Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 1
=>1. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1938 NUMER 45 BÓKMENTAVERÐLAUN VEITT: — Frá vinstri til hægri, Dr. F. J. Pratt, Laura Good- man-Salverson og prófessor Stephen Lecock. Þessir þrir rithöfundar canadiskir, hafa hlotift bókmentaverÖlaun rikisstjórans i Canada fyrir beztu bækur, sem út komu hér í landi áriÖ Í937. íslenzka skáldkonan, frú Laura Goodman-Solverson hlaut verðlaun fyrir skáldsögu sina “The Dark Weaver.”— Ávarpsorð til kaupenda Lögbergs Nœstu viku kemur Lögberg út í nýjum búningi, og verður þá nákvcemlega í sömu stærð og það var, er það fyrst, hóf göngu sína, og t sama broti og allur þorri canadiskra vikublaða nú er. Breytt verður t-il um letur með það fyrir aitgum, að tryggja kaupendum eftir sem áður nægilegt lesmál; breytingin dregur nokkuð úr útgáfukostnaði, og ætti að koma í veg fyrir árlegan rekstrarhalla, sem orðið hefir útgefendum næsta tilfinnanlegur. Og með breytingunni má þess vænta, að framtíð blaðsins verði betur trygð en ella myndi verið hafa, en slíkt er það megin markmið, sem stefna ber að sakir íslenzks þjóðernis og íslenzkra mannfélags samtaka yfir hófuð. Winnipeg 9. nóvember 1938. Virðingarfylzt, Einar P. Jónsson, ritstjóri Ed. Stephenson, frkv.stj. íslenzkt útvarp fyrsta desember, 1938 1. Inngangsorð: Séra Valdimar J. Eylands. 2. Kórsöngur: Karlakór Islendinga í Winnipeg. Mr. Ragnar H. Ragnar, söngstjóri , Mr. Gunnar Erlendsson, píanisti Mr. Hafsteinn Jónasson, sólóisti Mr. Lárus Melsted, sólóisti. 3. Ávarp: Dr. Rögnvaldur Pétursson. 4. Ávarp: Dr. B. J. Brandson. 5. Einsöngur: Mrs. Sigríður Olson., ÁIiss Snjólaug Sigurdson, aooompanisti (i. Kvæði: Mr. Einar P. Jónsson. 7. Avarp: Mr. Grettir Leo Joliannson. 8. Kórsöngur: Karlakór Islendinga í Winnipeg. Eftirfarandi útvarpsstöðvar munu flytja ofangreint prógram 1. desember, kl. klukkan 17.00 til klukkan 17.30 Central Standard Time. CJRM Regina, Sask. 540 Kilocycles, Long Wave (Kl. 4.00 til 4.30 e. h.) > CJRC Winnipeg, Man. 630 Kilocyclcs, Long Wave CJGX Yorkton, Sask. 1390 Kilocycles, Long Wave (Kl. 4.00 til 4.30 e. li.) CJRO Winnipeg, Man., 6150 Kilocvcles, Short AVave CJRX Winnipeg, Man. 11720 Kilocycles, Short Wave. Þess ber að geta sem gert er Af tilviljun því nær rakst eg á atriði, sem mér virðist fréttnæmt, viðvíkjandi tveimur bændasonum i hópi Vestur-lslendinga, er ekki hefir verið getið um í íslenzku blöð- unum. Þó nokkuð sé umliðið vil eg geta þess að nokkXi opinberlega, einkum vegna þess að fréttin getur haft þýðingu og upphvatningu fyr- ir aðra og það er í samræmi við stefnu íslenzku blaðanna að segja frá því þegar íslendingar leysa eitt- hvað vel af hendi. í sambandi við fylkissýninguna í Brandon hefir síðastliðin 13 ár ver- ið stofnað til svokallaðs Farm Boys Camp á hverju sumri í því augna- miði að þannig mættu unglingar úr sveitum fá tækifæri til að sýna hæfni sína í því að dæma um sýningar- skepnur þær, sem á hverju ári er íylkt saman til samkepni. En fyr- irkomulaginu er hagað þannig að tveir og tveir af drengjum víðsveg- ar að verða að mynda team og sækja um það saman að eiga hlut i þessu Er svo dæmt um það hvar í röðinni hverjir tveir af drengjunum standi í þessu hlutverki, að dæma um skepn- urnar. Þó er líka athugað hvernig hver fyrir sig hefir sýnt hæfni sína. Ekki er mér kunnugt um hve mikil þátttaka íslendinga hefir verið, í þessari samkepni á liðnum árum, en á síðasta sumri munu fjórir ís lenzkir piltar hafa átt þar hlut að máli. Voru það áttatíu drengir alls, sem mótið sóttu úr fylkinu öllu. Is- lenzku piltarnir voru tveir og tveir saman. Aðrir þessir tvímenningar, August S. Johnson frá Wapali og Ernest Eiríkson frá Oak View, urðu þeir fjórðu í röðinni hvað úrslit samkepninnar snerti. En August S. Johnson hlaut viðurkenningu fyrir að hafa sem einstaklingur stað- ið hæzt allra (Highest Individual Aggregate) og fekk silfurmedalíu sem viðurkenningu þess. Hann hlaut líka verðlaun fyrir að skara fram úr í því sérstaklega að dærna um sláturgripi. — Þessi úrslit hvað þessa pilta snertir voru þeim mun merkilegri vegna þess að flestir piltarnir i samkepninni höfðu hlotið sérstakan undirbúning undir leið- sögn æfðra kennara, en íslenzku pilt- arnir þessir farið þess á mis. Þeir komu úr skóla lífsins og höfðu á búum feðra sinna æft þá dómgreind er þeir sýndu. Þeir höfðu lært sjálfstæða athugun og hún kom þeim að liði. August er sonur Ragnars Johnson bónda við Wapah og Margrétar konu hans, en Ernest er sonur Ö!a Eirikssonar við Oak View og Guð- rúnar konu hans. Er Wapah vestan- vert við Narrows við Manitobavatn en Oak View að austan. Kannast allir kunnugir við að hinir ungu menn eru af myndarfólki komnir. Það skiftir miklu máli hverju sem menn gefa sig að i lífinu, að eiga heilbrigðan áhuga á því að setja sig af skilningi og /dómgjreind inn i það, sem þeir eru að fást við. Slíkur áhugi er eitt mesta heilbrigðis merki, hvar sem er. Það skapar manndóm hjá ungu fólki og er vörn gegn þvi að berast aðeins með sraumi. Sé það rétt að bóndi sé bústólpi, en bú landsstólpi, er það mikils um vert að sveitaunglingar eignist þessa heilbrigðu afstöðu gagnvart umhverfi sínu og starfi. Það skapar þroskaðan bændalýð, sem leggur til traustan grundvöll hverju þjóðlífi. Þessir piltar hafa gengið á undan. Aðrir þurfa að sýna sama hug. K. K. Ó. A HEIMLEIÐ . .af Frónsfundi 24. október 1938.. Þakkir geldur grúi manns, gleðikveldi fagnar. Brendur eldi áhugans undrum veldur Ragnar. Páll Guðmundsson. Látinn er fyrir nokkru vestur á Kyrrahafsströnd, Einar Grandy, fyrrum bóndi að Wynyard, Sask., hinn mætasti maður, hniginn að aldri. Meðal barna hans er kona Dr. Jóns Árnasonar i Seattle. SIGURBJÖRN SVEINSSON BITHÖF. BA RNANNA SEXTUGUB Einhver allra vinsælasti rithöf- undur þjóðarinnar, — höfundur “Bernskunnar” og margra annara barnabóka, Sigurbjörn Sveinsson, fyrrum kennari i Vestmannaeyjum, er sextugur í dag. Sigurbjörn er af fátækum for- eldrum kominn, ættaður úr Húna- vatnssýslu, og ólst upp á hrakning- eigi við hendina nema ófullkomnar og óljósar fréttir af Þjóðþingskosn- ingum þeim, sem fóru fram i- Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Republikana flokknum sýnist hafa unnist þó nokkuð á, þó flest bendi til þess að Demokratar hafi áfram meirihluta í báðum deildum þings. Herbert Lehman, ríkisstjóri i New York var endurkosinn af hálfu um. Eftir fermingu nam hann skó-1 smíði og settist að á Akureyri sem handverksmaður. Árið 1906 tók hann að skrifa J bernskuminningar sinar, og fékk | þá hugmynd eftir að hafa lesið ^ þýdda barnasögu. Birtust þessar bernskuminningar í 1. hefti “Bernsk- unnar.” En efni í siðara heftið safnaði hann um land alt. Það er víst óhætt að segja, að “Bernskan” sé vinsælasta barnabók, senr komið hefir út á íslenzku, en ekki færði hún höfundinum auð né veraldleg gæði, þvi að árið 1908 flosnaði hann upp af Akureyri og flutti til Reykjavíku'r blásnauður. Gerðist hann þá kennari við barna- skólann hér. Hélt hann þeirri stöðu þar til 1019, er hann sagði henni upp. Fluttist hann þá til Vest- mannaeyja og stundaði barnakenslu þar til ársins 1932, en þá lét hann af störfum sakir heilsubrests. Sigurbjörn hefir samið margar I barnabækur, en siðasta verk hans, sem birst hefir, er Þingvallaþula sem ort er í tilefni af Alþingishátið- inni og kom út í sunnudagsblaði Al- þýðubláðsins. Hinir fjölmörgu lesendur Sigur- bjarnar Sveinssonar munu hugsa til hans með hlýju og þakklæti á sex- tugsafmælinu. Demokrata, þó víst megi telja að Republikanar nái umráðum yfir ríkisþinginu þar með meirihluta i báðum deildum þess. Lafollette verður undir við ríkisstjórakosningu i Wisconsin, en Senator Nye er tal- in vís endurkosning í North Dak- ota. Óvíst er enn um úrslit í Minne- sota, líklegt talið að Farmer-Labor samfylkingin undir forustu Bensons ríkisstjóra standi þar höllum fæti, eða jafnvel bíði ósigur. Mannfagnaður Vinir og vandamenn hjónanna Bjarna Jóhannesosnar og Guðríðar konu hans, söfnuðust fjölmennir saman á heimili systur hans og tengdabróður, Mr. og Mrs. Halldór Anderson í Árborg, þann 17. sept., að aftni dags. Tilefnið var að sam- fagna Jóhannessons hjóunum, er giftust s.l. vetur. Hið fagra heim- ili Andefsons hjónanna var þétt- skipað af fólki, nágrönnum og vin- um úr Árborg og Geysir umhverfi. Séra Sigurður Ólafsson 'hafði orð fyrir gestum og bauð fólk í nafni húsbænda velkomið á heimilið. Sam- eiginlega voru sungin ýms íslenzk ljóð. Lék Miss María Bjarnason undir. Frú Ingibjörg J. Ólafsson ávarpaði Mrs. Jóhannesson nokkr- um orðum, vék hún í máli sínu að starfi konunnar á björtum og dimm- um dögum. Bauð hún Mrs. Jó- hannesson velkomna fyrir eigin hönd og kvenna í þessu umhverfi, og árnaði henni og heimili hennar og eiginmanni allra heilla. Voru þá söngvar sungpnir. Þá talaði Gest- ur bóndi Oddleifsson fyrir minni Bjarna bónda, fyrir eigin hönd og fólks í umhverfinu. Þakkaði 'hann samvinnu, dugnað og drenglyndi, er árin liðnu hefðu leitt i ljós, sem á- berandi einkenni hans. Síðar, eftir að fleiri söngvar höfðu verið sungnir var hjónunum afhent gjöf frá viðstöddum vinum og vandamönnum, var gjöfin vand- að útvarpstæki. Gat veizlustjóri þess að það ætti að færa hjónunum og heimili þeirra gleði og setja þau á köldum vetrardögum í samband við umheiminn. Talaði hann um gildi þess að eiga sumar sér í sál þótt vetur kæmi, er ávalt ætti þó vor sér í fylgd. Var svo sezt að ríkulegum veit- ingum og ljúfu samtali og naut fólk sin vel. Bjarni bóndi er sonur Guðbrandar Jóhannessonar fra Dönustöðum í Dalasýslu og látinn- ar konu hans. Halldóru Bjarnadóttir frá Knarrarhöfn við Hvammsfjörð. Er Guðbrandur enn ern sem ungur væri, mikill að vallarsýn og fróður um margt. Bjarni hefir ávalt með föður sín- um verið og verið 'honum önnur hönd, er hann maður vasklegur og karlmannlegur, fáorður og dreng- lundaður. Guðriður Jónsdóttir kona hans er ættuð frá Galtarholti í Borg- arf jarðarsýslu, átti hún unt mörg ár heima i Winnipeg. — Af nánustu skyldmenum Bjarna voru, auk föð- ur hans og systkina, sem þegar eru nefnd, Jóhanna Aðalheiður, Mrs. Wilkie, sem er búsett i Winnipeg. Á krossgötum Aðalslátrun hjá Sláturfélagi Suð- urlands er lokið fyrir nokkru .Besta jafnaðarþyngd dilka sinna, af öllum þeim, sem ráku sláturfé sitt til Slát- urfélagsins, fékk Torfi Jónsson bóndi í Gilstreymi í Lundarreykja- dal. Lömbin voru alls um 65 og meðal kroppþungi þeirra 35J4 pund. Næst vænst lömb átti Einar Hall- dórsson bóndi á Kárastöðum í Þing- vallasveit, og hefir áður verið frá því skýrt. Hinn þriðji i röðinni mun vera Davíð Björnsson, bóndi á Þverfelli í Lundlarreykjadal, með nær 35 pund. ♦♦♦♦♦ Samkvæmt heimildum Ingólfs Davíðssonar grasafræðings lét at- vinnudeild háskólans í vor sá kart- öflum af öllum þeim tegundum, sem Grænmetisverzlun ríkisins hafði á boðstólum, í allstóra tilraunareiti. Eru nú fengnar niðurstöður af þess- um tilraunum. Nokkrar tegundir, Akurblessun (Ackersegen), Deodora Jarðargull (Erdgold) og Webbs, gáfu elleffalda uppskeru, Alpha og | Eyvindur gáfu nífalda, en önnur af- | brigði 4—8 falda uppskeru. Grös ^ allra hinna beztu tegunda, að Webbs undantekinni, stóðu iðgræn, þegar tekið var upp úr görðunum. Jarð- vegurinn, sem sáð var í er leir- blandin melajörð. Voru borin 10 kg. af garða-nitrophoska í hverja 100 fermetra. Gulrófur voru einn- ig ræktaðar í þessum tilraunareit- um og uxu Gautarófur, íslenzkar rófur og Þrándheimsrófur vel, en Banghólmsrófur og finskar (rúss- neskar) rófur miður. Minst bar á maðkskemdum í Gautarófunum. ♦♦♦♦♦ Kartöflukvillar voru fremur væg- ir í stunar. Myglu varð litilsháttar vart en tjón hlaust ekkert af henni hér sunnanlands. Þurviðrin forð- uðti því. Margir garðeigendur not- uðu líka varnarlyf í tæka tíð og æ fleiri velja sér hraust afbrigði til útsæðis. Stöngulveiki gætti nokkuð, en þó ntinna en í fyrrasumar. Tals- verð hrögð voru að tiglaveiki, eink- um Favourite, Jórvíkurhertoga, Webbs og Böhnts. Var helmingi minni uppskera undan sjúkum grös- um heldur en heilbrigðum. Víða var kvartað um kláða. Er mönnum ráð- lagt, að bera stækju í kláðagjarna garða, en forðast að láta í þá ösku og kalk. — Kálmaðkur var versta plága hér í Reykjavík, sér i lagi í blómkáli. Hann gerði einnig usla á Akureyri og Blönduósi. —Tíminn 18. okt. Minningar Það, sem fyrir oss hefir borið í lífinu, er svo einkenni- lega tengt saman, að minning um einstök atriði vekur upp og færir með sér heila röð af öðrum minningum, sem hin fyrsta hefir hleypt af stað. Þannig hefir farið fyrir mér í sambandi við tvö dauðsföll og æfiminningar, sem tilheyra þessu liðna sumri. Annað var lát merkrar og góðrar konu, Margrétar Jónsdóttur, konu Arnórs Árnasonar að Oak Point, Manitoba. Eg kyntist þeim hjónum fyrst þegar eg var við nám í Chicago. Þau tóku mér þar óþektum eins og gömlum vini. Naut eg á heimili þeirra þess hlýleiks og góðsemi, er var mér ómetanleg. Heimili, sem þannig standa opin æsku- mönnum í fjarlægð frá heimilum sínum, eru að láta þeim í té ómetanlega blessun. Að eiga stað þar sem maður finnur sig ætíð velkominn, leggur manni eitthvað til sem er frábærlega dýrmætt. Slíkt fellur ekki úr minni, og eg veit þeir voru fleiri, sem áttu sömu sögu að segja og eg. En kynningin við þessi hjón varð mér líka sérstaklega hugðnæm fyrir það, að eg átti fyrri viðkynningu við ætt Arnórs. Sem harn hafði eg tekið ást- fóstri við Alþýðubók séra Þórarins Böðvarssonar i Görðumjj lesið hana og þaullesið þar til það gekk bókinni mjög nærri. Að kynnast nú bróðursyni séra Þórarins (en eins og kunn- ugt varð mér nú var Árnór sonur séra Árna Böðvarssonar lengi prófasts og merkisprests á ísafirði) var mér hið mesta fagnaðarefni. Að það væri frændsemi með uppáhalds bók og uppáhalds heimili féll vel saman og hefir gert innangengt á milli hugljúfra endurminning ætið síðan. —- En hitt dauðsfallið, er vikið var að, var fráfall séra Helga Árnasonar, bróður Arnórs, etr lézt í Reykjavík á liðnu vori og hefir verið minst að verðleikum í Kirkjuritinu og víðar. Var hann lengi prestur í ólafsvík en líka að Kvíabekk i Ólafsfirði. Eg kyntist séra Helga er eg kom til íslands 1929. hafði hann þá látið af prestsskap og var fluttur í höfuðstað- inn. Var hann prúður og yfirlætislaus gáfumaður, er mér var fengur í að kynnast. Féll hann einnig inn í tengslin við Alþýðubókina og viðkvnningu inína við heimili Arnórs hróður hans. Það fer bezt um þær endurminningar, sem fast eru tengdar öðrum fyrri. Það er kosturinn við að koma nýj- um viðkynningum i ætt, eins og fslendingum er tamt. — Þótti mér því ekki lítið vænt um og viðeigandi að kynnast því að hér er að r§eða um eina hina merkustu prestaætt fslands. Að baki þeim bræðrunum þremur, séra Þórarni, séra Árna og séra Þorvaldi Böðvarssonum var afi þeirra, hinn rnerki prestahöfðingi séra Þorvaldur Böðvarsson prófastur undir Eyjafjöllum, er átti átján syni, er allir urðu embættis- menn. Er þess getið að við útför hans voru tólf synir hans hempuklæddir. Ættgengið sýnir þráfaldlega að það ber ekki að rýra. K. K. ó. —Alþ.bl. 19. okt. Úrslit Bandaríkjakosninganna Þegar blaðið fer í pressuna eru

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.