Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 8
Ur borg og bygð
Dr. -A. B. Ingimundson verÖur
staddur i Riverton 21. þ. m.
♦ ♦
Mr. og Mrs. Th. Clemenz frá
Ashern, voru stödd í borginni i vik-
unni sem leið.
♦ f
Mrs. Th. Indriðason frá Oxbow,
Sask., er stödd í borginni um þessar
mundir ásamt Thorsteini syni sín-
um.
♦ ♦
Björt og rúmgóð þriggja her-
bergja ibúð fæst til leigu nú þegar
að 683 Beverley St. Afar sann-
gjörn leiga. Simi 26 555.
♦ ♦
-Miss Dora Peterson, yfirhjúkrun-
arkona við námaspítalann í Flin
Flon, Man., var stödd í borginni i
fyrri viku; héðan lagði hún af sfað
austur til Ottavva, London og ef lil
vill fleiri borga í Ontario.
♦ ♦
Séra Jóhann Friðriksson frá
Deloraine, Man., var staddur í borg-
inni i byrjun yfirstandandi viku;
hefir hann svo að segja árlangt átt
við alvarlegt heilsuleysi að stríða, en
sýnist nú vera búinn að ná sér von-
um betur.
♦ ♦
Hljómleikar 17. júní
Barnasöngflokkurinn og nemend-
ur R. H. Ragnar gefa hljómleika
með aðstoð Pál'ma Pálmasonar i
Music and Arts söngsalnum á
Broadway 17. júní n.k. Aðgöngu-
miðar nú til sölu hjá meðlimum
barnaflokksins og hjá Steindóri
Jakobsson, West-End Food Market.
GIMLI THEATRE
Thurs. and Fri., June 16-17
8 p.m.
“BORDERLAND ’ ’
William Boyd, James EUison
•
Thurs. and Fri., June 26-24
52ND STREET”
Zasu Pitts, Kenny Raker
•
Matinee—Saturday Afternoon
3 p.m.
Prises for Children
Nú fáanlegt
1 MANITOBA
Blandað og látið í flöskur
undir beinu eftirliti
eigenclanna.
ADAIR & COMPANY
GLASGOW
hjá
Gooderham & VVorts, Limited
•
25 oz. Flaskan $2.40
40 oz. Flaskan $3.75
Að viðbœttum söluskatti
ef nokkur er
Thís advertisement is not inserted by the
Government Idquor Control Commission. The
CommÍ8SÍon is not responsible for statements
made as to the quality of products ad-
vertised.
Mr. Guðmundur Sigurðsson ak-
týgja smiður frá Ashern, dvelur í
borginni þessa dagan'a.
♦ ♦
Magnús skáld Markússon, kom
heim á föstudagskveldið var, eftir
10 daga dvöl í Sudbury, Ont., hjá
syni sínum og tengdadóttur, þeim
Mr. og Mrs. Hannes Markússon.
♦ ♦
Mr. J. T. Thorson, K.C., sam-
bandsþingmaður fyrir Selkirk kjör-
dæmið, var staddur í borginni
nokkra daga í fyrri viku; hann lagði
af stað austur til Ottawa á laugar-
dagskveldið.
♦ ♦
Látinn að Ninette, Man., þann 3.
júní, Friðjón Victor Finnsson, fiski-
útvegsmaður frá Hnau'sa, Man.,
eftir langt stríð við heilsuleysi; f jör
og dugnaðar maður, er brátt muri
verða nánar unr getið.
♦ ♦
Mr. Björn A. Björnson radio-
fræðingur frá Moose Jaw, Sask.,
dvelur í borginni þessa dagana á-
samt frú sinni og tveimur börnum.
Björn er sonur þeirra Mr. og Mrs.
Sigurður Björnson, 679 Beverley St.
♦ ♦
Frú Hólmfríður Daníelson frá
Arborg, er nýlögð af stað í skemti-
för til íslands, og hygst að dvelja
heima fram undir haust. Lögberg
árnar henni fararheilla og ánægju-
legrar dvalar á ættjörðinni.
Morgunblaðið í Reykjavík frá
24. maí, lætur þess getið, að hr.
Asmundur P. Jóhannsson bygginga-
meistari frá Winnipeg, hafi komið
til höfuðstaðarins með Brúarfossi,
ásamt frú sinni daginn áður.—
♦ ♦
Til Hins ev. lúterska
kirkjufélags:—
Eg hafði hlakkað til að sækja
þingið að Glenboro þessa viku, en
þvi miður verð eg að neita mér um
þá ánægju. Eg árna þinginu og
kirkjufélaginu sem heild allrar bless-
unár Drottins í Jesú nafni.
Með kærustu kveðju,
Carl J. Olson.
Foam Lake, Sask.,
13. júní 1938.
♦ ♦
Þessi börn voru fermd í Leslie
sunnudaginn 12. júní af séra Jakob
Jónssyni:
Kristján Albert Jóhannsson
Páll Þorsteinn Magnússon
Lyle Vernon Sandberg
Bryan Harvey Bjarnason
Harald Wilfred Walker
laurine Evelyn Walker
Jóhanna Sigurbjörg Jóhannsson
Anna Guðný Bernice Magnússon
Ólöf Guðfinna Jóhannsson.
Veitið athygli auglýsingunni frá
Gimli Theatre, sem birt er hér með
í þessu blaði. Myndir þær, sem sýnd-
ar verða, eru hinar vönduðustu, og
lætur framkvæmdarstjórinn, Mr.
Young þess getið, að frá 1. júlí fái
hann þó enn meira úrval af mynd-
um, bæði fræðandi og skemtandi. ís-
lendingar á Gimli og í grend, ættu
að njóta þessara ágætu myndasýn-
inga, sem allra almennast.
SEALED Tenders addressed to the under-
sig'ned and endorsed “Tender for
Improvements to Heating Apparatus, Immi-
gration Bullding No. 1, Winnipeg, Mani-
toba,“ will be received until 12 o’clock
noon (daylight saving), Wednesday, June
2ð, 1938, for improvements to the heating
apparatus in Immigration Building, No. 1,
Winnipeg, Manitoba.
Plan and specification can be seen and
forms of tender obtained at the office of
the Chief Architect, Department of Pubiic
Works, Ottawa, and the Resident Architoct,
Customs Bullding, Wlnnlpeg, Manitoba.
Tenders will not be considered unless made
on the forms supplied by the Department
and in accordance with the conditions set
forththerein.
Each tender must bo accompanied by a
certified cheque on a chartered bank in Can-
ada, payable to the order of the Honourable
the Minister of Public Works, equai to 10
per cent. of the amount of the tender, or
Bearer Bonds of the Dominion of Canada
or of the Canadian National Railway Com-
pany and its constituent companies, uncon-
ditionally guaranteed as to principal and
intefest by the Dominlon of Canada, or the
aforementioned bonds and a certified cheque
if required to make up an odd amount.
By order,
J. M. SOMERVILLE,
Secretary.
Department of Public Works,
Ottawa, June 8, 1918.
GIMLI LODGE
tekur til starfa i. júlí. Liggur á
fögrum og hentugum stað i bænum.
Sanngjiirn leiga fyrir herbergi.
Tryggið yður pláss nú þegar með
því að kalla upp 34919.
♦ ♦
Mr. Carl Thorlaksson verður
staddur í Árborg þann 29. þ. m. og
dvelur þar i viku; gerir hann þar
við úr, klukkur og hverskonar
skrautmuni, sem vera vill. Hann
verður að hitta í Farmers’ Co-op-
erative búðinni, og getur fólk sent
muni sína til aðgerðar þangað. ts-
lendingar í Árborg og grend, ættu
að færa sér þetta ágæta tækifæri
sem allra mest og bezt í nyt.
♦ ♦
Sunday School Picnic, Kildonan
Park, Saturday, June 18. Buses
leave cíhurch (2 large buses) 1
o’olock p.m. sharp, 1 small bus at
1.15. 2 Buses returning leave park
at 7.30 p.m. — No Sunday School
from now until first Sunday after
Labor Day, in September.
♦ ♦
KOSTABOD
íslendingasögurnar, ásamt Snorra
og Sæmundar-Eddu í skrautbandi,
fást til kaups nú þegar við sann-
gjörnu verði gegn peningum út í
hönd. Bækur þessar eru i því á-
standi að hvoki sézt á þeim blettur
eða hrukka. Upplýsingar á skrif-
stofu Lögbergs, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg.
♦ ♦
Bænda og bændakvenna samtökin
í Manitoba, halda Chautauqua í
Cypress River seinni partinn á mið-
vikudaginn þ. 22. þ. m. Gert er ráð
fyrir miklu fjölmenni á samkomu
þessa. Frú Andrea Johnson frá Ár-
borg, forseti bændakvenna samtak-
anna, flytur þar ræðu um samvinnu-
mál.
♦ +
Ungmenni fermd í Selkirk á
Hvítasunnudag af séra Valdimar J.
Eylands:
María Guðrún Maxon
Leona Mae McKenzie
Anna Ósk Jóhannson
Mildred Ingibjörg Skagfjord
Irene Rosanna Walterson
Ingunn María Walterson
Alfred Brydges
Franklin Tugo Dahlman
Sigurður Guðbrandson
Paul Hinrikson
Barney Jóhannson
Wilfred Leo JOhnson
Jóhann Gestur Midford
Jóhann Eyþór Peterson.
♦ ♦
Meðlimum Heimilisiðnaðarfélags-
ins og vinur þeirra er boðið að
iieimsækja “Jordans Limited”
(Oriental Rugs) 393 Portage Ave.,
á föstudagskvöldið 17. júní 1938,
klukkan átta.
Þar verða til sýnis austurlenzkar
gólfábreiður fagrar og fágætar, en
sýningunni fylgir fróðleg og skemti-
leg skýring á vefnaði þeirra og hin-
um sögulegu “'munstrum”, sem öll
hafa sérstaka þýðingu, einnig verð-
ur útskýring á litum, sem líka hafa
sína sérstöku merkingu.
Deildin má þakka Mrs. Hannes
J. Lindal þetta góða tilboð og það er
vonandi að sem flestar félagskonur
og vinir færi sér það í nyt.
4 ♦-
Þau Mr. og Mrs. Ed. Thorlakson
frá Chicago, eru nýverið komin til
Mountain, N. Dak., í heirrisókn til
vina og ættmenria. Mr. Thorlakson,
sem er gott leikritaskáld, hefir
stundað nám í dramatískri list við
Northwestern University í Chicago
nú í meira en ár við hinn bezta orð-
stír; hann hefir ákveðið að efna til
skemtunar á Mountain þann 24. þ.
m., er samanstendur af framsögn,
eftirhermum og leiksýningum, með
líku sniði og hann þegar hefir gert
í Evanston og Chicago ; má fullyrða,
að þarna gefist Da'kota íslendingum
kostur á óvenju aðlaðandi skemtan.
Meðal annars verður þarna um að
ræða sýnishorn af skáldverki Mr.
Thorlaksonar, “Kjartan of Iceland.”
Þau Mr. og Mrs. Thorlakson,
munu dvelja á Mountain sem svarar
^riggja vikna tíma, og skreppa ef
til vilí hingað norður til Winnipeg
Guðmundur Pétur Björnsson, 69,
trésmíðameistari í Selkirk, lézt að
heimili sínu þar í bæ fimtudaginn
9. þ. m., eftir langa vanheilsu.
Jarðarförin fór fram frá heimili og
kirkju hins látna á mánudaginn að
viðstöddu miklu f jölmenni. Verður
þessa mwta manns vafalaust nánar
getið síðar. Séra Valdimar J. Ey-
lands jarðsöng.
♦ ♦
Ungmenni fermd í Árdalssöfnuði
í Árborg, af sóknarpresti, á Hvíta-
sunnudag:
Laura May Jónasson
Emily Agnes Oddleifsson
Margrét Sigríður Sveinsson
Lillian Grace Guðmundsson
Torfhildur Gíslason
Ólöf Sigríður Sigvaldason
Erlendur Theodore Erlendsson
Ingvi Sveinn Erickson
Jóhann Jóhannsson
Karl Jóhann Ólafsson
Edwin Arilíus Sigvaldason.
♦ ♦
Gefin voru saman í hjónaband í
kirkjunni að Garðar, N. Dak., þann
8. þ. m., þau Miss Margrét Hjört-
son og Thomas Thorleifson, bæði
frá Garðar. Brúðurin er dóttir
þeirra Mr. og Mrs. John Hjörtson,
en brúðguminn sonur Mr. Gamalíels
Thorleifssonar, og Katrínar konu
hans, sem látin er fyrir allmörgum
árum. Brúðhjónin eru bæði út-
skrifuð af háskóla N. Dakota ríkis,
og stundar Thömas kenslustörf vjð
þá inentastofnun. Framtíðarheim-
ili þeirra verður í Grand Forks.
Séra Haraldur Sigmar fratnkvæmdi
hjónavígskma, og var kirkjan fag-
urlega blómum skreytt. IJrúðhjón-
in eru komin af úrvalsfólki og njóta
almennra vinsælda. Þau komu til
W|innipeg á brúðkaupsför sinni.
Lögberg flytur þeim intiilegar árn-
aðaróskir. -
♦ ♦
Gefin voru saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju laugardaginn
11. júní þau Dagmar Helen Chris-
tianson frá Winnipeg og Ernest
Archibald Forbes, verzlunarfulltrúi
frá Hamilton, Ontario. Verður
framtíðarheimili brúðhjónanna þar
eyistra. Séra Valdimar J. Eylands
framkvæmdi hjónavígsluna í viður-
vist allmikils fjölda vina og ætt-
ingja brúðhjónanna.
♦ ♦
Á þriðjudaginn þann 7. þ. m.,
voru gefin saman í borginni Banning
í Californíuríki, Mr. John Luther
verkfræðingur og Grace Biurger; fór
hjónavígslan fram á heimili brúðar-
innar þar í borg. Rev. M. S. Mc-
Kericher gifti. Framtíðarheimili
þeirra Mr. og Mrs. Luther verður
t Banning. Tvær systur brúðgum-
ans eiga heima í Winnipeg, Mrs. B.
Hendrickson, 449 Burnell Street,
og Mrs. O. R. Phipps, 522 Furby
Street. Einn bróður á hann á ís-
landi, Þórð L. Jónsson, verzlunar-
mann í Reykjavík.
♦ ♦
Ársþing Bandalags lúterskra
kvenna verður haldið í Langruth,
Man., dagana 2-3-4 júH. Chartered
Bus fer frá Fyrstu lútersku kirkj-
unni á laugardaginn 2. júlt, kl.
8.30 f. h. Fargjald fram og til baka
um $2.25 eftir því hve margir erind-
rekar gefa sig fram til að ferðast
með “bus.” Áríðandi að undirrituð
fái að vita sent fyrst um farþega,
svo að hægt sé að gera alar ráðstaf-
anir.
.F. Benson,
695 Sargent Ave.
Islenzkar tvíbökur
og brauð — margar tegundir
af kökum og sætabrauði
GEYSIR BAKERY
724 SARGENT AVE.
Phone 37 476
Sendum vórur heim.
The BLUE OX
Meat Market
P. LAMOND, Prop.
Phone 30 000
For the Finest in
MEATS and VEGETABLES
Free, Prompt Delivery
592 BLLICE AVE.
Messuboð
Engin messa í Fyrstu lútersku
kirkju næsta sunnudag vegna
kirkjuþingsins. Sunnudagsskóli kl.
12:15.
♦ ♦
Fyrsta lútersjca kirkja, sunnudag-
inn 26. júní, 1938:—
Morgunguðsþjónusta kl. 11 f. h.,
Séra V. J. Eylands.
Sunnudagaskóli kl. 12:15.
Kvöldguðsþjónusta kl. 7 e. h.,
Séra Jóh. Bjarnaison.
♦ ♦
Séra Carl J. Olson flytur guðs-
þjónustur í Vatnabygðum sem fylg-
ir:-—
Sunnudaginn 19. júní—
Foam Lake, kl. 3 e. h.
Westside kl. 7.30 e. h.
Fljóti tíminn á öllum þessum
stöðrim.
Sunnudaginn 26. júní—
Mozart kl.-ii f. h.
Wynyard, kl. 3 e. h.
Kandahar kl. 2.30 e. h.
Guðsþjónustan í Kandahar verð-
ur á ensku. Hinar allar á íslenzku.
Allir eru boðnir og velkomnir.
♦ ♦
Þjóðræknisdeildin Fjallkonan í
Wynyard heldur fund föstudaginn
17. júní kl. 2 e. þ. í samkomusal
kirkjunnar. Fundarefni: “íslend-
ingadagurinn o. fl.”—Jóns Sigurðs-
sonar verður minst með stuttu er-
indi. Skemt verður með upplestri
á vísum eftir eitt að helztu alþýðu-
skáldum Vestur-íslendinga. Menn
eru vinsamlega beðnir að leggja til
kaf fibrauð.
Jakob Jónsson,
forseti.
♦ ♦
Séra Egill H. Fáfnis, prestur ís-
lenzku safnaðanna i Argyle, biður
þess getið, að nauðsynlegt sá að sér
verði send tafarlaust nöfn þeirra
erindreka, er Kirkjuþingið sækja,
svo unt verði að gera ráðstafanir í
tæka tíð gagnvart dvalarstöðum.
International
Dance Revue
í OSBOKNE STADIUM
20. júni, 1938
til arðs fyrir Sumarheimili ís-
lenzkra barna við Hnausa,
Man. — Tíu mismunandi þjóð-
flokkar í þjóðbúningum sínum
taka þátt í danssýningu Jiess-
ari. Verðlaun fyrir beztu dans-
ara $25, $15 og $10. Karlakór
Islendinga í Winnipeg syngmr
nokkur lög, auk þess fer fram
íslenzk glíma og skotæfingar af
boga auk margs fleira.
Skemtunin hefst kl. 8 að kveldi
Aðgangur 25c
Þj óðræknisfélag í slend inga
Forseti: DR. RÖGNV. PÉTURSSON,
45 Home Street.
Allir íslendingar I Ameríku ættu að
heyra til pjððræknisfélaginu. Ársgjald
(þar með fylgir Tlmarit félagsins) $1.00,
er sendist fjármálaritara Guðm. I.evy,
251 Furby Street, Winnipeg.
Til þess að tryggja yður
skjóta afgreiðslu
*
Skuluð þér ávalt kalla upp
8ARQENT
TAXI
FRED BUCKLE, Manager
PHONE
34 555 - 34 557
SARGENT & AGNES
Gullafmælisbörn
Islendingadagsins
Sem að undanförnu heldur nefnd-
in áfram að safna nöfnum þess
fólks, sem er af íslenzku bergi brot-
ið og hefir dvalið í þessu landi 50
ár og þar yfir.
Það eru því vinsamleg tilmæli vor
að þeir, sem ekki hafa áður sent inn
nöfn sín en eru búnir að dvelja hér
fimmtíu ár og meir, gefi undirrit-
uðum upplýsingar í sambandi við
spurningar þær, sem hér fara á eftir.
Nafn .:...............
Heimili.....................
Fæðingarstaður...............
................ árið......
Hvar síðast á íslandi.......
Kom til þessa lands árið
Til hvaða staðar ?........
Settist fyrst að..........
Fluttist síðar til........
Og síðar til
árið
árið
Atvinna ...........................
Gift eða ógift.....................
Nafn eiginmanris eða eiginkonu ..
Aðrar upplýsingar
Sumum kann nú að finnast allar
þessar spurningar hálfgerður ó-
þarfi, en það er langt frá að svo sé,
þvi - siðarmeir getur þessi glögga
skrá yfir hingað komu og dvöl ís-
lendinga hér í landi, orðið hin mik-
ilsverðasta fyrir þá sem semja vilja
heildarlandnámssögu Islendinga í
Vésturheimi.—
Öllum ætti því að vera áhugamál
að láta skrásetja nöfn sín í gullaf-
mælisbókina hafi þeir ekki gjört það
áður, og fá gullafmælisborðann til
minningar um 50 ára dvöl sína hér í
landi. Ennfremur er æskilegt, ef
eitthvað af þeim, sem gáfu inn nöfn
sín í sumar sem leið, hafa ekki
fengið borða, tilkynni það undirrit-
uðum og mun þá borðinn verða
sendur til þeirra.
ölll gullafmælisbörn, sem hafa
fengið borða undanfarin ár, eiga
fríjan aðgang að skemtunum dags-
ins.
Davíð Björnsson,
ritari Islendingadagsn.
940 Ingersoll St.,
W'innipeg, Man.
Minniál BETEL
í
erfðaskrám yðar
The Watch Shop
Diaraonda - Watche* - Jewelry
Agrents for BULOVA Watche*
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmaker* & Jewellert
69» SARGENT AVE., WPG.
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast greiOleía um alt, sem a8
flutningum lýtur, imtun «6a
stórum. Hvergi sanngjarnara
rer8.
HeimlU: 591 8HERBURN 8T.
Slml $5 90«
ROLLER SKATING
Winnipeg Roller Rink
Every Evening, Wed., Sat.
Afternoon. Instructions Free
to Learners
LET US TEACH YOU
LANGSIDE AND PORTAGE
Phone 30 838
Wolseley Hotel
186 HIGGINS AVE.
(Beint á móti C.P.R. stöðinni)
SlMI 91079
Eina skandinaviska hótelið
í borginni
RICHAR LINDHOLM,
eigandi
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hj&
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551