Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/G, FIMTUDAGINN 2. FEBBÚAR 1939 --------------- Hogberg ---------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COTil MBI Y PRESS, IjIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram * The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Uimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 íslenzk kona geálur Hvítahússins Islenzk kona, Dr. Hrefna McGraw, varð nýlega fyrir þeirri sæmd, að þiggja heimboð hjá forsetafrú Banda- ríkjanna, Mrs. Fraklin D. Roosevelt í Hvítahúsinu í Washington; bar fundum þeirra fyrst -saman í Omaha- borg í Nebraskaríkinu; varð for'etafrúin þegar svo snortin af starfsferli þessa íslenzka og áræðna kven- læknis, að hún hugsaði sig ekki lengi um heimboðið.— Frú Hrefna McGraw kom til Vesturheims árið 1887 með foreldrum sínum, Finnboga Guðmundssyni og konu hans Margréti Benediktsdóttur; komu þau að heiman frá Skárastöðum í Miðfirði í Húnaþingi; misti Hrefna föður sinn litlu eftir að vestur kom; vísubrot Þorsteins Gíslasonar, “Áræði, dirfska og orka og kraftur ein hafa náð til þess marks, er var sett,” má með fullum rétti heimfæra upp á brattsækni þessarar dóttur íslenzka landnámsins vestra í þrotlausri baráttu hennar og sjálfs- rækt fyrir hærri mentun; hún verður fyrsti, íslenzki kvenlæknirinn, sem lýkur embættisprófi vestan hafs; sagt hefir áður verið nokkru ger frá æfistarfi hennar hér í blaðinu, og því eigi ástæða til þess að fara frekar út í þá sálma. En hér fer á eftir í íslenzkri þýðingu greinar- korn úr amerísku blaði, þar sem sagt er frá heimboði frú Hrefnu McGraw til Hvítahússins í Washington: “North Platte, Nebraska, 8. janúar, 1939.—Kven- læknir frá Nebraska þiggur heimboð af Mrs. Franklin D. Roosevelt. Dr. Harriet G. McGraw í Tryon leggur af stað flugleiðis á morgun í heimsókn til Hvítahússins. Mrs. Roosevelt hefir ákveðið mínútuna, sem hinn silfur- hærði kvenlæknir komi til fundar við sig í Hvítahúsinu. Dr. Harriet G. McGraw kom til Tryon árið 1918, og átti þar snemma í svaðilíorum; þreytti hún þar fang- brögð við blindbylji og ofsafengin gerningaveður; ekk- ert af þessu lét hún sér fyrir brjósti brenna þegar sjúkl- ingar áttu í hlut; hún náði ávalt til áfangastaðar hvað sem á móti blés og hvað sem vegum eða vegleysum leið; varð hún framan af að láta sér nægja klár og kerru; nú hefir Dr. Harriet G. McGraw opnað lækningastofu í North Platte, auk þess sem hún stundar jafnframt lækn- ingar í Tryon; vegalengdin nemur fjörutíu og þremur mílum; nú fer hún þenna spotta daglega í þeysireið sinni gegn sandroki og öðrum náttúruillvættum; hún hefir nú aflað sér víðfrægðar, sem einungis fáum sveitalæknum hlotnast; þráfaldlega hefir henni staðið til boða að setja sig niður við lækningar í stórborgum þar sem auðveld- ara var að öllu um vik og von um meira í aðra hönd; öll slík hylliboð lét liún eins og vind um eyru þjóta; sveitin hafði heillað huga hennar, jafnframt því sem henni var ljóst, að í dreifbýlinu var engu síður þörf hjálpar og hjúkrunar en í fjölmenni stórborganna. Dr. Harriet G. McGraw er fædd á íslandi; hún hafði stundað lækningar í ellefu ár áður en liún afréð að setj- ast að í Tryon; hún lauk embættisprófi í læknisfræði við Bennett College í Chicago, og hefir auk þess tekið mörg önnur stig hærri sérmentunar; í viðbót við læknamentun sína stundaði Dr. Harriet G. McGraw hjúkrunarfræði að College View, Nebraska, og eins í Battle Creek í Michiganríki. Ýms merk Bandaríkjatímarit hafa flutt myndir af Dr. Harriet G. McGraw, ásamt ítarlegri grein- argerð á liinum litbrigðaríka æfiferli hennar, svo sem tímaritið “American” fyrir nokkrum árum; hún hefir skapað sér sérstöðu meðal amerískra sveitalækna; það var þetta, sem Mrs. Roosevelt kom auga á, og það varð tilefni að heimboðinu til Hvítahússins. ”— Saga frú Hrefnu Finnbogadóttur er lærdómsrík. Miðfjarðardóttirin flyzt á unga aldri til framandi Furðustranda og missir þar þegar föður sinn; af sjálfs- dáð ryður hún sér braut til hærri mentunar og aflar sér víðfrægðar með einni voldugustu stórþjóð heimsins; þannig lifir fólk vort nytsamlegast uppruna og ætt, að það verði menn með mönnum, hvað sem líður Glaum- bæjar-skvaldri og innantómum fagurgala um ættjarðar- ást; það eru verkin, sem tala. Almanak O. S. Thorgeirsson Merkið stendur þótt maÖurinn falli. Virðingarverð er sú ræktar- I semi, sem fraimj kemur hjá þeiin I sonum Ólafs S. Thorgeirssonar og í því er fólgin, að halda úti Almanakinu að föður þeirra látnum; er þá vel, er synir halda þannig á lofti nafni mætra feðra sinna. Sam'kvæmt venju, hefir Al- manakið engu síður að þessu sinni en endrarnær, eitt og ann- að næsta fróðlegt til brunns að bera; auk mánáðardaganna, eða hins venjulega timatals, flytur þetta hefti Almanaksins fram- hald af landnámsþáttuimi þeirra G. J. Oleson’s, Jóhannesar H. Húnfjörðs og Guðmundar Jóns- sonar frá Húsey, er lýsa glögg- lega uppruna og frumbaráttu þeirra hinna islenzku Birkibeina, er festu bú í Suður-Cypress sveit, Brown-héraði og sveitun- um fram með Manitobavatni norðanverðu; þá er og ítarleg skrá yfir helztu viðburði og mannalát meðal lslendinga vest- an hafs, Herra Grímur Eyford hefir veitt útgefendum liðsinni við- vikjandi rítstjórn Almanaksins; á hann i því tvær prýðilegar rit- sniíðar, frásögn um ræðu Lin- colns forseta hjá Gettysburg (ræðan birt á frumimtálinu), og Dýrasögur, er eiga rætur sinar í Vesturlandi Canada; er Grímur hinn mesti gáfumaður og list- rænn langt um fram það, sem alment gerist. Almanakið hefir jafnan notið góðra vinsælda, og það að makleikum; vonandi verður það lengi við lýði enn; nóg um afkvistun samt. Canada 1939 Slíkt er heiti afarvandaðrar bókar, er hagstofan í Ottawa sendir frá sér í byrjun yfirst. árs, að tilhlutan verzlunarmála- ráðherrans, Hon. W. D. Eulers; er hér uiml yfirgripsmikinn, sam- anþjappaðan fróðleik að ræða, er allan almenning varðar, eða yfirlit yfir efnahagslega þróun canadisku þjóðarinnar á nýliðnu ári í hinum mörgu og mismun- andi myndum. Veigamestu rit- gerðirnar eru eftir Mr. Euler og Mr. R. F. Thompson; lýtur sú fyrri að straumum þeim og stefnum, er hæzt risu með þjóð- inni í viðskiftalífi hennar 1938, en hin síðari fjallar uiml fræðslu- starfsemi stjórnarinnar meðal at- vinnulausra ungra manna og ungra kvenna; hefir stjórnin á- kveðið að halda slíkri fræðslu áfram í ár og verja til hennar þrem miljónum dala. Fullnaðarskýrslur um þær tekjur, er canadisku þjóðinni féllu i skaut yfir síðastliðið ár, og frá ferðamannastraumnum stafa, eru enn eigi við hendi, þó víst megi telja að þær hafi vaxið fremur en hitt. Á árinu 1937 nam slík viðskiftavelta $294,- 682,000; bróðurhluti þessarar á- litlegu upphæðar koimi frá ame- rískum ferðamönnum; með bætt- um bílvegum, myndi óefað rnega auka ferðamannastrauminn hing- að til lands að miklum mun. Þessi prýðilega bók, sem skreytt ZIGZAG 5' Úrvals pappír í úrvals bók 5 2 Tegundir SVÖRT KAPA Hinn upprunalegi þunni vindlinga pappír, sem flestir, er reykja "Roll Your Own” nota. Bi8ji8 um “ZIG-ZAG” Black Cover BLÁ KÁPA “Egyptien” úrvals, hvítur vindlinga papplr — brennur sjálfkrafa — og gerir vindl- ingana eins og þeir væri vaföir I verksmiíju. BiðjiS um “ZIG-ZAG” Blue Cover er fjölda inuynda, kostar aðeins 25C. Pantanir sendist til Dom- inion Bureau of Statistics, De- partment of Trade and Com- merce, Ottawa, Canada; andvirð- ið má ekki senda í frímerkjum, heldur póstávísun. Samstarf Islendinga austan hafs og restan Eftir Júnas Jónsson Eftir ferð mína um flestar bygðir íslendinga í Vesturheimi hefi eg leitast við að undirbúa nokkrar tillögur um aukið sam- starf milli íslendinga austan hafs og vestan. Sumar þessar tillög- ur hefir eg rætt við einstaka menn, einkum í Ameríku, en hvergi standa að þeim samþyktir fleiri manna. Sumar þessar upp- ástungur vona eg að megi gera að veruleika innan skaimms. Öðrum mun verða breytt með ráði fleiri manna og framkvæmd- ar síðar. Og að lokum munu vafalaust allmargar af þessum til- ’ögurtl aklrei verða nema dag- draumar yfir hafið. 1. Langmesta atriðið i öMu sanrjstarf j milli þjóðarbrotanna yfir hafið, er að fá beinar skipa- ferðir milli Reykjavíkur og New York. Eina viðunandi lausnin er að Eimskipafélag íslands byggi skip til þessara ferða, oliu- skip, sem rúmar alt að 3,000 smálestir og getur tekið 80—100 fanþega. Rikissjóður íslands yrði að styrkja þessar ferðir hin fyrstu ár, meðan festa væri að komast á skiftin við Ameríku. A»ar Evrópuþjóðir byggja sin stærstu skip til Ameríkuferða, og þó að þetta skip væri lítið á mælikvarða stórþjóðanna, þá væri það mikið skip fyrir ís- lendinga, og sniðið eftir okkar þörfum. Því litið skip myndi tryggja verzlun íslendinga við Ameríku, og imteð því myndi ís- lenzkt fólk fara i heimsóknir og til náms á báða vegu yfir liafið. Ameríkuskip myndi raunveru- lega opna íslendingum nýja heima. Og landar í Vesturheimi myndu nota það til stöðugra heimsókna ti* frænda og vina á ísGndi. Amerískir ferðamenn myndu koma til suiinardva'ar á íslandi, ef völ væri slíkra ferða. 2. Útvarp frá Islandi til landa í Ameríku ætti að vera með tvennum hætti. Það ætti að út- varpa til íslenzku blaðanna i Winnipðg ca. 10 mínútur einu sinni í viku ágripi af fréttum vikunnar. Auk þess ætti að út- varpa einu sinni í viku til Vest- ur-íslendinga svo sem 1—1)4 stund skemtilegu og fræðandi efni í samráði við Þjóðræknis- félagið. Ef vel væri vandað til útvarps að heiman vestur um haf, myndi það verða stuðning- ur fyrir unga fólkið, að halda við íslenzkunni. Alt útvarp vestur um haf verður að vera á stuttbylgjuimi. 3. Það er alsiða vestan hafs, að prestar minnast heimaþjóðar- innar í kirkjunni. Það er óvið- kunnanlegt að móðurkirkjan gleynii börnum sínum, þótt þau búi í fjarlægð. 4. Fyr á árum var mikil sala á íslenzkum bókum til landa vestanhafs. Nú er þessi sa'a lítil og í ólagi. Allhár tollur er á útlenduin bókum í Canada og er það hindrun. Eg álít að vestra þurfi að vera tvær islenzk- ar bókabúðir. Önnur í Winnipeg fyrir Canada. Hin í Dakota "Ccrnned Sunlight^ 1T is interesting to note that for centuries chemists en- gaged in scientific research have looked to the day when sunshine rays would be trapped and harnessed by man. In the eightegnth cen- tury, Joseph Addison wrotei a humorous story of an English- man who bottled sunlight as one would preserve fruit. To datej no one has succeeded in “canning” sunlight, but there is a machine in the EATON Research Bureau called a Fade-Ometer which produces a light that prac- tically duplicates the effect of sunlight in its action on col- ored materials. Such statements as "sunfast” or “sunworthy” in EATON advertising are based on the results of experiment by tech- nicians1 working with a Fade- Ometer. Woolens, silks, rayons, wallpapers and many other products must stand up to a test of from 48 to 144 con- secutive hours of this “canned sunlight” before we will refer to them by these terms in our Catalogue. When you buy merchandise from EATON’8 with specific guarantee of ability to resist ravages of the sun, you can buy with complete confidence. *‘T. EATON CZ„r„ EATON’S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.