Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/Gr, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1939 -------------- Hugtoerg --------------------------- GeflS út hvern fimtudag af THE COGUMBIA PRESS, UIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Lítið um öxl Ef œskan vill rétta þér örvandi hönd þá ertu á framtíðarvegi.”—Þ. E. I. Arsþing Þjóðra>knisfélags Jslendinga í Vesturheimi, hið tuttugasta í röðinni, er um garð gengið; samkomur þess allar, eða réttara sagt skemti- og fræðslumót, tók- ust með ágætum; um tólf hundruð manns, ungra og ald- inna, naut eftirminnilegs samfagnaðhr kveldin þrjú í röð við íslenzkar endurminnigar efst í liug’a; starfsfundir þingsins voru og næsta f jölsóttir.— Fyrsta kveldið var helgað æskulýðs samtökum Is- lendinga í Winnipeg, er ganga undir nafninu “Young leelanders.” Vafalaust velur sú deild sér viðfeldnara heiti áður en langt um líður.— Nýkjörinn forseti hinnar áminstu æskulýðsdeildar, er frú Lára B. Sigurðson; hin mesta framtakskona og áhugasöm um íslenzk mál; má óefað mikils góðs vænta af forustu hennar í hinum nýja verkahring; frændi hennar, Dr. Lárus Sigurðson, stýrði samkomunni, og fórst prýðiíega úr hendi.— Skemtiskrá var fjölbreytt og áhrifarík; í henni tóku þátt .Miss Tlielma Guttormsson pianisti; þeir Fjeldsted bræður, söngvarar frá Arborg, en við hljóðfærið var frú Magný Sigurdson; Miss Lillian Baldwin, einsöngvari, en ræðumenn voru þeir Arni G. Eggertson, K.C., og Árni Helgason, verksmiðjustjóri frá Chicago; er þar skemst fró að segja, að alt þetta fólk gerði hlutverkum sínum hin beztu skil. Ræður fóru fram á ensku; þó var ekki því til að dreifa, að ræðugörpum yrði “fótaskortur í móðurmálinu,” eins og K. N. sagði, því þar eru þeir stálslegnir vel; en út frá hinu var gengið, að nokkur hluti áheyrenda nyti þeirrar andlegu kjarnfæðu, er borin var fram, betur á Englamáli eða Englendingamáli, og við það var lieldur ekkert að athuga, þar sem vitað er að íslendingar í Winnipeg sé að minsta kosti tvítyngdir. Ræða A-rna lögmanns var drengilega hugsuð, og rögg- samlega flutt; hvabti hann íslenzkan æskulýð til skipu- lagsbundinna samtaka um íslenzk menningarverðmæti og þær stofnanir, er íslenzkir ladnámsmenn lögðu grund- völl að í þessari álfu; ekkert minna gaúi vestur-íslenzk æska sætt sig við; íslenzkri menningn væri jafnt og þétt að vaica virðing með öðrum menningarþjóðum heims; djúpvitrir bókfræðingar vítt um heim, skipuðu íslenzkum bókmentum sæti með gullaldar bókmentum forn-Grikkja og Rómverja; með slíka staðreynd fyrir augum, yrði það ekki auðveldlega varið, ef fólk af íslenzkum stofni vanrækti slík verðmæti; lauk ræðumaður hinu ágæta erindi sínu með þeirri staðhæfingu, að því aðeins *fengi tillag vort eða hið menningarlega pund, ávaxtast eins og til væri æ-tlast, canadisku þjóðlífi til varanlegra heilla, að vér legðum drengilega rækt við minningu feðra vorra og mæðra, íslenzkar menningarerfðir, eðli og ætt; var ræðan að makleikum þökkuð með dynjandi lófa'- klapjii um allan hinn þéttskipaða sal.— Herra Árni verksmiðjustjóri llelgason, sannaði í þetta sinn, eins og reyndar oft áður, þjóðrækni sína í verki, með því að koma hingað alla leið frá Ohicgo til þess að gleðjast með glöðum í anda íslenzks þjóðernis; verður framlag hans til þessa skemtikvelds seint þakkað sem skyldi; rakti hann í ítarlegri ræðu þróunarsögu íslenzku þjóðarinnar á sviði athafnalífsins yfir síðast- liðinn aldarfjórðung; í sambandi við togaraflotann lét Mr. Helgason þess getið, að nú va'ri svo komið, að í þessari \roldugu framleiðslugrein stæði Islendiflgar í ýmsum atriðum feti framar Bretum, og væri þá* mikið sagt; um verksmiðjuiðnaðinn, sem enn væri í raun og veru á frumstigi, mætti það réttilega segja, að því nær furðulega væri vel af stað farið, er tekið væri tillit til þess, að flest hráefni yrði að flytja inn í landið; ekki kvíiðst ræðumaður ganga ]>ess dulinn, að landbúnaður- inn ætti' við þungan að' róa um þessar mundir vegna mæðiveikinnar illræmdu, er svo hefði sorfið að hér og þar, að allvíða væri sauðlaust að kalla; j)ó væri Jmð síður en svo að bændur léti hugfallast eða legði árar í bát; nú væri lögð aukin áherzla á nautgriparækt, smjörgerð, ostagerð og loðdýrarækt, og þar fram eftir götunum; vegabætur gengi kraftaverki næst, er tekið væri tillit til aðstæðna; útvarp og sími tengdi' bæ við ba> og sveit við sveit; kornyrkja væri þegar hafin á á ýmsum stöðum við sæmilegum 1 árangri; risafengnustu framfar- irnar.taldi Mr. Helgason þó þær, er i sam'bandi standa við raf- virkjun og notkun hveragufu til híbýlahitunar; hina riýju og glæsifegu héraðsskóla dáði hann mjög, og taldi þá verða mundu þjóðinni til margháttaðrar bless- unar; það var öllum holt, að hlusta á mál herra Áma Helga- sonar; þó ekki sízt þeim, er von- daufir voru á sigurmagn ís- lenzkrar þjóðar; og talið höfðu sér trú um, að alt væri í þann veginn að fara í hundana á Fróni. — Og nú gaf Mr. Helga- son merki; myndasýning hefst. Almannagjá framundan, og þarna blikar á Skjaldbreið; vísu Jónasar skýtur upp í huga vor- um: “Hver vann hér svo að með orku, aldrei neinn svo vígi hlóð; búinn er úr bálastorku bergkastali trjálsri þjóð; drottins hönd þeiimi vörnum veldur vittu, barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema Guð og eldur gert svo dýrðlegt furðuverk.”— EJdra fólkið í samkomusalnum drakk klökknandi 'í sig lit og lögun hinna mismunandi náttúru- undra, þar sent rnargt af þvi sleit barnaskónunt; hinn góði gestur hafði flutt það heim; þriðja kynslóðin var frá sér numin af fögnuði, og sameinaðist í heitri hrifningu sinum tigna, nor- ræna uppruna! Þarna var þjóð- rækni á ferð, dýpri og yfirgrips- meiri allri varajátningu I Æskulýðssaim.tök Islendinga í Winnipeg hafa farið Vel af stað; þau eru vorboði, sem vonandi á það fyrir sér, að þroskast inn í síbjart og athafnaríkt sumar á vettvangi þjóðræknismála vorra. Veglegt samsæti Eitt hið veglegasta samsæti, sem farið hefir fram meðal Is- lendinga á Kyrrahafsströndinni, var haldið í samkomuhúsinu að Pt. Roberts fimtudaginn 22. des- ember s'íðastl. að kvöldinu. Til- efnið var gullbrúðkaup þeirra heiðurshjónanna Helgu Thor- steinssonar og konu hans Dag- bjartar. Eru þau með elztu frumbyggjum þessa mannfélags og hafa skipað og skipa enn sér- stakan heiðurssess í bygð sinni fyrir ágæta mannkosti og beztu þátttöku í öllum opinberum vel- ferðaimálum. Jók það eigi litið á hátíðleik þessa tækifæris að inn í gullbrúðkaupið féll silfur- brúðkaup tengdasonar þeirra og dóttur séra Kolbeins Sæmunds- sonar og Gróu konu hans frá Seattle. Varð athöfnin þannig tvöföld að tilefni og að sam- fögnuði allra er að henni stóðu. Bygðarfólk alment bæði is- lenzkt og annara þjóða stóð fyr- ir samsætinu. Hin öldnu gull- brúðhjón eiga ítök í allra hjört- um/í sveitinni, og þau séra Kol- beinn og kona hans giftust á þessum stöðvum, bjuggu þar lengi og eru öllum að góðu kunn. Það fór því vel á því og sýndi smekk þeirra er fyrir málum stóðu að stofna til þessarar tvö- földu hátíðar, sem fór fram þannig að öllum var til sóma og gleði. Salurinn var smekklega prýdd- ur þannig að )zað minti bæði á gull- og silfurbrúðkaup. Var um tvö hundruð manns skipað við fagurlega skreytt borð. Var hr. Jón Salómon verzlunarstjóri. Á undan borðhaldi fór fram guð- ræknisathöfn með brúðkaups- sálmi er séra K. K. Ólafson ann- aðist. En eftir rausnarlegar veitingar hófst skemtiskrá. Víxl- aðist á fagur söngur, hljóðfæra- sláttur og ræðuhöld. Verðmætar gjafir voru afhentar heiðurs- gestunum með viðeigandi um- mælum. Gullbrúðhjónin hlutu fagran legubekk og samstæðan stól. Fyrir því mælti hr. S. Thorsteinsson, frændi gullbrúð- gumans. Silfurbrúðhjónunum voru gefin kaffiáhöld úr silfri með áletrun, en skólastjóri Erl- ingur K. Ólafson afhenti. Bar hann einnig fram sérstaka gjöf til gullbrúðhjónanna frá Þrenn- ingarsöfnuði á Pt. Roberts — skrautbundna sálmabók með gull áletrun. Aðrir, sem fluttu heilaóskii; og ræður, voru hr. E. T. Calvert frá Delta, Canada megin línunnar, hr. B. Lyngholt f.rá Pt. Roberts, hr. Andrew Danielson frá Blaine og séra K. K Ólafson. Bréf og skeyti frá fjarlægum vinum og ættmennum voru einnig lesin. Meðal þeirra bréf frá sér,a Sigurði Ólafssyni og annað frá séra Valdiiiuar J. Eylands. Söngflokkur, fjórir karlmenn (Quartette), Mrs. Bert Smith frá Delta með einsöng og fiðluspil, hr. Jules Samuelsonar átti alt góðan þátt í að gera skemtiskrána tilkomumikla. Séra Kolbeinn Sæmundsson þakkaði fyrir hönd allra heiðursgestanna með lipurri ræðu. Var allra mál að hátíðin hefði hepnast ágæt- lega. Þau Ilelgi og Dagbjört Thor- steinsson giftust í Victoria 22. des. 1888. Komu þangað ári áður frá íslandi. Eru ættuð úr Mýrdalnum. Til Pt. Roberts fluttust þau 1894 og hafa búið þar síðan. Þau eiga fimm börn og tólf barnabörn, imannvænlegt fólk. Tveir synir, Jónas og Gunnlaugur eru kvæntir og eru búsettir að Pt. Rolærts. Gróa kona séra Kolbeins er áður nefnd. Guðrún er gift Ben Thordarson á Pt. Roberts. Ein dóttir, Elsa, gat ekki verið við- stödd, Er hún kennari við hjúkrunarstofnun í San Fran- cisco. — Var það öllum hlutað- eigendum auðsjáanlega hin mesta gleði að geta heiðrað þannig þessi tvenn heiðurshjón. K. K. Ó. Utilegumenn í Henglinum og endalok þeirra Eftir Þórð Sigurðsson, Tannastöðurn I annálum er þess getið, að útileguþjófar héldu til í Hengla- fjöllum. Ekki er þó tekið til hvar í fjöllunum þeir hafi verið, en yfirleitt er afréttur Grafnings- manna og Ölfusinga nefndur Henglafjöll í fyrri tíðar ritum. Þeirra er getið tvisvar, að mig minnir, og hafa að líkindum ver- ið oftar, þó það sé ekki í frá- sögur fært. I Nesjumi í Grafn- ingi höfðu þeir einu sinni vetur- setu sína, en voru teknir og þeim refsað. + Þegar eg var unglingur heyrði eg sagt frá því, að útilegumenn hefðu verið í Henglinum,; þeir hefðu haldið til i stórum helli og engin leið hefði verið að kom- ast að þeim. Sagt var, að þeir hefðu komið sunnan úr Höfn- um og væru þeir skipshöfn, sem hefði gert einhver níðingsverk, en aldrei heyrði eg hver þau hefðu átt að vera. Tóku þeir sér nú stöðu í þess- um helli og höfðust þar við, sum- ir sögðu i tvö ár, en aðrir að- eins eitt sumar, en hvort sannara er verður ekki vitað. Og ekki vissu menn Jieldur, hve margir þeir voru — jafnvel 6 eða 7, og tvær hlutakonur voru með þeim, að þvi er sagt var, og eru ef til vill líkur fyrir því. Þeir höfðu með sér langan kaðal eða stjórafæri og drógu konurnar upp 1 hellirinn og föng sin jafnóðum og þeir öfluðu þeirra, en það var mest sauðfé Ölfusinga og Grafningsmanna. Nú þótti sveitamönnum hart á barið að verða .að þola slíka ó- hæfu, en fengu ekki að gert um sinn. Er frá leið þá gerðu Jæir ráð sitt og tóku sig saman eitt haust litlu fyrir fjallreið og lögð- ust í leyni margir saman úr báð- um sveitumi, Ölfusi og Grafningi — sem að vísu var þá sama þing. sóknin — og biðu þess að hellis- búar færu úr hellinum í smala- túr og ætluðu þeim svo stund- irnar og var þess skamt að bíða. Fóru nú allir úr hellinum, en sveitamenn skipuðu sér sem fljótast fyrir hellisbergið að neð- Námsskeið! Námsskeið! Námsskeið! Á öllum tímum kemur sparnaður sér vel; þó ekki hvað sízt þegar hart er í ári.— / Við höfum til sölu námsskeið við helztu verzl- unarskóla (Business Colleges) borgarinnar. Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga hjá okkur tafarlaust. Tl\e Columbia Press Limited SARGENT & TORONTO Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.