Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 5. MAf, 1938 3 Ferðamaðurinn: Mig minnir að hann liefði ekkert sverð, en óskaði að hann hefði það. Stúdentinn (vandræðalegur) : Já, J>að er alveg rétt. Þetta er sverðið, sem hann óskaði að hann hefði. ÓVÆNT SVAR Kennarinn: Hvaða efni er í skónum þínum? Pétur: það er skinn. Kennarinn: Af hvaða dýri er það ? Pétur: Nauti. Kennarinn: Hvaða skepnu er það þá að þakka, að þú hefir fengið skóna ? Pétur ; Honum pabba mínum. EYRAÐ FJARLÆGA Förumaður: Gefið fátækum förumanni ofurlítinn niunntóhaks- spotta. Kaupmðaur: Hvað viljið þér hafa hann langan: Förumaður: Svo að hann nái milli eyrna minna. Kaupmaður: Já, ekki má það niinna vera. Lofið þér mér að mæla. Förumaður: Það er nú ekki nlaupið að því. Hér er hægra eyr- að á sínum stað, en hitt var tekið af mér í Englandi í vetur og þar er það nú geymt. En af því að eg býst ekki við, að þér hafið svo mikið af tóbaki, að það nái þangað, þá skal eg láta mér nægja það sem þér hafið til í verzluninni. “HÉR MA EKKI BERJA!” Þessi orð-skrifaði barnakennari nokkur á húsdyr sínar, af því að skóladrengirnir höfðu tekið upp þann ósið að drepa á húsdyr hans, er þeir gengu framhjá, þótt þeir ættu ekkert erindi. — Næsta dag eftir að auglýsingin var fest upp, var enn barið á dyr. Kennarinn hljóp út í dyrnar og sá einn af lærisveinum sínum hverf afyrir húshorn. Hugs- aði hann honum þá þegjandi þörf- ina daginn eftir, er þeir hittust í skólanum. Þegar þangað kom, kall- aði kennarinn hinn seka fyrir sig fram á gólfið, lagði hann á kné sér, reiddi spanskreyrinn og ætlaði að framkvæma hegninguna. En alt í einu lét hann prikið síga, slepti drengnum og reyndi að halda niðri í sér hlátrinum. Orsök þessa var sú, að drengurinn hafði fest miða aftan á buxurnar sinar með þessum orðum árituðum: “Hér má ekki berja.” HLÆGILEG HUGMYND Prestur nokkur hitti dreng, sem Magnús hét, á förnum vegi. —Hvernig líður þér núna, Magn- ús minn? spurði prestur. —Illa, svaraði Magnús. — Allir fara með mig eins og seppa. Bf einhver þarf að láta sgekja eitthvað eða gera, þá er strax kallað á mig, svo að eg hefi aldrei frið eða hvíld- arstund. Prestur vildi hughreysta hann og sagði: — Láttu ekki hugfallast, Magnús minn. Þú veizt, að þessi jörð er mæðudalur og hér er aldrei friðar að vænta. En sú kemur tíð- in, að þér verður endurgoldin þessi mæða tneð ævarandi friði í himna- ríki. Mganús hristi höfuðið og sagði: —Það held eg nú að seint rætist, prestur minn. Undir eins og menn sjá mig þar, kallar hver sem betur getur: Kveiktu á sólinni, Mangi! Mokaðu frá tunglinu, Mangi! Taktu skarið af stjörnunum, Mangi! Gerðu þrumur og eldingar, Mangi! Híeyptu út stormunum, Mangi! Smalaðu saman skýjunum, Mangi! Láttu rigna yfir jörðina, Mangi! Og svona munu þeir halda áfram. Nei, þá vil eg heldur vera kyr hérna. HRÆÐIST ADEINS EITT! Símon (nýkominn úr siglingu), mætir kunningja sínum á götu) :— í þessari ferð hefi eg unnið mörg lireystiverk. Eg hefi drepið krókó- dil j Egyptalandi, ljón i Arabiu og hgrisdýr á Indlandi, svo að nú hræð- lst eg ekki nokkra skepnu í víðri veröld og — en þarna ketnur skó- arinn, sem eg skulda! Æ>, góði, l.ofaðu mér að skjótast inn í húsið Mtt, svo að hann sjái mig ekki. ÞAÐ ER LISTIN!” Drykkjumaður:—Heyrðu, dreng- ur minn ! Kauptu vín á þessa flösku fyrir mig og vertu nú fljótur! Drengurinn: — Já, eg skal gera það, en hvar eru peningarnir? Drykkjumaðurinn: — Pening- arnir? Það geta allir, sem hafa peninga, keypt á flösku. En að kaupa á flösku peningalaust — það er listin! Drengurinn: — Jæja> eg ska! reyna það. (Fer). Drykkjumiiðurinn (einn) :—Ha, ha, ha! Nú fæ eg þó einu sinni á flöskuna fyrir lítið. En bíðum við. Þar ketnur drengsi aftur. Drengurinn (kentur nteð flösk- una) : Gerðu svo vel. Drektu nú. Drykkjumaðurinn: — Hvað á eg a,ð drekka? Flaskan er tóm. Drengurinn: — Það geta allir drukkið úr flösku, sem eitthvað er í, en að drekka úr tóniri flösku — það er listin! ILLA AD S£R I LANDAFRÆÐI Hansen (á götu í Khöfn.) : — Góðan daginn, Jensen. Eg sant- gleðst þér yfir því, að hann bróðir þinn hefir fengið embættið a Græn- Landi. Jensen:—Eg þakka þér fyrir það. En það er ekki á Grænlandi, heldur á íslandi. Hansen: — Jæja, það gerir nú minst til. Eg vissi, að það var i einhverri af Færeyjitnum. VONT VERSNAÐI Ari: — Eg er í vandræðum með konuna mína. Hún er svo hrædd við alt, að hún vekur mig alt af á nóttunni, ef hún heyrir hinn minsta hávaða í kringum húsið. Nú hefi eg sagt henni, að innbrotsþjófar séu ákáflega varkárir og forðist að gena nokkurn hávaða. Bjarni: — Nú, og þetta hefir dugað. Ari: — Nei, nei, blessaður vertu. Við það versnaði hún um allan helming, því að nú vekur hún mig altaf þegar hún lteyrir ekkert, og segir að nú séu víst þjófar á ferð- inni. MEIRI LAUN ! — MINNI VINNA! Vinnumaður; — Eg verð að krefjast þess. húsbóndi góður, að fá dálitla launahækkun hjá yður. Húsbóndinn : — Já, það getið þér fengið. Vinnumaðurinn : — Og svo þyrfti eg að fá styttan vinnuthmnn. Húsbóndinn: — Hvers vegna? Vinnumaðurinn: — Til þess að eg hafi nógan tíma til að eyða öllum laununum. “EG HLÓ EKKI” Sigga: — Þegar við vorum að fara heim úr skólanum i dag, þá datt lítil stúlka ofan i stóran forar- poll og setti blett á svuntuna sína. Þ'á hlógu öll hin börnin, en eg hló ekki. Móðirin: — Það var rétt af þér, Sigga mín. Maður á aldrei að gleðj- ast af óförum annara. En hver var stúlkan, sem datt í pollinn? Sigga: — Það — það var — eg. ÖSKILJANLEGT Jón litli: — Mamma! Eta ekki stóru fiskarnir í sjónum litlu fisk- ana, eins og þá, sem eru í niður- suðu-dósunum ? Móðirin: — Jú, það gera þeir sjálfsagt. Jón (eftir litla þögn) :—Mamma! llvernig geta stóru fiskarnir opnað dósirnar ? —Alþýðublaðið. Fagnið sumri Eftir Sigurð Baldvinsson Það er sumardagurinn fyrsti i dag, og er dýrðlegur; heiðríkt veð- ur og himinn Llár, sólskin og sunn- an andvari; veturinn kvaddi oss í gær með snjóhríð allan daginn, en vægu frosti, eins og til að sýna oss mátt sinn og vald á veðráttufari; en þessi síðasti vetur hefir verið sá lang veðurblíðasti vetur, sem eg liefi lifað, síðan eg kom til þessa lands um næstliðin aldamót, og magir hér í grend viðurkenna það. En þó það sé sumardagurinn fyrsti í dag, er rnjög lítið um lrá- tíðahöld hér; samt ætlar unga fólk- ið að skemta sér dálitla stund við dans og söng í kvöld. Sumir vita þó varla af því að þetta sé hátíðis- dagur á Islandi, og ekki er bundinn við þennan dag eins mikill fögnuður í huga fólks, eins og forðum á ís- landi og sakna eg þess mikið, því veturinn er jafnharður yfirleitt i þessu fylki eins og hann var á Fróni, og alveg eins mikil ástæða til að fagna sumri hér, eins og þar, því allir, sem lifa á jarðyrkju, eiga alla afkomu sina undir þvi hvernig sumarið er, og því einmitt þessi tími hinn hentugasti til að skipuleggja öll sín áform til bjargræðis á árinu. Veturinn er nálega eingöngu eyðslu- tími bænda og verkalýðs, og víðast hvar eru það fátækustu löndin, sem hafa vetrarríki mikið, en auðugust lönd þar sem vetrartið er mild, eins og til að mynda i Englandi, Frakk- landi, ítalíu og Þýzkalandi, o. s. frv., en i hitabelti lmattar vors er þetta með nokkuð öðrum hætti, því þar er veturinn rigningatíminn, svö alt grænkar og grær, og gefur uppskeru á vorin, en jörðin skrælnar af þurki á sumrin; þeir hafa því ekki ástæðu til að fagna sumri á sama hátt og við á kuldabelti hnattarins. Það er sitt hvað vorhugur og hausthugur; æskumaðurinn með alt sitt verksvið og vonir fyrir framan sig verður eðlilega hrifinn af vorinu, þegar alt er að lifna og grænka, eftir langan vetrardvala, hann byggir alla sina loftkastala á vorin, sem verða svo að veruleika, ef kapp og forsjá fylg- ir hönd og huga. Skáldin íslenzku kunnu lika að lýsa vorinu: Vorið kemur, kvaka fuglar, kvistir grænka, sunna hlær, isinn þiðnar, elfur dansa ofan þar til dunar sær. Rósin gegnum reifar brosir, rjóð og hýr um Freyju kinn, og í brjósti virða vekur vorið sælan unað sinn. —M. Jochumsson. Vorið er komið og grundirnar gróa gilin og lækirnir fossa af brún; syngur í runni og senn kemur lóa svanur á tjarnir og þröstur í tún. Nú tekur hýrna um hólma og sker, hreiðrar sig blikinn og æðurin fer. j Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala, hóar þar smalinn og rekur á ból, lömbin sér una um blómgaða bala og börnin sér leika að skeljum á hól. Margt mælir með þvi að sumar- dagur fyrsti væri útvalinn hátíðis- dagur á vori, enda voru Þingeying- ar og Eyfirðingar farnir að halda sveitafagnað þann dag, löngu fyrir síðustu aldamót. Var eg á nokkrum þeim hátiðum; voru þar sungin mörg fögur kvæði, háð bændaglíma, drukkið og dansað, og fór prýðilega fram, þó margir hefðu með sér eina flösku af brennivíni og drykkju í mesta bróðerni. Er mér minni- stætt hvað létt var að stíga valsinn með dömunni, þegar eg hafði feng- ið mér gott staup af brennivini; en stúlkur drukku varla eitt einasta staup þar í sveit, af áfengi, en ofur- lítið var keypt af messuvíni handa þeim í kauptíðinni. Við fengum kannske góðan koss, ef við trakter- uðum á góðu víni. “Paris er altaf einnar messu virði,’’ sagði Hinrik fjórði. Á sumarmálum var nótt orðin björt á íslandi, svo ef góð var tíð, var sumardagurinn fyrsti dýrðar- dagur. Páskar, uppstigningardagnr og hvítasunna eru aðeins kirkjuhátíð- ardagar, sem enginn má neitt skemta sér á, svo bændur og verkalýður hefir ekkert gagn eða gaman af þeim, þó þeir geti náttúrlega hlýtt messu, en þjóðlegir hátíðisdagar eru þeir ekki. Um jólin er öðru máli að gegna; þau voru fornhátíð á Norðurlönd- um, löngu áður en kristni kom þar. Þau voru í sambandi við miðsvetr- arblót. og stóðu yfir í fulla viku, svo menn höfðu góðan tima til að skemta sér og öðrum, og njóta veislunnar, sem ætið var haldin þá, bæði hjá ríkum og fátækum; við höfum af því margar góðar frá- sagnir. Lítið á veizluföngin hjá Angantý jarli: Ey furublys þar brakar, sem bjórinn sigrar drótt, en áterkir silfurstjakar þar styttu dimma nótt. Og steiktur heill við horfði þar hjörtur kátri sjót, með búin liorn á borði, og beygði gyltan fót. (til hlaups búinn). En nú þykjast rnenn góðir, ef þeir hafa hauslausan hana á borðum á jólunum, og fyrirboðið að drekka áfengi í veizlum, af okkar hugul- sömu stjórn. Þetta eru nú framfarirnar! enda fer margt eftir því sem að höfð- ingsskap snertir, því fólk er jafn- vel hætt að halda vinum sinum veislu er það giftir sig, og tel eg það stórhneyksli af norrænum þjóðum, en apað eftir enskum múgi. Nú vildi eg gjöra þá tillögu, að íslendingar taki fyrstir allra nor- rænna þjóða upp þann sið að halda hátíðlegan sumardaginn fyrsta, en ekki helgan, og skemti sér sem bezt þeir geta þann dag. Svo i. dag á miðju sumri, haustblót í október óg jól í átta daga, nefnilega til nýárs- dagskvölds, kveðja þá gamla árið og fagna því nýja. Hvernig lýst ykkur á? Svo óska eg öllurn gleðilegs sum- ars. — S. B. \ I THOSE WHOM WE SERVE | IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING H AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS H BECA USE— | OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- = ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF §§ THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. = | COLUMBIA PRESS LIMITED | 695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 = Business and Professional Cards PIIYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Dr. P. H. T. Thorlakson Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 205 Medical Arts Bldg. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Cor. Graham & Kennedy Phone 22 866 ViÖtalstimi — 11 til 1 og 2 til 6 Res. 114 GRENFELL BLVD. Skrifstofusimi — 22 261 Heimili — 401 991 Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViStalstími 3-5 e. h. 213 SHERBURN ST. Sími 30 877 DR. A. V. JOHNSON Tannlæknir 212 Curry Blds„ Winnipeg (Gegnt pósthúsinu) Sími: 96 210 - Heimils: 28 086 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrceBingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 Dndal, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. liindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: .125 MAIN STREET BUSINESS CARDS PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 VVe Deliver A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaCur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsimi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEO Fasteignasalar. Leigja hús. ttt- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaBur < m-iBbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yfir; meB baCklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiCir 40c—60c Free Parking for Cfuests m J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrceðingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94668 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar' 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.