- hring, og i þvi liggur yfirsjónin. Ekki sizt þegar þess er gætt að til jafns við þessa ofviða tónlist, eða vel það, streymir svo koLmórauður kaststrengur af útlendum leirburði, sem er þjóðinni skaðlegur vegna þess hún heldur að hann séð góð tónlist af því hann er útlendur. Fyrir þessum leiruga ófögnuði er svo Liinn létti en iholli kór- og sönglagastíll, sem hér var búinn að festa rætur algerlega að víkja. Mann kunna ekki lengur alþýðu-lögin svonefndu, og þeim .fækkar stöðugt sem tekið geta undir vers i samkvæmis-hóp- söng, að gömlum og góðum sið. En hinum fjödgar að sama skapi sein, hvort sem þeir þekkja nótur eða ekki, koimast til ráðs við að læra utanað eitthvert slitur úr hverjum slagara sem út kemur, sem þeir svo þjösnast á hvar sem þeir ná i hljóð- færi, án allrar hæversku, svo varla er orðið vært nálægt húsum sem hljóðfæri er í, hvað þá inni í þeim. Svona er nú komið músikölsku atihafnalífi alþýðunnar, en frá hærri stöðum seytla inn til þessarar af- skektu þjóðar “fúlulækir” frá ölLum öfga-uppsprettum þeirrar músik- ölsku óaldar sem afleiðingar stríðs- ins, útvarpið, talmyndirnar, jazzinn og ismarnir, alt í sameiningu, hafa leitt af sér. I&rnar ríða hér húsum eins og römmustu uppvakningar, og “istarnir æpa heróp á hverju götu- horni, hristandi asnakjálkana fram- an í sérliverja þá listræna athöfn, sem ekki biður þá auðmjúklega fyr- irgefningar á því að hún varð til. Því jafnskjótt og fréttist um ein- hvern “isma" austur í Japan má ganga að þvi vísu að liann mæti manni í vígaliug hér úti á íslandi næsta dag. Kapphlaupið um að “fylgjast með tímanum” eins og það er kallað er að snúast upp í flótta undan sjálfum okkur, og á þeim flótta má segja að hver berji annan áfram. Að vera kallaður 19. aldar maður, er eitt liið versta skammar- yrði sem hægt er að segja um nokk- urn mann nú á dögum. Sá, sem jafnvel á einlhverja ögn eftir af sjálfum sér frá því herrans ári 1927 er óðara dæmdur nátttröll og stein- gerfingur slórandi aftur í ómuna fornöld. Hvað afskifti blaða og tímarita af íslenzkri tónsrtriða-við- leitni snertir, eru þau mestmegnis innifalin í að gera skriffinnum sem enga þekkingu eða dómgreind hafá í þeim efnum rúm fyrir órökstuddar árásir og tilraunir til að gera íslenzk tónskáld tortryggileg í augum þjóð- arinnar, með staðlausum brygslyrð- um um rithnupl, og öðrum slíkum aðdróttunum, vitandi vel að mest PIIYSICIANS and SURGFONS DR, B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahatu og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar 2-3 Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Oniy Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdúmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 4 01 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medícal Arts Bldgr. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viðtalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 Dr. D. C. M. Hallson Stundar skurðlækningar og almennar lœkningar 264 HARGRAVE ST. . —Gegnt Eaton’s— Winnipeg Slmi 22 775 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. íslemkur lögfrœöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 _ ' PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 BUSINESS CARDS Ákjósanlegur gistlstaöur Fyrir Islendlngat Vingjarnleg aðbúð. Sanngjarnt verð. Cornwall Hotel MAIN & RUPERT Slmi 94 742 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A.S.BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur ilkkistur og annast um út- farir Aiiur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgB af öllu tægi. PHONE 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fðiks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skrifiegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur I mlðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00, og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests allar íslenzkar tón-bókmentir liggja óprentaðar og óheyrðar iieima í föð- urhúsum, enda er konrið svo að þeim sem eitthvað geta er ekki orðið við- vært fyrir gegndarlausum kröfum og strákslegri vandfýsni hinna sem ekkert geta. Já, svona er nú tíðar- farið í landinu. Eg hefi nú drepið á ýnrislegt sem mér þykir vítavert í fari okkar og athöfnum á þessum sviðum. Vil eg nú snúa þangað sem liuggulegra er umhorfs, og verður þá fyrst fyrir mér Bandalag íslenzkra listamanna. Þó ekki sé vegna annars en þess, að þar er félagsskapur sem vill vel, og stefnir i rétta átt, gefur það út af fyrir sig ástæðu til að vænta megi góðs af honum. Stefnuskrá Banda- lagsins er samhljóða því sem hér er gert að umtalsefni, sem sé: að efla beri listrænt atíiafnalíf í landinu, og er vonandi að í þvi efni láti það ann- að og meira til sín taka en að sam- þykkja tillögur út i bláinn, því í slíku felst ekki annað en algeng fé- lagslæti, sem ekki leiða til neins, nema ötular framkvæmdir fylgi á eftir. Annars virðist mér þar sem annarsstaðar skorta viðurkenningu (Framh. á bls. 7) >o<=x>^ Verzlunarmentun Óumflýanleg nú á tímum! Vaknandi viðskiftalíf krefst vaxandi vinnukrafts. Við- skiftavenjur nútímans krefjast sérþekkingar á öllum sviðum. Þessvegna er verzlunarxnentun blátt áfram óumflýjanleg. Bnda er nú svo komið, að verzlunar- skólanám er talið óhjákvæmilegt skilyrði fyrir atvinnu við skrifstofu- og verzlunarstörf. UNGIR PILTAR og UNGAR STÚLKUR, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla (Business Oollege) í Winnipeg, ættu að spyrjast fyrir á skrifstofu Lög- bergs; það verður þeim til dr júgra hagsmuna. Komið inn á skrifstofuna, eða skrifið » % Ö The Columbia Press Limited | TORONTO og SARGENT, WINNIPEG f*c=>oc=>oc=>oc >oc=>oc=>oc=>oc

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.