Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ, 1938
7
Canada’s Northland is studded with picturesque L akes and Laughing Rivers. From these scénes the
Tourist returns laden with happy memories and renewed health and vigor
Vígbúnaður á sjó
Grein þessi er að mestu samin
eftir þýzkum heimildum, en
varpar þó nokkru Ijósi á flota-
mál alment.
Sáðan menn lærðu að smíða skip
hafa þeir jafnan notað þau til þess
að útkljá deilur sínar, vinna lönd eða
verja strandlengjur sinar. Aldrei
hafa þó hers'kip haft sterkari áhrif á
sögu mannkynsins og afkomu ein-
staka þjóða en þau sem voru notuð
í heimstyrjöldinni. Þó að úrslita-
orusturnar hafi ekki verið háðar á
sjó, heldur á landi og í lofti, segir
í sögu heimsstyrjaldarinnar frá
mörgum ægilegum sjóorustum, eyði-
leggingu þúsunda skipa, og falli þús-
unda sjóhetja. Sjóhernaðurinn
hefir einnig haft það i för með sér,
að verzlunarskip þjóða þeirra, sem
tóku þátt í stríðinu, og hlutlausra
þjóða voru í stöðugri hættu vegna
kafbáta og tundurdufla, enda mátti
svo heita að nokkrir hafshlutar væru
allgerlega lokaðir, svo sem Norð-
ursjórinn, Miðiarðarhafið og Svarta
hafið.
Að stríðinu loknu var það ósk
flestra þjóða, að koma í veg fyrir
takmarkalausan vígbúnað á sjó, sem
hlaut að stafa af reynslu þeirri, sem
var fengin -i heimsstyrjöldinni.
Bandamenn lögðu hönd á öll herskip
Þjóðverja og bandámanna þeirra,
sem þeir gátu náð í (eins og í allan
verzlunarflota þeirra). Herskipum
þeim, sem Þjóðverjar áttu að skila
í hendur Englendinga, söktu þeir
sjáifir i Scapa Plow. Með þessu
móti var herfloti þeirra úr sögunni,
a. m. k. fyrst um sinn.
Hinar þjóðirnar vildu einnig, af
ótta við næsta stríð, takmarka víg-
búnaðinn á sjó og héldu, f framhaldi
af friðarsamningafundunum, all-
margar flotamálaráðstefnur. Þó að
það væri þá ekki álitið heppilegt að
leggja stríðsflotana niður með öllu,
var þó stefnt að takmörkun vig-
búnaðarins á sjó. Stórfeldasta flota-
málaráðstefnan var haldin á árinu
1922 í Washington og var þá ákveð-
in hlutfallsstærð helztu stríðsflota
heimsins, þ. e. Englands, Bandaríkj-
anna, Japans, Prakklands og ítalfu
með þessum hlutfallstölum i sömu
rð eins og löndin: 5 : 5 : 3 : i)4 :
i)4- Þó að takmörkun þessi næði
aðeins til stærstu orustuskipa og
fallbyssustærðar ^eirra, gaf hún þó
nokkra vissu i þeim efnum og var
meS (h'enni stigið spor í rétta átt.
Því miður var stefnu þessari ekki
haldið ti'l streitu. Flotamálaráð-
stefnur siðari ára báru lítinn eða
engan árangur, ekki sízt vegna þess
að Japanir og Italir sögðu sig um
tíma eða fyrir fult og alt lausa við
skuldbindingar þessar.
Síðan hefir vígbúnaðurinn á sjó
ekki verið neinum takmörkum bund-
inn, nema hvað nokkrar þjóðir héldu
sér enn að meira eða minna leiti við
Washington samninginn. Sem stend-
ur búa sig allflestar þjóðir af alefli
undir nýjan sjóhernað, enda segir
næstum daglega í erlendum fréttum
frá nýjum heimildum trl handa
einni eða annari ríkisstjórn til auk-
inna herskipabygginga.
Eina landið, sem til þessa hefir
lagt á sig af frjálsum vilja tak-
mörkun vígbúnaðarins á sjó, er
þýzka ríkið. Með samningi, sem
það gerði við enska ríkið 18. júní
Í935 og endurnýjaði 17. júní 1037,
var ákveðið að þýzki herflotinn
mætti aldrei verða stærri en 35%
af enska stríðsflotanum. Þjóðverj-
ar urðu að viðurkenna að hinir víð-
tæku hagsmunir enska heimsveldis-
ins útheimtuðu rniklu stærri flota en
þýzka rikið gæti haft not fyrir. Af
enskum stjórnmálamönnum hefir
því oftar en einu sinni verið viður-
kent að flotasamningur þessi væri
einn “hornsteinn fyrir friðsamlegri
samvinnu milli Englendinga og
Þjóðverja.”
Með flotasamningum, sem önnur
ríki gerðu með sér, t. d. Bandarikin,
England og Frakkland, var ákveðið
að takmarka a. m. k. um nokkurra
ára skeið stærð herskipa og fall-
byssna þeirra. Stærstu orustuskip-
in áttu ekki að vera stærri en 35,000
smál. og faHbyssurnar ekki viðari en
35.6 cm. Ákvörðunin um stærð
falbyssnanna hefir þó aftur seinna
verið afnumin, svo að hinar stærstu,
sem hafa verið smíðaðar s.l. ár, hafa
40.6 cm. vítt op. Um stærð sjálfra
skipanna er ennþá deilt, en þó munu
nokkur skip alt að 40,000 smál. stór,
vera i smiðum.
Fyrir nokkrum árum litu margir
sérfræðingar svo á að þýðing her-
skipa hefði minkað mikið vegna
nættu þeirrar, sem þeim gæti verið
búin af hernaðarflugvélum. Reynsl-
an sem var.fengi í flotaæfingum, í
Spánarstriðinu og í styrjöldinni í
K'ína, hefir þó sýnt fram á að her-
skipin eru ekki eins varnarlaus gegn
laftárásium eins og menn höfðu hald-
ið, ef bætt er brynvörn þeirra á
efsta þilfarið og settar á þau sér-
stakar loftvamarbyssur.
Niðurstaðan verður þvi sú, að
herskip munu ávalt vera með þeim
skæðustu vopnum, sem þjóðir geta
notað til varnar og árása. Þessvegna
halda öll stórveldin áfram að auka
vígbúnað sinn á sjó, og hin smærri
ríki eru á einn eða annan hátt einn-
ig dregin inn í þessa hringiðu. Þessu
mun verða haldið áfram á meðan
nokkur stríðshætta er og ekki sizt nú
á dögum, þar sem styrjaldir geisa í
tveim heimsálfum.
Hlutverk stríðsflotanna mun þá
enn að nýju vera það að berja niður
stríðsflota andstæðingsins með öll-
um hugsanlegum vopnum, eyði-
Jeggja verzlunarflota hans með kaf-
bátum og tundurduflum, ráðast á
hafnarborgir hans og verja strand-
lengjuna. Þetta mun vera hið hræði-
lega hlutverk herskipanná í næsta ó-
friði, sem allir friðelskandi menn
óska að aldrei komi.
Hér skal þó enn drepið á nokkur
önnur hlutverk stríðsflotans, sem
honum er falið að leysa af hendi á
friðartfmum eða þó a. m. k. svo
lengi sem þjóðirnar halda áfram að
hafa stóran herskipaflota.
Mætti hér fyrst nefna uppeldi og
mentun sjóliða yfirleitt. Allar þær
mörgu þúsundir ungra manna, sem
árlega sigla á herskipum föðurlands
síns, annaðhvort af frjálsum vilja
eða vegna herskyldu, fá þar — ef
í augnaMikinu ekki er litið á her-
mannlegt uppeldi — hinn bezta
hugsanlega undirbúning undir vænt-
an-legt lifsstarf, sem hásetar, stýri-
menn, skipstjórar, verkfræðingar
o. fl. Ennfremur fá þeir með utan-
landsferðum herskipanna viðtæka
þekkingu á mörgum þjóðum og
löndum heimsins, þeir kynnast jafn-
öldrum sínum og hugsunarhætti
þeirra í flotaliði annara þjóða, þeir
læra góða framkomu, tungumál og
þjálfun vilja og líkama. Það er ekki
af tilviijun að flestir skipstjórar og
foringjar á hinum heimskunnu risa-
farþegalskipum hafa áður verið for-
ingjar í sjóhernum.
Með þessu er bent á annað frið-
samlegt hlutverk herskipa og áhafna
þeirra: að koma opinberlega fram
sem fulltrúar rikis síns í öðrum
löndum. Er hér skemst að minnast
herskipa þeirra, sem komu hingað
á Alþingishátíðina eða hinna mörgu
opinberu hemsókna sem stjórn okk-
ar og annara þjóða fá árlega af
herskipum vinþjóða sinna. Þó að
það sé skritið er það samt satt: hin
örgustu ljón ófriðartíma eru dúfur
á friðarárum, sem færa vinarkveðj-
ur og óskir um gagnkvæman skiln-
ing! Æskilegt væri að herskip ættu
aldrei að leika nein önnur hlutverk
en friðarheimSóknir, en þá mættu
þau leggja niður fallbyssurnar allar
nema þær, sem notaðar eru til við-
hafnarskota.
Að lokum má geta þess að her-
skip eru oft notuð i visindalega leið-
angra eða þeim til aðstoðar. Varla
mun nokkur flotastjórn láta slíkt
tækifæri sleppa úr hendi sér, að
veita opinberus leiðöngrum eða
rannsóknarferðum aðstoð og um
leið skipsáhöfnunum möguleika til
þess að sýna dugnað og drengskap.
Um allan heim er árlega varið
miljónum og miljörðum til þess að
byggja eða endurbæta herskipastól
þjóðanna. Það er og verður aldrei
hægt að nota nema litinn hluta hans
til friðsamlegra starfa þeirra, sem
að ofan greinir. Öll hin skipin liggja
í höfnunum og fallbysSukjaftar
þeirra bíða eftir ófriði. Ófriðarhátt-
unni verður sannarlega ekki afstýrt
meðan þjóðirnar, nauðugar viljugar,
halda áfram takmarkalausum víg-
búnaði á sjó.
H. Þ.
—Fálkinn.
íslenzkur fiðluleikari
á leið til frægðar
Fyrir viku síðan kom hingað til
bæjarins ung, islenzk stúlka, sem er
fædd og uppalin í Winnipeg. Nafn
hennar er Pearl Pálmason. Ungfrú
Pálmason leggur stund á fiðluleik,
og er sérstaklega efnilegur fiðiu-
leikari.
Hún hóf tónlistarnám sitt hjá
bróður sínurn, Pálma Pálmason, og
var þá aðeins níu ára að aldri. Sið-
an stundaði hún nám um þriggja
ára skelið á tónlista!rskólanum í
Toronto og hafði lokið því námi
áður en hún náði tvítugsaldri.
Nú er ungfrúin tuttugu og tveggja
ára að aldri, og stundar nám í Lon-
don hjá víðfrægum kennara í fiðlu-
spili, CarJ Flesch að nafni. Flesch
var áður prófessor í Berlin, en þar
eð hann hefir Gyðingablóð í æðum,
varð hann að’hröklast þaðan, þegar
Hitler komst til valda. Síðan dvelur
hann í London óg kennir fiðluleik
við mikinn orðstir. Hann er löngu
heimsfrægur maður. Hvaðanæfa að
úr veröldinni keppir fólk um að
stunda nám hjá Flesch, en hann
veitir aðeins viðtöku þeim, sem hann
telur hafa ótvíræða hæfileika til að
bera. Öðrum vísar hann burt. Þá
hefir Flesch og samið beztu kenzlu-
bækur í fiðluleik, sem völ er á. Eru
þær þýddar á f jölda tungumála. —
Nú stunda nám hjá Flesch sextán
nemendur frá ýmsum löndum. Er
það eigi lítill heiður fyrir íslenzku
þjóðirfa að eiga eitt sinna barna
meðal nemenda Carl Flesch.
Ungfrú Pálmason á fjölda ætt-
ingja hér á landi. Móðir hennar er
Gróa Sveinsdóttir frá Kletti í Borg-
arfirði, en faðir Sveinn Pálmason,
bróðir Ingvars Pálmasonar alþingis-
manns.
Mér hefir nýlega veizt sú ánægja
að eiga tal við ungfrú Pálmason þar
sem hún dvelur á heimili frænda
síns, Sveins Ingvarssonar forstjóra,
Laufásvegi 19, Reykjavík. — Fer
aðalefni samtals okkar hér á eftir;
—Þetta mun vera í fyrsta sinn
sem þér komið til Islands?
—Já-
—Og hingað komið þér frá námi
yðar í London?
—Já. Nú tek eg mér frí frá nám-
inu til hausts, en byrja þá aftur hjá
núverandi kennara mínum, Carl
Flesch.
—Er námið ekki erfitt?
—Jú, námið er mjög erfitt. Það
fylgir því bæði líkamleg og andleg
áreynsla. Það krefst okkar óskiftra
— en það er lika þess virði, að eitt-
hvað sé á sig lagt fyrir það, bætir
ungfrúin við og andlit hennar ljóm-
ar af ánægju, þegar hún minnist
kennara sins og æfinganna í London.
—Námskostn'aður ykkar, þessara
sextán “útvöldu,” hlýtur að vera
mikill ?
—Já, hann er það. Hver nemandi
verður að greiða þrjú pund sterling
fyrir hverja kenslustund. Slíkt er
auðvitað engum fært af eigin ramm-
leik, enda njóta allir nemendur Carl
Flesoh riflegra styrkja. Eg er t. d.
styrkt af nokkrum íslendingum
vestan hafs.
—Hafið þér haldið hljómleika
opinberlega ?
—Já. Eg hefi haldið hljómleika
i mörgum bæjum vestan hafs, m. a.
i Winnipeg og Toronto
—Og dómarnir?
—Þá getið þér kynt yður sjálfir,
svarar ungfrúin brosandi og réttir
mér úrklippur úr ýmsum blöðum.
Eg tek við blaðaúrklippunum og
samtalið heldur áfram:
—Væntanlega gefið þér Reykvík-
ingum kost á að hlýða á fiðluleik
yðar.
—Já, eg býst við að halda hér
hljómleika i næsta mánuði með að-
stoð hr. Árna Kristjánssonar pianó-
leikara.
—Og að þeim loknum . . .?
—Þá mun eg væntanlega heim-
sækja frændfólk mitt í Borgarfirði,
Björgvin Guðmundson tónskáld á
Akureyri, sem mér er kunnur síðan
hann dvaldi vestan hafs, og ættingja
mína á Austurlandi, ef tími og aðrar
aðstæður leyfa.
—Það er auðvitað tilgangslaust
að spyrja, hvernig yður lítist á
landið, því að yður hefir ekki gef-
ist kostur á að sjá það neitt að ráði
enn.
—Jú, jú, segir ungfrúin áköf og
fljótmælt, og það lætur nærri, að hið
einkar aðlaðandi andlit hennar verði
gremjulegt yfir þessari fáfræði,
minni. Vissulega hefi eg séð landið.
Eg sá nokkuð af því af sjó á leið
minni •hingað. Og það er fallegt-
— dásamlegt, voða fallegt! segir
ungfrúin með sannfæringarkraft í
röddinni og ljóma í augum.
—En bærinn?
—Mér finst bærinn skemtilegur
— ef ekki væri sandrokið á götun-
um, bætir hún við og lítur niður á
gólfið, eins og henni finnist hún
varla mega minnast á þennan svarta
blett á höfuðstaðnum.
—Það er varla von, að þér séuð
hrifnar af þvi, segi eg hughreyst-
andi. Við erum það ekki heldur.—
En finst yður bærinn ekki lítill?
—Nei. Að þessu hafa margir
spurt mig, en eg finn alls ekki til
þess. — Það eru líka mhrgir að tala
um, hvort mér finnist ekki kalt hér,
en því fer fjarri. Enda er ólikt
hlýrra á heimilum manna hér en í
London.
—Hvað finst yður um fólkið?
Er ekkert sérstakt í fari þess, sem
þér veitið athygli?
—Það held eg naumast — ekki
nema það, að mér finst fóJkið að-
laðandi og viðmótsgott. Eg á miklu
auðveldara með að samlagast fólki
hér — verða ein af því — heldur
en í London. — En eg er nú líka
ein af ykkur, bætir ungfrúin við
eftir andartaksþögn, og rödd henn-
ar og augnaráð bera þess ljóslega
vott, að hún ber hlýjan hug til Is-
lands og íslendinga.
—Þér talið furðu góða íslenzku.
—Mér hefir farið allmikið fram
þessa einu viku, sem eg er búin að
dvelja hér. Annars hefi eg aldrei
lært íslenzku i þess orðs venjulegu
merkingu. Eg talaði hana á heim-
ili rninu, þegar eg var að alast upp.
I skólunum var enskan auðvitað alls
ráðandi og i London fæ eg ekki
tækifæri til þess að tala íslenzku. En
í haust ætla eg að verða orðin góð i
málinu!
—Hugsa Vestur-íslendingar mik-
ið til okkar hér heima ?
—Já, það gera þeir áreiðanlega —
liklega meira en þið til þeirra.
—Þar hafið þér vafalaust rétt
fyrir yður, svara eg um leið og eg
rís úr sæti mínu og kveð ungfrú
Pearl Pálmason með þakklæti fyrir
ánægjulegt viðtal.
♦ -t
Eftir að hafa kynt mér blaðaum-
mæli um hljómleika ungfrú Pálma-
son, vitnisburði kennara hennar og
ýmsar aðrar viðurkenningar, er hún
hefir hlotið fyrir hæfileika sína,
dylst ekki, að þessi unga og mynd-
arlega stúlka býr yfir óvenjulegum
hæfileikum. Blaðaummælin er eng-
in leið að rekja hér, rúmsins vegna,
En þau eru öll hin lofsamlegustu og
lofa mjög góðu um framtíð ung-
írþarinnar. Enda munu margir
Reykvikingar biða þess með óþreyju
að fá tækifæri til þess að hlýða á
hljómleika ungfrú Pearl Pálmason.
V. J.
—Nýja. dagbl. 24. maí.
^ Borgið LÖGBERG !
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Amaranth, Man.............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota...........B. S. Thorvardson
Árborg, Man..............Tryggvi Ingjaldson
Árnes, Man................Sumarliði Kárdal
Baldur, Man...............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..........Arni Símonarson
Blaine, Wash. .............Arni Símonarson
Bredenbury, Sask.................S. Loptson
Brown, Man.......................J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota......B. S. Thorvardson
Churchbridge, Sask...............S. Loptson
Cypress River, Man.......................O. Anderson
Dafoe, Sask..................J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota.......Jónas S. Bergmann
Elfros, Sask.......Mrs. J. H. Goodmundson
Foam Lake, Sask.........J. J. Sveinbjörnsson
Garðar, N. Dakota.........Jónas S. Bergmann
Gerald, Sask.....................C. Paulson
Geysir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Gimli, Man.....................F. O. Lyngdal
Glenboro, Man.............................O. Anderson
Hallson, N. Dakota.......S. J. Hallgrímsson
Hayland, P.O., Man..... Magnús Jóhannesson
Hecla, Man...............Gunnar Tómasson
Hensel, N. Dakota.............John Norm^n
Husavick, Man.................F. O. Lyngdal
Ivanhoe, Minn......................B. Jones
Kandahar, Sask.............J. G. Stephanson
Langruth, Man..............John Valdimarson
Leslie, Sask............................Jón Ólafsson
Lundar, Man.............................Jón Halldórsson
Markerville, Alta. ...........O. Sigurdson
Minneota, M.inn....................B. Jones
Mountain, N. Dak............S. J. Hallgrímson
Mozart, Sask............J. J. Sveinbjörnsson
Oak Point, Man.................A. J. Skagfeld
Oakview, Man..................Búi Thorlacius
Otto, Man................................Jón Halldórsson
Point Roberts, Wash............S. J. Mýrdal
Red Deer, Alta................O. Sigurdson
Reykjavík, Man.................Árni Paulson
Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson
Seattle, Wash. .................J. J. Middal
Selkirk, Man.............................Th. Thorsteinsson
Siglunes P.O., Man........Magnús Jóhannesson
Silver Bay, Man...............Búi Thorlacius
Svold, N. Dak............B. S. Thorvardson
Tantallon, Sask...............J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota........Einar J. Breiðfjörð
Viðir, Man..............Tryggvi Ingjaldsson
Vogar, Man. .............Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man..........................Jón Valdimarssor.
Winnipegosis, Man.....Finnbogi Hjálmarssor,
Winnipeg Beadh................F. O. Lyngdal
Wynyard, Sask...............J. G. Stephanson