Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 5
LÖGBEÍBG, FIMTUDABINN 6. JANtJAB, 1938 5 Bobríkoff böðill Finnlands og Dagmar keisaraekkja Nýlega hafa fundist merkileg bréf, sem farið hafa milli Dag- mar keisaraekkju og sonar hennar, Nikulásar hins síðasta Rússakeisara. Bréfin lýsa þeim báðum vel og sýna, að gamla konan hefir haft betri skilning á því, sem var að ger- ast, en hinn sljói keisari, sem jafnan lét stjórnast af spiltri hirðmannaklíku sinni. Danska prin/sessan Dagmar Kristjánsdóttir níunda hefir feng- ið betri dóma hjá eftirtið sinni en flestar drotningar Rússlands. Vera má, að þeir dómar hafi meÖfram mótast af samúð með henni í taun- um hennar, sem voru henni þung- bærar á efri árum, en þó mun hitt ráða meiru, að Dagmar hefir ver- ið mannkostiamann'eskja og miklu frjálslyndari en hið rússneska um- hverfi hennar. Ýmsar sannanir eru til fyrir j>essu og ein sönnunin felst í hinu merkilega bréfi hennar, sem fer hér á eftir og hún skrifaði syni sínum Nikulási keisara öðrum út af Bobrikoff landsstjóra Rússa í Finnlandi. Hefir bréf þetta nýlega orðið heyrum kunnygt og er hið merkilegasta pjagg, eigi síður en bréf keisarans er iýsir mæta vel þessu viljalausæ ómenni, sem að vísu mun (hafa vitað greinarmun góðs og ills en aldrei hafði þrek til að gera það sem rétt var. Það er táknrænt fyrir hann, að þegar hann svarar hinu alvöruþrungna bréfi móður sinnar þá byrjar hann með því að fárast yfir því, að hann hafi mist hundinn sinn! Seppinn var honum mikilsverðari en hagur ríkisins. Bobri'kof f var rússneskur hers- höfðingi og var skipaður landstjóri í Finnlandi árið 1898. Finnland var þá rússneskt stórhertogadæmi og átti Bobrikof f að gera það rússneskt og undirbúa algera innlimun þess í al- rfkið. Að þessu vann hann svo ó- sleitilega að hann þverbraut þráfald- lega stjórnarskrá þá, sem Finnlend- ingar höfðu fengið af hendi keisar- ans. Hann nam úr gildi landdaginn finska og þar með alla íhlutun Finn- lands um eigin málefni sín, hann tak- markaði premtfrelsið og innleiddi ritskoðun, bannaði félagsskap og fundi svo freklega, að jafnvel vís- indafundi mátti ekki halda nema með leyfi hans. Embættismenn sem ekki töluðu rússnesku voru umsvifa- laust settir af. Árið 1903 fékk hann raunverulegt einræðisvaid og sendi þá andstæðinga sína hópum saman til Síberíu. Aðfarir hans vöktu gremju um' allan heim — en keisar- inn lét þetta gott 'heita. Loks stóð- ust Finnar ekki mátið og 16. júni 1904 skaut finski stúdentinn Schau- mann Bobrikoff til bana og sjálfan sig á eftir. Er Sdhaumann tignaður sem þjóðhetja síðan.----- Það er gegn þessum aðförum í Finnlandi sem Dagmar snýr sér í bréfinu til sonar síns. Bréf hennar er skrifað 14. október 1902, eftir að ákveðið hafði verið að veita Bobri- koff einræðisvald. Dagmar var þá orðin 55 ára og hafði verið ekkja í átta ár, en lét sig stjórnmálin all- miklu skifta, því að hún treysti lítt syni sínum og það hafði faðir hans sömuleiðis gert. Honum hafði verið það mikið á'hyggjuefni að Nikulás tæki við völdum, því að hann væri enginn maður til þess. — Dagamar varð heitmey Nikulásar ríkiserfingja Rússa árið 1864 aðeins 17 ára, en hann dó ári síðar og var hún þá gefin Alexander bróður hans, hin- um nýja ríkiserfingja og giftist hon- um árið 1866 og varð þá að taka grísk-kaþólska trú og fékk nafnið Maria Feodorovna. Árið 1881 drápu Beztu Jóla og Nýársóskir! BRICKMAN'S High-Class Confectionery, Frnits, Chooolates, Cigarettes and Tobacco 664 SAKGENT AVE. Phone 37 673 anarkistar tengdaföður hennar og tók Alexander maður hennar þá ríki undir nafninu hinn þriðji, Faðir hans hafði verið frjálslyndur maður og hafði viðleitni á umbótum í ríki sínu en í tíð Alexanders III. sótti í gamla horfið og þó enn betur eftir að hann lézt árið 1894 og hinn þrek- lausi vingull Nikulás tók völdin. Dagmar hafði ekki verið gæfu- manneskja, en þó biðu hennar mestu harmar hennar í ellinni, er sonur hennar, tók við völdum, drotningin og börn þeirra öll voru tekin af lífi austur í Síberíu eftir að bolsjevikar náðu völdum. Henni var þó þyrmt og var hún flutt til Krim og höfð þar í gæslu unz Englendingum tókst að koma henni úr landi. Fluttist hún þá til Danmerkur og dó þar i hárri elli í sumarhöll sinni á Hvid- övre, þar sem hún hafði lifað á- nægjulegustu daga æfi sinnar. Dagmar elskaði Finnlendinga og unni þeim alls góðs og tók því sér sárt hve hundeltir og kúgaðir þeir voru undir stjórn Bobrikoffs. Hún grátbænir son sinn í bréfinu að hætta þessu grimdaræði, reynir að finna orð, sem vekji tilfinningar hans, reynir að sannfæra hann um, að hann geri aðeins það, sem rétt er. Maðurinn, sem keisaraekkjan kallar Björneborg og sem hafði renyt að koma vitinu fyrir keisar- ann, var Fredrik Björnberg land- stjóri í Vasa. Hann hafði alist upp í Pétursborg, Ýerið í lífverði keis- arans og var kunningi hans á yngri árum. Hann fór þrásinnis til Pét- ursborgar til þess að tala máli Finn- lendinga við keisarann. “Elias nokkur Eaunrok” sem Dagmar minnist á, var Elias Eöroth, hinn frægi endurvekjandi “Kalevala”- kvæðanna. Hér kemur svo bréf keisaraekkj- unnar:— # # # Eg skrifaði áður til að segja þér hve vænt mér þótti þegar eg heyrði að Bobrikoff ætti að víkja úr sessi. En nú hefi eg frétt — með örvænt- ingu og gremju — um allar þær að- gerðir, sem hann leggur til við þig að framkvæma skuli, og sem þú hefir lagt blessun þina yfir. Og hér sit eg sorgmædd og vonsvikin. Mér er það fullkomin ráðgáta hvemig þú, elsku góði Nicky minn, sem ávait hefir haft svo næma til- finningu fyrir réttlætinu, fæst nú til að láta leiða þig og blekkja þig af öðrum eins lygara og Bobrikof f! Og vongbrigði mín eru því meiri fyrir þá sök, að seinast þegar við ræddum um þetta mál — það var í marz í skrifstofu þinni í Vetrarhöllinni — þá lofaðir þú mér að skrifa honum og skipa honum að hægja á sér. Þú manst þetta áreiðanlega — eg stóð UPP °g þakkaði þér fyrir loforðið með kossi. En síðan þetta skeði hefir hann sjálfur verið á ferð í Pétursborg og hefir tekist að telja þér hughvarf og snúa þér í öllum atriðum. Þú hefir hvað eftir annað lýst yfir því, að þú ætlaðir þér ekki að gera neinar breytingar á stjórn Finnlands, og að þetta væri fastur ásetningur þinn— og nú gerir þú þveröfugt. Þar í landi, sem alt gekk svo vel,- og fólk- inu leið svo vel og var ánægt, er nú ailt bnotið niður, öllu breytt, þið sáið sæði óróa og haturs — og alt er þetta gert í nafni svo kallaðrar “ættjarðarástar.” Hvílíkt ágætis dæmi um sanna þýðingu þessa orðs! Alt það, sem gert hefir verið í Finnlandi síðustu árin er bygt á lygum og svikum og stefnir beina leið til byltingar. Þú hlustaðir aldrei á neinn, sem1 gat sagt þér sannleik- ann um Finnland nema Björneborg, og hann var auðvitað talinn lygari og þú studdir aldrei hans mál. Þeir fáu þingmenn, sem Bobri- koff hefir Tátið þig hitta voru skrið- dýr hans, sem lugu að þér, þegar þeir sögðu, að öllum liði vel, og að það væri aðeins lítill minnihluti í Finnlandi, sem væri óánægður. Þeir sem segja þér, að kúgun þessa lands verði fegursta blaðið í sögu þinni eru þrælmenni. Hér og um alla Evrópu, raunverulega allstaðar, ríkir megnasta fyriríitning á stjórn þinni á Finnlandi. Það er þetta, sem fyrst og fremst bakar mér kvöl, því að eg elska Finnland, eins og eg elska alt Rússland, og það sem bakar mér örvæntingu er að þú, sonur minn, sem eg ann svo heitt, skulir hafa látið fleka þig til að fremja þetta hrópandi ranglæti, sem þú aldrei hefðir gert þig sekan um, eí þér hefði verið sjálfrátt. Með blæð- andi hjarta neyðist eg til að skrifa þér um þetta ógeðfelda mál, en ef eg segi þér ekki sannleikann — hver ætti þá að gera það ? Þú verður að skilja, að það er aðeins ást mín til þín, sem knýr mig til að skrifa. Og nú ætla eg að vara þig við síð- ustu gerræðum Bobrikoffs; Hann ætlar að setja upp sérstakan herrétt, setja 'herlög í landinu og veita sjálf- um sér einræðisvald til þess að fang- elsa, ákæra og hafa í haldi hvern þann, sem honum sýnist og láta flytja menn úr landi, án þess að mál þeirra verði sótt og varin fyrir dóm- stólunum. Eg grátbæni þig um, að gefa ekki samþykki þitt til þessa — minstu þess hve mikla ábyrgð þú tekur á þig með því — minstu þess, hve margir saklausir mundu líða, ef þetta djöfullega áforrn kæmist í framkvæmd! Og hversvegna er þetta gert. Hvað hafa vesalings Finnlending- arnir gert fyrir sér, að þeir verð- skuldi þessa meðferð? í guðanna bænum, hugsaðu um þetta einu sinni enn og reyndu að stöðva hermdar- verk Bobrikof fs ! Einasta úrræðið, sem' eg get séð er það'að kalla hann heim sem fyrst. — Nafn hans eitt er hatað af allri þjóðinni. Plevhe (rússneski forsætisráðherrann í Helsingfors) sagði mér áður en hann fór, að hann hefði meira að segja ráðlagt þér eitthvað í þessa átt, svo að þú sérð, að eg er ekki eina manneskjan, sem álítur þetta nauðsynlegt. Eftir nökkra daga á að afhjúpa minnismerki yfir Elias nokkurn Eounrok og þar verður óefað f jöldi fólks viðstaddur. Bobrikoff hefir þegar bannað að syngja þjóðsöng- inn við þá athöfn (í þessu tilfelli Várt land; en Finnlendingar eru vanir að syngja hann við öll hátíð- leg tækifæri, líka þegar við erum viðstödd — pabbi þinn bað um að hann væri sunginn). Óefað verða óeirðir út af þessu banni — en af því að hann hagar öllu eins og honum þykir bezt, mun hann nota óeirðirnar sem vitnisburð um, að þjóðin sé að móðga þig, og kallar herliðið á vettvang, alveg eins og þegar hann kallaði á kósakkana í vetur. Hann bíður aðeins eftir hentugu tækifæri til þess að fá að nota vopnað lið og kóróna með því hið háleita kall sitt! Elsku góði Nicky, eg bið guð, að hann megi opna augu þín og leiða þig. Trúðu mér og settu Bobrikoff af, 'hinn illa anla þinn; fáðu starf hans í hendur manni, sem hægt er að treysta, manni, sem er heiðarlegur og svo sjálfstæður að hann þori að segja þér sannleikann. Gefðu hon- um ráðrúm til að líta kringum sig og kanna ástandið eins og það er — og þá mun Ihann innan skamms vera þess umkominn að ráða þér það sem rétt er og koma friði á aftur i land- inu og kyrra ofsa þann, sem nú er vakinn. Eg er sannfærð um, að þetta er bezta leiðin sem hægt er að fara, eins og nú er ástatt. Eg er svo á- hyggjufull út af þessu bréfi og Svo hrædd við að baka þér raunir, en eg get ekki annað en skrifað það. Eg finn, að það er heilög skylda mín að segja þér sannleikann. Eg er á- hyggjufyllri en orð fá lýst — eg hefi verið tvo daga að skrifa þetta bréf og svaf ekkert í nótt, en það gerir minst til, ef orð mín geta kom- ið þér að gagni. # # # Eins og allir vita skaut keisarinn skolleyrunum við þessari innilegu bón móður sinnar. Hann var á valdi Bóbrikoffs og annara siðspiltra klíkuhöfðingja við hirðina. Loks svarar hann bréfi móður sinnar eftir hálfan mánuð og svarið er á þessa leið: ELg hefi alveg nýlega orðið fyrir miklum persónulegum harnii — að missa blessunina hann Iman, gamla vininn minn — það gerðist i byrjun október, nærri sama daginn sem vesalingurinn hann Raven dó. Hann hafði verið veikur síðan í sumar og þegar við komum' hingað lét eg dýra- lækninn undir eins fara að stunda hann, Hánn var einangraður og eg lét gera sjúkrastofu handa honum á neðstu hæð í höllinni. Sárin á hon- um gréru fljótt, en svo fór máttur- inn að dvina og hann sálaðist eina nóttina. Eg verð að segja það eins og er, að síðan þetta gerðist hefi eg ekki getað varist gráti á hverjum einasta degi — eg sakna hans svo átakanlega, þegar eg er úti að ganga. Hann var svo reyndur, góður og trúr hundur. Nú kem eg, elsku mamma, að við- kvæmu málefni — eg á við það, sem þú skrifar um í síðasta bréfi þínu. Tveimur eða þremur dögum eftir að eg fékk það, heyrði eg að Bobrikoff og frú hans væru komin til Jalta i nokkurra. daga frí. Eg gerði undir eins boð eftir hortum til þess að tala við hann um það, sem þú mintist á. Svör hans voru skipuleg, ítarleg og róleg. Eg get ekki viðurkent, að hann segi annað en sannleikann. Hvað snertir “Várt land,” þá full- vissaði hann mig um, að hann hefði aldrei bannað að syngja það. Þegar það er sungið í viðurvist hans, þá stendur hann upp •— eins og vera ber — en þegar söngurinn er endur- tekinn 10—15 sinnum þá finnur hann að því og eins ef hann er sung- inn á lélegum f jölleikahúsum, þar sem ekki ætti að leyfa að sygja þjóð- sönginn, þvá að það er óviðurkvæmi- legt. í sambandi við afhjúpun minnis- merkis yfir eitthvert skáld, sem þú nefnir, gerðist óvæntur og örlaga- ríkur viðburður : nóttina áður en at- höfnin átti að fara fram, var hjúpn- um svift af minnismerkinu. Finn- Iendinga grunar, að einhver í sænska flokknum hafi gert þetta — Bobri- koff og Plehve fengu hótunarbréf um það úr þeirri átt. Eg hefi sjálf- ur séð bréfin. Þessir tveir flokkar hafa lengi verið andvígir hvor öðrum í þinginu, sérstaklega síðan finsk tunga var innleidd hjá dómstólunum og öðrum stofnunum. Finnlendingar eru nú í miklum meirihluta og Svíum sárn- ar þetta mjög. Þetta er staðreynd, sem finsku blöðin bera vott um, og Plehev sendir mér úrklippur úr þeim við og við. LTppreisnarhreyfingin í Finnlandi hófst raunverulega með tilskipun- inni 15. febr. 1899, en sem betur fór kom hún frá yfirstéttunum en ekki almúganum sjátfum. Nokkrir em- bættismenn, blaðamenn o. fl. fóru að ala á og dreifa út falsfréttum, sérstaklega í sambandi við herskyld- una og þeim tókst að afvegaleiða nokkurn hluta almúgans. Það verður að gera öruggar varn- arráðstafanir gagnvart þessum mönnum. Það er ófrávíkjanlegt boðorð stjórnarinnar að þola ekki, að þjónar hennar gagnrýni aðgerð- ir hennar opinberlega og gangi svo langt að óhlýðnast gefnum fyrir- skipunum. Eg veit vel að í Finnlandi bíða okkar erfiðir tímar, en með guðs hjálp verður att fallið í ljúfa löð aftur eftir tvö til þrjú ár. Reyndu að minnast þess, mamma, hvaða uppþot Þjóðverjar gerðu í baltisku héruðunum í tíð pabba — og þó tókst með festu og einbeittni að friða héruðin á ný og nú eru allir þeir erfiðleikar gleymdir. Það er altaf hættulegt að nema staðar á miðri leið, því að það er jafnan talið vottur um breytta stjórnarstefnu; ekkert er verra en það, fyrir innri frið í nokkru landi. Þessvegna er það, elsku mamma, að þó að það sé mjög erfitt fyrir son að segja nei við heittelskaða móður sína, þá get eg skyldu minn- ar vegna ekki verið sammála þér urn ástandið í Finnlandi. Gagnvart skapara mínum ber eg hræðilega á- byrgð á herðum og verð þess vegna ávalt að vera viðbúinn að standa honum reikningsskap ráðsmensku minnar. Eg verð ávalt að halda fast við sannfæring mína og hlýða rödd samvizku minnar. Eg segi ekki, að eg sé óskeikull— öllum mönnum getur skjátlast — Kveðjur til vorra íslenzku vina og Lögbergs, frá RICHMOND’S DRUG STORES 495 SARGENT, at Spence - - - Sími 27 515 616 ELLICE, at Maryland - - - Sími 30120 Peningar og bögglar sendir til íslands frá báðum búðum vorum en skilningur minn segir mér að eg breyti rétt. Það væri hægur vandi fyrir mig að segja við Bobrikoff: "Látið þá fá það sem þeir vilja, látið þér alt fara í fyrra horfið.” Þú mundi alt falia í ljúfa löð og vinsældir mínar mundu vaxa hröð- um skrefum — þetta er freistandi— en þó ekki fyrir mig! Eg kýs að fórna liýðhyllinni fyrir það ástand, sem er nú, hversu alvarlegt og í- skyggilegt sem það er, vegna þess að eg er sannfærður um, að mér ber ekki að breyta öðruvási. HjátrúarfuJlur hræsnari og liðleskja ofurseldur hrappmensku sér verri manna — það var hinn sáðasti keis- ari Rússa. Og því hlaut að fara sem fór.—Fálkinn. El UM OF Syng eg óð um last og lof, iMfs á slóðum fníjum, þó misbjóði ei um of andar sjóði 'hlýjum. Jóhanna S. Thorzvald. Fyrirgefðu ihreinskilni mína, elsk- aða móðir, eg skil vel að þessar lín- ur færa þér ekki þá huggun, sem þú máske hefir vonast eftir. Eg skal aðeins geta þess, að eg hefi ávalt haft minn elskaða föður og þig í huga meðan eg skrifaði bréfið. . . . . Keisaraekkjan fékk þannig enga bænheyrslu hjá syni sínum, “keisara allra Rússlanda.” Vera má að hann hafi síðar minst þessa bréfs, þegar vald hans var farið að ramba á barmi byltingarinnar, og jafnvel þegar hann stóð augliti til auglitis við böðla sína austur í Síibeníu. Það mun jafnan verða sagt um Nikulás II., að hann hafi verið allra þrek- lausasta mannleysan, sem setið hefir í valdastól á þessari öld og hafi i rík- um mæli haft til að bera alla þá ó- kosti, sem einn mann mega óprýða. Frú Mary Wetjen í enska bænum Addiscombe er nýlátin. Hún lét eftir sig eignir og peninga, sem nema um 700,0000 krónum. í erfðaskrá hennar er svo mælt fyrir að maður hennar skuli njóta vaxtanna af þess- um fjármunum svo framarlega sem hann kvænist ekki aftur. Ef hann skyldi ganga í hjónaband á hann að- eins að fá 20 krónur á viku! Finska flugfélagið ætlar á næsta sumri að halda uppi föstum flug- ferðum milli Englands og Lapp- lands. A 16 klukkustundum eiga flugvélarnar að flytja ferðamenn frá London til Lapplands, þar sem menn geta dást að miðnætursólinni. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.