Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 6
6 LÖGBBBG, FIMTTTDAGINN 36. JÚNÍ, 1938 L SKUGGINN— Eftir GEORGE OWEN BAXTER i J “Mér er fullkomlega ljóst, að þú kærir þig kollóttan bæði um sjálfan þig og mig. Annars hefðir þú alls ekki hafst jafn heimsku- legt að. Þú heldur ef til vill ekki að það sé alvara, en það er það samt. Þú heldur, að þú getir sloppið úr greipum fólksins í Went- worth eins og allstaðar annarsstaðar, en það getur þú ekki. Það hefir kallað á hjálp. Fyr- ir klukkutíma síðan kom Algie Thomas frá n|áma|bor^iimi. Þeir hafa umkringt gisti- liúsið.. Guð einn veit, hvernig eg kem þessu bréfi til þín, nema mér hepnist að Eehda því inn um gluggann, og Guð einn veit, hvers vegna eg skrifa það. En þetta á að þýða, að alt sé um garð gengið, finst mér, að þú verðir að vita, hvað þú hefir á savmzikunni. Eg efast ekki um, að bak þitt sé nógu breitt til að bera þessa byrði. Ef til vill hlærðu aðeins að því. En eg vil, að þú fáir að vita, að Benn, sem altaf hefir litið upp tii mín, hefir komist að þeirri niðurstöðu, að eitthvað gott hljóti í þér að vera, og að verk þín séu verjanleg, eingöngu vegna þess að þú annt mér. — Hann tók þess- vegna að dázt að þér og dýrka þig sem hetju sína — hann er ekki nema unglingur enn þá. Hann ákvað að fremja hetjudáð, svo að þú veittir honum eftirtekt og gerðir hann ef til vill, að félaga þínum. Hann hefur oft talað um það við mig, en eg tók það bara sem barna- skap, eins og það er. En einn morgun fengum við að vita, að sprengdur hefði verið upp peningaskápur hjá kaupmanni einum í grendinni og Benn væri grunaður um að hafa gert það. Um hádegis- bilið komu fregnir um, að hann hefði verið sigraður í bardaga, þar sem hann særði tvo af þeim mönnum, sem á hann réðust. Ef til vill veiztu alt þetta og kærir þig kollóttan. En eg segi þér, að ef Benn, sem nú situr í Carlton-fangelsinu, verður settur í þrælkunarvinnu, þá er það að lang-mestu leyti þér að kenna. Ef þú aðeins gætir gert eitthvað til að hjálpa honum. Faðir hans lítur á mig á liverjum degi, og þótt hann segi ekkert, þá veit eg samt, að hann álítur það mína sök, af því að eg þekti þig og þú varst eins og þú ert. En hvers vegna á eg að skrifa meira! Þú ert ef til vill þegar farinn að brosa. Bara að mér mætti takast að vita vissu mína um, hvort þú hefur hjarta, eða h\rort kalt blóð rennur í æðum þínum. Bertu sæll, og guð varðveiti þig og mig og Benn. Mér finst einhvernveginn, að úti sé um okkur öll.” Tom Converse hneig niður á rúmbríkina og þrýsti kreptum hnefanum að enninu. “Hvað þýðir þetta altf” sagði hann. “Benn í fangelsi, af því að hann sprengdi upp peningaskáp. Og hann sprengdi upp peninga- skápinn, af því að eg hafði gefið honum slæmt fordæmi! Og hérna sit eg í þessu bölvaða gisthúsi, meðan alt þorpið' bíður þess, að eg komi út, svo að hægt sé að senda blýkúlurnar í hausinn á mér. Og Algie gamli Thomas er einn ...” Tann hætti og stóð í skyndi á fætur. ' “Eg er utan við mig. Eg er ekki með öllum mjalla. Innan skamms vakna eg og uppgötva að mig hefr verið að dreyma þetta alt. Hver er egf Hver er Benn? Og hver hefir skrifað þetta bréf?” Hann var í þann veginn að böggla það saman í höndinni, en gerði það þó ekki. Fyrir hugskotssjónum sínum sá hann stúlkuandlit — fölt og með stór, dökk augu, sem sindruð'u í bjarma kulnandi báls. Stúlkan sat á apal- gráum hesti. Einhver innri rödd sagði hon- um, að unga stúlkan, sem skotið hafði upp við bálið á Samson-fjalli og hjálpað hafði honum að komast undan óvinunum, væri sú sama og skrifað hefði þetta bréf. Hann skildi jafnlítið í því og öllu öðru, en bréfið varð alt í einu verðmæti í hans augum. Var- lega braut hann það saman og stakk því á sig. Svo leit liann alt í einu upp. “Eg verð að fara héðan,” sagði hann. “Eg fer niður og krefst skýringar af Algie gamla. Hann er þó vitiborinn maður.” Hann gekk til dyranna, sneri lyklinum og tók í húninn. En dyrnar var ekki hægt að opna. Til þess hafði verið of mikið á þær borið að utan. 1 sömu svifum sagði rödd fyrir utan. Það var málrómur Algie gamla: “Ert það þú, Tom?” ‘ ‘ Thomas sheriff! ’f sagði Tom Converse. “Guði sé lof, að hér er þó einn maður með öllum mjalla á mörg þúsund mílna svæði. Sheriff, lokið mér að komast út og tala við vður.” Svarið, sem hann fékk, var fyrst lágur, iktandi hlátur, og því næst: “Byrjaðu bara að tala þarna, sem þú ert, drengur minn. Eg hefi ekki hugsað mér að eiga meira á hættu en frekast er nauðsynlegt. ” “Sheriff!” kallaði Tom. “Þér haldið 'þó ekki, að eg sé . . .” “Eg held ekkert — eg held alls ekki neitt,” greip sheriffnn fram í fyrir honum. “Eg veit aðeins, að nú hefir þú runnið þitt skeið á enda, drengur minn. ” “Guð minn góður!” hrópaði Tom. “Ætl- ið þér að fara með mig eins og væri eg glæpa- maður og . . .” “Við skulum tala lítið um það,” sagði sheriffinn. ‘ ‘ Eg hefði átt að sjá þetta, þegar þú sýndir mér skammjbyssuna þína. En eg hafði ekki vakandi augu, nei, það hafði eg ekki. En rendi ekki grun í, að þú mundir ganga svona langt, Tom. ’ ’ Tom Converse gekk eitt skref aftur á bak og komst þá í námunda við gluggann. 1 sömu svifum kvað við skot, og kúla þaut fram hjá höfði hans og klesstist í veggnum. Tom Converse var ekki lengur í vafa unr, að hann var umkringdur. Eina undankomuvonin var glugginn, því svo var mikið æði á mannþyrpingunni, að tæpast þurfti að ætla að hún gerði sér ljóst, þó einn maður slæddist um stund innan um hana. XIII Hefnd — / A meðan allir umsátursmennirnir hlupu til hesta sinna með hrópum og blótsyrðum og riðu af stað í dauðans ofboði, stóð Skugg- inn kyr, án þess að hreyfa legg né lið. Ilon- um leið ekki vel við þá tilhugsun, að hann skyldi hafa tapað Captain aftur, eins og hann hafði verið sigrihrósandi yfir að vera búinn að ná honum. Hann vissi, að það var bjánaskapur að ætla sér að ná í þann mann, sem sæti á baki hans. Hversu oft hafði hann ekki sjálfur, á bakinu á Captain, hlegið dátt að þeim mönnum, sem þó voru að elta hann á þeim fljótustu hestum, sem voru til á margra mílna svæði. Fimm mínútum eftir að flóttamaðurinn var horfinn, var varla nokkur maður eftir í bænum. Skugginn gekk ráðþrota frá hlöð- unni og yfir að liinu auða og yfirgefna veit- ingahúsi. Það væri nógu gaman að sjá her- bergið, þar sem hinn ungi maður hafði sofið um daginn. Hnn gekk upp stigann og hugs- aði um, hvernig maður þessi Tom Converse væri, og hvað hann væri í raun og veru. Hann hafð náð Tom í gildru, sem hafði ótvírætt bent til, að hann týndi lífinu, enda var Skugg- anum sama. Líf hans hafði enga þýðingu. En nú hafði það sýnt sig, að Tom Converse var ekki jafn huglaus og hánn hafði haldið Flóttinn af veitingahúsinu var verk, sem Skugginn sjálfur hefði ekki getað leikið betur. Hann fekk það óþægilega mikið á tilfinn- inguna, að hans eigin- örlög væru á einn eða annan hátt fléttuð saman við örlög Tom Con- verse. Þegar hann gekk inn í lierbergið, þar sem hinn ungi maður hafði verið lokaður inni, sá hann sér til mikillar undrunar, að ljós logaði þar inni. Iíann stóð augliti til aug- litis við Algernon Thomas sheriffa. Gamli maðurinn kinkaði kolli og brosti. “Sjáið bara, ” sagð hann. “Hann hefir ekki reynt neitt heimskulegt. Hann hefir Ilanri hefir ekkert reynt að rífa gat á loftið eða gólfið. Nei, hann hefir sem sagt bara beðið eftir þessu heppilega tækifæri, og svo fór liann þann veg, sem við héldum að hann myndi koma.” Sheriffinn hristi höfuðið undrandi. Skugginn leit á hann sínum dökku augum. Þau voru vakandi og athugul, en í djúpi þeirra brá fyrir eins og gulum glampa. Þetta voru einkennilegar kringumstæður. Hér stóð hann, sjálfur, Skugginn, og talaði í friðsemd við sheriffann, sem þorpararnir á fjöllunum höföu óttast í mörg ár. “Má eg segja yður eitt, sheriff,” sagði hann vonzkulega. “Eg er mest liissa á, að hann skyldi sleppa frá yður. Það er í fyrsta sinn, sem þér hafið náð tangarhaldi á Skugg- anum, og mér finst það reglulega ergilegt, að þér skylduð þurfa að láta í minni pokann. Manni finst jafnvel, að þér hafið hitt þarna fyrir mann, sem sé ofjarl yður.” Sheriffinn gamli tók lampann og lyfti lion- um upp að andliti afbrotamannsins og athug- aði hann grandgæfilega. “Þér eruð vitur maður,” sagði hann hægt og horfði á hann rannsakandi. “Þér eyðið ekki tímanum í nótt til að reyna að handsama Skuggann.” “Nei,” sagði Skugginn. “E gvissi, að það var vonlaust, því að eg sá hestinn hans.” Hann leit ekki af andliti gamla mannsins. Hann sá, að í svip þessa gamla manns hvíldi máttur, jafnvel hættulegt vald. Samt vissi hann eiginlega ekki hvers kyns vald þetta var. Og í þeirri svipan fanst honum óþægilegt að láta öldunginn horfa á sig, með þessu leyud- ardómsfulla augnaráði. Skugginn átti einnig starf fyrir höndum, er hann varð að sinna. Innan skamms mundi Tom Coverse vera kominn heim til fjölskyldu sinnar. Og svo mundi hann á augabragði koma til baka með sannanir fyrir, hver hann væri. Fyrir þann tíma urðu Jess Sherman, Harry Lang og Chuck Parker að vera komnir fyrir kattamef. ‘ ‘ Eg verð að fara, ’ ’ sagði hann við Algie. “Verið þér sælir!” “Bíðið við augnablik,” sagði Algie. “Mér finst við ættum að talast svolítið meira við, eg man ekki eftir að hafa séð andlit yðar fyr.” Hatrið kom upp í Skugganum og hann hreytti út úr sér: “Eg er ekki vanur að hanga á knæpum og vaða elginn um sjálfan mig, það er víst þess vegna, að þér kannist ekki við mig. ’ ’ Með þessum orðum sneri hann sér við og stikaði út úr herberginu. Sheriffinn gekk hægt á eftir og hélt lampanum hátt yfir höfði sér. Hann stóð og horfði á eftir þem ókunna með ánægjusvip. En héfði Skugginn vitað, hvað sá gamli hugsaði, hefði hann að líkind- um látið samtalið enda með skoti. Skugginn sneri sér ekki við, lieldur gekk rakleitt út í liesthúsið og tók reiðskjótann sinn. Hann flýtti sér ekkert að leggja á hann, því þessa stundna þurfti hann ekki að fljHa sér. Verkð, sem hann átti að virina, var bezt að gera eftir miðnætti. Enda beið hann þar til stytt var upp og óveðrið hafði lægt svo- iítið. Svo reið hann af stað yfir holt og hæðir og stanzaði svo í litlum dal, sem var allur skógi vaxinn undir laufkrónu, sem var svo j)étt, að hripnaði ekki í gegnum. Þar opnaði liann hnakktöskuna og tók upp blað og blýant og líka bréf, sem skrifað var með sömu smáu og festulegu rithöndinni eins og bréfið, sem kastað hafði verið inn til Tom Converse. Við birtuna af vasaljósinu athugaði hann skriftina gaumgæfílega og fór svo að skrifa. Það leið ekki á löngu þar til hann væri á- nægður með skriftina. Þá tók hann nýja örk og skrifaði í örfáar línur með hönd, sem var nákvæmlega eins og kvenhöndin á bréfinu. Bréfið var þannig: “ Jóss! Það hefir komið dálítið voðalegt fyrir. Komdu undir eins. ...Vlýttu þér, flýttu þér. Eg bíð þin í skuggarjóðrinu.” “Einmitt þannig mundi hún orða það,” tautaði hann fyrir munni sér. “Eg vona bara, að alt sé nú í lagá, að þau hafi ekki orðið ósátt.” Um leið sló liann í og lét hestinn val- hoppa í gegnum dalinn, þar til hann var kom- inn í námunda við stórhýsið, þá hægði hann á sér, fór af baki og flýtti sér upp að húsinu. Hljóðlaust læddist hann meðfram sólbyrg- inu. En fyrir utan einn gluggann nam hann staðar, beygði sig og fór að' fitla við gluggann líkt og köttur í öllum hreyfingum, svo liðugur var hann. Svo kom hann hendinni undir karminn og henti bréfinu í manninn, sem lá þar og svaf. Eins og elding slepti liann takinu og hlustaði. Hann heyrði manninn hreyfa sig og gefa eitthvert undarlegt hljóð frá sér. Það var rödd Jess Shermans. Svo heyrðist skrjáfa 1 pappír og því næst var ljós kveikt. Þetta fanst Skugganum nægilegt. Hann læddist í burt að hestinum og reið af stað út í næturmyrkrið. Hann stefndi til þess rjóðurs, sem liann fyrir tveimur árum síðan hafði mælt sér mót með Sylvíu, en mætt þéttu kúluregni. Þegar hann kom þangað, hagaði hann sér alveg eins og það kvöld, beið í myrkrinu undir trjánum. Skugginn þurfti ekki að bíða lengi. Hin þjálfuðu eyru hans heyrð'u brátt hófatak í liesti, sem þeysti í áttina til hans. Storminn hafði nú algjörlega lægt og liætt var að rigna. Yfir suðurhimininn varp- aði máninn náfölu Ijósi sínu. 1 tunglsljósinu sá hann manninn koma ríðadi, sem hann liafði kallað hingað með bréfinu. Jess Sherman þeysti ugglaus út í opinn dauðann. Hann nam staðar í miðju rjóðrinu, litað- ist um í allar áttir og kallaði: “Sylvia — ert þú hérna? Sylvia . . . Það er eg!” Skugginn nísti tönnum. Hugur hans fyltist hatri til mannsins í rjóðrinu. Hann keyrði hestinn sinn sporuin, svo að hann engdist af sársauka cfg stökk út úr myrkrinu út í tunglsbjart rjóðrið. Þegar Jess Sherman sneri sér við í hnakknum, ýtti Skugginn barðastóra hattin- um sínum aftur á hnakkann, og tunglsljósið flóði um andlit honum. Undrunarhróp heyrðst frá hinum. “Hallo . . . hver er þarna? . . . eg hélt . .. hver fjandinn ert þú annars, lagsmaður?” “Eg er ekki sá, sem þú bíður eftir,” sagði Skugginn með grafró. “Eg er maður, sem þú hefir áreiðanlega gamán af að frétta af. Eg liefi hitt þig einu sinni áður á þessum stað. ” “Hvern íjandann á þetta að þýða?” sagði Sherman. “Eg skil ekki við hvað þú átt. Hver ert þú?” “Maðurinn, sem þú gerðir tilraun til að myrða á þessum stað, raggeitin þín. Eg er Skugginn.” Efi — örvænting — skelfing brá í einu vetfangi fyrir á andliti liins ógæfusama Sher- manns. Hægri hönd hans lireyfðist í áttina til skammbyssuskaftsins, en þegar liann sá, að Skugginn svaraði þessari hreyfingu ekki með svo miklu sem að hreyfa litla fingurinn, nam liönd lians staðar á miðri leið. Hin ó- truflanlega ró liins liræðilegasta afbrota- manns virtist hafa ennþá meiri lamandi áhrif á hann en þótt hann liefði séð inn í liálfa tylft af skammbyssukjöftum. Hin rólega fram- koma Skuggans var nægileg til þess að' svifta hendur Jess Shermans öllu afli sínu. “Þarna skreiddist og" upp á hestinn minn,” hélt Skugginn áfram, “og í langan tíma á eftir lá eg eins og hundur, sem bíður eftir því að drepast. En eg draj)st ekki. Ör- lögin, eða hvern fjandann þú vilt kalla það, vildu það ekki. Þau vildu lieldur láta mig lifa, svo að eg gæti sjálfur gert upp reikning- ana við þig, Sherman, og við hina tvo vesa- lingana, sem láguð í leyni fyrir mér, þegar þið höfðuð fengið stúlkuna til að ginna mig hingað ...” Loks fékk Sherman aftur málið. “Við fengum hana ekki til þess,” sagði hann. “Eg sver við himininn, að við gerðum það ekki. Hún hafði ekki hugmynd um, að við lægjum þarna og biðum þess að þú kæmir. Þetta er sannleikur.” Skugginn brosti. Hann hafði lialdið, að það væri að minsta kosti liugrakkur maður, sem liann ætti að fást við. En hræðslan gerði Sherman þungt um tungutakið. Skugginn ygldi sig og hreytti út úr sér: “ Og þessa lygi ætlar þú þér að sverja?” “Það er engin lygi!” stundi Jess Sher- mann upp. “Hún vissi ekki af því, að þið voruð þarna?” sagði Skuggnn hægt. “Þegar þið komuð hingað, eltuð þið liana og lögðust í leyni, án þess að liún hefði nokkra liugmynd um það?” “ Já, já, þannig var það. Og eg fór bara með, af því . . . af því að . . .” “Þú skalt ekki segja meir,” sagði Skugginn alt í einu. “Eg ætla að hugsa mig dálítið um.” Hann laut liöfði lítið eitt og leit þannig út í raun og veru, eins og hann sæti í þungum þönkum, og enn á ný laumaðist hönd Sher- mans í áttina til skammbyssunnar. En liarin dró hana til sín í skyndi. Það var óhugsandi, að maður eins og Skugginn hegðaði sér svo kæruleysislega. Þetta var sjálfsagt aðeins gildra, til þess að reyna að fá hinn til að taka upp skammbyssuna, svo að' hann gæti liaft ánægjuna af því að drepa liann í heiðarlegum bardaga. Slierman 'gætti þess að lialda hægri hendinni þannig, að hún sæist. Og svo beið hann og beið, meðan skelfingin knúði ófram hjartaslög hans. , “Jæja,” sagði Skugginn loksins, “nú skal eg segja þér, hvað eg liefi hugsað mér. Eg hefi liugsað mér, að sá maður, sem segir mér, að Sylvia hafi ekki svikið mig, að hann ætti að sleppa vel. Eg segi þér það hrein- skilnislega, Sherman, að þú ert ræfill, og eg vildi gjarnan láta þig sleppa — ef þú bara hefðir ekki séð framan í mig.” Jess Sherman hreyfði varirnar, áður en hann gat sagt nokkurt orðð, svo mjög liafði hræðslan lamað hann. “Eg hefi ekki séð neitt, félagi,” sagði hann. “Þótt eg hafi séð andlit yðar, man eg það ekki, og svo skal eg heklur ekki segja nokkurt orð ...” “Haltu þér saman,” sagði Skugginm “Eg fæ klígju, þegar eg liugsa til þess, að þú skulir ganga í karlmannsfötum. Yertu ekki með neitt kerlingarkjaftæði. Þú veizt alveg eins vel og eg, að um leið og þú ert kominn frá augunum á mér, flýtir þú þér að komast til Algie Thomas ...” “Eg sver .. .” “Eg kæri mig ekkert um svardaga þína og eiða, þeir hafa ekkert að þýða. Nú held eg að við höfum talað nógu lengi. Taktu skammbyssuna þína, hugleysinginn þinn, og reyndu að deyja eins og maður.” “Guð hjálpi mér,” stundi Sherman. — “Þú veizt, að eg get ekkert á móti þér!” Skugginn ygldi sig. “Þá skal eg gefa þér eitt tækifæri,” hreytti hann út úr sér. Hann hugsaði sig um eitt augnablik, svo hélt hann áfram: Eg ætla að gera þér þann greiða, að snúa í þig bak- inu, Sherman.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.