Lögberg - 28.04.1938, Blaðsíða 1
51. ARGrANGUR
WINNIPBG, MAN., FIMTUDAGINN 28. APRIL, 1938
NÚMER 17
RAGNAR H. RAGNAR
Söngstjóri Karlakórs íslendinga .í Winnipeg
Veglegt og afar fjölsótt
silfurbrúðkaup í Arborg
SíÖastl. sunnudag stefndu allar
götur til Árborgar, enda' stóð j»á
niikið til, því þá höfðu vinir og
samferðamenn ákveðið að halda há-
tíðlegt silfurbrúðkaup þeirra merk-
ishjónanna, Mr. B. J. Lifmans,
sveitaroddvita í Bifröst og Margrét-
ar frúar hans. Ekki mun það of-
mælt, að á fimta hundrað manns
hafi verið samankomið í samkonur
húsi Árborgar þá um daginn, og
skorti þar hvorki gleði né góðan
fagnað. Silfurhátíð J>essi hin eftir-
minnilega, var sett um klukkan
hálf þrjú af séra Sigurði Ólafssyni,
er hafði veizlustjórn með höndum
og fór't hið prýðilegasta. Lét hann
fyrst syngja tvö vers úr brúðkaups-
sálminum alkunna, Hve gott og fag-
urt og indælt er, en flutti þvi næst
stutta bæn. Að því búnu hófst
skemtiskrá, er saman stóð af stutt-
um ræðum, löngum og stuttum
kvæðum, ásamt islenzkum og ensk-
um söngvum. Til niáls tóku Gísli
Sigmundsson, verzlunarstjóri, frú
Andrea Johnson. frú Gourd, S. V.
Sigurðsson fiskikaupmaður, Einar
P. Jónsson, ritstjóri, Sveinn Thor-
vladsson kaupmaður, G. S. Thor-
valdsson lögfræðingur og J. T.
Thorson, K.C., þingmaður Selkirk
kjördæmis í Sambandsþinginu.
Kvæði fluttu þeir Dr. S. E. Björns-
son, Lúðvík Kristjánsson, Einar P.
Jónsson og Bergur J. Húnfjörð.
Símskeyti og bréflegar kveðjur
bárust heiðursgestum að úr ýmsum
áttiun, J>ar á meðal frá einkaritara
Mr. Brackens; Garson fjánnála-
ráðherra; Mr'.og Mrs. A. S. Bardal
og Dr. og Ms. B. H. Olson.
íslendingum í Nýja íslandi hefir
löngum verið viðbrugðið fyrir risnu
og höfðingsskap; og smátækir voru
þeir heldur ekki að þessu sinni, því
þeir afhentu oddvita splunkurnýjan
Ford-bíl af fullkomnustu gerð, til
“eignar og íbúðar,” auk þess sem
frú Lifman var sæmd forkunnar
fögrum og verðmætum silfurmun-
um; kvað þá við mikið lófaklapp
um allan salinn, er gjafirnar voru
afhentar. Við skreytt háborð sátu
silfurbrúðhjónin, glæsilegur barna-
hópur þeirra, aldurhnigin fóstur-
móðir oddvita og annað venzlafólk.
Mr. Lifman þakkaði með ágætri
ræðu þá sæmd alla, er þeim hjón-
um væri auðsýnd með samsætinu' og
hinum veglegu gjöfum, og kvað þau
um hvorttveggja geyma mundu helg-
ar og ljúfar minningar fram á braut-
arenda.
Mr. Lifman stendur framarlega í
fylkingu hinna mestu atkvæða-
tnanna meðal íslendinga vestan hafs,
og er hið sama að segja um hina
ágætu kostakonu hans.
SAWCHYN FUNDINN
Lik flugmiannsins unga frá
Dauphin, sem týndist þann 29. des-
ember siðastliðinn, fanst á mánu-
daginn í Riding Mountain héraðinu.
Dr. Sigurður Júlíus
Jóhannesson sjötugur
Það var “glatt á hjalla” í Good-
templarahúsinu mánudagskv. 25.
lapríl. Þar söfnuðust menn og kon-
ur saman til að minnast æfistarfs
Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar.
Samsætinu stýrði herra J. J. Sam-
son og ílutti hann doktornum stutt
ávarp.
Ræður fluttu: Dr. Rögnv. Pét-
ursson, um blaðamensku doktorsins ;
Mr. Einar P. Jónsson, um skáldskap
hans; Stórtemplar A. S. Bardal, um
bindindisstarfsemi; séra Guðm.
Árnason, urn lækningar og líkn,ar-
starf; Mr. Hjálmar Bergmann,
K.C., um þjóðræknisstarf; sam-
bandsþingmaður Joseph T. Thorson,
Dr. Bi. J. Brandson, Mr. Gunnl
Jóhannson, Mr. Ásm. P. Jóhann-
son.
Kvæði fluttu: Mr Magnús Markús-
son, próf. Richard Beck, Mr.
Hjörtur Brandsson, Mr. Jón Jóna-
tansson, Mr. Páll Guðmundsson,
Mr. Lúðvík Kristjánsson.
i’róf. Runólfur Marteinsson flutti
ávarp og af henti minningargjöf.
Karlakórinn söng islenzka söngva
undir stjórn Mr. R. H. Ragnars, og
forseti kórsins, Mr. Guðmundur
Stefánsson, flutti ávarp. Miss Sig-
urbjörg Davidson söng einsöngva.
Auk þessa barst f jöldi kveðjuskeyta
víðsvegar að bæði í bundnu og ó-
bundnu máli, voru þau lesin af próf.
J. G. Jóhannsyfli og Mr* Bergþór
Emil Johnson.
Það má urn ræður þessar og kvæði
segja, að þær lýstu einhuga hlýleik
og aðdáun á doktornum, hæfileik-
urn hans og hinu mikla og marg-
breytilega æfistarfi. Það hefir oft
sjaðið styr um Dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, en samt er hann hvers
manns hugljúfi. Þó hann hafi tek-
ið hvassan þátt í dægurdeilum, hafa
jafnt andstæðingar og meðhalds-
rnenn orðið að kannast við mann-
kosti hans og lyndisgöfgi. Hefir
því svo farið, sem til forna, að þeir
sem bárust á banajpjótum tókust í
hendur á eftir og sórust í fóst-
bræðralag. Þannig á það að vera
þegar barist er af drenglund. Dr.
Sig. Júl. er sjaldgæft fyrirbrigði í
okkar þjóðsögu. Hann er í senn
barnslega viðkvæmur vinur og harð-
ur og óvæginn bardagamaður og
ofurhugi. Hann er talinn vantrú-
armaður, en lífsstarf hans er
kristnara en annara manna. Hann
er ávalt reiðubúinn að fórna líð-
andi stund öllu og trúa forsjóninni
Framh. á bls. 5
♦ ♦ ♦ V V W V v V v v V v *♦* *♦* W ♦ ♦ ♦
Guð
rún
a
Birki
ínesi
Erfðatáp frá heimahögum
hátt ber enn í landans sögum.
Yestanmegin Atlants ála
Islands heilladísir mála
kyngidráttum ljóss 0g lita
landnámsþrek og fórnarhita.
Víkingslund og móðurmildi
móta norrænt þroskagildi;
merla svipi sólarlagsins,
sjást í fylling morgundagsins
greiða vegferð góðra manna
gegnum liryðjur stríðs og anna.
Enginn jarðlífs erfðasjóður
er til jafns við góða móð'ur,
örmum kærleiks alt hún vefur,
ekkert barn um vexti krefur;
greiðir iðgjöld æfibylja
alíatíð af fúsum vilja.
Iðjuglöð til æfislita,
engan bróður mátti vita
særðan fram með förnum vegi,-
fataðist þá líknin eigi.
Hún var slík í hárri elli,
hetja prúð og sterk á svelli.
Fróð um hagi heimaþjóðar
henni fylgja vorspár góðar
Yfir djúpin draumabláu.
Drottinlioll í stóru og smáu.
Inn í hinztu óskir þínar
Ísland fléttar kveðjur sínar.
Einar P. Jónsson.
T^T
*
Ur borg og bygð
Dr. Tweed verður í Árborg á
fimtudaginn þann 5. maí. J
Næsti Heklu fundur verður í
Goodtemplarahúsinu mánudagskv.
2. maí.
Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti
frá Árborg, kom til borgarinnar á
mánudaginn.
Dr. og Mrs. Númi Hjálmarsson
frá Lundar, voru meðal þeirra
mörgu, er sátu afmælisfagnað Dr.
Sig. Júl. Jóhþnnessonar á mánu-
dagskveldið.
Mr. Arnór Árnason og Helga
Thorgilson dóttir hans frá Oak
Point, komu til borgarinnar á
mánudaginn og sátu afmælisfagn-
að Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar.
Mr. og Mrs. F. Stephenson, Ste.
5 Baldwin Apartments, komu heim
um helgina eftir tveggja mánaða
dvöl hjá dóttur sinni í Toronto, Mrs.
John David Eaton.
Mrs. H. T. Halverson frá Regina,
Sask., var stödd í borginni um sið-
ustu helgi til þess að kveðja systur
sína, fröken Halldóru Bjarnadótt-
ur, er þá var að leggja af stað til
íslands.
Kvenfélagið “Hekla í Minne-
apolis, heldur sina árlegu skemtisam-
komu á laugardaginn þann 30. þ. m.
íslenzkur kveldverður hefst kl, 6
e. h. Kvikmyndir frá íslandi sýnir
Mr. Árni Helg&þon raffræðingur
frá Chicago. Gera má ráð fyrir að
íslendingar fjölmenni eftir föngum
á mannfagnað þennan.
Sjónleikurinn “Frá einni plágu til
annarar” hefir nú verið leikinn
tvisvar sinnum í WSnnipeg, við góða
aðsókn, og skemtu áhorfendur sér
vel, enda er leikurinn spennandi og
mjög hlægilegur. Hafa komið alk
margar fyrirspurnir um hvort hann
verði sýndur út utn bygðirnar, og
hefir nú verið ákveðið að leika hann
í Selkirk 29. apríl, og að Árborg
þann 13. maí n. k., og víðar eftir
ástæðum.
Mr. og Mrs. C. P. Paulson frá
Gimli voru stödd í borginni í byrj-
un vikunnar.
Þeir Andrés Erlendson, Runólf-
ur Sveinsson og Ásgeir Fjeldsted frá
Árborg, voru staddir í borginni á
mánudaginn.
Kvenfélag Fyrsta lúterska safn-
aðar heldur fund í fundarsal kirkj-
unnar á fimtudaginn 28. apríl kl.
3 e. h.
Jón Sigurdson Chapter, I.O.D.E.,
heldur fund að heimili Mrs. L. E.
Summers, 204 Queenston St., á
þriðjudaginn 3. mai, kl. 8 e. h.
Stórstúkuþingið verður sett í
Goodtemplarahúsinu, Sargent og
McGee í kveld (miðvikudag1), kl.
átta, undir forustu Mr. A. S. Bardal,
stórtemplars. Það stendur einnig
yfir á fitntudaginn.
Dr. Richard Beck, prófessor við
ríkisháskólann í Norður Dakota,
kom til borgarinnar á mánudaginn,
til þess að sitja sjötíu ára afmælis-
fagnað Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar;
hélt hann heimleiðis daginn eftir.
Stúlkan er söng einsöng í laginu
“Bí, bí og blaka” s.l. föstudag, yfir
CJRC útvarpið heitir Lillian Good-
man og er dóttir Mr. og Mrs. Bjarni
Goodman í Winnipeg. Er þessa
getið hér sökum þess að fjöldi
manns hefir spurst fyrir um nafn
þessarar stúlku, en það láðist að
greina frá nafni hennar yfir út-
varpið.
Mr. og Mrs. Guðmundur Steven-
son, 795 McDiarmid Avenue, eru
nú í þann veginn að flytja að ioói
Dominion Street. Mr. Stevenson
hefir um langt skeið rókið iðn hér í
borginni undir nafninu Ideal Plumb-
í.ng Co., og hqldur því áf;ram í
sama formi og með sama nafni. Hið
nýja símanúmer þeirra Mr. og Mrs.
Stevenson verður 89 767.
MR. PAUL BARDAL
Einsöngvari við hfjómleika Karla-
kórs íslendinga í Winnipeg í Fyrstu
lútersku kirkju þann 4. maí.
Rev. E. H. Fáfnis, Jónas Helga-
son, Mrs. Stefán Johnson og Mr. og
Mrs. Fred Frederickson frá Glen-
boro, voru stödd í borginni á föstu-
daginn i vikunni sem leið.
KVRÐJA ■
Eftir 44V2 árs veru inína í Lög-
bergs- og I’ingMallanýlendu, kveð
eg af hjarta hvert eitt og einasta
íslenzkt mannsbarn, ungt og gani-
alt í Lögbergs, Þingvalla, Breden-
bury og Churchbridge bygðum, og
bið heilaga forsjón vernda það fólk
og þau pláss á komandi tímum.
Guðni.
KVEÐJA OG ÞÖKK
Um leið og eg legg af stað heim
til íslands, langar mig til að senda
löndum mínum og þeim öðrum góð-
um mönnum, sem eg hefi kynst hér
vestra, mínar beztu kveðjur og
þakklæti fyrir ágætar viðtökur og
vinsamlega hjálp þann tíma, sem eg
hefi dvalið hér.
Vera mín hér vestra hefir verið
mér að öllu leyti hin ánægjulegasta
og að ýmsu leyti mjög lærdómsrík.
Eg óska yður, góðu landar, hvar
sem þið eruð í dreifingunni, góðs
gengis í framtíðinni. Látið mig vita
ef eg gæti gert yður einhvern greiða
heima, mér væri ánægja að reka er-
indi yðar þar. Utanáskrift mín er
“Hlín”, Reykjavík. Guð blessi yður
' Hdldóra Bjarmdóttir.
AaAaAaAa i^A
T^T T^T T^T
Herra Ásmundur P. Jóhannsson,
byggingameistari, leggur af stað til
íslands í kveld ásamt frú sinni. Fer
Ásmundur með umiboð vestur-ís-
lenzkra hluthafa á ársfundi Einr
skipafélags íslands, sem haldinn
verður í Reykjavík í næstkomandi
júnímánuði. Nokkuð munu þau
hjónin fgrðast um Norðurálfuna í
sumar og gera þau ráð fyrir að
verða um fimm mánuði að heiman.
Lögberg óskar þeim ánægjulegrar
ferðar og heillar heimkomu.
Halldór Jónsson og Margrét
kona hans komu heim úr Islands-
ferð sinni síðastliðinn föstudag;
hafa þau d\|alið heim'a á Islandi
síðan í júlí, og segir Halldór að þessi
síðastliðni vetur sé sá mildasti, sem
hann hafi lifað; til dæmis á Akur-
eyri, þar sem hann dvaldi mest af
vetrinum, hafi menn unnið stöðugt
við útismíðar og málningu, bæði á
skipum og húsum, og þegar hann
fór þaðan 10. marz hafi verið grænt
á túnum og hvergi vottað fyrir frosti
í jörðu.
Viðtökurnar á íslandi segir Hall-
dór að hafi aldrei verið betri en nú,
höfðingskapur og gestrisni heima-
þjóðarinnar sé sannarlega ekki i
neinni afturför, og að alstaðar mæti
manni innileg velvild og vinarhugur
til Vestur-íslendinga.
Sigurðar-kviða
Flutt (í 70 ára afnuelishátíð
dr. S. J. Jóhannessónar 25. aþríl, 1938
Það sakar lítt, þó falli hrím á hárin,
ef hjartað eigir að sama skapi frýs;
ei leggjast þungt á þeirra herðar árin,
sem þjakar enginn sálar vetrarís.
Þín gæfa var, þann eldinn eiga í lijarta,
sem Elli gömlu sjálfa bugað fær;
l>ess liiminloga geislagullið bjarta
á gengna vegu þína ljóma slær.
Frá heimi þeim er hiti þinna kvæða,
sem liafa fært í bæi yl og ljós,
og mildað sorgir þess. er sárin blæða,
og sína fögru drauma moldu jós.
I bróðurliug þú vildir þeirra vitja,
á vængjum söngva flytja máttarorð,
sem tærðir, beygðir, tötrum búnir sitja
með tóman disk við lífsins nægtaborð.
Því reiddir þú að harðstjórn hnúa bera
og liræsni greiddir óvæg svipuslög,
og kaust um æfi þar á verði vera,
sem varnarsnauðum hóta spjótalög.
Þá drenglund, kærleikseld í lífi og ljóði,
nú launa skal, þó illa lieimtist gjöld;
með kærstu þökkum, hátt og eins hljóði,
þig hyllir ferðasveitin öll í kvöld.
Richard Beck.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦-♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦J* ♦$*♦$»♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦*♦♦$♦♦*♦♦*♦♦*♦♦£♦♦$*♦$*