Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Liines & ss% /% <«■ <e' L« * Vj^' Servloe and Satlsfactlon PHONE 86 311 Seven Eines <$> „<® a>c *’or -^° Better ## » \Fj.A I)r,v Cleaning c and Daundry 52. ARGANOUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1939 NÚMER5 Ægilegur landskjálfti veldur hörmulegu líftjóni á Chile Á miðvikudagirm þann 25. janúar síðastliðinn geys- uðu hinir ægilegustu landskjálftar víð'svegar í Chile; vafalaust þeir mestu, er sögur fara af þar um slóðir; margar sögufrægar borgir eru að mestu jafnaðar við jörðu, en talið er að um 25,000 manna ha.fi látið líf sitt af völdum þessara náttúruhamfara. Roosevelt Bandaríkjaforseti símað.i þegar stjórnar- völdunum í Chile og bauð þ(úm aðstoð þjóðar sinnar á hvern þann liátt, er helzt mætti að gagni koma. — Skæð- ar drepsóttir liafa gosið u}>p víðsvegar um Cliile og landið verið sett í herkví. Ur borg og bygð A sunnudaginn voru gefin saman í hjónaband þau Kristján Hinrik Isfjörð, fóstursonur Guð- riðar og Sæmundar Arnason aÖ Baldur, Man., og Helga, dóttir Sigurðar og Járngerðar Signrd- son, að Gimli. Hjónavígslan var framkvæmd af presti Fyrsta hiterska safnaðar, a<5 heimili hans, 776 Victor St. ♦ ♦ H i<5 yngra kvenfélag Fyrsta 'úterska safnaðar efnis til söng- samkomu i kirkjunni þriðjudag- 'nn 14. febrúar, kl. 8.15 að kveldi. — Kvenfélagið hefir ver- 'ð svo heppið að fá söngflokk Knox-kirkjunnar undir stjórn 'N ■ Davidson Thompson, Skemti- skráin er mjög vönduð og flestir íslendingar kannast við þennan ^r®ga söngflokk. Því biður kvenfélagið fól'k að fjölmenna þetta kveld. Inngangur 35C. ♦ ♦ ÞAKKARORÐ Við undirrituð þökkum inni- lega okkar mörgu og góðu vin- um fyrir þá samúð og þann hlýhug, sem þeir sýndu okkur lát okkar ástkæru eiginkonu, hóttur og systur, Sif Thorgrímis- s°n Guðjohnsen; einnig þökkum v'ð blómin fögru við útförina önnur vinabrögð okkur auð- synd. Nöfn þessara vina nefn- Um við ekki, því þau tækju of m>kið rúm, en til þeirra hugs- Um við með því þakklæti, sem r'tað mál fær ekki túlkað. Asgeir Guðjohnsen, Sigrún Tliorgrimsson og systkini hinnar látnu. ' ♦ ♦ DANARFREGN .. ánudaginn 23. janúar and- u Jst Mrs. J. H. Norman, á Jcln>iH sínu í Hensel, N. Dak. hún verið heilsutæp síð- llstu iinánuðina, og þungt haldin ra nýári Vilfríður Jóhanns- (ottir Norman fæddist í Þing- ^sýslu á íslandi 24. ágúst Foreldrar hennar voru sæmdarhjónin Mr. og Mrs. Jó- William Butler Yeats látinn á laugardaginn var lézt í bæn- um Roquebrune á Frakklandi, Ijóðskáldið og leikritahöfundur- inn írski, Wílliam Butler Yeats, 73 ára að aldri; hafði verið heilsuveill um nokkurt skeið og fór til Frakklands með það fyr- ir augum, að leita sér lækningar og hvildar frá erli hins daglega lífs. Mr. Yeats var sætmdur bókmentaverðlaupumf ' Nolæls; kom hann um hrið allmjög við stjórnmálabaráttu þjóðar sinnar. FRA NOREGI Norska stjórnin hefir ákveðið að láta lögin um atvinnuleysis- tryggingar koma til f ramikvæmda í júlimánuði n.k. Hiún stingur einnig upp á að komið verði upp vinnuskóla fyr- ir fiskimenn. Ennfremur leggur stjórnin fratn tillögur um stórkostlegar opinberar framkvæmdir næstu 3 ár, með það fyrir augum, að ráða bót á atvinnuleysinu. —Alþýðubl. 14. janúar. hann Norman, sem lengi bjuggu í grend við Hensel, N. D. Vil- fríður sál. giftist eftirlifandi manni sínum Jóni H. Norman 25. nóv. 1892. Eignuðust þau þrjú börn; Eáru (Mrs. Sproule í Hensel), Johann, sem er kvæntur og býr í Fosston, Minn., og Hannes, sem dó árið 1921. Heimili Normans hjónanna i I lensel var fyrinnyndar heimili og nutu þar margir góðra og glaðra stunda. Mrs. Nonman var greind og bókhneigð, trúuð og trúrækin. Naut hún mikilla vinsælda meðal fslendinga og einnig nágranna af öðrum þjóð- flokkum. Útförin fór fram miðvikudag- inn 25. janúar frá heimilinu og Methodista kirkjunni i Hensel. Var mikið fjölmenni við útför- ina. Rev. Mr. Gress, methodista prestur, sem heima á í Crystal, N. Dak., og séra H. Sigmar stýrðu útförinni. Til Jakobína Johnson Sól í þinni sálu skín, sem á geisla bjarta; Litlu “Kertaljósin” þin, lýsa mörgu hjarta. Ylur þeirra andlegan ís á flótta rekur; okkar bezta og insta mann upp frá dauðum vekur. Sig. Júl. Jóhannesson. Fjárhagsáœtlun sambandsstjórnar Fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. Charles A. IXmning, lagði fram í þinginu á miðyikudaginn var, fjárhags- áætlun stjórnarinnar fyrir fjár- hagsárið sem hefst þann 1. apríl næstkomandi; er þar gert ráð fyrir hækkun útgjalda sem nem- ur $26,912,704. Sá liðurinn, sem aðalhækkuninni veldur, stendur i saimbandi við hervarnirnar; á- ætluð útgjöld í slíku augnamiði nema á næsta ári sextíu miljón- um dala til móts við þrjátiu og fimm miljónir í fyrra. Gert er ráð fyrir að fjáraukalög verði lögð fram innan skamms, er hlaupi upp á freklega hundrað miljónir dala; í þeirri upphæð felast áætluð útgjöld til opin- berra mannvirkja i viðbót við tólf miljónir, setml áætlaðar eru til slíkra þarfa á megin fjárlög- unum. Þá er og áætluð í fjár- Iagafrumvarpinu $425,000 fjár- veiting til undirbúnings við kon- ungskomuna. Flytja sína ræðuna hvor Þeir Ohamberlain forsætisráð- herra Breta og Adolf Hitler, ríkiskanzlari Þjóðverja, fluttu íiýverið sina ræðuna hvor; hinn fyrnefndi siðastliðinn laugardag i Birmingham, en sá síðarnefndi í Berlín á mánudaginn. Mr. Chamberlain varði af kappi gerð- ir sínar með tilliti til Munich samninganna í septembermánuði síðastliðnum, og kvaðst þess enn fullvís, að gera mætti út uim deilumál þjóða og fyrirbyggja stríð, með látlausum samkomu- lags og sáttatilraunum, jafnvel hvað illa sem á horfðist; gaf þó ótvírætt í skyn að Bretar hefði ekkerr að óttast, því svo væri vígbúnaður þeirra vel á veg kom- inn; meðal annars gæti stjórnin nú auðveldlega bætt við sig 3,000 flugvélum á mánuði.— I ræðu sinni virtist Hitler nokkru mildári i máli en venja hefir verið til; hann krafðist þess að Þjóðverjum yrði fengnar í hendur þær nýlendur, er tekn- ar voru 'af þeim með Versala- samningunum, og lét í ljós þá skoðun, að slík afhending ætti að geta gengið friðsamlega fyrir sér; þá lýsti hann yfir því, að ef á ítaliu yrði ráðist með vopn- um, ætti hún hauk í horni þar sem hann væri. Gerður flokksrœkur Sir Stafford Cripps, fyrver- andi ráðgjafi í verkamannaráðu- neyti Ramsay MacDonalds, hefir verið rekinn úr verkamanna- flokknum fyrir þá sök, að því er simfregnir herma, að hann held- ur því fram að allir andstöðu- flokkar Chamberlainstjórnarinn- ar eigi að skipa sér i breiðfylk- ing með það fyrir auguimi, að koma stjórninni fyrir kattarnef. Meirihluti miðstjórnar verka- mannaflokksins vill ekki heyra samsteypu nefnda á nafn. Barcelona fallin Árásarhersveitir Francos náðu Barcelona á vald sitt síðastliðinn föstudag eftir afarharða at- sókn og mannfall mikið á báð- ar hliðar; hefir Franco ákveðið að hafa þar stjórnaraðsetur sitt fyrst um sinn; mun hann nú hafa freklega þrjá fjórðuhluta Catalóniu á valdi sínu. Stjórn Republicana hefir sett um nýja varnarlinu um 40 milur norð- vestur af borginni. FRA MOUNTAIN, N. DAK. (25. jan. 1939) Herra ritstjóri Lögbergs, Winnipeg, Man. Kæri Mr. Jónsson, Mig langar til að ónáða þig með því að biðja þig að geta þess i blaðinu, að þjóðræknis- deildin “Báran” heldur ársfund sinn laugardaginn 4. febrúar á þessu herrans ári, í skólahúsinu á Mountain, og er ætlast til að hann byrji kl. 2 e. h. Þetta eru allir meðlimir deildarinnar beðn- ir að muna, “og hegða sér þar eftir.” Á þessum fundi verða kosnir erindrekar til að mæta á næsta þjóðræknisþingi og svo embættis- menn fyrir næsta ár. Þar að auki þarf að taka til íhugunar á- framhald á kenzlu í islenzku og söng, sem legið hefir í dái síðan uimi jól. Á því hvorutveggja þarf að byrja strax og vegir batna, ef deildin sér möguleika á þvi. Það er því vonandi að allir, sem láta sig þessi málefni nokkuð skifta, geri sitt ýtrasta til að komast á þenna fund. Með því líka að lögð hafa verið drög fyrir að allir geti fengið heitt kaffi með alskonar sætabrauði og þar á meðal bita af afmælisköku króans, sem verlur ársgamall um það leyti. Verði nú stórhríð þenna dag, svo að ekki sé hundi út sigandi, þá verður fundinum frestað til næsta laugardags (11. febr.). Setjið orðin “fram, fram, aldrei að víkja” við þessa tvo daga á mánaðardaginn, svo þið gleymiið ekki hvenær þið eigið að spenna hestana fyrir sleðann eða hafa bílinn í lagi. I umboði stjórnarnefndar, Thörl. Thorfinnson, skrifari Glæsilegur íþróttakappi Sveinn Sigfússon Sá hinn ungi og snöfurmann- legi íþróttakappi, semi hér um ræðir, er sonur Skúla Sigfússon- ar fyrrum fylkisþingmanns í Manitoba og frú Sigfússon, er búa í grend við Lundarþorp. Þessi ungi íþróttavíkingur er maður mikill að vexti og ramur að afli; hefir hann getið sér orðstír mikinn fyrir frækni í margskonar íþróttum. í vikuntii sem leið var Sveinn sæmdur forkunnar fögrum signethring af hálfu Winnipegborgar fyrir að öðlast Canadian Championship i Track and Field íþróttum; af- henti C. Rhodes Smith bæjar- ráðsimaður honum minjagjöf þessa í fjarveru borgarstjóra: skaraði hann einkum fram úr í discus- og spjót-kasti. Mani- toba Championship hefir Sveinn áður unnið og hlotið hvað ofan í annað margháttaða viðurkenn- ingu fyrir atgerfi sitt og leikni á sviði iþróttalífsins. Frá Islandi Benedikt Blöndal, kennari á Hallonmlsstað, varð úti á Þór- dalsfheiði þann 12. jatiúar síðastl.; hæfileikamaður mikill og harm- dauði þeim öllum, er honum kyntust; fæddur 1882 ; hann var kvæntur Sigrúnu Pálsdóttur, þjóðkunnri gáfu og höfðings- konu. ♦ ♦ Séra Jakob Kristinsson, sem um eitt skeið var prestur vestan hafs, hefir verið skipaður fræðslumálastjóri Islands i stað Asgeirs Ásgeirssonar alþingis- manns og fyrrum forsætisráð- herra. ♦ ♦ Þann 14. þ. m. rakst flugvélin Örn á róðrarbát, er hún var að lenda á Siglufirði; einn maður var i bátnum; stökk sá í sjóinn og varð bjargað; báturinn brotn- aði í spón.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.