Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.06.1938, Blaðsíða 1
51. ÁRGrANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 16. JÚNÍ, 1938 NÚMER 24 Einar H. Kvaran rithöfundur látinn Urslit fyikiskosninganna í Saskatchewan Við fylkiskosningaraar í Saskat-ohewan, sem fram fóru þann 8. þ. m., fóru leikar þannig, að frjálslyndi flokkurinn undir forystu Patterson forsætisráðlierra vann hinn glæsilegasta sigur. . Þingstvrkur flokkanna verður þannig: Liberalar ..............36 C.C.F...................10 Social Credit........... 2 Progressive ............ 1 Utan flokka ........... 1 Kosningar í tveimur kjördæmum fara ekki fram fyr en þann 28' júlí, og má víst telja, að þau sendi frambjóð- endur frjálslyndu stefnunnar á þing. Alls eiga sæti í Saskatchewan þinginu 52 þingmenn. Samkvæmt nýkomnum Islands- blöðum, lézt í Reykjavík þann 21. mai siÖastliðinn, rithöfundurinn vinsæli og víðkunni, Einar H. Kvaran, því nær 79 ára að aldri: heilsu hans hafði farið smáhnign- andi upp á »ðkastið, og lagðist hann rúmfastur skömmu fyrir páska; ár- um saman hafði hann verið veill fyrir brjósti, og þoldi því ver langa FORSÆTISRAÐHERRA KEMUR VESTUR Ottawa-blöð flytja þær fregnir um þessar mundir, að telja megi víst, að King forsætisráðherra leggi upp i ferðalag um Vesturlandið að afloknum þingstörfum, og flytji ræður í hinurn stærstu borgum vestra. CZECHOSLÓ VAKIA EYKUR HERAFLA Símað er frá Praha þann 10. þ. m., 'að stjórn Czeohoslóvakiu hafi ákveðið, að auka fastaher þjóðar- innar um hundrað þúsundir manna, og framtengja núgildandi herskyldu- lög um tvö ár að minsta kosti. BRETAR KAUPA STRÍÐS- FLUGVÉLAR l BANDA- RIKJUNUM Símað er frá Lundúnum þann 10. þ. m., að stjórn Breta hafi gert samninga við flugvélaverksmiðjur í Bandaríkjunum um að kaupa af þeim á næstu tveimur árum fjögur hundruð stríðsflugvélar, sem ráð- gert er að kosta muni $35,000,000 eða jafnvel meira. LIK RÆNDA BARNSINS FUNDIÐ Þær fregnir bárust frá Miami, Elorida, á fimtudaginn var, að lög- reglan hefði fundið lík James Bailey Cash, drengsins, sem illvirkj- ar rændu fyrir skemstu, og heimt- uðu $10,000 lausnarfé fyrir. Upp- hæðina hafði faðir drengsins þegar greitt. Unglingsmaður hefir þegar verið tekinn fastur, og er grunaður um -að h'afa verið viðriðinn glæp- inn. Skömmu áður en líkið fanst, hafði Roosevelt forseti farið fram á $50,000 f járveitingu í þjóðþinginu til þess að reyna að grafast fyrir um rætur þessa hryllilega barnsráns. Eftir ítrekaðar gagnspurningar hefir þessi ungi m'aður, sem er prestsson- ur játað á sig sök. rúmlegu en ella mætti verið hafa; þó var hann málhress fram til hins síðasta. Með Einari H. Kvaran er hniginn í,Val maður, sem i meira en hálfa öld hefir haft víðtæk áhrif á andlega menningu 'hinnar islenzku þjóðar; hann dvaldi allengi vestan hafs, var einn af stofnendum I-<og- bergs og hinn fyrsti ritstjóri þess. Er með fráfalli hans rofið stórt skarð í bókmentamúr þjóðar vorrar. Margrét Johnson látin Á föstudagskveldið þann 10. þ. m., lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni Miss Margrét Johnson, sú er haift hafði á hendi um alllangt skeið ritstjórn deildar þeirrar í blað- inu Winnipeg Free Press, er un garðrækt og alifularækt sérstak’ega fjallaði. Margrét var fædd að Carlyle i North Dakota, 6. maí árið 1880; foreldri hennar voru þau hjónin Arngrímur Johnson, bróðir Hon. Thomasar H. Johnson, fyrrum dónfcmálaráðherra Manitobafylkis og Helga Thorsteinsson, uppeldis systir B. L. Baldvinssonar, fyrrum aðstoðar fylkisritara; stóðu að henni hinar beztu ættir á báðar hliðar. Margrét fluttist ung með foreldrum sínum til Victoria, B.C., og lauk þar miðskólanámi; stundaði hún þvi næst kenslustörf um hríð, en hóf því næst nám við ríkisháskólann í Oregon og tók þar B. Sc. mentastig með hinum ágætasta vitnisburði; fékst hún eftir það ýmist við kenzlu eða ritstörf þar til hún fékk fasta stöðu við Winnipeg Free Press; báru störf hennar öll vott um staka nákvæmni og skyldurækni. Margrét heitin lwtur eftir sig þrjár systur, Miss Jónínu S. John'son og Mrs. H. M. Hannesson í Winnipeg, og Mrs. O. T. Smythe, búsetta í Duncan, B.C. Útförin fór fram undir um- sjón Bardals á þriðjudaginn frá All Saints kirkjunni, að viðstöddum fjölda vina og samferðamanna. MRS. KRISTIN BBNSON In loving memory of our dear rnobher whp passed away June 12, 1935: Sunshine passes, shadows fall, Love’s remembrance outlasts all. And thouffh the yectrs be many or few, They are filled with remembrcmce of you, Always remembered by her chil- dren: Anne, Jean, Sylvia, Barney and Bill. Norðmenn í Grand Forks heiðra dr. Richard Beck Félagar í Þjóðræknisdeild Norð- manna í Grand Forks, North Dak- ota, “Varden” Lodge of Sons of Norway, heiðruðu dr. Richard Beck á fundi sínum í vikunni sem leið, i tilefni af afmælisdegi hans, samkvæmt fréttagrein í “Grand Forks Herald” 9. þ. m. Hr. G. I. Gulliksen, kunnur, norskur listmálari, flutti aðalræðuna til beiðursgestsins og afhenti honurn veglega gjöf af hálfu félagsmanna. Fór ræðumaður fögrunt viðurkenn- ingarorðum urn dr. Beck fyrir víð- tækt starf háns í þágu bókmenta og menningar Norðurlanda vestan hafs, einkum Noregs og íslands, og kvað hann hafa drjúgum aukið á sæmd hins norræna þjóðstofns. Margir aðrir tóku í sarna streng, meðal þeirra hr. Henry Holt, prent tstniðjustjóri og útgefandi biaðsins “Grand Forks Skandinav” ; hr. Bert Holte, forseti “Varden” Lodge; hr. John A. Alphson lögfræðingur, for- seti “Sons of Norway” þjóðræknis- félagsins í Mið-Vestur rikjunum og Canada; og hr. E. A. Fladland, fyr- verandi borgarstjóri í Grand Forks, sem hrósaði dr. Beck sérstaklega fyrir félagslyndi hans og áhttga á almennum velferðarmálum. Dr. Beck hefir tekið rnikinn þátt i störfum þjóðræknisdeildarinnar “Varden” síðan hann kom til Grand Forks; er nú ritari hennar annað kjörtím'abil og hefir unnið í fjölda- mörgum nefndum hennar; þannig var hann nýlega kosinn formaður í nefnd þeirri, sent sér utn heimsókn og fyrirlestrahöld hr. C. J. Hambro, forseta Stórþingsins norska, en liann kemur til Grand Forks seinni partinn í júlí. SAMNINGSUMLEITANIR STRANDA Nú er svo komið, að tilraunir um verzlunarsamningja milli Bretlands og Bandaríkjanna, eru strandaðar að minsta kosti fyrst um sinn. Sér- fræðinganefnd sú frá Bretlandi, er verið hefir að verki í Washington undanfarandi í sambandi við samn- ingsumleitanir þessar, er nú lögð af stað heimleiðis, og lét sá, er orð hafði fyrir nefndinni þegar hún steig á skip, þannig ummælt, að litl- ar líkur væri til að samningstilraun- ir yrði hafnar á ný fyr en einhvem tíma í október eða jafnvel síðar. A FÖRUM ÚR BORGINNl Mr. W. L. MacTavish, sem verið hefir um alllangt skeið aðalritstjóri blaðsins Winnipeg Tribune, lætur af þeirri stöðu um næstu mánaðamót og tekst á hendur við byrjun júlí- mánaðar ritstjórn blaðsins Daily Province, sem gefið er út í Van- couver. Mr. MacTavish er í hví- vetna hinn mesti ágætismaður og hefir tekið mikinn og giftudrjúgan þátt í menningarmálum Winnipeg- borgar. Eftirmaður hans við Tri- bune verður John Bird, fyrrum meðritstjóri við Montreal Star; kom hann hingað fyrir rúmu ár-i. KREFST IILUTLEYSIS FYRIR HÖND CANADA Mr. J. S. Woodsworth, foringi C. C. F. flokksins í Canada, og sambandsþingmaður fyrir Mið- Winnipeg kjördæmið hið nyrðra, lét þess getið í viðtali í Winnipeg á miðvikudagskveldið í fyrri viku, er hann var á leið til Ottawa að lok- inni kosningahríðinni í Saskatohe- wan, áð hann eigi aðeins teldi það æskilegt, heldur og beinlínis sjálf- sagt, að canadrska þjóðin lýsti yfir hlutleysi' sínu og vildi engan þátt eiga í öðru Norðurálfustríði. Benedikt Jónsson Benson 1853 —1938 Á mánudaginn þann 13. þ. m., lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, þeirra Dr. og. Mrs B. J. Brandson, 214 Waverley Street hér í borg, Benedikt Jónsson Benson frá Stóruvöllum í Bárðar- dal, hniginn mjög að aldri, ljúf- menni hið mesta, er ekki mátti vamm sitt vita í neinu.— Benedikt var i heim þennan bor- inn þann 6. dag júlímánaðar á Stóruvöllum í Bárðardal, árið 1853 ; voru foreldri hans þau merku hjón, Jón Dannebrogsmaður Benediktsson og Aðalbjörg Pálsdóttir. Árið 1876 kvæntist Benedikt og gekk að eiga Nönnu Arngrímsdóttur; var faðir 'bennar Arngrímur málari, þjóð- kunnur maður. Þau Benedikt og kona hans fluttu af Islandi 1883 og settust þegar að i Winnipeg; stóð heimili þeirra þar jafnan siðan. Svo að segja allan sinn langa starfs- feril í Winnipeg, vann Benedikt hjá Great Wlest söðlasmíða verksmiðj- unni, og naut frábærra vinsælda hjá yfirboðuruni sínum og samvefka- mönnum; end'a var hann hinn á- byggilegasti maður í hvivetna og skyldurækinn við störf sín. Konu sína, Nönnu, sem var óvenjulega sköruleg friðleikskona, misti Bene- dikt árið 1932. Hið eina barn þeirra hjóna, isem komst á legg, er frú Aðalbjörg, kona Dr. B. T. Brandson, ein höfðinglegasta og á- gætasta kona, sem nú er uppi með íslendingum vestanhafs; mun það ekki ofsagt, að sakir sjaldgæfs per- sónuleiks og mannkosta, rísi þau Brandson-hjón einna hæzt í félags- l'ífi Vestur-íislendinga, þeirra, er um þessar mundir standa ofar moldu. I á heimili þeirra bjó Benedikt all- | mörg síðustu æfiárin og naut þar alls þess ástríkis, er úrvalsfólk get- ur veitt, og þar seig honum hinsti blundur á brá áminstan mánudags- morgunn. Benedikt heitinn var framúrskar- andi viðmótsþýður maður og vin- falstur; söngvinn var hann langt fram um það, er alrnent gerist, og var lengur starfandi meðlimur í söngflokki Fyrsta lúterska safnaðar en nokkur annar maður, eða í full f jörutiu ár; á þessu sviði sem öðr- um, kom skyldurækni hans glögg- lega í ljós; hann var heill og allur hvar sem hann var. Benedikt lætur eftir sig þrjá bræður á íslandi, Pál bónda á Stóru- völlum, Sigurgeir, fyrrum organista og hljómlistarkennara á Akureyri, og Albert, er um eitt skeið rak bú á föðurleifð sinni. Systur sína, Pálínu, misti ihann fyrir nokkrum árum. Útför Benedikts fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á núðviku- daginn þann 15. þ. m. undir um- sjón Bardals. Séra Rúnólfur Mar- teinsson flutti kveðjumálin í kirkj- unni og stýrði útfararsiðum í Rrookside grafreit, þar sem þús- undir íslenzkra landnema og afkom- enda þeirra bera beinin. E. P. J. HEILSA Á FASISTAVISU Foringi Fasistaflokksins í Canada var nýverið staddur í Toronto og hélt þar fund. Á fundinn ko'mu meðal annara fjórir hermenn í ein- kennisbúningum sinum og heilsuðu á Fasistavísu. Þetta vakti það mikla athygli, að gerð var i sambands- þinginu fyrirspum til hermálaráð- gjafans um það, hvort viðeigandi væri að can'adiskir hermenn heilsi að Hitlers sið. Ekki vildi ráðgjaf- inn svara fyrirspurninni að svo kointiu máli, en gaf í skyn, að yfir- foringi þess hermannaumdæmis, sem Torontoborg væri í, hefði tekið at- burð þenna til yfirvegunar. Að lokum leik Kandahar, 11. júní, 1938. Herra ritstjóri:— Mér finst eg ekki gieta orða bundist um kosningaúrslit okkar hér í Saskatchewanfylki, svo eg sendi þér fá einar linur því viðvíkjandi, því eg hdd það sé óhætt að segja, að það hafi verið meira áhugamál kjósenda 'en nökkru sinni áður, og mun það mikið til stafa frá loforðum um umbætur C.C.F. flokksins (C»- operative Co'mmonwealth Federa- tion) sem lætur sem hann ætli og geti alt bætt; en sumir af okkur eru ekki ánægðir mfeð að trúa því, þar sem þeir hafa verið mótstöðumenn Liberal-stj órnarinnar nú í fjögur ár og hafa ékki komið með neitt í uppástungum sínum í þinginu sem sjáanlega gæti bætt ástand búenda í fylkinu, fen alt af verið harðorðir og illgjarnir í garð stjórnarinnar, sem er nú búin að sanna með þvi fvlgi sem hún fékk, að það væri mikill ábyrgðarhluti að finna sanngjarn- lega að gjörðum hennar gagnvart íbúum fylkisins þar sem fylkið varð fyrir því óhappi að missa uppsker- una að mestu leyti; samt álít eg það sé óhætt að segja, að enginn búandi hafi liðið skort og mjög lítið af heil- brigðum búpeningi liðið, þó að stöku skepna hafi fallið frá fyrir aldurs sakir og ekki eins gott viður- væri og þurfti til að halda þeim við. Úrslit kosninganna sýndu að frjálslyndi flokkurinn misti færri atkvæði í ginið á hvalnum frá Al- berta (Social Credit) heldur en hin- ir flokkarnir, og sannar það hvað íbúarnir virða stjórnarfyrikomulag fjálslynda flokksins^ þar sfem þeir nú halda 36 sætum af 50 í fylkinu og skiftast hin 14 á milli hinna flokk- anna, og við íbúar í Vatnabygðum ættum að vera ánægðir með úrslit- in þar sem C.C.F. flokkurinn kom inn sínu átrúnaðargoði George H. Williams, leiðtoga síns flokks, og frjálslyndir menn komu inn sinni stjórn í fylkinu, og nú erum við búnir að fá ijómandi rigningu svo nú er útlitið með því betra sem við höfum haft í mörg síðastliðin ár. N. / .Sveinbjörnson. Afmæli Siglurfjarðar Hátiðahöld fóru fram á Siglu- firði í gærdag í tilefni af því að Siglufjörður átti 20 ára afmæli sem kaupstaður og 120 ára afmæli sem verzlunarstaður. Hátíðahöldin hófust kl. 2 e. h. á leikvelli barnaskólans, með þvi að bæjarfógeti 'hélt ræðu og rakti sögu Siglufjarðar. Séra Óskar Þorláksson sóknar- prestur talaði fyrir minni íslands Karlakórinn Vísir skemti með söng. Veður var hið ákjósanlegasta og mikill fjöldi fólks tók þátt í hátíða- höldunum. I gærkvöldi var haldin skemti- samkoma í Bíó. Ræðumenn þar voru bæjarfógetinn Guðm. H'annes- son, Erlendur Þorsteinsson alþ.m. og Þóroddur Guðmundssön. Einnig sungu þar Karlakórinn Vísir og Karlakór Sigluf jarðar. Skátar gáfu út blað í tilefni af deginum er þeir nefna “20. maí.” Efni bl'aðsins er: Afmælisljóð, eftir Hannes Jónasson, Siglufjörður 1818, 1918 og 1938, eftir Guðmund Hannesson. Siglufjörður fyrir 36 árum, eftir Jón Jóhannesson o. m. fleira: 20. maí er almennur fridagur Siglfirðinga. Sölubúðir eru lokað- ar og hvegi unnið nema nauðisyn kefji, enda vinna greidd helgidaga- kaupi. Fjöldi Siglfirðinga naut góðviðr- isins úti í gær og fóru hátiðahöldin hið bezta fram, símar fréttaritari Mbl. á Siglufirði. —Mbl. ii. tnaí. Belgiskir vísindamenn á Islandi Tveir belgiskir vísindamenn, Paul van Oye, prófessor og dr. Lucien de Coninck, aðstoðannaður hans ætla að dvelja hér um þriggja vikna skeið og rannsaka smáverulíf í sjó, ám, vötnum, mýrum og hverum. Þeir komu með belgiska skólaskip- inu “Mercator.” Dr. \'oninck skýrði Morgunblað- fnu svo frá í gær, að prófessor van Oye hafi ákveðið að fara til íslands þegar hann frótti að Mercator ætl- aði hingdð. En nokkuð þurfti að breyta ferðaáætlun skipsins, svo að það gæti sótt þá aftur, að afloknum rannsóknum þeirra. I stað þess að fara norður i höf fer Mercator til Akureyrar og kemur síðan aftur að sækja vísindamennina þegar vika er af júní. Van Oye (Oye þýðir svanur) er prófessor við háskólann í Gent. Hann ætlar að rannsaka hér með aðstoð dr. Conincks smáverulif í Þingvallavatni, Öxará, i hverunum í Hveragerði, í Ölfusi ofarlega og niður við ósana, í hverunum á Laug- arvatni, Geysi og Gullfossi (smá- verulíf í fossum) í mýrlendi og meðfram ströndinni hér miðvestan lands og svif í sjó. Þessar rann- sóknir hafa fyrst og fremst vísinda- legt gildi. Van Oye hefir unnið að smáveru- rannsóknutn í hitabeltislöndunum í belgisku Kongo og víðar. —Mbl. 21. maí. WISE SAYINGS Great men’s faults are never small. Money makes not so many real friends as real enemies. The sting of a reproach is the truth of it.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.