Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ, 1938 3 Sœmundur á Víðimýri Eftir Óskar Clausen. Um miðja 18. öld bjó Sæmundur Magnússon á Víðimýri í Skagafirði. Foreldrar hans voru Magnús Skaptason og Ragniheiður Jónsdótt- ir. Magnús var ákafamaður hinn mesti og búhöldur mikill. Af skap- lyndi hans og geðæsingu hafa verið til margar sögur, sem flestar eru nú, því miður, glataðar. Magnús bjó rausnarbúi á Víðimýri og var auðugur maður. Auk Víðimýrar átti hann Brennibog og margar fleiri jarðir. Ein saga af Magnúsi er þetta: Hann hafði einu sinni kaupamann undan Jökli, sem var vel vitiborinn og þótti f jölfróðugur. — Víðimýr- arengjar liggja, að mestu niður- við Svartá í Vallhólmi og eru sendnar og harðslægar, svo að í þurkum tekur það bit fljótt úr ljám. Magnús bauð Jöklaranum að borga honum 2 hundraða virði, ef hann gæti útveg- að sér ljá, sem aldrei þyrfti að brýna og altaf biti. Ekki vildi hann lofa þessu, en var drjúgur yfir og sagðist skyldi reyna hvað hann gæti i þessu efni. Sumarið eftir kom hann með ljáinn. Magnús gekk alt- af sjálfur að s'lætti með vinnumönn- um sínum og kvaðst hann nú ætla að reyna ljáinn á Víðimýrarbökkum þegar búið væri að slá túnið. Svo var það einn dag i sólskinshita og brakandi þerri, að Magnús batt ljá- inn á orf sitt og sló, en svo vel beit, að líkast var, að hann brygði lján- um í vatn. Ákafinn í' Magnúsi var svo mikill, að hann tók til við sólar- uppkomu, en settist aldrei niður og sló í einni skorpu til miðaftans, en áldrei sljófgaðist ljárinn. Þá var honum ofboðið, svo að hann leysti ljáinn úr og kastaði honum í Svartá, en sagði um leið: “Bkki skalt þú drepa mig.” — Hann stóð sarnt við orð sin og greiddi Jöklaranum það sem um var samið, 2 hundruð, fyr- ir ljáinn.— Þessi saga er enn sögð af Magnúsi, sem dæmi um örleika hans: Einu sinni ætlaði hann að vera til altaris á Viðimýri, hjá séra Grím- ólfi Illugasyni, en þegar rétt var komið að því, að prestur færi að út- deila, hvarf Magnús snögglega úr kirkjunní og héldu allir að hann ihefði gengið erinda sinna, snöggv- ast, út. Þegar svo að var gáð, reyndist ástæðan önnur fyrir burt- för hans. Hann hafði sem sé séð úr kirkjunni, að kýr voru komnar í mýri fyrir neðan túnið, en af því að góð slægja var í mýrinni, stóðst hann ekki að sjá þetta og hljóp á stað ofan eftir, þó að hann væri í beztu fötum sínum, eða í kjól, eins og sagt er frá í sögunni. Svo dug- lega rak hann og elti beljurnar úr mýrinni, að sagt er, að hann hafi halabrotið tvær þeirra og svo var hann blautur og forugur þegar liann kom heim aftur, að ekkert varð af áltarisgöngu hans þann daginn. Sagt er, að oft kæmi slikur æðisgangur á hann. — Þegar Magnús dó, lagði hann svo fyrir, að stórgrýti væri borið ofan á kistu sína í gröfinni og var það gert, en grjótið var tekið úr viðimýrarvirki hinu forna og er gröf hans f ram undan kirkjudyrum að sunnanverðu.— Rannveig húsfreyja á Víðimýri var mesta gæðakona, en mátti þar engu frjáls ráða, því að Magnús var mjög fastur á fé. Það er sagt, að eitt vorið hafi kotungarnir í kotun- um kringum Víðimýri verið orðnir á þrotum með eldivið, en þá hafi Rannveig, án þess að maðúr hennar vissi, lánað og miðlað þeim svo miklu, að við sjálft lá, að hún yrði uppiskroppa.— Sæmundur var einkabarn foréldra sinna og ólst upp við mesta eftirlæti og frjálsræði svo mikið, að ekki mátti banna honum nokkurn hlut vegna föður hans, en afleiðingar þessa fóru líka brátt að sjást. Hann var snemma hraustur og ófyrirleit- inn og byrjaði hann ungur að drekka og varð æstur í brennivín. Einu sinni heimtaði hann brennivín af föður sínum, en íhann þóttist ekki eiga það til. Sæmundur kveikti þá bál fram í bænum og sagðist ætla að brenni Víðimýri. Föður hans var sagt þetta, en hann þorði dkki að fara og tala við drenginn og sendi móður hans til þess að tala um fyrir honum, en ekkert dugði og varð að láta hann fá brennivínið, svo að komist yrði hjá bæjarbruna. Feðgarnir voru að því leyti ólíkir, að Magnús var féfastur svíðingur, en Sæmundur ör á fé við snauða menn og því 'líkur móður sinni. Skömmu eftir að Sæmundur giftist og fór að búa, fór hann með lest sina í kaupstað, út í Hofsós. En þegar hann kom aftur utan Blndu- hlíð, ætlaði hann yfir Vötnin á Vallaferju. Þá bjó Einar Þor- bjarnarson á Völlum, orðinn gamall maður og gætti sjálfur ferjunnar. Sæmundur var drukkinn og heimt- aði að allir baggar sínir væru fluttir í einni ferð, en Einar sagði, að þá yrði of hlaðið. Það lenti í harki og lét Sæmundur ekki af kröfu sinni, en Einar gamli sagðist hins vegar ráða, hversu mikið væri látið á ferju sína og kvaðst ekki gegna fíflsku hans. Einar var á floti í f erjunni, en þá hljóp Sæmundur alt í einu til og þreif ístefni hennar og hvolfdi, en Einar fór í ána. Hann varð fyrir talsverðu volki, en var svo bjargað af þeim, sem voru með Sæmundi. Svo lét Sæmundur alla baggana aftur upp á hesta sina og rak þá á sund í Vötnin og reið síðan sjálfur á sund nteð alt saman. Það er sagt, að hann hafi mist klyfjar af einum hesti, en komist heill með alt annað. — Einar gamli á Völlum kærði síðan fyrir presti sínum og taldi þetta fullkomið banatilræði við sig, en af því að prestur var vinur beggja, kom hann málinu svo fyrir, að þeir sættust með því, að Sæ- mundur bætti Einari einhverju fvr- ir hið óvænta bað hans. — Sæmundur fór að jafnaði sjálfur eða sendi suður og vestur á land til fiskkaupa, en þá var vani hans að láta illa þegar hann kom í kaupstað- inn og hræða Dani, sem þar voru, með því að vaða um með ópum og grenji og var þá engu líkara en að hann gengi berserksgang, og þá lét hann ekki sefast nema honurn væri gefið brennivin svo að um munaði. —Sveinn lögntaður Sölvason segir svo frá, að Sæmundur hafi einu sinni komist í mikið þjark og áflog við kaupmenn suður á Eyrarbakka, og svo gekk þetta langt, 3Ö kaup- maður einn skipaði mönnum sínum að taka hann og binda. Safnaðist þá að honum hópur manna, en Sæ- mundur hopaði undan, að viðar- stafla og náði þar í raf.t og veifaði honum af svo rniklu afli kringum sig, að enginn þorði að honum eða gat fest á honum höndur. í þetta skifti sóttu að honum 12 menn í einu, en allir voru þeir fullvissir um, að ef þeir kæmu of nærri Ihonum, myndu þeir hljóta beinbrot eða jafn- vel bana. — Sæmundur var ofur- hugi mesti og eftir því harður af sér og hraustur, enda talinn af ætt Hrólfs hins sterka. — Sæmundur var mikill trúmaður og befir eflaust hneigst að kaþólskum ,sið, því að alla beztu gripi sína eign- aði hann Maríu guðsmóður. Þannig var það með bleikan hest ágætan, sem liann átti og helgaði Maríu mey og var hann því altaf kallaður Maríu-Bleikur. Honum reið hann á hverja ófæru sem var þegar hann var drukkinn, en aldrei var svo mik- ill ofsi í Sæmundi í dykkjuslarki hans, að hann ekki væri prúður og kyr ef hann heyrði tíðir sungnar eða húslestur lesinn. Þorsteinn hét bóndi, er bjó í Mar- bæli á Laugholti og var kallaður svarti, af því að hann þótti nokkuð dökkieitur og ófrýnn, en kona hans hét Guðrún og var fríð og bjart- hærð, en það er haft eftir henni, að hún hafi haft orð á því, “að kodd- inn væri mislitur” þegar þau hjónin væru gengin í eina sæng. — Þor- steinn var mesti búmaður og bjó líka á góðri jörð. Hann átti því aitaf nóg hey og lánaði oft eða seldi þeim sem komust í vandræði. — Einu sinni var verið að messa í Glaumbæ og var Þorsteinn “svarti” í kirkju. Prestur sagði þá í ræðu sinni “að þeir hefðu alt gott, er Guði treystu” — en Þorsteinn sat í kór og gall við: “og þeim sem heyin hafa”! Að þessu var hlegið mikið. —Einu sinni kom Sæmundur að Marbæli og var drukkinn og heimt- aði brennivín af Þorsteini, en hann kvaðst ekkert eiga. Sæmundur vildi ekki trúa þéssu og ruddist inn í skemmu hans, en þar gjörðist það, sem ekki verður sagt frá hér, og þó að ekki yrði þar handalögmál fóru svo leikar að Þorsteinn rétti Sæ- mundi pottflösku af brennivíni og bað hann gjöra sér gott af. Þess er áður getið að Sæmundur lét illa þegar hann kom í kaupstað- ina og þannig var það Hka í Hofsós. Þar voru allir Danir hræddir við hann, þvi að hann var svo æstur og mikiii fyrir sér. Það kom oftar en einu sinni fyrir, í Hófsós, að hann lét Maríu-Bleik synda með sig kringum kaupfarið á legunni, meðan látið var brennivín á kút hans, því að altaf þegar hann fór í kaupstað, hafði hann 3 eða 4 potta kút fyrir aftan sig og kallaði þetta vasaglasið sitt. Eitt haust kom Sæmundur úr Hofsósikaupstað og var unglings- piltur með honum, er Magnús hét Bljörnsson, og hefir hann sagt sögu þá, er hér fer á eftir. Sæmundur ætlaði yfir Vötnin á Valiferju, en þau voru farin að frjósa og komnar á þau miklar skarir. Hann kallaði á ferju og kom Konráð bóndi á Völlum með ferjuna yfir, en með honurtt var piltur. Konráð varð að brjóta skörina til þess, að koma frarn ferjunni, en Sæmundur var drukk- inn, að vanda, og leiddist biðin og æpti því “allósnoturlega” á Konráð, og er sagt að hann hafi svaraði í líkri tóntegund. En er Sæmundur sá að Konráð var búinn að koma fram ferjunni, hleypti hann Bleik sinum í ána og ætlaði sér að mæta Konráði, en þá reri hann úr vegi og sótti drenginn, sem var með Sæ- mundi og farangur þeirra. Bleikur synti með Sæmund vestur að skör- inni, en gat ekki komist upp á hana af sundinu, því að hvergi botnaði. Þegar þeir svo voru lentir, beiddi Björn Konráð grátandi að bjarga húsbónda sínum, en liann sagði að Sæmundi væri jafngott þó að hann vöknaði fyrir frekju sína og ofsa, en það væri verra ef hann dræpi Bleik með sér. —Þá bar nú undan straumi, ofan með skörinni og þreif Konráð kaðal úr ferjunni og fór með hann fram á skörina, en sagði piltinum að halda fast i endann. Þannig gat hann náð Sæmundi og bjargað honurn á land, en svo var honum fylgt heim að Völlum. Þá fór Konráð á ferjunni að svipast að Bleik, en klárinn reyndi alstaðar að komast upp á skörina, en alt að árangurslausu. Hann náði nú í taum hans og festi við ferjuna og komst loks með hann upp í lítið vik, niður undan Miðgrund. Þar komst Rleikur á land og settist Konráð, jafnskjótt á hann og hleypti honunt heim að Völlum, svo að hann yrði ekki innkulsa, því að hrollur var kominn í klárinn. Sæmundur gisti 3 nætur á Völlum og rann aldrei af honurn, og þaðan fór liann ekki fyr en húsfreyjan sagði honum, að þar væri alt brennivín þrotið. Þegar Sæmundur eltist, gengu efni hans tnjög úr sér, svo að hann varð að selja jarðir sínar. Síðast var svö komið, að hann varð að selja Víðimýri, sem var föðurleyfð hans. Þá átti hann samt eftir eina jörð af öllum þeim mikla auði, sem .hann hafði erft eftir foreldra sína, en það voru Æsustaðir í Langadal og þangað flutti Sæmundur og bjó þar, það setn eftir var af æfi hans.— Þó að hann væri nú orðinn gamall, verður samt sögð af honum saga, eftir að hann fluttist vestur í Húna- vatnssýslu, sem ber vott utn frækni hans og vaskleik. Það var á nýársdag 1782, að messað hafði verið í Bólstaðarhlíð, og voru margir við kirkju. Þegar riðið var frá kirkjunni, voru margir saman í hóp, þ. á. m. bræðurnir frá Mjóadal, Ólafur og Björn Arasynir og svo Sæmundur gamli á Æsustöð- um, en hláka var og hvassviðri. Þegar þeir riðu framarlega í Æsu- staðaskriðu nálægt Blöndu, misti Ólafur í Mjóadal vetling sinn út á isinn á ánni. Hann hljóp út á hál- an isinn og ætlaði að ná vetlingnum, en skrikaði fótur og rann ofan i vök, sem var þar nærri. Hyldýpi var þarna og harður straumur, svo að Ólaf bar þegar undir ísskörina. Þegar Björn bróðir hans sá þetta ætlaði hann að hlaupa á eftir honum, en það hefði orðið honum vís bani. því að enginn möguleiki var til þess að ná Ólafi. — Þetta sá Sæmundur gamli og greip hann því Björn og hélt honum, svo að hann gat ekki slitið sig af honum, og var hann þó hraustmenni. Þetta þótti vel gjört af Sætnundi, þar sem hann var bæði orðinn gamall og farinn mjög að hrörna. Óiafur í Mjóadal druknaði þarna og fanst lík hans ekki fyr en ísa leysti um vorið. Það fanst skamt frá Æsustöðum og var höf- uðlaust, en svo fanst höfuðið rekið á öðrum stað skömmu síðar. Tveimur árum eftir að þetta gjörðist, eða 1784, dó svo Sæmund- ur gamli og var þá nærri áttræður og var hann jarðaður í Bólstaðar- hlíð. Ekkja hans, Sesselía, sem var 3. kona hans, gaf svo séra Birni Jónssyni í Bólstaðarhlíð, jörðina Æsustaði, flutti til hans og dó þar. —Lesb. Morgunbl. Letters From lceland W. H. Auden and Louis MacNeice Faber and Faber, 1937. Are warped in Arctic trawlers load and unload The shining: tons of fish to keep the lords Of the market happy with cigars and cars.” Grettir speaks for an unhappily small group of middle-class intellec- tuals when he recognizes that some- thing must be done to save the Euro- pean tradition from its sterile deca- dence, its pseudo-scientific cults, its philistinism, its false and vicious values. “Minute your gesture but it must be made— Your hazard, your act of defiance and hymn of hate, Hatred of hatred, assertion of human values, Which is now your only duty.” ...... Because Art and Life are inextric- ably correlated, because the artist is supremely conscious of the spirit of the age in which he lives, and be- cause he is prejudiced by what he sees as truth, art becomes a sort of propaganda—only more obviously so in an age in which much of the crea- tive activity is directed into political channels. Auden and MacNeice are propa- gandists, and their thesis is that the intellectual can no longer retreat into an Ivory Tower, that aesthetic- ism is immoral when standards are in a state of decay, that contempor- ary society is intolerabfe to sensitive and thinking people, and that they must act. In “this vertiginous crow’s-nest of the earth,” Auden and MacNeice as- semble an extremely interesting travel book, compile in a highly novel fashion, selections from other travel books on Iceland, write some fine though occasionally • careless poetry, and for a happy apprecia- tion of Iceland and its inhabitants. But it is the social criticism which gives this book its significance. —M. A. B. LEIÐRÉTTING í minningarorðum um Jón Henry sem birtust í síðasta Lögbergi hef- ir fallið úr móðurnafn hins látna, og eru hlutaðeigendur beðnir á því velvirðingar. Rétt hljóðar málsgreinin svona: “Jón var fæddur I Winnipeg 2. des. 1895; foreldrar hans eru hin valinkunnu og vel þektu hjón, Jón (Hreggviður) Henry Jónssonar Tómassonar frá Hólum í Hjaltadal, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir Þorsteinssonar og konu hans Sol- veigar Bjarnadóttur frá Ytri- Hraundal í Hraunhreppi í Mýra- sýslu o. s. frv. Einnig hefir mis- prentast í 4. línu að ofan í öðrum dálk “fríður” fyrir “prúður” sem átti að vera, sem þó er alls ekki skaðleg prentvtlla. Vil eg biðja þá sem lesið hafa að taka þetta til greina. Með vinsemd, G. J. Oleson. In a letter to his wife, one of the oddly assorted letters which largely compose this book, Mr. Auden de- clares his intention to be “a descrip- tion of an effect of travelling in dis- tant places which is to make one re- flect on one’s past and one’s culture from the outside.” Actually these reflections resolve themselves into a criticism of contemporary society, tempered somewhat by the spirit of English schoolboys on a lark, and less, bitter generally than the vitu- perative attacks to be foundHn the þoems of both Mr. Auden and Mr. MacNeice. MacNeice asserts that his visit has no other purpose than a temporary escape from a banal environment, but to Auden, Iceland has some significance, his forebearers having been of Icelandic stock. In this book, there is none of the sentimentality and florid description common to the chronicles of most travellers, or even the gentile enthusiasm of Lord Dufferin. Once or twice Auden makes dangerous generalizations on the Icelandic character, but on the whole he finds them realistic, toler- ant and sane, and free from hys- terical nationalism. This might well be regarded with some important reservations. Of Icelandic society he says, “The present time is a criti- cal oné. I see what was once a society and a culture of independent peasant proprietors, becoming, in- evitably, urbanized and in danger of becoming—not so inevitably—pro- letarianised for the benefit of the few, who on account of their small number and geographical isolation, can never build up a capitalistic cul- ture of their own.” He suggests the importance of the specifically native culture allying itself with the Euro- pean tradition, especially in Reykja- vik where a certain cultural root- lessness is in evidence. Mr. MacNeice writes the “Eclogue from Iceland,” in which the ghost of Grettir meets two travellers from England. This is a highly effective method of demonstrating the brutal contrast between our age and the past. The age of the sagas is one of “the gangster virtues,” but it is mo- tivated by a tremendous virility, a refusal to conform, a lust for life and a healthy individualism. Contem- porary society is decadent: “But this dyspeptic age of ingrown Cynics Wakes in the morning with a coated tongue And whets itself laboriously to Ia- bour And wears a blase face in the face of death.” Not only is the temper of our time one of cosmic purposelessness, but the economic set-up is inadequate and corrupt, a condition which has determined the violently leftist political beliefs of both Auden and MacNeice. “And so today at Grimsby men whose lives Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfrœSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViStalstfmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusfml — 22 251 Heimili — 401 9»1 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson Viótalstfmi 3-5 e. h. , 218 SHERBURN ST. Stmi 30 877 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. islemkur lög]rœOingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. 3. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. við Arlington SÍMI 35 550 Finni oss í sambandi við lyf, vindlinga, brjóstsykur o. fl. • PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBJO Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægl. PHONE 94 221 A. S.BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkiatur og annast um út- farlr Allur útbúnaCur sá bexti. Ennfremur éelur hann allskonar mlnnisvarða og legsteina. Skrlfstofu talsfml: 86 <07 Helmllfs talsfmí: 601 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO pægilegur og rólegur bústaOur ( miOblki borgarinnar. Herbergl $2.00 og þar yflr; meO baCklefa $3.00 og þar yflr. Agsetar máltlOir 40c—ÍOc Free Parking for Guests % 9

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.