Lögberg - 28.04.1938, Blaðsíða 7
LÖGBElRG, FIMTUDAUÍNN 28. APRIL, 1938
7
Útvarpsræða
Flutt í Bellngham, Washington
20. marz. 1938
af séra Albert E. Kristjánssyni
Fyrir margendurtekin tilmæli
ýmissa á þessum stöðum, sendi eg
eftirfarandi ræSu til birtingar i blöð-
unum. Þess má geta, i sambandi
viÖ þetta útvarp, að söngflokkur
frikirkjunnar í Blaine, sem skipaÖur
er eingöngu ungu fólki — 22 að tölu
. —gat sér svo góðan orðsír við þeíta
tækifæri, að útvarpsstjóri bauð okk-
ur að útvarpa frá stöð sinni endur-
gjaldslaust í framtíðinni. — Ræð-
una skildi hann ekki.
* * *
íslendingar:
Úr því eg ávarpa ykkur i dag á því
máli, sem mörgum okkar er enn
hjartfólgið, og af því að mér er ljóst
að óðum fækkar þeim árum, sem
■hljómbylgjurnar fá borið það mál til
skynjandi eyrna á þessuna vestur-
slóðum, vil eg nota stundina til að
flytja þeim, sem til mín kunna að
heyra, ]>ann boðskap, sem eg hygg
þeim hollan og nauðsynlegan, eins
og nú er ástatt.
Hin síðustu orð, sem töluð verða
eða rituð hér vestan hafs, á hinu
göfuga máli feðranna, eiga að vera
frelsisorð, sannleiksorð, sáttaorð,
drengskaparorð. Á þann hátt einan
sýnum við tungunni fornfrægu við-
eigandi virðing. Á engú sviði eru þó
þessi sannindi eins sjálfsögð og
nauðsynleg eins og á trúmálasviðinu.
Frá þessu sjónarmiði skoðað, er
kirkjusaga okkar Vestur-íslendinga
harmsaga. Trúflokka skifting okkar
hefir valdið okkur erfiðleikum og
raunum á margvíslegan hátt. Hún
hefir lamað allan okkar félagsskap,
einkum kirkjulegan, og fjarlægt
marga góða menn og konur öllum
slikum félgsskap. Hún hefir spilt
trúarlífinu sjálfu innan kirknanna,
og nú er svo komið, að hún hefir
víða gjört alla kirkjulega starfsemi
því nær ómögulega. Höfum við svo
ekkert lært af þessari reynslu ? Er-
um við sátt með, að láta bera upp á
boðann án þess að leita nokkurra
góðra ráða, sem til bjargar megi
verða? Hafa hinar hjartfólgnu
minningar frá gullöld íslendinga
aldrei bent okkur á leiðir til að ráða
úr vandamálum okkar? Eða liggja
þær minningar með öllu ófrjóar í
huga okkar? Er ekki vandamálið,
sem hér um, ræðir, á eðli sínu hið
sama sem feður vorir horfðust í
augu við á Alþingi árið 1000, þegar
Island varð fyrst kristið? Er það
okkur óráð og heimska, sem við
teljum vit og framsýni hjá Þorgeiri
Ljósvetningagoða, þegar hann hef ur
mál sitt á því þingi með þessum
orðum: “Svá 'lízt mér, sem málum
vorum sé kornit í ónýtt efni, ef vér
skulum ei hafa ein lög allir. En ef
sundr skift er lögunum, þá mun
sundr skift friðnum” Er ekki ein-
mitt þetta sannað á ný í okkar eigin
reynslu? Felast ekki þessi sömu
sannindi í orðum Páls postula, þar
sem hann segir; ,‘Ef vér lifuin í
andanum, þá framgöngum einnig i
andanum. Verum ekki hégóma-
gjarnir, svo að vér áreitum hver
annan og öfundum hver annan. . . .
En ef þér bitist og eltið hver annan
upp, þá gætið þess, að þér tortímist
ekki hver fyrir öðrum.” Við ís-
lendingar stærum okkur af því að
vera gáfuð þjóð. Hvers vegna er
um við þá svo tornæmir á augljós
og marg endurtekin sannindi reynsl-
unnar? Eða eru grundvallar sann-
indi kristinnar trúar svo flókin, að
þau Mjóti að vefjast fyrir jafnvel
gáfuðustu mönnum? Fjarri fer því.
Jesús sjálfur sagði, að alt lögmálið
og spámennirnir (það er, öll nauð-
synleg trúfræði) væri innifalið i
tveimur einföldum boðorðum, sem
sé þessum : “Þú skalt elska Drottinn,
Guð þinn, af öllu hjarta þinu og af
allri sálu þinni og af öllum huga
• þínum. En hið annað er líkt, þetta:
í*ú skalt elska náunga þinn eins og
sjálfar^ þig.” Skyldur mannanna
hver við annan (það er, alla sið-
fræði) batt hann í eina stutta setn-
ingu: “Það sem þér viljið að
'uennirnir gjöri yður, það skuluð
þér 0g þeim gjöra.” Trúum við því
ekki öll að Jesús hafi meint það sem
hann sagði þegar hann fullyrti, að í
þessum fáu setningum væri fólgin
öll nauðsynleg trúfræði og siðfræði?
Eða eru þessar setningar torskildar ?
Nei, það er ekki skilningur manna,
sem á erfitt með þetta, heldur
viljaþrek þeirra. Það er auðvelt í
hugsun en erfitt í framkvæmd.
Þessvegna hafa menn vafið þennan
einfalda kjarna kristindómsins i
mörgum og flóknum kenningum og
helgisiðum, sem auðvaldari eru i
framkvæmd, og leggja svo alla á-
herzluna á það, en gleyma kjarn-
anum. Þeir gjöra sig þannig seka
um að fylgja dæmi Fariseanna, sem
Jesús benti á til viðvörunar þegar
hann sagði: “Þeir frásía mýflug-
una en svelgja úlfaldann.”
Það er því ekki kjarni kristin-
dómsins, sem skiftir okkur í flokka,
heldur aukaatriði, sem að miklu
leyti eiga rót sitia annarstsaðar en í
kenningum Krists. Þvert á móti
krefjast einmitt hans kenningar
þess af okkur að við deilum ekki
um aukaatriði, heldur sameinum
okkur um aðalatriði; að við í bróð-
urlegri ást hvor til annars og styrkj-
andi veikan vilja hvers annars kepp-
um í áttina til þeirrar fullkomnunar,
sem trú hans og siðfræði l*:imta af
okkur. *
Það, sem nú hefir verið sagt, get-
ur tæplega orkað tvímælis í huga
neins, sem á mig hlustar. Ef við
nú litum yfir liðlega hálfrar aldar
kirkjusögu okkar Vestur-lslendinga
og skoðum hana í ljósi þeirra sann-
inda, sem þegar hafa verið fram
tekin, er það þá ofmælt, að kalla
hana harmsögu? Er nokkurt okkar
ánægt með hana? Vildum við ekki
öll, að sú saga enti betur en efni
virðast nú til? Sé svo, að við ósk-
um þess, hvers vegna þá ekki að
sameina krafta okkar og gjöra hin
æskilegu sögulok að okkar ábuga-
máli og verkefni? Frá mínu sjón-
arniiði eru örðugleikarnir á þessu
ýmist ímyndun ein, eða þá svo veiga-
litlir í sjálfu sér, að þeir ættu alls
ekki að vaxa í augum vitiborinna
og velviljaðra manna.
Við verðum þá fyrst og fremst að
spyrja sjálf okkur i fullri alvöru og
einllægni, hvjirt lífkskoðanir eða
trúarskoðanir Vestur-íslendinga sé
yfirleitt svo syndurleitar í megin-
atriðum að kirkjuleg samvinna sé,
af þeím orsökum, ómöguleg. Af
meira en 40 ára náinni viðkynningu
við landa mína víðsvegar um þessa
álfu, svara eg hiklaust neitandi,
Verulegur skoðanamunur átti sér að
sönnu stað þegar flokkaskiftingin
varð til i fyrstu; en þessi skoðana-
munur hefir farið stöðugt þverrandi.
og nú eru þeir fáir orðnir, sem ekki
gætu gengið i eina kirkju þessvegná.
Hvað er þá til fyrirstöðu? Það er
ýmislegt; en alt auðvirðilegt i sam-
anburði við þann ávinning, sem i því
væri fólginn, að við gætum starfað
sem ein heild að andlegum velferð-
armálum okkar. Væri máske ekki
fjarri lagi, að nefa fyrst skapgerð
okkar íslendinga. Við erum fremur
ófúsir á að kannast opinberlega við,
að okkur hafi yfirsézt; að við höfum
haft, að qinhverju leyti á röngu
að standa. Misskilin stjjrmenska
þolir það ekki. Eg segi misskilin,
því það þarf meiri stórmensku til að
játa fúslega yfirsjónir sínar en til
að halda áfram að hylja þær eða
verja með þvi þrálæti, sem verður
að heimsku. 1 öðru lagi, veldur
fiokkaskiftingin sjálf viðkynningar-
leysi milli þeirra, sem skifta sér í
andstæða flokka. Þetta skapar tor-
tryggni til þeirra, sena fylla and-
stæðinga flokkinn, en samloðun
manna í hvorum flokki fyrir sig, eða
með öðrum orðum, samúð með sín-
um flokksbræðrum en andúð gegn
hinum. Þetta veldur, meðal annars,
því, að eins og rnenn gleðjast af
höppum síns eigin flokks, ein gleðj-
ast þeir engu síður, nema frerrtur sé,
af óhöppum andstæðingaflokksins. í
þriðja lagi — og hér grunar mig að
liggi ekki minsta torfæran á sam-
einingarleiðinni — eru leiðtogarnir
sumir að því leyti e«n heiðnir menn,
að þeim er gjarnt að láta á sig eins
og goðorðsmenn til forna; en goð-
orðunum fylgdu völd og mannvirð-
ingar, sem goðarnir voru ófúsir á
að selja af hendi eða láta skerða.
Þeir gleyma að Jesús sagði: “Hver
sem upphefur sjálfan sig mun niður-
lægjast, en hver sem niðurlægir
sjálfan sig nrun upphafinn verða,”
og ennfremur: “Hver ykkar, sem
vill vera mestur, skal vera þjónn
hinna.” Þeir virðast heldur ekki
skilja hve lítilþæg metnaðarlöngun
þessi verður í okkar smáa og dreifða
hóp, og því síður hve skaðleg hún
er.
Þessar hindranir fyrir kirkju-
sameiningu, sem eg hefi nú talið,
eru, að mínunr dómi, aðal hindran-
irnar. Þær geta að sönnu verið
erfiðar viðfangs, en óyfirstíganlegar
ættu þær ekki að vera. Hitt er víst,
að þær eru ekki trúarlegs eða kristi-
legs eðlis og þvi engin samvizkusök
að leitast við að yfirstíga þær.
Eina hindrun vil eg þó minnast á
enn, og verði hún numin úr vegi,
geta hinar ekki lengi tafið; en það
er tómlæti svo rnikils þorra okkar
fólks um öll þessi mál. Hve mörg
okkar lita svo á, að andleg velferð
sé grundvöllur allrar velferðar; að
jafnvel okkar daglegt brauð verði
okkur ekki að siðustu trygt nema
þvtí aðeins, að við lærum að leita
fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis;
—Um hvað fjalla fyrirlestrar
yðar ?
—Þann fyrsta þeirra nefni eg:
Ráðgáta móbergsins. Þar segi eg
m. a. frá rannsóknum þeim, sem
við Pálmi Hannesson rektor unnum
að sumarið 1936. En uppruni og
myndun móbergsins hefir, sem
kunnugt er, verið hin niesta ráð-
gáta íslenzkrar jarðfræði, Nú lítum
við .svo á, að í því efni höfum við
fastara land undir fótum, en jarð-
fræðingar hafa áður haft, a. m. k.
höfum við myndað ákveðna kenn-
ingu, sem hægt er að hafa til grund-
vallar áframhaldandi rannsókna.
Eg er að vona, að eftir þessari
leið verði brátt hægt að fá fult sa^n-
hengi í jarðfræði íslands.
En jafnframt vonast eg til, að
jarðfræði íslands fái mikinn stuðn-
ing af jarðfræðirannsóknum ann-
arsstaðar á hnettinum, þar sem eru
stór basaltsvæði. Island er -sem
kunnugt er, hluti af basaltsvæði
sem nær alla leið frá Skotlandi um
Shetlandseyjar og Færeyjar til ls_
lands. og Grænlands.
í Ameríku, þar sem eru stór
basaltsvæði, vinna menn að mjög
gagngerðum rannsóknum á þeim.
sóknarefni er að ræða, býst eg við
að fá mér islenzka stúdenta til að-
stoðar.
Carlsbergsjóður stendur straum
af öllum kostnaði. En eg ræð menn
til þess að vinna störf sem hverjum
bezt hentar.—Morgunbl. 22. marz.
að mannkynið verði aldrei læknað Hafa menn komist ag þvi) aö bygg_
af sínum þyngstu meinum fyr en J ing basaltlaganna og efnainnihald
kenningar Krists verða rikjandi í basaltsins, eftir því hvort það er
lífi manna og þjóða. Þegar við
sannfærumst um, að þessi mál sé
eldra eða yngra, er vissum lögmálum
háð. T. d. hafa menn fundið, þar
þau, sem mennina varðar inestu, sem gij jiafa skorist djúp í basalt
getur enginn kraftur á himni eða ]ögjn, að verðmæt jarðefni eru helzt
jörðu hindrað okkur frá því, að
hefja sameinaðir gönguna til lands-
ins fyrirheitna og það er einmitt
þessi sannfæring, sem eg vildi
styrkja hjá þeim, sem mál mitt
heyra. Og því skyldi metnaður Is-
lendinga ekki hefja sig svo hátt, að
þeir óskuðu að vera í fararbroddi
þess liðs, sem sækir fram til sigurs
því sanna, fagra og góða. I þjón-
ustu þess á vit, þrek, frelsisþrá og
drenglund íslendingsins að ganga.
í þjónustu þess á íslenzk tunga að
hljóma til hins síðasta. Og er þá
í elztu lögunum.
Með því að bera nú saman þessar
amerísku rannsóknir við basaltið
hér, íná vænta þess að menn geti
reiknað út, hvar í hinu íslenzka
basalti sé liklegast að leita eftir
verðmætum málmum. Nefni eg
ekki hvaða sjaldgæfir málmar helzt
koma til greina, né hvar á landinu,
samkvæmt þessu helzt sé að leita
að þeim. En eitt er víst, að það er
með þessháttar samanburði á jarð-
myndun Islands og annara landa, að
, . . . v menn geta gert ser vomr um að
ekki einsætt að um þetta eigum við f. , , , , .
* . finna her verðmæti 1 basaltinu.
að standa sameinaðir en ekki sundr-
aðir. í
Eg óska öllum íslendingum, hvar
sem þeir búa, gæfu og gengis, en
einkum þó þess, að þeim megi auðn-
ast að skapa þjóðerni sinu nýja gull-
öld, fegurri hinnj fyrri, af því að
hún verði öld nýs landnáms í ríki
andans og það land verði einnig með
lögum bygt — lögum samvinnu og
bræðralags.
Eru verðmœtir málmar
í basaltinu ?
Dr. Niels Nielsen heldur há-
skóla-fgrirlestu r eftir 15 ára
rannsóknir viðvíkjandi íslandi.
Dr. Niels Nielsen jarðfræðingur
kom hingað með Drotningunni til
þess að halda hér nokkra fyrirlestra
við Háskólann. Fyrirlestrana held-
ur hann næstu daga í Oddfellow-
húsinu kl. 5 e. h.
Hann er meðal þeirra núlifandi
manna, sem mesta stund hafa lagt
á tslenzka jarðfræði. En margt
annað hefir hann haft með hönd-
um síðan hann byrjði visindastörf
sín. Er óhætt að fullyrða, að fyr-
irlestrar hans verða fróðlegir og
skemtilegir. Hann hefir lag á því
að tala um vísindaleg efni svo al-
menningur hafi þess full not.
Tíðindamaður blaðsins hafði tab
af dr. Nielsen i gær og komst hann
m. a. svo að orði um fyrirlestra
þessa:
Liðin eru 15 ár síðan eg kom í
fyrstu rannsóknarferð mína hingað
til Islands. I tilefni þessa stungu
nokkrir kunningjar mínir"meðal
landa minna upp á því að eg kæmi
hingað til að halda fyrirlestra. Var
eg í fyrstu tregur til þess, því mér
fanst að meðstarfsmenn minir ís-
lenzkir gætu eins skýrt frá ranrisókn-
um okkar hér. En fyrir áeggjan
héðan lét eg tilleiðast að koma.
Eg hefi fengist hlér við rann-
sóknir árin 1923, 1924, 1927, 1934
og 1936. Hafa rannsóknir þessar
verið á mismunandi sviðum. Alls
munu hafa verið skrifaðar um*þær
einar 30 vísindalegar ritgerðir, og
nokkar sjálfstæðar bækur.
—Hvert er annað fyrirlestrarefni
yðar ?
Rauðablástur og
önnur járnvinsla
I öðrum fyrirlestri tnínum ætla eg,
segir dr. Nielsen, að gera grein fyr-
ir því hvernig rnenn alt frá sögu-
öld og fram á vora daga hafa unnið
nauðsynlegt járn, frá því hver bóndi
eða nokkrir bændur í hverri sveit
höfðu á hendi rauðablástur, og alt
þangað til upp var komin hin vold-
uga járnvinsla vorra daga.
En þriðja fyrirlestur minn ætla
eg að halda um Landfræðistöðina
Skallingen. Vísindastofnun þessi
komst á fót árið 1930 og hefi eg
frá öndverðu veitt henni forstöðu.
Þar er fengist við jarðfræði, dýra-
fræði, grasafræði og menningar-
sögu. Stöðin stendur á nesi norðan
við siglingasundið inn að Esbjerg.
Innan við nesið er grunt lón. Hafa
mriklar og merkilegar rannsóknir
verið gerðar í sambandi við lón
þetta, sem of langt væri upp að
telja. T. d. höfum við getað fylgt
með nákvæmni hvernig rauðsprettu-
seiðin fyrstu 3 ár æfinnar fá mikið
af viðurværi sínu í slíkum sjávar-
lónum.
Náttúrufræðirannsóknir stofnun-
ar þessarar eru yfirleitt, eftir þeim
nytízku hætti, sem verða má, að við
látum okkur ekki nægja að sjá
náttúrufyrirbrigðin, vita að þau eru
til, heldur mælum við þau með allri
þeirri nákvæmni sem hægt er. Við
t. d. rannsökum sandfokið, með því
að athuga hvaða náttúrukraftar
þurfa til þess að koma sandfokinu
af stað, og hvað því miðar áfram,
hver kornstærðin er, o. s. frv. Slík-
ar rannsóknir væru nijög gagnleg-
ar hér, þar sem uppblásturinn er eins
mikill vágestur.
Um rannsóknir landfræðistofn-
unarinnar, um rannsóknir mínar
hér á landi og fleira hefi eg, segir
dr. Niels Nielsen að lokum, flutt
fyrirlestra víða um lönd, í Englandi,
Frakklandi, Þýzkalandi, Norður-
löndum og víðar. Eins hafa marg-
ir vísindamenn og ' stúdentar hin
siðustu ár heimsótt Skallingen-stöð-
ina. Og þar sem um islenzk rann-
STÖKUR
EFTIK BÓLU-HJALMAR
(Braghenda)
Heyrn eg misti’ og handastyrk
í hitt eða fyrra,
svangur er eg sem í fyrra,
seint vill mæðustorminn kyrra.
Eg hélt eg væri hraðfeigur
í hitt eð fyrra,
aumri núna en í fyrra,
eldri líka’ en var í fyrra.
GEFINS
Blóma og matjurta frœ
OTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ-
INU, EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR-
GJALD FYRIRFRAM.
Fræið er nákvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti
TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI!
Hver g-amall kaupandi, sem borgar blatSiö fyrirfram, $3.00 áskrift-
argjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum,
1., 2. og 3 (í hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin
ber með sér).
Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða
fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4
þar að auki.
Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald
hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar
að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og
3., og fær nr. 4. þar að auki.
Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu.
No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets
BEETS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Suffieient
seed for 20 feet of row.
CABBAGE, Enkhuizen. Good all round variety. Packet will grow
s 1,000 lbs. of cabbage.
CARROTS, Half Ijong Chantenay. The best all round Carrot.
Bnough seed for 40 to 50 feet of row.
CCCCMBER, Early Fortune. Pickles, sweet or sour, add zest to
any meal. This packet will sow 10 to 12 hills.
IjETTUCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cooi, crisp, green
lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row.
LETTUCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce.
ONION, Yellow Glohe Danvers. A splendid winter keeper.
ONION, White Portugal. A popular white onion for cooking or
pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill.
PARSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 60 feet of
drill,
PUMPKIN, Sugar.. Packet will sow 10 to 15 hiils.
RADISH, French Breakfast. Cool, crisp, quick-growing variety.
This packet will sow 25 to 30 feet of drill.
TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet wili
produce 75 to 100 plants.
TURNIP, Whlte Sitmmer Table. Early, quick-growing. Packet
will sow 25 to 30 feet of drill.
FLOWER GARDEN, Surprise Flovver Afi.vturc. Easily grown
annual flowers blended for a succession of bloom.
SPAGHETTI, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the
tqp and the edible contents resemble spaghetti.
No. 2 COLLECTION
SPENCER SWEET PEA COLLECTION
8—NEW BEAUTIFUL SHADES—8
Regular full size packets. Best and newest shades in respeetive
color class. A worth-while saving buying two. See reguiar Sweet
Pea List also.
SEXTF7T QUEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink.
Five and six blooms on a stem. WELOOME. DazDzling Scarlet.
WHAT ,TOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink
BEAUTY. Blush Pink. shading Orient Red.
SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson.
No. 3 COLLECTION—Flowers, 15 Packets
EDGING BORDER MIXTURE. MATHIOLA. Bvening scented
ASTERS, Queen of the Market, stocks.
the earliest bloomers. MIGNONETTE. Well balanced
BACHELOR’S BUTTON. Many mlxtlired of the old favorite.
CALENDULA: New Art Shades. NASTURTIUM. Dwarf Tom
ovt ttorxTA POPl*f New Thumb. You can never have
CALIFORNIA POPPY. rvew many Nasturtiums.
Prize Hybrids.
CLARKIA. Noveity Mixture. PETUNIA. Choice Mixed Hy-
CLIMBERS. Flowering climb- brids.
ing vines mlxed. POPPY. Shirley. Delicate New
COSMOS. New Early Crowned Art ghades.
EVERLASTINGS. Newest shades ZINNIA. Giant Dahlia Flowered._,
. - Newest Shades.
mixed.
No 4_ROOT crop collection
Note The Ten Big Oversize Packets
BEETS Hnlf Ijong Blood (Large PARSNIPS, Early Short Round
Packet) (Large Packet)
OAnUAGE. (J.arge ^,„ch
PaC <Ct j-™. . TT..tr T TURNIP, Purple Top Strap
CARROT, Chantenay Hatf Long T„.ar (WgG Packet). The
(Large Packet) early whit6
summer table
ONION. Yellow Globe Oanvers, turnip.
(Large Packet) TURNIP, Svvede Canadian Gem
LETTUCE. Grand Raplds. This (Large Packet)
packet will sow 20 to 25 feet ONION, White Pickling (Large
of row. Packet)
Sendið áskriftargjald yðar í dag
(Notið þennan seðil)
To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man.
Sendi hér með $........sem ( ) ára áskriftar-
gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.:
Nafn .................................................
Heimilisfang .........................................
Fylki ................................................