Lögberg - 28.04.1938, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 28. APRIL, 1938
Xogberg
QefiC út hvern firatudag af
I H E COLUMBIA PR ES8 L1M1TE D
695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
Utanáakrift ritstjórans:
BDITOR LÖGBERO, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
TerO $9.00 um áriO — Hor<jist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and published by The
Cobimbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnlpeg, Manitoba
PHONE 86 327
Samsteypa járnbrautanna
Lagt hefir verið á það meira kapp síðast-
liðin tvö ár, en nokkru sinni fyr, að reyna að
telja hinni canadisku þjóð trú um það, hve
mikið fé henni árlega sparaðist ef járnbraut-
arfélögunum yrði komið undir eina og sömu
framkvæmdarstjórn. eins og Sir Edward
Beatty, forseti Canadian Pacific félagsins
venjulegast orðar það; þessir samsteypu-
postular láta það í veðri vaka, að sparnaður
inn myndi nema því sem næst sjötíu og fimm
miljónum dollara á ári. og þetta á að nægja
til þess að ginna þjóðina til að selja af hendi
frumburðarrétt þjóðeignabrautanna; og þetta
á alt að vera gert undir yfirskyni hagsmuna-
legrar þjóðarþarfar. Einokun á hvaða sviði
sem er, leiðir sjaldan til biessunar, heldur
miklu fremur til hins gagnstæða. Flutnings-
gjöld með jámbrautum þessa lands hafa jafn-
aðarlegast þótt ærið há. Eh hvað myndi þau
verða, ef kipt væri fótum undan núverandi
samkepni milli járnbrautanna og Canadian
Pacific félagið yrði eitt um hituna! Sam-
steypu hjal og samsteyputilraunir Mr.
Beatty’s og þeirra, er hliðstæðum augum líta
við hann á málið, þýða hvorki meira né minna
en það, að Þjóðeignabrautirnar hyrfi með öllu
úr sögunni, en í stað þeirra kæmi hlífðarlaus
einokun einkafélags, þar sem hluthafa-arð-
urinn. skipaði öndvegi. Því er haldið fram
af málsvörum samsteypunnar, að járnbraut-
arráðið myndi á öllum tímum gæta vandlega
hagsmuna fólksins, eða þeirra. sem járn-
brautirnar nota til flutninga. Þetta kann að
vera gott og blessað eins langt og það nær, og
láta vel í eyra, En samt sem áður má almenn-
ingur ekki missa sjónar á því, að pólitískir
hagsmunastraumar gætu jafnvel óviljandi
haft nokkur áhrif á þá. sem yfirumsjón eiga
að hafa með flutnings- og farþegagjöldum, að
ekki sé meira sagt.
Hjá nágrannaþjóð vorri sunnan landa-
mæranna, er fólki ekki með öllu ókunnugt um
það, hvernig einokun jámbrauta hefir gefist
og til hvers hún hefir leitt, Kæmist jám-
brautasamsteypa á í þessu landi, myndi fólk
vort áðnr en langt um liði kenna alvarlegrar
skókreppu flutningsgjöldum viðvíkjandi, og
naga sig sárt í handabökin fyrir sviksemina
við fjöregg þjóðarinnar ásviði samgöngumál-
anna, eða Þjóðeignabrautirnar.
Meðan Duff-nefndin svokallaða, sú er
um járnbrautarmálin og flutningsgjöldin
fjallaði, sat á rökstólum, komu fram margar
og skýrar raddir um það. hver feikna hætta
hagsmunalegu lífi þjóðarinnar gæti stafað af
einokun samgöngu- og flutningstækja. Einn
af iðjuhöldum þessa lands, komst meðal ann-
ars þannig að orði um hina fyrirhuguðu
járabrauta samsteypu:
“Að lögleiða jafn stórfelda og umfangs-
mikla einokun á samgöngutækjum J)jóðarinn-
ar og hér er ráðgerð, myndi fá fáum mönnum
slíkt feikna vald í hendur, er auðveldlega gæti
ef illa tækist til. stórskaðað efnahagstilveru
hinnar canadisku þjóðar, og það jafnvel svo,
að hún biði þess aldrei bætur/t
Ýms stórblöð austanlands, hlynt Cana
dian Pacific félaginu, telja samsteypuna
hvorki meira né minna en hagsmunalegt sálu-
hjálpar atriði; má þar til telja Montreal
Gazette. Hér vestra er litið næsta ólíkum
augum á málið. f',ólk Jiað, er Sléttufylkin
byggir, ber því nær undantekningarlaust hag
Þjóðbrautanna fyrir brjósti og kann glögg
skil á nytsemi þeirra fyrir bændur og búalið;
það er engan veginn líklegt, að J)etta fólk bíti
á sjötíu og fimm miljóna sparnaðar agnið,
sem að því er lialdið af forkólfum samsteyp-
unnar; og það á líka góðu heilli trúa og dygga
fulltrúa á Samban<isþingi, sem standa vilja
vörð um réttindi þess; þó er því vissara að
vaka á verði og spyrna hraustlega á móti öll-
um blekkinga-broddum í Jæssu tilliti úr hvaða
átt sem þeir koma. því mörgum og lævísleg-
um brögðum kann að verða beitt.
Meðan frjálslyndi flokkurinn með Mr.
King í fararbroddi, situr við völd í Ottawa,
eru Þjóðeignabrautirnar sennilega ekki í
mikilli hættu, því fullvemd þeirra er eitt af
ófrávíkjanlegum stefnuskrár atriðum flokks-
ins. En hinu má sarnt sem áður ekki gleyma.
að mörg og f járhagslega voldug öfl eru sýknt
og heilagt að verki, er ekkert láta sér fyrir
brjósti brenna, er til þess kemur að forgylla
samsteypuna í augum almennings. Þetta
verður Jíjóðin að gera sér ljóst og vera við-
búin sérhverri árás á Þjóðbrautirnar, og
standa um þær drengilegan vörð. Öll einokun
er einnar og sömu ættar; hún er grandvölluð
á græðgi hinna fáu á kostnað almennings.
Einátaklingshyggja og
samvinna
Eftir prófessor fíirhard Beck
(Brot úr erindi um “Lífsspeki
norrænna manna”) ^
Forfeður vorir voru miklir einstaklings-
hyggjumenn. Það er ljósu letri skráð í
fornsögum vorum og forakvæðum . Forfeðr-
um vorum var ant um, að menn stæðu á eigin
fótum andlega, skoðanalega eigi síður en
stjórnarfarslega. Af sama toga er það
spunnið, að þeir mátu manngildið eins mikils
og raun ber vitni, mátu menn eftir því hvað
þeir voru en ekki eftir því hversu auðugir þeir
voru að löndum og lausum aurum. Fer það
þá að vonum, að þeir voru gæddir ríkri sjálf-
stæðistilfinningu.
Einstaklingsfrelsið töldu þeir hið dýr-
mætasta hnoss. Það, sem fornsagnritari
sagði um Fríslendinga. er jafnsatt um frænd-
ur þeirra á Norðurlöndum: “Frjálshuga eru
þeir og vilja engum lúta; líf sitt leggja þeir í
sölumar frelsisins vegna og kjósa fremur
dauða heldur en að ganga undir þrældóms-
ok. “ Þarf eg vart, að minna yður á það, að
landnám Islands átti beinlínis rætur sínar að
rekja til þessarar ríku frelsisástar feðra
vorra. Frelsi fjarri átthögum og frændum
töldu þeir sæmra áþján heima á ættjörð sinni.
Kemur hér fram sem víðar einstaklings-
hyggja þeirra. Sjálfstraust og sjálfræði töldu
þeir skilyrði sannrar lífshyggju. Ilöfundur
Ilávamála álítur það æskilegra, að ráða sjálf-
ur búi, þó fátæklegt kunni að vera, heldur en
að þurfa til annara að sækja. Slíkur metn-
aður hefir verið ríkur í eðli Islendinga á lið-
inni tíð. Heyrst hafa raddir um J)að, að hann
fari minkandi vor á meðal. En hann er svo
fagurt einkenni, og nauðsynlegur til sjálfs-
þroska, að við megum hreint ekki við því að
glata honum. Hver sú þjóð, sem glatar sjálf-
stæðishug sínum og sjólfbjargarviðleitni á
ekki langt líf fyrir höndum sem óháð menn-
ingarþjóð. Mörg eru dæmi glæsilegrar frels-
isástar í síðari alda sögu íslands, en einna
svipmest finst mér dæmi Jóns biskups Ara-
sonar; karlmannslund sinni og frelsisást
reisti hann óbrotgjarnan minnisvarða í vís-
unni alkunnu, sem hann kvað á deyjanda degi:
“Vondslega hefir oss veröldin blekt,
vélað og tælt oss nógu frekt;
ef eg skal dæmdur af danskri slekt,
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.’>
Megi það aldrei fyrir íslendingum liggja,
að sjálfstæðistilfinning þeirra sljófgist svo,
að þeir sætti sig við nokkurskonar harðstjóm,
hvort em hún kemur frá konungum eða ríkis-
bubbum, eða frá múgnum, það sem við mynd-
um kalla á amerísku: mobrule!
En þó höfundur Hávamála leggi mikla á-
herzlu á sjálfstæðistilfinninguna, á það, að
menn eigi að standa á eigin fótum, gleymir
hann ekki, að það er aðeins shálfsögð sagan.
Skáldið veit einnig, að þráin til samlífs við
aðra menn á sér djúpar rætur í mannseðlinu.
Hyggist menn að ná fullum þroska, dugir
þeim eigi að lifa sjálfum sér, enda fær enginn
gert það til fullnustu ,sízt nú á dögum. Sam-
vinnu og samlífs er þörf, eigi mað'urinn að ná
fylstum þroska. Því seg)ir í Hávamálum:
Ungr var ek forðum,
fór ek einn saman,
þá varð eg villr vega;
auðugr þóttumk
er ek annan fann,
maðr er manns gaman.”
Þess er einnig að gæta, að þeir, sem ein-
angra sig um of frá öðrum mönnum, verða
ekki ósjaldan einrænir í háttum, og sjálfs-
elskir úr hófi fram. Þroskun einstaklingsins
og tamning í því að lifa saman við aðra menn,
þarf að haldast í hendur, ef vel á að fara.
F rásagn a r verður
félagsskapur
Eftir prófessor Richard Beck
Rúmlega þrjátíu æðri mentastofn-
anir í Vesturheimi, háskólar og
mentaskólar, kenna nú islenzk fræði
að einhverju leyti; en vitanlega er
það mjög mismunandi, hver áherzla
er lögð á þá fræðslu við skóla þessa,
og eins hitt, hvort tungu vorri eða
bókmentum er þar meiri gaumur
gefinn.
Mjög skiftir einnig í tvö horn um
það, hve gömul í garði kenslan í
fræðum vorum er í æðri skólum
vestan hafs. I Cornell-háskólanum
og ríkisháskólanum í Wisconsin,
þar sem hún hefir lengst haldist
samfleytt, á hún sér nærfelt sjötíu
ára sögu að baki, því að kensla í
riorrænum fræðum hófst í þeim
skólum árið 1869. Siðan hafa hin-
ar æðri mentastofnanir vestan hafs,
sem slíka fræðslu veita, smám sam-
an bæzt í hópinn; sumar hafa eftir
nokkur ár týnzt úr lestinni, en aðrar
komið í skarðið. Ekki er það þó
ætlun mín með greinarstúf þessum,
að segja sögu kenslu i íslenzkum
fræðum í Vesturheimi, því að það
hef i eg hugsað mér að gera á öðrum
stað. Hér vil eg aðeins fara nokkr-
um orðum um félagsskap við einn
ríkisháskólann vestur þar, sem starf-
að hefir i þágu norrænna fræða í
aldarfjórðung, og mér finst þess
vegna frásagnarverður.
Við suma háskólana og menta-
skólana í Vesturheimi, þar sem
norræn fræði eru kend, eru jafn-
hliða félög kennara og námsmanna
í þeim greinum, sem vinna að aukn-
um áhuga á Norðurlandamálum og
bókmentum með samkomum og
fyrirlestrahönldum. Slík félög eru
t. d. við Harvard-háskólann, rikis-
háskólann í Norður Dakota og St.
Olaf College i Minnesota.
Langmeírkhstur félagisskapur af
því tagi, sem eg þekki til, er þó fé-
lagið “Heimskringla” við rikishá-
skólann í Illinois, í borginni Urbana
þar í ríkinu. Átti félag Jætta ald-
arfjórðungsafmæli haustið 1926, því
að það var stofnað 17, október 1911.
Var þeirra tímamóta í sögu þess
minst með sérstöku hátíðahaldi, eins
og maklegt var, og voru allmargir
opinberir fyrirlestrar um menningu
Noðurlanda fluttir á liðnum vetri í
tilefni af afmælinu. Meðal annars
flutti landi vor, prófessor Svein-
bjöm Johnson, sem er prófessor i
lögum við Illinois-háskólann og lög-
fræðilegur ráðunautur hans, fyrir-
lestur um samanburð á forngrískri
og norrænni heimspeki (lífspeki),
og prófessor George T. Flom, for-
seti norrænudeildar hásklóans. fyrir-
lestur um norræna goðafræði.
Skal þá í stuttu máli horfið að
sögu félagsins og starfi, einkum
þeirri hliðinni, sem að íslandi snýr.
Markmið félagsins er að efla áhuga
á bókmentum Norðurlanda og kynni
af hlutdeild þeirra i vísindum og
mentun (education). Félagsmenn
eru kennarar háskólans i þeim
fræðum og skyldum fræðigreinum,
framhaldsnemendur í Norðurlanda-’
málurn og bókmentum, og aðrir
þeir, sem leggja rækt við þær ment-
ir. Sézt það ljóslega af félagatal-
-inu í bæklingnum, sem grein þessi
byggist á (Heimskringla, Com-
meimorative Booklet, 1911 — 1937,
Urban, Illinois, 1937), að það er
orðinn álitlegur hópur manna, sem
verið hafa i “Heimskringlu” um
lengra eða skemra skeið á liðnum
aldarfjórðungi, og eru eigi allfáir
þeirra víðkunnir fræðimenn og há-
skólakennarar í Vesturheimi.
Starfræksla félagsins er jafnaðar-
lega með þeim hætti, að félagar
koma einu sinni saman á mánuði, á
tímabilinu október til maí, hlýða á-
samt gestum sínum á fyrirlestur um
eitthvert það efni, sem er í anda
stefnuskrár félagsins, er einhver úr
þeirra hópi flytur, eða aðkomandi
fræðimaður, þegar svo ber vel í
veiði. Sýnir hin prentaða skýrsla
félagsins, að fyrirlestrar þeir, sem
fluttir nafa verið á fundum þess á
liðnum tuttugu og fimm árum, hafa
verið bæði fjölbryettir að innihaldi
og girnilegir til fróðleiks. Þeir hafa
TILKVNNINö !
Hér með gefst almenningi það til vitundar,
að Mr. Carlyle Jóbannsson að Gimli, hefir
tekið að sér umboð fyrir vora hönd, til þess
að veita viðtöku pöntunum af öllum tegund-
um prentunar í bygðarlögunum við Winnipeg
vatn. Hefir hann nú fengið v-ora. nýjustu
verðskrá og getur uppfrá þessum degi veitt
smáum og stórum prentunar pöntunum mót-
töku. Hvergi sanngjarnara verð og vandað
verk ábyrgðst.
BOX 297. GIMLI, MAN.
The Columbia Press
LIMITTI>
Toronto og Sargent,
Winnipeg, Man.
fjallað um Norðurlandaþjóðir að
fornu og nýju, tungu þeirra, sögu og
menningu, bókmentir þeirra og listir,
um Ameríkufund norrænna manna,
og um Norðurlandabúa í Vestur-
heimi.
Og ísland hefir sannarlega ekki
orðið útundan, enda kafnaði
“Heimskringla” illa undir nafni, ef
svo hefði verið. Hafa tuttugu fyrir-
lestrar félagsmanna verið um íslenzk
efni að öllu eðá einhverjju leyti.
Prófessor G. T. Flom, sem fyr var
nefndur, en hann er Norðmaður að
ætt og uppruna og kunnur málfræð-
ingur, hefir á fundum félagsins. lagt
drjúgan skerf til fræðslustarfa í
vora þágu með mörgum f'yrirlestr-
um um fornrit vor, séstaklega um
Eddukvæðin. Og dr. Flom mun
hafa átt einna mestan þátt í stofn-
un “Heimskringlu”, því að stofn-
fundur hennar var haldinn á heimili
hans; hefir hann einnig til þessa
dags veriðj hln helzjta máttarstoð
félagsskaparins.
Siðan prófessor Sveinbjörn John-
son gerðist kennari í lögum við
Illinois-háskólann (1926), hefir
hann einnig, sem vænta mátti um
jafn áhugasaman fræðimann og
ræktarsamjan við íslenzkar erfðir,
tekið mikinn þátt í starfi “Heims-
kringlu” og jafnan valið sér islenzk
efni til meðferðar i erindum sínum
á félagsfundum. Hefir hann á þeim
vettvangi flutt eftirfarandi fyrir-
lestra: ‘Tslenzku bygðirnar í Norð-
ur Dakota” (1927); “Hin komandi
Alþingishátíð á íslandi (1929) ;
“Alþingishátíðin íslenzka (1930) ;
“Jón Sigurðsson” (1933) ; “Norræn
áhrif á eyjunni Man” (1934) ; og
“Hallgrímur Pétursson” (1937)-
Þarf ekki að draga í efa, að fyrir-
lestrar þessir hafi verið bæði vel
samdir og fræðandi, og þess vegna
Islandi til sæmdar og nytja. Pró-
fessor Johnson er mörgum íslend-
ingum heimafyrir kunnur af af-
spurn, og ýmsum persónulega, síð-
an hann sótti Alþingishátíðina sem
einn af fulltrúum Bandaríkjanna.
Hann er ýkjulaust einn af ágætustu
og allra merkustu sonum íslands
vestan hafs, en þangað fluttist hann
með foreldrum sínum barnungur.
Starf “Heimskringlu-félagsins i
vora þágu er þess vegna hreint ekki
ómerkilegt. Og starfsemi þess í
heild sinni þeim mun umfangsmeiri
og ávaxtaríkari, þar sem námsmenn
sem tekið hafa þátt í störfum félags-
ins á skólaárunum, hafa dreifst í
ýmsar áttir sem kennarar eða for-
vígismenn á öðrum sviðum.
En því hefi eg jafnframt dregið
atyhgli íslenzkra lesenda að um-
ræddum félagsskap, að hann er á-
gætt dæmi þess starfs í þágu nor-
rænna fræða og íslenzkra, sem unn-
ið er við eigi allfáar æðri menta-
stofnanir í Vesturheimi, innan
veggja kenslustofunnar og utan,
þótt minna rúm skipi víðast hvar,
heldur en við Illinoisháskólann.
Hefir það starf átt sér fleiri skjól
,og vaxið fiskur um hrygg á ýmsa
lund hin siðari ár, og benda öll him-
intákn til, að svo verði framvegis. '
Fyrst svo óheppilega tókst til að
norrænum mönnum hélzt eigi á
Vínlandi hinu góða, eru það nokkrar
skaðabætur, að vinlenzkir menn nú-
tíðarinnar færa með ári hverju út
landnám sitt í ríki norrænnar menn-
ingar.—Dvöl.
Söngflokkur
ungra Islendinga í Winnipeg
syngur í útvarpið frá Wpg.
Vonandi hafa allir íslendingar
utan Winnipegborgar, sem hafa
radio, hlustað á barnasöngflokkinn
hans Ragnars H. Ragnars, á föstu-
dagskvöldið 22. apríl. Það er ný-
nærni meðal okkar Vestur-íslend-
inga. Eg veit að eg verð máske ekki
alveg óhlutdrægur í dómi, þegar eg
ber sam)an Jænnan söngflokk við
hérlenda barnasöngflokka, sem eg
hefi hlustað á í gegnum útvarpið.
En það get eg staðið við, að eg hefi
aldrei heyrt 50 barna söngflokk, frá
aldrinum 9—12 ára, syngja radd-
sett lög með meiri festu og jafn-
vægi og ágætum framburði. Það
er vanalegra að heyra sungið ein-
raddað af barnaflokk og oftast erfitt
að greina orðaskil. Óskýr fram-
burður í söng er ekki síður algeng-
ur hjá fullorðna fólkinu. Það eru,
því miður, fáir söngstjórar, sem
taka nokkurt tillit til orðanna, sem
sungin eru. Þar, er Ragnar fremri
öllum þeim söngstjórum þeirra
flokka, sem eg hefi heyrt syngja á
íslenzku, eins og þú hefir tekið eftir
í framkomu barnaflokksins. Sama
listfengið kemur fram í Karlakór
íslendinga í Winnipeg, sem Mr.
Ragnar stjórnar. Vonandi syngur
Karlakórinn einhvern tíma seinna í
útvarpið.
Þú, sem ekki hafðir tækifæri til
að sjá barnaflokkinn í lútersku
kirkjunni í Winnipeg fyrir stuttu
síðan, mistir mikið af listfengri
framkomu þessara ungu íslendinga.
Auk framúrskarandi skilnings á
efninu, sem þú gast heyrt í gegnum
útvarpið, gastu lesið svipbreyting-
ar barnanna eftir efninu. Það hefir
mörgum hepnast vel að ala upp born,
en engin hefir betur alið upp börn á
þessu sviði, en Mr. Ragnar. Það
sýnir auðvitað hvað þessir ungu
íslendingar geta, undir góðri stjórn.
Eg get ekki stilt mig um að þakka
Mr. Rganar fyrir meðferðina á
iþessum gömlu, íslenzku þjóðlögum.
Hann hefir gefið þeim nýjan og
mjög smekklegan búning; raddsetn-
ingin er ágæt og fellur vel i anda
laganna og kvæðanna. Eg dæmi
eftir tilfinningu, en ekki söngfræði-
legu sjónarmiði, því þar hefi eg enga
þekkingu. Maður á því að venjast
að heyra þessi gömlu lög, sungin í
tilbreytingarlausri bunu, hálfgerðu
hallæris-hungur-væli. En blessaðir
litlu Winnipeg fslendingarnir hand-
léku þessi gömlu lög með dularfullri
lipurð og viðkvæmni.
Sumir pianospilarar hafa til-
hneiging til að láta taka ó}>arflega
mikið eftir sér við slík tækifæri. En
hér varð hvergi vart við þann galla.
Miss Bergson er ekki að spila fyrir
sig, hún er með líf og sál í röddum