Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. FEBRCAR 1939 5 fyrir Bandaríkin. Hvorug út- salan getur verið gróðafyrirtæki, t'i' það á að vera trygt á öllum timum að landar vestra geti fengið þær bækur, sem út koma á íslandi, án óþarfa tilkostnaðar. Væri eðlilegt að Þjóðræknisfé- lagið hefði yfirumsjón með þess- ari bóksölu vestra, eins og sann- arlegu þjóðernismáli, þó að ein- stakir menn hefðu með höndum framkvæmdina. Heima á ís- landi yrði að sýna sanngimi og lipurð í þessuimi skiftum. Eðli- legast væri að bækur vestra væru seldar gegn staðgreiðslu eða póstkröfu. Blöðin i Winnipeg myndu geta um hinar þýðingar- meiri bækur, svo að landar, hvar sem þeir búa i Ameríku, vissu Um þær bækur, sem eru á mark- aðinum, og sem þeir gætu fengið. En eins og nú er háttað bóksöl- unni, verða senn islenzkar bækur torfengnar og mjög erfitt fyrir marga landa, sem dreifðir eru um hið innikla meginland, að vita hvaðjít er gefið á íslandi. 5. Einn undarlegur ósiður virðist liggja í landi hér heima, °g það er að kaupa litið íslenzk- ar bækur, sem gefnar eru út í Winnipeg, og prentaðar i ís- lenzkum prentsmiðjum þar. Þetta er ef til vill leiðinleg tilviljun, en úr því þarf að bæta með fræðslu um þetta efni. 6. Landar vestra hafa haft all- mörg lestrarfélög og voru ]?au vitanlega mjög blómleg meðan mikið var um bókakaup að hetrn- .an. Mörg þeirra starfa mikið ennþá, og munu gera það jafn- lengi og islenzkt þjóðerni er við- urkent vestra. — Blaðasala héðan vestur hefir aldrei verið mikil, og getur ekki haft neina fjárhags- lega þýðingu. Á hinn bóginn myndi það hjálpa nokkrum hluta landa vestra að fylgjast með málum hér heima, ef aðalblöð stjórnmálaflokkanna, Alþýðubl., Mbl. og Timinn væru send ó- keypis öllum starfandi lestrarfé- löguim vestra, eftir tilvísun Þjóð- ræknisfélagsins, en rétt væri að lestrarfélögin greiddu burðar- .gjaldið til þess að sýna að þau yildu fá blöðin. Eg ætla upp úr aramótum að snúa mér til út- gefenda þessara þriggja blaða ^eð ofangreind tilmæli. 7- Háskólinn í Winnipeg verð- ur að vissu leyti þýðingarmestur íyrir Islendinga vestra, því að hann er mitt i höfuðbygðum þeirra. Eru líkur til að var verði 'nnan skamms stofnað prófess- °rs-embætti í ísleszkum fræðum, emgöngu fyrir forgöngu og framlög íslendingaj vestra. Aldr- afsu- imaður í Winnipeg, Arnljót- Ur Olson, náfrændi og nafni Arnljóts Ólafssonar, hefir gefið háskólanum í Winnipeg aleigu Slna, en það er prýðilegt islenzkt ^ókasafn, 2500 bindi. Þessi k'Jóf er fullkomin undirstaða að ,slenzkri bókadeild við háskól- a,m. Eöndum vestra myndi þykja vfÖleitni sú, að halda við is- er>zkum fræðum, studd réttilega, G Alþingi léti eintak af hverri sem hér er prentuð, koma f>ók °keypjs framvegis i þetta safn * un því máli verða hreyft á |,|n£i nú í vetur. , . ■ Jafnskjótt og reglulegar y'Paferðir byrja vestur til New °rk frá Reykj,avík, mun þar 'yrja heildsala nieð íslenzkar ■ ramleiðsluvörur. Af vissum VOrutegundum, svo sem góðum larðfiski, osti og ef til vill með- Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. ni\e Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man. alalýsi handa börnum, myndi verða beinlínis um verulega sölu að ræða til íslenzkra heimila vestan hafs. Alveg sérstaklega myndi ágætur harðfiskur vera kærkominn tilhaldsmatur, ef hann væri til sölu, víðast hvar þar sem landar eiga heima. Hefi eg fengið ádrátt frá einum mjög duglegum verzlunarmanni, að leysa harðfiskimálið vestra á við- eigandi hátt. Jafnskjótt og sala á íslenzkum vörum byrjaði vestra yrði að auglýsa vörurnar i Heimskringlu og Lögbergi. Það væri nauðsynlegt fyrir verzlun- ina og stuðningur fyrir blöðin. 9. En hin mikla vörusala vestra til annarra en íslendinga verður á hraðfrystum fiski, síld í mörgum myndum og niður- ’soðnum sjávaryörum. Sú sala þarf að gerast um öll Bandaríkin og að einhverju leyti í Canada. Við þá útbreiðslustarfsemi geta landar vestra haft hina mestu þýðingu, ef þeir sam standa að vörusölunni frá New York, kunna að meta og biðja um vel- viljaðan stuðning landa. í Seattle búa hálf miljón manna, þar af sennilega 500 íslendingar. Ef þessi litli hópur vill tala um og agitera fyrir íslenzkum vörum, sem rétt eru framleiddar fyrir markað þar, þá mtinar mikið um slíkan stuðning. 10. Blöðin i Winnipeg, Lög- berg og Heimskringla, eru bæði um 50 ára götnul. Þau eru líf- taug í þjóðernisbaráttu landa vestra. Þau þurfa bæði að lifa og hafa hvort ujmi sig eðfilegt og óhjákvæmilegt verksmið. Þau eiga vitaskuld við verulega erfiðleika að setja og eru að all- miklu leyti háð margháttuðum stuðningi áhugamanna vestra. Eftir því sem hin volduga enska sækir nteir og nteir að íslenzk- unni, eiga þessi blöð erfiðara. Þau rninna á tvo svani, sem halda opinni vök með því að synda í hring þétt upp við ísbrúnina. Blöðin fá mjög lítinnn stuðning og viðurkenningu héðan að heiiitían. Þau hafa sennilega ekki einn einasta borgandi kaupanda hér á landi. Tveir menn, Krist- leifur á Kroppi og Stefán V.agnsson í Skagafirði, hafa reglulega sent vestanblöðunum fréttir og hefir það þótt góður greiði. — Hvort blaðið fyrir sig, þyrfti að hafa svo sem 8—10 fasta fréttamenn dreifða um landið, sem gerðu það að þegn- skyldu, að vinna fyrir landa vestra, með skipulagsbundnum fréttum. — Verður ef til vill i þessu efni auglýst eftir sjálf- boðaliðum í þessu skyni hér i blaðinu. 11. En það er með öllu óvið- unandi að þau blöð, sem landar vestra gefa út með mikilli þráut- seigju og fórnuimi, skuli alls ekki vera keypt hér eða borguð. Að vísu má segja, að tæplega sé von um eiginlega almenna sölu hér, fremur en fyrir blöð héðan vestra. En eg álít að almennar stofnanir hér, skrifstofur, meiri háttar fyrirtæki, sjúkrahús, skól- ar o. s. frv., eigi að kaupa Vest- urheimsblöðin og borga þau í þvi skyni að fylgjast með mál- um vestra og sýna löndum í Vesturheimi verðskuldaða viður- kenningu fyrir hlýhug þeirra til gamla landsins. J. J. (Framh.) —Tímánn 29. des. Brúin yfir dauðans djúp Eftir Dr. Helga Péturss. I. Þegar margir koma sarnan til að minnast framliðinna, þá leiðir af því oftlega að þeir sem dánir eru fara að sjá hingað til jarðar- innár og geta orðið sjónarvottar að sinni eigin útför. Þeir sjá í huga sínum, líkt og lóan, þegar henni birtist suður i löndum, að vorið er komið hér heima á fs- landi. Að því er haft er eftir framliðnum, og imark virðist takandi á, þá er það mjög vana- legt, að þeir sem dáið hafa og komnir eru að raun um að þeir eru lifandi þrátt fyrir það, sár- þrá að geta látið eftirlifendur sína vita af sér og hryggjast mjög þegar það tekst ekki. En það er sjaldnast, og aldrei nema ófullkomlega, hjá þvi sem vera þyrfti. Því að eins og varla þarf að taka fram, er hin mesta nauð- syn á þvi að brúa dauðans djúp, enda gæfti svo orðið. En þó ekki með neinu itíóti, fyr en u n d i r s töðuhugmyndirnar um þessi efni eru komnar í rétt horf. En á því eru erfiðleikar, sem ná- lega virðast ósigrandi, og hefir þó hin forna trúarjátning rétt fyrir sér í aðalatriði, þar sem hún talar um upprisu holdsins. Vitanlega verður þó úr þessu vitleysa, þegar kent er að graf- irnar opnist o. s. frv., og ekki fyr en seint og síðar meir. Hér þarf náttúrufræðin að koma til og kenna mönnum að skilja hvernig þessi neisti frá “hinum æðsta” — eins og hinn ágæti Markús Arelíus kallar það — sem svo tmijög hefir kafist í bar- áttunni við að koma efninu á- leiðis til fullkomnunar, skapar sér nýjan líkama á einhverri annari jörð, þegar hann verður að gefast upp á þessari. Þegar allur almenningur er farinn að) vita þetta, þá verður djúp dauð-! ans brúað. En þar næst verður sjálfur dauðinn sigraður og farið héðan af jörðu á aðrar stjörnur, | án þess að deyja, þegar þeim þroska er náð sem til þess þarf. II. Það hefir reynst býsna- torsótt, að fá menn til að gefa þessuin höfuðsannindum nokkurn gaum, hvað þá til að láta sér skiljast, og eg fer ekki með neina mark- leysu þegar eg segi að eg viti þetta imleð vissu. Þegar komið er á hinn rétta sjónarhól, þá eru þetta einföld undirstöðuatriði, sem alveg má ganga úr skugga um. Það eru nú orðin 13 ár frá því er eg fékk fyrst prentaða grein í tímaritinu Light, sem viða kemur um lönd, og hefir all- margt komið þar eftir mig síðan, hið síðasta sem eg hefi séð, 20. okt. s.l.; hefir stundum verið felt úr þessum greinum mínum baga- lega. Þá aðferð hefi eg haft, að sýna fram á, hversu þrálátlega framliðnir eru að reyna til að halda því fram, að þeir hafi lík- ama af holdi og blóði, og er með því auðvitað einnig sagt, að þeir eiga heima á einhverri jarð- stjörnu. En þrátt fyrir það, þó að verið sé að benda mönnum á þetta, þá lýsa þeir því yfir, aftur og aftur, sem undirstöðusann- færingu sinni að framliðnir hafi ekki efnislíkama og eigi heima á einhverju óskiljanlegu anda- sviði. Með þessu er ekki eiu- ungis kamlið í veg fyrir, að sam- bandið við framliðna geti komist i það horf sem vera þarf, heldur einnig með öllu fyrir það girt, að skilja tilgang lifsins. En hann er, i sem fæstum orðum sá, að leggja svo algerlega undir sig efnisheiminn og alla hans mögu- leika, að efnið verði fullkominn bústaður og verkfæri andans. ITI- . Það sem ríður á að láta sér skiljast án allra efasemda, er að framliðnir eru ekki andar fremur en vér erum það hér á jörðu. Það sem fyrir liggur eftir dauð- ann er að halda áfram því sem vel stefndi hér, verða sterkari, fríðari, vitrari, lifa fullkomnara samlífi við sína nánustu og aðra. En ekki ber að leyna því, að hættur eru á leiðinni ef ekki hef- ir hér verið vel stefnt, og einkum ef menn hafa beinlínis skemt sér við að fótumtroða sannleikann og gera öðrum ilt. Slíkt fólk lendir í mannfélöguimi þar sem eru eintómir óþokkar og verður i slíkum stöðum margt til tíðinda sem er ennþá miklu ferlegra en dæmi eru til hér á jörðu. Og af ófullkominni vitneskju, sem menn hafa um þetta fengið, er sprottin trúin á helvíti. Er þar (mikið verkefni og erfitt fyrir hinar góðu verur alheiimsins, að afmá Vítin og bjarga þeim sem þar eru. Eru i því skyni gerð- ir út leiðangrar, miklir og stór- kostlegir, frá heimum ljóssins til myrkheimanna. Má af því sem um þetta hefir verið sagt, þó að lítið sé og óljóst, glögt skilja, að þar mun vera efni i hinar furðu- legust.u frásagnir. 15. nov. Helgi Péturss. —Lesbók Mbl. Fjórir menn voru að spila, en sá fimti horfði á. Þá segir á- horfandinn við þann, sem næst- ur sat honum, sem var óhreinn um hendurnar: “Já, ef skitur væri tromp, lagsmaður, þá mundi eg segja að þú hefðir gott á hendi.” ♦ + Konan í Saurbæ var afar nísk og Jón bóndi fékk litlu að ráða. Þegar Jón var orðinn gamall lagðist hann veikur og var svo þungt haldinn að læknir var sótt- ur. Ekki sagði læknir neitt við Jón ulm! hvort hann væri hættu- lega veikur en eitthvað talaði hanti við konu Jóns. Seinna um daginn leggur hangikjötslykt inn til Jóns, og þá biður hann guð að hjálpa sér, þvi þá vissi hann að konan var farin að sjóða i “begravelsið.” Ljúffengt skozkt Visky Blandað og látið í flöskur í Canada undir beinu eftirliti eigendanna ADAIR & COMPANY GLASGOW hjá Gooderlham & Wtorts, Limited 25 oz. Flaskan $2.40 40 oz. Flaskan $3.75 Að viðbættmn söluskatti ef nokkur er Thla advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com- mission. The Commisslon is not respon- sible for statements made as to quality of products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.