Lögberg - 19.05.1938, Side 2

Lögberg - 19.05.1938, Side 2
LÖGBÍIRG, FIMTUDAGINN 19. MAÍ, 1938 Kennarinn Minningar um Sigurð prófessor Sívertsen. Fyrsta kenslustundin, sem eg sat í hjá Sigurði P. Sívertsen, varð mér eftirminnileg og hafði æ síðan áhrif á tilfinningar minar gagnvart hon- um. Það haust var víst einhvef mesti vöxtur í guðfræðideildinni, sem orðið hafði frá því Háskólinn var stofnaður. Við gengum fimtán nýliðar inn, en tólf voru fyrir. I ]?essum hóp voru margir efnilegir menn með miklum áhuga. Stundin gekk i kynningu og athugun á því, hvar og hvernig byrja skyldi á námsefninu. Síðan fór prófessorinn með okkur gegnum bókasafn deild- arinnar og benti okkur á hvar helztu rit væri að fá í ‘hverri einstakri grein guðfræðinnar. Það sem sér- staklega dró að sér athygli mína, var hin einstaka prúðmenska hans, hin hlýja alúð og hinn blíði góðmensku- svipur yfir andlitinu. Varð mér þá óðara hlýtt til hans og hélzt það á- valt óbreytt frá minni hendi. Aður höfðum við hitt prófessor Harald Níelsson og fylgdi honum meiri gustur og neistaflug, og þótti mér'hann að vísu líklegri til að vekja sterkviðri andans. En þó er gott að fá ninfi blíða blæ á eftir storm- bylnum. Þessir ólíku menn bættu hvor annann lípp. Annar eins og gjósandi eldgýgur, heitur og ákaf- lyndur, svo að nálgast gat óbilgirni. Hinn hversdagslega hógvær og blíð- ur eins og barn og fylgdi honum mildari andi. Fanst mér annar vera kominn beint frá Snaíf jalli með hinn óbifandi alvöruþunga Jahvetrúar- innar. En hinn, gerði eg mér í hug- arlund, að hefði dvalist á fjalli um- myndunarinnar með Símoni Pétri og séð Hvíta-Krist ræða við englana í hinu ljómandi skýi. Báðir voru þeir mér vel að skapi hvor á sinn hátt. Og mjög hugði eg gott til að hefja nám þar í deildinni undir handarjaðri þessara manna við allan þennan mikla og góða bókakost. Eftir að reglulegir tímar hófust, helzt skoðun imán á próf. Sívertsen og hugarfar mitt gagnvart honum reyndar altaf óbreytt. En eg hefi ástæðu til að ætla, að óviljandi og án ásetnings hafi eg all oft orðið til að mæða hann, og hafi hann því haft litla dáleika á mér lengi framan af. Þann vetur fór hann yfir trúarsögu Nýja Testamentisins. Eg spurði margs og stundum hvatskeytlegti. Hafði eg í uppvexti drukkið í mig heimspeki Stuart Mills og skáldrit þeirra Ibsens og Byrons og óttaðist ekki annað meir en hræsni í trúar- brögðum. * Eg vildi hvarvetnt prófa eins og eg hafði vit á, að ekki væri svik í tafli og hvergi bygt á haldlitl- um grunni heilaspunans. Var það mín sáluhjálparvon, að sannleikur- inn mundi gera oss frjálsa og hið eina nauðsynlega væri, að reyna að skilja alla hluti, hvað sem það kost- aði. Hvergi óttaðist eg reiði eða vanþóknun Guðs, þótt fávíslega kynni að vera spurt, eða gönuskeiðs- hlaupin í leit sannleikans, ef hún væri af einlægni gerð. Voru því sumar spurningar mínar aðallega miðaðar við það, að fá vandamálin rædd frá se:n flestum hliðum. Fanst mér sanngjarnt og eigi nema ávinn- ingur að því, að fá einnig fram hin andstæðu sjónarmiði, til þess að þvi betur væri 'hægt að átta sig á þvi, hvaða rök hin kristna trú hefði að styðjast við. Til þess fanst mér við vera í deildina komnir. Eg vildi ekkert taka se:n gefið. Það, sem ekki stóðst í kappræðunni, átti ekki rétt á sér. Þetta var ástæðan fyrir því, að öll mín skólaár og reyndar lengi síðar indóminn eins og svokallaðar “upp- las eg alt eins mikið ádeilurit á krist- indóminn eins og svokallaðar “upp- byggilegar” kristilegar bókmentir. Eg vildi vita, hvað allir þessir menn hefðu að segja, sem annaðhvört höt- uðu eða fyrirlitu kristindóminn, svo að þeir kæmu mér ekki á óvart síðar meir. Áður en eg kastaði teningn- um, vildi eg reyna að skilja á óhlut- drægan hátt, hvort þeir væðu i villu eða eg, og þessvegna reyndi eg að þaulhugsa grundvöllinn án tillits til nokkurra trúartilfinninga, því að eg óttaðist, að tilfinningarnar gætu farið með menn i gönur. Af þess- ari ástæðu voru spurningar minar ef til vill stundum hvassari en eg vildi. Þær báru kanske ofurlítinn keim af spotti. En fyrir þessu var próf. Sívertsen ákaflega viðkvæmur. Honum fanst, eftir því sem hann sagði mér seinna, að alt mitt hugsanalíf væri fremur kalt og óheilagt og trúarlífið “nega- tivt.” Við fyrstu æfingarræðuna, sem eg gerði hjá honum, fékk eg þá athugasemd, að “það pósitiva” byrj- aði á blaðsíðu 24. Þá hlóu allir i deildinni. Fyrst skólabræður mínir, síðan eg, sem fyndnin gekk út yfir. og loks prófessorinn, sem seinastur var a ðáttia sig á gamninu. Þessi vanheilagi andi þverúðar- innar náði víst hámarki sínu í mér, er eg flutti fyrirlestur í deildinni um “trú og siðgæði.” Frá minni hendi var erindi þetta óvægg agnrýni á altþ að, sem mér féll verst í því, sem kallað eru trúarbrögð og hjá þeim sem kalla sig trúaða menn. Þóttist eg að vísu ekki draga neina dul á það, sem mér virtist vera kjarni kristindómsins, þ. e. dygð kærleikans. En tveir megingallar voru á erindinu. Annarsvegar vare igi nægilega glögt greint á milli trúareðlisins sjálfs, hinsó viðráðan- legaeðlisboðs, sem knýr mennina til hlýðni til hlýðni og hollustu við guðdómlegar hugsjónir.— og hinnar fræðilegu og tímabundnu hliðar trú- arbragðanna, sem oftlega getur lent á villigötum og blandast misskiln- ingi, ofstæki og breyskleika mann- legs óþroska. Hinsvegar skorti, svo sem við var að búast af byrjanda, allmjög á fullkominn skilning á sambandinu milli trúar og siðgæðis. Las eg um þetta leyti mjög rit heiim- spekingsins Ludwigs Feuerbachs, sem með allmikilli skarpskygni reyndi að sýna fram á það, að trú- arbrögðin væru heilaspuna einber. Var eg mjög hrifinn af rökfimi og einlægni þessa ágæta manns, þó að “trúin” sýnist reyndar gufa upp .í loftið milli handanna á honum. Samt sem áður virðist mér enn, að mikið af gagnrýni hans standi að vissu leyti í fullu gildi, enda þótt eg skildi það betur seinna, að hinn eig- inlega kristindóm snerti hún ekki. Eins og svo margir gagnrýnendur sér hann ekki kjarna málsins, hin eilífu sannindi, heldur rífur hann niður með stökustu snild hin tíma- bundnu og ófullkomnu form. Einmitt þeir, sem taka vilja 'hlut- ina alvarlega, hirða ekki um, að kaupa trúna við of vægu verði. Og þegar þeir fara að gagnrýna, er hætt við, að það stingi fyrst í augun, sem ábótavant sýnist um “trúna.” Því að hver vill selja alt sem hann á og kaupa hina dýrmætu perlu, ef svo reynist, að perlan sé svikaglingur tómt? Þó að sá sé sæll, sem ekki sér en trúir þó, þá er hitt þó líka staðreynd, að mörgu er trúað, sem lögið er. Af því stafa gjörvallir hleypidómar mannkynsins. Utan um þessi sker var eg að reyna að sigla, eins og eg hafði bezt vit á, og fanst mér eg ekki geta tek- ið boðun kristindómsins á herðar, fyr en eg hefði lært að greina hina skíru mynt frá hinni fölsku og hefði grafist eftir hinum dýpstu reynslu- sannindum í hverskonar dulspeki og trúarbrögðum. Sjálfsagt voru það smiðalítin á erindi mínu, sem ollu því, að próf. Sívertsen tók því óstint og það í frekara lagi. Rann honum út af því í skap meir en eg varð var við fyr eða seinna og fanst honurn í gagn- rýni sinni á því, að eg væri gjörsam- lega genginn af trúnni. Þó fór hann ekki mjög strangt í sakirnar í deildinni, en á eftir las hann mér harðan pistil í einrúmi og átaldi mig þunglega fyrir erindið. Var hann þá svo sár og mæddur yfir mér, að eg hálfiðraðist verksins, þó að reyndar sæi eg ekki glögt villu míns vegar. Mér fanst þá eins og fyr, að sann- leikurinn ætti að vera fyrir öllu og hann yrðum við að finna, hvort sem hann væri blíður eða stríður. Að vísu féll mér það illa að særa á þennan hátt mann, sem mér þótti persónulega vænt um. En var það ekki misskilningur tómur, að taka NUGA-TONE STYRKIR LIFF/ERIN Séu líffæri yðar lömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna i síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ættl að nota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. . Notið UGA-SOL við stýflu. Petta úrvals hægðalyf. 50c. Notið UGA-SOL vi5 stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. sér þetta svona nærri, enda þótt eg kynni nú í hvatvísi minni að hafa álpast út i einhverjar gönur? Eg verð að játa, að mér fanst þetta ekkert fjarskalega hættulegt, og á þessu sviði fanst mér prófessor Sívertsen vera dálitið takmarkaður. Og eg var því meira undrandi af því, að i kenslu sinni var hann jafnan skýr og glöggur og hvikaði þar aldrei frá, að gera þær ályktanir, sem skynsemin leiddi hann til. Og i guðfræðinni var hann eins róttækur eins og nokkur annar. En ef í pré- dikuninni út á við átti að fara að vinna samkvæmt þeini ályktunum, sem guðfræðin leiddi til, fanst mér hann hika og óttast. Ályktaði eg á þá leið, að eitthvert rótgróið “píetet” hindraði hann frá því, að standa meÖ sannfæring sinni, þegar á reyndi. II. Verð eg nú að biðja lesendurna afsökunar á því, að eg hefi eigi komist hjá því, að minnast ofurlítið á sjálfan mig og mínar eigin skoð- anir í sambandi við prófessor Sig- urð P. Sívertsen. Það var mér ó- hjákvaamilegt, hvort heldur sem eg skrifa um hann sem kennara minn eða vin, enda veit eg* að hann mundi sízt vilja, að eg .drægi f jöður yfir neitt, sem mér raunverulega þótti að, fremur en hitt, er eg græddi á sambúðinni við hann. Það gerðum við aldrei siðar meir, er við lærðum betur að skilja hvor annan. Hefi eg þá lika enn fylgt hinni sömu reglu og eg hafði í skóla, að láta hið ncgativa koiria á undan. En þetta, sem nú hefir verið sagt, ber heldur ekki að skilja þannig, að eg álíti, að eg hafi lagt nokkurn réttan dóm á próf. Sívertsen í því, er okkur bar á milli. Þvert á móti lærði eg því betur að elska hann og virða sem eg kyntist honum meir, og þó ef til vill mest eftir að eg hafði lokið prófi og átti oft við hann lang- ar og ógleymanlegar samræður á heimili hans. Þá sá eg inn í sál hans betur en eg hafði áður gert. Ef til vill af því, að eg hafði sjálfur þroskast að andlegum skilningi, eða vegna þess, að það var um hann eins og marga aðra viðkvæma menn, að hann naut sín ver í fjöknenni en í trúnaðarsamræðu. Þá átti hann bezt með að gefa mest af sjálfum sér. Það hygg eg þó að eigi sé ofmælt, að einlægni hans og falslaus trú og einskær góðmenska hafi unnið hug og hjarta allra nemenda hans áður en lauk, eigi aðeins í kenslustundum, heldur og á þeim samræðufundum og í þeim guðræknisstundum, er hann átti með okkur utan deilclar. Enguim duldist það, að i þessum manni bjó algjörlega hrekklaust hjarta, hreint eins og gull og mótað af kærleiksanda meistarans. En það sem eg lærði bezt að meta við nánari kynning var þetta, að ekki kom þetta til af því, að hann væri að eðlis- fari gæddur minnaskapríki en aðrir menn, né að hann væri fæddur full- kominn á nokkurn hátt fremur en aðrir. Heldur kom hann mér fyrir sjónir eins og maður, sem gengið hafði gegnuim sáran hreinsunareld lífsreynslunnar og komið út úr hon- um betri en hann áður var. Þáð var ekki fyrst og fremst, að hann væri lærður í trúfrœðinni. Það sem meira var vert: Hann hafði sjálfur, eftir öllum sínum beztu hæfileikum og með allri þeirri vandvirkni og sam- vizkusemi, er honum var gefin, bar- ist trúarinnar góðu baráttu, lifað í trúnni, unz sjálfur lifði hann ekki framar, heldur Kristur í honum. Á honiím: sannaðist því þetta orð: Það sem eg þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á Guðs son. — Það er mikilsvirði að geta kent kristindóm með andi^íki og mælsku. En áhrifa- ríkasta kenslan, sú, sem ekki er hægt að gleyma, er þessi, að lifa kristin- dóminn, framganga með sínum miklum eða litlum hæfileikutn sem j lifandi þjónn og vottur meistarans í daglegu lífi. 1 þessu var styrkur próf. Sivertsens fólginn. Hann hafði sjálfur gengið inn á veg helg- unarinnar, tamið lund sína og eðli með kaþólskum aga til hlýðni við meistarann. Og fyrir það var hann allur með lífi og sál í starfinu fyrir Guðs kristnina í landinu og vanst undra mikið í þá átt, að sameina þjóna kirkjunnar til bróðurlegra samtaka um rruannúðar- og kristin- dómsmál, eins og bent mun verða á af öðrum, sem um ‘hann rita. Fyrir próf. Sívertsen var trúin kraftur af hæðum, sem mönnum hlotnast í hlutfalli við fúsleika þeirra. Því mundi hann fyrstur manna hafa orð- ið til að viðurkenna, að af sjálfum sér megnaði hann ekkert, að sjálfur væri hann ekki neitt. En kraftur Guðs, sem fullkómnast getur í veik- leikanum, birtist oft uneð ógleyman- legum hætti gegnum þennan við- kvæma og heilsuveila mann, svo að honum auðnaðist að vinna gott og fagurt verk á akri Guðs kristninn- ar. Eftir að eg hafði öðlast þennan grundvallarskilning á próf. Sívert- sen, skildi eg betur alla aðstöðu hans til heilabrota minna og stöðugrar gagnrýni á skólaárunum. Þetta tilheyrði barnabrekunum fyrir hon- um. Það voru þroskastig, sem hann var búinn að fara fram hjá fyrir svo löngu, að hann var búinn að gleyma þeiim. Því að eftir alla vora baráttu og endialausa leit eftir sannleika, hvert komumst vér að lokum ? Til þeirrar trúar á Guð og hans kærleika, sem gersamlega yfirstígur alt vit og all- an skilning, og verður annaðhvort að vera meðtekin eða hafnað, af hreinu eðlisboði. Annaðhvort eru menn hæfir til að trúa eða ekki og i því máli eru tilfinningarnar jafn réttháar og vitið. Trúin er þannig fremur andleg skygni, en fræðiþytur kenninganna blæs á ýmsan veg og hugmyndunum er í mörgu ábótavant. En þetta skiftir ekki imiklu máli, borið saman við hitt, að hafa hæfi- leikann til að veita kraftinum af hæðum móttöku, kraftinum, sem styður menn til sigurs í þrekraunum æfinnar, og standa þannig í lifandi sambandi við föðurinn. Þessvegna liggur hætta í því, að leggja of mikla áherzlu á kennisetningarnar og nota þær til f jandskapar og sundrungar- efnis. Slíkar fræðilegar deilur gera eigi annað en blása menn upp í hroka og hatri, út af hlutum, sem allir eru ef til vill jafn fávísir um. En þó að skilningsgáfan sé á ýimsan veg, getur samskonar þrá brunnið í sálunum, þorstinn eftir hinum lif- andi Guði og hans dýrð. Og í þess- ari þrá ættu menn að geta sameinast og í kærleiktanum hver til annars — allir þeir, sém trúa á veg kærleik- ans og hlíta vilja leiðsögn meistar- ans, sem var þeirri hugsjón trúr, alt fram i dauðann á krossinum. Það var af þessari ástæðu, sem próf. Sívertsen var það fremur ó- ljúft, að sjá okkur hamra á okkar guðrfræðilegu deilu- og ágreinings- efnum í tíma og ótíma. Með því sá hann eigi, að við kæmum öðru af stað en deilum og þráttunum og ó- vild, sem alt var fjarri dýpsta eðli og tilgangi kristindómsins. III. Alt þetta rann upp fyrir mér síð- ar, er eg kyntist honum nánar og lærði að skilja hann betur. Það hik, sem mér hafði áður virzt til- heyra veikleikanum, tilheyrði raun- ar styrkleikanum. Hánn óttaðist það eigi í raun og veru að segja eins og honum fanst. Það gat hann sagt afdráttarlaust, ef því var að skifta. Hann óttaðist það, að gangast á lög bróðurkærleikans, vekja misskiln- ing, óvild og sundrung þar, sem átti að ríkja eindrægni og bróðurþel. Honum blöskruðu hinar trvltu, böl- þrungnu öldur flokkadráttanna í þjóðfélaginu og sá í þeim hina blindu baráttu fjandskaparins, sem starfar til eyðileggingar. En sál hans blæddi af því, að sjá þetta sama afl ná að saurga málefni kristindóms- ins, sem honum var heilagt. Öll hans hugsun miðaði þvi að þessu, að reyna að beina hugum manna að því, sem mætti sajmeina þá í hinu kristna kærleikslífi. Eins Og öldungurinn, sem fyrst og seinast tók sér þessa áminningu í munn; “Börnin mín, gætið þess að elska hvert annað,” þannig var þetta hans stöðuga um- ræðuefni síðustu ár æfi hans, þegar hann hitti gamla eða nýja lærisveina sína. Því að próf. Sivertsen slepti ekki hendi af neinum sinum læri- sveini, þó að hanj^ væri kominn út úr Háskólanum, ef hann vildi á annað borð þiggja leiðsögn hans. Með óþreytandi ástúð fagnaði hann þeiin jafnan, er þá bar að garði, með föðurlegri gleði. Jafnvel imeðan eg dvaldi í fjarlægri heimsálfu, skrif- aði hann mér á hverju ári ýms hvatningar og uppörfunarorð, sem mér urðu dýrmæt, eins og mér væri rétt hlý hönd yfir hafið. Og þegar eg kom heim, fagnaði hann mér eins og vini og bróður. Eftir það kyntist eg honum bezt og lærði mest af hon- um, jafnvel meira en á skólaárun- um. Hygg eg að fleiri en eg hafi þá sömu sögu að segja, að prófessor Sivertsen bafi reyndar altaf verið að kenna þeim, meðan þeir sjálfir héldu sambandi við hann. Slíkur kennari er, þrátt fyrir allar þær takmarkanir sem hann kann að hafa, doctor mirábilis, því hann er mannaveiðari og rækir starf sitt af köllun. Seinasta skifti, sem eg hitti pró- fessor Sigurð P. Sívertsen þannig, að okkur gæfist verulega næði til að tala saman, var líkamleg heilsa hans alveg á þroturn. Mjög var hann þá tekinn að þrá lausnina heim úr “þrengingunni miklu,” sem lögmá! áranna og ellinnar færir yfir alt hold. Hér var hveitikornið orðið þroskað til uppskerunnar, svo að hismið mátti hverfa aftur til moldarinnar. Út af hinni hrörnandi tjaldbúð lík- amans skein birta ástúðar og rnildi, sem ekki var af þessum heimi. Þeg- ar eg var kominn rétt inn úr dyr- unum, sagði hann mér, hvert hefði verið sitt síðasta verk, og brá fyrir ofurlitlum gletnisglampa í augunum, sem eg hafði aldrei tekið eftir fyr. Það hefði verið, að hreinsa til í skrifborðinu og brenna ræður sínar og erindi frá ýmsum tímum æfinn- ar. Eg lét í ljós vanþóknun mína og taldi, að enga nauðsyn hefði bor- ið til þess, enda mundi hann hafa átt ýmislegt það í fórum sínum, sem eftirsjá væri í og átt hefði að geym- ast á söfnuim. En að þessu brosti hann og sagði: “Það litla gagn, sem þessar ræður kunna að hafa gert, eru þær búnar að vinna. Til hvers er að vera geynfe það í söfnum, sem manni hefir aldrei þótt nógu gott sjálfum? Nú duga engar gamlar ræður. Nú þarf nýja menn með nýjar rceður.” Þessi orð munu verða mér minn- isstæð: Lítillætið í þeim, að geta þannig með jafnaðargeði horft á sjálfan sig og sitt strit til margra ára þurkast út og gleymast úr minn- um lands og lýða, að öðru leyti en því, sem ávöxtur verkamanna geym- ist í Guðs hendi. Fúsleikinri að ganga frá enduðu starfi og óska þeim brautargengis, .sem taka við. Og gleðin y.fir því, að vera nú leyst- ur úr baráttunni og fá að hverfa inu í fögnuð herra síns. Minnisstæðastur verður mér frið- urinn, sem lýsti af sál Ihans, þegar þessi síðustu bönd hins jarðneska lífs voru slitin. “Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem -himna arf skulum taka?” Örlítil hégómatilfinning er oft síðasti þátturinn, sem oss heppnast að slíta af oss. En hvílíkt frelsi og andleg gleði, er oss hefir tekist, að þurka þetta alt á brott! Það er sá friður, sem heimurinn getur hvorki veitt né í burtu tekið. Þaðan staf- aði birtan i augun vinar míns, er eg sá hann síðast að því kominn og við þvi búinn, að fæðast úr þessu ljósi í annað. Aldrei efast eg um það, að sú birta muni hverfa til upphafs sins. Benjamín Kristjánsson. —Kirkjuritið. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amararith, Man..............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..........B. S. Thorvardson Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man.................Sumarliði Kárdal Baldur, Man.....................O. Anderson Bantry, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........Arni Símonarson Blaine, Wash. .............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.................S. Loptson Brown, Man. .....................J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.......B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask...............S. Loptson Cypress River, Man............O. Anderson Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota..........Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.....................C. Paulson Geysir, Man.............Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man....................F. O. Lyngdai Glenboro, Man...................O. Anderson Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man.........Magnús Jóhannesson Hecla, Man.................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota.............John Norman Husavick, Man................ F. O. Lyngdal Ivanhoe, Minn......................B. Jones Kandahar, Sask..............J. G. Stephanson Langruth, Man...........................John Valdimarson Leslie, Sask...................Jón Ólafsson Lundar, Man..............................Jón Halldórsson Markerville, Alta...............O. Sigurdson Minneota, Minn.....................B. Jones Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man................A. J. Skagfeld Oakview, Man.............................Búi Thorlacius Otto, Man...................Jón Hallcfórsson Point Roberts, Wash.............S. J. Mýrdal Red Deer, Alta................O. Sigurdson Reykjavík, Man................Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash...................J. J. Middal Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man............. .Búi Thorlacius Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson Upham, N. Dákota........Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man............................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor. Winnipegosis, Man.......Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beadh.................F. O. Lyngdal Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson ?6eOOOOOOOOO0OOÓOOOOOOOOOOOOOGO4O$$$4$eOO$eeCl0OO$O4&3I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.