Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 5
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1939 5 atl og komu hellismenn innan skamms imeÖ fjárhóp. En nú yar ekki greitt aSgöngu og eng- mn vegur að ná hellinum. Sveita- nienn veittu strax svo harSa aÖ- sókn, aS hinir héldust ekki viÖ, enda var liSsmunur ákaflegur, því sveitamenn höfðu verið milli 5o og 6o. Fjárrekstur útilegu- manna tvístraÖist brátt, enda gáfu menn þá engan gaum að fénu. Hellismenn tóku nú að flýja, nver sem bezt mátti, en sveita- menn eltu þá af hinuiini mesta á- kafa og mest þeir, sem fótfrá- astir voru. Allir komust hellis- nienn nokkuð langt undan og vestan í Henglinum urðu mestar eltingar. Þar eru melar og skriður, segja kunnugir menn; eru þar kölluð “Þjófahlaupin” enn } dag sem örnefni síðan. Allir voru hellismenn drepnir, ymist vestan í Henglinum eða mður á Mosfellsheiði, því undan lilupu þeir slíku ofurefli meðan þeir gátu uppi staðið sökum mæði. Nú voru hellismenn allir unnir, en fylgiskonur þeirra voru enn í hellinum. Þær höfðu veitt hart viðnám, og svo er haft eftir þeitn mönnum, sem í atförinni voru, að svo ilt sem hefði verið að sigra hellisbúa, þá hefði þó hálfu verra verið að vinn.a fylgi- honur þeirra. En samt að lok- Uni urðu þær teknar og fluttar hurtu, og er ekki getið að þær sýndu neinn mótiþróa eftir að þ*r komu undir annara manna hendur. * Jón hét maður, sem kallaður var ‘yddú,” Jónsson ins harða 1 Ossabæ, Sigurðssonar Þorkels- sonar Jónssonar. Jón var fæddur 1777. Hann Var hverjum mann flínkari, ó- fyrirleitinn og harðfengur í meira Iagi, nokkuð ertinn og happsfullur, starfsmaður mikill °g þrekmaður hinn mesti. Ekki fura sögur af honum í æsku. I lefir hann líklega alist upp hjá foreldrum sínum. Þegar hann Var um tyítugsaldur v'ar hann Vlnnumaður í Reykjakoti. Þá Var það eitt sinn í fjallgöngum, ah Jón kleif upp í þennan um- talaða hellir útilegumannanna. vkki getur þess, að Jón fyndi Par neitt merkilegt. En ösku- e,far litlar voru i einum stað l,tan við hellisopið, enda hefir alt verið tekið burt þaðan, hafi nokkuð verið að taka, þegar úti- legumenn voru unnir. Nú var Jón í hellinum og tafði tvisvar gert tilraun að homast niður, en hikað við. Sá Jón nú, að ekki dugði að vera Par til lengdar og réð því til enn ah nýju og komst með naumind- ’,n alla leið niður fyrir helli >ergiö og ómeiddur að öl'lu leyl *afði hann svo sagt, að ekl ’tuindi hann leggja upp í aði °r i þann hellir. Hefir þetl Verið kringum aldamótin 180 tir því sem næst verður kamis °? v,ta menn hér ekki til a S1(an hafi neinn maður fari "G’ í þennan hellir. “ ,a? er °S haft eftir Jói . Þ <lu, að þegar útilegumem þ.J'r hoinu með fjárhópinn, a alt -l;i^ sveitamenn skipað s< 1 kring og slegið hring m |.'1' ,en þó sluppu þeir állir til a Hja með, og byrjuðu þá stra nle"t^ar. Það hafði og veri CStur tálnii hjá hellismönnur Grjótnámurnar við Tyndall í Manitoba, þar sem bið frœga byggingarefni er tekið úr. ! bréf til að fiska, og ekki ónáðað þá neitt tvo síðustu vetra, en út- litið með markað fyrir hinn smáa Birting er ekki glæsilegt, og ó- seljanlegur er hann að heita má til manneldis í vetur, bæði i Canada og Bandaríkjunum, og mjög er hætt við að mjög smá- riðin net verði til að eyðileggja fiskveiði í Manitobavatni, og hvar annars sem hann er hrúk- aður. j Þó verð eg að taka fram, að úti á djúpu vatni er talsvert af fiskikóði, sem nefnist Sauger, sem illa veiðist í 4 þumlunga ■T.öskva net, en sem selst dável suður í Bandaríkjum, þó fiski- mönnum verði hann dýrkeyptur. Tilgangur minn að rita þetta, er einungis sá að vara menn við þeim háska, er fiskveiÖinni er búinn af að veiÖa fiskinn áður en hann er fullvaxinn. Sgurður Baldvinson. að þeir voru illa skóaðir, en sveitamienn betur búnir til handa og fóta, og mest höfðu hellis- menn fallið fyrir grjótkasti og þareflum, er hinir höfðu, en eiginleg vopn voru fá eða engin. Sögu þessa hafði Jón “yddú” eftir Jóni harða föður sínum og Sigurði Þorkelssyni afa sínum, en Jón “yddú” sagði aftur Há- varði gamla Andréssyni, en þeir voru samtíða á Völlum meir eu 20 ár, en Hávarður sagði oft gömlum' karli, sem enn er á lífi. Jón “yddú” var hrekkjóttur i uppvexti, en svo fimur, að til þess var tekið. Hann var og á- gætur vinnuimaður til hvers er taka þurfti, og eru fáeinar smá- sagnir til um hann. Ólafur hét maður Sigurðsson. Hann bjó 1 Húsagarði á Landi, ókvæntur var hann og átti ábý'lis- jörð sína. Hann var að lang- feðgatali kominn frá Torfa í Klofa og Lofti ríka (fæddur ná- lægt 1848). Fremur var hann lítill vexti og ekki mjög efni- legur, tileygður og nærsýnnþhag- orður vel og fróður um margt, glettinn og gamansamur og á- gætur i viðkynningu. Ólafur var vermaður í Þorlákshöfn í marg- ar vertíðir og þótti allgóður há- seti. tlann sagði þeim, er þetta skrifar, svo frá — þeir voru lagsmenn 1894 og 1895; Að í Dalseli undir Eyjafjöll- uim' hefði verið kerling ein, sem Vilborg hét. Hún hefði dáið um 1800 og verið þá talin 100 ára, hefir eftir því verið fædd um 1700, líklega þó nokkuð seinna. Hún hefði verið fædd í hellin- um í Henglinum (Skeggjanum) og verið dóttir einhvers af úti- legumönnum þeim, sem getið hefir verið. Hún hafði verið mjög undar- leg í skapi, vildi aldrei um úti- legúmenn tala, giftist ekki og átti aldrei barn. Þegar húsmóðir hennar ól börn sín, var kerling jafnan hin reið^sta og kvað mak- legt þó húsimóðirin fengi að kenna á síum hlut, því þetta væri sj ál fskaparvíti, og verða þar að auki að stríða við þessa óþægu krakka i viðibót og liafa aldrei næði til nokkurs hlutar. Ólafur trúði þessu um kerl- ingu og kvaðst liafa þetta eftir þeim mönnum, er vel mundu hana, en hvort þar hefir verið rétt sagt frá í alla staði, skal hér ósagt látið. Hefi eg svo engu við að bæta um hellirinn, því eg hefi aldrei orðið svo frægur að skoða hann, því til þess þarf að gera sér sérstaka ferð, ef vel ætti að vera. En sjálfsagt hefir hellir jæssi verið notaður oftar sem nokkurs konar þrautalending í vandræðum, þegar stór hegning eða 'líflát lá við smávægilegum afbrotum. —Lesbók. Frá Lundar “Fiskurinn hefirfögur hljóð, fipst hann oft í heiðuni.” Það er ekki lítil atvinnugrein fiskveiðin í vötnum Manitoba- fylkis, og engin smávegis bú- bót að öllum peim fiski, sem veiddur hefir verið til heimilis- þarfa alls þess fólks, sem búið hefir nálægt vötnunum; og mörgum bregður nú við, að fá engan hvítfisk á haustin til vetr- arforða, en sem alt til skamms tíma var mikil búsæld í. En það hafa einnig imiiklir pen- ingar verið teknir úr vötnunum fyrir fisk þann, sem veiddur hefir verið á vetrarís, og víst hafa Islendingar lxirið þar mest frá borði, því það er ekkert skrum, að þeir eru harðgjörvustu menn i heimi, ásamt Norðmönn- um. F.n löngum hafa þeir feng- ið sig fullherta i viðureign sinni við “Frosta” og “Kára”, þó fiskurinn hafi j“gefið gúll i mund,” ekki sízt þeim, sem skynsamlega verja fjárafla sin- uimt En ekkert er stöðugt nema ó- stöðugleikinn, #agði hann meist- ari Jón og svo má segja um ■fiskiveiðarnar, því mönnum ber margt á milli þegar er að ræða um viðhald fiskjarins og veiði- arðinn og hafa þar aðallega komið fram tvennar gagnstæðar skoðanir. Önnur er sú, að holl- ast sé að veiða ekki fiskinn fyrri en hann er fullvaxinn. Sú skoðun virðist að vera bygð á heilbrigðri hugsmi og á sér djúp- ar rætur; til að mynda í Sask- atchewan-fylki er eigi leyft að veiða í minni netamöskva en //> þmmilungs langan teigður tvö- faldur; sá möskvi tekur eigi annan fisk en fullvaxinn, sama gildir einnig í Alberta og Norð- ur-Manitobafylki. En á Mani- tobavatni og Winnipegvatni er öðru máli að gegna, þar hefir lengi verið leyft að. veiða í 4 þumlunga möskva, þvi hann tek- ur vel við Pickerel, Pike og Birting, og sem allgóður mark- aður var fyrir Og þetta blessaðist nú allvel, þar til i lok stríðsins síðasta og stærsta, ef e£ mætti kalla það því nafni. Þá fór að kvisast að sumir hinir yngri manna væru farnir að nota minni möskva, ólöglegan, og veiddu miklu meiri fisk, se.ni allur var seldur á þeirri neyðartið. Nú var fylkisstjórnin aðvöruð um að banna þyrfti stranglega, að brúka ólöglegan möskva, en fjöldi fiskimanna létu þá skoð- un í ljósi, að ekki væri hægt að hafa neitt upp úr fiskiveiði nema að notaður væri smærri neta- möskvi en 4 þumlungar. Svo með fylgi einhverra þingmanna lögleiddi fylkisstjóm vor að brúka mætti á Manitobavatni 3% þumlungs netjamöskva. Þetta þótti mikill lagabætir, og var víst talið eitt af þrekvirkjum þingsins það ár, enda var ekki allur þorri þingmanna kunnugur veiðiskap, þó þeir hefðu ein- staka sinnum etið fisk, svo hægð- arleikur var fyrir hina vitrari að innprenta hinum, að smáfiskur væri þeim mun betri en stórfisk- ur, sem grísir væru Ijúffengari en fullorðin svín.. Svo lögin um smærri möskva voru þrisvar sinn- um rædd og samþykt á þingi voru. En ekki leið á löngu áður kvisast fór að ýmsir væm farnir að nota minni netjamöskva en hinn löglegaj sem varð opinbert strax og rannsókn hófst. Nokkr- ir voru sektaðir, en hinir voru þó miklu fleiri, sem fengu fyrir- gefning synda sinna móti hátíð- legu loforði um bót og betran; þó voru öll vond net gjörð upp- tæk eða höggin sundur á glærum ís. “En endaluast hallar á ógæfu- hlð.” Nú s'íðustu árin var farið svo víða að nota svo smáan netjamöskva á Manitohavatni, að 5 únzu fiskar veiðast mikið vel, t. a. m. Perch og Birtingur, og sumir tsyndaselir svo forhertir, að þeir hótuðu að heimta líf- eyri af sveitunum, ef fylkis- stjórnin væri nokkuð að sletta sér fram í fiskveiðiskap þeirra. En hvað sem öðrti líður, hefir fylkisstjórnin ætið verið væg í viðskiftuim við fiskimenn, ef þeir aðens hafa keypt af henni leyfis- DANARFREGN Þriðjudaginn 21. febrúar lézt á sjúkrahúsi í Grafton Krist- björn (Bamey) Jóhannesson rúmlega fimtugur maður, fæddur í Eyfordbygð í N. Dak. 3. maí 1885. Hinn látni var sonur Sig- urjóns Jóhannessonar og Soffíu Jónsdóttur konu hans, er voru af þingeyskum ættum, og komu all- snemma á árum til þessarar bygðar. Kristbjörn giftist 4. okt. 1917 konu af hérlendum ættum er hét Florence Ilaliday. Þeim varð ekki barna auðið, en hún átti 3 börn frá fyrra hjóna- bandi sínu. Þau bjuggu ávalt í Eyford-bygðinni þar sem Krist- björn ólst upp. Kristbjörn var mjög vandaður maður og góður drengur, duglegur og iðjusamur. Hann átti marga góða vini. — Fjölmenni mdkið fyldi honum til grafar er hann var jarðsunginn frá Eyford kirkju og í grafreitn- um þar föstudaginn 24. febr. Séra H. Sigmar jarðsöng. Enn einu sinni birta heims- blöðin fréttir um, að Greta Garbo hafi sagt upp samningum sínum við Metro Goldwin Mayer kvikmyndafélagið. Það fylgir sögunni nú eins og svo oft áður, að Garbo sé orðin leið á Holly- wood og vilji komast þaðan sem allra fyrst. -f -f Nýlega var haldið námskeið í London til að kenna varnir gegn gasárásum. Þátttakendum var gefin einkunn fyrir frammistöð- una og prófskírteini að loknu námskeiðinu. Hæsta einkunn fékk 72 ára gömul ekkja. -f -f Því er haldið fram, að einasti kvenhásetinn í heimi sé ungfrú Lena Ringbom frá Osló. Hún er 25 ára að aldri, og hefir í eitt og hálft ár verið háseti á norsku flutningaskipi, sem faðir hennar á. Hún er trúlofuð 1. stýri- manni á skipinu. -f -f Lloyd Géorge, fyrverandi for- sætisráðherra Breta, á 49 ára þingimnnsafmæli í apríl n.k. ÖII þessi ár hefir hann verið þing- ma'ður fyrir sama kjördæmi. Enginn þingmaður annar en Lloyd George hefir átt sæti í þinginu svona lengi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.