Lögberg - 27.10.1938, Side 3

Lögberg - 27.10.1938, Side 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 27. OKTÓBER, 1938 3 öölast víðari sjónhring og frjáls- mannlegra og alj?jóðlegra yfirbragð, án þess að j>ær j>urfi að fyrirgera noKKru at pjoðareinkennum sinum. A síðustu áratugum hefir Norð- mönnum farið stórkostlega fram á ílestum sviðum, þrátt fyrir hina erfiðustu aðstööu. Og eftirtektar- vert er, að um leið og þetta gerist, hljóðnar í j>eim j>jóðargorgeirinn, sem lýtti j>á svo mjög áður. Ef- laust á samneytið við ferðamennina sinn j>átt í j>essu nýja heimsborgara- sniði. LÆRA AÐ TAKA TILLIT Hér erum við íslendingar ennj>á eftirbátar. En við verðum líka að læra að nota j>að tilefni, sem aukið samneyti við útlönd gefur, hrista af okkur skeytingarleysið og drasl- arabraginn, og læra að hafa hemil á ýmis konar opinberri óreglu, sem er öllum til minkunnar. Sá sannleikur, að sönn siðfágun sé seinlærð, er auðvitað ekki hug- hreystandi. En j>ess er að gæta, að j>að býst enginn við að hitta hér fyrir neitt háinark í þeim efnum, og svo er altaf gert ráð fyrir, að hver j>jóð hafi sína eigin siði, sem út- lendingar dirfast ekki að fetta fing- ur út i. — En undir allri umgengn- islist um allan heim liggur j>ó einn og sami grundvöllur, sem allir geta dæmt um — og hann er sá, að taka tillit. — Sá, sem hefir innrætt sér þetta frumatriði, er j>egar kom- inn vel áleiðis á siðfágunarbraut- inni.— —Samtíðin. Frá bœndaánauð til Bellahöj Tvennir eru tímarnir! mega danskir bændur segja. Fyrir 150 árum voru j>eir j>rautkúgaðir og ó- frjálsir aumingjar—i dag er danska bændastéttin fyrirmyncj allra heims- ins bænda og rekur landbúnaðinn á fullkomnari hátt en nokkur önnur j>jóð og Danmörk er eitt jmautrækt- aðasta landið í veröldinni. Það er því ekki að ófyrirsynju, að danskir bændur mintust þess nú í sumar, að 150 ár voru liðin síðan þeir urðu nokkurnveginn frjálsir inenn, þó að vitanlega væri frelsið fremur í orði en á borði fyrstu árin. En árið 1788 var hinn illræmdi átt- hagafjötur afnuminn — það frelsis- boð rak svo að segja afnám hinnar algerðu verzlunareinokunar á Is- landi. Og í einokunarákvæðunum hafði það verið eitt, um skeið, að menn máttu ekki verzla nema í á- kveðnum stað. En þeir máttu þó flytja búferlum. Danskt bændafólk var það ver sett, að það mátti ekki flytja búferlum — það varð að hýr- ast þar sem það var komið. Bænd- ur og bændasynir voru því í raun réttri ánauðugir þrælar. Bændaánauðin hvíldi eins og mara á dönskum bændum í 55 ár, frá 1733 til 1788. Uppruna hennar má rekja til herskylduákvæðanna í land- inu. Með tilskipun frá árinu 1701 hafði lénsgreifum og óðalsherrum verið fyrirskipað að hafa jafnan til taks ákveðinn fjölda vopnfærra ihanna, ef konungurinn þyrfti á að halda til hernaðar. Þetta notuðu óðalsherrarnir sér svo til þess, að banna landsetum sínum að flytja á burt af jörðunum og kváðust að öðr- um kosti ekki geta haft vissu fyrir, að nægilegir hermenn væru fyrir hendi í þeirra umdæmi. Var )>etta vitanlega algerlega ólöglegt. En lénsherrunum tókst að fá konung- inn til að staðfesta þetta. Kristján konungur VI. eudurreisti landher- inn með tilskipun 1733, er verið hafði afnuminn þremur árum áður og nú urðu það lénsherrarnir, sem fengu hin eiginlegu herskylduvöld i hendur. Þeim var í sjálfsvald set't að gera livaða menn í umdæmi sínu sem þeir vildu herskylda, á aldrin- um 14—36 ára og samkvæmt þessum lögum var hverjum bónda eða vinnu- manni, sem var á herskylduskrá, bannað að flytja á burt úr umdæm- inu. Árið 1741 var aldurstakmark- ið lengt, svo að nú voru allir átt- hagafjötraðir á aldrinum 9 til 40 EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSJS NOTiÐ NUGA-TONE pau hin ýmsu eituretni, er setjast að í likamanum og frá meltingarleysi staía, verða að rýma sæti, er NUGA-TONK kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuðverk, o. s. frv. NUGA-TONii vísar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvl heiisu sína að þakka. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægðalyf. 50c. ára og 1764 komust drengir undir átthagaf jöturinn fjögra ára. Gallarnir á þessu skipulági komu bráðlega í ljós. Fýrst og fremst var það í fylsta máta ómannúðlegt og í rauninni einskonar þrælahald. Og í öðru lagi beittu margir óðals- herrar þessa fjötruðu þegna sína hinni mestu harðneskju, — þeir vissu sem var, að þeir gátu ekki hlaupið úr vistinni, hversu illa sem með þá var farið. Og nærri má geta hver áhrif þessi ánauð hefir haft á bændurna sjálfa. Þeir mistu allan hug til viðreisnar, þeir vissu að þeir gátu aldrei eignast neitt og að þeir voru ekki annað en vinnu- dýr. Þeíta mikla þjóðfélagsmein varð þess og valdandi, að öllum landbúhaði hnignaði stórum og alt gekk á tréfótum. Bændaánauðin er eitt ömurlegasta hnignunarskeiðið i sögu Danmerkur. Frjálslyndir menn kváðu upp úr um þessa óhæfu en þó hefði tæp- lega verið tekið mark á orðum þeirra, ef aðrir hefðu ekki einnig ■séð, að alt var að sigla í strand. Og árið 1788, hinn 20. júní voru átthagafjötrarnir loks afnumdir og nýtt tímabil hefst í sögu Dana, Þá var Christian VII. konungur í Dan- mörku, en eins og kunnugt er, var hann athafnalitill og á stundum ekki með öllum mjalla, en hinn ágæti stjórnmálamaður A. P. Bernsdorf réð mestu í landi'nu; var það víð- sýnn maður og næsta frjálslyndur og næstu árin eftir afnám baénda- ánauðarinnar var margt gert til þess að rétta danska landbúnaðinn við. En sú viðreisn fór hægt. Á fyrri hluta síðustu aldar urðu ekki veru- legar framfarir í landbúnaðinum danska. Það er fyrst eftir stríðið við Þjóðverja 1864 og missi hertoga- dæmanna að bændastéttin danska hefst til vegs, fyrir hina stórmerku forgöngu Tietgens, Dalgas og ann- ara ágætismanna. Þá kvað við kjör- orðið: “Það sem út á við tapaðist skal endurheimt inn á við.” Sam- vinnan í landbúnaði, sem' danskir bændur voru höfundar að, kemst nú á fót og eflist, og búnaðarháttun- um er gerbreytt. Áður hafði verið lögð allmikil áherzla á kornrækt. Nú var horfið frá henni því að kornið danska stóðst ekki samkepni við rússneska kornið, og öll á'herzla lögð á framleiðslu mjólkur og kjöts. Samvinnumjólkurbúin unnu smjör og osta úr mjólkinni og vönduðu afurðirnar svo, að þær fengu vissan markað í Englandi og Þýzkalandi. Og samvinnusláturhúsin tóku við svínunum> og nautunum og gerðu útflutningsvöru úr ketinu. Eggja- samlögin tóku við eggjunum og komu þeim á markaðinn. Danskar landbúnaðarafurðir hlutu heims- frægð og afkomendur ánauðugu bændanna voru orðnir fyrirmyndar btendur, sem ráku búskapinn á strangvísindalegum g r u n d v e 11 i, bættu bústofninn og jarðirnar og hagnýttu alt svo sem frekast var unt. Það var þessi framför, sem sýnd var á landbúnaðarsýningunni á Bellahöj við Kaupmannahöfn í júlí. Bellahöj er litill búgarður við Bispe- bjerg, í útjaðri Kaupmannahafnar og þann stað valdi landbúnaðarráðið sýningunni, því að þangað komast Kaupmannahafnarbúar með spor- vagninum fyrir fáeina aura og þar var nóg landrými til þess að koma öllu fyrir án þess að þröngt yrði. Því að nóg varð að hafa rúmið og veitti þó ekki af, því að suma dag- ana komu hátt á annað hundrað þúsund manns á sýninguna. En þá tíu daga sem hún var opin komu þangað nær ein miljón manna og er það mesta aðsókn, sem verið 'hefir að nokkurri sýningu i Kaupmanna- höfn fyr og síðar, enda fór svo, að allur hinn mikli kostnaður við undirbúninginn fékst endurgoldinn og meira en það, svo að ekki þurfti að grípa til tryggingarf jár þess, sem handbært var. Gestirnir borguðu sýninguna sjálfir. Stóð sýningin tíu daga og hófst 17. júní en var opnuð formlega 18. júní. Þarna var fyrst og fremst gripa- sýning og mátti sjá þar öll helztu verðlaunadýr þjóðarinnar frá síð- ustu árum, naut og kýr, hesta, svín og alifugla. Tvö naut vöktu mesta athygli allra gripa á sýningunni og heita þau “Höjager Nakke” og “Dan Höjager.” Hið siðasta fékk heið- ursverðlaun, konungsins. Sérstök sýning var á mjólkurbúi, slátrunar- húsi og öllum áhöldum til búskapar, sem nöfnurn tjáir að nefna. “Himm- erlands Eg” heitir kynbótahesturinn, sem fékk verðlaun konungs. Þótti það einn skemtilegasti þáttur sýn- ingarinnar, er allir hestar og naut- gripir sýningarinnar voru leiddir í ‘skúðfylkingu” fram hjá konungi og eiga slíkar skrúðgöngur dýpri rætur í þjóðinni en hermannaskrúí- göngur. Vitanlega var séð fyrir skemtun- um á sýningunni. Þar voru alls- konar tæki til skemtunar og daglega einhverjar samkomur, en mest kvað þó í þessu tilliti að útileikhúsi, þar sem sýnt var á kvöldin leikrit er samið hafði verið fyrir tækifærið, um afnám átthagaf jötursins—“Ske Bonden hans Ret” hét það. — Hafði leikarinn Svend Methling forstöðu leiksins. Þarna voru og daglega hljómleikar, ræðuhöld, danssýningar og allskonar sögulegar sýningar. Og landbúnaðarþing var haldið í sam- bandi við sýninguna. Útvarpshlust- endur fóru heldur ekki varhluta af þessu merkisafmæli í sögu bænda- stéttarinnar, því að svo mátti heita að ekki væri hægt að stilla útvarps- tæki á danska stöð allan júnímánuð, að ekki væri á dagskrá eitthvað í sambandi við afmælið. Það má nærri geta að mann- kvæmt var i höfuðstaðnum sýningar. dagana. Bæði var fjöldi útlendinga staddur í borginni og þó einkuin gestkvæmt af hálfu bænda utan af landsbygðinni. Tugir þúsunda af fólki lágu í tjöldum á stöðum þeim, sem tilteknir höfðu verið til tjald- stæða og höfðu margir komið í bif- reiðum sínum, svo að bifreiðarnar kringum sýningarsvæðið skiftu tug- um þúsunda. En Hafnarbúar not- uðu sporvganana svo ósleitilega, að tekjur sporvagnafélagsins urðu um þriðjungi meiri þessa tiu daga en sömu tíu daga í fyrra. Til dæmis um mergðina á sýn- ingunni má geta þess, að ekki leið nokkur dagur svo, að fólk týndi ekki börnum sínum á sýningunni.— Stöðvar lögreglunnar og björgunar- félaganna höfðu nóg að gera að hirða vanskilabörn og auglýsa þau undir “Tapað — fundið” í sýning- arútvarpinu. Og eftir síðasta sýn- ingardaginn voru lögreglumenn önn- um kafnir við það alla nóttina að koma krökkunum heim til sin. For- eldrarnir voru í fasta svefni og settu ekki fyrir sig þó börnin týndust — þau vissu, að lögreglan mundi koma þeim til skila. Það var bezta veður flesta sýn- ingardagana og jók það vitanlega á aðsóknina. En annars hafði sýn- ingin verið auglýst rækilegar fyrir- fram en flestar innanlandssýningar og það réð auðvitað mestu. Máttur auglýsingarinnar er mikill. —Fálkinn. Danskur greifi við íslenzkunám Knuth Knuthenborg lénsgreifi kom hingað til landsins í fyrrasumar ásamt fjölskyldu sinni. Hann fór í land á Austfjörðum og landveg í bíl hingað. Þetta var í fyrsta skifti sem hann kom hingað. Hann kom svo aftur einn síns liðs í ágúst og fór í gær, eftir iýú mánaðar dvöl hér. Lengstaf var hann hér í Reykjavík. En um rétt irnar fór hann austur í sveitir til þess að kynnast sauðfé og f jall- skilum. Knuth greifi er maður á fertugs aldri, myndarlegur að vallarsýn og hinn viðfeldnasti. Erindi hans hingað að þessu sinni var að læra íslenzku. Fékk hann sér kenslu í málinu strax og hann kom og stund- aði námið af kappi. Hann les nú blöð svo að hann fylgist með öllu því helzta sem ‘hér er skrifað. Þegar eg hér um daginn inti hann eftir því, hvernig á því stæði, að hann legði á sig svo mikla fyrirhöfn við að nema íslenzku, sagði hann að hann teldi það vera þátt í almennri mentun Norðurlandabúa, að skilja íslenzku. Ef samvinna Norður- landaþjóða yrði í framtíðinni meira en að nafninu til, þá þyrftu þjóð- irnar að hafa eitt af Norðurlanda- málunum sem sitt sameiginlega mál í hinu opinbera lífi. Og til þess væri íslenzkan bezt, þvi hún væri hin upprunalega tunga þessara þjóða. Hann kvaðst helzt hafa kosið að hann hefði getað verið hér lengur. En sem eðlilegt er, er erfitt fyrir THE BUSINESS OF PRINTING IS- O carry your message into the liighways and and developing trade for those who use its purposes. byways creating sales powers for publicity We suggest that you make us your printer and become enthusiastic with us in the quality of the printing you need■ 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8 Business and Professional Cards DR. B. J. BRANDSON DR. B. H.OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phonesf 35 076 Cor. Grahani og Kennedy Sts. 906 047 Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Corisultation by Appointment Heimili: 214 WAVERLEY ST. Oniy Phone 403 288 Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur I eyrna, augua, nef og hálssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi — 22 2 51 Heimili — 401 991 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy 8t«. Phone 22 856 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsíml 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h. DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth 8t. PHONE 26 545 WINNIPEO H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfræöincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage -Ave. P.O. Box 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Undal, K.C., A. Buhr Bjöm Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET Arlington Pharmacy Sórfræðingar í lyfjaforskriftum 796 SARGENT AVE. vlð Arllngton SlMI 35 550 Finnl oss t sambandi við lyf, vindlinga, brjðstsykur 0. fl. PRESCRIPTIONS FILLED CARIJFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð tJ öllu tægi. PHONE 94 221 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsimi: 501 56 2 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO pægilegur og rólegur bústaöur 4 miöbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; m«B baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máittðir 40c—60c Free Parking for Guests hann að vera lengi í burtu í einu. Hann rekur mikinn búskap á greiðasetrinu Knuthenborg á Lág- landi, er auk þess formaður fyrir Búnaðarfélagi Láglands og Falsturs, en í því eru um 5,000 bændur. Fleiri opinberum störfum gegnir hann. Áður en hann fór, hafði blaðið tal af honum, og barst ýmislegt í tal um danskan landbúnað. Skýrði hann m. a. frá á þessa leið: “De samvirkende Lolland-Falst- erske Landbrugsforeninger,” sem eg er formaður fyrir, eru deild úr allsherjar félagsskap bænda. Verk- svið félaga þessara í Danmörku er fyrst og fremst að annast leiðbein- ingarstarfsemi. Við höfum eina fióra ráðunauta, í bújfárrækt, í al- mennri jarðrækt, í grasrækt sérstak- lega og í búreikingum. Félögin annast m. a. um árlegar búf jársýningar og sýninghr á mjólk- urafurðum o. fl. afurðum1 búnaðar- ins. Hinar árlegu búfjársýningar eru alveg nauðsynlegur liður í kyn- bótastarfinu, þar sem undaneldis- dýr eru verðlaunuð bæði með tilliti til útlits og líkamsbyggingar, svo og með tilliti til þess hve afkvæmi þeirra reynast vel. Búfjárræktinni, og þá einkum nautgriparæktinni, fleygir fram hjá okkur, enda eru nú 70% bænda í eftirlitsfélögum, þar sem haldnar eru nákvæmar mjólkurskýrslur. Bændum, sem halda þær skýrslur, hefir fjölgað mikið síðustu tvö árin. Hvaða verð fáið þið fyrir mjólk- ina? \ ið fáum þetta nálægt ellefu aur- um fyrir lítrann. Og útsöluverðið í bæjunum—? Er um 30 aurar. Það er mikill munur, enda er mikið um það rætt, að fá þann mismun minkaðan. En það hefir ekki tekist ennþá. Hvað mðiar kynbótum í nytja- jurtum ykkar? Við höfum ágæta tilraunastöð í Abed á Láglandi. Forstjórinn þar, Westergaard, aldraður maður, er mikill frömuður í kornrækt. Hann hefir bætt mjög bygg það, sem við ræktum, enda er það nú orðið svo gott, að við getum selt það víða um lönd. Við seljum bygg til ölgerða til ýtnsra þjóða, og til whisky-gerð- ar til Skotlands. Hverjar eru nýjungar í mjólkur- iðnaðinum ? Sú helzta, að nú komum við nokkru af undanrennunni í verð, með því að selja ostefni til ítalíu. Þar er það notað í hina nýju klæða- gerð úr mjólk. Annars erum við farnir að vinna að því hin siðari ár, að afla okkur nýrra markaða fyrir ýmsar land- búnaðarafurðir okkar með því að sjóða þær niður og senda þær til hitabeltislanda. Er von um að sala þangað geti aukist mikið. Þið haldið altaf hinum góða markaði í Englandi fyrir svína- kjötið? \ Já, en hann er nú miklum tak- mörkum háður, þar sem menn aðeins geta fengið enska verðið fyrir þau svín, sem menn hafa sérstök leyfis- kort fyrir að selja á þann markað. Alt sem framleitt er af svínakjöti umfram hið ákveðna magn, sem Englendingar kaupa, er selt við mjög lágu verði. Það hefir heyrst að þér hefðuð afskifti af stjórnmálum. Hvar í flokki standið þér? Þegar eg er hér á íslandi, tala eg helzt ekki um stjórnmál. Skilst mér að sú stefna, sem eg fylgi, hafi hér ekki mikinn byr. Eg er í flokki Nationalsósíalista. Sá flokkur fékk við síðustu þingkosningar 16,000 atkvæði, og hafði því atkvæðamagn sem svaraði til tveggja þingsæta. —Morgunbl. 4. okt.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.