Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 5

Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 5
LÖG-BEiRG, FIMTUDAGINN 5. MAÍ, 1938 5 Gangið í skrúðfylkingu Cockshutt framfara! NOTIÐ OCKSHUTT LANDBCNAÐARÁHÖLD c The COCKSHUTT “JEWEL” G ANG- PLÓGUR Viðurkendur formgi hestar-gangplóga Vlð fljóta oft nákræma i)Ií«’síiiku á nýju cða stubbóttu landt, skarai' liinn víðkunni Cockshutt “Jervel” gangplógnr fram úr. Hin sterka st.álfírind útilokar óþarfan þunf;a ok tryggir takmarkalausa cndingu. Alemite smuming tryggir jafnframt auðveldan drátt. Það cr ánægja að vinna mcð svona vél. Er með 12 og 14 þumlunga hotnum. Til þcss að tryggja yður ávalt auðvelda plægingu, skuluð þcr skoða “Jowel” plóginn hjá Cocksliutt umhoðsmanninum. COCKSHUTT-LISTER SKILVINDA Sparar Yður Peninga Þctta cr cina rjóma skilvindan með “Stayhrite" blcttlausri stálskál. “Stayhrite” ryðgar hvorki né fær á sig hlctti, jafnvel hvaða vatn scm notað cr cða sýrucfnl. Elns auðvelt að halda hcnni hrcinni sem gleri, og skálin ávalt jafn stöðug. Engin skil- vinda aðskilur rjómann frá mjólkinni mcð mclri nákvæmni. Cockshutt-Ijister sparar yður álitlcgan skilding. Skoðið þscr hjá Oockshutt umtioðs- manninum. rOCKSHUTT ■■ PLDW CDMPANY LIMITED WINNIPEG HEGINA S ASK ATOON CAIXiARV EDMONTON þat; kvað þau ekki framvís karl ok kerlingu. Hann spurði hvat lengi svá skyldi vera. Þá kvað hún: Þrjár vit skulum þessar ok \>ó saman byggja hösvar nætr í höllu áðr heilög goð blótim þá munut mein á mínum megi, til löng of verða; heldr ertu bráðr at byrja þann, er bein hefir engi. Ok þó hún kvæði þetta, gaf Ragnarr því engan gaum ok brá á ráð sitt.” Nú líka stundir fram, ok var sam- för þeirra góð ok miklar ástir. Þeim verðr f jögurra sona auðit; þeir voru miklir menn allir ok enir fræknustu. Segir nú ekki af Áslaugu fyrr en eitt sinn, er Ragnar kemur heim úr ferð. Hafði hann sótt veizlu til Ey- steins Svíakonungs í Uppsölum, og stofnað þar til ráðahags við Ingi- björgu dóttur hans, fyrir áeggjan manna sinna, en lagt ríkt á við þá að segja engum frá þess'ari fyrir- ætlun. “Hann kemur í hásætit, ok hefir setit eigi lengi, áðr Kráka kemr í höllina fyrir Ragnarr, ok sezt í kné honum, ok leggr hendr um háls honum ok spyrr: Hvat er tið- inda? En hann kveðst engi kunna at segja. Ok er áleið kveldit, taka menn til drykkju, ok síðan fara menn til svefns. Ok er þau koma í eina rekkju Ragnarr ok Kráka, spyrr hún hann enn tíðinda; en hann kve.ðst engi vita. Nú vill hún hjala margt; en hann kvaðst vera ryfjaðr mjög ok farmóðr. Nú mun ek segja þér tíðindi, segir hún, ef þú vilt mér engi segja. Hann spyrr, hver þau væri. Þat kalla ek tíðindi, segir hún, ef konungi er heitit konu, en þat er þó sumra manna mál, at hann eigi sér aðra áðr. Hverr sagði þér þettai? segir Ragnarr. En hún segir honum, að fuglar tveir hafi sagt sér, biður hann að hætta við að eiga dóttur Eysteins konungs og segir honum nú alla söguna um ætt sína og uppruna. “Þá svarar Ragnairr: Þessum, mun ek við bregða Áslaugar órunum, er. þú mælir. Hún svarar: Þú veizt at eg em eigi heill maðr, ok mun þat vera svein- bam, er ek geng með, en á þeim sveini mun vera þat mark, at svá mun þykkja, sem ormr liggi um auga sveininum; ok ef þettaj gengr eftir, bið ek þess, at þú komir eigi til Svíþjóðar þeirrar tíðar, at þú fáir dóttur Eysteins konungs, en ef þetta rýfst, far þú með sem þú vilt, en ek vi 1 at sá sveinn sé heitinn eftir feðr mínum, ef í hans auga er þetta frægðarmark, sem ek ætla at vera muni.” Þetta kom alt fram, og var því þá lokið, að hann mundi til Svíþjóð- ar fara. En synir Ragnars, stjúp- synir Ásiaugar, Eirikr og Agnarr fara herferð móti Eysteini konungi. Féll Agnar, en Eiríkr varð hand- tekinn og kaus sér að deyja á spjóts- oddum, en sendir hring sinn til Ás- laugar. Fara sendimenn til hennar og færa henni hringinn og vísu þá er Eirikr hafði kveðið. “Nú sjá þeir at hún feldi tár, en þat var sem blóð væri álits, en hart sem hagl- korn; þat hafði engi maðr sét, at hún hefði tárfelt, hvárki áðr né síðan.” Eggjar hún nú sonu sína til hefnda og svo ríkt gengur hún eftir hefndinni, að hún fer sjálf með í leiðangurinn, stjórnar hersveit og kallast þá Randalín. Þegar Ragnar ætlar að keppa við frægð sona sinna með því að taka England með liði því, er kæmist á tveim knörrum, sér Áslaug veiluna í fyrirætlan hans og bendir á hana; “ok er hann var búinn, leiddi hún hann til skijm; ok áðr þaiu skiljast, kveðst hún mundu launa honum serk þann, er hann hafði gefit henni. Hann spyrr, með hverjum hætti þat væri; en hún kvað visu: Þér ann ek serk enn síða ok saumaðan hvergi, við heilan hug ofinn úr hársíma gránu; mun eigi ben blæða né bíta þik eggjar i heilagri hjúpu; var hún þeim goðum signuð. Hann segir, at hann vill þessi ráð þiggja. En þá er þau skildust, var ‘auðsætt, at henni þótti mikit fyrir þeirra skilnaði.” + 4- + Þetta eru helztu myndirnar af Ás- laugu, er geymst hafa í orðum sög- unnar. Og þær eru vel þess verðar að vér festum þær í huga. Áslaug er hin ættgöfga kona, er ljómar í meðfæddri tign og fegurð, jafnt í tötrum fátæktarinnar sem í drotn- ingarskrúð'anum. Flarpan var vagga hennar. Sál hennar var frá upphafi stilt við silfurhljóma hörpunnar. Þess vegna er heiðríkt um hana og samræmi og jafnvægi í öllu hennar fari. Af eðlistilvisun sinni kunni hún að þræða hinn hála meðaJveg —vera hvorki klædd né óklædd, hvorki mett né ómett og fara eigi ein saman, þó að engi maður fylgdi. Á öllum öldunr hafa konur reynt að leysa þá þraut, að vera hvorki klæddair né óklæddar, að dylja og sýna í senn. Karlmaður þykist eiga sjónarvætt í hverri konu, er hann lítur. Klæðin gera þessa sjónar- vætt efasama, í skjóli þeirra hefir dafnað sjálfræði konunnar um það, hvað hún sýndi og hvað hún duldi, hvað hún gaf og hvers hún synjaði. Æðsta listin, hér sem annarsstaðar, ermundanshófið milli tveggja öfga. Að vera hvorki mett né ómett er og ímynd þess hófs, er hddur hvötun- um í lifandi jafnvægi, forðast jafnt of sem van. Og að fara ekki ein saman, þó að engi maður fylgi, er að eiga eitthvað í fari sínu, er bít- ur frá sér, þann sem gerist of nær- göngull. Jafnvægið og festan í eðli Áslaugar heldur ástríðum hins ó- fyrirleitna víkings í skefjum, “líkt og barnið teymi ljónið.” Hún ræð- ur þvi, en hann ekki, hvenær htin fari með honum, og að samfarir þeirra biði brúðkaupsins — “ok þykki mér þat tnín virðing, sem ok þín ok okkarra erfingja, ef við eig- um nokkura,” segir hún. Hún hugs- ar lengra en til liðandi stundar. Þegar Ragnar síðar festir sér Ingibjörgu konungsdóttur, af því að hann hyggur enn, að Áslaug sé dótt- ir karls og kerlingar á Spangareiði og sér því ekki samboðin, verður hún ekki uppnæm. Hún ávítar hann ekki. Hún telur honum raunar rétt að hafna sér og taka konungsdótt- urina, ef hún geti ekki sannað hon- um, að sín ætt sé betri. Hún biður hann aðeins að bíða eftir sönnuninni — frægðarmerkinu i auga sonarins, er hún gengur með. Ást og traust stjúpsona hennar sjáum vér á því, að þeir taka upp þykkjuna fyrir hana og fara með her á hendur Ey- steini konungi, en Eiríkur sendir henni hring sinn á deyjanda degi. Hann treystir henni bezt til eftir- málsins, enda brezt hún eigi traust- inu. Hún fer sjálf með hernum. Serkurinn, sem hún gefur Ragnari að lokum og engin vopn né nöðrur bíta á, er ævarandi ímynd þeirrar varnar, sem ást göfugrar konu er hverjum mauni í baráttu lífsins. Skáldið, sem orti “Krákumál” lætur Ragnar i ormagarðinum hugga sig með þessum orðurn: Móðernis fekk mínum mögutn, svát hjörtu dugðu. Traustið á börnunum hvílir á traustinu til móður þeirra. Margir forfeður vorir töldu ættir sínar til Ragnars loðbrókar og Ás- laugar. Um sannindi þeirrar ætt- færslu skal eg ekki ræða. En hitt þeld eg, að Áslaugareðlið lifi enn hjá mörgum íslenzkum konum viðs- vegar um land, og eg skal enda þessi orð með þeirri ósk, að sem flestar konur og meyjar á landi hér megi jafnan sverjast í þá ættina. —Lesb. Morgunbl. Ræða flutt á sjötugsafmœli Dr. Sig. Júl. Jóhannessonar 25. apríl, 1938 - + + + Forseti, heiðursgestir, og háttvirtu tilheyrendur :— Mér hefir verið falið að minnast starfsemi læknisins i þarfir bind- indisins. Mér er það mjög ljúft, þó eg finni minn vanmátt til þess, að geta gjört það eins vel eins og hann á skilið, því þar hefir hann lagt fram alla sína krafta óskifta. Frá þeim tim£ að hann gekk í Regluna 1897. Þá gjörðist hann meðlimur stúkunn- ar “Hlin” í Reykjavík. í þá stúku. um það leyti, gengu þeir Sigurbjörn Gíslason, séra Haraldur Níelsson, séra Friðrik Hallgrímsson, prófessor Sigurður Sivertsen, þá allir ungir Imenn og fróðir. Þangað kom líka ungfrú Ólafía Jóhannsdóttir, mælsk- asta kona á landinu. Þau Sigurður Júlíus Jóhannesson unnu þar saman af kappi, að safna meðlimum, og varð aðsókn að Reglunni svo mikil um tima, að meira en hundrað (100) manns gengu inn á hverjum mánuði, Fundirnir urðu svo fjölmennir, að húsið rúmaði ekki fólkið sem sótti þá. Næsta ár varð að kljúfa stúk- urnar og stofna aðrar nýjar; mest fyrir dugnað þeirra Ólafíu og Sig*- urðar. En þeim fanst báðum að verkahringurinn vera of smár, svo þau fóru bæði af landi burt. Ólafía •með sitt tárhreina hvíta band, aust- ur; en Sigurður, eins og flestir ungir menn á þeim tímum, vestur. “Go west, young man. Endurminn- ingarnar af þeirra starfi lifa enn heima. Og margoft hefi eg heyrt Sigurðar getið þar sem eins þess duglegasta bindindismanns sem þar hafi verið um slóðir. Svo var vesturhugurinn sterkur, að hann lagði á stað aleinn síns liðs, frá íslandi til Winnipeg. Mun hann hafa haft heldur lítið til að leggja með sér, en nógan viljakraft. Og að dæma eftir vísu, sem hann orti á hafinu, þá hefir víst stundum verið erfitt ferðalagið. Visan er svona: Furðu strembin fundust mér fyrrum Homers kvæði; en þúsund sinnum þyngri er þessi kaðla-fræði. En þótt hans hendur væru sárar undan köðlunum, þá samt spurði hann: Hvar er verk til að vinna? Sjá manninn, sem þreyttur og þyrst- ur er þrotinn að kröftum—ver fyrstur á lifandi lífsstraumi’ að brynna. Þar er verk til að vinna. Svo virínur Sigurður sig alla leið til Winnipeg. Þegar hingað kom, tók hann strax til starfa við bindindi; gekk í stúk- una Skuld. ÞaÖ var um aldamótin sem hann gekk í stúkuna. Og óðara var hann farinn að vinna að því að fjölga meðlimum; hleypti þvi kappi i báðar stúkurnar, og lifi, að það gekk margt inn á hverjum fundi. í byrjun ársins 1900, var húsbygg- ingarmálið tekið fyrir; var það mik- ið rætt, og áætlun gjörð hvað þyrfti mikið til þess að hægt væri að koma- því í verk, og var sú áætlun 15,5°° dollarar. En þar sem. engir peningar voru í sjóði, þá var því frestað, og farið að safna í byggingarsjóð. Tók Sigurður sinn fulla skerf í því verki að safna fé. í byrjun ársins 1903 var byggingarnefnd kosin, sameig- inlega frá báðum stúkunum, Heklu og Skuld, og þá var keypt lóð á Young St., fyrir 1700 dali. Eg veit að Sigurður átti drjúgan þátt í því að það tókst, því hann bæði hélt málinu við, og safnaði fé, til þess. Á þessum árum gaf Sigurður út blað, sem útbreiddi bindindi með miklum krafti, blaðið Dagksrá II, (1902). Það er enginn efi á því, að þau áhrif sem það bíað hafði á atkvæði íslendinga við þær vin- bannskosningar, sem þá fóru í hönd, voru mikil. 1905 var lóðin á Young St. seld fyrir $2,4<X), yfir $900 ( hreinan á- góða, og keypt lóðin á McGee fyrir $1,225, °S svo faó® að byggja næsta vor. En þá var Sigurður kominn til Chicago, og gat því ekki tekið þátt i því, þó hann að réttu væri frumkvöðull þess. Og mun það hafa glatt hann mikið, að frétta um fram- farirnar hjá bræðrum sínum og systrum í Winnipeg, því þangað stefndu framtíðarvonirnar. En þegar hann kemur til baka, og er búinn að ná doktors nafninu, þá sezt hann að vestur í Saskatchewan, og þar fer hann að vinna að því að stofna stúkur, og koma upp sam- komuhúsi. Og eins seinna i Lundar endurreisir hann stúkuna “Fram- þrá”, og svo þar á milli skrifar hann um bindindi í vikublöðin. En eitt er það, sem. aldrei deyr, af því sem Dr. Sigurður Július Jó- hannesosn hefir gjört fyrir bind- indismálið, fyrir utan allar ræður og greinar, sem hann hefir skrifað, það eru kvæðin, sem hann hefir ort og þ’tt, um áhrif vinandans á þjóðirnar. Eg ætla að gefa ykkur aðeins byrjun á fáeinum, til hvatn- ingar lesturs þeirra: VINSALINN HLÆR (Ort) Hún situr inni, konan, sem skortir björg og brauð, af bágindum og sorgum og hungri nærri dauð; af manni sinum þjökuð, sem þó er henni kær, —en þingmaðurinn drekkur og vínsalinn hlær. SÖNGUR DRYKKJUMANNS- KONUNNAR (Þýtt) Eg með honum lagði á brautu bjarta en bráðlega dró upp sorgaský ; eg gaf honum bæði hönd og hjarta, en hann hefir alveg glatað því. Hér má eg lifa æfi alla, þar aldrei nokkur geisli skín, af harmi loks og hungri falla— en hvað ætli verði’ um börnin mín? BARNID VIÐ DYRNAR A VÍNSÖLUKRANNI ( Þýtt) Ó, pabbi minn kæri, æ komdu með mér heim ! DRAMA WEEK! ALL-CANADA FINALS OF THE Dominion Drama Festival Sixteen Plays by Groups from Every Province in the Dominion! The Finest Dramatic Talent in Canada in a Unique Feast of Theatre! Box Office Opens May 9th, but ADVANCE SALE COUPONS, re- deemable for Reserved Seats NOW, are obtainable at: HUDSON’S BAY COMPANY (Information Bureau) + MOORE’S RESTAURANT + FESTIVAL OFFICE (702 McArthur Bldg;.) + + + Admission 25c to $1.00 Saturday 50c to $1.50 + + + Walker Theatre May 1 6th to 21st sko, klukkan er senn orðin eitt! Þú lofaðir í morgun að koma snemma í kveld, á knæpunni’ að tefja’ ekki neitt. VITNISBURDUR GAMALS DRYKKJU MA NNS Döpur augu, hár á höfði grá, horfin gleði, flúið æskubrosið; sálar minnar hjarta, er hætt að slá, harðnað, stirðnað, kalið, dautt og frosið. HEILRÆÐI Ef þú vilt að æfin þín öll í hunda fari, á hverjum degi drektu vín, dýrum vitlausari. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson hefir fylt flest öll embætti i Reglunni, alla leið upp í Stórtemplars sætið, og sýnt þar sömu elju og dugnað, eins og á öðrum sviðum í lífinu. T. d. sá eg hann einu sinni á skrif- stofunni, þegar hann var ritstjóri, halda áfram að skrifa, þó maður kæmi inn til hams, og væri að tala við hann. Svo eftir að maðurinn var farinn^ þá skrifaði ritstjórinn allar fréttirnar, sem hinn hafði sagt honum, Það eru ekki margir, sem geta leikið þá list. Framh. á bls. 8 ENJAY'mRKH nuityfuvor 0F HOME GROWN CELERY Golden Supreme The new, outstand- ing variety bred by Ferry-Morse and of- fered for the first time. A main crop variety for use wher- ever a larger Dwarf Golden SeK-Blanch- inM is wanted. Many buyers who watched it grrow to maturity, harvested and packed, pronounced it prac- tically perfect. Poatpaid: Pkt. (1/16-oz.) 15c; 2 pkts. 25c; V2-oz. $1.10; 1 oz. $2.00. 23 New Varieties of Vegetables, grown on our own Seed Testing: Plant Breeding: Farm, re- ceived the Market Gardeners’ Award of Merlt 1936. McFayden’s Seed List also contalna the All '‘American Flower Awards. Keep your carden up to date. MvFAY DLN J; s 0 » asiKPackti SEEDS Cr-u5‘-4‘Pkl. In addition to the newest varletles, not yet in full production and necessarily sold at higrher prices McFayden’s Seed Company offer their regrular stocks, tried and tested on their own Piant Breediny and Seed Testin* Farm, at 3c to 4c per packet postpaid. Bi* oversize packets, too. Every packet dated day packed and guaranteed to full amount of purchase price. Individual cultural direc- tions, for Canadian conditlons, on every packet. BUY YOUR SEEDS DIRECT—It is lmpos- •ible for us to give in any Commlssion Cabinet the wide assortment to choose from found in our Seed List, contalninc 281 varie- ties of vegretahles and over 500 varleties of flowers. IF—McFayden Seeds were sent out to Stores in Commission Boxes, we would prob- ably have a lot of seed on our hands at the end of the season. If this seed was thrown away it would be a total loss, and we would have to charge more for our seeds, or put less seed in a packet to make up for It. If, on the other hand, we dld not throw it away, but kept it over and sent it out ln packages agrain, the tendency would be for us to accumulate a lot of old seed. We, therefore, sell direct to you only—NOT througrh Commission Boxes — TESTED SEED8, and glve you the benefit of the sav- ingrs made in this way. Ten regrular, full-size 6c and lOc packets. 15c postpaid, and you get the 26c back on your flrst o’rder of $2.00 or more by means of a refund coupon grood for 25c sent with this collection. Money order preferred to coin or stamps. Makes a nice grift. Costs so llttle. Grows so much. Order NOW. You wlll need seeds anyway. McFayden’s Seeds have been the foundation of grood gardens since 1910. Collection contains one regular full size packet each of the followingr: _rrT, Dotroit Dark Red. The best all DLL round Red Beet. Sufficlent seed for 25 ft. of row . CARR0TS— Half Fongr Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 60 ft. of row. CUCUMBER LETTUCE— Early Fortune. Pickles, ■w sweet or sour, add zest to any meal. Sufficient for 25 ft. of row. Grand Rapids. Loose Deaf varlety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONION— Yellow Glohe Danvers. A splen- '"'lll'“*11 did winter keeper. 0NI0N— Whlte Portugral. A popular white onion for cooklng or pickles. Packet will sow 15 to 20 ft. of drill. Half I-ongr Guernsey. Suf- RSNIP— íic,ent to sow 40 to 50 ft- of drill. Frencli Breakfast. C o o 1, niQU____ crisp, quick-growing varlety. Ul^fl This packet will sow 25 to 30 ft. of drill. White Summer Table. Early, PNfP«w quick-growing. Packet will 1X1111 sow 25 to 30 ft. öf drill. ___ Canadian Gem. ’á- TIIDWID______ G $200£?Cash Prizesí in our Wheat Estimating Contest, open to our customers. 54 prizes. Full particulars m McFayden’s Seed List, sent with above seed collection, or on request. FREE—CIíp this advertisement and get Large Packet Beautiful Flowers FREE (L.) Worth-While Savings on Club Orders descrihed in Seed List. McFAYDEN SEED CO. WINNIPEG - TÖRONTO

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.