Lögberg - 28.04.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 28.04.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. APRÍL, 1938 3 eru mikið meiri möguleikar nú til stórvirkja en þegar eg byrjaði. \ ið megum ekki óttast framtíð- ina. Umbreytingar eru lögmál lifs- ins. Við verðum að vinna í sam- ræmi við breytingafnar í stað þess að spyrna gegn þeim. í skólunum er lögð áherzla á söguna, liðna tím- ann. \Terzlunannennirnir heimta öryggi. Hugsun okkar er vanaföst, Allar nýjungar verka eins og rauð dula framan i naut. Við eigum risastór bókasöfn, er hafa að geyma því nær allar þekking manna. En eg vildi óska mér að sjá bókasafn, þar sem hver bók lýsti vanþekkingu okkar. Það bókasafn yrði vafa- laust eíns stórt og öll hin til samans. Hinar vísindalegu rannsóknir hafa mikla þörf fyrir gáfaða van- þekkingu. Það er engin framþróun i því að innibyrgja hlutina í það sem við vitum um þá. Fyrir 30 árnrn siiðan vissu sérfræðingarnir, að það væri ómögulegt að finna upp raf- magnsvél til þess að setja bíla í gang. Það var mín hepni að mér tókst það. Þegar lokuðu bílamir komu á markaðinn tók það 17 daga að “lakkera” (gljáhúða) þá. Þar sem þurfti að gljáhúða 4,000 bila á dag, þurfti til þess æði stórt verkstæði. Verksmiðjustjórarnir sáu að þetta dugði ekki. Þeir vildu geta stytt tímann í 15 daga. En eg sagði: Það er ekki nægilegt. Það ætti að taka klukkustund að gljáhúða vagn- inn. Þeir urðu alveg æfir. En þó þeir segðu að eg væri kjáni leysti það ekki vandann. Nokkru siðar sá eg merkilega gljáhúð á ódýrri títuprjónaskál, í lítilli búð í* New Jersey. Eg hafði upp á framleiðandanum. Er eg bað um einn lítra af lakki spurði hann mig til hvers eg ætlaði að nota þetta. Til að húða með bílhurð, sagði eg. Það tekst aldrei vel fyrir yður, sagði hann. Þetta lakk þornar alt of fljótt. Getið þér ekki látið það þorna hægar ? Ilann kvað það ómögulegt. Sérfræðingar okkar höfðu sagt, að þeir gætu ekki fengið sitt lakk til að þorna fljótara. Rannsóknarstofa okkar fékk nú lakk þetta til athugunar. Áður en tvö ár voru liðin höfðum við leyst málið. Við notuðum “cellulose- nitrat,” sem líka er notað til að frmaleiða reyklaust púður. Og nú er hægt að gljáhúða vagn á svo stutt um tíma, sem sérfræðingar töldu áður ógerlegt með öllu. Iiví er grasið græntf Merkilegasta rannsóknarefni, að mínu áliti, í heimi er þetta: Hví er grasið grænt ? Þetta er ekki háð. Mér er svo rnikil alvara að eg hefi eytt bæði tíma og fé ií rannsóknir á þessu at- riði. Unnið hefir verið að þessu ár- um saman. Eg býst ekki við, að gátan verði ráðin meðan eg lifi. En eg vona að einhverntíma verði hún ráðin. Því ráðning sú er mjög mikilvægur grundvöllur undir líf manna á jörðunni. Blaðgrænan i grasi og laufblöðum hefir þann furðulega eiginleika, að geta safnað í sig sólarmagni og geymt það. Ef við þektum þann leyndardóm, hvernig þetta má ske, þá gætum við gert okkur aflvélar, sem breyttu sólarmagni í hita eða rafurmagn. Með rannsóknum vor- um á því. hvers vegna grasið er grænt höfum vér af hendingu kom- ist að ýmsu mikilsverðu, og leiðst inn á merkilegar krókaleiðir, sem erfitt hefir verið að komast hjá að sinni. Með þeirri vitneskju sem við þegar höfum aflað okkur, gætum við gert a. m. k. 10,000 lífræn efna- sambönd. Ef okkur entist tími til að gera allar þær tilraunir, myndi það leiða til margra nýjunga. Tvennskonar uppfinningar Þegar menn halda að kreppan og atvinnuleysið séu eingöngu afleið- ingar af “öllum þessum vísindum og nýmóðins tækni,” þá gleyma menn alveg að nýjungarnar eru tvenns- konar, þær sem spara vinnuafl og þær sem skapa nýja atvinnu. Þær fyrnefndu eru þyrnir í augum manna. En hinum gleyma menn, þó þær hafi á síðustu 30 árum skapað atvinnu fyrir tugi miljóna manna. Hitt er það, að við höfum ekki á síðustu árum fundið nægilega marg- ar nýjar atvinnugreinar. Það er bölið nú. Nýjungar, sem spara vinnuafl, hafa einlæga stuðningsmenn. Það þarf sem sé ekki svo tnikla skynsemi til að sjá að með þeim er hægt að spara fé. En aftur á móti þarf bæði víðsýni og hugtnyndaflug til þess að skilja nýjungar þær er skapa aukna atvinnu. Ekki eru allir efna- menn svo hugmyndaríkir, að þeir vilji kosta rannsóknir og uppfinn- ingar. Mælt er, að kreppan kosti okkur miljarða. Einn miljarður dollara á ári gæti kostað 5-600 rann- sóknastofur í rekstri. og nýjar greinar myndu vaxa óðfluga á hin- um mikla meið vísindanna, nýjar hugmyndir þróast og nýjar iðn- greinar verða til þess að aftná alla kreppu. Ef þetta kæmist i framkvæmd myndu ekki mörg ár líða, þangað til á hverjum verksmiðjudyrum í Bandaríkjunum stæði auglýsingin: “Atvinna í boði.” Sem betur fer fjölgar þeim atvinnurekendum, sem skilja það, að dugleg rannsóknar- stofa er bezta framtíðartrygging hverju atvinnufyrirtæki. Einu sinni börðaði eg morgun- verð með nokkrum læknum í fæð- ingarbæ mínum, Dayton. Við vor- um sammála um, að allir hefðum við sömu erfiðleikana við að striða, að fylgjast með öllum nýjungum og rannsóknum, sem gerðar eru á okk- ar sviði, og samtímis vinna fyrir okkur. Til stuðnings læknunum í Dayton stofnaði eg sjóð. sem átti að gera ungum læknum kleift að fylgjast með í öllum nýjungum sem máli skiíía. og síðan héldi hann fund með læknurn bæjarins einu sinni á viku, og skýrði þeim frá þvi sem þeir þyrftu um þetta að vita. Hitavélar og saltvatn Það kom i ljós, að þetta fyrir- komulag reyndist ágætlega. Eitt af því, sem Dayton-læknarnir reyndu, var vélin til að setja i menn hita. Áður höfðu menn litið á hita sem sjúkdóm. En nú vitum við að það er líkaminn sjálfur sem kemur af stað hitanum sem læknis- dómi gegn veikindunum. Hitavélin getur hækkað hita manna í 106° Fahrenheit í 5 klukkustundir. En fyrst í stað urðu sjúklingarnir svo máttvana eftir þessa meðferð, að þeir urðu að liggja 3 daga á sjúkra- húsi. Þetta átti að vera eðlileg af- leiðing af hinum háa hita. En við gerðum okkur ekki ánægða með þá “eðlilegu afleiðingu,” og komumst að raun um, að það sem gerði mátt- leysið, var, að sjúklingurinn svitaði út öllu saíti úr líkamanum. Næsta skifti gáfum við sjúklingnum salt- vatn. Og þá varð hann ekkert máttfarinn. Hver uppgötvun leiðir af sér aðra nýja. Fyrst notuðum við hita- vélina við lækningu á sérstökum sjúkdómi. Nú höfum við læknaft eða dregið úr mörgum sjúkdómum, með þvi að “hita upp” sjúklingana. Margir spítalar, bæði í Bandaríkj- unum og annarsstaðar hafa fengið sér hitavélar, og á alþjóðalækna- fundi, er nýlega var haldinn, var komist þannig að orði, að áhald þetta hefði alveg gagngerð áhrif á lækn- ingaaðferðir nútímans. Altaf eru uppi svartsýnismenn, sem halda, að nú sé ekki hægt að finna upp neitt meira, eða alt sé einkis nýtt. Opnið gluggana, og leggið eyrun við öllu sem er að ger- ast. Berjist með bjartsýnismönnun- um og þeim, sem gera uppgötvanir er afla atvinnuna með kjörorðinu: “Heimurinn er á. byrjunarstigi.' —Charles F. Kettering. —Uesbók Morgunbl. Óheppni Enskur lögreglmnaður segir frá. Sá, sem eg var að leita eftir, var ungur maður af verkfræðinga skrif- stofunni í London og glæpurinn, er orsakað hafði hvarf hans var skjala- fölsun. Hann hafði dregið út á falsaða peningaávísun frá húsbónda sinum, og var horfinn fyrir einum degi þegar fölsunin vitnaðist. Það fyrsta sem eg gerði var að fara heim til hans í Pimlico, þar hafði hann búið með konu sinni. Eg vonaðist eftir að geta rekist á eitthvað í bréfuna hans, er benti mér á í hverja átt hann hefði farið. Húseigandinn sagði mér að unga konan hefði farið burt urn morgun- inn áður, og væri ókomin enn. Að þessu búnu rannsakaði eg alla skápa og skúffur, en fann ekkert mark- vert. Þegar eg gekk fram úr dag- stofunni, kbm þjónustustúlkan með bréf, sem þá samstundis hafði komið með póstinum, var það frá þessum unga manni og til konu hans. Eg lét ekki bíða að opna bréfið. Það var skriíað í Midland pósthúsinu, og mæltist hann til þess að hún taf- arlaust hitti sig þá um kvöldið i Liverpool, þar gætu þau keypt sér farbréf, og morguninn eftir legðu þau svo af stað til Ameríku. Þau ímynduðu sér, að eg brigði við og elti þau til Liverpool. Nei, ónei; bréfið var of lélegt bragð til að villa jafn reyndum manni og mér sjónir. Konan hafði skiljanlega komið bréfinu á póstinn til að villa fyrir inér og jafnframt gefa rnanni sínum færi á að kornast um borð í skip frá einhverri annari höfn. Eigi að síður sendi eg hraðskeyti til lög- reglunnar i Liverpool, og áminti hana um að vera á verði. Þegar eg svo kornst að því að þá sarna kvöld- ið færi gufuskip frá Southamp- ton, áleiðis til La Plata í Suður- Ameríku, fór eg með fyrstu vagnlest þangað. Þegar eg kom þangað, beið mín hraðskeyti þess efnis að búið væri að taka konuna fasta, og hefði hún meðgengið að maður hennar ætlaði til Suður-Ameríku, og einmitt með því skipi sem eg ætlaði nú að rann- saka. Eg hljóp ofan á brvggjurnar og kom þangað mátulega til að sjá gufuskipið skríða út höfnina. Mér varð svo mikið urn, að eg tæplega vissi hvað eg gjörði. Eg stökk út í þann næsta bát, er fyrir mér varð, og hrópaði að eg borgaði 2 sterl- ingspund hverjum manni er hjálpaði j mér að komast um borð á Varpariso. Bátseigandinn var samstundis kom- inn ofan í bátinn og aðrir þrír á hælum honum, og augnabliki síðar flaug báturinn út á höfnin. Aldrei hefi eg séð slikt kapp lagt á að kom- ast áfram sem þá, hefir Southamp- ton búum verið það jafnan i minn- um síðan. Af ákafanum vildi það til að einurn ræðaranum fipaðist áralagið, féll aftur á bak og kipti mér með .sér urn leið, svo eg lenti ofan á honuna, en áður en tími væri til að hrópa á skipið var ræðarinn konainn í sæti sitt og réri sem ákaf- legast. Þegar hér var komið, tók eg eftir því að rnargir af farþegjum og yfir- mönnum á ‘‘Valpariso” höfðu séð til ferðar okkar, og mér til mestu gleði sá eg að straumröstin fyrir franaan skipsstefnið var að deyja út. Við náðuna til skipsins á ótrúlega skömmum tíma. Eg hljóp upp á skipið með hartdtökuleyfið i hend- inni og ^lcipaði öllu fólki að koma á þilfar undir rannsókn. Skipstjóri hafði frá félagi sinu fengið skipun um að sýna mér alla kurteisi og að- stoð; stóð hann nú sem aðrir á þil- fari og var svo náðugur að líta á handtökuleyfið naeð þýðingarmikl- um svip. Eftir fyrirmælum hans skipuðu farþegjarnir sér í raðir og að þvi búnu gekk eg frarn naeð röðunum ásamt stýrimanninum og virti vand- lega fyrir mér hvert andlit, jafn- framt sem eg gætti þess að enginn næði að stelast í burtu, en að því er eg frekast gat séð, var maðurinn þar ekki. Næst var öllum skipað að vera kyrruna á þilfarinu meðan við leit- uðum una skipið niðri. \ ið snér- urn uiaa rúmfötununa, skimuðum undir borðin og stólana, rannsökuð- um alla svefnskála, framírúmið, vélarúmið og kolastiurnar o. s. frv. — í stuttu máli hvert einasta fylgsni í öllu skipinu, en ekkert var þar að sjá er líkst gæti unga maianinum frá Pimlico. Eg var vonsvikinn, er eg undir dynjandi lófaklappi og húrrahljóð- una farþeganna sté ofan í bátinn og settist þar svo sem í draumi, og leit skipið ösla af stað og hverfa fyrir eyjuna. Alt i einu mælti laátseigandinn: "Heyrið piltar! Hvar er einn ræð- ariian ?” — Eg leit upp og varð þess var að horfinn var einn mað- urinn. Mér fanst kalt vatn renna ofan bakið á mér og ofan í skó, mig svimaði og eg hélt eg félli úthyrðis. Nú skildi eg til hlýtar hvernig eg hafði verið tældur. Maðurinn horfni var enginn annar en skjalafalsarinn frá Pimlico. Hann hafði rakað af sér skeggið, gert sig óhreinan í frarnan og klætt sig svo dásamlega torkennilegan, að uppskipunarmennirnir, og jafnvel konan hans hefði ekki þekt hann. Hann hafði; eins og eg, orðið of seinn að ná í gufuskapið, en þar ætlaði hann að leynast i lestinni, til þess tíma að skipið yrði konaið út á rúrnsjó, og er það atvikaðist svo að hann stóð skamt frá er eg gerði til- boðið, hafði hann hlaupið á lagið og stokkið í bátinn á eftir eigand anurn, og meðan mér dvaldist á skip- inu, séð sig urn hönd, komið á eftir mér, og hangt á kaðalstiganum þegar leitin fór fram, en er eg kom aftur og ætlaði í bátinn hefði honum tek- ist — í uppnáminu — að konaast upp á skipið, og laumast svo ofan í það. Með þessum hætti gekk hann mér úr greipum. Löngu seimaa sagði húsbóndi rninn, lögreglustjórinn mér, að hann hefði fengið bréf frá Argentínu, einmitt frá þessum sama manni. Hann hefði jlátúð þess getið, að hvað við kæmi loftslagi og lifnaðar- háttum liði sér ágætlega, Sem hann kvaðst hér með leyfa sér að til- kynna lögreglunni, og getið þér giskað á ,hve ósvífinn hann var? Hann mintist sena sé á í bréfinu, að hann ætti hjá yður 2 sterlings- pund fyrir gamalt handarvik, og óskaði að þér gætuð sent sér banka- ávisun fyrir þessu Htilræði. —Þýtt fyrir Kvöldvökufélaffið “Nemo” á Gimli af Erlendi Guðmundssyni. Simastöðvarstjórinn i Hallgeirs- ey sagði um þetta í tímtali í dag: Við Landeyjar hefir rekið feikna mikið í dag og nótt. Að vísu hefir borið á reka undanfarið, en ekki svipað því eins og nú, og í fjölda mörg ár hefir ekki verið þvílíkur reki. — í dag hefir verið gengið héðan á rekann og loðnan hirt. Lá hún í hrönnum á fjöru, sena er um 1000 naetra löng, og hafa verið hirt 6—7 vagnhlöss og þó er eitthvað eftir.—Visir. LOÐNVREKI 23. marz. í stórbrimi, sem verið hefir við suðurströnd landsins undanfarna daga, hefir rekið mikið af loðiau á ýmsuna stöðum og liggur hún i hrönnum á fjörunum. Mest hefir kveðið að þessu við Landeyjasand, en undir Eyjaf jöllurn og austur með söndum hefir einnig'frést um reka, en minni. KUNN ÞÝZK SÖNGKONA VÆNTANLEG TIL ISLANDS Kaupmannah. 25. marz. Þekt þýzk söngkoroa, sem jafn- framt ritar greinar fyrir “Trans Evrópa Press.” Irna Weile Barkany, leggur af stað til íslands á laugar- daginn kemur frá Kaupmannalaöfn. Hefir hún Lhyggju að skrifa grein- ar um ísland, aðallega viðtöl við islenzka stjórnmálamenn, vísinda- menn og listamenn, en blaðasaiaaband það sem hún ferðast fyrir hefir innan vébanda sinna um 800 blöð víðsvegar í álfunni. Hún ætlar einnig að syngja á íslandi, því hún er þaulvanur söngvari og syngur á tólf málurn, meðal annars hefir hún haldið islenzka tónleika í útvajp i Austurríki og Ungverjalandi. —Vísir 26. marz. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offiee tíniar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phónes: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœfSingur t eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstími — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalstlmi 3-5 e. h. 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DR. A. V. JOHNSON Tannlæltnir 212 Curry Illdg-., Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlasknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG BARRISTERS,' SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islemskur lögjrceöingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 I THOSE WHOM WE SERVE I IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECAUSE- OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE WINNIPEG PHONE 86 327 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offiees: 325 MAIN STREET BUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út* vega peningalán og eldsábyrgfl af öllu tægi. PHONE 94 221 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimllís talstmi: 601 562 ST. REGIS HOTEL, 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; með baöklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 40c—60c Free Parking for Chuests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.