Lögberg


Lögberg - 10.11.1938, Qupperneq 2

Lögberg - 10.11.1938, Qupperneq 2
2 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 10. NÓYEMBER 1938 Æfiminning Margrétar Sigurðsson Fædd 16. nóvember 1840 — Dáin 6. september 1938 Þann 6. september s.l. anda'Sist aÖ heimili dóttur og tengdasonar (Mr. og Mrs. Hergeir Danielson) hin vinsæla merkiskona Margrét SigurÖsson, sem næst 98 ára. Margrét sál. var fædd í Selárdal í HörÖudal í Dalasýslu á Islandi þann 16. nóvember 1940. Hún var dóttir þeirra Sigurðar Björnssonar og konu hans Margrétar Magnúsdóttur er bjuggu á ofangreinum bæ. Margrét sál. ólst upp hjá foreldrum sínum þar til hún giftist Kristjáni SigurÖssyni hinn 19. dag júnímánaÖar árið 1865. 1 Selárdal bjuggu þau í 19 ár, fluttu síðan' að Álfta- tröðum i sömu sveit árið 1884. Þau hjón voru orðlögð fyrir góðvild og gestrisni. ÁriÖ 1887 fluttu þau af íslandi, staðnæmdust í Winnipeg um tveggja ára tímabil, fluttust síðan út og námu land skamt fyrir norðan Grunnavatnsbygð (Shoal Lake), sem nú er. Var það pláss þá kallað manna á milli “Síberia.” — Þaðan urðu þau að flýja vegna vatnsflæðis og færðu sig þangað sem Otto pósthús nú stendur — ein af fyrstu frumbýlingum Grunnavatns- bygðar, að undanskildum nokkrum árum, er þau dvöldu í Win- nipeg, bjuggu þau á þessum stað unz þau brugðu búi og fluttu til dóttur sinnar og tengdasonar, þar sem þau nutu ástúðar og einlægrar aðhlynningar. 19. júní 1915 var af bygðarfólki haldið 50 ára giftingar- afmæli þeirra hjóna og var auðsætt að þau nutu mikillar og einlægrar vináttu bygðarbúa, enda voru þau bæði samhent í góðgjörðum og hjálpsemi til meðbræðra og systra á lífsleið- inni, og sérstaklega þeirra er bágt áttu. Þau Kristján og Margrét voru mjög trúhneigð og studdu af öllum kröftum kirkjustarfsemi, ásamt öllum félagsmálum bygðar sinnar er þau hugðu til blessunar mætti verða. Þeim hjónum varð 12 barna auðið, og af þeim eru nú 5 á lífi, sem hér fylgir: (1) Magnús, giftur Margréti Danielsdóttur, að Lundar, Manitoba. (2) Margrét, ekkja Guðmundar heitins Jónassonar að Otto, Manitoba. (3) Hólmfriður Salóme, gift Daníel H. Backman að Clarkleigh; Manitoba. (4) Sigurbjörn, giftur Sigurbjörgu Sveinbjörnsdóttur að Lundar, Manitoba. (5) Kristjana Margrét, gift Hergeir Daníelson, Otto, Manitoba. Kynstofn þessi er orðinn f jölmennur mjög og var kominn í fimta lið þá er Margrét dó. Árið 1921 varð Margrét sál. að sjá á bak sínum elskaða og trúfasta eiginmanni. Trygglynd var Margrét og sýndi hún það glögt með því hve mjög hún rækti bréfaviðskifti við f jarlæga vini — og sézt bezt á eftirfarandi erindi hve vel hún var metin: “Það huggun veitti og hjartans ró að hafa tal við þig, því alt sem hjá þér innra bjó það endurnærði mig.” > Margrét var mjög ljóðelsk og kunni ósköpin öll í bundnu máli, enda varð það henni mikið til dægrastyttingar, ekki sízt þá er sjón og heyrn fór þverrandi. Oft hafði hún gaman af að mæla fram ljóð frá eigin brjósti. Fyrir fjórum árum síðan fékk Margrét sál. slag, og varð upp frá því ósjálfbjarga og var aðdáunarvert hve dóttir hennar Kristjana (Mrs. H. Daníelson) og dætur hennar allar, lögðu fram lífs og sálar krafta til að hlú að henni hvort heldur að nótt eða degi. Margrét sál. var vel undirbúin dauðann, hún lifði og dó í trú og trausti á Guð og frelsara sinn Jesúm Krist, er sézt bezt á erindi er hún bað um að yrði lesið við útför sína, og sem hér fylgir: “Héðan í burt með friði eg fer fyrir Guðs dýru náð; hann hefir auðsýnt mildur mér miskunn og hjálparráð. Skil eg svo laus við hrygðarhag, horfin er mótgangs tíð. Fagna eg mínum frelsisdag, fengin er huggun blíð. Kveð eg svo hús og heimkynni, hér með, frændur og ástvini. í gegnum dauðan greitt eg fer glöð í himna vist. Sæl og blessuð mín útför er í þér, minn Jesú Krist.” Útförin fór fram þann 8. september; húskveðja frá heimili dóttur og tengdasonar, og minningarathöfn í Lúterssafnaðar kirkju; síðan var hún lögð við hlið framliðins eiginmanns i kirkjugrafreitnum. Séra Valdimar J. Eylands framkvæmdi jarðarfararathöfnina. Útförin var afar fjölmenn og lýsti sér djúpt og innilegt þakklæti allra fyrir þann kærleik og blessun, er þeir höfðu orðið aðnjótandi á samleið með hinni framliðnu. Guð blessi minningu hennar. G. B. ZIG'ZAG 5' Orvals pappír í úrvals bók S' 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þ u n n i vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. BiSjiS um “ZIG-ZAG” Black Cover BLÁ KAPA “Egyptien” úrvals, hvítur vindlinga pappír — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vafSir I verksmiSju. Bi8ji8 um “ZIG-ZAG” Blue Cover Frá Flin Flon Það vita vist margir að þar er námubær, en lítið er hans getið í ís- lenzku blöðunum, eða landa þeirra, er þar búa. Eg kom þangað fyrir þremur árum og dvaldi þar 2 mán- uði hjá dóttur minni. Eg sendi þá Lögbergi fréttagrein þaðan og lýsti bænum og afkamu manna þar, eftir því sem mér kom það fyrir sjónir. Eg kom þangað aftur í haust og dvaldi þar um tíma, og er nú ný- kominn heim þaðan. Það er furðu mikil framför í þessum bæ á 3 árum. Áður var mér sagt að mannfjöldi væri þar um 7,000, en nú gátu menn til að þar mundi vera hátt á 9. þúsund. Ann- ars hefir manntal ekki verið tekið þar nýlega. Framfarirnar sjást mest á bygingum. Fjöldi af húsum hefir verið bygður að nýju og gömul hús endurbætt. Það er þvi líkast að sjá yfir bæinn nú sem var í Vestur- Winnipeg þegar mest var bygt þar, eftir aldamótin. Allstaðar eru ný hús og mörg i smíðum. Allir voru i önnum, enda þeir sem unnu alla daga eða nætur í námunni; þeir unnu að byggingum í hjáverkum. Fyrrum var unnið hjá námufélaginu alla daga jafnt, vika og helga, nema jóladaginn; en nú gefur félagið verkamönnum einn dag i viku frían, en ekki er það fremur helgidagur en aðrir dagar, þvi ekki mun hægt að rnissa marga menn úr vinnu sama daginn. 1 þessum bæ er ekki annað að sjá en starfsemi og áhuga á að bjarga sér. Enginn talaði um atvinnu- skort, eða örðuga tíma. Að vísu heyrði eg talað um að nokkrir menn Ieituðu styrks hjá bæjarstjórninni, en að þeim mundi flestum vera út- veguð vinna, svo þeir yrðu ekki bænum til þyngsla, ef þeir væru færir til vinnu. Eg óskaði oft að hvergi væru meiri vandræði með vinnu en í þeásum bæ. — Það voru mér sár viðbrigði að koma til Win- nipeg þaðan, og að sjá þar alla eymdina sem af atvinnuskorti leið- ir, og vonleysið að verða sjálfbjarga. — En það er bezt að tala sem minst um það sem ekki er sjáanlegt að ráðin verði bót á í nálægri fram- tíð,— Þegar eg var hér síðast fyrir þrem árum, þá voru götur bæjarins í því ástandi, að flestir mundu hafa talið þær illfærar með hestvagna. Það var ekki um annað að gjöra en kletta og klungur, og víða svo bratt, að mér sýndist ófært með hesta. En það er furða hvað menn og hestar venjast vondum vegum, þar sem ekki er á öðru völ, þess sáum við mörg dæmi heima á gamla landinu. síðan hafa verið gjörðar miklar um- bætur á götunum. Nú er að mestu hætt að nota hesta í bænum, en bii- ar komnir í þeirra stað, og má kalla að allir flutningar um bæinn séu gjörðir á flutningsbílum, sem ein- stakir menn eiga, og hafa sér til skemtunar. Er þó aðeins ein braut út úr bænum 15 mílna löng, og er það eini vegurinn sem hægt er að nota bíla á utan bæjar. Sú braut liggur vestur úr bænum, en bærinn er rétt við fylkjatakmörkin, svo hún er öll í Saskatchewan, og hefir verið kostuð þaðan. Sú braut er traust- lega bygð, enda er efnið lítið annað en grjót og sandur. En hún er á- kaflega hlykkjótt, ekki einungis til hliðar, heldur upp og ofan, og víða brött, því hún er rakin milli klettu þar sem það er hægt, en víða vftr kletta. Lætur því nærri að hún sé hættuleg þegar hún er frosin. Brautin endar við vatn, sem heitir Beaver Lake. Það er allstórt vatn, með ótal eyjum og sundum. Skóg- ur er þar fagur með fram vatninu og í eyjunum, og dálítið sléttlendi með- fram vatninu. Þar eiga margir Flin Flon búar sumarbústaði, og er þar fagurt um að litast. Fiskur nægur i vatninu og fuglar af mörgum teg-t undum. Mig furðar að Saskatchewan-búar skyldu leggja þessa braut, sem að- eins verður Flin Flon búum að not- um; en mér var sagt að það mundi hugmyndin að lengja hana vestur úr hraununum, og tengja hana þar við þeirra brautakerfi. Mundi það auka samgöngur og viðskifti við Flin Flon og aðra námubifei í Manitoba. Námufélagið er stofnandi og líf- æð þessa bæjar. Þó gæti bærinn ekki þrifist á námunni einni með þessum mannfjölda, því það mun vera aðeins um 1500 manna, sem hafa fasta atvinnu hjá námufélag- inu. Mundu því litun þeirra hrökkva skamt til að framfleyta 8—9 þús. manns. En náman skapar fjölda manns atvinnu óbeinlínis. Margir auðmenn hafa flutt þangað, og gefa þar atvinnu á ýmsan hátt. F.n varla mun það teljandi sem framleitt er þaðan til útflutnings nema málm- ar frá námunni. Landbúnaður get- ur þar aldrei orðið til heimanotkun- ar, því síður til útflutnings, því gras og gróðrarmold skortir. Fiski- veiðar eru talsverðar í smávötnum þar í grend, en litla atvinnu gefa þær bæjarbúum. Þó er hætt við að svo fari áður en mörg ár líða, að fólkinu fjölgi þar svo að atvinnu skorti, enda þótt innflutningur verði lítill, því mannfjölgun er þar mikil. Mér var sagt að 200 börn hefðu bæzt við á skólana í haust, og sýnir það að mörg börn hafa fæðst þar fyrir 5—6 árum, meðan fólkið var líklega helmingi færra en það er nú. Verzlanir eru þar margar og sam- kepni mikil á seinni árum; er þvi furðu lítill verðmunur þar á flest- um vörum, og í stærri bæjum; en Iánsverzlun mun vera þar takmörk- uð. Hótel eru þar mörg og vínsölu- hús, er því vel hægt að eyða þar peningum eins og í stærri bæjum. Bankar eru þar tveir, og hafa nóg að gjöra, því margir munu taka lán til bygginga. Kirkur eru þar margar og trú- flokkar auðvitað jafnmargir. Mest ber á katólsku kirkjunni tilsýndar. Það er steinkirkja mikil og stendur hátt, á bjargi bygð. Hvort safnað- arlífið er þar jafn traust, veit eg ekki; en peningaráð hefir sá félags- skapur, því nú er verið að byggja þar stóran spítala úr múrsteini, og er hann bygður fast við vegg kirkj- unnar. Það er vönduð bygging, 90 feta löng og 40 feta breið, 3 hæðir. Var mér sagt að katólskar nunnur hefðu kostað þá byggingu. Þó svona séu margir trúflokkar þá ber ekki á öðru en góðu sam- komulagi. Menn gefa sér ekki tíma til að deila um slíkt fyrir annríkinu. Sama er að segja um pólitík. Að vísu eru þar tveir og víst fleiri flokkar eins og annarstaðar, en alt gengur það friðsamlega, nema þá rétt um kosningar, en nú eiga þær Iangt í land. Bæjarlífið er fjörugt, i verkleg- um efnum. Skemtanir eru hér næg- ar, dansar og kvikmyndahús. Þó mun það varla vera eins fjörugt í andlegum efnum, sem varla er við að búast. Bæjarbúar eru flesir* verkamenn, sem koma hingað ungir og höfðu litla mentun fengið. Þeir hafa því engan tíma eða tækifæri haft til að afla sér bóklegrar þekk- ingar, að neinu ráði, síðan þeir komu hingað. Vinnan hefir setið fyrir öllu. En nú eru skólar komnir hér á fót, líkt eins og í öðrum bæjum, svo börn frumbyggjanna eiga nú kost á að afla sér mentunar. Landar eru hér allmargir, eins og víðast hvar þar sem atvinnu er að fá. Efir þvf sem eg komst næst munu þeir vera um 80 fullorðnir, en fjöldi af börnum. Eins og við er að búast gætir þeirra lítið innan um þennan mannfjölda. Flestir eru þeir fæddir hér i landi, eða komnir ungir að heiman, og sinna því lítið íslehzkum fræðum. Þó hitti eg eng- an landa þar, sem ekki talaði góða íslenzku, og íslenzku þjóðareinkenn- in voru auðsæ á þeim flesturrj, og engan þekti eg eða hafði afspurn af. sem ekki bjargaðist vel af eigin efnum. Ekki hafa landar þar enn stofnað félagsskap sin á milli, en líklegt þykir mér að þeir gjöri það á þess- um vetri. Eg kyntist nokkrum lönd- um sem voru líklegir til forgöngu í þá átt og skal þeirra getið að nokkru. Pétur B. Guttormsson læknir mun vera mest metinn þar og vinsælast- ur, enda hefir hann umfangsmeira starf á hendi en nokkúr annar landi í þessum bæ. Hann er sonur Vig- fúsar Jónssonar á Lundar, Gutt- ormssonar alþingismanns á Arn- heiðarstöðum í Fljótsdal. Er sú ætt alkunn, og með merkustu ættum á Austurlandi. Hann er yfirlæknir á spítala námufélagsins Hudsons Bay Mining Co. Kona hans er Salin Reykdal frá Argyle. Um ætt hennar veit eg ekki, og má það und- arlegt heita, því ritstj. Heimskringlu taldi hana dóttur mína fyrir skömmu(!) Pétur er íslendingur með lífi og sál, þótt hann hafi haft litinn tíma til að sinna íslenzkum fræðum. Þá er Guðmundur Oddsson Guð- mundsson. Hvaðan hann er ættaður að heiman veit eg ekki, en faðir hans var kaupmaður í Leslie um eitt skeið. Guðm. er fæddur hér í landi en er furðu vel að sér i íslenzkum fræðum og vel viti borinn. Hann hefir notið mentunar á hærri skól- um hér í landi. Söngfræðingur er hann, og formaður hornleikara- flokksins í bænum ; lipurmenni í um- gengni og manna vinsælastur. Þorsteinn ÓTafur Snóksdalín. Faðir hans er Vigfús Þorsteinsson ættaður af Akureyri. Hann er fæddur hér í landi og hefir notað hér skólamentunar. Hann vann i The Pas sem meðritstjóri viÖ dag- blaðið “The Western Mail” i 4 ár, en flutti þaðan til Flin Flon, og byrjaði að gefa þar út vikublað i maí 1937. Prentsmiðju á hann sjálfur og vinnur mest að blaðinu einn. Hann er framgjarn og dugn- aðarmaður mesti, og tekur miki'nn þátt í félagslífi bæjarins. Mig furðaði á því hvað hann var vel að sér í íslenzkum fræðum, og hafa þó alið því nær allan aldur sinn meðal hérlendra manna. — Sigurður Sigurðsson er sunn- lendingur að ætt, en faðir hans bjó lengi í Björgvin á Seyðisfirði, og þar ólst Sigurður upp og í Fljóts- dalsljéraði að nokkru leyti, fram um tvítugsaldur. Hann hefir aflað sér furðu mikillar þekkingar bæði í íslenzkum og enskum fræðum, enda er hann stálminnugur og vel viti borinn. Hann er yfirlætislaus og starfsmaður og reglumaður mesti. Hann er “plastrari” að iðn. Ármann Björnsson er nýlega fluttur í bæinn, frá Winnipegosis. Hann er vel mentaður maður og skáld. Faðir hans var Björn Jóns- son úr Fljótum í Þingeyjarsýslu; en móðir has var Vilhelmína Hjálm- arsdóttir, systir Finnboga Hjálm- arssonar í Winnipegosis. Hann munu flestir kannast við, því oft hefir hann ritað í íslenzku blöðin. Það eru eflaust fleiri landar í bænum, sem unna íslenzkum fræð- um, en eg hefi aðeins haft kynni af fáum þeirra, sem þar búa. En þessa menn tel eg alla þjóðrækna menn og líklega til að stofna og halda við íslenzkum félagsskap. Eg færði það í tal við þá alla, og tóku þeir því líklega. Eg vona því að frétta það áður en þessi vetur líður, að þar verði stofnað fjörugt íslendingafé- lag. Að endingu þakka eg löndum í Flin Flon fyrir gestrisni og góða viðkynningu. Eg óska þeim og bænum þeirra allra heilla. Holti í Vogum 31. okt, 1938. Guðm. Jónsson. frá Húsey. Viðreisn Finnlands Fáar þjóðir hafa tekið öruggari og meiri framförum en Finnar síð- ustu 20 árin. Þegar þjóðin endur- I heimti frelsi sitt í ófriðarlokin var I þar alt í kaldakoli. Ofríki og kúg- un Rússa hafði mergsogið þjóðina í margar aldir. Síðan komu ófriðar hörmungarnar, en síðast bættist ofan á það alt hin blóðuga borgarastyrj- öld, sem nærri hafði kipt fótum undan sjálfsforræði Finna og varp-' að þeim í faðm bolsivismans. Svo fljótt hafa Finnar rétt við þessa tvo áratugi sem liðnir eru síð- an, að undrum sætir, enda sækja nú margir fyrirmyndir þangað, að því er snertir f jármálastjórn og slcipu- lag atvinnuhátta. Norska blaðið Aftenposten sendi nýlega fréttaritara sinn einn til Finnlands, er síðan skrifaði ítar- lega grein um það hvers hann varð áskynja þar eystra. Leyfum vér oss að birta hér nokk- ur atriði úr grein hans íslenzkum lesendum til fróðleiks. —Þú lærir ekki að þekkja þjóð á einni viku. En hafirðu opin aug- un, og leggir þig í lima getur runnið upp fyrir þér samband lands og þjóðar, og þá ertu á réttri leið. Hittir þú rétta menn, þá lifir þú sjálfur og skynjar mikið af því sem þú áður hefir heyrt um landið. Grettistak 20 ára Eg leitaði að skýring á því, hvern- ig svo miklar framfarir hafa getað átt sér stað á svo skömmum tíma síðan þjóðin varð sjálfstæð. Á styttri tíma en nokkur önnur þjóð, hafa Finnar numið land sitt, tekið landkostina í þjónustu sína, skóg- ana, fossana, málmana, moldina, endurbætt hið gamla, bygt nýtt, margfaldað framleiðsluna, og um leið endurgreitt landið, keypt það úr klóm útlendinga, borgað þeim út í hönd, sem áttu eignir, og lagt grundvöllinn að því að eiga sjálfir nægilegt ínnlent rekstursfé. Þetta er Grettistak, sem þjóðin hefir lyft á 20 árum. Aðrir hefðu þurft til þess margar kynslóðir. —Lágt kaup og litlar kröfur til lífsþæginda sögðu margir við mig að væri ástæðurnar, er eg kom heim og fór að tala um framfarirnar. Sýnist mér að margir séu á þeirri skoðun að þetta sé fullgild skýring. En þetta er engin skýring, enda snertir ekki kjarna málsins. Vissulega hafa lífsvenjur þjóðar- innar mikil áhrif í þessu efni. En hvað eru lífsvenjur og lífsþægindi? Þetta fer eftir því hvernig þjóðin lítur sjálf á málið. Mann verða að gera sér grein fyrir mismuninum á þjóðarhögum, sögu og skapgerð. Og víst er um það, að þjóð, sem elur íþróttakappa eins og Nurrni og 50 kílómetra skíðagöngumennina, sem skara fram úr, hún sveltur ekki. KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 / /

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.