Lögberg - 19.05.1938, Síða 6

Lögberg - 19.05.1938, Síða 6
6 LÖGBHRQ-, FIMTUDAGINN 19. MAÍ, 1938 c -SKUGGINN Eftir GEORGE OWEN B-AXTER “Kg ætti að taka hana af þór, “ sagði hann. “En ef eg geri það, þá ferðu bara og og nærð þér í aðra. “ Sér á móti skapi fekk hann eigandanum skammhyssuna aftur. “Tom,” sagði hann og lagði hönd sína á öxl unga mannsins. “Viltu lofa mér að tala við þig eins og gamall, gamall maður — en ekki sem sheriffi?” “Eg skal hlusta á,” sagði Tom Converse og lét skammhyssuna hverfa með furðulegri leikni. “Þá vil eg bara segja þér þetta,” sagði sheriffinn. “Það væri hvggilegt fyrir þig að ganga aldrei með skammbyssu á þér. En úr því að þú hefir eina, þó rændu aldrei annan mann lífinu með henni. Við erum ekki vanir því hérna í borginni. Þú skilur — ef eg einn góðan veðurdag skyldi frétta, að maður hefði verið .skotinn hérna í héraðinu, þá mundi eg undir eins spyrja eftir þér. (>g komdu þér svo burtu,” sagði hann brosandi. “Eg vildi óska, að í mínu valdi statði að senda þig heim til þoss staðar, sem þú ert kominn frá.” Tom Converse hló og stökk upp af stóln- um. Sheriffinn «at kyr stundarkorn og sá hann ganga niður götuna með þessu riðandi göngulagi. “Ef eg hefi nokkru sinni séð mann, sem beinlínis ber j)á áletrun, að hann geti skotið öðrum mönnum skelk í bringu, — þá gengur hann þarna,” tautaði hann. Hann stóð upp og andvarpaði. Því næst gekk hann inn til sín og skelti hurðinni á eftir sér. Tom Converse hélt rakleitt til hótelsins. A svölunum var fult af fólki úr borginni, og það glápti á hasn með svip og látbragði, sem alls ekki var hægt að villast á. Eins og grimmir liundar, hugsaði Tom. An þess að líta til hægri né vin-stri gekk hann hiklaust fram hjá fólkinu og fór inn í veitingastofuna. “Mér þykir það hart,” sagði einhver, “að hér skuli maður J)urfa að sitja og gera sig merkilegan, án þess að hafa levfi til að snúa hann úr hálsliðnum.” “Sá gamli hefir tekið hann undir sína verndarvængi, ” svaraði annar. “Annars mundi hann innan skamms verða barinn í kæfu.” í nokkurri fjarlægð frá öðrum stóð mað- ur. Hann var undarlega gulur á hörund, og lmnn var þreytulegur til augnanna. Hann var sá einasti, auk sheriffans, sem setið hafði kyr á stól sínum, meðan bardaginn stóð yfir. “Eg skal vera ánægður meðan mér er ekki falið það starf á hendur — að berja hann i kæfu,” sagði hann. “Hvers vegna það?” var einhver, sem spurði. Það var eitthvað í fasi mannsins með gula andlitið ,sem vakti virðingm fyrir hon- um hjá fólki. “Ætli yrði svo erfitt að fást við hann — ef skammbyssur væru notaðar ?” “Það veit eg ekki,” sagði hinn. “Eg eyði ekki tímanum í að brjóta heilann um þess- konar hluti.” Með þessum orðam stóð hann á fætur og gekk til dyranna, sem ungi maðurinn hafði horfið í gegnum. Menn sáu, að hann var nokkuð mikið haltur. Mörg augu störðu for- vitnislega á eftir honum, þegar hann lokaði hurðinni á eftir sér. “Hver er hann?” spurðu margir menn og allir í einu. Enginn vissi það. V. Undarleg uppástunga Síðari hluta þessa sama dags sátu þeir Tom Converse og maðurinn með gula andlitið beint andspænis hvor öðrum við lítið borð í veitingastofunni og spiluðu • peningaspil. Fyrir framan manninn með gula andlitið var stór hrúga af peningum. Fyrir framan Tom Converse var aðeins eitt vasaúr. Skömmu seinna skifti vasaúrið um dval- arstað og fluttist yfir til peninganna. “Ef til vill áttu hníf?” asgði maðilrinn með gula andlitið. Tom Converse hristi höfuðið gremjulega. ‘ ‘ Eða eitthvað annað ? ’ ’ “Ekki neitt, sem eg vil eiga á hættu að tapa.” “Hvað þá! Þú vilt þó vonandi ekki liætta? Eg hefi setið í hepninni, það er alt og sumt. Næsta skifti verður þú ef til vill heppinn. Þú getur ef til vill unnið það alt aftur eins auðveldlega og þú drekkur vatn úr bolla, og jafnvel álitlega hrúgu í viðbót.” “Mér er það mikið á móti skapi,” sagði Tom, “en eg get ekki spilað lengur.” “Hvernig er það annars með skamm- byssuna þína?” “Hvaða skammbyssu?” “Eg sá að j)ú sýndir sheriffanum hana. Honum virtist lítast prýðilega á hana.” Tom hnyklaði brýrnar. “Um þá ska'mm- byssu spila eg ekki. ” “Hvers vegna ekki?” “Það skal eg segja þér,” svaraði Tom. “Það or vegna þess, að Skugginn hefir átt þessa skammbyssu. ” Halti spilamaðurinn kiptist allur við af undrun. “ Skugginn? Hvað . . . eg hélt að þú hefðir ekki fyr verið á þessum slóðum?” “Það hefi eg heldur ekki verið. Eg þekki ekki Skuggann. Hann hefir aldrei’ bor- ið fyrir mín augu. En einn af frændum mín- um náði einu sinni í skammbyssuna hans. Þú hefir ef til vill heyrt talað um póstránið, sem framið var í Svörtufjöllum í grend við Garrisonville ? ’ ’ “Ekki minnist eg þess,” sagði hinn hugs- andi. ‘ ‘ Hvað gerðist þar ? ’ ’ Skugginn réðist á póstvagninn. Hann rændi öllu verðmætu af farþegunum og var í þann veginn að fara, þegar frændi minn sendi kúlu á eftir honum. Skugginn hafði skamm- byssu í báðum höndum og hóf skothríð. Hann særði frænda minn, en áður hafði frænda mínum tekist að skjóta skammbyssuna úr annari hendinni á honum. Þegar hann kom heim, gaf hann mér skammbyssuna. Eg hefi æft mig ofurlítið að skjóta með henni.” Sá halti kinkaði kolli. “Við skulum jiá spila um eitthvað annað,” sagði hann. “Mig langar bara til að sjá, livort eg hefi hepnina með mér áfram. ” “Segðu bara til, um livað við eigum að spila,” sagði Tom glaðlega. “Eg hefi ekk- ert.” “Eg legg tuttugu dollara undir,” sagði spilamaðurinn og litaðist um til þess að stinga upp á einhveju. Augu hans staðnæmd- ust við fjöllin, sem rétt aðeins var hægt að greina gegnum rúðurnar. “Eg légg fram tuttugu dollara á móti reiðferð yfir fjöllin þama. Eg gizka ó, að það séu um tuttugu kílómetrar. Tuttugu dollarar eru ekki mikið á móti því.” “Nei, áreiðanlega ekki. Þetta er hjá- kátleg uppástunga, en eg fellst á liana. Það er að segja, eg liefi engan hest,” sagði Tom brosandi. “Þú getur fengið einn af mínum að láni, ” sagði hinn kæruleysislega. Tom velti uppástungunni fyrir sér og hristi því næst höfuðið. “Þú vilt leggja fram tuttugu dollara á móti reiðferð yfir fjöllin — á þínum eigin hesti. ” Hann skellihló að fjar- stæðunni í hugsuninni. “Mér stendur rétt á sama, um hvað við spilum, jietta býð eg bara til þess að geta haldið áfram að spila, ” sagði hinn gremju- lega. “Gengurðu að þessu eða ekki?” “Auðvitað geng eg að þessu,” sagði Tom. “Ef þú hefir ráð á því að lána hest- inn þinn til þessa, þá hefi eg líka ráð á því að ríða þenna vegarspotta. Eg hefi nægjan- legan tíma. Það er það eina, sem eg hefi.” Að sjálfsögðu hlaut eitthvað að liggja á bak við svona heimskulega uppástungu. Tom hallaði sér aftur á bak í stólnum og virti fyr- ir sér andlit mótspilarans. Hann gat ekki gert sér grein fyrir, hvað það var, sem undir lá. Hvers vegna skyldi þessi maður hafa gint hann til að spila peningaspil, vinna alla peningana hans og stinga því næst upp á öðru eins og þessu? Hvað lá á bak við þetta? “Hvernig riltu nú ganga úr skugga um, hvort eg hafi riðið alla leið þangað upp, ef eg tapa?” spurði liann. “Þegar þú ert kominn þangað upp — við skulum segja upp á tindinn á Samsonfjallinu, þá getur þú tendrað bál, sem er nógu stórt til jiess að hægt sé að sjá það héðan úr borg- inni” Nú, þarna lá hundurinn grafinn. Tom átti að ríða upp á tindinn á þessu fjalli og tendra bál. Já, já, það gat engin áliætta verið fólgin í því. Hann velti því fyrir sér eitt augnablik. “All right,” sagði hann svo. “Eg skal ganga að tilboðinu.” VI. Hestur spilamannsins. Tom Converse hafði aldrei ó æfi sinni fylgst með pókerspili með jafn-mikilli athygli og núna. Hann sat grafkyr og dáðist að þeirri leikni, sem mótspilari hans sýndi við meðferð spilanna. Þau skutust inn og út milli fingranna á honum eins og þau væru lifandi verur. Við og við leit hann framan í andlitið á manninum, og einu sinni sá hann eins og gulleitan glampa í augum hans, sem hvarf undir eins, þegar maðurinn uppgötvaði, að horft var á hann. Að sjálfsögðu tapaði Tom aftur — það tók ekki nema fáeinar mín- útur, en hann hafði tekið eftir ýmsu. Meðal armars jrví, að leikið hafði verið á hann. Það var spilafalsari, sem hann ótti hér í höggi við. Hér var samt sem áður ekkert hægt að gera. Hann gat ekki hörfað af hólminum núna. Faðir hans hafði kent honum, að þær skuldir, sem fyrstar af öllum yrði að greiða, va>ru spilaskuldir, og þess vegna ákvað Tom að halda sinn hluta samningsins. “Þeir hafa mest af Ólafi konungi að segja, sem aldrei hafa heyrt hann né séð” Þessi gamli málsháttur datt mér í hug, er eg las grein Mr. Hjálmars Gíslasonar í Heimskringlu frá 4. maí. Það er talsverður Social Credit bragur á þessari grein hans svo engum getur dulist af hvaða sauða- húsi hann er. Aðal efni þessarar greinar hans, er að finna að því, við mig, að eg sé að skrifa um stjórn- ynálin i Alberta; eg sé ekki því vax- inn að skrifa um það svo vel fari. Eg sjái ekki þær mörgu umbætur alt í kringum mig, sem Social Credit stjórnin sé að gjöra. Svo tekur hann upp úr vasa sínnm eitt Social Credit sparð, og segir að þarna sé eitt af umbótum þeim ,sem Aber- harts stjórnin 'hafi gjört. Til þess að sýna mér hvernig eg hefði átt að skrifa um þessa umbót, þá ritar hann langa klausu, em hljóðar þann- 'S- “Það hefir flogið fyrir að hún (Social Credit stjórnin í Alberta) hafi brúkað vald sitt, til að færa niður um helming vexti af opinber- um skuldum fylkisins, en þær munu vera um 160 imiljónir að upphæð, og sparnaðurinn við þetta nemur 3-4 miljónum á ári.’’— Mér varð það á að kýma í kamp, þó eg sé skegglaus, er eg las þessa klausu. Svona vill hann að eg skrifi 11 tn stjórnmálin hér. Hver 10 ára gamall skólapiltur í Alberta gæti frætt Mr. Gíslason um það, að rent- ur eru “inter-provincial affair,” og sem fylkissjtórnin hefir ekkert vald til að raska. Eíka ihefir þessi lög- gjöf stjórnarinnar, eins og allir þeirra Social Credit Acts verið dæmd að vera dauð og ómerk, af dómstólum landsins. Svo þessar 3—4 miljónir sem Mr. Gíslason er að veifa framan í fólkið, sem spar- að fé, er aðeins óborgaðir vextir á skuldum fylkisins, sem árlega bæt- ast við höfuðstólinn. Ef eg hefði nú skrifað eins vit- laust um stjórnmálin i Alberta, eins og þessi tilfærða klausa hans er, þá mundi hann hafa verið í hæsta máta ánægður með það ,og þagað. Nú, Mr. Gíslason, hér í Alberta er ekki um neinar umbætur að ræða frá stjórnarinnar hendi. Og ef þú þykist glóra í einhverjar umbætur hér, ■ þá er það bara skynvilla eða glámskygni þín. Alt skraf Mr. Gíslasonar um það, hvað Social Credit ætti að gjöra, er orðið svo gamalt hér í Alberta. að flestir eru orðnir þreyttir á 48 hlusta á það. Við heyrum forsætis- ráðherrann hér, vera að rabba um það í útvarpinu á hverju sunnudags- kveldi, innan um sálmasöng og bænagjörðir. Flestir hér vilja ekki hlusta á meira mas úr þeirri átt. Ekkert annað en skynsamlegar og róttækar umbætur, frá hálfu stjórn- arinnar, gjörum við okkur ánægða með. Ef þessi Social Credit stjórn er ekki því vaxin að geta gjört það, verður hún að fara. Eg vil benda Mr. Gíslason á það, að það verður gott tækifæri til að fræðast um athafnir Social Credit stjórnarinnar í Alberta, í kosning- unum sem fram fara i Saskatche- wan i næsta imánuði. Aberhart verður þar ekki einn um söguna. Hann hefir ákvarðað að hefja inn- reið sína í Saskactlhewan um miðjan þennan mánuð, og leggja fylkið undir sig eins og landi hans llitler gjörði í Austurríki. Þrátt fyrir allar þessar áminn- ingar Mr. Gislasonar, þa mun eg halda áfram að skrifa pólitískar fréttir frá Alberta, eins og eg heft gjört í síðastliðin 3 ár. Eg hefi æfinlega skrifað um það málefni eftir læztu vitund. Enda hefir eng- inn orðið til þess að hrekja með rökum, eitt einasta atriði af því sem egýiefi ritað um það. Éin klausan í þessari ritgerð Mr. ENGIN HLUTDRÆGNI! Raforku framleiðsla bœjarins greiðir skatt til Winnipeg borgar, í sömu hlutföllum og ljós og orkudeild Winnipeg Electric félagsins Á ársfundi Winnipeg Electric félagsins, sem haldinn var 2 maí 1938, samkvæmt því er blöðin skýrðu frá, gerði Mr. Edward Anderson sér æði mikið ómak í að bera saman skattgreiðslu Wmmpeg Electric féíagsins, við skattgreiðslu raforku framleiðslu bæjarins (City Hydro) vafalaust meo þvi augnamiði að leitast við að sýna fram á að raforkuframleiðsla bæjarins njóti sérstakra hlunnin <1. Partur af skýrslu hans ér sem fylgir: “Þcr veitið því athygli að á árinu 1937, hef ir skattbyrði vor verið $5^5 >704-00 oð með- töldum fimm prósent skatti á heildarinntektina af sporbrautunum, gasolíu skatti, skatti a sambandsfélög og vatnsrentu. 1 þessari upphœð er innifalin $355,931.20 borgun til Winnipegborgar á árinu 1937, eða 7.5 prósent af heildarinntekt félagsins í IVinnipeg, sem var $4,722,800.00. Rafórkuframleiðsla bœjarins liefir gefið iit og auglýst að heUdarinntekt sín hafi veriö á árinu 1937, $3,661,914.77 og upphœð skattsins numið $86,677.37, en af þessari upphœð borgaði Raforkuframleiðslan til Winnipcgborgar aðeins $66,75i-74> e^a l-&2 prócent af heildarinntekt sinni.” Það er eftirtektarvert hversu mikla áherzlu Mr. Anderson leggur á að gera sem ægilegasta skattbyrði félagsins með því að slengja saman í heildarupphæð peningum, sem borgaðir eru til fylk isstjórnarinnar, fyrir leyfi að brúka vatnsorku og vatnsstillur í Winnipegánni. Undir engum hugs- anlegum kringumstæðum getur það talist skattur, heldur blátt áfram borgun fyrir sérréttindi orkuversins og skipulagningar á vatnsimiagninu. Bæjar raforku framleiðslan borgaði á árinu 1937 yfir $106,000.00 fyrir sömu réttindi Skýrsla Mr. Andersons hefir valdið þvi, að margir borgarar bæjarins hafa gert fyrirspurnir um, hver væri ástæðan fyrir þenn mikla niun á skattbyði þessara tveggja hagnýtu stofnana. Svarið er auðvitað það, að skattupplhæð sú, sem Mr. Anderson tilfærir og segir að Winnipeg Electric félagið borgi, en þess er að gæta, að félagið starfrækir þrjú aðskilin sbarfsfélög i Winnipeg, sem eru: Raforka — Gas — Flutningur. Það starfrækir ennfremur sem arðberandi stofnun hina miklu byggingu, sem þekt er undir nafninu Electric Railway Ghambers, af hverri mikið er leigt til ýmsra starfsfélaga. Þá er River Park Recreation Grounds. Með öðruim orðum, félagið er einnig í Real Estate og Recreation fyrirtækjum. Eftirfarandi er stutt yfirlit yfir skattgreiðslu félagsins árið 1936, með sanngjarnri sundurliðun skattsins, er sýnir hvað kennir á hverja starfsgrein félagsins. TAXES IiEVIED TRANSPORTATIOX GAS ELECTRIC (& subsidiary companies) Amount fixed by Statute for Railway Business Amount fixed by Statute for Electricity Business $ 56,925.00 f $22,770.00 37,950.00 3,325.43 General Property Taxes 12,584.85 Electric Railway Chambers ($2 3,09 3.81) (distribution 16,165.67 2,309.38 9,518.11 4,618.76 3,989.90 3,989.91 9,232.30 6,881.32 2,966.41 Sundry Properties (Suggested: 50% for Electric Utility) 4,703.27 1,064.^ 4,703.27 3,192.75 Gross Earnings Tax 5% (Transportation System Only) Car Tax (Transportation System) 125,277.58 5,260.00 $247,311.73 $35,661.74 $54,454.69 Árið 1936 borgaði Raforkuframleiðsla bæjarins í skatt $86,717.13 hvar af $65,479.67 voru borgaðir til Winnipegborgar, svo sanngjarn samanburður á skattgreiðslu þessara rtveggja samkepp- andi framleiðslustofnana, áður afsláttur er dreginn frá, er sem fylgir: CFTY HYDRO VVINNIPEG ELECTRIC CO. IiIGHT & POWER DEPT. DIGHT & POWER DEPT. GROSS GROSS Electric Utility Tax ............................... $37,950.00 $37,950.00 General Property Taxes .............................. 25,976.13 13,311.94 Business Tax ........................................ 2,904.00 3,192.75 $«6,830^13 $54,454.69 Auk þess að borga fullan skatt til Winnipeg borgar verða teknir af þessa árs gróða Raforkuframleiðslu bæjarins $150,000.00 sem lagðir verða til öreiga framfœrslu. Ofanskrifaðar tölur eru gefnar borgurum Winnipeg borgar, sem vér vonum að vér megum vera vissir um að hið lága verð á raforku sem komið var til leiðar með þeirra eigin raforkusbofnun, og hefir verið gjört mögulegt með samkepni á jöfnum grundvelli við prívat félag. CITY OF WINNIPEG HYDRO EIiEOTRIC SYSTEM

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.