Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 7

Lögberg - 05.05.1938, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINIs 5. MAt, 1938 7 Fridtjof Nansen Eftir Sigurð Einarsson. dósent Fridtjof Nansen er einn merkasti vísindamaður, stjórnmálamaður og mannvinur, sem nokkru sinni hefir verið uppi á Nórðurlöndum. Hann fæddist io. ókt. 1861 að Tröen við Oslo, og fluttu foreldrar hans al- farin til borgarinnar, er hann var á 15. ári. Gekk hann þar á lærðan skóla, tók stúdentspróf 19 ára gam- all og innritaðist í háskólann í Oslo 1880. Tók hann þá að leggja stund á náátúrufræði, með dýrafræði sem aðalgrein. En hugur hans hneigðist þá þegar til sæfara óg rannsókna. Sumarið 1882 tekur hann sér far með selveiðaskipinu Viking til Grænlandshafa og byrjar þá rann- sóknarstörf sín. Þegar heim kom, fær hann lítilf jörlega stöðu sem að- stoðarmaður við náttúrufræðisafnið í Bergen, Stundar hann nú nám sitf í kyrþey næstu ár og vissu fáir, hvað honum leið. Sumarið 1886 fær hann að dvelja um stund við dýra- fræðirannsóknarstöðina í Neapel og lýkur þar við rit, er hann hafði í smíðu'm- um gerð og samband vef ja i mænukerfi dýra, og kom það rit út í Bergen árið eftir. Varði hann það til doktorsna fnbótar við háskólann í Osló og lauk doktrosprófinu með mikilli sæmd 1887. Hafði hann þá og ritað margt annað merkilegt um uppgötvanir sínar í náttúrufræðum, og þótti þá þegar einn af efnilegustu vísindamönnum Norðmanna, En þetta sania ár fer Nansen að búa út hinn m-ikla leiðangur s>nn þvert yfir ísbreiðu Grænlands. Tók hann með í þann leiðangur þá Otto Sverdrup, Deetricsen, Trana og tvo Lappa. 1888 lagði leiðangurinn af stað frá Leith, kom við hér á fs- landi, og fóru þeir félagar hér um borð í selveiðaskip, er flutti þá til Austur-Grænlands. 16. ág. byrjuðu þeir að klifa innlandsísinn í ægileg- um stormum og kulda; 5. sept. eru þeir komnir upp á hájökulbunguna í 8.920 feta hæð, og 28. sept. eru þeir komnir ofan í Ameralikfjörð- inn á vesturströndinni. Vetursetu höfðu þeir í Godthaab, og þar við- aði Nansen að sér merkilegu efni í rit sitt Eskimo Life, sem út kom í London 1893. Leiðangurinn héh heim í maí 1889, °g ritaði* Nansen um árangur fararinnar í ýms vís- indarit víðsvegar um heim. Gerðist hann nú við heimkomu sína umsjón- armaður náttúrufræðisafns háskól- ans í Oslo, og gekk að eiga heitmey sína, Evu, dóttur prófessors Micliael Sars, eina glæsilegustu söngkonu Noregs á þeirri tíð. Annars varð hún skammlíf, dó 1907. Arið 1890 leggur hann fyrir land- fræðifélagið í Osló ráðagerð um norðurheimskautsleiðangur, og féll- ust sérfræðingar á ráðagerðir hans. Norska þimgið veitti tvo þriðju kostnaðar til framkvæmda, en Oskar II. Svíakonungur, sem var hinn mesti vinur lista og vísinda, og aðrir einstaklingar. lögðu fram það, sem á vantaðl. Skip l|ans, “Fram,” sem hann lét smíða til þessarar farar, var alveg óvenjulegt að allri gerð, óhemju-sterkt og svo hallfleyttar síðurnar, að ætlað var að það myndi lyftast, þegar það kæm.i í umbrota ís, í stað þess að merjast milli jakanna, eins og orðið höfðu örlög margra norðurhafsfara. 24. júní 1893 sigldi Fram frá Oslo. Sverdrup var skipstjóri, Sigurd Hansen ungur sjóliðsforingi, átti að annast stjörnufræði- og veðúrfræði- mælingar. Með var einnig Hinrik Blessing, doktor í jurtafræði, og Johansen. 22. september fraus Fram inni á 78. gr. 50. mín. n. breiddar, og nú byrjaði hið langa rek með isnum yfir hina endalausu auðn ís- 'hafsins. Na-nsen sá brátt, að Fram þoldi þrýsting íssins prýðilega, svo að skipinu var engin hætta búin, og 14. marz lagði hann af stað í leið- angur frá skipinu með Johansen, á 84. gr. n. breiddar. 8. apríl sneru þeir aftur á 86. gr. 14 mín. n. br., og var það lengst norður, er nokkur iiiaður hafði komist, og lögðu þá leið sína til Franz Joseps lands. Komust þeir nú í matarskort og hin- ar mestu hörmungar og urðu að dveljast á Frederik Jacksons eyju við Franz Joseps land frá 26. ágúst 1895 til 19. maí 1896. Lögðu þeir þá af stað þaðan og ætluðu að ná Spitzbergen, en 17. júní hittu þeir flokk úr leiðangri Bretanna Jackson og Hamworth og fóru til Noregs með skipi þeirra Windward, og komu til Vardö 13. ágúst. Viku seinna kom Fram til Noregs heilu og höldnu. Var Nansen nú tekið eins og þjóðhetju og nafn hans á hvers manns vörum. Ferðaðist hann nú víðsvegar um álfuna og skýrði frá rannsóknum sínum í vis- indafélögum. 1896 er stofnað handa honum prófessorsembætti i Osló. Er svo það í skemstu máli af Nansen að segja, að á þessari braut heldur hann áfram, þangað til 1916. Hann gerist forgöngumaður í al- þjóða hafrannsóknum og fer hvern vísittdaleiðangurinn á fætur öðrum, en kennir þess á milli við háskólann í Oslo og heldur vísindafyrirlestra víða um lönd. Síðasta hafrann- sóknaleiðangur sinn fer hann 1914 utn austan vert NorÖur-Atlantshaf, til Portúgal, Madeira og' Azore- eyjar, og aftur til Noregs. Er ó- hætt að fullyrða, að Nansen var þá orðinn einn allra kunnasti vísinda- maður Norðmanna um allan heim. En nú urðu vegamót í æfi Nan- sen. Hann var orðinn heimsfrægur visindamaður og háskólakennari, viðurkendur afreksmaður til allra mannrauna, og bráðskarpur athug- andi. En hitt vissi enginn, að í þessum röska og glæsilega visinda- tnanni, bjó mannvinur og stjórn- málamaður á heimsmælikvarða. Upphaf þessa máls er það, að matvælaskortur verður mikill i Noregi af völdum styrjaldarinnar, einkum kornskortur. Er Nansen þá fenginn til þess, að vera forseti nefndar, sem send var til Bandaríkj- anna, til þess að reyna að komast að samningum við Bandaríkjastjórn um kornsölu. Þetta var 1917. Nansen tókst að komast að hinum beztu smaningum, og var þó við ærna örðugleika að stríða. Nú líður að ófriðarlokum, og eru þá á þriðju miljón heimilislausra herfanga og pólitískra flóttamanna í Norðurálfu og í Austurlöndum. Enginn þóttist neitt geta gert fyrir þá, og enginn vildi sinna þeim nema Rauðj kross- inn, Eftir að vopnahlé var samið, tekur Nansen að tala máli þessara ntanna, og fóru svo leikar eftir langa baráttu, að Nansen var falið að hafa forgöngu um, að koma heim og útvega borgararéttindi og föður- land 500 þús. herföngum frá Sib- eríu, Kina, Anneníu og Palestínu. Var stofnuð nefnd, er aðsetur hafði í París, til að afla fjár til starfans, og fékst það helzt, en þó af skorn- um skamti, hjá þingum hlutaðeig- andi þjóða. Leysti Nansen þetta geysi-torvelda verk svo vel af hendi, að talið var, að enginn maður i heimi annar hefði gert það svo vel. Árið 1917 verður byltingin í Rússlandi, eins og kunnugt er. Alt, sem sagt er um, bolsana nú á dög- um, er hégóminn einber á móti því blossandi hatri, sem ríkti á Vestur- löndum gegn RússÍandi og stjórn þess þá. Ofan á hið pólitiska hatur bættist svo það, að Bretar og Frakk- ar og bandamenn þeirra, litu á Rúss- land sem svikara og liðhlaupa í styrjöldinni, því að þeir höfðu gert sérfrið við Þjóðverja undir eins og bolsar voru komnir til valda. Síðan er friður hafði verið sam- inn, réðust jýmsir innrásarherir í Rússland, og hugðust að steypa veldi bolsanna, og næstu ár geisar blóðug styrjöld milli þeirra og rauða hersins. Rússland var þá þegar, er innrás innrásarherjanna byrjaði undir forustu Denikin og Koltschak, máttvana eftir hina hroðalegu heimsstyrjöld. Ofan á alt þetta bættist nú uppskerubrestur og gaus upp ógurleg hungursneyð i landinu, einkum i Volga- og Ukraine-héruð- um. Nansen sá, að þarna myndu miljónir manna deyja bjargarlausar úr sulti, ef ekkert yrði að gert. Hann fór til Bandaríkjanna og átti ^ viðræður við Hoover, siðar forseta, | en hann var þá matvæla úthlutunar- ... I stjori 1 Bandaríkjunum og stjórn- aði hjálpinni til viðreisnar Belgíu.1 Hét hann á Hoover að láta til skar- ar skriða og hjálpa þessu fólki á svipaðan hátt og Bandarikjamenn gerðu þá við íbúa Belgiu. Banda- ríkjastjórn félst á að veita aðstoð með því skilyrði, að allur ófriður í Rússlandi félli niður. En Denikin og Koltschak voru þá í framsókn og neituðu því algerlega. Þetta var 1921. Nansen fer til Genf og.fær 48 Rauðakrossfélög og fulltrúa 12 ríkisstjórna til að fallast á að veita þessu máli lið. Síðan fer hann til Moskva og gerir samning um það við þáverandi utanrikismálafulltrúa Sovét-Rússlands, hvernig hjálp- seminnj skuli hagað. Sá samningur var undirritaður 27. ágúst 1921. í samningi þessum voru settar trygg- ingar fyrir því að alt fé og öll að- stoð kæmi einungis hinu bágstadda fólki að notum. En á því var mikil tortryggni á Vesturlöndum, að Nan- sen værj að afla nauðsynja fyrir rauða herinn. Með gögn þessi fór Nansen til Genf, og bað um 5 milj. sterl.pd. alþjóðalán til hjálpar á hungur- svæðunum. Þvi var neitað. En Nansen lét ekki hugfallast. Hann íerðaðist úr einni höfuðborg í aðra og flutti fyrirlestra. Hann vakti nætur og daga. Hann setti sig í samband við öll félög, er hann áleit geta komið að liði. Honum tókst, þrátt fyrir alla tortryggni, að koma þvi til leiðar, að Rauðakrossfélögin og einstakir aðilar, lögðu fram svo mikið fé, að hægt var að fæða og klæða eina miljón og 600 þúsund manns á hallærissvæðunum við Volga og í Suður-Ukrainu. Hann fór til Bandaríkjanna, ferðaðist borg úr borg, talaði, ákallaði, grát- bændi þúsundir manna, sat á enda- lausum ráðstefnum við stjórnmála- menn og yfirvöld, og hætti ekki fyr, en hann hafði stappað upp úr jörð- unni fé til að fæða 10 miljónir manna í 11 mánuði. Ssetti í gang alt úthlutunarstarfið, skipulagði öll kaup og alla flutninga. Og á meðan skrifaði hann eina af merkilegustu bókum sínum: “The Peace and Russia,” þar sem hann rifur niður allar blekkingarnar um ástand Sovét-Rússlands, hag þess og stefnumið, og hreinsar rússnesku þjóðina af öllum ásökunum um svik í heimstyrjöldinni. Hann spáir þar um framtíð Rússlands á nákvæm- lega þann hátt, sem hún siðan varð, svo að varla hefir neinu skeikað. En langmerkilegasta atriðið í allri þessari baráttu Nansens er það, að það er sál hans og samvizka, sem segir honum fyrir verkum, ekki það, hvort hann er með einhverjum eða móti. Hann er sterkasti persónu- Ieikinn, sem fram kemur í opinberu Kfi i álfunni eftir ófriðinn. Eg sá einu sinni Fridtjof Nansen. Það var í Kaupmannaliöfn 1928. Hann hafði fengið friðarverðlaun Nobels 1923. Hann hafði með per- sónulegum vilja sínum kúgað Þjóða- bandalagið til þess að taka upp á arma sina Nansens-skrifstofuna, hæli allra flóttamanna. Honum var tekið eins og þjóðhöfðngja í Kaup- mannahöfn, og blaðið Politiken hélt móttökuhátið fyrir hann. Eg hafði þá unnið dálitið fyrir Politiken, og hafði blaðamannskort, og átti k-ost á að vera með. Mér liður aldrei úr minni þessi kempa, hár og beinn, hvítur fyrir hærum, með hina djúpu dráttu langra rannsókna norður- heimseinverunnar rista óafmáanlega í andlit sitt. Og þá skildist mér, að hér stæði eg frammi fyrir holdi klæddri sál mannkynsins og sam- J vizku. Eg man ennþá, hvað hann sagði. Aldrei hefir hið þjáða og villu- ráfandi mannkyn beðið með sterk- ari þrá eftir friðarfurstanum, mann- inum, sem þekkir köllun sína, kon- ungj mannkærleikans, sem lyftir hinum hvíta fána, þar sem aðeins eitt stendur skráð með gullnum. stöfum: Vinna. Og hver og einn af oss getur orð- ið verkamaður í fylkingu hans, á sigurför hans yfir jörðina, til þess að reisa á legg nýja kynslóð, til þess að skapa kærleika og ærlegan friðarvilja, til þess að færa mönn- um aftur viljaþrek og starfsgleði — færa trúna á mórgunroða nýs dags. Einu sinni sagði Fridtjof Nansen : Hinir miklu siðbótarmenn koma all- ir frá’eyðimörkinni eins og Jóhann- es. I einveru skóga og fjalla, í ein- veru hins mikla íshafs, undir hinum stjörnuibjörtu viddum norðurhvels- ins og i karlmannlegri baráttu við hörku þess, varð Fidtjof Nansen hinn hugdjarfi spámaður kærleikans og mannlegra dáða, á svörtustu dög- um, sem komið hafa yfir mannkyn vestrænna landa. Eg man hann til dauðadags, bjartan á svip, gráan fyrir hærum, heljarmenni, með bergfasta dráttu í andliti. Hann var stemningsmaður, sonur náttúrunnar, mikill maður, en einfaldur eins og barn í heiðarleika sínum í fjölþættri glímu við hrekk- vísi og flækju afvegaleiddrar ver- aldar. Hann var glöggur, nákvæmur, vísindalegur, forsjáll, en þó um leið lyriskur, söngvinn listamaður í eðli, stórbrotinn, með trú á hið ó- mögulega. Hann var strangur við sjálfan sig, og þó nægjusamur og glaður eins og drengur. Hann átti í sér þá kolhörku viljans, sem ekki kunni að hika, en sem sá mannleg málefni í óendanlegum víddum, og krafðist að mega plægja eins og stál í gegnum vitleysuna. En samtímis átti hann i sér dúnmjúkan undirtón, sem enginn gat staðist, og bláu aug- un hans gátu orðið skær og dulúðug eins og hjá barni, sem ekkert ilt veit sér úr neinni átt.—Dvöl. Fáein orð í fullri meiningu Með því að nú er farið að líða að Kirkjuþingi, og þeim tíma, er söfn- uðir halda fundi til þess að kjósa erindreka á Kirkjuþing, jafnframt því að glöggva sig á þeim málum, sem væntanlega verða á dagskrá þingsins, vil eg leiða athygli að einu velferðar- og vandamáli félagsins, er eg hefi haft nokkur afskifti af síðustu árin, það er útgáfa Sam- einingarinnar. Rit þetta er í fjár- þröng, eins og venjulegast að und- anförnu. . Hvaða leiðir eru líkleg- astar til bjargráða? Kaupendum er árlega að fækka. Þegar eldra fólk- ið kveður, eru engir, sem fvlla vilja skörðin, með því að unga fólkið les ekki ritið; þó styður þetta fólk engu að síður flest önnur fyrirtæki kirkjufélagsins í fylztu einlægni. Eitthvað raunhæft þarf að taka til bragðs. Mig langar til að leggja fram fjórar spurningar, sem eg tel næsta mikilvægar: 1. Er ykkur ant um að Samein- ingin haldi áfram? 2. u.r pao æskiiegt ao hun 25 oz......$2.15 40 oz. $3.25 G&W OLD RYE WHISKY (Gamalt kornbrennivín) GOODERHAM & WORTS, LIMITED Stofnsett 1832 Elzta ðlengisgerC 1 Canada — Thl« aa verxTsenient la not lnaerteð by the Qorernment I.lQUor Control Commlealon. The Commlaaion la not reaponalble for atatementa mada aa to thr quallty of producta advertlaed gefin út þriðja hvern mánuð, og þá í stærra formi? 3. Á hún að vera prentuð á is- lenzku og ensku ? 4. Verður það notasælla, að hver söfnuður kaupi vissan eintakafjölda, selji þau og ábyrgist greiðslu til fé- hirðis? Þessi aðferð viðgengst í mörgum félögum, og hefir gefist vel. Því ekki að reyna hana? Með línum þessum er ennfremur skorað á þá kaupendur Sameining- arinnar, sem enn hafa eigi greitt á- skriftargjöld sín, að senda þau nú þegar til féhirðis, svo að útgáfu- skýrslan verði sem allra þolanlegust, er hún verður lögð fyrir þing. Virðingarfylst, F. Bcnson, féhirðir “Sam.” 693 Sargent Ave. Winnipeg GEFINS Blóma og matjurta frœ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ. INU, EÐA BOBGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið. er tiakvæmlega rannsakað og ábyrgst að öllu leyti TAKIÐ ÞESSU K0STAB0ÐI! % Hver gumall kaupandi, sem borgar blaðiC fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar 1939, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2. og 3 (í hverju safni eru ðtal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur, nr. 1., 2, og 3, og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4 þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að veija tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir mðttakanda að kostnaðarlausu. No. 1 COLLECTION—Vegetables, 15 Packets RKKTS, Detroit Dark Red. The best all round Beet. Sufficlent seed for 20 feet of row. CABBAGE, Knkliui/.en. Good all round variety. Packet will grow 1,000 lbs. of cabbage. OAKROTS, Half Dong Chantenay. The best all round Carrot. Enough seed for 40 to 50 feet of row. CKCl'MBER, Early Fortune. Pickies, sweet or sour, add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. IiETTKCE, Grand Rapids. Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 feet of row. LETTKCE, Hanson, Head. Ready after the Leaf Lettuce. OXIOX, Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION, White Portugal. A popular white onion for cooklng or pickles. Packet will sow 15 to 20 feet of drill. PAKSNIP, Half Long Guemsey. Sufficient to sow 40 to 50 feet of drill. PKMPKIN, Sugar. Packet will sow 10 to 15 hills. RADISH, Freneli Bréakfast. Cool, crisp, quick-growlng variety. This packet will sow 25 to 30 feet of drlll. TOMATO, Earliana. The standard early variety. This packet will produce 76 to 100 plants. TKRNIP, Wlilte Summer Table. Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 feet of drill. FLOWER GARDEN, Surprise Flower liílrture. Eaeily grown annual flowers blended for a succession of bloom. SPAGHETTT, Malabar Melon or Angel’s Halr. Boil and cut off the top and the edible contents resemble spaghetti. No. 2 COLLECTION SPENCER SWEET PEA COLLECTION 8—NEW BEAKTIFKTi SHADES—8 Regular full size packets. Best and newest shades in respective color class. A worth-while saving buying two. See regular Sweet Pea List also. SEXTT7T QITEEN. Pure White. GEO. SHAWYER. Orange Pink. Five and six blooms on a stem. WELOOME. DazDzling Scarlet. WHAT JOY. A Delightful Cream. MRS. A. SEARLES. Rich Pink BEATJTY. Blush Pink. shading Orient Red. SMILES. Salmon Shrimp Pink. RED BOY. Rich Crimson. No. 3 COLLECTION EDGING BORDER MIXTKRE. ASTERS, Queen of the Market, the earliest bloomers. BACHELOR’S BKTTON. Many new shades. CALENDKLA. New Art Shades. CALIFORNIA POPPX. New Prize Hybrids. CLARKIA. Novelty Mixture. CLIMBERS. Flowering climb- ing vines mixed. COSMOS. New Early Crowned and Crested. EY’ERTiASTINGS. Newest shades mixed. —Flowers, 15 Packets MATHIOLA. Evening scented stocks. MIGNONETTE. Well balanced mixtured of the old favorlte. NASTTTRTTKM. Dwarf Tom Thumb. You can never have too many Nasturtlums. PETKNIA. Choice Mixed Hy- brids. POPPY. Shirley. Delicate New Art Shades. ZINNIA. Giant Dahlia Flowered. Newest Shades. No. 4—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, ITalf Long Blood (Large Packet) CABBAGE, Enkhuizen (Large Packet) CARROT, Cliantenay Half Long (Large Packet) ONION, Yellow Globc Danvera, (Large Packet) LETTTTCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 26 feet of row. PARSNIPS, Early Short Round (Large Packet) RADISH, ....French .. .Breakfast (Large Packet) TKRNIP, Purple Top Strap Ii°af. (Large Packet). The early white summer table turnip. TI’RNIP, Swéde Canadian Gem (Large Packet) ONION, White Pickltng (Large Packet) Sendið áskriftargjald yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $...........sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos.: Nafn ....... Heimilisfang Fylld

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.