Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JANÚAR, 1938 Xúgberg Gefið út hvern fimtudag af 1 Bí COLVMB1A PRE8S L1M1TED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba fjfanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO $3.00 um áriO — fíorgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Coiumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Litið um öxl I draummildri dánarfegurð hefir gamla árið verið lagt til, en nýju og ungu ári vaxið vængir til flugs. A krossgötum sem þessum, verðum mörgum manninum vafalaust á að spyr ja: “Höfum vér gengið til góðs götuna fram eftir vegf” Vér kveðjum gamla árið með litlum sökn- uði; enda er það vitað, að mörg hafa verið víxlspor þess; mörg sporin hlóðstorkin ó- heillaspor; mörg sporin betur aldrei stigin, þó óhjákvæmilega hafi eitt og annað til heilla horft. Hátt í himinn hljóta þau að hrópa, barnamorðin, Heródesar morðin ítrekuðu á Spáni, og úrræðaleysi Þjóðbandalagsins í því að stemma stigu fyrir öðrum eins óvinafagn- aði. Þó gagnar hvorki að láta hugfallast né gráta í sekk og ösku. Til þess eru vítin að varast þau. Mannkynið hefir sennilega aldrei nokkuru sinni dreymt fegurri draum en Þjóð- bandalagið og stofnun þess. Og nema því að- eins að það verði endurvakið til lífrænnar forustu á vettvangi mannfélagsmálanna, mun því miður fátt líklegra en það, að raunasaga síðastliðins árs endurtaki sig nær sem vera vill um ófyrirsjáanlega tíð. Það varpar eng- um skugga á grundvallarhugsjón Þjóðbanda- lagsins þó einstaklingar eða þjóðir hafi af lítilmensku eða. síngjörnum hvötum svikið hana í trygðum; hún er jafnfögur og jafn mikilvæg fyrir það; á grundvelli þeirrar hug- sjónar, einum, má með nokkrum rétti gera sér von um varanlegan frið í þessari undursam- lega fögru veröld, þrátt fyrir alt og alt. 1 anda þessarar hugsjónar ber oss að fagna hinu nýja ári, og helga henni ásetning vorn, orku og framtak.— Næst bræðravígunum á Spáni, bregður fyrir augnabliks-myndum úr harmsögunni miklu, sem daglega er að gerast í Kína. Japanir, herská Fasistaþjóð, ræðst að því er bezt verður séð, öldungis að ástæð'ulausu á veldi Kínverja, og fer þar eldi tortímingar- innar um borg og bygð. Sprengjum er varp- að yfir stórborgir og fræga sögustaði, lista- söfn og aðra helga dóma hinnar fomfrægu, kínversku þjóðar; engu er hlíft; konur og börn, gamalmenni og umkomuleysingjar, sem ekkert hafa til saka unnið, verða djöfulæði herneskjunnar að bráð. Tuttugasta öldin, marghá'ttaðasta framfaraöldin á ýmsum svið- um, sem nokkru sinni hefir runnið upp yfir mannkynið, horfir ráðþrota á þessa ægilegu leiksýningu og hefst eigi að. Gagnvart öllum þessum firnum stendur Þjóðbandalagið mátt- vana og forustulaust. Japanir, sem um eitt .skeið töldust til þess, hafa nú svikið það í trygðum og snúið við því baki. Og margar aðrar þjóðir, sem telja sig fyrst og síðast hlyntar friði, hafa með þögninwi og athafna- leysinu, ef þá ekki beinlínis með undirferli og svikum, snúið við því baki líka. Og hvert á svo að rekja ræturnar að öllu þessu fáránlega böli? Svarið mun verða að miklu leyti á einn veg. Höfuðorsökina er að finna í ofbeldis- fullri og óskiljanlegri útbreiðslu Fasismans á eina hlið og hliðstæðri og hlutfallslegri veikl- un lýðræðisins, að minsta kosti til bráða- birgða á hina. Og enn sýnist Fasisminn að vera að færa út kvíarnar. Italir og Þjóð- verjar hafa búið við Fasistastjórn um alllangt skeið. Hvernig ástandinu er háttað með þeim tveim þjóðum, er almenningi þegar að nokkru kunnugt. Svo er þar fast og alvarlega sorfið að persónulegum mannréttindum, að allir verða að segja já og amen við kalli þeirra Mussolinis og Hitlers. Ef út af bregður, bíð- ur höggstokkurinn eða byssukúlan. Nú hefir Brazilía komið á fót hjá sér Fasistastjórn, auk þess sem nýtt ráðuneyt! í Rúmeníu tjáir sig í andlegri frændsemi við þá Mussolini og Hitler. Og árásir Francos á Spán og lögskip- aða stjórn landsins, njóta leynt og ljóst stuðn- ings einvaldsiherranna á Þýzkalandi og ítalíu. Jafnvel hér með oss í Canada er Fasista- hreyfingin orðin svo ábærileg, að verulegri furðu sætir. Nægir í því efni að vitna til Duplessis-löggjafarinnar alræmdu í Quebec. Um það verður því ekki vilst, að voði mikill sé fyrir hendi, ef ekki verður að gert í tæka tíð. Nú er vökumanna þörf, hér sem annars- stað'ar, meiri en nokkru sinni fyr.--- Þrátt fyrir misfellur og ýmiskonar öfug- streymi í canadisku þjóðlífi, virðist þó nokk- uð vera að rofa til á sviði framleiðslunnar og iðnaðarins. Verðgildi útfluttra framleiðslu- tegunda á síðastliðnu ári nam fullri biljón dala, og telst það hámark síðan 1929. Einkum er það þó námaiðnaðurinn, sem tekið hefir verulegum risaskrefum. Að fráskildum upp- skerubrestinum í Saskatchewan, má svo segja að flest vandræðamál hinnar canadisku þjóð- ar séu pólitísks eðlis. Jafnvel Oshawa verk- fallið mikla átti rót sína að rekja að nokkuru leyti til stjórnmálanna, og víst er um það, að úrslit þess .verkfalls stuðluðu mjög að endur- kosningu Mr. Hepburns og liberal flokksins í Ontario. Um stjórnmálavettvang Mr. Aber- harts og þeirra.Social Credit-sinna í Alberta, hefir verið óvenju hljótt upp á síðkastið, og þykir líklegt að' svo muni verða fram að næstu fylkiskosningum. Þrenn lagafrumvörp, sem síðasta aukaþing Alberta-fylkis afgreiddi, eru nú fyrir hæztarétti Canada til úrskurðar um stjórnskipulegt gildi eða vangild þeirra. Lögin um 'takmörkun prentfrelsis vöktu víð- tæka athygli; eigi aðeins innanlands, heldur og vítt um heim; þóttu þau sverja sig allmjög í Fasistaætt. Meðal mikilvægustu atburða á stjórn- málasviðinu hér í landi, verður að telja skipun Rowell-nefndarinnar, er það hlutverk hefir með höndum, að gerkynna sér fjárhagslega aðstöðu fylkjanna til yfirstjórnar fylkjasam- bandsins í Ottawa. Mun nokkumveginn mega víst telja, að ályktanir þessarar nefndar leiði til þess að á næstu sambandsþingum verði víðtækar breytingar gerðar á stöðulögum canadisku þjóðarinnar, British North Amer- ica Act. Mun það og mála sannast, að tími sé til kominn að rýmkva til viðvíkjandi rétt- arfarslegri afstöðu þjóðarinnar, svo sem í því efni að nema úr gildi áfrýjanir til hæztaréttar Breta.— I þremur fylkjunum fóru fram almenn- ar þingkosningar á nýliðnu ári, það er að segja í British Columbia, Nova Seotia og Ontario; lauk þeim öllum með ákveðnum sigri fyrir liberaLstefnuna. Aukakosningár til sambandsþings, sem fram fóru á liðnu ári, féllu allar stjórninni í vil; mesta athygli vöktu þó úrslit kosningarinnar í Victoriaborg, þar sem frambjóðandi liberalflokksins, Mr. Mayhew, gekk sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða umfram tvo keppinauta sína. Nýafstaðin aukakosning í einu Quebec kjör- dæminu, leiddi það jafnframt í ljós, að Fas- istaflokkur Mr. Dupleasis er ekki eins sam- feldur og ýmsir ætluðu. í kosningu þessari sigraði einnig frambjóðandi liberal stefnunn- ar með hátt á fimta þúsund atkvæða umfram keppinaut sinn, er hallaðist mjög á sveif * Duplessis-Fasista. Athyglisvert er það, að í Victoria-kjör- dæminu hafði afturhaldsstefnan ráðið lofum og lögum í síðastliðin þrjátíu og fimm ár; hrundi því í þessari nýafstöð'nu orrahríð eitt hið allra traustasta varnarvígi hennar.----- “Svo traust við Island mig tengja bönd; ei trúrri binda son við móður. ” Nú um áramótin rifjast upp í muna vor- um þessar viðkvæmu ljóðlínur Steingríms, um leið og átthagaástin beinir flugi voru heim. Framan af síðasta ári horfðist allþunglega á um afkomu heimaþjóðarinnar. Togaraaflinn varð með lang rýrasta móti, auk þess sem til- finnanlega þrengdist um markað fyrir salt- fisk vegna styrjaldarinnar á Spáni. Skæðasti óvinur efnahagslegrar afkomu, varð þó mæði- veikin svonefnda, er svo svarf að sauðfjár- stofni búenda, að kalla mátti að ýmsar sveitir landsins stæði uppi sauðlausar með öllu. Mjög hefir þetta að sjálfsögðu reynt á þolrif þjóð- arinnar og gengið nærri henni. En hún hefir staðið af sér marga hryðjuna áður, og mun svo einnig gera að þessu sinni. Til ómetan- legs liðs við þjóðarbúskapinn, kom hin ó- venjumikla síldveiði, sem áætlað er að nemi um fimmtíu miljónum króna að verðmæti. Höfum vér því, að öllu athuguðu, vestrænir afkomendur Fjallkonunnar, gilda ás'tæðu til þess, nú um þessi áramót, að líta björtum von- araugum til móður vorrar í austri, og áma henni frekara gengis og guðs blessunar.— Að svo mæltu óskar Lögberg íslenzku mannfélagi austan hafs og vestan, góðs og giftusamlegs árs, jafnframt því sem það treystir því að sérhver íslenzk hönd og sér- hver íslenzk hugarhræring, samstillist í þjón- ustu friðar og mannréttinda! Avarp flutt á 50 ára afmœlissamkomu st. “líeklu” og “Skuldar”, 30. desember, 1937, af Dr. Richard Beck, forseta samkomunnar. Mér er þaÖ hin mesta ánægja, og eg tel mér vegsauka að því, að skipa forsæti á þessari söguriku hátíð, og nefni þessasamkomu svo í fullri ein- lægni og alvöru. Fimmtíu ára starfs- afmæli er merkur áfangi í sögu hvaða stofnunar og félags sem er, ekki sizt í sögu félagsskapar eins og Good Templara stúknanna íslenzku hérlendis, sem eiga sér fámennan þjóðf lokk að baki, og vinna i erlendu umhverfi að framkvæmd hugsjónar, sem ekki hefir hlotið þann skilning og stuðning af hálfu alls þorra manna, er hún á skilið. Samt hefir starfsemi íslenzkra Good Templara vestan hafs á liðinni hálfri öld miklu meir en réttlætt tilveru sína, enda þótt það sé satt, “að háð var sízt sem skyldi oft vort stníð.” Merki hug- sjónarinnar Ihefir verið haldið á lofti öH þessi ár, sem eitt út af fyrir sig er stórum meira virði en margur liyggur í fljótu bragði. Og svo mik- ið hefir á unnist í bindindisáttina, þrátt fyrir mistökin og vfíxlsporin, sem stigin hafa verið, að þjóðstofn- inum íslenzka heima og hér er aukin sæmd að því, að í hálfa öld hafa ís- lenzkir menn og konur (þær eiga hér sannarlega ekki minni hlut að máli) staðið í fylkingarbrjósti í bindindismálum hér í Manitoba- fylki. En ekki fer eg, þó ljúft væri, lengra inn á það svið, því að þá yrði eg sekur um landrán; aðalræðu- mönnuim1 samkomunnar er sem sé, eins og vera ber, það hlutverk ætlað, að rekja sögu stúknanna og starfs- feril. Hitt hlutskiftið var mér feng- ið, sem er í alla staði hið veglegasta, að draga með nokkrum orðum at- hygli yðar að Good Templara regl- unni alment og hugsjón hennar. Sá blessunarríki og víðfeðmi fé- lagsskapur er umbóta- og mannúðar- stofnun, sem vinnur að því, að lyfta mannkyninu á hærra menningarstig með útrýmingu áfengisnautnar, en áfengisbölið og styrjaldarbölið, sem hvorutveggja eru “þyngri en tárum taki,” eru tveir af höfuð-óvinum mannanna barna, og standa þeim, flestu fremur, fyrir þroska og þrif- um, þjóðfélagslega og siðferðislega. Verkefni Good Templara reglunnar er því hið göfugasta og háleitasta, en að sama skapi ábyrgðarmikið og erfitt. Oss félögum hennar, konum sem körlum, sæmir, að gera oss sem gleggsta grein fyrir þeirri hliðinni 'á bindindisstarfi voru, þegar vér göngum á sjónarhól á þessum tima- mótum. Ef oss, í framtíðinni, á að verða nokkuð verulega ágengt í voru göfuga og þarfa starfi, verðum vér að búast við andstöðu og henni ó- vægri, því að vér eigum í höggi við sterk öfl í þjóðfélagslífinu og harð- vítuga og volduga andstæðinga. Berujn í minni, að því er nú einu sinni þannig farið, að alt, sem er mikils virði, er dýru verði keypt. Gimsteinar fást eigi í fimm og tíu centa búðum, þó þægilegar séu oss, sem efnasmáir érum. Sama lög- málið gildir í andlega lífinu. Braut hugsjónamannsins, framsóknar- mannsins, er langt frá því, að vera alt af stráð rósum. Hver sá, sem velur sér þann veginn, má ganga að því vísu, að hann eigi á brattann að sækja og að stormar næði um hann. Enda eru þeir margir, sem orðið hafaúti á þeiri fjallgöngu. En þess er þó jafnframt að minnast, að hug- sjónaást og framsækni, öll þroska- viðleitni, hefir sín eigin laun í sér fólgin. Sá, sem! “áfram sækir á andans þyrnibraut,” vex við þá framsækni andlega að sama skapi. Eiga hér við orð Guðmundar skálds Magnússonar: “Sé takmark þitt hátt, þá er altaf örðug för, sé andi þinn styrkur, þá léttast stríðsins kjör, sé merkið hreint, sem hátt og djarft þú ber, snýr hindrun sérhver aftur, sem mætir þér,” Meðvitundin um göígi hugsjónar Reglu vorrar, og um brýna þörf starfs hennar, ætti því að vera oss hvöt til dáða, þegar á móti blæs og farg vonleysisins verður oss hlekk- ur um fót. Annað er það, sem vera ætti oss fámennum hóp íslenzkra Templara styrkur í baráttunni: — meðvitundin um þá staðreynd, að Good Templara reglan er alþjóða- félagsskapur. Vér erum hlekkur í keðju, sem nær um allan hinn ment- aða heim, og tengir menn sterkum taugum kærleika og sameiginlegrar menningar-hugsjónar og mannúðar. Það er ómetanlegur styrkur til framsóknar í því, að vita sig einn í fylkingu hundrað þúsunda, sem vinna að settu marki. Höfum það jafnan hugfast, sérstaklega, þegar oss liggur við að örvænta um sigur í baráttu vorri og leggja árar í bát. Með þetta í huga, göfgi hugsjónar vorrar og brýna þörf framkvæmdar hennar, og víðfeðmi Reglu vorrar, hæfir oss íslenzkum templurum vest- an hafs, að hefja næstu hálfrar ald- ar starfsemi vora. Ef vér rækjum hana í réttum anda, verður hún hvorttveggja í senn öðrum til gagns og sjálfum oss til aukins þroska. Því að það sannast altaf, sem Davíð skáld Stefánsson segir í kvæði sínu “Við leitum”: “Við leitum, leitum en finnum fátt, sem fögnuð veitir, bölinu breytir og boðar sátt. En hver sem göfugum gáfum beitir til góðs fyrir stórt og smátt, treystir annara mátt og megin og mest sinn eiginn, örvar og hugsar hátt, gengur á undan, varðar veginn og vísar — í rétta átt.” Vér stöndum á þrepskildi nýs árs; ekki vitum vér hvað það ber í skauti sinu oss til handa, en um eitt getum vér verið hárviss; það flytur oss ónotuð tœkífœri. Og það er með þau Hkt og jarðarleirinn; í höndum lista- mannsins getur hann orðið frum- smíð ódauðlegs listaverks, þó hann verði ekki nema dauður leir í hönd- um okkar klaufanna. Á svipaðan hátt verða tækifærin að gulli nyt- samra og manndómsrí'kra athafna hjá þeim, sem kunna að nota þau, þó þau smjúgi gegnum fingur annara, líkt og sandkorn, svo að þess sér engan stað. Að svo mæltu býð eg yður, fyrir hönd stúknanna “Heklu og “Skuld- ar,” velkomin á þessa afmælissam- komu, vitanlega til þess, að gleðjast um stund og fagna yfir því, að þess- um áfanga hefir verið náð; miklu fremur býð eg yður þó velkomin til, að hverfa héðan í samkomulok með öflugri trú á málstað vorn og sterk- ari vilja til að vinna honum og fóma. Á fimtíu ára afmæli Skuldar og Heklu Herra forseti og kæru systkini Heklu og Skuldar. Mér hefir verið falið það hlut- verk hér í kvöld, að flytja ykkur heillaóskir frá Stórstúku ykkar, á ykkar heiðursdegi. Og til þess voru mér úthlutaðar fimm mínútur. Já, firam mínútur, til að fara yfir fimm- tíu ára æfisögu ykkar. Á þeim tíma held eg enginn geti gert því nein skil svo vel fari, svo eg reyni það ekki. Um hver tímamót reynir fólk yfirleitt að líta til baka, og hver um sig gerir upp sína gjörðabók. Reyn- um því að nota þessi hálfrar aldar tímamót til rannsóknar á okkar eigin gjörðum, og leita að svarinu. Höf- um við hvert út af fyrir sig gjört skyldu okkar, eða staðið við það heit sem við tókum, þegar við geng- um í regluna. Ýmsar konur og ýmsir menn velja hver áramót til að gjöra upp sína reikninga, og gera ný áheit um betri breytni, og ýmsar aðrar breytingar til batnaðar. Látum oss öll á þess- um tímamótum, líta yfir okkar eigin uppdrætti og klippa það út, sem er orðið úrelt og ónýtt eða máð, og drögum upp nýjan uppdrátt sem við getum farið eftir óhikað. Við mættum minnast orða stór- höfðingjans og leiðtogans fræga, Abrahams Lincolns, þar sem hann segir: “Eg hefi margsinnis verið neyddur til að krjúpa á hnjánum, af þeirri yfirgnæfanlegu sakaráfell- ing, að eg gæti ekkert annað gjört. Minn eigin vísdómur og alt sem um- kringdi mig, sýndist vera ónóg fyrir daginn.” Fyrir framan okkur er útbreitt borð gnægða lífsins, fyrir alla. Hvernig og hvar stöndum við ? Hverjar eru þarfir hvers einstakl- ings? Við eigum eitt í sameiningu, hvert af okkur eigum Von, Ást og Ótta. Erum við bjartsýn og glöð, eða hraksýn og huglaus? Það er enginn efi á þvi að hraksýni og hug- leysi leggur höft á braut okkar, og gerir hana ófæra til ferðalaga. Þar sem bjartsýni og gleði eru með í förum, verður árangurinn góður. Good Templara reglan, hefir gjört mikið til að endurbæta og hjálpa félagslífi í öllum þeim mörgu löndum sem hún hefir verið stofnuð, og hefir náð fótfestu, og enn í dag eru óútreiknanlegir möguleikar hennar í framtíðinni. “Erfiður grundvöllur er bygg- ingarmeistarans tækifæri, og fram- tið ef hann vinnur sigur.” Erfiðleiki framtíðarinnar getur verið yfirstiginn af okkar samein- aða flokk. Ef við vinnum rétt. Við þurfum aðeins að nota nútíðar að- ferð, að hvetja og samansafna nýj- umi liðsafla, til þess að stuðla að bygging hinnar mestu velferðar og gleði fyrir mannkynið. Svo það nái þeim áhrifum í okkar fyrirætlun að komast að því takmarki, sem við höfum öll stefnt að í öll þessi fimm- tiu ár. Algjört bindindi, sem er óhultast og bezt — reynslan sýnir það. Fyrir alla, sem iðka leikfimi — hlýðni. Fyrir alla, sem1 iðka bílkeyrslu— skylda. Fyrir alt ungt fólk — siðferðis- lega og heilsulega nauðsynlegt. Fyrir kristið fólk — ágæt einka- réttindi. En vísdómsfult fyrir alla. í nafni Stóstúkunnar og allra embættis bræðra og systra hennar, færi eg ykkur blessunaróskir, á ykkar heiðursdegi. O'g vona og óska að þetta nýbyrjaða tímabil, færi öll- um nýtt líf og nýja krafta, til að vinna meira fyrir sanna gleði, svo við verður okkur sjálfum til gagns. og öðrum til hjálpar. í Trú, Von og Kærleika, A. S. Bardal, s. t. Arsfundur Þjóðræknisfélagsdildin Frón héll ársfund sinn í Good Templarahúsinu 29. desember 1937. Fundinum stýrði forseti deiildarinnar Ragnar H. Ragnar. Fundargerð síðasta fund- ar var lesin upp og samþykt. For- seti gat þess að ársfundur væri nú dálítið seinna á árinu en áður hefði verið og fór nokkrum orðum um starfsemina á árinu, sem að ýmsu leyti hefði gengið með bezta móti. Deildinni hefði bæzt nýir félagar og fjárhagurinn nú mun betri en i fyrra, þrátt fyrir það þó meira fé væri varið til bókasafnsins. Þakk- aði hann fyrverandi forseta sérstak- lega fyrir, að hann hefði gengist fyrir ofurlitlu happdrætti til arðs fyrir bókasafnið og varð ágóði af því liðugir 80 dalir. Embættismenn deildarinnar lögðu fram skýrslur sínar; síðan fór fram embættismannakosning, og hlutu þessir kosningu: Forseti, Ragnar H. Ragnar; vara- forseti, T. Oleson; ritari, Hjálmar Gislason; vara-ritari, Þorvaldur Pétursson; gjaldkeri, Sveinn Pálma- son; vara-gjaldkeri, Karl Jónasson; yfirskoðunarmenn, Grettir Jóhanns- son og J. Th. Beck. Þegar lokið var fundarstörfum, tók við skemtiskrá. Mrs. Grace Johnson söng einsöngva, próf. R. Beck flutti ræðu um “Lífsspeki norrænna manna,” var það erindi vandað mjög, bæði að efni og orð- færi og skörulega flutt. Eftir það voru umræður og tóku ýmsir til máls, þar á meðal J. J. Bíldfell, J. JónatanssOn, forseti félagsins og Þorvaldur Pétursson. Eftir það var sungið Eldgamla ísafold og God Save the King! H. G. \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.