Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN ± MARZ 1939 3 Minni guðanna (Flutt á Þorrablóti) Eftir Benjamín Kristjánsson (Framhald) III. Það er jafnvægið og víðsýnið sem nauðsynlegast er af öllu tii andlegrar menningar. í fleir- gyðinu liggur fólgin hætta hins hlinda ofstækis og þröngsýni. Þó að Snorri Sturluson fylki goðum vorum öllum i hina skemtileg- Ustu fylkingu, þá var ' það þó ekki algengt til forna, að menn Þyðu á guðina á þann hátt eins °g ætla má af Eddu. Eang al- gengast mun það hafa verið, að sumir hafi dýrkað Þór, aðrir Tý, sumir Frey eða Óðin og surnir u'reyju. Villan hjá þessum mönn um lá reyndar aðallega í því, að þeir dýrkuðu svo mjög einn guð- lnn, að þeir gleymdu öðrum. - Og þegar við förum að athuga uuilin nánar, þá er þessi villa reyndar býsna algeng ennþá. Því að enda þótt svo heiti, að V’Ö séum kristin, þá blótum við samt ennþá hin fornu goð í rruklu viðtækara mæli, en við gerum oss alment ljóst. Það er ekkert að rnarka hvaða trú vér latum. Vor raunverulega trú kemur fram í verkunmm. Og í verkunum trúum við á hin heiðnu boð, því miður ekki eins °g vitringurinn Snorri, og jafn- vel naumast eins og okkar ágæti Orfaðir Helgi hinn magri. Villa °kkar er sú, að við erum of ein- hæf í trúnni. Það er ennþá til menn, seni jrna að,al]ega á Þór ~~ eða fulltrúa hans á þessari °hl, sem vér getum kallað véla- kraftinn. Það eru þeir menn. seni halda að járnöld hin nýja geti bætt öll imanmanna mein. ^að eru til menn, sem dýrka Oðin, eða vitsmunina á mjög einhæfan hátt. Þetta eru vís- "ulamennirnir, sem eyða allri *fi sinni í það, að kljúfa atómin, fða búa til eiturgias. Þá dreym- lr að vísu um það, að vitið eitt eða framfarir í vísindum megni uð færa alt i lag á jörðinni, En þess má um leið minnast, að Óðinn.hafði það til, að skjóta geiri sínum niður á jörðina og sPruttu þá upp illdeilur og or- ustur. Vísindin eru tvíeggjað sverð, seni jafn reiðulniið er til hjs eins og góðs. Framfarir í V'sindum, geta jafnt leitt til böls •sem batnaðar, eins og sjá má af hnum vísindalega herbúnaði vorra tíma. Þá vitum vér hversu margar af þjóðunum trúa ennþá á striðs- guðinn Tý, og sjáum til hvers sú trn leiðir. Ennþá er trúað á •^gi og Frey til sjávar og sveita ýnisir útlendir guðir eru nú uninir til sögunnar eins og punnion og vínguðinn Baklais. Þ°ks megum vér ekki gleyma ,reyju, sem átt hefir marga ást- y‘.ni fyr og seinna, með öllum kjoðum, og eru þeir margir, sem eita- sér yndis af hennar föru- !K'-Vti. En Freyju fylgja kett- 'rn,r, sem draga vagn hennar, og eru þeir bæði slægir og grinnmir (1g hafa margir hlotið illar skrá- Ve.lfur af þeirra völdum, sem of jnJ°g hafa orðið handgengnir Pessumi guðdómi. r >annig má lengi hialda áfram, g hnígur þá alt að hinni sötnu l'1 nrstöðu, að etmþá blótum vér ^ 111 goð, bæði leynt og ljóst. 'k hví skyldum vér ekki gera það, einungis á skynsamlegan hátt? Öll standa þau sem full- trúar ákveðinna lítssanninda og nfsgæða. Þor er góður — vélakraftur tnn, þessi jötuorka, sem beizluð hetir verið og á vafalaust eftir að létta *imiklum hluta hins þyngsta erfiðis af herðurn nrann- kynsíns. En krafturinn dugir ekki einn. Þór er heimskur og það þarf að hafa vit fyrir hon- um. Þá getur hann með Mjölni sínum lagt að velli hin ægilegustu tröll fátæktar og erfiðleika, sem staðið liafa i vegi mannanna. Óðinn er ágætur. Hvað er betra en skilningurinn og vitið, ef þvi er beitt til góðs. En Óðinn þarf handleiðslu kærleikans. Týr er fulltrúi hugrekkisins og hreystinnar. Altaf er jafnmikil þörf á því, þótt vér notum það ekki til að drepa hvert annað. Og hver vildi algerlega afneita ástar- gyðjunni Freyju, þó að bann- settir kettirnir séu í. fylgd með henni, en það merkir, að ástin, sem hún stendur sem fulltrúi fyrir, geti orðið grimm, afbrýðis- söm og undirförul. Hver þessara guða er ágætur á sínum stað. Þeir eru ennþá förunautar vor allra. En hvað er það, sem vér höfurn leitast við að gera við þá í kristinni trú ? Vcr höfum leitast við að skipa kraftinum undir vitsmunina og vitsniununum undir kcerleikann. Svo hét það að vísu, að Þór væri sonur Óðins og Óðinn væri því honum æðri. Ep gallinn á Óðni var sá, að hann var kald- rifjaður og slægvitur og verald- arhöfðingi hinn mesti. Freyja átti að sönnu nokkur ítök i hon- um, en bæði var, að Freyja var aðeins fulltrúi hinnar líkamlegu ástar, enda var Óðinn marglynd- ur í ástunuim, skreið inn í ham- arinn til Gunnliaðar og átti vin- gott við huldur og hamragýgi og hiafði fjölmargar valkyrjur sér við hlið. En það sem forfeður vorir áttu reyndar engan fulltrúa fyrir meðal sinna vitru og ágætu guða var hinn andlegi kærleikur, mis- kunnarlundin, sem hafin er yfir allar mannlegar ástríður. Þeir áttu engan guðdómj fyrir líknar- lundina, þá meðaumkun, sem nær til aumra og volaðra, hinna þjáðu og báðstöddu, nema ef það væri Eir, þerna Friggjar, og er þá þessari skapseinkunn ekki gert hátt undir höfði — enda var yfirleitt harðúðugt lundarfar víkinganna og i'oru þeir hvergi viðkvæmir fyrir sáruim eða bana. IV. Það var Hvíti-Kristur, sem kom til að fylla upp i þetta skarð. Hann líktist að vísu Baldri í hreinleik og sakleysi, en var honum þó stórutn öflugri í miskunnarlundinni og kærleik- anum. Engum efa er það orpið, að upprunalega gerðu forfeður vorir, eins og llelgi magri, lítið annað en að bæta honum við i guðahópinn. En smámsamati varð mönnuim, það ljóst, áð hann var um aðra fram fulltrúi hins hæsta guðs, því að þeirra var kærleikurinn tnestur". Þá tóku sumir ofstækismenn að yrkja níð um hin fornu goð og segja: “Grey þykkir mér Freyja.” Hefir mér jafnan fundist, að maklega hafi Hjalti Skeggjasoti verið útlægur gerr :af landinu fyrir svo heimskulegan kviðling, því að það er eins og að níðast á foreldrum sinum, að svívirða þá helgu dóma, er vér tignuðum áður, þó að síðar þykjumst vér kornast til fyllri sannleikan| við- urkenningar. Og mér leikur á- valt grunur á, að þeir sem við- liafa slíkan ofsa í trúarefnum risti heldur aldrei djúpt í hinum nýja sið og trúi sér því hvorki til sáluhjálpar á einn guðdóm eða annan. Þessvegna dáist eg að Helga hinum ntagra, forföður vorum, sem hét á Þór i sæförum og harðræðum, þegar karlunensk- unnar þurfti við, en trúði á Krist til hinnar friðsamari iðju. Þessi vitri og víðföruli maður, sent bæði að uppeldi og ætterni stóð með annan fótinn í heiðinni mennngtt en hinn i kristninni, kunni vafalaust vel að rneta þau menningarverðmæti, sem hvor- tveggi átrúnaðurinn hafði i sér fó’lgin. Því að í trúarbrögðum þjóð- anna speglast þeirra andlega reynsla í óteljandi ættliðu. Þar er kristölluð skáldleg sýn og hugsæisgáfa vitrustu manna kyn- stofnsins. I vorum fornu guð- um sjáuim vér þvi ekkert annað, en þá kosti og bresti, þann heift- areld og ástarbríma, sem dýpst bjó í eðli vörs kyns frá örófi alda. \ær sjáum hugsjónir þeirra og drauma persónugervast, véi; sjáuip raunir þeirra og von- brigði, fögnuð þeirha og lífs- þrótt. í sögu guðanna, þeirra, sem safnast saman undir Aski Ygg- drasils, tré lífsins, og heyja þar örlög sín, sjáum vér um leið sögu ættar vorrar og hennar örlaga- dóma. Þessvegna getum vér heiðrað þessa glæsilegu guði feðra vorra, enda þótt vér höfum valið oss hinn hvíta Krist að leiðtoga. Vér getum ennþá sagt: Lifi vaskleikur og vit, lifi hug- dirfð og hreysti, lifi fegurð og frjósemi jarðar, ástir og endur- fæðing! Lifi Þór og Óðinn, lifi Týr og Baldur og Freyr! Lifi gyðjurnar Iðunn og Freyja! Bcnjamín Kristjánsson. —Dagur 19. jianúar, 1939. Friður og góðœri fylgiál að Svo sem kunnugt mætti vera hafa margir dulspekingar fyr og siðar, haldíð því fram að veður- far og hugrenningar þjóðanna stæðu í nánu sambandi hvað við annað itmhyrðis. Svo áberandi þótti þetta vera fyr á öldum þeg- ar Asiumenn (Æ)sirnir) komu fyrst til Svíþjóðar, Óðinn og alt. hans fylgilið, sem mun hafa ver- ið ærið margt að því er ráða má af sögunni. Þar segir svo: “Ok sá tími fylgdi ferð þeirra, at hvar sem þeir dvöldusk i lönd- um, þá var þar ár ok friðr: ok trúðu allir at þeir væri þess ráðandi, þvi at þat sá ríkismenn, at þeir váru ólikir öðrum mönn- um. Þeitn er þeir höfðu sét, at fegrð ok svá at viti.” Það eru margar sagnir, bæði í fornsögum vorum og þjóðsög- um um gerningaveður, og þótt slíkar sögur kunni ef til vill að hafa lítið vit og því mifíni þekk- ingu við að styðjast, þá sýna þær þó glögglega, ef iað er gáð, hvað þessi grunur um dulið samband milli veðurfars og hugarfars manna hefir verið rótgróinn í meðvitund iélenzku þjóðarinn- ar fyr og síðar. Enn er hægt að menda á ýmislegt fleira sem styður eða sannar að þetta hafi svo verið í raun og veru. Þar á meðal vísur og málshættir: “Það gefur hverjum sem hann er góður til.” og aðr- ir þóttu ótrúlega óveður heppnir. Á þetta bendir visa eftir eitt af vorum góðu þjóðskáldum: “Mjög er fólkið mislynt téð meina eg rök til standi, eins og veðrið artast géð á umhleypinga landi.” M. I. Business and Professional Cards DR. B. H.OLSON Phones: 3 5 076 906 047 Consultation by Appointment Only Heimili: 5 ST. JAMES PLACK Winnipeg, Manitoba DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graharn og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medica! Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts Phone 22836 Res. 114 GRENFELL BLVL) Phone 62 200 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum. 216-2 20 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofuslmi — 2 2 261 Heimili — 401 991 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPKQ Dr. S. J. Johannesson 272 HOME ST. STE. 4 THELMA APTS. á fyrsta gðlfi Talsimi 30 877 Viðtalsttmi 3—5 e. h. DR. A. V. I0HNS0N Dentist 506 SOMERSET BDDG. Telephone 88 124 Home Telephone 36 888 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöinpur Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 LINDAL, BUHR & STEFÁNSSON Barristers, Solicitors, Notaries, etc. W. J. Lindal, K.C., A. Buhr Björn Stefánsson Telephone 97 621 Offices: 325 MAIN STKEET OR. K. J. AU5TMANN 310 MEDICAL ARTS BLDG. Stundar eingöngu, Augna-, Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdóma Viðtalstími 9—12 fyrir hádegi; að kveldi eftir samkomulagi Skrifstofusími 21 169 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. ísle?izkur lögfrœöincrur 800 GREAT WEST ?ERM. BLP Phone 9 4 66 8 , Thorvaldson & Eggertson Islenzkir lögfrœöingar O. 8. THORVALDSON, B.A., LL.B. A. O. EOOERTSON, K.C., LL.B. Skrifstofur: 705-706 Oonfederatlon Life B!g. SÍMl 97 024 J. J. oWANoUN & CU. • LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út vega peningalán og eldsábyrgS aJ öllu tægl. PHONE 26 821 A.S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonai minnisvar8a og legsteina. Skrifstofu talsími: 8H 607 Heimilis talslmi: 601 66 2 ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólepur bústaóur i miObiki borparinnar. Herbergi $2.00 og þar yflr; mef baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouest*

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.