Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓVEMBER 1938 l Högtjerg OefiS út hvern fimtudag af r a E COLUMBIA PRE8S LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOH LÖGBERG, ó»6 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Editor: EINAR P. JÖNSSON VerO $1.00 um áriO — Borgist fyrirfram Tbe “Lögherg" is printed and published by The Coiumbía Prees, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnlpeg, Manitoba PHONE 86 327 Frumkostir lýðræðisins Þó illu heilli fækki nú þeim þjóðum, að minsta kosti um stundarsakir, er við lýðræði búa, þá er það þó <yigu að síður ljóst, jafnvel Ijósara en nokkru sinni fyr, hve brennandi á- hugamenn það á innan vébanda sinna; nægir í því efúi að vitna í þá Lloyd George, Winston Churchill og Anthony Eden á Englandi, þá Hérriot og Blum á Frakklandi, Roosevelt Bandaríkjaforseta, Benes, fráfarandi forseta hins afkvistaða Czechoslóvakíu lýðveldis, að ógleymdum forustumönnum sjálfstjórnar ríkjanna brezku. Norðurálfu þjóðirnar allar búa við lýðræði og unna því hugástum; þær eru alment taldar til fyrirmyndar á sviði stjórnarfarslegrar þróunar, og una glaðar við sitt. 1 þessum löndum öllum, er sjálfsákvörð- unarréttur einstaklings takmarkaður einungis af viturlegum lögum, er ná jafnt yfir alla, ríka sem fátæka; stoðir samfélagsins eru frjálsir, framtakssamir og djarfhuga þegnar; ríkið byggir |>ar tilveru sína á þroskuðum einstaklingum í mótsögn við kúgaða múg- hyggju, er einkennir Fasistalöndin. — Vitaskuld á það enn langt í land, að lýð- ræðið hafi náð' þeim háþroska, sem því er ætlað að ná, og það fyr en síðar hlýtur að ná, þrátt fyrir tímabundna sviksemi við hugsjón- ir þess; það hefir vitanlega enn sem komið er hvergi nærri læknað allar þær meinsemdir, sm því var ætlað að lækna, hvað þá heldur skorið fyrir rætur þeirra; þó er lýðræðið ein- asta og eina bjargráða von mannkynsins í þessari fögru veröld. I einræðisríkjunum eru flestir skotn- ir, sem öðruvísi líta á málin en þeir, sem við atýri sitja; þar má einstaklingurinn enga aðra skoðun hafa en þá, sem einvaldshöfð- inginn skipar fyrir. Ekkert segist á því á Englandi þó Chamberlain sé úthúðað niður fyrir allar hellur, og ávalt er þar einhver til taks að mynda lýðræðisstjórn án tillits til flokka; hér í landi geta menn helt sér yfir Mr. King eins og þeim bezt líkar, og ef vera vill fengið aðra lýðræðisstjórn í staðinn í lok kjörtímabils; það er alveg á valdi kjósenda hvaða stjórn fer með völd; þeir geta með at- kvæðaseðlinum skapað stjórn sína og afvopn- að hana með sama hætti; þeir eru sjálfir stjórnin. Kjörseðillinn er einn af frumkost- um lýðræðisins; en þeir eru margir fleiri. 1 lýðríkjunum má fólkið tilbiðja guð sinn á þann hátt, er því bezt þóknast. Á Þýzka- landi er lagt við slíku blátt bann; þar má ekki aðra guði hafa en Hitlers guði. 1 Alberta er lítið sem ekkert amast við því, þó Mr. Aberhart leggi út af guðspjöllunum og Social Credit glingrinu í senn, því þar er enn enginn Gleipnisfjötur á samvizku og hugsanafrelsi fólksins; hvar sem er í þessu landi, að Quebec fylki undanskildu, mega menn hnakkrífast um alla skapaða hluti milli himins og jarðar án þess að talið verði til sakar; veldur slíkt að minsta kosti nokkurri fjölbreytni í þjóðlíf- inu, auk þess sem það að jafnaði vekur til margháttaðra umbóta. Skólar lýðríkjanna, j)ó þeim sé í mörgu ábótavant, hafa það fyrst og seinast á dagskrá sinni, að búa nemendur sína undir lífið, í stað þess að einvaldsríkin týgja þá til tortímingar á vígvelli. Lýðræðið sætir oft og einatt þungum ágjöfum; en meðal höfuðkosta þess má telja það, að'samkvæmt innya eðli skilar það venjulegast sjálfu sér aftur á réttan kjöl. Einræðisríkin viðurkenna aðeins einn sjtórnmálaflokka; aðeins þann flokk, er ein- valdsherrann sjálfur hefir skapað og náð finnur fyrir augum hans. Alt öðru máli gegnir um lýðræðislöndin; þar úir og grúir af öllum hugsanlegum og óhugsanlegum stjórnmálaflokkum án þess að við þeim sé amast af hálfu ríkisvaldsins. Jafnvel á Is- landi mun fyrirfinnast um þessar mundir dálítil vasaútgáfa af flestum j>eim stjórn- málastefnum, sem skotið hafa rótum í lífi annara þjóða. A Alþingi Islands eiga Komm- únistar sæti með sama rétti og Sjálfstæðis- inenn, Framsóknarmenn, Bændaflokksmenn og Jafnaðarmenn; lýðræðishugsjónin nær til ellra stétta þjóðfélagsins jafnt; hún fer ekki í manngreinarálit; í því er falinn einn af hennar höfuð kostum. Afkomu almennings er í öllum löndum harla ábótavant; þó er það ekki samanberandi hve verri hún er hjá einræðisþjóðunum; lýð- ræðisþjóðirnar reyna að smábæta til í þessu efni og viðurkenna misbrestina. 1 löndum einræðisherranna er því gersamlega haldið leyndu hvernig hag alþýðunnar sé í raun og veru farið; öll fræðslu- og auglýsingatæki eru í höndum hins alvalda einræðisherra; blöðin verða að sitja og standa eins og þeim er fyrir skipað; þau auglýsa velsæld í volæðis- stað; hjá einræðisþjóðunum eru vinnulaun margfalt lægri en viðgengst í lýðstjórnarríkj- unum, og aðbúð vinnustéttanna á langtum lægra stigi. Einræðisríkin eru krök af spæj- urum landshornanna á milli. Ekki eru nú einvaldsherrarnir vissari í sinni sök en það, að þeir telja sér trú um að sýknt og heilagt sé setið um líf þeirra. 1 nafni réttvísinnar hafa fallexin og byssan síðasta orðið. 1 lýðstjórnarríkjunum skiftist fólkið í eins marga pólitíska flokka og því bezt líkar; við það hefir ríkisvaldið ekkert að athuga og telur slíkt beinan vott um heilbrigða og eðli- lega þróun. Lýðræðið reisir hinar stjóm- skipulegu hallir sínar á frjálsbornum, sjálf- byrgum þegnum, en einræðið á viljalausri múghyggju, er siga má á hvaða forað sem er í nafni ímyndaðra, þjóðernislegra ógæta. Lýðræðið telur sjálfstæðan einstakling ríkisins dýrmætustu eign, og byggir á honum framtíð'arvonir sínar. Lýðræðið mótast af einstaklingsfrelsinu; einræðið stimplast þrælslund og þýmensku. Glæsileg sönghátíð Á miðvikudagskveldið íor fram sönghá- tíð harla vegleg í Fyrstu lútersku kirkju, er telja mun mega lokaþáttinn í glæsilegum hátíðarhöldum í tilefni af demantsafmæli safnaðarins. Kirkjan var þéttskipuð fagn- andi hlustendum, er óspart létu ánægju sína t ljós yfir fögrum og ógleymanlegum söngva- seið. Voldugur kór blandaðra radda skemti um kveldið undir forustu hr. Sigurbjörns , Sigurðssonar, söngstjóra Fyrsta lúterska safnaðar; var samstilling radda hin bezta og hljómmagn flokksins voldugt og breitt; ná- kvæmni söngstjóra í túlkun látlaus og grein- argóð. Ógleymanleg verður með'ferð frú Sigríðar Olson á dásamlegum tónljóðum Schumanns; röddin blóðrík og tær; tjáning mild og meginstyrk. Islendingar vestan hafs standa í djúpri þakkarskuld við frú Sigríði fyrir mikilvægt menningartillag hennar á sviði sönglistarinnar. Að loknum söng sín- um var frú Sigríður sæmd fögrum blómvendi, auk þess sem forseti safnaðarins, Dr. B. J. Brandson afhenti henni ávarp það, sem hér fer á eftir: As we express our enjoyment of your beautiful contribution to this evenings pro- gram we wish also to avail ourselves of this opportunity to assure you of our sincere ap- preciation of the numerous other occasions in the past when your time and talent have been as genrously given. We are referring especially to the period during which you conducted the choir; your assistance at that time will always be remembered with grati- tude. On behalf of The First Lutheran Church President. ‘ Blómvöndinn afhenti Salene Jónasson. Paul Bardal, bæjarfulltrúi, söng með flokknum einsönginn í laginu ‘ * Sjá þann hinn mikla ílokk,” og naut hin karlmannlega og blæhreina rödd hans sín ágætlega, eins og venja er til. Fiðluspil Pálma Pálmasonar var hið fegursta; tæknin mikil og vaxandi þróttur. Dr. B. J. Brandson flutti ræðu, kjarn- vrta og markvissa. Við sönglok safnaðist margmenni fyrir í samkomusalnum og naut þar ríkmannlegra veitinga; var presthjónunum fagnað þar, og írú Eylands sæmd blómum, er Doris Blöndal afhen|;i. Kirkjan var fagurlega skreytt, og fyrir miðjum stafni voru þrjár upphleyptar mynd- ir af kirkjum safnaðarins, snildarlega gerðar eftir Dr. A. Blöndal. Þessi áminsta sönghátíð var hin virðu- legasta, og þeim öllum er að stóðu til hinnar mestu sæmdar. Organisti safnaðarins, ung- frú Snjólaúg Sigurðson var við hljóðfærið, og leysti hlutverk sitt af hendi með hinni mestu snild. Atkvœðagreiðslan 18. þ. m. Islendingar í norðurhluta Nýja Islands eiga að birta sinn innra mann með atkvæðagreiðslu næsta föstudag. Þeir eiga að skera úr því hvort þeir vilja láta mannskemda- stofnanir þær, sem þar eru nú, halda áfram eyðileggingarverkum sínum eða ekki. Eg ætla ekki að skrifa langa pré- dikun í sambandi við þetta. Þess ætti ekki afð þurfa. En mig langar til að endurbirta hér stutta sögu. sem eg þýddi fyrir aldarfjórðungi. Hún er sjálfsagt öllum gleymd nú og væri ekki úr vegi fyrir þá, sem atkvæði eiga að greiða 18. þ. m., að lesa hana, hugsa um efni hennar og festa í minni myndina, sem hún sýnir. Sú mynd á alstaðar heima. alveg sama hvort bærinn heitir Win- nipeg, Árborg eða Riverton og alveg sama hvort drengurinn heitir Thomas Brown, Jón Jónson, Árni Árnason eða eitthvað annað. Hér birtist sagan: TÚMÁS IATLl BROWN “Hvað heitir þú, drengur minn?’’ spurði kennarinn. “Tómás Brown,” svaraði piltur- inn. Það var ómögulegt að horfa á hann án þess að vikna. Andlitið var magurt, augu stór, kinnarnar fölar og þunnar. Útlitið lýsti langvar- andi skorti. Það var auðséð að þessi piltur hafði oft verið svangur. Hann var í fötum, sem auðsjáanlega höfðu verið búin til handa öðrum. Þar að auki voru þau öll bætt með mislitum bótum. Skórnir hans voru gamlir og slitn- ir. Hárið var klipt þannig að á því voru stallar hér og þar. Það hafði sýnilega verið klipt af þeim, sem ekki kunni. Veðrið var nístandi kalt; og samt var Tómás litli ekki í neinni yfir- höfn. Hann var berhentur og hendurnar voru holdgrannar og hel- bláar af kulda. “Hvað ertu gamall, Tómas litli?” spurði kennarinn. Níu ára í apríl-mánuði næstkom- andi,” svaraði Tómás: “Eg hefi lært að lesa heima og get svolítið bjargað mér í reikningi.” “Það er svei :mér tími til þess kominn fyrir þig að byrja í skólan- um. Ilvers vegna hefirðu ekki komið fyrri?” spurði kennarinn Tómas litli þuklaði húfuna sína með höndunum og svaraði ekki undir eins; það var gömul og bætt húfa og svo upplituð að ómögulegt var að vita hvernig hún hafði verið lit upp- haflega. Loksins sagði Tómas svo látt að tæpast heyrðist: “Eg hefi aldrei getað farið á skóla — af því — af því — ja — af — af því mamma mín þvær fyrir fólk, og hún gat ekki mist mig að heiman. En nú er Sissa orðin nógu stór til þess að hjálpa henni svolítið, og svo getur hún líka litið eftir barninu.” Það var ekki alveg kominn skóla- tími. Umhverfis kennarann og nýja lærisveininn þyrptust allir drengirnir í skólanum. Á meðan Tómás litli var að reyna að leysa úr spurningum kennarans, og átti erfitt með það vegna feimni, fóru allir strákarnir að hlæja. Einn þeirra kallaði upp og sagði: “Heyrðu Tommi! hvai er kraginn þinn ? gleymdirðu að láta hann á þig ?” Og annar strákur sagði skelli- hlæjandi: “Þú hlýtur að sofa i öskustónni eftir því að dæma hvern- ig fötin þin líta út.” Áður en kennaranum tókst að hasta á strákana og þagga niður í þeim, kallaði einn þeirra hátt og hæðnislega, og sagði: “Þessi strákur er sonur hans Símonar sífulla, sem altaf er eins og svín. Við þekkjum allir hann Símon sífulla, við höfum oft strítt honum og hent í hann snjókögglum.” Veslings Tómás leit alt í kring um sig í óútmálanlegum vandræðum. Einungis þeir, sem skilja saklausar og viðkvæmar barnssálir, geta gizk- að á hvaða kvalir hann leið. Hann gerði sitt ítrasta til þess að gráta Borgarabréf yðar, Eignarbréf, Vátryggingarskírteini, o. s. frv. eru verðmæt—geymið þau örugglega! Þau eru trygg í öryggishólfi yðar í bank- getið opnað það'; kostar Látið útibússtjórann anum; þér einir innan við sýna yður hólfið. cent á dag. T H E ROYAL BANK O F CANADA ■ Eignir yfir $800,000,000 —————— ekki, þrátt fyrir ósegjanlegan and- legan sársauka. Hann þaut út úr skólanum í hendings kasti og var horfinn sjónum allra áður en kenn- arinn gæti talað við hann. Hann kom aldrei í skólann aftur. Kennarinn var stúlka. Hún tók til starfs á réttum tíma eins og hún var vön; en henni leið illa um dag inn. Litli drengurinn fátæki stóð henni altaf fyrir hugskotssjónum. Hún gat ekki gleymt angistinni, sem máluð var á litla, magra andlitið þegar hann flýði jjurt úr skólanum. Um kveldið lagðist kennarinn til er þarna í flatsænginni,” svaraði móðir hans: “Hann er veikur . Já, hann er veikur og læknirinn heldur að honum geti ekki batnað.” Um leið og hún sagði þetta lét hún and- litið hníga niður á höfuð barnsins, sem hún hélt á, og tárin streymdu niður eftir sinufölum kinnunum. “Hxað gengur að honum ?” spurði önnur stúlkan. “Hann hefir aldrei verið hraust- ur,” svaraði móðir hans: “og — og — og svo hefir hann orðið að taka of nærri sér við vinnuna; hann hef- ir orðið að sækja vatnið og hjálpa svefns eins og hún var vön; en mér til þess að lyfta þvottabalanum, hana dreymdi litla drenginn. Henni fanst hún verða að grenslast eftir því hvar Tommi ætti heima, og hún hætti ekki fyr en það tókst. Svo fékk hún tvær stúlkur úr Hvíta- bandinu til þess að heimsækja hann. Tommi átti heima í húsræfli rétt við sjávarmálið — eða ekki eigin- og svo margt fleira.” “Er faðir hans dáinn?” spurði önnur stúlkan. “Dáinn — nei — nei; hann er ekki dáinn. Hann var ágætis mað- ur mesti starfs- og eljumaður, og við áttum gott og friðsælt heimili; en nú fer alt, sem hann vinnur sér lega í húsinu sjálfu, heldur uppi á jnn fyrir áfengi. Ef hann bara léti lofti yfir skúr, sem bygður var við mjg ; friÖi með það litla, sem eg húsið. Stúlkurnar klifruðu upp^ vinn mér inn fyrir þvottinn, þá gæt- stigaræfil, sem lá þangað upp að j um viö komist af; en hann tekur það utanverðu. Þegar þær fyrst komu 0ft líka fyrir áfengi — og svo svelta upp sáu þær ekki handa sinna skil ^ blessuð börnin.” . ' fyrir gufu, því móðir Tomma hafði j Hún tók barnið, sem nú var sofn- verið að þvo. Tveir litlir gluggar i ag Upp v;g brjóst hennar, og lagði voru á herberginu, en hár múrvegg- ur á öðru húsi skygði alveg á alla birtu. Veðrið var dimt og drunga- legt úti og ekkert, sem mint gæti á sólskin eða birtu á nokkurri mynd. Kona stóð á gólfinu við þvptta- bala. Þegar stúlkurnar komu inn, þurkaði hún hendurnar á svunt- unni sinni og kom á móti þeim. Það leyndi sér ekki að þetta hafði ein- : það þvert yfir kjöltu sína; svo hélt hún áfram: “Tomma litla dauðlangaði til að fara á skóla. Mér var ómögulegt að vera án hans i vetur. Hann hélt að ef hann gæti fengið dálitla ment- un, þá kynni hann að geta hjálpað mér að vinna fyrir Sissu og barninu. Hann var heilsutæpur og vissi þess vegna að hann gæti aldrei orðið fær hvem tíma venð falleg kona; en I m ag yinna erfi8isvinnu Eg bæUi æskuljóminn, andlitsfegurðin og ! >vi {ötjn hans eins vel Qg eg gat> Qg skerpa augnanna höfðu horfið í i baráttunni við bölstorma lífsins. Hún var eins og fölnaðar glóðir, sem minna á útbrunninn eld eða bliknandi hausthaginn, sem hélu- fingur kuldans hafa svift allri íeg- j ” sér þ, ^ þag urð. Sorgin hafði ritað rumr sinar ■ á enni hennar og kinnar. Að horfa á hana vara sama sem að lesa langa- langa sögu. Konan bauð stúlkunum sæti, og var eins og hún talaði orðin hugs- unarlaust — eða jafnvel meðvitund- svo fór hann af stað , skólann í vik- unni sem leið. Eg var dauðhrædd um að skóladrengirnir mundu hlæja að honum og striða honum; en hann hélt að hann mundi geta harkað það I af sér þó þeir gerði það. Eg stóð í dyrunum og horfði á eftir bless- uðum drengnum múium þegar hann fór af stað. Eg get aldrei gleymt því hvernig hann leit út------” (Nú gat hún ekki haldið áfram lengur; augun fyltust af tárum og röddin bilaði).-------Eg horfði á bættu arlaust. Svo settist hún sjálf og { fotin hans gömlu skóna hans, rifnu . «c:„,.„ CAic.. ' t >• ’ ’ sagði: “Sissa, fáðu mér barnið.” Lítil stúlka kom út úr dimmu skoti í herberginu og hélt á ungbarni í fanginu. Hún lagði það i kjöltu móður sinnar. Barnið var hold- grant og veiklulegt. Það hafði sömu stóru augun og Tommi, og andlitið sagði sömu söguna um sult °& bágindi: “Barnið þitt lítur ekki út fyrir að vera vel hraust,” sagði önnur stúlkan. “Nei, hún er fremur veikluleg blessað barnið,” svaraði móðir þess: “Eg verð að leggja talsvert á mig, og eg býst við að það hafi áhrif á hana.” Um leið og hún sagði þetta þrýsti hún barninu fast upp að brjósti sér og hóstaði veiklulega.------- í þessu litla herbergi átti alt fólk- ið heima. Þar var borðað, þar var sofið, þar var unnið og þar var dvalið öllum stundum. Enginn dúk- ur var á gólfinu; þar var gamalt borð, fjórir brotnir stólar, brotin eldavél; rúm úti í einu horninu og i hinu horninu á móti því var flat- sæng, — ekkert annað þar inni. “Hvar er hann Tommi litli sonur þinn ?” spurði önnur stúlkan : “Hann húfuna hans — og gegnum alt þetta gat eg séð saklausu og hreinu sálina hans, sem enginn þekti nema eg. Hann leit aftur um leið og hann fór og sagði: “Vertu ekkert hráedd um mig, mamma; eg ætla að reyna að kæra mig ekkert um það þó strák- arnir hlæi að mér. Eg ætla ekkert að skifta mér af þvi hvað þeir segja.” “En honum var ómögulegt að halda það út. Hann var4cominn heim aftur innan klukkustundar. Það var eins og hjarta hans hefði sprungið; mitt hjarta var sprungið fyrir löngu, en eg held að það hafi sprungið i annað skiftið þegar blessaður litli drengurinn minn kom heim aftur af skólanum; og eg vissi hvers vegna það var. Sjálfsagt get eg þolað flest — nú orðið — en guð minn góður, eg hefi ekki þrek til þess að vita börnin min liða — líða svona mikiðc” Þegar hér var komið, fékk hún svo mikið ekkakast, að hún gat ekki lengur komið upp nokkru orði. Litla Sissa kom hljóðlega til mömmu sinnar, lagði annan granna hand- legginn utan um hálsinn á henni og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.