Lögberg - 20.01.1938, Side 7

Lögberg - 20.01.1938, Side 7
LÖOBEIRG, FIMTUDAGINK 20. JANUAR, 1938 7 Grímur Guðmundsson Fæddur í Þjórsárholti í Gnúp- verjahressi i Árnessýslu 1857, dáinn 7. marz 1936 í grend við Langruth í Manitoba. Hann var sonur GuÖniundar Grínissonar og konu hans Margrét- ar, er lengi bjuggu í Þjórsárholti. Kona hans var Ingibjörg Erlends- dóttir frá Dalbæ i Hraunamanna- hreppi. Árið 1886 fluttust þau hjón til Amertiiku, og settust aÖ í Þing- vallanýlendunni. ÞaÖan fluttust þau 1894 austur aÖ Manitobavatni, og bjuggu þar nokkur ár. Þá tóku þau sig enn upp og settust aÖ í Big Point bygð, vestur af bænum Langruth. Þar bjuggu þau í þrjátíu og fimm ár, þá misti Gríniur konu sína; var hann eftir það ýmist hjá Kriátni syni sínum, sem hélt áfram búskap að heimilinu, eða hjá dóttur sinni, Jónínu, konu Kristjáns 'I'hor- valdssonar í Bredenbury, Sask. Lézt hann að heimili sonar síns, eftir langdregið heilsuleysi. Grímur og Ingibjörg eignuðust sex börn, þar af lifa, auk þeirra tveggja, sem áður er getið ; Margrét, gift Pétri Andersyni við Gladstone, Man. Mjög voru þau hjón Grílmur og Ingibjörg ástundunarsöm og gjör- hugul um störf og nytsemi heimilis- ins. Grímur bar góða burði og rösk- leika til verka. Hann hafði ætíð gnægð heyja og ól búpening sinn; gekk hann aldrei úr holdum. Lika var Ingibjörgu mjög sýnt um að líta eftir hag fénaðarins. Minnist eg ekki að hafa séð vænni nautpening eða fé en hjá Grími; landrými er mikið og gott á Big Point, gengur fé mikið sjálfala. Komust. þau hjón 1 allgóð efni og bygðu sér sælmilegt íveruhús við Big Point. Altaf var gott að koma til Gríms og Ingibjargar ; þar var ætíð tilbúinn beini og rákulega á borð borið. Með- an þau hjón bjuggu við Manitoba- vatn voru húsakynni litil, bar marg- an þó að garði þeirra hjóna, og eng- um vísað frá. Sýnir það húgsun- arhátt þeirra hjóna, að eitt sinn er systkini tvö komu og báðust nætur- gistingar; var bróðirinn nýstaðinn upp úr skarlatsveiki og lítt hress orðinn eftir veikindin; mátti fylli- lega óttast að hann flytti veikina. Ingibjörg hafði þá ungbarn á hönd- unum; virtist full ástæða til að ótt- ast að barnið mundi veikjast við gisting þessa manns. Ekki vildi Ingibjörg neita þeim systkinum gist- ingar af þessum ástæðulm., sagði að Guð skyldi ráða hvernig til tækist; varð hún að skera úr um það, því Grímur var að heiman; enda mundi hann ekki hafa tekið fram fyrir hendur konu sinnar. Systkinin bjuggu þvi við þann kost, sem var fyrir hendi, og veiktist enginn á heimilinu. Hreinskiftinn var Grímur i verzl- unarsökum; lét hann lítt ganga á sig og leitaði ekki á aðra, hann vildi klára reikninga og ljós og greinileg viðskifti. Enginn var Grímur sund- urgerðarlmaður, og hirti lítt um að elta hégóma-hvikulleik. Áreiðan- leiki var Grími eðlilegur kostur, og trygglyndur með afbrigðum vinum og vandamönnum. Stundaði hann að geta orðið sjálfstæður á allan hátt, og þau hjón; enla tókst þeim að koma fyrir sig efnum, svo að þau þurftu ekki að vera handbendi ann- ara. Sjálfsvirðing Gríms aflaði honum virðingar hjá öðrulm, og trygglyndi hans hlýleika í huga þeirra, sem hon- um stóðu næstir. Geymist vel minning hans meðal þeirra, sem hann þektu bezt. Á. Á. C. hennar voru Jón Gunnlaugsson á Ólafsvöllum og kona hans Rósa As- grímsdóttir frá Sönglhóli á Vatns- leysuströnd. Ingunn ólst upp til fullorðins aldurs í Hákoti í Njarð- víkum, 30. marz 1882 giftist hún Guðmundi Benedikassyni húsasmið frá Hamrakoti í Ásum i Húnavatns- sýslu. Þau voru gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykja- vik af Hallgríani Sveinssyni biskupi. Frá Reykjavík fluttust þau norður á Blönduós í Húnavatnss. og bjuggu þar til ársins 1901, að þau fluttust til Ameriku og settust fyrst að við Hallson, N.D., enn fluttu þaðan eftir stutta dvöl til Grafton, N.D., og bjuggu þar nokkur ár. Þau Guð- mundur og Ingunn eignuðust 5 börn: af þeim dóu 3 clrengir í fyrstu æsku, en tvær stúlkur lifa, nú giftar konur, Sigurfinaa, Mrs. O. M. Cain, búsett í Winnipeg og Sigurlaug Gróa, Mrs. C. A. Johnson, búsett við Nash, N. Dak. Guðmundur Benediktsson maður Ingunnar lézt að heimili sinu í Graf- ton, N. Dak., 22. febrúar 1909, en ekkjan bjó þar eftir um allmörg ár með yngri dóttur sinni. Sarnbúð þessara hjóna var innilega ástrik, enda var Guðmundur ágætur hús- faðir stiltur og dagfarsgóður við alla. Ingunn var trúrækin kona og ást- rík móðir, sem unni af hjarta öllu því fagra og kristilega í samtið sinni, bænrækni og lestur góðra bóka voru henni mesta unun á öllum frístund- um frá daglegu störfunum. Alt það góða, sem hún þekti í dagfari sam- ferðafólksins, bæði í veraldlegum og andlegum skilningi, kendi hún a.f móðurlegri alúð dætrunum sínum tveimur, sem fengu að lifa hjá henni þegar önnur skyldmenni voru horfin úr augsýn. Víst h'efir hún innilega beðið þess að nöfn dætra sinna fengju að standa í lífsbók lausnara síns ásamt sinu eigin nafni, við lok æfidaga þeirra. Ingunn dó 5. febrúar 1937, þá 82 ára að aldri í Winnipeg, Man., undir ástúðlegri aðhjúkrun vinkonu henn- ar og dóttur sinnar Mrs. O. M. Cain. Likið var flutt til Grafton, N. Dak., þar var hún jarðsungin við hlið mannsins síns í einum af grafreitum þess bæjar. Deyr fé, deyja vinir og frændur, En gott miannorð deyr aldrei. Æfminning Ingunnar Jónsdóttur Það er oft töluvert -vnr þá, sem rita æfi þeirra, sem runnið hafa æ hl enda, en þó einkum f sem ekkert hefir þekt hi samferðamann sinn persói su þekking og kynning ei ■mklu áreiðanlegri og fullk ^ JPum eða ágizkun, sem tra þv, retta Qg sanna skift, er alt öðru máli að við fráfall þessarar me þarf hvorki ágizkana ná við, því hin dána kona s með kristilegu líferni og um, að slóð hennar í hai héldist hrein og fölskvalai sjálf hyrfi úr lestaferð sinnar, trúmenska og sl voru lífstíðar förunautar Ingunnar salugu. Þessum orðurn minum. læt eg hér fylgja nokkra vitnisburði hinnar látnu konu, sem hún fékk frá húsbændum sínum heima á ís- landi. Þeir eru vottfestir og segja bezt hver hún var. Vitnisbnrðir. Konan Ingunn Jónsdóttir, nú á Blönduósi, hefir beðið mig að gefa sér vitnisburð fyrir ár það, sem hún dvaldi hjá mér sem vinnukona. Ing- unn var duglegt og gott vinnuhjú, fróm og ráðvönd til orða og verka. Innri Njarðvík, i5. marz 1895, Asb). Ólafsson. V itundarvottar: Sigurður Jónasson Þórður Geirsson. Hér með vitna eg undirskrifaður að Ingunn Jónsdóttir, sem hjá mér dvaldi bæði sem barn og hjú nálægt 20 ár, en sem nú er til heimilis á Blönduósi í Húnavatnssýslu, hegð- aði sér allan þann tirna sem hún hjá mér dvaldi, siðsamlega og ráðvand- Iega, bæði til orða og verka og reyndist jafnan eitt af mínurn trú- ustu og dyggustu hjúum. Landakoti á Vatnsleysuströnd, 18. marz, 1895. Pétur Bjarnason. Vitundarvottar: Guðmundur Guðmundsson Jón Jónsson. Að konan Ingunn Jónsdóttir á Blönduósi, sem hefir verið hjá okk- ur undirskrifuðum þrjú sumur sem kaupakona, hafi reynst dygg og dug- leg til allra þeirra verka, er henni var fyrir lagt að vinna. Hún vann ekki einungis skylduverk sin með ár- vekni og iðjusemi, heldur hvatti hún samþjóna sína til hins sama, og að hún í sérhverju tilliti hafi komið ftam hér á heimili sem siðsöm og ráðvönd kona, það votta hér með, Mjóadal 19. febrúar 1895. Jól,. Pr. Sigvaldason Þ. Fr. Pétursson. I'essir vitnisburðir hér að framan ritaðir, sýna ljósast og bezt hvað þesSt dána kona var Ingunn heitin var fædd 20. nóv- ember 1855, á Ólafsvöllum í Kálfa- tjarnarsokn á íslandi; foreldrar Einn af samtíðarrnönnum hinnar látnu. Gamlir Jólasiðir Jólin eru helgust og mest allra há- tíða með kristnum mönnum, og raunar miklu eldri en kristinn siður. Þau eru svo göniul, að rekja niá í einhverri mynd fram í gráa heiðni og forneskju hér á Norðurlöndum og meðal germanskra þjóða. Fátœkraþcrrir íslendingar hafa ekki æfinlega fengið orð fyrir þrifnað og hafa víst ekki verðskuldað það. Samt hefir þeim æfinlega þótt sjálfsagt, ag vera hreinir og þokkalegir á jólununn. Svo mikils mátu þeir hina blessuðu hátið, að þeir lögðu af sér hvers- dagsræflana, áður en hún gekk i garð. Fyrir jólin var alt þvegið og sópað hátt og lágt. Nærklæðnaður fólks- ins var þveginn, ef nokkuð var til skiftanna, og stundum var líka þveg- ið úr rúmunum, ekki sizt ef þar var einhver hvít eða ljósleit tuska. Jafn- vel örgustu sóðar brugðu af gamalli venju og voru hreinir og kembdir og þokkalegir á jólunum. — Það var gömul trú hér á landi — og mun ekki úr sögunni enn í dag — að guð liti í náð sinni til fólksins vikuna fyrir jólin og sendi því þurk og þíðviðri, svo að það gæti þvegið af sér leppana og fengið þá þurra, áð- ur en hátíðin gengi í garð. Þetta hlýviðri og þurviðri var venjulegt að nefna fátœkraþerri. Kaupstaðarfcrðir. Það var og almennur siður, að fara í kaupstaðinn fyrir jólin. Oft- ast var eitthvað sem vantaði. Og margir þurftu að fá sér á “jólflösk- una” eða “jólakútinn.” — Menn þóttust þurfa að hressa sig á víni um blessuð jólin. Samt voru til þeir drykkjumenn, sem brögðuðu ekki vín á jólum — að minsta kosti ekki fyr en annan dag jóla. Þá fanst þeim mesta hátíðin um garð gengin og engin synd að fá sér bragð. — Mun stundum hafa verið lagst á tæpasta vaðið í þessum skammdegis- ferðalögum, sem ekki þóttu með neinu móti mega niður falla. Varð og iðulega að fara langar leiðir um fjöll og firnindi til þess að ná í “hressinguna.”— Jóla-œrin. Gömul venja mun það hafa ver- ið hér á landi, að slátra kind fyrir jólin. Hún var kölluð jóla-œr, hvort sem hún var ær, lamb eða sauður. Nú mun þessi jóla-ær úr sögunni víðast hvar og líklega allsstaðar. Norðanlands er jólaærin horfin úr tízku fyrir löngu. Vestanlands var hún algeng fram á 18. öld, en sunn- anlands fram á daga þess fólks, sem enn er á lífi. Dan. sál. Danielsson skrifaði um reykvísku jóla-ána hér i blaðið fyrir nokkrum árum, og séra Jónas heitinn á Hrafnagili segir frá því í “ísl. þjóðháttum,” að hún hafi verið “algeng” á Rangárvöllum og í efra hluta Árnessýslu” . . . þegar hann var prestur i Landþingum i883—1885. Bóndinn skamtar! Eggert Ólafsson lætur þess getið í Ferðabók sinní, að það hafi tíðk- ast sumstaðar, að minsta kosti vestan eða norðan til í Barðastrandarsýslu, að bændur skömtuðú sjálfir mið- degismatinn á jóladag. Skamtaði þá bóndinn konu sinni, jafnt sem sjálfum sér og öðru heimilisfólki, og kom húsfreyjan þar hvergi nærri. Þá mun það og hafa tíðkast í sumum sveitum, að konur hafi aflokið mið- degismatar-skamti til jólanna á að- fangadgskvöld. Eggert getur og um jóla- ána og hefir hún verið algeng fyrir og um hans daga. Grýlar og aðrar ófreskjur. Jólin voru (og eru) talin mest allra hátíða, sem áður segir. Það kann nú að þykja dálítið kynlegt, svona fljótt á litið, að þvi skyldi vera trúað statt og stöðugt, að allar ófreskjur færi á kreik um þessa miklu hátíð. En þó var það svo. Og alt reyndi þetta hyski að gera sem mest ilt af sér. “Tröll og óvætt- ir gengu þá um,” og þá ekki hvað sízt Grýla gamla, sem margir kann- ast við. Hún fór um allar jarðir, kerlingar-vargurinn. Hún sækist mjög eftir börnum, einkum óþekk- um krökkum, sem æpa og hnína. “Hirðir hún þau og hefir til bíslags á jólunum lranda sér og karli sín- um,” hinum arga Leppa-Lúða. Grýla er trölla-ættar og öllum tröllum þyk- ir gott að hafa nýtt mannakjöt á jól- unum. Hún er afar ljót og hefir miargt verið um luina kveðið. Ein vísan er svona: Grýla reið fyrir ofan garð, hafði hala fimtán, en á hverjum hala hundrað belgi, en í hverjum belg tuttugu börn. Grýla er hin mesta ófreskja, hefir ótal hausa — sumir segja 300 — og þrenn augu í hverju höfði, að því er Grýlukvæði vitna. J ólasveinar. Jólasveinarnir eru venjulega kall- aðir synir Grýlu og Leppa-Lúða, en þó halda sumir, að kerlingin hafi átt þá áður en Ihiún giftist karlinum. — Nokkurir ætla, að jólasveinarnir sé ekki nema niu og benda meðal ann- ars á þessi erindi því til sönnunar: Upp á stól stendur mín kanna; níu nóttum fyrir jól, þá kem eg til manna. Jólasveinar einn og átta ofan komu af f jöllunum. í fyrrakvöld þeir fóru að hátta og fundu hann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta; þeir ætluðu að færa hann tröllunum. En hann beiddist af þeim sátta, óhýrustu körlunum, og þá var hringt öllum jólabjöllunum Hinir eru þó fleiri, sem halda þvi fram, að jólasveinarnir sé þrettán. Korni sá fyrsti þrettán dögum fyrir jól, en síðan bætist einn við dag- lega, uns hinn síðasti komi á jóla- nóttina. — Eftir það fara þeir að týnast á brott, einn á dag, unz allir sé farnir. Hinn síðasti fer þrettánda dag jóla. Flestir ætla, að jólasveinarnir komi ofan af fjöllum og hverfi þangað aftur. Og erindi þeirra i mannabygðir er það, að stela óþekk- um krökkum, en auk þess eru þeir sólgnir í góðan mat og verður fólk að líta vel eftir jólamatnum sínum, ef þeir eiga ekki að ná í hann. Jólasveinarnir heita ýmsum nöfn. um. Þessi munu einna algengust, tekin eftir Þjóðsögum J. A.; Stekkj- arstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvóru- sleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgna- krœkir, Gluggagœgir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Kirkjufebðir á jólanótt. "Fram um 1770 var þríheilagt á öllum stórhátíðum, en þá var það numið úr lögum,” segir í "Isl. þjóð- háttum.”—"Þegar fjórheilagt varð, ef aðfangadaginn eða fjórða í jól- um bar upp á sunnudag, hétu það brandajól. Síðan heita brandajól, ef þríheiiagt verður, en brandajól hin stóru nefndu menn þá hina fornu fjórhelgi, og eins jafnvel, ef Þor- láksmessu bar upp á sunnudag. Frarn að 1744 var messað á jóla- nóttina og þóttu það svo mikil há- tíðabrigði, að þá fóru allir til kirkju, sem vetlingi gátu valdið, ef fært var með nokkru móti. Var þá oft að- eins ein manneskja heima til þess að gæta bæjarins. En viða vildi það verða hættuspil, því að huldufólkið sótti í það, að koma heim á bæina og halda þar dansa sina og veizlur, og stundum komu líka tröllin til þess að ná í þann, sem heima var. En hver sá, sem lét huldufólkið sjá sig eða að minsta kosti gaf sig nokkuð i dansinn og gleðina með því, var annaðhvort dauður eða æðisgenginn að morgni, eða með öllu horfinn.” Eru margar sagnir til um þessháttar óhöpp, og verða þær ekki raktar hér. Jólamatur. Tíðast mun það hafa verið, ef ekki var farið til kirkju, að fólk hafi safnast i stofu eða baðstofu kl. 6 og hlýtt á jólalesturinn. Áttu þá allir að vera þvegnir og greiddir og komnir í sparifötin, ef til voru; — Að lestri loknunt var jólamaturinn fram borinn; magáll, sperðill og annað það, sem bezt var til, og 3 eða 4 laufakökur handa hverjum. Óviða mun hangikjot hafa verið skamtað á aðfangadagskveld ( að tninsta kosti ekki nyrðra, segir i ísl. þjóðh.). Síðar um kveldið var svo gefið kaff i (eftir að það kom til sögunnar) og lummur. “Stundum var líka tonaus- þykkur grjónagrautur með sýrópi út á (rúsínugrautur seinna meir). Þótti þetta alt mesta sælgæti, sem von var. Slœmur gestur. “Ekki mátti leika sér á jólanótt- ina, hvorki spila né dansa. Er til saga um börn, sem heima voru ein á jólanóttina, að þau fóru að spila sér til afþreyingar. En þá kom maður til þeirra og spilaði með þeim, þang- að til eitt barnið gekk úr og fór að raula smávers, þá hvarf maðurinn, en það var kölski sjálfur. Ekki mátti rífast og ekki blóta. Þá var kölski vís til að sökkva öllu saman." “Jólanóttin var helgasta stund árs- ins í augum alls almennings, og er það víða enn í dag.” Jólaljós og heilög Þrenning Víða mun það hafa verið siður hér á landi að fornu, að ljós væri látið loga í baðstofunni allar jóla- nætur og nýársnætur. Sumir vildu og láta loga í framhýsum þessar helgu nætur, en hinir munu þó hafa verið fleiri, sem létu sér nægja, að ekki væri slökt í baðstofunni, unz dagur risi að morgni. Um þetta segir svo í "íslenzkum þjóð’háttum”: “Sumir létu ljós lifa í bænum alla nóttina, og sjálfságt i baðstofunni, og hefir það sumstaðar toaldist við fram á vora daga, og er til enn í dag. —Sagt er um Svein á-Þremi, al- kunnan sérvizkukarl í Eyjafirði (dó áttræður 1824), að hann liafi sett 3 ljós i baðstofuna á jólanóttina: kerti, sem stóð upp úr rúmslánni, lampann í rúmstafinn og fjóskol- una á ílátsbotn einn þar á gólfinu niðrundan. Þessi Ijós þýddu heilaga þrenningu. Einu sinni datt kertið ofan í pönn- una og sloknaði. Það hélt Sveinn boða stórtíðindi, dauða prófastsins eða annað slikt.” Messað í dógun. “Það mun hafa verið siður viða (segir í Isl. þjóð'h.), eftir að jóla- nætunmessa var af tekin, að bvrja messu á jólum og nýrásdag í dögun, og byrja þá messu með sálminum: “Dagur er, dýrka ber.” Var þá far- ið á fætur um miðnætti, skepnum gefið, lesinn jólalesturinn í Jónsbók, búið sig, farið af stað og komið fyrir dag á kirkjustaðinn. Séra Ólafur Pálsson i Eyvindarhólum undir Eyjafjöllutn hafði þenrtan sið, en hann mun hafa gert það seinastur jtresta. Hann lét af prestskap 1835.” Jólakcrti. Sérstaklega voru jólin og eru enn hátíð barnanna. Börnin elska ljós- ið og áður fyr var það sjálfsögð venja, að gefa börnunum kerti á jól- unum. Dg víða var það föst regla, að gefa. hverjum toeimilismanni jóla- kerti. Þau voru dýrleg Ijós á þeirri tíð, er lýsislampar og grútarkolur voru einu venjulegu ljósin á heim- ilunum. Var og jafnan mikið um dýrðir hjá börnunum, er búið var að kveikja á öllum jólakertunum. Þá var eins og alt skifti um svip og baðstofu-kytran yrði að bjartri töfrahöll. — Þá voru jólin komin — hátíð ljóss og friðar gengin í garð. —Jólablað Vásis 1937. THOSE WHOM WE SERVE IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECAUSE- OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.