Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.11.1938, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTÖÖAGINN 10. NÓVEMBER 1938 3 Business and Proíessional Cards Vinnugefin þjóð Þegar menn kynnast íþróttalífi Finna, þá kynnast þeir ef til vill at- orkumönnum og atvinnulífi þjóðar- innar. Sömu lyndiseinkenni koma í ljós i báSum þessum þáttum þjóÖ- lífsins. SkapgerÖ Finna er öll önn- ur en okkar. Einstaklingshyggjan gerir okkur óbrotnari, jafnari. I þjóðarsál Finna eru hátindar og undirdjúp. Fyrir okkar sjónum eru Finnar dulir menn, nokkuÖ þvingaÖir í framgöngu, geta sýnst nærri þvi kúgaÖir. En það er þróttur Finn- ans, sem hann hefir öldum saman búið yfir, og sem hann hefir ekki getað notfært sér á undirokunar- tímunum, er þarna kemur í ljós. I hlekkjum harðstjórríarinnar gat hann ekki notið sín. Þá lifðu Finn- ar sinu einmanalega lífi í hinum víð- áttumiklu skógum, og urðu draum- lyndir, lýriskir, en um leið þrótt- miklir og harðúðgir, eins og einn bezti rithöfundur þeirra, Sillanpaa, lýsir þeim. Til þess að skilja þrótt Finna. þurfa menn að þekkja sögu þjóðar- innar, þann þrótt, sem lýsir sér í afrekum íþróttakappa þeirra, i at- vinnusögu þeirra síðustu 20 árin og í listum þeirra. Það má máske segja, að sérkenni Finna séu frekar þrótturinn en “elegansinn.” En er menn hafa séð nýtizku byggingar- list Finna, myndlist þeirra og hin ljómandi iðjuver, þá skilur maður fyrst þann “elegans” sem þessi þjóð býr yfir. llin mikla framþróun Finna er bæði sálræn og söguleg. Við þá á skýring Hitlers á stofnun hins 3. ríkis, er hann sagði: “Wir wollen nicht geknechtet sein.” Finnar hafa sagt það sama og nú segir þjóðin einum rómi: Við nemum land vort. Kvenþjóðin við allskonar störf. Fnnar eru bændaþjóð. Þeir eru nú fyrst að verða lika iðnaðarþjóð. Atvinnuskifting er sú, að yfir 50% lifir á landbúnaði og 20% á iðnaði. í Finnlandi rekur maður hvar- vetna augun í það, að kvenfólkið tekur þátt í f ramleiðslusörfunum. Alsaðar eru konur að verki. Eg sá kvenfólkið vera að steinleggja göt- urnar fyrir framan járnbrautarstöð- ina í Helsingfors, þvo bila á bíla- stöðvum, bera sement við bygging- ar, vinna í ullarverksmiðjúm, skó- fatnaðar- og postulínsverksmiðjum, í timbur-, járn- og vélaverksmiðjum. I siðustu atvinnugreiningarskýrsl- um eru taldir 52,200 karlmenn í 8 aðaliðngreinum landsins og 39,850 konur. Þetta verður maður að taka með í reikninginn, þegar talað er um lifsvenjur, atvinnu og daglegt brauð, þvi ef bæði húsbóndinn, 'húsfreyjan og hörnin hafa atvinnu, verður efr.a- hagrr fjölskyldunnar rúmur, þó hver um sig hafi ekki hátt kaup. Lancíb únaðu rinn brauð- fœðir þjóðina að kalla Landbúnaður Finna hefir tekið miklutn stakkaskiftum þessi 20 síð- ustu ár, ekki siður en aðrar at- vjinnugreinar. Framleiðs'lan hefir aukist og vörugæðin sömuleiðis. Með vísindalegum rannsóknum og tilraunastarfsemi hafa menn valið þau afbrigði korntegunda og annara nytjajurta er gefa mesta og örugg- asta uppskeru. Þetta hefir m. a. borið þann árangur, að nú er ræktað í landinu sjálfu svo til alt það korn er þjóðin þarf, En meðan þjóðin laut Rússakeisara var það ekki rækt- að nema 60% af korni því sem þar var notað. j Sykurrófur eru þar ræktaðar og sykurverksmiðjur starfræktar, er veita um 1,000 manns atvinnu. En búfjárræktin er aðalatriðið i búnaði Finna. Mjólkurbú þeirra og mjólkurafurðir hafa á sér frægð- arorð um allan heim. Á krepptiár- ununr var það lögleitt að finsku bændurnir fengju útflutningsverð- laun fyrir afurðir sínar. Þessi styrkur hefir haldist. Raddir hafa| heyrst um, að hann ætti að fella niður. En eftir því sem bezt verð- ur séð, er styrkur þessi ekki meiri ^ en það, að bændur eru vel að honum komnir, með tilliti til þess hve mik- ilsvirði vinna þeirra er fyrir þjóð- arbúið og hve lítið þeir á hinn bóg- inn bera úr býtum. 1 Noregi hafa afskifti hins opin- bera af landbúnaðarmálum orðið til þess að auka dýrtiðina i landinu En í Finnlandi er það ekki sízt bændunum að þakka, hve verðlag á lífsnauðsynjum er lágt, og kaup- máttur finska marksins öruggur. Mjólkurverðið er gott dæmi um það. Neytendur borga 1.70 mörk fyrir mjólkurlítrann. Bændurnir fá 1.50 mörk. Mismunurinn er aðeins 15%, svo lágur er dreifingarkostnaðurinn í höndum bændafélaganna. —Morgunbl. Pistill frá Alpafjöllum I grenjandi stórhrið sitjum við hér í fjallakofa, sem bygður er á bergsnös í 2400 metra hæð. Eg nota tækifærið til að skrifa fyrir Visi “Pistil úr fjöllunutn,” sam- kvæmt gefnu loforði. En annars hefir ferðalagið verið mjög tilbreyt- ingasamt; fyrst hátíðahöld Norræna félagsins í Lubeck og fagrir vor- dagar við sólhvítan sand Eystra- saltsins, ferðalög um Austur-Prúss- land og Pommern, þá þriggja vikna vinna við postulþisrannsóknir í Berlín o. s. frv. Fyrst 'í júlí—ágúst byrjaði fjalla- prílið fyrir alvöru. Við byrjuðum i Berner-Oberland í Sviss. Þar var bezti skíðasnjór, og allir, sem hafa þann (ó)vana, að klífa fjöll, voru þá í mesta “spenningi,” þvi við Eigerskála var alt í hernaðarástandi. Og baráttan stóð um norðurhlið Eigertoppsins, sem er nærri lóðrétt- ur hamraveggur, um 2300 metrar á hæð. Þarna var mikið í húfi, því þetta var síðasti og erfiðasti tindurinn i Alpafjöllum, sem nú átti að vinna. Eg býst við að fréttir af þessu “stríði” hafi borist heim, en hitt er óvíst, hvort viðureignin hefir verið túlkuð rétt, því þetta var hreinasta sj ál f smorðstilraun. Á siðari árum hafa 14 fjallamenn látið lífið i viðureign við hinn 2300 metra háa hamravegg, sem er sökum legu sinnar og hæðar (raunveruleg hæð fjallsins er 3940 m.) allur is- klambraður. Is- og grjóthrun er þarna margfalt meira en í sjálfu Matter-horni. Svissnesku fjallmennirnir sögðu okkur hræðilegar sögur um viður- eign hinna 14, sem fallið höfðu í viðureigninni við þetta síðasta virki hinna óvinnandi tinda Alpanna. Af hinum 14, er hröpuðu var enginn Svissledingur, því þeir þektu bezt, hvaða skelfingarraunir þeir urðu að þola, er voguðu sér að klífa Eiger að norðan (að sunnan er það vandalítið). Aðallega voru það Þjóðverjar. Englendingar og Italir, sem reyndu fjallgönguna, — og skömmu áður en við komum til Grindelwald höfðu 2 Italir hrapað ca. 1200 metra hæð VEITIR HUEYSTI OG HUGUEKKi ÞEIM SJUKL' Fólk. sem vegna aldurs, eða annara orsaka, er lasburöa, íær endurnyjaöa heilsu viö aö nota NUGA-TONE. NUGA-TONE er tyrirtak tyrir roskiö íólk. Meðaliö eykur vinnuþrekið tii muna. E£ þqr eruð gömul eöa lasburða, þá reyniö NUGA-TONE. innan iárra daga munið þór tinna til bata. NUGA TONE fæst í lyljabúðum Foröist stælingar. Ekkert jafnast á við NUGA-TONE. Notið UGA-SOL við stýflu. petta úrvals hægöalyf. 50c. var ganga tveggja Þjóðverja í fyrra, sem voru meðal frægustu fjallagarpa Alpanna. Þeir komust, eftir tveggja daga klifur í ca. 1700 m. hæð (í hamrinum), en urðu að snúa við sökum illviðra og kulda, en þá hafði jökulhrun gjört bakaleið- ina ófæra, svo í þriðjungs hæð stóðu fjallagarparnir nú hálfkalnir og mat- arlausir. Allar tilraunir til að ná þeim úr ógöngunum urðu árngurs- lausar, og þó sagði Svisslendingur- inn, sem komst lengst til þeirra, að eigi hefði munað nema 5—7 metr- um, á milli sin og Hinterstoisers, sem þá hékk í fjallalínunni hálí- dauður, með ísklumpa hangandi i klæðum sínum. Félagi hans var' þá frosinn í hel og stóð hann hann við bergstall litlu ofar, teinréttur, eins og sagt er um Blástakk Karls XII., í hrakningum við Kjöl, og þannig stóð kappi þessi ennþá i vor óþiðn- aður, er flugmaður rendi hjá stall- inum, til að aðgæta möguleika til að bjarga likunum. Þá tókst, eftir mikla hrakninga, að ná báðum niðum. Svipaðar voru sögurnar um alla 14, sem féllu í viðureigninni við Eiger. Þegar sex menn lögðu nú til upp- göngu á ný, undir heldur vondum kringumstæðum, þá voru “sensation” blöð meginlandsins á þönum, eins og Schemling ætti að berjast við blámann. Yfir höfuð: Það var varla vært í Berner-Oberland. Þeir seh voru rikastir og hér um bil spurngnir, létu fljúga með sig frá Interlaken upp að hömrunum, þar sem hinar 6 hetjur háðu baráttu um líf sitt og frægð. Þetta kostaði 100 franka, og þótti ódýrt! I þrjá daga ( og tvær nætur) stóð þessi mesta “ganga” Alpanna, og þá höfðu tveir gefist upp og komist þó heilu og höldnu til baka. Síð- ustu 300 metrarnir voru erfiðastir. enda var þá þrumurigning og ham- arinn eitt vatnsflóð. Isskriður féllu sem þéttast og lömuðu einn mann- inn í hendinni. Þennan síðasta dag höfðu þeir félagar aðeins eina súkkulaðistöflu og bolla af volgu tevatni til matar. Auk þess voru þeir allir skemdir af kali, því að jafnaði fengu þeir 6 stiga frost. Síðar meir sagði einn félaganna að við hátíðarhöldin, er þeir félögum var fagnað sem sigurvegurum, þá hafi gangan í gegnum hinn hrópandi mannfjölda verið erfiðari en sjálfur hamarinn, því einmitt þá var líf að færast í kalna fæturna ,— og vita aðeins þeir, sem reynt hafa, hvaða þrekvirki er að ganga þá uppréttur, með sæmilega karlmannlegt andlit. Þótt nú séu allir tindar Alpafjalla gengnir, frá öllum hliðum, þá sketnt- um við okkur ágætlega, enda er meira um vert að klifra sem flesta þeirra, þótt aðeins sé frá einni hlið og sjaldan þeirri erfiðustu. En við — eða þó heldur Dr Leutelt — höfum meðfram jökla- mælingar með höndum. Þetta kom sér vel fyrir mig, þar sem gjaldeyrir- inn er knappur í löndum frelsisins. Þótt nú sé 40—50 cm. nýfallin mjöll við Taassach-hús, þá höfum við ekki þurft að kvarta í ágúst, því allan mánuðinn hefir verið óslit- in blíða; um miðjan daginn þetta 25—38 gr. i skugganum, og við er- um alveg hættir að telja okkur með hvítum mönnum. “Rudi” félagi minn er orðinn mjög áhyggjufullur, vegna þess hve jöklarnir í Tirol minka. — Já, í gær mældum við Mittelberg-jökulinn og hann hafði frá í fyrra styzt um 210 metra'. Þá urðu hrukkurnar á enni hans svo djúpar og ásjónan þung sem blý. Við höfðum klifrað þarna upp í hamrana og Rudi benti mér niður i dalinn, — sem er langt upp í hlíðar þakinn jökulruðningi — og hann sagði: “Þótt við höfum ennþá næga jökla til að fást við, þá var nú þessi þarna niður i dalnum 1850,” og hann benti á ca. 2 km. fjarlægar jökulöldur, um 100 metra háar, sem nú voru að rembast við að verða grænar, og kýrnar frá efsta selinu voru á beit ,í dalbotninum. I 3000 metra hæð er mjög rólegt og í 4,000 metra hæð mætir maður “ísaxarfólki” og einstaka kofalús,” en það er það fólk kallað, sem er mjög þaulsætið í sæluhúsunum. Svo eru hinir, sem aðallega leggja leið sína um f jallaskörðin, kallaðir “skarðaskarkarar,” — en þetta er bezta fólk, alt saman, enda þótt það noti oft ísöxina þar sem engin er þörfin. Stundum höfum við gengið dögum saman án þess að sjá manneskju, en þá eru það steingeiturnar og Múrmeldýrin, sem gægjast fyrir urðarhornin. Og alveg varð eg “grjóthissa,” er við sáum um daginn geitahóp á hamrastöllum í 2800 metra hæð! Náttúrlega urðum við að offra saltbauknum okkar til að gleðja geistarskammirnar, því það er nú þeirra sælgæti. Og svo vildu þessi dýr — sem ragir eru kendir við að ósekju — sleikja hendur okkar af eintómri kæti yfir að fá þessa saltlús Eg hreint viknaði yfir þessum geita- dygðum, því þetta er svo sjaldgæft í lífinu. Hér í Ötztaler-Ölpum eru langir dalir þaktir birkirunnum og gulvíði. Jarðlagið er likt og heima, og blóm- in mestmegnis þau sömu, og hér vex viltur venusvagn í þéttum runnum. Einiberin og bláberin eru nú full- þroskuð hér, ofar öllum öðrum gróðri. — Tírólarbúar hafa næstum helgi í einiberjum og lyngi. Gamall fylgdarmaður, sem hefir stundað þá atvinnu í 40 ár, sagði mér, að hann hefði þann sið, ftað tyggja 12 einiber á hverjum degi” — til þess að forðast kvilla, og hann bætti við: “Ef stórgripur veikist og lögð er DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingpr I eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofusimi — 22 251 Heimili — 401 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsím\ 30 877 Viðtalstimi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur XögfræOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. VV. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STREET PRESCRIPTIONS FILLED CAREFULLY GOODMAN DRUGS Cor. ELLICE & SHERBROOK Phone 34 403 We Deliver A.S.BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um At- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnísvarða og legsteina. Skrifstofu talslml: 86 607 Heimllls talstmi: 501 56 2 einihrísla undir torfu í básinn, þá má marka hvort dýrinu er lífs auðið á því, hvort hrislan rotnar, því einii visnar aðeins hjá dauðvona dýri.”— Einnig sagði hann frá því, að fyrr- um hafi verið notað í mjólkurfötur og trog (sama orð og í Tirólsku) lítill stafur úr einitré, og einir var soðinn í húsum ef landsóttir gengu I sambandi við þessa einidýrkun setti eg gömlu brenivínsberserskina okkar, sem héldu heilsu og kröftum, þrátt fyrir óhófsdrykkju. Þeir not- uðu margir einiber í drykkinn og tugðu þau í stað tóbaks. Annars er margt hraustmenna hér í háfjöllunum. — Veiðimaðurinn í Kaunerdal, sem einnig er um sex- tugt, ber oft ofan úr háfjöllum full- orðna steingeit, sem gengið hefir verið frá á veiðimanna hátt, — en það er: Að innýflin eru tekin úr skrokknum, en dvergfurugreinar settar í stað þeirra. En-fullorðinn hafur er um 80 pund að þyngd. — En þó taldi húsbóndinn í Brauns- weiger-húsinu sig hafa hraustari burðarmann. Húsið eða skálinn stendur í 2409 metra hæð og verður að bera eldivið og matvæli upp á bakinu. 110 pund lagði einn burð- armanna á bakið og var þó um tæpt einstígi upp að ganga — snarbratt. Hliðstætt dæmi vissi eg að heim- an, er “Einsi stóri” frá Mjóanesi lagði velvegin 80 á bakið yfir Mos- fellsheiði í hnésnjó í svartasta skammdeginu. Sá mikli maður réri líka 50 vertíðir “suður með sjó” og reisti ávalt einn mastur á tein- æringi, þótt ylgja væri. Þessir karl ar eru vel sambærilegir við þá Heck- maier og félaga hans, sem gengu hamra Eigertinda, og hreystiverk þau, er unnin eru í daglega lífinu, missa ekki svipinn þótt íþróttaafrek hins nýja tíma séu nokkuð öfga- kend. — Eitt vil eg þó segja þeim, DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultation by Appolntment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St«. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED TannUeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t. PHONE 26 545 WINNIPKO DR. A. V. I0HNS0N Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 J. T. THORSON, K.C. islenzkur löpfræOincrur 800 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 94 668 ■--------------!--------- Arlington Pharmacy Sérfræðingar í lyfjaforskriftum 780 SARGENT AVE. vlð Arllngton SÍMI 35 550 Finni oss I sambandi við lyf, vindlinga, brjöstsykur o. fl. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEXJ Fasteignasalar. Leigja hös. Ct- vega peningal&n og elds&byrgð af öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEQ pœt/ileuur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $2.00 og þax jrflr; baCklefa $3.00 og; þax yfir. Agætar má.ltí0ir 40c—60c Free Parking for Guests sem berjast hér við hamrana, til af- sökunar: Að þeir hafa engu fyrir að týna nema lífinu, — en hitt er víst, að betri félaga en þetta fólk er eigi hægt að fá, — og er það alt nokkuð. Ennþá hamast hríðin hér yfir hin- um saxyddu tindum. — Tassach- jökullinn er nokkuð rosalegur að sjá í hríðinni, þar sem hann steypist fram af hamraveggjum við húshlið- ina, og stundum grillir í öxl Wild- spitze, sem er 3740 m. hár. Það er tignarlegt umhverfi og við gleðjum okkur við þá tilhugsun, að geta leigt skíði á morgun og þotið niður í dal- Fotji, um 1400 metra hæðarmis- mun. Þar með reikar hugurinn aftur heim, — því tilhugsunin um að f jallaskálar vorir — að undanskild- um K.R.-skálanum — eru bygðir í dölunum, í staðinn fyrir að þeir eiga að standa á fjöllum, til þess að þeir, sem leggja kapp og vinnu í bygginguna, geti notið áhrifanna af því, að dvelja á f jallsegg undir öðr- um kringumstæðum en þeim, er skapast í góðviðri um hádaginn. Eg vona að enginn firtist af þessu, en framtíðin mun leiða í ljós mína fyrri skoðun: Skála þarf að byggja á Bláfjöllum, í Henglafjöllum og í Kistufellsláginni (Esja). Að heiman frétti eg að skíða- fólkið “hlakki til vetrarins.” Svona á það að vera. — Liðinn er sá tími, er skáldin voru að amstrast yfir vetrinum. (Framh. á bls. 7) niður á Eigerjökul. En hræðilegust 1 THE BUSINESS OF PRINTING IS- O carry your message into the highways and byways creating sales and developing trade for those who use'its powers for publicity purposes. We suggest tha,t you make us your printer and become enthusiastic with us in the quality of the printing you need■ Co'lttmbia Pl'LmdeÁ 695 Sargent Ave. Winnipeg Phone 86327-8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.