Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.02.1939, Blaðsíða 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 2. FEBBÚAR 1939 KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjk THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg,’ Man. - Phone 95 551 Fáeinir drættir ÚR HEIMILISHATTUM MANNA A VIKINGA- ÖLDINNI Eftir cand. mag. Chr. L. Lange (Framhald frá siðasta blaði) í Brennu Njáls sögu segir, að þegar Flosi hafði slegið hring um Bergþórs hvol, og þekjan tók að loga, að konum og börnum, og þjónustu fólki hafi verið leyfð útganga. þá gekk Flosi að dyr- unum og rnælti: “Útgöngu vil ek bjóða þér Njáll bóndi” Njáll mælti: “Eigi vil ek út ganga, ek er maðr gamall, ok einak lítt til búinn at hefna sóna minna, en vil eigi lrfa við skömm.” Flosi mælti þá til Bergþóru: “Gakk þúú t húsfreyja, því at ek vil þik fyrir engan mun inni brenfta.” — Bergþóra mælti: "Ek var ung gefin Njáli, ok hefi því heitið honum, að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.” — Sið- an gengu þau inn bæði . . . Þessi litli atburður er að mörgu eftirtektarverður, hér eiga sér stað samningar, svo sem þetta væru tveir herflokkar. Báðir aðiLar kannast við rétt þann, að hver málsaðili hafi heimild til að fremja ófriðinn, eða eins og hér var málum komið, að fram- kvæma hefndina. Njáll lýsir engri sök á hendur Flosa fyrir aðförina, og enn- fremur að Njáll skoðar sem sjálfsagða skyldu að hefna sona sinna, lifi hann lengur en þeir. svo hann metur það að “lifa við skömm” fái hann ekki hefnt þeirra, en hann er vonlaus um þá hefnd, er hann var orðinn áttræður, og húsfreyja hans vill verða honum samferða, það er hátíðleg ró yfir úrskurði þessara gamalmenna; þau kjósa sér dauðann fremur en glata virð- ingu sinni. Hægt var að koma fram hefnd með öðrum hætti en manndráp- um eða brennum, það var með níðvísum, sem bárust milli manna; því var jafnvel trúað, að slikum vísum fylgdi einhver kyngi kraftur, og sama var um aðra tegund smánar hina svo- nefndu “niðstöng.” Tekið var dýrshöfuð og fest á hesliviðar- stöng, var stöngin þar reist, sem mest bar á henni, og einkum á landeign þess er hefndinni var beint að og höfðinu snúið i þá átt. Trúðu menn að þessi um- búnaður fældi i burtu heillavætti, sem annars vernduðu bæina og yrðu eigandanum að tjóni; þeg- ar stönginni var stungið niður voru þuldar yfir galdraþulur. Lík þessu var níðstöng sú, er Egill Skallagrímsson reisti fjand- manni sínum Eiríki “blóðöx” á úteyju einni áður hann léti í haf. Líkur eru til að trúin á forneskju þá er fylgdi þessari aðferð, hafi orsakað það, að í gömlurn lögum er það útlegðar- sök, að fremja nokkra tegund af “níði.”— VIII. FRA VÖGGU TIL GRÁFAR Þegar harn fæddist var það fyrsta spurningin semi krafðist svars, hvort ætti að ala það upp eða ekki. Sjálfáagt hefir það sjaldan komið fyrir að þessu þyrftj að svara, þó það virðist STYKKIll TAUGAR OG VKITIK NÝJA HEIUSU NUGA TONE styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp ð meltingarfæri, stuSlar aS værum svefni og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengiS manna á meðal I 4 5 ár, og hefir reynst konum sem körlum sönn hjálpar- hella. NotiS NUGA-TONE. ÞaS fæst í öHum lyfjabúSum. KaupiS hið hreina NUGA-TONE, því fá meSul bera slíkan árangur. ViS hægSaleysi notiS UGA-SOL, bezta lyfiS, 50c. hafa komið oftar fyrir hjá Norð- mönnum og Islendingum en öðr- um kynflokkum. Það var skylda föðursins að skera úr því, og í forföllum hans, nánasta ættingja hans i karllegg, hvort harnið skyldi lifa eða ‘T>erast út.” Það þýddi að fara með barnið burt frá heimi!- inu og skilja það eftir á af- viknum stað, en vel átti það að vera klætt, og lilúð að því fyrir kulda, og fleskbiti í munni til næringar. Eftir þetta var barn- ið afhent örlögunum. í sögum getur þess oft að slíkir útburðir hafi fundist, og verður það býsna skáldlegt sögu- efni þegar lýst er barnaskiftum og misskilningi er þau orsaka. Að bera út börn var lögum samkvæmt, en því þótfi þó ekki mælandi bót, nema foreldrarnir væru bláfátækir, barnið veikt eða vanskapað, eða því meira óvel- komið í augum húsráðenda. Frá elztu tímum er faðernið viðurkent með þvi, að hann eys það vatni, og gefur því nafn, og bendir Rigs þula á að þessi at- höfn fór fram hjá öllum hjón- unttm. Vatnið hefir átt að hreinsa barnið áður en það hóf æfigöngu sína; það er því heilög athöfn, og álitið morð, væri barn- ið borið út eftir að það var vatni ausið. Nöfnin voru vanalega endur- tekningar, og helzt sá siður enn i mörgum sveitum og voru börn- in látin heita í höfuð þess ætt- ingja er siðast dó. Það var al- menn trú að hamingja fylgdi nafni, ef dáni maðurinn hafði verið góður maður og gagnlegur. Synir höfðingjanna voru oft fóstraðir af öðrum en feðrum sinum, það kom líka fyrir þó barnið eldist upp heima að ein- hverjum þjónanna var ætlað að hafa uuxsjón með uppeldinu. í uppeldinu var mest rækt lögð við líkamsæfingar í íþrótt- um og leikjum. Fornmenn höfðu náð miklum þroska í íþrótta- þekkingu, og urðu nokkrir fram- úrskarandi menn í ýmsum grein- um hennar, og í fornsögunum verður allstaðar v.art við orð, sem eiga við alls konar brögð í iþróttumi er notuð voru við afl- raunirnar, svo sem: Skot, stökk, fang, kapphlaup, sund, skiða- og skautaferðir, auk venjulegra vopnaæfinga, og síðast allskonar leikir, en sérstaklega knattleikir sem margir tóku þátt í. íþróttirnar voru einnig and- legar. Ungir menn, sem þóttust hafa fengið gott uppeldi urðu að kunna “rúnir” og voru lögfróðir, og ekki skemdi væri þeir skáld- mæltir, minsta kosti urðu þeir að kunna góð skil á ætt sinni, og dæmi voru til að tnenn lærðu tungumál. Eftir að kristni komst á, var þess krafist að læra að lesa og skrifa. LTppeldi dætranna miðaði eink- um að því að gera þær sem bezt- ar húsmæður og margar tóku þátt i karlntannlegum íþróttum. Börnin virðast hafa verið alin upp við mikið frjálsræði, og urðu mjög bráðþroska. Þannig segir um Egil Skallagrímsson, að hann hafi unnið sitt fyrsta víg 7 ára, og kvæði á hann að hafa ort enn yngri. Að loknu uppeldi, hélt höfð- ingjasonurinn í víking, sem var liáskóli í karlmannlegum íþrótt- um, og semi auk þess veitti fróð- leiksþyrstum unglingum færi á að nema meira en hann hafði átt kost á í föðurgarði. Eins og fyr er sagt, voru vík- ingaferðirnar jafnframt verzlun- arferðir, og þær leiðir sem menn þá kyntust, héldust opnar fram yfir Islands landnám, og svo þóttu þær ferðir þarfar, að sjálf- sagt þótti að hver Islendingur hefði farið minsta kosti eina slíka langferð svo sem til Noregs. Þaðan til Danmerkur, Englands og Irlands, og jafnvel lengra. Þessar utanfarir héldu íslend- ingum léttumi í lund og andlega frjálsum, og gaf þeim andlegri áhuga en öðrum Norðurlanda- búum, og því varð ísland sagna og skáldskapar ey. Á þessum ferðum græddist þeim oft mikið fé, og gátu svo er þeir komu heim reist bú. Það yrði oflangt mál ef lýsa ætti öll- um reglum, senv varð að full- nægjai áður en stofnað yrði lög- legt hjónaband. Fyrst var bón- orðsferðin; hana fór faðir brúð- gumaefnisins við marga menn og flutti bónorðið. Þegar málsaðilar höfðu komið sér saman um skil- málana, fóru festar fram, og seinast brúðkaupsveizlan. Tvö atriði aðeins verða dregin fram. I fyrsta lagi var hjónabandið nær undantekningarlaust skoðað sem f jármálasamningur, þar sem bóndaefnið er að afla sér “feitr- ar” giftingar, þ. e. auðs og góðra ættarsambanda, og annað: Að aMar reglur við hjónabandið setja konuna skör lægra en manninn; hafi hún ekki verið áður gift, getur faðr hennar óhikað ráðið kosti hennar, hver sem er vilji hennar, þó er líklegt að þetta sé eldri siður en frá víkingaöldinni, því eftir því að séð verður af fornsögunum og elztu Noregs lögum, var konan innan tak- marka hjónabandsins öldungis frjáls, þar eru glögg takmörk milli hjónanna. Bóndinn réði utan húss, allri búskapar tilhög- un og verkstjórn, en konan “innan stokks,” öllu sem þar fór fram, og því bar hún jafnan lyklana við belti sitt, til marks um virðingarstöðu sína. Mörg eru einnig þau dæmi i sögunum, að hún ræður til sín þjónustu- fólk. Það kemur líka fyrir að geðríkar og framkvæmdasamar konur gerast ofjarlar mönnum sínum, en að lenda \ sliku “konu- ríki” þótti jafnan mesta smán. -► ♦ Ef vér viljunn fylgja frain þróuninni gegnurn fornaldirnar, er enginn vegur greiðari til skiln- ings, en útfararsiðirnir, svo seni þeir birtast oss í minnismerkjun- um, og hugmyndir þær um lífið og dauðann, sem þau tákna, og hafa ráðið þeim siðum. Það leynir sér ekki, að út- farar siðirnir hafa orðið fyrir kristnum áhrifum, þessvegna finnast líkin óbrend. Þar sjást einnig dæmi til ri'kilætis þess er markaði þetta tí.nabil, og kont einnig í ljós við þessa hinstu kveðju. Þegar höfðingi dó, voru graf- in hjá honum mörg af húsdýrum hans, sérstaklega hestar og margt annað er honum liafði þótt vænt um í lifanda lífi. Það sem sérstaklega einkennir Vík- ingaöldina í Noregi, eru útfarar- siðirnir; skipin voru hauglögð og í þau var höfðinginn lagður, sama skipið eú hann hafði stýrt, er hann vann sína glæsilegustu sigra; á því skyldi siglt til Val- hallar og þar átti að halda áfram sania starfi sem áður heima. Yfir svo öllu saman hvelfdist haugurinn imikill og ramgjör. Og til að gera þetta enn tilkomu- nteira, var “bautasteinn” á gröf- inni. Bautasteinar eru alkunnir meðal annara þjóða. Steinsúl- urnar eður “obeliskarnir” egypsku eru sömu tegundar, að- eins fullkomnara listasmíði. Þessi siður að reisa steina á gröfum framliðinna, kom frá Austurlöndum, og breiddist það- an vestur um Evrópu; bar mest á þessu á brezku eyjunum, og af því leiddi að flestir bauta- steinar finnast í Noregi, því mest var sangangan milli þeirra landa. Það var komið fram á víkinga- öldina þegar farið var að höggva letur á steinana, og margir hafa fundist án áletrunar. Sigurdrifumál kveða skýrt á um það, hverjar skyldur hvíla á þeim, sem lifa eftir, gagnvart þeim dána: Haug skal gera þeims liðnir eru þváa hendur ok höfuð kemba og þerra, áður í kistu fari, ok biðja sælan sofa. Útförin fór fram mjög skömm- um tima eftir andlátið, en ekki mátti drekka erfið fyr en á 7. degi og oft var það miklu seinna. Væri dáni maðurinn húsráðandi, mátti enginn setjast i sæti hans, fyr en að afstöðnu erfinu. Fyrsta dag erfisdrykkjunnar, settust erfingjarnir á þrej)ið upp að “öndveginu,” en í sætið sjálft er minningarbikarinn var tæmd- ur. I þessari athöfn koma saman tvær sterkustu tilfinningar i sál- arlífi forfeðra vorra á Víkinga- öldinni; ættartilfinningin og á- huginn fyrir að leyfa eftir sig frægð. Það var þyngsta verkið og um leið göfugasta, sem skyldan lagði á herðar erfingjans, gagnvart föður hans önduðum, á því augnabliki er hann kvaddi hann í hinsta sinn. —Þýtt fyrir kvöldv'ókufc- lagið “Nemo” í Gimli. Erlendur Guðmundsson. Drengur sem var spurður að hvað árstíðirnar liétu, svaraði: Pipar, edik og salt. Hann var þá spurðuf hvort þær væru ekki fjórar. Eftir nokkra umhugsun svaraði hanti: norður, suður, út og inn. Selma Lagerlöf áttræð I. Sænska skáldkonan lieims- fræga, Selma Lagerlöf á Mar- backa, varð áttræð sunnudaginn 20. nóv. s.l., og voru í tilefni af því mikil hátíðahöld í Svíþjóð og henni sýnd hin mestu virðingar- merki, sem sænska þjóðin fær veitt barni sínu. Seima Lagerlöf liefir ti! skamms tíma verið mest lesinn rithöfundur á öllum Norðurlönd- um, og sennilega er hún sá er- lendra höfunda, er mest hefir verið lesinn og dáður á íslandi. Af stærri verðum hennar hafa verið þýdd 1 íslenzku: Jerusalem, bæði bindin, Helreiðin (Kör- karlen), Föðurást (Kesjaren av Portugalien) auk fjölda skemiri sagna. Kunnasta verk liennar, Gösta Berlings saga, er út kom 1891, og er hún gat sér þjóðfrægð fyrir, hefir ekki verið þýdd á islenzku enn sem komið er, enda er það á fárra færi að gera þá þýðingu vel. II. Selma Lagerlöf er fædd á Marbacka i Vermalandi 20. nóvember 1858. Var faðir henn- ar liðsforingi í hernum. Það bar snetnlma á mikilli fróðleiksfýsn hjá Selmu, og Ias hún alt, er hún komst höndum yfir. ímyndun- arafl hennar var imjög sterkt og fór hún unga að yrkja. Það mátti víst oft segja um hana það sama og Bjarni Thorarensen kveður um Odd Hjaltalín, að hún "bjó í skyndi skrípitröll, skjaldmeyjar og skóga hug- mynda.” Henni varð erfitt fyrir að fylgjast með í leikjum annara barna og unglinga fyrir það að hún\var hölt. Henni var það þung raun og varð fyrir bragðið all-einmana. En því sem hún tapaði út á við með því að mega ekki vera i leikjum með jafn- öldrui.m sínum, vann hún aftur á móti inn á við í meiri lestri en aðrir unglingar. Hún lifði og hrærðist með lífi löngu horfinna persóna og varð henni síðar að því mikill gróði sem rithöfundi. Selma stundaði kennaranám í Stokkhólmi á árunum 1882— 1B85, en varð að því námi loknu kennári við kvennaskóla í bæn- um Landskróna suður við Eyrar- sund. Hún var þar í tíu ár, og þar skrifaði hún Gösta Berlings saga, sem enginn lesandi hefir orðið ósnortinn af áratugum saman. Þessi saga er umil vermlenska prestinn Gösta Berling, glæsi- mennið sem hröklaðist frá prests- skap sakir óreglu, en kemst i hóp “kavaljerarna” á Ekeby fyr- ir náð hinnar voldugu majorsku. Þessi bók er reifuð töfrum rómantíkurinnar frá upphafi til enda, sama um stórbrotnar per- sónur saga stórra viðburða.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.