Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 6
6
LÖGBBRG, FIMTUDAGINM 5. MAÍ, 1938
I í
| Eftir
SKUGGINN—
GEORGE OWEN BAXTER
I.
Örlagaríkt rnót.
Hvernig Sylvia Rann gat valið sér fyrir
hetju mann eins og Skuggann, var ráðgáta
hverjum einum, sem gat ekld lesið í dökku
augunum hennar þrána eftir því að lifa eitt-
hvað æfintýralegt, eitthvað rómantískt, eitt-
hvað af því, sem unga stúlku, fæddri og upp-
aldri í afskektu fjallahéraði, getur dreymt
um. Löngu áður en hún hitti hann, fékk hún
ávalt hjartslátt, þegar hún heyrði nafn hans
nefnt. og frá-þeirri stundu, sem hún hafði séð
hann og talað við hann, var friðnum í huga
hennar lokið.
Kvöld eitt kom hún ríðandi eftir ein-
manalegum vegaslóða, sem lá með fram skóg-
inum og að húsi uppeldisforeldra hennar, og
þar hélt hann kyrru' fyrir á hesti sínum, að
hálfu leyti hulinn af myrkrinu undir skógar-
jaðrinum, rólegur, bíðandi, óbilandi — eins
og örlaganornin. Hún þekti hann undir eins,
þó að hann hefði aldrei borið fvrir augu
hennar. Eðlishyötin sagði henni, að þetta
væri liann — Skugginn.
Lað er aðeins einn maður, sem nefndur
var þessu nafni, og menn nefndu það, eins og
þegar menn nefna djöfulinn. Því að ekki var
til sá glæpur, alt frá morðum að járnbrautar-
ránum, sem Skugginn fekst ekki við og framV
kvæmdi með snilli afburðamannsins. Og að-
ferðir hans voru þannig, að lögin höfðu enn
þá aldrei fengið tækifæri til að gera upp
reikningana við hann. Hann hafði enga í vit-
órði með sér, .sem hægt væri að nota sem
millilið til þgss að ná sér niðri á honum. Enga
félaga. Hann vann ávalt einsamall og upp
á eigin spýtur. Verksummerkin, sem hann
skildi eftir sig, voru alt'af verksummerki ein-
staks manns. Þar að auki var ekki til sá mað-
ur, sem séð hafði hann ógrímuklæddan. Menn
gátu því ekki haldið sig við annað, en hinar
óteljandi, innbyrðis ósamhljóða lýsingar ó
honum, sem gengu ljósum logum um héraðið.
Sumir sögðu, að hann væri grannvaxinn, aðr-
ir, að hann væri þrekinn. £umir héldu því
fram, að hann væri risi að vexti — en hið
eina, sem menn vissu um hann með vissu, var
það, að hann reið alt af svartdröfnóttum,
dökkbrúnum hesti.
Sylvia lét hest sinn undir eins nema
staðar. Ilún sneri andlitinu að manninum
inni í myrkrinu. Hún fann ekki til ótta.
Sylvía Rann var fífldjörf að eðlisfari, og
hún elskaði hið æfintýralega. Hverskonar
verknaðir það voru, sem þessi maður gerði
sig sekan um, gerði hún sér fulla grein fyrir.
Hún sjá aðeins áræðið við það og dáðist að
snilli hans og hinu ótrúlega hugviti og snar-
ræði, sem ávalt bjargaði honum jafnvel úr
klípum, sem öðrum mönnum fanst engin leið
að komast út úr. Það voru þessir eiginleikar
hjá honum, sem gert höfðu liann að hetju í
draumaríki hennar.
Nú sá hún hann ljóslifandi fyrir augum
sér, og eitt andartak fanst henni eins og
hjartað ætlaði að hætta að slá í brjósti henn-
ar. Hún sagði ekkert, og hún fann það frem-
ur en sá, að hann nálgaðist hana. Enda hún
gæti ekki séð andlit hans vegna barðastóra
hattsins, sem liann hafði dregið niður á ennið,
hafði liún það greinilega á tilfinnngunni, að
tvó livöss og aðgætin augu virtu hana fyrir
sér og vektu yfir hverri hreyfingu hennar.
Hann var nú kominn fast að henni og
staðnæmdist enn á ný án þess þó að varna
lienni vegarins. Hún kiptist við, þegar hann
tók til máls.
“Það er hættulegt fyrir unga og fallega
stúlku að vera svo seint á ferð, Miss Rann. ”
Ef hún hefir undrast yfir því að heyra
nafn sitt nefnt, þá hefir hún gleymt því vegna
hljómfallsins í rödd hans. Hún vissi ekki,
hvort það var hæverskt eða háðslegt.
“ Eg er ekki á ferðinni án verndar,”
sagði hún rólega og lagði hendina á skeftið á
skammbyssunni, sem hékk við belti hennar.
Hún sá ekki, að hann brosti, en hana
grunaði það fastlega.
“ Þá vernd hafði Sam Gi'tt einnig,” sagði
hann. “Hún kom honum samt ekki að miklu
haldi.”
Sylvia hafði heyrt um Sam Gitt, póst-
manninn, sem fundist hafði rændur á veginum
með skammbyssukúlu gegnum ennið. Þetta
hafði átt sér stað fyrir þrem dögum síðan, og
allan þann tíma höfðu íbúarnir í námaborg-
inni og héraðinu í kring.leitað lúsa-leit í land-
inu á margra mílna svæði að einasta mann-'
inum, sem grunaður var um ódæðisverkið —
Skugganum. Það liafði verið árangurslaust
starf, og að lokum var lei'tinni hætt. Fyrir
íæpri klukkustund síðan höfðu mennirnir
komið heim, slituppgefnir eftir margra
klukkustunda reið—og fast á eftir þeim hafði
Skugginn komið . . . eins og skuggi. Hann
sat hérna eins rólegur og öruggur og væri
hann óðalsbóndi, sem væri að virða fyrir sér
eign sína. og hvorki hann né hinn dásamlegi
hestur, sem hann reið, báru hin minstu merki
eftir það harðrétti, sem þeir hlutu að hafa
lent í.
“Það er ekki öryggi í héraðinu,” bætti
hann við með röddu, sem mikið fólst í.
“Eg veit það,” sagði hún. “Menn hafa
verið að leita Skuggans í síðustu j)rjá daga.”
Maðurinn tautaði eitthVað, sem vel gat
verið blótsyrði. Svo sagði hann háðslega:
“Moringja Sam Gitts.”
“Já, ” svaraði hún, og rödd hennar titr-
aði dál,tið. “En Sam Gitt var góð skytta.
Hann féll í heiðarlegum bardaga. Hann fékk
sinn möguleika.”
“Morð er þó altaf morð,” heyrðist frá
manninum. sem ekki var hægt að sjá framan í.
“Spyrjið þér sheriffann.”
“Alaðurinn, sem drap Sam Gitt. ” sagði
Sylvia, “er eltur á röndum. Það er því ekki
undarlegt þótt hann grípi til örþrifaráða.”
Maðurinn á dökkbrúna hestinum leit með
athygli á hana. Hann lét hestinn ganga eitt
skref áfram og gerði hreyfingu, eins og hann
ætlaði að leggja hendina á handlegg henni, en
Iiann hugsaði sig um. Þá sagði hann með
röddu, sem var áberandi róleg:
“Þér fordæmið hann þá ekkif”
‘ ‘ Eg fordæmi aðeins verknaði hans. ’ ’
“Maðurinn er eins og verknaðir hans.
Er það ekki þannig, sem menn taka til orðaf ”
Unga stúlkan hristi höfuðið.
“Eg trúi ekki öllu því illa, sem eg heyri
sagt um hann,” sagði hún þrákelknislega.
Svo leit hún upp og sneri andliti sínu beint
að honum. “Ef hann væri eins og allir segja
að hann sé,” sagði hún hörkulega, “þá væri
hann djöfull í mannslíki. ”
Maðurinn k'iptist ómerkjanlega við og
togaði hattinn dýpra niður á ennið. Því næst
varð stutt þögn. Hún fann, að hann horfði á
hana með rannsakandi augnaráði.
“Því truið þé'r ekki um hann?” spurði
hann til að reyna hana.
Hún hikaði andartak. Hún var ekki
alveg viss um, livort það var glens. sem fólst
í rödd Iians, eða hvort hæðnin var horfin-
Svo sagði hún og bar ört á, eins og hún vildi
sem fyrst losa sig við spurninguna:
“Mundi það hafa nokkra þýðingu fyrir
yður, hverju eg trúi um Skuggann?”
“Eg er hér staddur til þess að lieyra,
hverju þér trúið um Skuggann, Miss Rann,”
sagði hann.
Sylvia Rann greip andann á lofti. Frá
fyrsta augnablikinu, sem hún hafði séð mann-
inn, hafði henni verið ljóst, hver það var, sem
hún var andspænis. Eúgu að síður verkaði
játning hans á því eins og taugaáfall.
“Þér vitið . . . þér þekkið nafn mitt.”
stamaði hún.
Hann svaraði með því að kinka kolli.
“Hver þekkir ekki hina fögru Sylviu Rann,”
sagði hann. “Þér vitið það ekki, en eg hefi
séð yður nokkrum sinnum áður. Og í hvert
skifti hefi eg fundið' til þess, að við yður yrði
eg að tala. Það er þess vegna að eg er staddur
hérna í kvöld.”
Sylvfu fanst aftur eins og hjarta hennar
ætlaði að hætta að slá. Hennar vegna hafði
Skugginn, maðurinn, sem allir óttuðust og
lögðu í einelti með brennandi hatri, hætt, sér
svo nálægt dvalarstað ofsækjenda sinna.
Skugginn var kominn til hennar. Hvers
vegna1
“Segið þér mér, til hvers þér eruð kom-
inn hingað ?” spurði hún.
Hann hugsaði sig um eitt andartak.
“ Það hefi eg þegar sagt yður,” var svar
hans með sömu tvíræðu röddinni og áður.
“Til þess að tala við yður. Mér fanst endi-
lega, að þér munduð skilja mig. Þér eruð
ekki eins og aðrir, þess vegna hélt eg, að við
hlytum að geta talað saman. Bér vitið, að
eg er ekki heldur eins og aðrir.”
Það fór hrollur um hana, þegar hún
heyrði þessi orð. Hvaða sérkennilega afl var
það, sem þessi maður hafði við sig? Að baki
orðum hans lá harka, sem næstum því lamaði
hana. Hún var enn ekki viss um, hvort það
var ruddalegt og napurt kænskubragð, sem
duldist í framkomu hans, eða hvort mannleg-
ar tilfinningar leyndust í þessum stuttara-
legu setningum, sem voru í þann veginn að
vinna hana á hans vald. Þar sem hann hétt
þarna kyrru fyrir í hinni djúpu skógar-
mvrkursræmu, fanst henni augu lians horfa
hæðnislega á sig. Myndinni af slöngunni, sem
lamar bráðina með augnatillitinu, brá fyrir
í liuga hennar. Skyndilega greip hana þrá til
þess að losa sig úr þessum töfrum, til þess að
keyra sporana í síðurnar á hestinum og flýja
burt úr návist hans. En henni var ómögulegt
að breyta hugsuninni í verknað. Augnatillit
hans hélt henni fastri á sama staðnum.
Hendur hennar hafa þó hlotið að verða
fyrir áhrifum af hugsuninni. Hesturinn varð
alt í einu órólegur undir henni.
Maðurinn laut fram og greip í tauminn
á hestinum.
“Miss Rann.” sagði hann biðjandi,
“viljið þér hugsa um það, sem eg hefi sagt?”
“Hvað ?”
“Viljið þér koma aftur og tala við mig ?”
Sylvía svaraði spurningunni ekki. Hún
tók á öllu þreki sínu til þess að hlæja kald-
hranalega. “Hvernig vitið þér, nema eg
ljóstri upp um yður undir eins og eg liefi
stigið yfir þröskuldinn Iieima?” sagði hún.
“ Enginn hefir séð yður á svo stuttu færi
nema eg. ’ ’
“Það gætuð þér aldrei gert,” svaraði
hann rólega.
“Enginn hefir séð framan í Skuggann,”
sagði liún djarflega. “Heldur ekki eg, mein-
ið þér. Það er þess vegna, að þér þykist vera
óhultur. ’ ’
Með skyndilegri lireyfingu sneri liann
hestinum við, svo að hann kom út úr myrkr-
inu undir trjánum. I sama vetfangi hafði
maðurinn rifið barðastóra hattinn af höfði
sér. Máninn hafði brugðið upp hinu fölleita
Ijósi sínu skamt yfir fjallshrygginn, og í glæt-
unni sá hún andlit Skuggans.
Hann lyfti upp hendinni og- benti.
“Þarna inni í skóginum er rjóður. Annað
kvöld um miðnætti bíð eg yðar þar. Ætlið
þér að koma ?”
Hún hvarflaði augunum undan augna-
ráði hans, hrædd um að láta bugast.
‘ ‘ Viljið þér koma ? ’ ’
. “Já”
Hún hafði sagt þetta .orð áður en hún
vissi af því, en alt í einu fanst lienni hún verða
rólegri. “Nú verð eg að fara heim. Það er
orðið framorðið.”
Ilann gerði sig líklegan til að fylgja
henni áleiðis, en hún lyfti hendinni synjandi.
“Nei. nei,” sagði hún og leit til hússins, sem
lá með upplýsta glugga bak við skógarjaðar-
inn. “Ef einhver sæi yður!”
Hann hló lágt og borginmannlega.
“Mér lízt alls ekki á, að þér ríðið þenna
vegspotta einsömul,” sagði liann, og áður én
hún gæti áttað sig hafði hann lyft hendinni,
og skammbyssuskot rauf kvöldkyrðina.
“Hvað eruð þér að gera!” sgaði liún
skelkuð. 4
“Að útvega yður fylgdarmenn,” sagði
hann. “Ekkisatt?”
Dyrunum á húsinu var lirundið upp, og
þrír karlmenn komu þjótandi út. Eitt augna-
blik stóðu þeir kyrrir. þá stukku þeir á bak
hestunum, sem stóðu reiðtýgjaðir við liús-
vegginn.
‘ ‘ Flýið! ’ ’ livíslaði hún æst og keyrði hest
sinn úr sporum.
Hinn lági, borginmannlegi hlátur Skugg-
ans hljómaði enn þá í eyrum hennar, þegar
hún mætti hinum þrem reiðmönnum á auða
svæðinu fyrir framan húsið.
“Brt það þú, Sylvía?” var hrópið, sem
tekið var á móti henni með. “Hver var það,
sem skaut ?”
“Það var eg.” sívaraiði unga stúlkan.
“Mér sýndist eg sjá ref í myrkrinu.”
Hún stökk af hesti sínum og gekk inn í
anddyrið, þar sem liún hengdi hatt sinn og
leðurbelti á snaga. Fósturfaðir hennar,
Plummer, kom út um dyrnar á stóru setu-
stofunni. Sylvía bauð gott kvöld og flýtti
sér upp stigann til herbergis síns. Henni
fanst, að hún yrði að vera ein um liugsanir
sínar, áður en hún gæti talað við nokkurn
mann.
Þegar hinir þrír ungu menn komu inn,
stóð Plummer með skammbyssu uppeldisdótt-
ur sinnar í hendinni. Skammbyssan var
köld — og öll skothylkin voru ónotuð.
II.
Svikinn í trygðum —?
Plummer hafði heyrt skotið.og hverju
Svlvía svaraði ungu mönnunum. Þegar upp-
eldisdóttirin gekk inn í anddyrið, las hann
geðshræringuna í andlitssvip hennar, og liann
\'nr ekki lengi að komast að ákveðinni niður-
stöðu.
iMaðurinn, sem mestan hluta æfi sinnar
hefir dvalið á ^töðum, þar sem hin óskráðu
lög ríkja og rétturinn er fólginn í skamm-
byssuhylkinu, venst oftast á að íhuga smá-
munina. Ilann þekti uppeldisdóttur sína
nægjanlega vel til þess að gera sér grein
fyrir, að þetta kvöld hefði eitthvað óvenju-
legra en refur orðið á vegi hennar. Næsta
hugsun hans var sú, að hún hefði mælt sér
mót með einhverjum. Hún var fegursta
stúlkan í héraðinu og átti marga aðdáendur,
sem hún umgekst með meira eð'a minna yfir-
lætislegri lagsmensku, án jiess að gera einum
hærra undir höfði en öðrum. En nýr maður
gæti vel hafa skotið upp höfðinu. Að minsta
kosti var það eitthvað, sem hún dró dulur á.
Plummer stakk skammbyssunni aftur í
hylkið og gekk inn í setustofuna. Á eftir
honum komu hinir þrír ungu menn, þeir
Harry Lang, Jess Shermann og Chuck
Parker, þrír af áköfustu aðdáendum Sylvíu.
Þeir höfðu tekið þátt í síðustu leitinni að
Skugganum og höfðu fylgt Plummer heim til
þess að ræða atburðina og ef til vill til þess
að fá að sjá hinni útvöldu hjarta síns bregða
fyrir.
Plummer barði úr pípunni sinni á rönd-
inni á tómum arninum og bjó sig til þess að
láta í hana aftur, þegar hann leit alt í einu
upp og hlustaði. Hófdynur heyrðist á mjúkri
jörðinni fyrir utan.
“Það er Benn, ” sagði hann. “Hann er
eitthvað að flýta sér.”
Hann hafði varla slept orðinu, þegar úti-
dyrahurðinni var hrundið upp, og auðhabliki
síðar stóð hinn ungi Benn Plummer á þrösk-
uldinum, lafmóður og í æstu skapi.
‘ ‘ Eg hefi séð hann! ’ ’ sagði liann óðamála.
“Eg sá hann ríða hécna fyrir skógarrang-
ann. Það leit einna lielzt út fyrir. að hann
væri að koma hérna frá húsinu.”
1 þrjá daga hafði ekki verið talað um
annað né aðra en Skuggann. Það gat þess
vegna enginn vfi leikið á því, við hvem Benn
Plummer ætti.
Þegar ungu mennirnir í lierberginu
fengu þessa fregn, þutu þeir undir eins á
fætur, en Plummer gamli stöðvaði þá með
einni handarhreyfingu.
“Bíðið' þið!” sagði hann. og þeir hlýddu
ósjálfrátt. Uppeldisfaðir Sylvíu hafði sér-
stakt vald yfir ungu mönnunum í héraðinu.
“Það er til einskis í kvöld. Láttu hestinn
þinn inn, Benn” bætti hann við og sneri sér
að syninum.
Benn Plummer lxikaði andartak áður en
hann hlýddi. Það var mikil freisting að vita
af þessum fífldjarfa glæpamanni svo skamt
vonlaust væri að eltast við hann. Skugginn
undan, en á hinn bóginn skildist honum, að
átti hest, sem enginn annar hestur komst í
hálfkvisti við, og hann mundi vera horfinn
,út í myrkrið löngu áð'ur en þeir kæmust í
skotfæri.
Þegar dyrnar höfðu lokast á eftir synin-
um, gaf Plummer ungu mönnunum merki um
að koma til sín.
“Parker — Lang — Sherman —” sagði
hann hátíðlega, “hittið mig fvrri partinn á
morgun á hótelinu uppi í borginni. Eg þarf
að segja ykkur dálítið. En minnist ekki einu
orði á það við Benn. Eg vil alls ekki, að hon-
um verði blandað inn í þetta mál.”
Ungu mennirnir litu spyrjandi á hann.
“Það er viðvíkjandi Skugganum, ” sagði
Plummer og kinkaði kolli. “Eg gizka á, að
nú sé sú stund upprunnin, að hægt verði að
hafa hendur í hári hans ”
‘ ‘ Hvernig? ’ ’ sagði Harry Lang. ‘ ‘ Segðu
okkur ráðagerð þína.”
“Á morgun.” sagði Plummer. “Þess-
konar villidýr er aðeins hægt að veiða á einn
liátt. Með agni! ’ ’ bætti hann við og leit upp
í loftið.
I herberginu fyrir ofan heyrðist lét't
fótatak Sylvíu.
“Sylvía?” sögðu þeir allir einum rómi.
Plummer kinkaði kolli. Hann þurfti ekki
annað en líta á afskræmdu andltin fyrir
framan sig til þess að ganga úr skugga um,
að hefði Skugginn ekki átt óvini áður, þá
átti hann nú þrjá, sem ekki mundu liika við
að' ríða gegnum eldtungnr helvítis til þess að
ná sér niðri á honum.
+ ♦ +
Herbergi Sylvíu var í endanum á hús-
inu, og það var ekki erfitt verk fyrir hana
kvöldið eftir, að renna sér eftir kaðli niður á
jörðina. Fósturforeldrarnir voru fyrir löngu
gengnir til hvíldar, og húsið' var þögult og
draugalegt.
Hún áræddi ekki að fara þvert yfir opna
svæðið fyrir framan húsið, heldur læddist
hún með fram lágri trjáröð öðru megin við
það, því að þar gat hún látið myrkrið skýla
sér.
Það var komið miðnætti. og nú var hún
á leiðinni til þess að upfylla loforð sitt.
Hjarta hennar barðist af kvíðvænlegri eftir-
væntingu. Hún átti að sjá hann! Hvað
mundi hann segja við hana, og hverju átti
hún að svara honum? Hún fann sig svo
einkennilega heillaða af þessum einmanalega
manni, sem lifði eins og útlagi, en jafnframt
var rödd í sálu hennar, sem varaði hana við
honum. Hann treysti henni. og hann þarfn-
aðist þeirrar stoðar og uppörvunar, sem
traust hennar gat veitt honum.—
Hún komst til skógarins, þar sem hún
þekti hvern einasta troðning og hún flýt'ti för-
inni að auða svæðinu. Fyrst núna datt lienni
í hug, í hve mikla hættu hann lagði sig með
því að áræða svona nálægt bústöðum ofsækj-
enda sinna. Við og við nam hún staðar til
þess að hlusta, en ekkert annarlegt hljóð
barst henni til eyrna, aðeins þetta lágværa
smáskrjáf nær og fjær, sem gefur til kynna
]íf skógarins að næturlagi.
Sylvía nam staðar í jaðrinum á rjóðrinu
og gægðist yfir í skógarþykknið hinum megin.
Þar sá hún mann koma út úr myrkrinu. Það
var karlmaður, sem teynidi hest á eftir sér.