Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1939 ^---------GUÐSDÓMUR----------------------------j Og Jovíka, sem nú var komin í fullan skilning, hafÖi oröm svo vel upp aftur, aÖ kennari hennar og tilvonanch eiginmaöur, var fyllilega ánægÖur. Gutuskipið hafÖi haldið sömu stefnunni, meðan er J>etta tor fram, og var nú aÖ fara út úr flóanum. Gerald og Daníra horfðu enn einu sinni til lands, og virtu héraðið fyrir sér. Bárurnar vögguðu sér hægt, og glitruðu í sól- skininu; en að baki gnæfðu dinnm fjöllin, meÖ öllum tindunum og f jallaskorunum, og varpaði morgun-sólin yfir þau leiptrandi geislum sínum. Skipið hélt nú gegnum opið, þar sem flóinn end- aði, og sáust J>á rísa dimmir og ógnandi klettar úi sæ, er virtust myndu teppa för skipsins. Síra Leonhard hafði í raun og veru alls ekkert út á Javíku að setja, en var jafnvel farið að verða hlýtt til ungu, kurteisu og blíðlyndu stúlkunnar.—En J>egar hann hugsaði til ýess, hvernig foreldrar Jörgen’s myndu taka “heiðingjanum,” hristi hann höfuðið á- hyggjufullur, enda J>ótt hann hefði lofað, að reyna að nnöia máluim. Ýmsir af embættisbræðrum prestsins höfðu komið til járnbrautarstöðvanna, til þess að heilsa h'onum, og var hann nú að tala við þá. Gerald, og Daníra, voru nú rétt komin út úr mannýrongmm, en númu J>á snögglega staðar, alveg forviða er þau sáu ungan kvennmann koma á móti sér. Þau ýektu hana bæði oíur-vel, og Gerald sleppti liandlegg konu sinnar, sem stóð 'náföl, og orðlaus.— Hann ætlaði sér að verða fyrir svörunum, þótt honum þætti fundur þessi all-óþægilegur. En unga stúlkan var nú þegar komin til j>eirra, og vafði höndunum um hálsinn á Daníru. “Danira! slæmi flótta-fuglinn! Hérna í Tyrol átti eg þá að hitta þig aftur!” “Edith, hvernig komst þú hingað!” mylti I>aníra, og var bæði hálf-glöð, og hálf-hrædd. “Er þetta til- viljun?” “Nei, engan veginn!” svaraði Edith. “Eg kom hingað auðvitað, til þess að taka á móti ykkur, og verða fyrst til að heilsa ykkur.” Hún hugsaði sig svo um í nokkrar sekúndur, en sneri sér síðan fljótlega að fyrverandi unnusta sínum, rétti honum hendina, og mælti: “Beztu heilla-óskir mínar, Gerald! Vertu velkom- inn hei:m, ásamt konu þinni!” Gerald hneigði sig þegjandi, en veitti því eigi eftirtekt, að titringur kom> á hönd hennar, sem hún hafði rétt honum, er hann snart hana með vörunum. Hann tók aðeins eftir brosinu, sem var á andliti hennar, og var þá, sem létt væri af honum þutigri byrði, því að hann þóttist þess nú vís orðinn, að frá hennar hálfu væri sér alit fyrirgefið. “Komstu hingað okkar vegna?“ spurði Daníra glaðlega. “Þú veizt ekki, Edith, hvað mér, og okkur báðum þykir vænt um komu þína.” “Bíddu nú ögn við”, mælti Edith, “og gættu still- ingarinnar, göfga frú! Eg er komin hingað, sem nokkurskonar sendiherra, til þess að bjóða ykkur vel- komin til hallarinnar Steinach. — Hérna er bréf frá móður þinni, Gerald, aðeins nokkrar línur, þar sem hún bíður þess, að þið komið til hallarinnpr.” “Edith—það er ómögulegt—; er þetta þér að þakka?” mælti Gerald, um leið og hann veitti bréfinú móttöku, og sá, að rithönd móður sinnar var á því. “Já, það ei( í fyrsta skifti, er eg hefi fengist við þess konar störf”, svaraði Edith, “og kalla eg, að mér hafi eigi tekist illa„ þai' sem eg hafði þau bæði, föður minn og frænku roína, á móti mér.—En nú verðurðu að lofa mér, að spjalla hálf-tíma við Daníru í einrúmi þar sem við verðum brátt að skilja”. “Skilja? Hvers vegna? Eg hélt, að þú yrðir okkur samferða?” “Nei!” svaraði Edith. “Eg legg af stað til föður míns, sem er í G...., með fyrstu hraðlest, er héðan fer.—en frænka min býst við komu ykkar í dag, og það má ekki bregðast, því að hún hefir látið hafa roikinn viðbúnað, til að fagna komu ykkar”. Gerald hafði nú brotið upp bréfið, og lesið það, og rétti nú konu sinni það. Það voru að eins örfáar línur, sem staðfestu að öllu leyti sögusögn Edithar, því móðirin kvaðst bíða komu barna sinna með áþreyju. “Góðan daginn, náðuga ungfrú! Hér sjáið þér mig aftur!” mælti Jörgen, er notaði nú tækifærið til að minna á sig. Edith brosti, rétti honum Höndina, og mælti: “Jörgen Moos! Kominn heill heim aftur, og með medalíu á brjóstinu! En seg mér eitt, hvernig ganga kvonbænirnar ? Þú sýndir mér einu sinni þann sóma, að biðja mín.—Niú er eg öllum óbundin, og ef til vill ekkert fjarri skiapi mínu, að verða eiginkona á góðu bændabýli í Tyrol”. “Þakka mikillega”, stamaði Jörgen, all-vandræða- lega. “Það er fjarska leiðinlegt, en—satt að segja— þá er mér nú borgið í þeim sökum”. Að svo mæltu ýtti hann Jovíku fram fyrir sig, og sagði hver hún var, og fór Edith þá að skellihlæja. Guð sé oss næstur!” itnælti hún. “Koma þá allir trúlofaðir heim úr herförinni? Hvað skyldu stúlk- urnar í Tyrol segja um það? En sízt hafði eg vænst þessa af þér, Jörgen, þar sem þú sórst og sárt við lagðir, að konuefnið þitt skyldi vera úr Tyrol, og krossaðir þið hátt og lágt, er minnzt var á villi-kon- urnar í Dalmatiu”. “Náðuga ungfrú!” svaraði Jörgen, ofur hátíðlega “Það er enginn blettur á jarðríki svo vondur, að eigi sé þar og eitthvað gott til.—Hið eina, sem eg fann í Dalmatíu af þvi tagi, var Jovíka, og því tók eg hana heim með mér.” “Þá óska eg þér, og Jovíku þinni, allrar hamingju. —En komdu nú Dianíra, svo að við getum þó að minnsta kosti rabbað saman í hálf-tima. Gerald verður að sjá af þér þann tímann.—Við getum víst verið einar þarna í biðherberginu”. Edith og Daníra gengu nú brott, en Gerald gekk til fundar við sira Leonhard, sem hann sá koma. — Hann þurfti að segja honum gleði-tíðindin, sem hann hafði nýlega fengið. Litli biðsalurinn var alveg tómur, og ungu stúlk- urnar settust1 þar hver hjá annari. Edith lagði handlegginn um mittið á uppeldis- systur sinni, eins og hún hafði gjört í gamla daga, hló, og spjallaði viðstöðulaust. En þaðfvar eigi eins auðgert, að villa Daníru sýn, eins og Gerald.—Hún þekkti ástina, og vissi, að þar senn hún hefir fest rætur, deyr hún eigi strax aftur. augun af Edith. Danira var því frennir fáorð, og hafði eigi augun af Edith. Henni duldist og eigi, að kætin i Edith var frem- ur uppgerð, en alvara, og greip hún því loks hönd hennar, og mælti ofur-stillilega: “ Sleppum nú öllu gamni, Edith! Eg hefi orðið að gjöra þér íllt, og hefi eg fundið sáran til þess sjálf. —Og mér féll fjarska illa, að fá ekkert svar frá þér” "Ertu þá reið við mig? Eg gat ekki—” “Nei, þú gazt þá ekki svarað mér, og það hefði eg mátt skilja". Edith varð allt í einu blóðrjóð í franian, og reyndi að líta undan. “Pabbi minn vildi ekki, mœlti hún svo fljótlega. “Hann bannaði mér harðlega að svara þér, og eg lét undan; en áður en við lögðum af stað frá Cattaroð hafði eg þegar ásett mér, að svara þér, eins og eg nri hefi gjört”. “Að vísu fór eg að vantreysta sjálfri mér” mælti Edith enn fremur, “þegar frænka mín bauð okkur að vera nokkra daga um kyrrt i höllinni Steinach, því að þar stóð þá ekki vel á — Ykkur Gerald mátti ekki nefna þar á nafn, og faðir minn veitti olíu í eldinn, svo að eg gat alls ekkert áunnið, meðan er hann var þar. — En svo gat eg komnið því til leiðar, að hann fór einn heim, og leyfði mér að dvelja nokkrum dögum lengur” “Og þá talaðirðu okkar mál?” I “Mér tókst það vonum fremur”, svaraði Edith. “Frænka reyndi að hugga mig, út af missi unnustans, og snéri eg málinu á þá leið að átelja hana fyrir það, hve harðbrjósta hún væri við ykkur.—Og síðast, en ekki sízt, lét eg mér um það hugað, að koma henni á þá skoðun, að þú værir í raun og veru prinsessa frá Dalmatíu”. “En Edith!” “Er það þá ósatt?” svaraði Edith. Faðir þinn vár höfðingi þjóðflokks síns, og bróðir þinn er það enn.—En höfðingi, fursti, konungur, það er í raun og veru aðeins nafn á sömu hugmyndinni, eins og eg skýrði frænku minni frá.—Enn frermur sagði eg henni margt um hreystiverk föður þíns, er henni fannst rnikið um, og að lokum sýndi eg henni bréf þitt, og gat hún þá eigi annað, en dáðst að því, hvaða hug- prýði þú sýndir, er þú frelsaðir líf Gerald’s í Wlilapuel og þá fór hún nú loks að linast, og gafst svo alveg upp, svo að eg hlaust fagran sigur, og sýndi þannig, að eg var í ætt við föður minn”. Unga frúin sat þegjandi og niðurlút. — Hún kunni að meta eðallyndi ilppeldissystur sinnar, og sá nú glöggt að hún hafði eigi metið hana sem skyldi. "Og svo megúm við ekki þakka þér fyrir okkur!” mælti Danira alúðlega. “Þú ætlar strax að fara burt frá okkur; — þarf svo að vera?” “Eg verð að fara «til föður míns, semi á von á mér. Reyndu ekki að aftra mér, Daníra, enda get eg ekki verið hér.” Edith reyndi aftur að brosa, en tókst það nú ekki, en varð að snúa sér undan til að dylja tárin.. Fann húh þá, að Daníra faðmaði hana að sér og snart varir hennar méð vörunum. “Edith! Reyndu ekki að blekkja mig, eins og aðna. Eg veit hvað þú hefir lagt í sölurnar, og hve mikið þú hefir orðið að þola. Fyrir mér geturðu kannast við það.” Edith svaraði engu, en duldi höfuðið bak við öxlina á Daníru, og tárin streymdu nú ótt. “Það var aldrei neitt,” mælti hún snöktandi. “Að eins heimskulegur bernsku-draumur. En segðu ekki Gerald, að eg liafi grátið — lofaðu mér því; hann má aldrei fá að vita það!” “Vertu óhrædd,” svaraði Daníra. “Hann skal aldrei fá að vita það. — Það er nóg, að eg verð að ásaka sjálfa mig fyrir það, að hafa svift þig gæfu þinni.” “Nei!” svaraði Edith, er reis nú upp og hætti að gráta. “Nei, Daníra, við hefðum eigi orðið ánægð. Eg sá strax að hann unni mér ekki, og sannfærðist fyllilega um það, er hann varði þig svo ákaft. — Augnaðráð hans þá, og hljómurinn í rödd hans, var mér áður ókunnugt. — Þú hafðir kent honum það, — Er það ekki satt? Hann getur elskað innilega, og gert konu sina gæfusama?” “Já,” mælti unga frúin lágt; en í þessu eina orði var fylsta þýðing. Edith sneri sér nú hratt við, og gekk út að glugganum. - “Nú er verið að gera merki, er sýnir, að eim- reiðin er að koma! Við höfum aðeins örfáum mínút- um úr að spila, og verðum því að kveðjast! En vertu ekki svona hrygg á svipinn, Daníra, og hafðu engar áhyggjur mín vegna, því að mér dettur ekki í hug að ganga í klaustur eða klæðast í sekk og ösku meðan eg lifi. — Það hlýtur að vísu að.vera indælt, að geta að öllu leyti helgað líf sitt nuanni, sem maður elskar, en það eru eigi forlögin allra.” í sama augnabliki kom Gerald inn, til að láta þær vita, iað eimreiðin væri að koma, og sá hann þá aðeins glaðleg andlit og heyrði þær kveðjast mjög alúðlega. Fáum mínútum síðar var Edith komip inn í járn- brautarvagninn og veifaði þaðan með ýasaklútnum sínum og svo fór eimreiðin af stað og hvarf þegar sýn. Jörgen hafði fylgt Jovíku frá járnbrautarstöð- inni, og var ferðinni heitið til húss þess, er Gerald ætlaði að búa i fyrst um sinn, og átti hún að bíða Daníru þar. Á opna svæðinu, sem var fyrir framan járn- brautarstöðina, var margt um manninn, og mátti sjá þar margt glaðlegt andlit, er menn voru að fagna vinum og ættingjum, sem voru að koma heim. Jörgen hafði til þessa komist hjá öllum þess konar kveðjum, en nú sá hann býsna þrekvaxinn bónda og feitlagna bóndakonu brjótiast gegnum mannþyrpinguna og stefna til sín og kallaði bóndinn á hana með nafni. “Guð sé oss næstur — þarna koma þá foreldrar mínir! kallaði Jörgen glaðlega. “Hafið þið ekið hingað alla leið? Já, hérna sjáið þið mig heilan og lifandi! Meira en þið bjivggust við, þegar í þenna leiðangur var farið!” Foreldrarnir gripu í Jörgen og ætluðu að leiða hann milli sín; en þá kom> annað fyrir. Jovíka hafði orðið hrædd í þrengslunum og mannþyrpingunni, sem hún sá alls staðar kringum sig, og er henni virtist að taka ætti Jörgen frá sér, greip hún í handlegginn á honum og grátbændi hann á slafnesku að fara ekki frá sér. Foreldrar Jörgens urðu steinhissa er þau sáu ungu stúlkuna gera sig svona kompánalega við son sinn; en af því að Jovíka var mjög barnaleg í sjón, grunaði þau þó eigi hvernig í öllu lægi. Engu að síður hnyklaði bóndinn þó brýrnar og kona hans spurði: “Hvað er þetta?” "Það er — nokkuð, sem eg kem lieim með úr leiðangrinum,” svaraði Jörgen, senn eigi fór nú að lítast á blikuna, en vildi þó helzt komast hjá frekari skýringum í bráð. Hann slepti þó eigi hendinni á Jovíku og var viö öllu búinn.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.