Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 6
D LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1938 f--------GUÐSDOMUR- L________________________________ “1 gær bar ykkur víst einnig eitthvað á milli/’ maáti ofurstinn. “Eg þóttist sjá það á andliti ykkar, er eg kom inn í herbergið, og þess á hann nú óefað að gjalda. En gáðu að þér Eldith, að spenna eigi bogann of hátt, því að hann er að sumu leyti nokkuð þéttur í lund.” “En i)abbi, þykir þér ekki vænt um mig ? ’ ’ mælti unga stúlkan, og var rödd henn- ar þá óvanalega hljómmikil. “Og viltu þá ekki gera það mín vegna, að neyða mig ekki til hjónabands, sem —” “Guð hjálpi mér, hvað á þetta að þýða?” spurði ofurstinn, sýnilega lafh'ræddur. “Hvað hefir ykkur borði á milli?” 1 stað þess að svara, setti beiskan grát að Edith, svo að faðir hennar varð mjög á- hyggjufullur hennar vegna. “Segðu mér, barnið mitt,” mælti hann, “hvað þér þykir að honum. Einst þér hann ekki fiermánnlegur ? Er hann þér eigi eftir- látur og umhyggjusamur ? Mér er sannar- lega óskiljanlegt hvað að þér gengur.” “ Jú, liann er svo umhyggjusamur, og — svo ískaldur,” svaraði Edith, “að tönnurnar geta nötrað í munninum á manni, þegar mað- ur er lijá lionum. — Daníra hafði rétt að mæla, er hún sá það þegar á myndinni af hon- um, að hann þekti eigi hvað ást er, því að eigi hefi eg enn heyrt hann segja nokkurt ástúðlogt orð, en í stað þess er hann með sí- feldar áminningar, og taki eg þeim eigi jafn- an með þögn og þolinmæði, yptir hann öxlum og brosir, eins og barn ætti í hlut, — og eg þoli það ekki lengur.” Öfurstinn greip í hendina á dóttur sinni og dró hana til sín. “Þú veizt, Edith, hve einkar ant mér og móður Geralds hefir verið um það, að þið yrðuð hjón, en þú veizt einnig hve f jarri það er skapi mínu að vilja þröngva þér til nokk- urs. En segðu mér nú hreinskilnislega hvort ekki er nein rödd í hjarta þínu er talar máli æsku-leikbróður þíns?” Edith stokkroðnaði, hallaði sér að brjósti föður síns og mælti snöktandi: “En honum þykir alls ekkert vænt um mig, og hugsar eigi um neitt annað, en þessa leiðinlegu herferð, og þráir þá stundina er hann kemst af stað, þó að eg verði þá ein eftir.” “Þér skjátlast,” svaraði ofurstinn alvar- lega. “Gerald ætti að vísu að hugsa ögn minna um herförina, og meira um þig, það skal eg játa, en um ást hans máttu þó eigi efast, þó að lunderni hans sé svo háttað, að hann láti ekki tilfinningarnar ráða, og því betur sem eg kynnist honum, þess öruggari verð eg, að því er framtíðargæfu þína snertir. En hefirðu gert alvarlega tilraun til að vekja ást hans á þér? Eg held naumast.” Edith sperti upp höfuðið og mælti lágt: “Við hvað áttu, pabbi?” “Eg er hræddur um, að Gerald hafi hingað til fremur kynst dutlungunum í þér, en átt þess kost, að sannfærast um, hve ást- úðleg þú getur verið, ” svaraði ofurstinn. “En ekki trúi eg öðru en að Edith mín gæti fengið neista út úr steininum, ef liún reyndi. því að ekki ertu svo ólagin á það, að fá vilja þínum framgengt.” “En farðu nú, barnið mitt,” mælti ofurstinn enn fremur, “og týgjaðu þig til ferðarinnar, og láttu mig segja Gerald til syndanna, sem hann hefir ftáleitt neina liug- mynd um.” Edith ásetti sér að láta þá undan að þessu sinni, enda heyrðist málrómur Geralds í sömu andránni í fremra herberginu. “Það er hann, sem kemur,” hvíslaði hún. “Segðu honum í guðanna bænum ekki að eg hafi grátið.” Ofurstinn hristi brosandi höfuðið, og Edith iaumaðist út. Á hinn bóginn fórst það að þessu sinni fyrir, að ofurstinn segði Gerald til syndanna, því að Leonhard munkur kom með honum inn í herbergið, til þess að heilsa ofurstanum. — Þokunni var farið að létta af, er ferða- fólkið reið út úr borginni. Ferðinni var heitið til kastala, er stóð á brattri hæð nokkrar mílur burtu, og var þaðan ágætt útsýni yfir héraðið. Jafnframt ætlaði og ferðafólkið að heilsa upp á liðsforingjanna, er þar var á verði, því að þó að öllum óviðriðnum mönnum væri bannað, að koma í kastalann, náði það auð- vitað eigi til tilvonandi tengdasonar setuliðs- stjórans; en ofurstinn hafði, ýmsra anna vegna, orðið að vera heima, svo að Gerald var einn á ferð fneð Edith og Daníru. Vegurinn, sem hafð'i verið lagður, til að flýta fyrir herflutningu’m, var ágætur, og uxu tré og kjarr beggja megin við hann, unz komið var þangað, er hann lá í bugðum upp ófrjósama klettahæð. Skýin, sem verið höfðu á himninum, dreifðust meira og meira, og sólin brauzt gegnum þau og varð að lokum algjörlega yfirsterkari. Vegurinn varð æ brattari og brattari, er hærra kom, og flóinn og héraðið, virtist æ þoka neðar og neðar. Að því er Edith snerti, mátti með sanni segja, að á henni væri apríl-gállinn, því að eftir helliskúrina um morguninn/ var nú komið glaða sólskin og myndi engum, er sá glaða og broshýra andlitið hennar, hafa til hugar komið, að hún hefði fáum tímum áður grátið beiskum tárum. J’að var vandi úr því að ráða, hvort það voru áminningar föður hennar, sem haft höfðu þessi áhrif, eða hún hafði í raun og veru ásett sér, að fá neista-flug úr steininum; en víst var um það, að steinhjarta lilaut að búa í þess manns brjósti, er eigi Utnaði um hjartaræturnar, er hann sá hve yndislega fögur og blómleg Editli var að þessu sinni, og lieyrði gamanyrðin, sem hún hafði á reið- um höndum, enda leyndi það sér eigi, að glað- !yndi hennar liafði þau áhrif á Gerald, að hann aldrei þessu vant sást öðru livoru brosa og var auðsjáanlega í góðu skapi. Svona riðu þau nú áfram, og dróst Daníra eins og af tilviljun meira og meira aftur úr; en síðastur reið Jörgen, er var í góðu skapi, og var að hugsa um, hve heimsku- legt það væri af Gerald, að^áta sig langa til þess að eiga l>átt í herförinni, þar sem fara vrði fótgangi í ryki og sólarhita, í stað þess að ríða svona í hægðum sínum. J‘au voru komin á að gizka hálfa leið, er maður kom ríðandi á móti þeim. Maður þessi var tekinn að eidast, en var þó hinn karlmannlegasti, sólbrendur í andliti og klæddur í þenna einkennilega búning, sem fjallabúar-báru um þær mundir. Hinn ríkmannlegi búningur hans, hestur- inn og reiðtýgin, bar vott alt vott um, að hann væri í röð hjnna auðugustu og mest metnu manna í þjóðfiokki sínum, enda Iiafði hann íotgangandi mann sér til fylgdar. Þeir komu ofan þröngan stíg, og með því að vegurinn var mjög mjór, þar sem þeir mættu Gerald og Edith, stöðvaði ókunnugi mauðrinn hest sinn, meðan þau fóru fram hjá og heilsaði hæversklega, en gaf unga liðs- foringjanum þó fremur ilt auga. Gerald yj) t i í húfuna og Edith hneigði sig vingjarnlega. Þau voru komin spottakorn áfram, er Daníra fór þar um, er ókunnugi maðurinn beið enn grafkyr á hesti sínum, og vildi þá svo til, að múldýrið, sem hún reið fældist og og reis upj) á afturíotunum, eins og það ætl- aði sér að stökkva á snarbrattann klettinn. Þetta virtist all-hættulegt, en í sömu svipan greip ókunnugi maðurinn í tauminn á múldýrinu og hélt því, og sagði um leið eitt- hvað á slavnesku í hálfum hljóðum. Daníra svaraði og einhverju, líklega til að )>akka fyrir hjálpina. Þau töluðust við í nokkrar mínútur og loks er Jörgen kom, slepti hann taumunum, svro að Daníra gat haldið áfram ferðinni. Gerald og Edith höfðu tekið eftir því sem fram fór, snúið hestunum og numið stað- ar, en þar sem Daníra datt ekki af hestbaki, voru þau þó óhrædd um hana. “Líttu á hve riddaralega manninum ferst við Daníru,” mælti Edith hlæjandi. “Land- ar hennar eru annars eigi vanir að hegða sér svona liæversklega, og þetta er því óefað að- eins undantekning frá reglunni.” ‘ ‘ Það er einnig undantekning, að múldýr fælist svona á sléttum vegi,” svaraði Gerald. “Mér er það alveg óskiljanlegt, nema dýrið hafi verið eitthvað ert. ” “Loksins kemurðu þá! Hvað var það sem á gekk?” kallaði Edith til uppeldissystur sinnar, sem kom ríðandi ofurrólega, eins og ekkert hefði í skorist. “Eg veit ekki,” svaraði Daníra. “Múl- dýrið hlýtur að hafa fælst af einhverju.” “Þektuð þér manninn, ungfrú Daníra?” spurði Gerald. “Nei, en eg þakkaði honum aðeins fyrir lijálpina.” Þetta sagði Daníra í svo ákveðnum róm, sem hún vildi komast hjá frekari spurning- um, enda l)agnaði Gerald, en starði þó á eftir ókunnuga manninum, sem í sömu svifum hvarf sýnum, sakir bugðu er var á veginum. Edith spnrði á hinn bóginn forvitnislega: / “Þektir þú hann, Gerald?” “Já, það gerði eg reyndar,” svaraði Gerald. “Það var Ivan Obrevic, sem er for- ingi eins þjóðflokks hér í fjalllendinu, þjóð- flokks, sem enn hefir að vísu eigi gjört upp- reisn gegn oss, en bíður tækifæris.” Hann hefir dvalið í Cattaro síðustu dag- ana og látist vera að semja,” mælti Gerald enn fremur, “og því miður hefir honum enn eigi verið vísað burt úr borginni.” ‘ ‘ Sögðuðu þér því miður ? ” mælti Daníra. “Fellur yður það illa, hr. Steinach?” “Það gerir mér,” svaraði Gerald, “þar sem eg skoða þessar samninga-tilraunir að- eins sem fyrirslátt til þess að draga tímann, enda hefir hann gildar ástæður til þess þar sem sonur hans er í varðhaldi hjá oss.” “Hann varð fyrstur til þess að neita að gegna hervarnarskyldunni, ” mælti Gerald enn fremur, “og þegar átti að þröngva honum til þess, skaut hann*liðsforingjann, sem her- sveitinni stýrði, og þetta var byrjunin til uppreisnarinnar; en morðinginn náðist þó, sem betur fór.” “Kallið þér hann morðingja, þó að hann verði frelsi sitt?” spurði Daníra. “Það er ragmenskulegt að drepa mann, sem semur við mann friðsamlega og einskis á sér ills von. — Meðal siðaðra þjóða kalla menn það morð, ungfrú góð.” Edith, er hlýtt hafði á samræður þessar með almikilli óþolinmæði, greip nú fram í: “1 guðanna bænum! Hættið þessu póli- tíska hemaðar-rugli. Að öðrum kosti bið eg Jörgen að vera fylgdarmann minn, því bann gerir sér þó far um að spjalla eitthvað við mig, og þreytir mig ekki á þessum sífeldu uppreisnarsögum. ’ ’ Enda þótt hótun þessi væri naumast gjörð í alvöru, virtist Gerald þó skilja hana þannig, því að hann svaraði: “Ef þú kýst frmeur, að Jörgen fylgi þér — verð eg auðvitað að sætta mig við það.” Um leið og hann mælti þetta, ypti hann öxlum, og brosti ofur herralega, og hafði það sömu áhrif á Edith sem fyr. Hún kipti í tauminn á múldýrinu, sneri því við, og kallaði hátt: “Komdu hingað, Jörgen! Við skulum ríða á undan.” Edith reið síðan stíginn, er gekk sem í boga út úr aðal-fjallveginum. Jörgen hvatti múldýrið sporum, og náði brátt Edith. Þau voru þegar orðin allkunnug og hafði Edith sagt honum að þúa sig, þar sem hún skoðaði hann fremur sem æsku-leikbróður unnusta síns, en sem undirmann hans. I liér um bil tíu mínútur var vegurinn all- brattur, en batnaði svo aftur og námu þau Edith og Jörgen þá staðar. “Við eigum líklega að bíða liðsforingj- ans hérna?” mælti Jörgen og leit aftur. Edith leit í sömu áttina, og var nú runn- in reiðin, en vildi þó hegna Gerald fyrir ó- kurteisina og láta hann ríða með Daníru sem hún vissi að lionum var lítið um, eins og Daníru um hann. Editli hafði gaman af að hugsa um, hve leitt þeim myndi báðum þykja þetta, og mælti því: Nei, Jörgen, fyrst við erum nú svona langt á undan, þá er rétast að við komum fyrst til kastalans, — ef þú vilt fylgjast með mer. ” ‘ ‘ Náðuga ungfrú, ’ ’ svaraði Jörgen. ‘ ‘ Eg fylgi yður til Krivoscie, ef yður þóknast að skipa mér það.” ‘ ‘ Svo langt förum við ekki í dag, ’ ’ svar- aði Edith, “en þar sem mér er kunnugt um hvílík ógn þér stendur af þessu nafni, met eg boð þitt mikils.” “Það er annars fráleitt hætt við því að þú verðir ástfanginn í hérlendu stúlkunum,” mælti Edith ennfremur, “þar sem þú hefir slíka óbeit á Krivoscie.” Jörgen slepti taumnum og gerði kross- mark umhverfis sig. “Hjálpi mér alt sem heilagt er,” mælti hann. “Þá væri eg genginn frá vitinu, og eg er viss um að faðir minn myndi þá gera mig arflausan, og arfleiða klaustrið að öllum reitum sínum, og það væri rétt gjört, af hon- um.” “Faðir þinn býst auðvitað við því, að tengdadóttirin verði frá Tyrol,” mælti Edith. “Þaðan verður hún óefað,” svaraði Jörgen mjög hátíðlega. “Súlkurnar í Tyrol tala öllum öðrum fram.” “Eg er sömu skoðunar,” mælti Edith, “enda er eg sjálf frá Tyrol, og hver veit nema eg kynni einnig að hafa komið til greina ef eg væri eigi þegar öðrum heitin. ” “IIví ekki,” svaraði Jörgen glaðlega. “Eg tæki yður strax, náðuga ungfrú, — en það er nú um seinan.” Bdith íor að skellihlæja. “Svo er víst,” svaraði hún, “en engu að síður þykir mér þó afarvænt um bónorðið, og mun hugsa alvarlega um það. — En þar sem múldýrin hafa nú hvílst nægilega, þá er bezt. að halda áfram ferðinni.” Þau riðu nú áfram, og Daníra og Gerald voru á eftir. Daníra hafði að vísu spurt, hvort þau ættu eigi að herða reiðina, til þess að ná hin- um, og liafði Gerald þá svarað: “Eg held ekki,” og var auðsætt, að hann vildi ekki láta undan dutlungunum í Edith. “Þér viljið gefa Edith dálitla ráðn- ingu,” mælti Daníra hálf hátt. “Edith verður að læra að hafa meiri á- huga að því er köllun mína snertir. Það er nauðsynlegt fyrir liðsforingja-frúarefni.” “Auðvitað,” svaraði Daníra, “en eg er því miður hrædd um að kenslan mistakist eins og þér hagið henni.” “Hvers vegna?” spurði Gerald. “Editli er enn að nokkru leyti barn, og börn verða að læra og kann eg yður þakkir fyrir góð ráð í því skyni.” Þetta sagði Gerald all-hæðnislega, en Daníra lét sem hún skildi það ekki og mælti: “Ráðið er aðeins eitt, og það er vanda- lítið; þér verðið að vinna hjarta hennar.” ‘ ‘ Ug á því álítið þér að eg liafi enn ekki haft lag?” “Þér liafið eigi hirt um það, að því er virðist, ” svaraði Daníra. “Að því er Edith snertir, sem alin er upp í eftirlæti, ávinst skólameistaranum ekkert, en unnustinn getur áunnið alt. ” Grald beit á vörina og þagnaði. — Hann fann, að Daníra hafði rétt að máela, en gat þó eigi varist þess að liugsa um live uppstökk Edith var. Vegurinn varð nú brattari og duldist Gerald eigi að Daníra hafði gott taumhald á múldýrinu; en alt í einu sá hann hana þó kippa fast í tauminn og hallast fram í söðlin- um. “Er nokkuð að?” spurði Gerald. “Ekkert sem neinu skiftir,” svaraði Daníra. “Gjörðin hefir losnað dálítið áðan, og veitti eg því ekki eftirtekt fyr en núna.” Gerald stöðvaði nú múldýr sitt og sté af baki og var Daníra þá þegar, stokkin úr söðlinum og virtist eigi kæra sig neitt um aðstóð hans. Gerald lagaði nú gjörðina og mælti síðan: “Er ekki réttast að lofa múldýrunum að kasta ögn mæð'inni, þar sem vegurinn hefir verið öruggur, og enn er allgóður kippur til kastalans?” Um leið og hann mælti þetta, batt hann beizlin saman, og gekk svo þangað sem Daníra stóð. Útsýnið var einkar fagurt og stóðu þau því lengi sem hugfangin, unz Daníra sneri sér við, benti í f jarlægð og mælti: “Þarna sjáið þér myndina af landi voru, og ímynda eg mér að náttúrufegurð þess þoli jafnvel samjöfnuð við heimkynni yðar.” “Vissulega,” svaraði Gerald, “og tekur því jafnvel að sumu leyti fram, þar sem haf- flöturinn speglar sig að f jallabaki. — Landi'ð er yndislega fagurt, og skortir það eitt að gáturnar, sem það geymir í skauti sínu, væru nokkru færri. “En eruð þér eigi einmitt að ráða þess- ar gátur, þar sem eigi er sá krókur eða kimi, sem herlið yðar rannsakar ekki, að því er íbúunum segist frá?” “Oss fýsir að minsta kosti að vita, hverir eru vinir yorir og hverir óvinir,” svaraði Gerald, ‘ ‘ og hygg eg oss hafa rétt til þess að spyrjast fyrir um það. ’ ’ Gerald lagði svo mikia áherzlu á orð þessi að Daníra tók eftir því, leit forvitnis- lega framan í hann og mælti síðan stuttlega og kuldalega: “Spyrjið hvers þér viljið.” “Og ef eg spyrði þess þá fyrst, livaðan þér þekkið Ivan Obrevic?” “Eg hefi þegar sagt yður, að eg þekki hann alls ekki,” mælti Daníra. “Þér hafið sagt það; en eg trúi því nú ekki.” Daníra rétti úr sér, all-tígulega, og mælti: “Eg bið yður, hr. Steinach, að fara ekki að beita uppeldis-tilraunum yðar við mig. — Eg er ekki Edith.” “En þér eruð uppeldisdóttir setuliðs- sjtórans og eruð í hans húSum, sem hans eigið barn, og finn eg hvöt hjá mér til að minna yður á það, þar sem þér virðist alveg hafa gleymt því,” svaraði Gerald. Daníra varð náföl í framan og ætlaði auðsjáanlega að svara fremur svæsnislega, en stilti sig þó, eins og einhver hefði snögglega aðvarað hana og svaraði því aðeins ofur- hæðnislega: “Hús setuliðsstjórans hefir að minsta kosti til þessa verið laust við' alt — njósnar- snuður. ” Gerald kiptist við, eins og hann hefði verið barinn, blóðroðnaði í andliti og greip ósjálfrátt til sverðsins. Svo var sem eldur brynni úr augum hans og í rödd hans lýsti sér afar-mikil æsing og ákafi, er hann svaraði: ‘ ‘ Orð þessi komu frá konu munni! Hefði karlmaður dirfzt að móðga mig á þenna hátt, skyldi hann eigi hafa beðið svarsins.” Daníra hafði eigi vænst þess, að þessi orð hennar, sem töluð voru í hugsunarleysi, hefðu slík áhrif, og duldist nú eigi, að hún hafði móðgað hann mjög freklega, en þótti þó hálf- gaman að, að hafa getað sært þetta kalda steinhjarta svo að neistar flugu úr steininum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.