Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.01.1938, Blaðsíða 1
PIIONE 86 311 Seven Lines . f á i Dry Cleaning aná Laundry 51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 6. JANÚAR, 1938 NÚMER 1 Sagan um góða hirðinn Gunnar Gunnarsson: Advent. Gyldendal gaf út. 82 bls VerÖ kr. 3.60 ób., 8.40 innb. í skinn. Hin nýja skáldsaga Gunnars Gunnarssonar, Advent (Jólafasta), sern kom út i Kaupmannahöfn í haust, er fyrir skömrnu sí'Öan komin í bókabúÖir bæjarins. Þetta er jóla- saga eins og nafnið bendir til, ör- stutt og gerist á fáum dögum. Aldurhniginn liúsníaður, Bene- dikt aÖ nafni, leggur síðla hausts af stað inn á öræfi að leita kinda, sem leitarmönnum befir ekki tekist að smala til rétta í aðalgöngunum þrem- ur og orðið hafa inniliggsa á f jallinu, þegar snjó tók að kyngja niður. Sjálfur á þó Benedikt fátt fé og vantar enga kind. Hann hefir með sér fjárhund sem heitir Leó, og reyndan forustusauð, einn af stærri spámönnununr um veðurfar. Hann heitir Kvistur, nafnið er táknandi fyrir harðgervi hans. Hans hlutverk á að vera að brjótast í gegnum snjó- skaflana á unan hinu fénu. Hin fyrsta dagleið er löng, svo löng, að Benedikt getur ekki hlýtt messu þótt sunnudagur sé, en hann les sjálfur texta dagsins, um' innreið Jesú í Jerúsalem, i Matt. 21. kap. Svo heldur hann af stað áleiðir inn til fjallanna, til að freista þess að bjarga fáeinum kindum, sem annars biðu þar vofeiflegan dauða, og veltir fyrir sér frásögninni um innreið frelsarans i höfuðborg Gyðinganna. Um kvöldið nær !hann að Botni, fremsta bæ , bygðinni. Hann þarf ekki að knýja að dyrum, hans hefir verið beðið. Það er nefnilega ekki í fyrsta skiífti, að hann fer slíka ferð. 1 tuttugu og sjö haust hefir Benedikt komið að Botni í sömu Jón Sigurðsson póstafgreiðstumaður í Víðir-bygð, og fyrrum oddviti Bifr'óst-sveitar. Fæddur 1. september 1870. Dáinn 17 m.aí 1935- (f nafni systkina hins látna) Bróðir kær! Frá bjástri dagsins Brottu svifin þín er önd; Sveiptur roða sólarlagsins Sæluríka kannar strönd. Hverjum ys og ama frí, Ekkert lítur framar ský. —Misskilningur manna gleymist. Minningin hjá vinum geymist. Skarð er fyrir skildi gljáum; Skarð, sem1 verður trauðla fylt. Verkið talar, tign þess dáum, Traust er vekur ljúft og milt. Sveitarinnar sæmd i þraut, Samfylgdar á meðan naut. Lítilmagnans vinur varstu, Velferð hans á örmurn barstu. Byrðir léttir brautryðjandans, Bjar.föst trú á innri mátt; Gresjar leið uni gjögur vandans, Glöggvar spor í rétta átt; Öldubrjótur varst í vör, Vina þinna að rýmka kjör. Grettistökum rniðla máttir; Meir af samúð flestum áttir. Barna þinna skjól og skjöldur, Skilningsnæmi aldrei brást, Þeini frá bægja ama öldur, Ef að þeirra merki sást. Ástvinanna óskift vörn, Ei þín trygð var brotagjörn. Fram að hinsta feigðarskeri Fékst að nausti snúið kneri. Ástar þakkir, elsku bróðir! Áður miðluð gæða fjöld. Myndin þín um þankans slóðir þekur friði hinsta kvöld. Bak við húm og hrygðarský Hamingja oss birtist ný. Farðu vel og sofðu sætast, Siðar fáum1 öll að mætast. Jóhannes H. Húnfjörð. Vinur saumakonunnar Á kvöldin þeg-ar einmani við sauminn minn eg sit Og sönglið í mér blandast köldum vetrargolu þyt, Eg amast ekki við því, þótt hann horfi héma inn, Því hef eg aldrei látið blæju fyrir gluggann minn. Hann kemur þögull, skimandi hans fótatak er fimt; Hann fer með sömu varúð livort sem bjart er eða dimt. En það er eitthvað ástúðlegt í augnaráði hans, Og einlægasti vinur minn er — hundur nágrannans.— Lúðvík Kristjánsson. erindagerðum, oftast þennan sama dag. Nú verður hann hríðarteptur á bænum en er veðrinu slotar og rofar til, leggur hann af stað upp á fjall- ið, í fylgd m'eð bónda, sem átt hefir sauði sfna á heiðinni, þótt áhætta væri ærin. Benedikt tefst við leitina að sauðum bóndans. Að $eim fundnum hittir hann pilt úr bygðar- laginu, sem leitar ásjár hans um að gá að hestum, sem hann á að huga að, og fleira tefur Benedikt. Loks vinst honum tími til þess að sinna eigin erindum. Hann heldur enn dagleið lengra inn á öræfin. Þar gistir hann um nætursakir í jarðfalli einu, það er venja hans. Nú brestur á aftaka veður og hann neyðist til að dveljast hvern sólarhringinn eftir annan inni á fjöllunum, við lítinn kost matar. En hann spyrnir gegn broddunum, jafnvel þótt það svo væru broddar dauðans. Jólin ganga i garð, og að síðustu verður Bene- dikt að skilja Kvist og kindurnar, sem hann hefir fundið, eftir. Sjálf- ur nær hann til bygða með hundi sínum, en ungir menn, er hafa týgj- að sig til leitar, finna kindurnar og reka þær oían að Botni. Þetta er þráður sögunnar. f henni er dregin upp sönn mynd af hinum þrautseiga bóndamanni og baráttunni sem þeir oftlega heyja með misjafnri sigursæld. í flestum sveitum landsins er að finna mtenn svipaðrar tegundar og Benedikt, syni hrjóstrugra bygða, sem ekki er betur lýst en með þess- um orðurn höfundarins: “Lát alt frjósa . . . lát loftið frjósa og sáldra niður snjóflyksum . . . lát andar- dráttinn frjósa á vörum þínum, bæn- ina í hjarta þínu og blóðið í æðum þínum á dauðastundinni, djúpt niðri lifir eldurinn.” Svo er það um hið norðlæga. eldf jallaland, sem um suma syni þess. Þessi jólasaga, sagan um einn hinna góðu hirða úr hópi íslenzku bændanna, er líkt og fleiri sögur Gunnars túlkun á því mesta dýrmæti sem manni verður gefið, friður flekklausrar samvizku eftir happa- sælt erfiði; sem þó veitir engan jarð- arauð. Frásögnin öll er hárnákvæm, hugsanir Benedikts eru raktar til síðasta þráðar, sál hans könnuð að ista grunni. Bóndinn í Grímsdal og húsfreyjan í Botni eru einnig Ijóslifandi persónur minnisstæðar og mannlegar, hann í sínu andvaraleysi, hún í trygð sinni og umihyggju fyrir Benedikt. Þetta er áreiðanlega bezta sagan, sem komið hefir út eítir íslenzkan mann á þessu ári. Hið eina, sem skerðir ánægju manns, ér hve endaslept niðurlag bókarinnar er. Maður hefði kosið nánari frásögn, nánari lýsingu á þeim atvikum, sem þar er lauslega drepið á. J.H. Nýja. dagbl. 14. des. LEIÐRÉTTING í wfiminningu Mrs. Thoru Jo- hannson í síðustu blöðum, er fyrir vangá miína, ein villa: Húsafellsætt, en á að vera: Háafellsætt. R. M. Bruninn í Vík f gærmorgun varð eldur laus í gömlu rafmagnsstöðvarbyggingunni i V'ík í Mýrdal og brann hún til grunna á krskajwmri stundu. Gömul kona fórst í elaimim. Engu varð bjargáð af/munmn!né áhöldum sem inni /voriL lf!ús /þettaV var timhurbygging, reist 1913, og næstelzta rafmagns- stöðin i sýslunni. Fyrir nokkrum árum síðan var bygð ný og orku- meiri stöð, en jafnhliða voru vélar eldri stöðvarinnar starfræktar í kjallara gam'la hússins. Á hæðinni yfir kjallaranum bjó Guðni Bjarnason, stöðvarstjóri og kona hans, Þoribjörg Guðmunds- dóttir, en uppi á loftinu bjó Þórður Stefánsson með konu sinni, og sjö börnum sem þau áttu, og konan sem inni brann, Kristín Magnúsdóttir, móðir Ingibjagrar. Var hún aldur- hnigin og lasburða. Yngsta barn hjónanna var fyrir skömmu síðan fætt. Eldurinn kviknaði með þeim hætti, að Ingihjörg var að nota olíu- vél í eldhúsi sínu og dró kveikinn niður í því skyni að tempra loganu, en þá komst eldurinn í belg ohuvél- arinnar. Þá ætlaði Þorbjörg, kona stöðvarstjórans, sem nærstödd var, að bera vélina út í flýti, en hrasaði í stiganum og misti hana. Varð þeg- ar mikið bál. Tókst Ingibjörgu naumlega að bjarga út börnunum sem inni voru, en það var tafsamt, því ekki voru annarsstaðar útgöngu- dyr á húsinu en í kjallara þess. Mun jafnvel ein telpan, sem inni var, hafa orðið að forða sér út um glugga. Uppgangan og húsið alt varð alelda áður^en svigrúm gæfist til að forða gömlu konunni, en annað fólk var ekki heima en konur og börn þegar slysið bar að höndum. Fólk þusti von bráðar að húsinu, þegar eldurinn ágerðist, en engum slökkvitilraunum varð við komið, svo fljótt hafði bálið magnast. Báðar konurnar, Ingibjörg og Þorbjörg, hlutu brunarsár við björg- unartilraunir sínar og Kristján Zophoníasson verkamaður skarst talsvert á gleri, er hann freistaði inn. göngu í húsið. Fleiri hlutu minni meiðsli. Húsið brann stuttri stundu. til kaldra kola á Fatnaður og innanhússmunir allir brunnu og innbú beggja fjölskykl- anna óvátrygð. Vélar rafmagns- stöðvarinnar ónýttust, en þær voru vátrygðar, svo og húsið. Líki Kristínar varð náð úr bruna- rústunum í gærdag. Var það all- mikið skaddað. —Nýja dagbl. 14. des. EKKI MYRKUR 1 MÁLL Röosevelt Bandaríkjaforseti hefir nýverið 'hvorki rneira né minna en sagt auðkýfinga og éinokunarhring- unum í Bandarákjunum stríð á hend- ur. Staðhæfir hann að kapítalism- inn þar í landi hljóti að falla á eigin bragði fyr en varir, nema því aðeins, að auðkýfingar skifti skjótt um hug- arfar, og beiti auði sínum í þjónustu þjóðarinnar allrar. í sama streng tekur innanríkisráðherra Mr. Roose- velts, er telur það sýnt að ameriska þjóðin sætti sig ekki lengur þið það, að sextíu fjölskyldur hafi ráð henn- ar í 'hendi sér viðvíkjandi efnahags- legri afkom'u hennar. Nokkrar líkur til að Karlakór Reykjavíkur takiál á hendur söngför til Ameíku SIR (IEORGE PERLEY LÁTINN Síðastliðinn mánudag lézt í Ot- tawa Sir George Perley, fyrrum ráð- herra í ráðuneyti Sir Roberts Bor- den, og einn af áhrifamestu stjórn- málamönnum íihaldsflokksins í þessu landi. Hann var freklega áttræður að aldri. LAUGARDAGSSKÓLINN Islenzku kensla Þjóðræknisfélags- ins sem fram fer i Jóns Bjarnasonar skóla, hefst á ný á laugardagsmorg- uninn kemur, að loknu hátíðaleyf- inu.. íslendingum ber til þess heilög skylda að nytfæra sér þessa ókeypis kenslu eins og framast má verða. Foreldrar íslenzkra barna verða því að hvetja þau til þess að leggja rækt við íslenzkuna, tala hana í heimahús- um, og umfram alt láta þau sækja Laugardagsskólann reglulega, þvi með þeim hætti einum, nær kenslan að fullu tilgangi sinum. Festið það í minni, að íslenzkukenslan hefst á venjulegum bíma á laugardaginn kenuir! “NORGES VEL” OG ISLAND Félagið “Noregs Vel” i Osló hélt fjölmennan fund í gærkvöldi og flutti ritari félagsins Ole Hersoug þar erindi með skuggamyndum um landbúnað og atvinnuhætti á íslandi. Ole Hersoug kom hingað til lands sem fulltrúi Norðmanna á hundrað ára afmæli Búnaðarfélags íslands síðastliðið vor og var erindi hans bygt á ýmsum athugunum, er ihann gerði í þeirri för.—Mbl. 11. des. Hér fer á eftir kafli úr bréfi til hr. Ásmundar P. Jóhanns- sonar frá söngstjóra Karlakórs Reykjavíkur, hr. Sigurði Þórð- arsyui. Lét Asm.'undúr Lög- bergi bréfkaflann góðfúslega í ‘té til birtingar, og kunnum vér honum beztu þakkir fyrir: Reykjavík 15. des., 1937. "Herra Ásm. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave., Winnipeg, Canada. Háttvirti herra! Þá er nú lokið söngför Karlakórs Reykjavikur til Danmerkur, Þýzka- lands, Austurríkis og Tékkóslóvakíu. Munu allir á einu máli um það, að ferðin hafi gengið prýðilega og orð- ið landi og þjóð til sóma. Alsstaðar mættum við hinum ágætustu viðtök- um og blaðadómar allir einróma lof. Við erum að ljúka við að láta þýða á íslenzku alla blaðadómana og mun eg senda yður eitt eintk af þeim svo fljótt sem þýðingunni er lokið og er eg því eigi að taka upp í þessar lín- ur alt það lof, sem kórinn fékk. Annars var ferðin nokkuð erfið vegna þess hve tíminn var naumur og fljótt farið yfir, samt var allur hópurinn vel hress allan tímann og glaður yfir hverjum sigri. Stefán Guðmundsson var einsöngvari kórs- ins og fékk sömuleiðis mikið lof fyr- ir söng sinn. Stefán er nú farinn til ítalíu og verður þar fram til vors til frekara náms. Hans mesta og heitasta ósk er að komast til Ame- ríku, enda veit eg að hann myndi slá þar fljótt í gegn, því rödd hans er dásamlega fögur. Verði úr því, að Kanlakór Reykjavíkur fari söngför til Ameríku á næstunni, sem eg mun reyna að vinna að eftir megni, mun ■hann taka þátt í þeirri för. Eftir því, sem eg hefi fregnað frá umboðsnianni Columbia Broadcast- ing, New York, sem búsettur er í Víparborg og hlustaði á konsert okk- ar í Vín, hefir hann skrifað okkur um það að Columbia sé interesserað fyrir að*fá kórinn til Ameriku og biður um að Golumbia verði send öll kritik úr ferðinni, og munum við gera það næstu daga.” STÚDENTAFERÐALÖG NORÐURLÖND OG ROSSLAND UM Á fundi í Þrándheimi, sem hald- inn var fyrir nokkru og þar sem saman voru komnir stúdentar frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi var ákveðið að setja á stofn sameiginlega norræna skrif- stofu fyrir félagsskap stúdenta á Norðurlöndum' og að heimilisfang hennar skyli vera í Oslo. Á þessum fundi var einnig ákveð- ið að vinna skyldi að því að stúdent- ar á Norðurlöndum gætu sumarið 1038 tekið á laigu stórt gufuskip og farið á því kynningarför um Norð- urlöndin og til Rússlands, en jafn- framt skyldi vera haldið uppi fræðslu og fyrirlestrum meðan á ferðalaginu stæði svo að þarna yrði einskonar samnorrænn háskóli. Var ákveðið að leggja til að lagt skyldi af stað frá Kaupmannahöfn, farið þaðan til Gautaborgar þá til Qslo, þá til Þrándheims, síðan norður um Noreg í gegnum Hvítahafsskurðinn til Leningrad, þaðan til Stokkhólms og aftur til Kaupmannahafnar. Var samþykt að fallast á þessa til- lögu og ákveðið að ferðin skyldi taka 18—19 daga og stúdentarnir fá ferðina fyrir 75—100 krónur bæði fargjald og fæði. Jafnframt var það ákveðið að einungis stúdentar við norræna háskóla gætu orðið þátttak- endur í þessari ferð. Mbl. 16. des. Hon, Angus MacDomld, Nova Scotia Hon. T. D. Pattullo, Britioh Columbia. Hon. Mitchell F. Hcpburn, Ontario Forsætisráðherrar þriggja fylkja, þar sem frjálslyndi flohk- urinn gekk sigrandi af hólmiá árinu sem leið. Gullbrúðkaup á Mountain Föstudaginn 30. des. var gullbrúð- kaupsveizla haldin í samkomuJiús- inu á Mountain, N.D., undir umsjón Víkursafnaðar og kvenfélagsins á Mountain. Veizla þessi var höfð til þess að heiðra sæmdarhjónin Árna F. Björnsson og konu hans Guðrúnu Magnúsdóttur, sem búa í grend við Mountain, og hafa hér búið um langt skeíð. Höfðu þau hjón verið vigð til hjónabands af séra Friðrik sál. Bergmann, í kirkj- unni á Mountain 30. des. 1887, um kl. 2 e. h. Eitthvað um 250—300 manns sóttu gullbrúðkaupsveizluna. Byrj- aði veizlan nálægt 2.30 e. h., með því að gullbrúðhjónin voru leidd til sætis í veislusalnum og þegar sung- inn sálmurinn; “Hve gott og fag- urt” . . . Flutti séra H. Sigmar sið- an bæn og setti svo samsætið með stuttri ræðu, er stíluð var sérstak- lega til gullbrúðhjónanna. Skiftust svo á ræðuhöld og söngur. Voru ræðurnar yfirleitt stuttar en kjarn- góðar og söngurinn ágætur. Er þetta hafði staðið um langa stund, báru kvenfélags- og safnaðarkonur fram mjög rausnarlegar og ágætar veit- ingar. Borð voru fagurlega skreytt og veizlusalurinn sömuieiðis. Þegar búið var að neyta hinna miklu góð- gjörða er konumar framreiddu, hélt prógrammið enn áfram um stund. Afhenti þá H. B. Grímsson gull- brúðhjónunuim gjafir frá börnum þeirra og barnabörnum og fylgdi því viðeigandi ávarp frá honum. Síðan afhenti séra H. Sigmar Mr. og Mrs. Björnson gjafir nokkrar frá vinum þeirra. Frá kvenfélaginu afhenti hann Mrs. Björnson brúðarköku fagra með 50 kertum á, og peninga- gjöf. Og svo afhenti hann hjónun- um báðum silfurbakka, sem á var letrað tilefni gjafarinnar. Var á bakkanum nokkur peningaupphæð frá vinum þeirra. Þökkuðu hjónin bæði fyrir sig á viðeigandi hátt. Voru svo loks nokkrir söngvar sungnir af söngsveitinni. Hurfu síðan veizlugestir heim til sin laust fyrir kl. 6 e. h. Mun það hafa ver- ið tilfinning allra að veizlan hafi verið geðþekk og skemtileg; en líka það, að þau Guðrún og Ámi Bjöms- son liafi átt það margfaldlega skilið af samferðafólki sínu, að þau væru þannig glödd og heiðruð við þessi merkilegu tímamót í lífi þeirra. H. S.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.