Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 5. MAI, 1938 Ílögljers QefiC út hvern fimtudag af I U E C O L U M B I A P R E 8 8 L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO JS.UO um driO — Borgist fyrir/ram The "Lögberg" is printed and published by The Coiumbia Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Á víð og dreif i. Frá því hefir áður \Terið skýrt, hvernig til hagaði um vúnáttusamninga þá, er Bretar og Italir nýlega stofnuðu til sín á milli, og hver þau meginskilyrði voru, sem fyrir þeim voru sett; af Breta hálfu voru skilyrðin þau, að ItaJir kveddi heim liðsafla sinn allan frá Spáni, að lokinni borgarastyrjöldinni í land- inu; að þeir héti því .skýrt og afdráttarlaust, að reisa engin varnarvirki við Miðjarðar- hafið nema því að'ens, að slíkt yrði gert með fullri vitund liinnar brezku stjórnar og sam- þykki; að þeir viðurkendi í eitt skifti fyrir öll, að frjálsar og óhindraðar siglingar um Suez-skurðinn skyldi ná til allra þjóða jafnt, á friðartímum sem ófriðar; að fólk af brezk- um uppruna í Afríku-nýlendum Itala, skyldi njóta fulls og ótakmarkaðs trúarbragða- frelsis til móts við ítalska þegna, En á hinn bóginn, og til uppbótar fyrir áminstar kröfur, gekst Mr. Chamberlain og ráðuneyti hans inn á það, að vinna að því við Þjóðbandalagið, sem nú er í raun og veru ekki orðið nema svipur hjá sjón, að yfirráð Itala yfir Ethi- ópíu, yrði að fullu viðurkend; hvemig slíkt verður fóðrað, sýnist enn sem komið er næsta þokukent, þar sem vitað er, að Ethiópía er þann dag í lag löglegur félagi Þjóðbanda- lagsins; sárt og ómaklega leikinn félagi, sem ekkert hafði til sakar unnið. Það voru þessi ömurlegu málalok, sem Mr. Eden reyndi að fyrirbyggja, þó hann væri borinn ofurliði og yrði knúður til þess í kaupbæti að víkja úr ráðuneyti Mr. Chamberlains.-------- Ekki höfðu Bretar og Italir fyr lokið þessum áminstu samnings tilraunum, en mála- leitanir um vináttu og varnarsamband hóf- ust í London milli Breta og Frakka; með þjóðum þessum hefir um langan aldur verið gott vinfengi; þær stóðu hlið við hlið í heims- styrjöldinni miklu frá 1914, og síðan hafa stjórnir þeirra jafnaðarlegast verið sammála í flestum þeim megin atriðum, er þær helzt töldu máli skifta viðvíkjandi Norðurálfu- friði. Þessi London-fundur leiddi því í raun og veru ekki nokknrn skapaðan nýjan hlut í ijós, því þó Frakkar lýsti yfir eindregnu fylgi við málstað Czechoslovakíu, þá vildi Mr- Chamberlain ekki formlega fallast á það, að fara út í stríð hennar vegna, þó á þjóðina yrði ráðist. Eln hafi fundurinn borið nokk- urn raunverulegan árangur, þá liggur það einkum í því, að færa Adolf Hitler heim sanninn um það, að' svo geti að minsta kosti farið, jafnvel þó seint sé, og ekki fyr en um elleftu stundu, að þær þjóðir, sem enn búa við lýðræði, skipi sér í breiðfylking til varnar með'fæddum mannréttindum, en herfýgist í jöfnum hlutföllum til árásar gegn þrælahaldi fasismans, hvár sem það skýtur upp höfði.— II. Svo sýnist sem Mr. Ilepburn, forsætis- ráðherra Ontariofylkis, sé naumast maður einhamur með köflum . Mönnum stendur það enn í fersku minni, er hann fyrir rúmu ári “þvoði hendur sínar” af King-stjórninni, vegna þess að Mr. King vildi ekki veita hon- um skilyrðislaust útflutningsleyfi á orku, án þess að ráðgast um það við sambandsþing. “Eg verð aldrei að eilífu Mackenzie King liberal, úr því sem komið er,” hrópaði Mr. Hepburn í bræði sinni. Nokkrum vikum seinna ókvað Mr. Hepburn að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga; virtist honum þá sem nokkur hagur gæti verið í því að koma sér aftur í mjúkinn hjá Mr. King og samverka- mönnum hans í ráðuneytinu. Nokkrir af ráð- herrum Mr. Kings vejjttu Mr. Hepburn dyggilega að málum í kosningahríðinni, og lýsti Mr. Hepburn þá þráfaldlega yfir því á ræðupalli, að hann hefði frá því er hann fyrst leit hið pólitíska dagsljós, dáð Mr. King allra manna mest, og það álit sitt hefði fremur styrkst en veikst með líðandi árum. Mr. Hepburn varð sigursæll í kosningunum; en sigur sinn mátti hann að miklu leyti þakka hinu góða áliti, sem Kingstjórnin naut í fylk- inu, og þeim stuðningi, sem ráðgjafar hennar veittu honum. Ekki verður um það deilt, að Mr. Hep- burn sé pólitískt fyrirbrigði, hvort sem sál- rænar skýringar fást á því nokkru sinni til hlítar. Síðastliðinn mánudag, var Mr. Hepburn mættur á fundi Rowell-rannsóknamefndar- innar í Toronto, til þess að útlista fyrir henni hag og aðstæður Ontario-fylkis. Gott og vel! Hann drap að vísu á nokkur atriði, sem eink- anlega snertu Ontario og íbúa -þess. En miklu af tíma sínum varði hann til þess, að hella sér yfir Vesturfylkin, eða réttara sagt íbúa þeirra, er hann taldi bera á því fulla sök, hvernig hag þeirra væri komið; þetta væri hiálfgerðir græningjar, er ekki þyrfti mikils að vænta af; að láta sér koma til hug- ar, að Ontario legði mikið lengur fram stórfé til framfærslu slíkum vafagemlingum, náði vitaskuld ekki nokkurri átt að' því er Mr. Hepburn fanst. Það er nú fyrir löngu vitað, hver afskapa ýítonsandi hleypur í Mr. Hep- burn annað veifið, og furðar sig enginn á því. En hinu furða menn sig miklu meira á, hve skilningstré hans stundum sýnist því nær óendanlega kvistótt. III. Búendur vestanlands hafa löngum fund- ið'til fjárhagslegrar skókreppu vegna ráns- verðs á landbúnaðaráhöldum. I kosningum hafa pólitískir landshornamenn heitið bænd- um gulli og grænum skógum; þeir hafa heitið því, að lækka svo tollvernd á búnaðaráhöldum, að bændum yrði kleift að afla sér þeirra án þess að leggja í þau sinn seinasta skilding; jafnaðarlegast hefir þar við setið, þó einstöku þingmenn, eins og Mr. Thorson, hafi barist fyrir því með oddi og egg, að fá hlut bænda réttan í þessu tilliti. Á föstudaginn var bar mál þetta. á góma í sambandsþinginu, og varð búnaðarmálaráð- herrann, Mr. Gardiner, næsta hvassyrtur í garð verkfærasalanna, er hann taldi rekið hafa verzlun sína um langt skeið með óhæfi- legum gróða; kvað Mr. Gardiner nú svo kom- ið, að óhjákvæmilegt gæti orðið, að stjórnin skærist í leikinn og hefði íhlutun með verði búnaðaráhalda. Vonandi er að hér endi ekki alt við orðin tóm, heldur verði nú gripið til rösklegra ráðstafana af hálfu þjóðar og þings í þessu nauðsynjamáli. V ingjarnleg ummœli í garð Lögbergs Nýkomið Emreiðarhefti flytur eftirfar- andi, vingjarnleg ummæli um Fimmtíu ára minningarblað Lögbergs, eftir ritstjórann, hr. Svein Sigurðsson, og eru honum þau hér með innilega þökkuð, ásamt góðhug í garð Islendinga vestan hafs: “Fimmtm ára minningarblað Lögbergs. —Hinn 14. janúar 1888 var merkisdagur í sögu íslendinga í Vesturheimi, því þá var stofnað vikublað’ið Lögberg, sem liefir síðan í fimmtíu ár verið, ásamt vikublaðinu Heims- kringlu, vörður og verndari íslenzks máls og menningar í Vesturheimi og á vonandi eftir að verða það enn um langt skeið. 1 tilefni fimmtíu ára afmælis blaðsins kom það út mjög prýðilegt og fjölbreytt hinn 22. desem- ber síðastl., og mun það númer blaðsins vera eitthvert stærsta eintak af íslenzku blaði, sem nokkurn tíma hefir út komið. Flytur það f jölda ritgerða eftir ýmsa nafnkunna Vestur- Islendinga, kvæði, sögur o. fl., auk fjölda mynda. Árnaðaróskir í tilefni af afmælinu eru birtar þama frá ýmsum merkum mönn- um. Þar á meðal eru mjög hlýleg ávörp frá landsstjóra Kanada, Tweedsmuir lávarði, forsætisróðherra Kanada, W. L. Kackenzie King, forsætisráðherra Islands, forsætisráð- herra Manitobafylkis, borgarstjóra Winni- peg o. s. frv. Forsíða blaðsins er skreytt lit- um, með íslenzka fánanum efst á blaði og þjóðsöng Islands í miðju. Það er yfir þessu afmælisblaði Lögbergs sá myndarbragur, að til sóma er útgefendum og ritstj. Einar P. Jónsson, núverandi ritstj. blaðsins, kemst í kvæði sínu, Draumurinn, sem birt er í af- mælisblaðinu, þannig að orði: 1 draumnum skapast alt dýrðlegt og hátt, hver djarfmannleg hugsun og lífsins sátt við andróðra árs og tíða. Draumur Islendinga í Vesturheimi hefir lengstum verið að varðveita þau tengsl, sem knýttu þá Fróni, og þetta hefir tekist til þessa, þrátt fyrir “andróðra árs og tíða.” En að þetta hefir tekist, er fyrst og fremst að þakka blöðum Islendinga vestra. íslendingar standa því í þakklætisskuld við þau, hvort sem þeir eru austan hafs eða vestan. Blaðið Lög- berg hefir í fimmtíu ár verið að gera draum- inn um einingu hins íslenzka stofns að veru- leik, og fyrir það ber því þökk allra Islend- inga. Eimrciðin óskar því allra heilla á fimmtugsafmælinu.,, Sv. S. ■ ■ ■ 1 ■ 1 TILKYNNINC ! Hér með gefst almenningi það til vitundar, að Mr. Carlyle Jóhannsson að Gimli, hefir tekið að sér umboð fyrir vora hönd, til þess að veita viðtöku pöntunum af öllum tegund- um prentunar í bygðarlögunum við Winnipeg vatn. Hefir hann nú fengið vora nýjustu verðskrá og getur uppfrá þessum degi veitt smáum og stórum prentunar pöntunum mót- töku. Hvergi sanngjarnara verð og vandað verk ábyrgðst. BOX 297. GIMLI, MAN. The Columbia Press LIMITED Toronto og Sargent, Winnipeg, Man. ■ I 1 1 Áslaug Eftir Guðmund Finnbogason Þegar konur þyrpast til klipping- ar, kemur mér Áslaug í hug, “því at hún var allra kvenna vænst, en hár hennar var svá mikit, at tók (á) jörð um hana, ok svá fagrt sem silki þat, er fégrst verðr.” Sagan segir, aið hún væri dóttir Sigurðar Kafnisbana og Brynhildar Buðla- dóttur, svo að ekki var ættin smá. Uppeldi hennar varð með.óvenju- legum hætti. Heimir fóstri hennar í Hlymdölum varð að fara með hana huldu höfði viða um lönd, er hún var þrevetur; “lætr nú gera eina hörpu svá mikla, at þar lét hann meyna Áslaugu i koma ok margar gersimar í gull ok silfri , . . Svá var harpa hans haglega ger, ait hana mátti taka í sundr ok saman at fell- ingum, ok var hann þvi vanr um daga, þá er hann fór í hjá vatns- föllum, ok hvergi í nánd bæjum, at hann tók hörpuna i sundr ok þó meyjunni, ok hann hafði vínlauk einn, ok gaf henni at eta; en þat er náttúra þess lauks, at maðr má lengi lifat, þótt hann hafi enga aðra fæðu. Ok þá er mærin grét, sló hann hörp- una, ok þagnaði hún þá, fyrir þvi at Heimir var vel at íþróttum búinn, þeim er þá váru tíðar.” Svo sem kunnugt er endaði þessi ferð svo, að Heimir var drepinn af karli og kerlingu á Spangareiði í Noregi, af því að þaiu hugðu, að fjársjóður mikill væri í hörpu hans og að Ás- laug óx síðan upp hjá þeim i mikilli fátækt og var kölluð Kráka, eftir móður kerlingar. Næst kemur hún til sögunnar, þegar Ragnar loðbrók kemur á skipum sínum að Spangareiði. Hann var þá ekkjumaður, hafði mist konu sína, Þóru borgarhjört, og undi eigi heima. Hann sendir menn sína til bæjar á Spangareiði til að baka brauð. Kerling lætur Kráku, er hún kallar dóttur sína, hjálpa þeim við braiuðgerðina. “Hún spyr: Hvat skal ek vinna? Þeir kváðust vilja at hún teygði brauð, en þeir mundi baka eftir, ok tekr hún síðan til sinnar iðju, ok vinnst henni vel; en þeir horfðu á hana ávalt, svá at þeir gáðu eigi sýslu sinnar, ok brenndu brauðit; ok er þeir höfðu lokit verki sínu, fóru þeir til skips. Ok þá er þeir skyldu brjóta upp vistir sínar, mæltu aJlir, at þeir hefðu aldrei jafnilla unnit, ok væri hegn- ingar fyrir vert. Ok nú spyrr Ragnarr, hví þeir hefði þanninn matbúit? Þeir kváðust sét hafa konu svá væna, at þeir gáðu eigi sinnar sýslu, ok ætluðu þeir at engi mundi henni vænni vera í veröld. Ok er þeir tóku svá mikit af of hennar fegrð, þá segir Ragnarr, ok kveðst þat vita, at sjá mundi eigi jafnvæn, sem Þóra hafði verit; þeir kváðu hana eigi óvænni. Þá mælti Ragnarr: Nú mun ek senda þá menn er gerla kúnni at sjá; ef svá er, sem þér segit, þá er þetta at- hugaleysi yðr upp gefit, en ef konan er ait nokkrum hlut óvænni, en þér segit frá, munu þér taka hegning mikla á yðr. . . . Þá mælti Ragnarr vjð sína sendimenn: Ef yðr lízt þessi en unga mær svá væn sem oss er sagt, biðið hana at fara á minn fund, ok vil ek hitta hana; vil ek at hún sé mín; hvárki vil ek at hún sé klædd né óklædd, hvárki mett né ómett, ok fari hún þó eigi ein sam- an, ok skal henni þó engi maðr fylgja. Nú fóru þeir, þar til þeir komu til húss, ok hyggja at Kráku vandlega, ok lízt þeim sjá kona svá væn, at þeir hugðu enga aðra jafn- væna, ok nú segja þeir orð herra sins, Ragnars, ok svá, hversu hún skyldi búin vera. Kráka hugði at, hversukonungr hafði mælt, ok hve hún skyldi búast” — og hét hún að koma til skipa morguninn eftir. “En um myrgininn snemma segir Kráka karli, at þá mundi hún fara á fund Ragnars; en þó mun ek verða at breyta búnaði mínum nokkut; þú átt örriða net, ok mun ek þat vefja at mér, en þar yfir utan læt ek falla hár mitt, ok rnun ek þá hvergi ber; en ek mun bergja á einum lauk, ok er þat lítill matr, en þó má þat kenna, at ek hefi bergt, ok ek mun láta fylgja mér hund þinn, ok ferr eg þá eigi einsaman, en þó fylgir mér engi maðr.” “Ok er Kráka er búin ferr hún leiðair sinnar, þar til er hún kemr til skipa, ok var fögr tilsýndar, er hár hennar var bjart sem á gull eitt sæi. Ok nú kallar Ragnarr á hana, ok spyrr hver hún væri eða hvern hún vildi finna. Hún svarar, ok kvað vísu: Þori ek eigi boð brjóta, er báðuð mik ganga, né ræsis kvöð rjúfa, Ragnarr við þik stefnu.; mangi er mér í sinni, mitt er bert hörund eigi, fylgi hefi ek fullgott, fer ek einsaman, minu. Nú sendir hann menn á móti henni, og lætr fylgja henni á skip sín; en hún kveðst eigi fara vilja, nema henni sé grið gefin ok föru- naut hennar; nú er h^nni fylgt á konungsskip; ok er hún kemr i fyrirrúm, seilist hann í mót henni, en hundurinn beit í hönd honum. Þeir menn hattis hlaupa til ok drepa hundinn, ok reka bogastreng at hálsi honum, ok fær hann af því bana, ok er eigi betr haldit griðum við hana, en sá. Nú leggr Ragnarr hana í lyfting hjá sér, ok hjalar við hana ok var blíðr við hana; hann kvað vísu,” þess efnis, að hún mundi vissulega taka höndum um háls hon- um, ef henni þætti vænna um hann. “Hún kvað: Vammlausa skaltu vísi, ef viltu griðum þyrma, heim höfum hilmi sóttan, heðan mik fara láta. Nú segir hann at honum lízt vel á hana, ok ætlar víst, at hún skuli m,eð honum fara. Þá kvað hún eigi svá vera mega. Þá kveðst hann vilja, at hún væri þar um nótt á skipi; hún segir ait eigi skal þat vera, fyrr en hann kæmi úr þeirri ferð, sem hann hafði ætlat, ok má vera, at >á sýnist yðr annat. Þá kallar Ragnarr á féhirði sinn, ok bað hann taka serk þann, er Þóra hefir átt, ok var allr gullsaumaðr, ok færa sér; þá býðr Kagnarr Kráku á þá und; Viltu þenna þiggja, er Þóra hjörtr átti, serk við silfr of merkðan, sama allvel þér klæði; fqr hendr hvítar hennar um þessar gerðar ; sú var buðlungi bragna bliðum þekk til dauða. Kráka kvað á móti: Þori eg eigi þann þiggja, er Þóra hjörtr átti, serk við silfr of merkðan, sama ælig mér klæði; því em; ek Kráka kölluð í kolsvörtum váðum, at ek hef grjót of gengit ok geitr með sæ reknar. Og vil ek víst eigi taka við serknum, segir hún, vil eg ekki í skráut búast meðan ek em hjá karli; kann vera at yðr lítist betr á mik, ef ek búumst betr, ok vil ek nú fara heim, en þá máttu gera menn eftir mér, ef þér er þá samt í hug, ok vilir þú at ek fara með þér. Raignarr segir, at eigi mun hugr hans skipast, ok fer hún heim.” Þegar Ragnarr kom aftur úr ferð sinni, sendir hann menn eftir henni. Segir hún þá karli og kerl- ingu, að hún fari brott; “en ek veit, at þit drápuð Heimi fóstra minn, ok á ek engum manni verr at launa en ykkr; ok fyrir þá sök vil eg ykkr ila gera láta, at ek hefi lengi með ykkr verit, en nú vil eg þat um mæla, at annarr dagr sé ykkr öðrum verri, er yfir ykkr kemr, en enn siðasti vestr, ok munu vér nú skilja. Þá gengr hún leiðar sinnar til skipa ok er þar vel við henni tekit; ok gefr þeim vel veðr. Þann aftan enn saima, er menn skulu rekkja undir sér, þá segir Ragnarr, at hann vill at þau Kráka hvíli bæði saman. Hún segir, at eigi mátti svá vera: ok vil ek at þú drekkir brúðkaup til mín, þá er þú kemr i ríki þitt, ok þykki mér þat mín virðing, sem þin ok okkarra erfingja, ef vit eigum nokkura. Hann veitti henni sína bæn, ok férst þeim vel. Kemr Ragnarr nú heim í land sitt, ok er dýrleg veizla búin i mót honum; ok nú er bæði drukkit fagnaðaröl í móti honum ok brúðkaup hans. Ok enn fyrsta aftan, er þau kómu i eina rekkju, vill Ragnarr eiga hjúslcap- arfar við konu sína, en hún biðst' undan; því at hún segir, at á baki mundi bera nokkut, ef hún réði eigi. Ragnarr kveðst ekki mundu trúa á Á leið til hjónabands ? .... ráðgist við JANE DEE Eruð þér ein af þeim, sem ætlið að giftast 1938, og hafið þér skipulagt hvaða form gift- ingar þér æskið að hafa? Á- kveðið snið og lit brúðarkjóls- ins og búninga brúðpieyjanna? Eða eigið þér, eins og margar aðrar stúlkur, í vandræðum með að komast að niðurstöðu ? Þetta er verulegt viðfangs- efni, og að sjálfsögðu viljið þér líta út sem allra bezt. Því ekki að skrifa mér. Láta mig vita hvaða tegund giftingar þér kjósið, heima eða í kirkju, að morgni, síðdegis eða að kveldi, og hvort þær ætlið í brúðkaupsferð. Eg mun með ánægju leiðbeina yður í sam- bandi við klæðnað og litaval. Þetta er stórviðburður á æfi sérhverrar stúlku, og þvi þá ekki að giftast samkvæmt fullkomustu tízku! EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.