Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 3
 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2, FEBBÚAR 1939 3 Selma var fremur, síðþroska sem rithöfundur. Hún byrjaði með því a8 yrkja kvæði, einkum sonnettur, og fekk nokkrar þeirra prentaðar í tímaritinu “Dagný,” semi kvenréttindakonan Sophie Adlersparre gaf út í Stokkhólmi. Tímaritið “Iðunn” efndi til sagnasamkepni 1890 og í henni sigraði Selma og vakti fyrst með því á sér verulega athygli. Og fyrir þenna sigur jókst henni mjög kjarkur og trú á sjálfa sig sem rithöfund, en hún hafði all- mjög þorrið þá um skeið, þó að uraumur Selmu frá barnæsku hefði altaf verið sá, að ná rit- höfundarfrægð. Eftir dvölina í Landskróna flutti Selma til Falun og bjó þar uni nokkur ár. Ulm aldamótin tókst hún á hendur það mikla ferðalag að fara til Landsins helga. Það gerði hún meðfram vegna þess að þá var hún að vinna að einu höfuðverki sinu, Jcriísalem. Var hún í þessari ferð næstum tvö ár. Eftir heimkomuna 'festi hún kaup á föðurleifð sinni Marbacka, þar sem hún hefir búið síðan, þó að oft hafi hún verið að heiman eins og ætla má, einkum í Stokk- hólmi. Selma Lagerlöf hefir skrifað fjölda bóka auk þeirra, sem1 hér hafa verið nefndar. Ein af þeim er hin fræga barnabók Niels Holgersens resa, sem hvert skóla- barn í Svíþjóð les. Alt fram á sjðustu ár hefir hún verið af- kastamikill rithöfundur. Hafa ymsar síðari bækur hennar náð miklum vinsældum, þó að ekki standi þær til jafns hinum eldri hvað bókmentalegt gildi snertir. Selma Lagerlög hefir hlotið meiri heiðursmerki en nokkur onnur sænsk kona fyr eða síðar. Árið 1909 hlaut hún Ndbelsverð- 'aunin, fyrst allra Svía, og uokkruni áruim síðar tók hún sæti 1 Sænska Akademíinu og hefir yerið þar síðan sem “einn af atjan.” IJún er eina sænska konan, sem ennþá hefir átt þar s*ti. En i það komast engir uema úrvalsmenn þjóðarinnar. Á Marbacka hefir hún nú dvalið að miklu leyti síðustu ári- ln> þvi að ferðalög er henni orðið erfitt um. og heilsan tekin að hha. Síðastliðinn vetur var hún v‘ð rúmið.— Marbacka er meir og nieir að verða pílagrimsstaður rithöf- unda og bókmentaunnenda og heldur eflaust áfraim að vera þó að “sláttumaðurinn slingi” vitji ef til vill staðarins iunan skamms. III. Margir halda í fávisku sinni ah Skáld og rithöfundar séu það aðeins af guðs náð og um leið að þeir hafi lítið fyrir starfi s,nu og verkum. Þetta komi alt af •sjálfu sér. V ísir til hæfileika er guðs gjöf, en hað er á mannanna valdi sjálfra, hvort þeir þjálfa þá eða ekki. Þetta á jafnt við um skáld rithöfunda sem aðra. í eftirfarandi kafla, sent tek- lnn er úr bók Selmu: Höst (haust) lýsir hún vonum sinum °kr vonbrigðum frá því tíimabili Pegar hún er að brjóta sig áfram, Vmist trúuð eða vantrúuð á köll- un sína. Áð hún heldur strykinu og Sefst ekki upp og það meðfram fyrir hjálp einnar konu fær henni að loikum sigurlaunin. “Það var dimt haustkvöld í Landskróna árið 1886 ^iðeins nokkrum vikum fyrir jól. Eg hafði kveikt á lampanum i her- berginu niínu, önnum kafin við að leiðrétta sænska stila nemenda tniinna, þegar eg heyrði póstinn koma upp tröppurnar og stinga bréfum í kassann. Þegar eg nú vissi að eg var alein heima, hljóp eg út í ■ anddyrið til að sækja þau. Eitt af bréfunum var til ntín, stórt umslag sintplað í Stokkhólmi. Eg reif það upp og fór að lesa.— Þegar eg hafði lesið nokkrar línur fóru hendur minar að titra og bókstafirnir riðuðu íyrir aug- unum á mér. Eg leit upp úr bréfinu til að jafna mig og augu min námu staðar við bláu stíla- bækurnar, sðmi 'lágu á víð og dreif um borðið. Eg safnaði þeim saman i bunka og ýtti þeim eins langt frá mér og eg gat. Svo fór eg að lesa bréfið aftur. Eg hafði verið kennari í hálft annað ár við kvennaskólann í Landskróna, og satt að segja leið eg enga neyð. Eg hafði áhuga fyrir starfi mínu. ÞaÖ var gott sani'komulag milli mín og skóla- stýrunnar og samkennara minna. Eg kunni vel við mig í smá- bænutn við hið yndisfagra Sund, og f jölskyldan, sem eg dvaldi hjá lét sér svo ant um mig eins og hún ætti i mér hvert bein. Það sem olli því að eg var ekki fullkomlega ánægð var innri kvíðafull þrá, sem aldrei lét mig i friði. Það var eitthvað inni í niér, sem eggjaði mig og brýndi og bannaði mér að gera mig á- nægða með þá tryggu stöðu i lífinu, sem eg hafði þegar feng- ið. Frá þvi eg var á 7. árinu hafði mig dreymt að verða skáldkona, og frá þvi eg var á 15. ári hafði eg skrifað kvæði og vonað, að eg yrði stórskáld með tímanum. En það hafði nú ekki orðið mikið úr þessu öllu satnan. Kvöldið sæla í Landskróna skömmu eftir að eg var 28 ára var eg eins langt frá markinu og nokkru sinni. Mér liggur við að segja að mér hafi fundist það fjarlæg- ara þá en undanfarin ár. Áður, bæði meðan eg var uppi í sveit sem kennari yngri systur minnar og svo síðar á kvenna- skólaárutn mínum hafði mér ver- ið liarla auðvelt að koma hugs- unurn minum i bundið mál. Eg skrifaði mest sonnettur og stutt kvæði, eina sonnettu gat eg ofkt á nokkrum augnablikunt, sem eg stal frá lexíulestrinum. Eg í- myndaði tnér að visu ekki að sonnetturnar niínar væru full- komnar, en þær stóðu að inTtnsta kosti alt í einu á pappírnum án nokkrar áreynslu frá mmni hlið, alveg eins og þær væru orðnar til án mín. Það var hressing ein fyrir mig þegar eg var þreytt, að yrkja þær. Það var min bezta dægra stytting. Á þessum tímum gerði eg ekki stórar kröfur til sj'álfrar min, heldur leit eg á öll ritstörfin sem leik einn. Aftur á móti hafði eg áreiðanlega búist við því að þegar eg yfirgaf kennaraskól- ann og hafði meiri tíma til HnH- ráða, þá væri fyrst komið hið rétta augnablik til að skrifa mik- ið og vel. En þannig hafði það^kki far- ið, þvi miður. Þvert á móti var mér nú orðið erfitt um að yrkja. Nú var eg marga daga, meira að segja heila viku, að búa til eina sonnettu. Fyrir nokkrum árum hafði eg fengið hugmyndina að því að skrifa um “Kavaljerarne” i gaJinla Vermalandi. Þá bók ætlaði eg lika að skrifa í bundnu máli, en verkinu miðaði ekki neitt. Þessi tregða, þessi klaufska olli því, að eg byrjaði að efast um hæfileika mína. Löngunin til að verða rithöfundur hafði eg ennþá, en vel gat hugsast að hún leiddi mig afvega. Það sem mestan áliuga rninn vakti fyrstu árin mín í Lands- króna voru mörg 'þjóðfélagsmál, sem þá voru ofarlega á baugi. Alt, sem viðkom fræðsluimálum, friði, bindindisstarfi, kvenrétt- indum og fátækrahjálp hreif mig. Eg átti nokkur óljós áform um það að helga mig kennarastarf- inu og leggja mig alla fram um að skapa fyrirmyndar skóla, þar sem ráðin væri bót á öllum veil- unum í uppeldisimálum nútímans. Mér fanst nú samt að það væru svik við mitt fyrra líf sem hafði veriS upptekið af þeirri einu ósk að skrifa, en hvað var annað að gera, þegar helzt leit út fyrir, að1 gáfa mín stæði ekki í réttu hlutfalli við það, sem eg hafði gert mér vonir um í þessu efni. Fyr um haustið, einmitt þegar þessar lamandi hugsanir höfðu verið sem mestar, hafði eg feng- ið stutt bréf frá fríherrinnunni Aldersparre (Esselde), seimi var forvígiskona sænsku kvenrétt- indahreyfingarinnar og útgefandi tímaritsins Dagný. Hún sagði mér í nokkrum línum að ein af skólasystrum mínum, frú Görli Linder, hefði sýnt henni fjórar af sonnettunum mínum og nú bað hún mig um að lofa sér að sjá nokkrar i viðbót, áður en hún ákvæði sig að taka þær í I>agný. Eg komst 'mijög við af ósk Görli Linders um að hjálpa ntér að koma einhverju á prent, en að öðru leyti fanst mér ekki þetta bréf neitt uppörfandi. Það var fremur kuldalegur tónn í því, og þó að eg að sjálfsögðu sendi strax bunka af sonnettum til Stokkhólms, gætti eg mín vel fyrir því að gera mér ekki of háar vonir. Það leið ein vika á fætur annari án þess að eg fengi svar. Nú lá bréfið loksins fyrir aug- unum á mér. Það var svo gott að mér fanst það hreinasta undur. Esselde skrifaði að hún hefði látið gagnrýnanda, sern' var í miklu áliti lesa sonnetturnar og honunt hafi fundist, að margar þeirra uppfyltu þær kröfur, sem gerðar væru til; góðrar sonnettu. Þær væru glæsilegar, frumlegar og bæru vott um skarpskygni, að þær líktust litlum, velgerðum skínandi djásnum og þessvegna ætlaði hún nú að taka þær í Dagný. Fjórar þær fyrstu komu i næsta hefti. Ennfremur spurði hún hvort eg hefði skrifað annað en son- nettur, og bað mig um að lofa sér að sjá önnur kvæði imlin. Og að lokum lét hún í ljós ósk um að kynnast mér persónulega og bauð mér að konta til Stokk- hólms nú um jólin og búa hjá sér. Þegar eg hafði lesið þessar þýðingarmiklu línur yfir 2—3 svar sinnur, slökti eg á lampan- um, hallaði mér út af á legu- bekknum og endurtók hvað eftir annað, að sonnetturnar yrðu prentaðar að eg skrifaði glæsi- lega og að eg eftir alt sarnan irýndi verða rithöfundur.” Mánuði seinna rétt eftir ný- DR. B. H.OLSON Phones: 35 076 906 047 Consultatlon liv Appoint'oeni Oniy Heimili: 5 ST. JAMES Pl.Ai'h WinnipeK. Manitoha Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medica! Arts Bld* Cor. Graham ög Kennedy St» Phone 22 886 Res. 114 GRENFELL Bl.VU Phone 62 200 / DRS. H. R. & H. W. TWEED TannUjeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith 8t PHONE 26 546 WINNIPBO DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 ÐR. K. J. AUSTMANN 310 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdðma Viðtalstlmi 9—12 fyrir hádegi; að kveldi eftir samkomulagi Skrifstofusimi 21169 Heimilissimi 48 551 J. T. THORSON, K.C islenzkur lögfrœöinpur 800 GREAT WEST PERM BLl> Phone 9 4 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG„ WPEG. Fasteignasalar. Lelgja hús. Ot vega peningalán og eldsábyrgB at öllu tægi. PHONE 94 221 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pægilegur og rólegur bústaöur miðbiki borgarinnar. Herbergi Í2.00 og þar yfir; baBklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltiðir 4 0c—60c Free Parking for Questa árið 1887 fór svo Selma Lager- löf til Stokkhólms að finna Esselde og heldur frásögn lienn- ar þar áfram, þar sem fundum þeirra hefir borið saman á skríf- stofu Esselde i Fjallgatan. (Framh. á 7. bls.) DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heiinili: 214 WAVERLEY ST Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK Sðrfrœðingur I eyrna, augna, nef og hðlssjúkdðmum. 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslml — 22 261 Heimili — 4 01 991 Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsimi 30 877 Viðtalstlmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Boy 16 56 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal. K.C., A. Buhi Björn Stefánsson Tcleplione 97 621 Offices: 325 MAIN STIÍEET Thorvaldson & Eggertson lslenzkir lögfræðingar Q. s. 'thorvaldson, B.A., LL.B. A. Q. EQOERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatlon Life Blg. SlMl 97 024 A.S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selui Ilkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvarða og legsteina. Skrifstofn talslmi: 86 607 lleimilis talstmi: 501 562 Business and Professional Cards

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.