Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 5. MAÍ, 1938 NÚMBR 18 Endurskigun á ráðuneyti Islands Skúli Guðmundsson skipaður atvinnumálaráðherra Haraldur Guðmundsson kosinn forseti Sameinaðs þings * Ur borg og bygð VVV^^V^s/VVWVVV^/VVV^/VVVVV^VVVVn/VWVVV^VW -/''/'-/'VNrV''/'^'/'V-'/'s/'N/'V''/''AW'V'/'># > Svo hefir skipast til um stjórn Islands, a 8 Skúli Guðmundsson, kaupfél'agsstjóri, þingmaður Vestur- Húnvetninga, hefir veriÖ skipaður atvinnumálaráÖherra í staÖ Harald- ar Guðmundssonar, er vék úr ráðu- neytinu sakir ágreinings við Fram- sóknarflokkinn, vegna lögskipaðs gerðafdóms um launa- og vinnu- Stórstúkuþing Stórstúkan í Manitoba hélt árs- j>ing sitt í Goodtemplarahúsinu 27. og 28. apríl. A. S. Bardal Stór- templar stýrði þinginu; var það rniklu fjölsóttara en verið hefir um mörg undanfarin ár. Séra Jóhann Bjarnason og séra G. P. Johnson höíðu unnið fyrir hönd Stórstúkunnar að útbreiðslu- störfum bæði hér í bænum og úti um íslenzku bygðirnar. Hafði þeim báðum unnist vel enda eru þeir hin- ir ákveðnustu bindindismenn; bera öll þess konar störf eftir því betri árangur sem ]?að er auðsærra að hug-ur fylgir máli, og um það efast enginn með þessa menn. Séra Jóhann hafði vakið af svefni ;bæði nýja og gamla starfsmenn Imjeðal enskumælandi fólks hér í bænum og ]>ar á meðal hafði gengið i félagið duglegur, enskur læknir, sem Cooper heitir, ásamt fleirum. Séra Páll hafði unnið um bygðir íslendinga norður með Winnipeg- vatni, fjölgað stórum stúkumeðlim- um í Árborg og stofnað glæsilega nýja stúku að Riverton. Frá öllum þessum stöðum mættu fulltrúar og sömuleiðis frá Gimli og Lundar. Miklu fleiri tóku stórstúkustigið en um mrg undanfarin ár og er það auðsætt áð fólki er farið að of- bjóða hversu mikið er drukkið. Það er á vitund allra að í flestum sam- deilur. Allir ráðherrarnir, þeir Hermann Jónasson, Eysteinn Jóns- son og Skúli Guðmundsson teljast til Framsóknarflokksins, og hafa AlþýÖuflokks þingmienn og þing- menn kommúnista, heitið stjórninni “ótimabundnu hlutleysi,” samkvæmt yfirlýsingu frá foringjum þeirra á þingi. kvæmum drekka bæði menn og kon- ur; það befir verið aldarháttur um tíma, en sem betur fer virðast augu margra vera að opnast fyrir afleið- ingunum. Stórstúkan hefir ákveðið að láta hlífðarlaust til sín taka á komandi ári, og er vonandi að þau heit verði haldin. í embætti Stórstúkunnar fóru kosningar sem hér segir: G.C.T.—Dr. Cooper P.G.C.T.-*—A. S. Bardal G. C.—Hjálniar Gíslason G.V.T.—Mrs.. V. Magnússon G. Chapl.—Mrs. A. S. Bardal G.S.J.W.—Mrs. Chiswell G.,Sec.—Miss S. Eydal A.G.Sec.—Miss S. Gíslason G. Marsh.—Mrs. G. Johannson Asst. G.M.—Mrs. Cooney G. Treas.—Mr. J. Th. Beck G.S.E.W.—W. Steel G.S.Ed.W.—R. Gray G.G.—S. M'atthews International Dept.—H. Skaftfeld G.S.—A. Cooney. G. Mess.—Miss F. Gíslason. A. S. Bardal hefir verið Stór- tempLar um f jöldamörg ár — líklega lengur en nokkur annar maður i nokkru landi og skipað þá stöðu með frábærri samvizkusemi og fórn- færslu; vita fæstir um allan þann tíma og alt það fé, sem hann hefir fórnað bindindismálinu í þeirri stöðu. Hann fer úr því heiðurssæti með einróma og einhuga þakklæti NORMAN S. BERGMAN who will present the anual report of the Men’s Club of the First Luth- eran Church at the annual meeting of the Club which will be held on Wednesday next, May 1 ith at 6:30 p.in. in the Church Parlors. allra, fyrir vel og samvizkusamlega unnið starf. Eg hefi hugsað mér að skrifa stutta grein síðar um bindindisstarfið eins og það nú liggur fyrir. Sig. Júl. Jóhannesson. Men’s Club The Men’s Club of the First Lutheran Church will hold their annual meeting on Wednesday, May nth, at 6:30 p.m. in the Church Parlors. The reports of the present officers and the election of new officers for the coming season will be thé—íiTain items of the meeting. The guest speaker of tlie evening will be Mr. J. G. Johannson, a former president of the Club and his subject will be “Manngjöld, IList and Present.” This is an Icelandic sulbject which will be treated in the English language. The responsibility of the members to attend this meeting cannot be over-emphasized as it is tlie primary duty of every member to take an active part in the administrative af- fairs of the Club, and the only tangible way in which the member.s can pledge their suppwrt to the in- coming executive is by attendance at this meeting. Reservations must be made and can be effected by telephoning or writing to either Mr. J. S. Gillies, 680 Banning St., Ph. 30308 or 38078, or Mr. J. G. Jolmson, 682 Alverstone St., Ph. 71 641. IIÖRMULEGT SLYS Síðastliðinn föstudag vildi það á- tkkanlega slys til, að fjórir menn druknuðu í Rauðánni með þeim hætti að bíll þeirra steyptist fram af liafnarbakka í Selkirk; fimm menn voru í bílnum, og varð einum þeirra, Harold Hannessyni, bjargað. Einn þeirra fjögra er létu líf sitt, var ís- lenzkur maður, Jack Henry, sonur þeirra Mr. og Mrs. Jón Henry að Petersfield hér í fylkinu, 44 ára að aldri. Útför hans fór fram á mánu- daginn. Lögberg vottar foreldrunum sam- úð sina í hinni djúpu sorg þeirra. MR ./. G. JOHANNSON will be tlie guest speaker of the annual meeting of the Men’s Club of the First Lutheran Church which will be held in the Church Parlors on Wednesday next, May nth at 6:30 p.rn . His subject will be “Manngjöld, Past and Present.’’ TIL LEIGU, herbergi án hús- gagna, með rímilegum kjörum. Sér- staklega óskað eftir eldri konu. 563 Simcoe St. Séra Egill H. Fáfnis og Mr. Árni Sveinsson frá Glenboro, komu til borgarinnar á þriðjudaginn. Mrs. Eggert Oliver leggur af stað vestur til Gerald, Sask., seinnipart yfirstandandi viku. Mr. Halldór Swan, verksmiðju- stjóri, fór suður til Chicago á laug- ardaginn og bjóst við að verða um vikutíma að hdman. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar, heldur sinn árlega vor-bazaar í samkomusal kirkjunnar þann 19. þ. m. Nánar auglýst síðar. Mr. Sigurður E. Sigurðsson- fiskikaupmaður fór suður til Chi- cago á sunnudaginn, ásamt frú sinni. Munu þau hjón koma heim aftur í vikulokin. Mr. F. Stephenson, Mr. og Mrs. Edwjn Stepihenson jog' frú Anna McKay, fóru suður til Brown, P.O., á sunnudaginn var. Kom fólk þetta heim aftur á sunnudagskveldið. Þeir Björn B. Johnson, Norman Stevens, Guðmundur Sólmundsson og Sigurður Torfason frá Gimli, voru staddir í borginni á mánudag- inn. Tveggja eða fjögra herbergja í- búð á ágæturn stað í bænum, ör- skamt frá Portage Avenue strætis- vagni, fæst til leigu nú þegar, með ágætum skilmálum. Upplýsingar veitir J. J. Samson, 273 Simcoe Street. Ágætar eldavélar og lieitt og kalt vatn í hvotri i'búð. Á föstudaginn þann 13. þ. m., halda Gimlibúar sinn árlega Old Timers’ dans í danshöllinni miklu í skemtigarði bæjarins. Þessar sam:- komur eru ávalt afar fjölsóttar og má engu síður gera ráð fyrir, að svo verði einnig í þetta sinn. Við dansinn spila tvær hljómsveitir, Jimmy Gowler’s hljómsveitin frá Winnipeg og Woodland hljómsveit- in á Gimli. Samkoman hefst stund- víslega kl. 8.30 að kveldi. Aðgang- ur 35 cents. “FRÁ EINNI PLÁGU TIL ANNARAR,” sjónleikur í 4 þátt- um, eftir Dr. Sig .Júl. Jóhannesson, verður leikinn í Goodtemplarahús- inu að Árborg, föstudaginn ^3. maí, kl. 8.30 e. h., einnig gamanleikurinn “EKKJAN CUMNASKY.” Ein- söngvar og hljóðfærasláttur milli þátta. Inngangur aðeins 25C. Dans á eftir. Veitingar seldar á staðnum. Ágóða samkomunnar verður varið til hjálpar bágstaddri fjölskyldu. Allir velkomnir. — Leikinn að Lundar 20. maí; auglýst nánar síðar i islenzku blöðunum. ÞAKKLÆTI Öllum þeim mörgu vinum mínum og kunningjum, sem þátt tóku í liinu veglega samkvæmi í Good- templarahúsinu 25. apríl; bæði þeim, sem þar voru staddir og hinum, sem skeyti sendu úr fjarlægð, votta æg mitt innilegasta þakklæti fyrir hönd sjálfs mín og konunnar minnar. Alt, sem þar var flutt, bundið og óbundið, þakka eg sérstaklega vegna þess að ég veit að hugur fylgir máli; þótt eg hins vegar finni til þess að ýmislegt var ofmælt. Gjafimar þakka eg einnig inni- lega að ógleymdri hinni miklu vinnu og fyrirhöfn þeirra, setni fyrir sam- kvæminu gengust. Sig. Júl. Jóhannesson. Herbergi til leigu frá 1. júní næst- komandi að 591 Sherburn Street. Sími 35909. Dr. A. B. Ingimundson verður staddur í Riverton þriðjudaginn 10. maí næstkomandi. We can arrange the financing of automobiles being purchased or re- paired, at very reasonable rates. Consult us — J. J. Swanson & Co., Ltd., 601 Paris Bldg., Winnipeg. Mr. Einar Thorkelsson, 271 Albany Street, St. James, varð 85 ára þann 1. þ. m. Eru nú liðin 60 ár síðan hann kom til þessa lands. Bjó lengi að Poplar Park. Mr. og Mrs. G. J. Oleson frá Glenboro komu tll borgarinnar á mánudaginn og fóru norður til Petersfield til þess að vera þar við jarðarför Jacks Henry. Þau héldu heimleiðis á þriðjudaginn. A meeting of the Young Peoples’ Society of the First Lutheran Church will be held in the church parlors on Monday evening, May 9th, at 8.30 o’clock. An interesting progrmame has been arranged and all young people are welcome. Til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar sjötugs Að Likna þeim, sem þörf var brýn, þú varst aldrei hálfur. Seint mun fjúka í förin þín, þó fallir í valinn sjálfur. B. S. Lindal. Gjafir til Betel í apríl 1938 Mrs. Friðrikka Sigtryggsson (Betel), í minninu um mann sinn Jóhann Sigtryggsson, $10.00; Mrs. C. O. L. Chiswell (Gimli), Oranges; Dr. og Mrs. B. J. Brandson, Oranges and Easter Candy; Ó- nefndur (Betel) $3.00; ÁLieit frá ónefndum, Ivanhoe, Minn., $5.00. Kærar þakkir frá nefndinni. /. /. Swanson, féh. 601 Paris Bldg., Wpg. Eins og hefir áður verið auglýst í íslenzku blöðunum hefir Árborgar leikflokkurinn undirbúið vinsæla íslenzka sjónleikinn “Tengda- mamma.” Flokkurinn hefir sýnt leikinn á fjórum stöðum, víðsvegar um land og hefir alstaðar verið gjörður góður rómur að honum, og hefir flokkurinn leyst hlutverk sitt vel af hendi. Á fimtudagskveldið gefst Winni- Silfurbrúðkaup að Birkinesi Síðastliðinn sunnudag áttu hin stórmerku hjón, þau Mr. og Mrs. J. B. Johnson að Birkinesi, skamt norður af Gimli, tuttugu og fimm ára hjónabands afmæli; börn þeirra hjóna liöfðu búið svo um hnútana, að atburðarins skyldi mjnst þá um daginn á heimilinu, án þess að for- eldrarnir fengi vitneskju um nokk- urn viðbúnað; þetta lánaðist þeim vel, því þau Mr. og Mrs. Johnson höfðu liallað sér á eyrað og voru steinsofandi, er þrjá fullmannaða bíla barað garði, skipaða systkinum silfurbrúðhjónanna og nánasta venzlafólki. Auk skyldmenna, voru 1 förinni Einar P. Jónsson og Miss Hildur Johnson. Er inn á heim- ilið kom, tóku gestir sér það bessa- leyfi, að syngja fullum hálsi það, er þeim bezt likaði; vöknuðu liús- bændur skjótt við glauminn og komu ofan í dagstofu; voru þá sungin tvö erindi úr brúðkaupssálminum “Hve gott og fagurt og indælt er.” Að því loknu tók Einar P. Jónsson til fnáls og ávarpaði silfurbrúðhjónin nokkrum orðum fyrir hönd barna þeirra og systkina, jafnframt þvi sem hann aíhenti þeim minjagjafir: silfurborðbúnað frá systkinum þeirra, en radio frá börnunum; voru hvorutveggja gjafirnar hinar veg- legustu; að því búnu var sungið margt íslenzkra söngva. Þakkaði silfurbrúðguminn þá með Ljúf- mannlegum orðum gjafirnar og þá sæmd, er þeim hjónum væri auð- sýnd með þessum óvænta mann- fagnaði; er hann lauk máli, kvað við lófaklapp mikið, en síðan var söng haldið áfram. Ríkmannlegar veitingar voru því næst frambornar og skorti yfir höfuð á móti þessu hvorki gleði né góðan fagnað. Þau Mr. og Mrs. Johnson skipa á mörgum sviðum öndvegi meðal Is- lendinga á Gimli og í grend. í fé- lagslífi bygðarlags síns, hafa þau jafnan tekið drjúgan forustu-þátt, og verið samhent um alt það, er til framtaks og lilessunar hefir leitt; heimili þeirra orðlagt fyrir góðvild og risnu; þau hjón eiga níu mann- vænleg börn, er öll njóta frábærrar lýðhylli. Fá býli íslendinga vestan hafs munu betur setin en Birkines- býlið, og fer það að vonum, þar sem frábært samræmi sálar og hand- ar stjórnar orði og athöfn. Góðir menn og góðar konur ganga ávalt á guðs vegum. Sllk hefir verið æfi- braut hinna góðu og göfugu hjóna á Birkinesi. peg íslendingum tækifæri til að sjá leikinn i Goodtemplaraliúsinu, 5. maí, kl. 8.30 e. h. Verð á aðgöngu- miðunum liefir verið lækkað ofan í 40 eents. Til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar Lengi sól og sælu- Sumar, girt með birtu, Skíni snildar skáldi, Skylduræknum lækni. Fjalla konan krýni Kollinn lárvið, háran, Sjötíu vetra vitran, Veikum bróður góðan. Guttormur J. Guttormsson. Til Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar WINNIPEG, MANITOBA 25. APRÍL 1938 Ættarmótið íslenzkt:— ör til söngs og ljóða. Hlýr um vetur vakir viljinn til hins góða. Mannúðar og mildi merki jafnan borið. Haldi vörð um hug þinn heiðríkjan og vorið! Vinsamlegast, Jakobína Johnson. Seattle, Wash. Silfurbrúðkaups vísur Til Þór Lifmans, sveitaroddvita í Bifröst, og frú Margrétar Lifmam, Arborg, 24. apríl 1938. Við Miðgarðsorminn eins og Ása-Þór er engn jarðarbarni hent. að glíma. En nafni hans er orðin undrastór og aðsópsmikill bæði í rúmi og tíma. Hann leysir Gordions knúta sveitar sinnar með svitadropum kjarks og djúphyggninnar. Og margt er líkt með þessum Þórum tveim; í þrekraun neinni hvorugur var væginn. Þeir börðu á tröllum út um allan heim, þó annar drykki fjöruborð á sæinn, en hinn að okkar Árinbjarnar hætti ins æðsta hófs á vegferð lífsins gætti. Með hamri Þórs og liugarstæltri sigð, er höggvið títt og skarpt til beggja handa. Hin nýja Þórsmörk, þessi fagra bygð, hún þroskast bezt í skjóli víkingsanda. Og það er meira en algengt æfintýri, að eiga Þór og Margréti við stýri. Einar P. Jónsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.