Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 16. JÚNÍ, 1938 1^=============== ILogberg GefiC út hvern íimtudag af I H E C O L U M B I A P R E S 8 L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÓNSSON VerO $9.00 um driO — Borgist lyrirjram The "Lögberg" is printed and published by The Coiumhia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Sigurför frjálslyndu stefnunnar Fylkiskosningarnar í Saskatchewan eru um garð gengnar; lauk þeim með ákveðnum og eftirminnilegum sigri fyrir Patterson- stjórnina og frjálsljmda flokkinn. Spáð hafði verið ýmsu til um kosningaúrslitin; enda var úr nógu að velja þar sem 157 frambjóðendur voru í kjöri, en 50 átti að kjósa; alls eiga sæti á fylkisþingi 52 þingmenn; kosningum í tveim kjördæmum var frestað til hins 28. júlí næst- komandi. Kosningar þessar voru sóttar af óvenjulega miklu kappi; auk stjórnarflokks- ins, kyrstöðu eða íhaldsflokksins og C.C.F. fylkingarinnar, réðst Mr. Aberhart frá Ed- monton inn í fylkið með Social Credit upp- vakninga sína og flutti kjósendum gleðiboð- skap sinn af hinum mesta fjálgleik; skorti þar hvorki gnótt fáryrða né fagurgala. Mr. Aberhart er kænn stjómmálamaður og mælsk- ur vel; fundir hans voru ágætlega sóttir og friðsamir víðast hvar, þó á stöku stað lægi við róstum, eins og raun varð á í Melville, þar sem kveðja varð lögregluna á vettvang; fólk- ið hlustaði á Mr. Aberhart og ráðgjafa hans, sem fóru eins og eldur í sinu um fylkíð endi- langt; en eftir því sem þessir háu herrar urðu kjósendum handgengnari og gerðu sér dælla við þá, svndist gjáin, sem í skoðanalegum skilningi á milli bar, víkka æ því meir; verkin sýndu merkin, því þegar lokið var talningu kjörseðla þann 8. þ. m., kom það á daginn, að Social Credit-sinnar mörðu í gegn við illan leik kosningu tveggja frambjóðenda sinna. Svo fór um sjóferð þá. Og nú er Mr. Aber- hart kominn aftur til föðurhúsanna, hljóður og undrandi yfir “skilningsleysi” fólksins í Saskatchewan. Enganveginn er það ósenni- legt, að \únir Mr. Aberharts líti nú þannig á, að honum hefði orðið það hollara að halda kyrru fyrir í Edmonton, syngja þar eftir á- stæðum og atvikum Social Credit messur sín- ar, en láta kjósendur Saskatchewan fylkis í friði.— C.C.F. flokkurinn jók þingfylgi sitt um helming, og hefir þegar naasta þing kemur saman, 10 íulltrúum á að skipa. Flokkur í- haldsmanna, undir forustu Mr. Diefenbakers, kom ekki einu einasta þingmannsefni að; það er nú reyndar engin ný bóla, því hann gerði það ekki heldur í kosingunum 1934.— Jafnskjótt og kunnugt varð að fullu um úrslit áminstra kosninga, barst Mr. Patter- son, faguryrt samfagnaðarskeyti frá forsætis- ráðherranum í Ottawa, Mr. King; var það í sjálfu sér ekki nema eð'lilegt, og í raun og veru sjálfsögð kurteysisskylda. En þá væri ekki nema hálfur sannleikur sagður, ef því væri haldið fram í alvöru, að úrslitin í Sas- katchewan bæri að skoða sem skilyrðislausa traustsyfirlýsingu á stefnu og athafnir núver- andi Sambandsstjórnar, því þó margt sé vel um gerðir hennar, þá hefir hún þó fram að þessu látið eitt og annað ógert, er brýn þörf var á að hrundið yrði í framkvæmd, því enn horfist að minsta kosti þunglega á um úrlausn atvinnuleysisins. Saskatchewan-stjórnin á sjálfri sér sigur sinn að þakka og engum öðr- um; hún reyndist fólkinu trú þegar mest á reið, og þetta mat það að fullu í kosningun- um. Ekl^i myrkur í máli Mr. Anthony Eden, fyrrum utanríkisráð- herra Breta, hefir háft hægt um sig undan- farna mánuði, og lítið látið á sér bera. Á laugardaginn var rauf hann hina pólitísku þögn sína með ræðu, sem hann flutti í kjör- dæmi sínu, Leamington á Englandi; f jallaði ræðan að mestu um stefnu, eða ef til vill rétt- ara sagt . stefnuleysi Chamberlain-stjórnar- innar í utanríkismálunum; kvað hann stjórn- ina sjá flest í þokukendum hillingum, er að utanríkismálum lyti; það væri sér hið mesta undrunarefni, að nokkur sú stjórn, er hvað ofan í annað slakaði til fyrir ásælni og of- beldi, skyldi reyna að halda því að almenn- ingi að með því væri hún að leggja grund- völlinn að varanlegum friði. “Svo sýnast atburðir síðustu mánaða skýrir og tilgangurinn jafnframt það ljós, að ekki ætti að vera örðugt að átta sig á því hvert stefnir, og að hverju hlýtur að reka, sé ekki aðgert í tæka tíð,” sagði Mr. Eden. “Hitt er og jafnljóst,” bætti hann við, “að samn- ingabrall Mr. Chamberlains við ítalíu og Þýzkaland, hefir þegar reynst tvíeggjað sverð. Vér getum ekki selt af hendi lýðræðs- legan frumburðarrétt fyrir hrossakaup við f jarskjdd, stjórnarfarsleg öfl, sem telja verð- ur vafamál hvort treysta má, er í harðbakk- ana slær, nema síður sé. Virðing þjóðar vorrar krefst þess, að henni sé ekki fórnað á altari ímyndaðra hagsmuna eða ímyndaðs stundarfriðar. Hvernig getum vér sam- vizkusmlega gengið til samninga við menn, sem lofa einu í dag og öðru á morgun; menn, sem jafnvel láta það viðgangast, að meðan verið er að undirskrifa vináttusamninga, sem þeir sjálfir standa að, sé sprengjum varpað yfir varnarlausar borgir og saklaust fólk drepið og limlest í þúsundatali að þeirra vitorði. Friðsamir sæfarendur af vor.ri eigin þjóð er áreittir, skipum vorum sökt án þess að nokkrum sé haldið ábyrgðarfullum fyrir slíkum tilverknaði. Ekkert af þessu getur nokkrum ha“tti miðað til varanlegs alþjóða- friðar: hevgulsháttur og undanhald miða aldrei til friðar, heldur miklu fremur til þess gagnstæða. Menning, sem grundvallast ein- ungis á hnefarétti, læknar ekkert af þeim meinsemdum, sem mest þjá mannkynið um þessar mundir. Með stofnun Þjóðbandalags- ins, glæddist í brjósti mannkynsins vonin um vingjamlegt sambýli þjóða á meðal; vonin um sigur réttlætis og mannúðar yfir óréttlæti og ómannúð; vonin um að gildin yrði í fram- tíðinni ávalt og á öllum tímum tekin fram vfir vangildin; að hugsjónir kami í stað hug- sjónaskorts; viturleg samvinna í stað vit- skertrar samkepni jafnt á sviði vígvarnanna sem öðrum sviðum; þessar vonir hafa bragð- ist. Þjóðbandalagið er nú ekki nema svipur hjá sjón, vegna þess að stofnað hefir verið til samninga við erkióvini þess með bráða- birgða hagnað fyrir augum; skammvinnan hagnað, sem leitt getur til hrikalegra blóðs- úthellinga fyr en nokkurn varir. Eins og þegar hefir verið sagt, má ef til vill losa sig um stundarkom frá ábyrgð með tilslökunum við einvaldsherra Norðurálfunnar. En að láta sér koma til hugar, að með því sé unnt að leggja grundvöll að dfbngilegum friði, minn- ir átakanlega á þokukendar hillingar eða kapphlaup við skuggann sinn.” Ummæli eftir merkan rithöfund » Norskur rithöfundur, Niels Christian Brögger, hefir nýlega látið frá sér fara rit- gerðasafn í bókarformi: Det moderne menn- eske og andre essays. Brögger er mentaður, skarpskygn og hispurslaus rithöfundur, og kann að skrifa um stjórnmál án þeirrar sjúk- legu frekju og sjálfselsku, er oft einkennir pólitísk skrif. Því er nokkur ástæða til að benda lýðræðissinnuðum mönnum hér á landi á þessa bók hans. Hér skulu þýddar nokkrar setningar úr fyrstu ritgerð bókarinnar, sem fjallar um nútímafólkið (det moderne menn- eske). Brögger lítur með norrætini gagnrýni til einræðisfólksins í Þýzkalandi og Sovét- Rússlandi og segir: “Ef hægt væri að frelsa heiminn með orðum einum, væri hann sjálf- sagt fyrir löngu orðinn að paradís. Svo margt hefir verið spaklega mælt, svo margt hefr verið hugsað og svo margt fagurt hefir snortið tilfinningar manna, sem síðan hefir verið ljátið í ljós í orðum, að ekki mundi skorta þar neitt á hin litríku blæbrigði marg- breytninnar í paradís. En við vitum það öll, að heimurinn verður ekki frelsaður með orð- um, að minsta kosti ekki með orðum einum saman. Orð stuðla að auknum skilningi og innsæi og öðru ekki. E|n heimurinn og þjóð- félög mannanna breytast ekki við hrókaræður á pappírsnum.-------1 þessu sambandi er fróðlegt og einkennilegt að virða fyrir sér hin glottandi Janusar-höfuð kommúnismans og nazismans, þegar um hamingju og vellíðan er að ræða. Lítið á ástandið í Sovétríkjunum og í Þýzkalandi. Hvorttveggja stjórnar- fyrirkomulagið segist hafa hina unaðslegustu og ánægjulegustu hagkvæmu lífsspeki á stefnuskrá sinni, — mestu hamingju handa sem allra flestum. Hvorir tveggja aðiljar lýsa yfir því, að menn geti því aðeins orðið þessarar hamingju aðnjótandi, ef þeir leggi mikið í sölurnar. Við sjáum, að Janusar-höf- uðið brosir til okkar og segir: sigur sigranna er að glata öllu. 1 hugsjónaríki kommún- ismans er þjóðfélagið öllu æðra, en einstakl- ingurinn einskis virði. Allir einstaklingar eiga að fórna sér fyrir sameiginlega hags- muni, sem í raun og veru eru minna virði en stað'hæfing, minna virði en fjarlæg hugsjón. Slíkt er helber hugsmíð, gráðugur blótguð, sem ekki er til. í hugsjónaríki nazismans er það kynflokkurinn og hið hreinræktaða kyn, sem á að vera meira virði en alt annað; þar á einnig hver einstaklingur að fóma sér fyrir gríska goðsögu, þar á hann líka að fara eftir innantómum, ó- raunhæ fum kennisetningum. —■ — Bæði kommúnismi og nazismi ginna fólk með fyrirheiti um brauð og sjónleika. En í raun og sannleika eru gjafir þeirra fólgnar í fanga- herbúðum, húðstrýkingum og hung- urvist. Og í baksýn bíður styrjöld- in eins og glampandi kyndill.---- Nazistarnir láta svo, sem heiður þjóðarinnar sé mikilsverðari en þjóðin sjálf. Kommúnistar láta svo, sem hamingja þjóðarinnar sé meira virði en þjóðin sjálf. Við, sem er- um lýðræðissinnar, hljótum að spyrja: Finst nokkuð það á jörð- unni, sem er mikilsverðara og æðra en mannslif ? Og við svöruní tafar- laust: “Nei, það er ekki til. Þá spyrjum við aftur: Hvers vegna breyta þá allir menn, og við sjálfir líka, eins og eitthvað væri til, sem væri meira virði en mannslíf ? Um það er spurt. Það er hin mikilvæga spurning.” —“Samtiðin.’ Island—draumalandið mitt Eftir IV' F. Kirsteins. Höfundur þessarar greinar er Lett- lendingur og á heima t beenum Ventspils í Lettlandi. Hann er á- skrifandi að Samtíðinni og hefir mikinn áhuga fyrir Islandi og ís- lenzkri menningu. Hefir hann skrif- aist á við ýmsa íslendinga og skilur mál vort vel. . Eftirfarandi grein kefir hr. Kirsteins samið á íslensku, og sent oss til birtingar. Höfum vér furðu lítið þurft. að lagfœra málið á henni. —Ritstj. Þó að eg hafi skifst á mörgum bréfum við íslendinga, hefi eg enn engum sagt frá þvi, hvernig eg öðl- aðist áhuga fyrir landi þeirra. En af því að upphaf þess liggur í bláma bernsku minnar, ætla eg að segja hér kafla úr æfisögu minni, þeim til gamans, sem kynnu að vilja vita, hvernig á því stendur. Þegar eg var fjögra ára gamall (það var árið 1914, skömmu fyrir heimsstyrjöldina) hafði eg nokkra þekkingu á landafræði. Að minsta kosti gat eg þá nefnt og sýnt á upp- drætti helztu löndin í Evrópu, svo sem Spán, Portúgal, Bretland, Frakkland o. f 1., en einnig stóra eyju uppi í vinstra horni á upp- drættinum, sem vakti athygli mína. Guðfaðir minn, sem bjó hjá okkur, átti hina stóru landkortabók, Stie- lers Handatlas og auk þess Meyers Lexikon. Hafði eg gaman af að blaða í þessum bókum og athuga lönd og borgir. Brátt skall á heimsstyrjöldin, og urðum við þá að yfirgefa íbúðar- hús okkar og flýja til Rússlands. Settumst við að í Pétursborg, þá- verandi aðsetursstað keisarans. — Faðir minn varð raunar kyr hér i Ventspils, en eg fór ásamt móður minni og guðföður til Pétursborg- ar, og dvöldumst við þar í fimm ár. Það tímabil er hið hræðilegasta í lífi niínu af því að meðan á uppreisn kommúnista stóð, höfðum við ekk- ert að borða, eins og mestur hlutí rússnesku þjóðarinnar, og á veturna vorum við eldiviðarlaus, svo að vatnið fraus i íbúð okkar. Það fanst mér athyglisvert, að er eg var að blaða í bókum í sólarlausu herbergiskytrunni minni uppi á 4. hæð, fann eg stóra eyj,u í Norð- vestur-Evrópu, þar sem engin stór- borg var. Þessi eyja hét ísiland, en i alfræðiorðabókinni var enginn uppdráttur af henni. Guðfaðir minn sagði, að ibúatala íslands væri svo lág, að jafnvel þó að í slendingar væru allir saman komnir á einn stað, mundi þar ekki verða jafn fjölmcnt og i stórborg. En eg fór að hugsa meira og meira um þessa eyju, þar sem fólkið væri Svona fátt. Guð- faðir minn, sem vör mikill frí- merkjasafnari, sýndi mér einnig ís- lenzku frimerkin, og áJhugi minn fyrir íslandi óx með degi hverjum. Svo kom sumarið 1920, þegar við máttum fara heim til ættjarðar okk- ar, sem orðin var sjálfstætt riki — Latvía. Húsið okkar stóð ennþá, en faðir minn hafði látist á stríðsár- unum, Við urðum að skilja aleigu okkar eftir í Pétursborg, því að ó- kleift var að fara með hana heim, vegna þess, að á landamærum Rúss- lands rændu kommúnistar flótta- menn eins og þeir gátu. Við átturr að byrja nýtt líf á rústum. Guðfað- ir minn fékk stöðu sem ritari í sveit- arstjórnarskrifstofu hér í grend við Ventspils, og svo fluttumst við hingað.. Árið 1921 var stofnuð hér veðurathugunarstöð, til þess að mæla úrkomu og snjódýpi. Mér voru daglega gefin veðurkort, og var ég mjög hrifinn af þeim. Þannig hlakkaði eg meira og meira til að vita um þau lönd, sem að heims- skautabaug Iigg|ja, sérstaklega ís- land, Jan Möyen, Grænland o. s. frv. Árum satnan fram til 1928 hafði eg ekkert annað en veðurkortin til þess að öðlast af fræðslu um Is- land. En þegar eg skildi orðið þýzku og ensku, fór eg upp á eigin spýtur að setja mig í samband við ísland, til þess að svala fróðleiks- þorsta mínum. Þannig fékk eg að vita um Veðurstofuna í Reykjavík, og í skýrslum hennar fann eg heim- ilisföng veðurathugunarmanna á ís- landi. Frá einum þeirra fékk eg ma' send nokkur íslenzk blöð, og nú orð- ið hefi eg aflað mér mikillar kunn- áttu um ísland i öllum greinum. Nú finn eg, að hjarta mitt er tengt við Island, og sú er von mín, að eg komist þangað einhvem tíma, til þesS að kynnast landinu per- sónulega. Mér þykir mikið fyrir því, að tímarnir skuli vera svo óstöð- ugir sem raun er á, og vegna gjald- eyrisvandræða og tímaskorts, á eg örðugt með að fara til íslands. En eg er þrátt fyrir alt ánægður, enda eru margir íslendingar fúsir til að skrifast á við mig, og nota eg hér með tækifærið til þess að þakka þeim öllum fyrir þá vináttu, sem þeir hafa sýnt mér á liðnum árum. ísland — töfralandið mitt — vertu blessað og sælt, þú sóley, Thule. —Samtíðin. þjóðarinnar, einkum landbúnað og sjávarútveg, en auk þess sé sýnt ýmislegt markvert úr þjóðlífi Is- lendinga og ýmsir fegurstu staðir á landinu. Þessi kvikmynd verður svokölluð mjófilma, þar sem auð- veldara er og ódýrara að koma við sýningu á slíkri filmu en hinum venjulegu breiðfilmum, sem mest eru sýndar á kvikmyndahúsum. Efnið í kvikmyndina verður tek- ið úr tveim kvikmyndum, sem þeg- ar eru að nokkru leyti til. Er önnur þeirra af landbúnaðinum, og hefir Vigfús Sigurgeirsson tekið hana fyrir Samband ísl. samvinnufélaga. Hin er af 'sjávarútveginutn, og hefir Loftur Guðmundsson tekið hana. Báðar þessar kvikmyndir verða auknar nú á næstunni, og verður síðan gerð ein kvikmynd úr báðum eftir vali sýningarráðsins. Kvikmynd Lofts Guðmundssonar er breiðfilma, og er ætlast til, að hún verði fullkomin kvikmynd af sjávarútveginum. —Morgunbl. 17. maí. Hafsísinn Hafisinn var orðinn svo mikill á siglingaleið fyrir Hörnbjarg í gær- morgun, að flutninga'skipið “Hekla” komst með naumindum vesturleið- Heimssýningin í New York Undirbúningur þátttöku íslands i heimssýningunni i New York er nú i fullum gangi. M. a. er nú verið að vinna að kvikmynd þeirri, sem ráð- gert er að sýnd verði á sýningunni. Morgunblaðið hitti Thor Thors, form. sýningarnefndar, í gær ög leit- aði frétta hjá honum um kvikmynd þeSsa. Honum fórust svo orð: Eins og kunnugt er, hefir verið ákveðið að sýna íslandskvikmynd á heimssýningunni i New York. Er ætlast til þess, að kvikmyndin veiti sem glegst yfirlit yfir atvinnuvegi Hekla sendi svohljóðandi skeyti frá sér í gærmorgun: “Erum 25 sjómflur út af Horni. Höfum reynt að komast í gegnum alt frá 66°35" norðlægrar breiddar upp undir Geirhólma. ís er alstað- ar þéttur. Hvergi hægt að komast í gegn.” Rúmum tveimur klukkustundum eftir að þetta skeyti var sent barst Eimskipafélaginu, sem hefir Heklu á leigu, skeyti um það, að tekist hefði að koma skipinu gegnum ís- inn fyrir Hörn, og er Hekla nú á leið hingað til Reykjavikur. Það mun vera vestanátt, sem rek- ið hefir ísinn upp að landinu og ef sama átt helzt, er hætta á því að siglingaleiðin fyrir Horn teppist al- veg. Hinsvegar telja kunnugir menn, að ísinn muni fljótt reka frá landi aftur, ef áttin breytist. Sex ár eru siðan að siglingaleiðin fyrir Hörn var illfær vegna íss, eða árið 1932. Þá va það, sem Esja og Dr. Alexandrine komust með naum- indum fyrir Horn vegna íss. Al- gjörlega hefir þessi leið ekki tepst vegna íss síðan 1918. Veður var gott á Norðurlandi í gær og hlýrra enu danfarna daga. Nokkrir hafsijakar eru á reki í Húnaflóa og við Skaga, en ís virð- ist vera minni austur með landinu en hann var fyrir nokkrum dögum. Dettifoss liggur nú á Siglufirði, og á að koma suður strax eftir helgina. Getur svo farið, ef ísinn heldur áfram að reka upp að landinu við Hornbjarg og Strandir, að skip- ið neyðist til að fara austur fyrir land. , —Mogunbl. 15. maí. TILKYNNING ! Hér með gefst almenningi það til vitundar, að Mr. Carlyle Jóhanns&on að Gimli, hefir tekið að sér umboð fyrir vora hönd, til þess að veita viðtöku pöntunum af öllum tegund- um prentunar í bygðarlögunum við Winnipeg vatn. Hefir hann ntí fengið vora nýjustu verðskrá og getur uppfrá þessum degi veitt smáum og stórum prentunar pöntunum mót- töku. Hvergi sanngjarnara verð og vandað verk ábyrgðst. BOX 297. GIMLl, MAN. The Columbia Press LIMITED Toronto og 'Sargent, Winnipeg, Man. í /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.