Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 02.03.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 2. MARZ 1939 Leikið á lögreglumanninn Smásaga cftir RAFAEL SABASTINI Bazancourt bölvaði í sand og ösku nieð sjálfuni sér. ÞaÖ var svo sem rétt eftir honum, að fara að kenna öðrum, hvernig J?eir ætti að haga sér við lög- reglustörí. Bazancourt tók upp vasaklút og þerraði svitann af enni sér, um leið og kistan var borin inn i skrifstofuna. De Crosne stóð og horfði á kistuna um stund. “Þessi kista er mjög lik þeirri, sem stolið var. Ekki skal mig furða J>ó að liðþjálfinn vildi ekki sleppa yður. Ef þér opnið hana, J>á erum við búnir.” “Opna hnaa?” Bazancourt var fölur sem nár. “Eg . . . eg hefi ekki lykilinn.” Þetta var heimsku- legt svar en satt var J>að. “Hafið þér ekki lykilinn að yðar eigin kistu?” de Crosne starði á hann. “Nú ja-há.” Hann gekk aftur til dyra og sagði eitthvað við svissneska dyravörðinn og beið síðna í sömu sporum, en Bazancourt var orðinn svo máttfarinn, að liann varð að styðja sig við arinhilluna. Hvatlegt fótatak nálgaðist á ganginum utan dyr- anna. Þegar de Crosne sneri sér við aftur og skildi hurðina eftir opna í hálfa gátt, hélt hann á lykli í hendinni, Hann stakk horium í skrána og hrópaði: “Hann gengur að henni! Þetta er sannarlega skrítið.” Það small í lásnum, de Crosne rétti úr bakinu og svifti upp kistulokinu. Bazancourt hljóp nú fram og gat naumast varist því að æpa. De Crosne hafði tekið áklæði ofan af innihaldi kistunnar og var nú að tína upp úr henni ýmsa muni, svo sem silfurskál, J>unga kertastjaka og margt fleira. Og allir voru munir þessir vafðir í dulur og dúka. svo að ekki skyldi heyrast glamur. Hvernig í ósköpunum1 var þetta komið þarna, hugsaði hann. Og hvað var orðið af líkinu af Cagliostro? De Crpsne kallaði:: “Eruð þér þarna, herra greifi? Komið inn fyrir.” Og í sama vetfangi stóð likið af Cagliostro á þröskuldinum. En það var bráðlifandi — þetta lík, sem hann hafði þreifað á helstirðu fyrir rúmri klukku- stund! Hann var klæddur í sama dýrindis skrúð- ann,sem fýr og hélt á hattinum undir handleggnum.— Hann var hnakkakertur og alvarlegur á svip. Bazancourt varð nú enn skelkaðri en áður og spurði sjálfan sig, hvort hann væri raunverulega með réttu ráði. Hann heyrði ógreinilega í rödd de Crosne. “Er Jætta eign yðar, herra greifi? Svo hlýtur raunar að vera, þar sem lykillinn gengur að skránni.” “Auðvitað,” svaraði hinn með hinni djúpu rödd sinni. “Þetta er næg sönnun. Og svo er þetta líka i fórum herra de Bazancourt — eins og eg sagði fyrir! Trúið þér nú, að eg sjái gegnum holt og hæðir?” De Crosne leit undirmann sinn alt annað en hýru auga og nú varð honum alt í einu ljóst, hvers vegna hann hefði verið svo blíður á manninn við hann áður. Það var kötturinn að leika sér að músinni. “Eg geri ráð fyrir, að þér hafið einhverjar af- sakanir fram að færa?” Bazancourt var orðinn skrælþur í kverkunum. “Eg . . . eg . . . eg er jafnundrandi og yðar ágæti,” gat hann loks stunið upp, “Hér . . . hér er um ein- hvern misskilning að ræða. Kistan . . .” Honum varð orðfall, hann gat ekki komið upp einu einasta orði. “Misskilningur,” öskraði Cagliostro. “Caramba. Já, misskilningur.” ílann stóð og reigði sig fyrir framan hinn gjörsigraða Bazancourt. “Þar eð eg þekki svo vel mannlegt hjarta og mannlegt eðli, þá get eg fyrirgefið yður, að þér sýnduð konunni minni ástaratlot. Hana elskar hver maður, sem lítur hana augum. Eg gefl lika fyrirgefið yður þjófnaðinn. En að þér notið ást konu minnar á yður til þess að ræna m'g — Þa<5 er sú svívirðing, sem eg get aldrei fyrir- gefið!” “Það er ekki satt!” hrópaði Bazancourt í ör- væntingu sinni. “Ekki satt ?” át Cagliostro eftir honum. “Hvernig komust þér annars yfir silfurborðbúnað minn? De Crosne er hér til þess að hlýða á skýringu yðar. Segið honum sögu yðar.” Það gat hann auðvitað, að nokkru leyti. En hann gat alls ekki skilið, hvernig Cagliostro var alt í einu orðinn ljóslifandi á nýjan leik, nema þá að svo væri í raun og veru, að þorparinn þekti leyndarmál ódauð- leikans. En hver myndi fást til að trúa þeirri sögu hans? Og þó að menn gæti trúað henni — átti hann þá að játa, að hann væri meðsekur í morði? 1 fonum varð ljóst að Cagliostro hafði leikið á hann, vissi einnig ástæðuna til þess. Hann hafði á einhvern óskiljanlegan hátt komist að sambandi hans við lögregluna og notað svikakvendið, Serafine, til þess að gera hann óskaðlegan. Það var honum full- ljóst. En hann gat ekki ennþá skilið, hvernig Cagli- ostro hafði farið að því, að rísa upp frá dauðum. Um þetta var hann að hugsa næstu daga og loks fann hann lausnina: Þessar vaxgulu hendur: VAX. Skyndilega mintist hann vaxgrimanna, sem Houdon mótaði svo snildarlega. Hann mintist andlitsmyndar- innar af Rousseau, sem alla hafði hrylt við að sjá. Leyndarmálið var leyst. Því að Bazancourt var mikilli framsýni gæddur, eins og eg sagði áðan, og þeirri ályktunargáfu, að ef skapferli hans hefði verið ögn rólegra, myndi hann vafalaust hafa orðið einn hinn mesti maður sinnar tíðar á þessu sviði. .---------NCMCSIS —, ^ Eftir Nic Henricksen | Vera sat á legubekknum og snökti, en Petrov stóð við gluggann og drap óþolinn fingrinum á rúð- una. s “Nú höfum við verið gift í þrjú ár, og öll þessi ár hefir þú verið að heiman á jólunum,” sagði hún sniiktandi. . .-. “Er þér alvara, að ætla að láta mig vcra eina hjá Vandalausu fólki, Jæssi jólin lika?” “Póstmeistarinn hefir hoðið þér til sín á aðfanga- dagskvöldið,” sagði Petrov. “Og þau eru svo ein- staklega viðfeldin, póstmeistarahjónin.” “Iíg kysi’ nú heldur að fá að halda jólin með þér. Við gætum gert okkur glaðan dag hérna heima. . . Gætum haft ofurlítið jólatré út af fyrir okkur.” “Heldurðu kannske ekki að mi^ langaði til Jæss líka?” sagði Petrov önugur. “Það er svo sem ekkert gaman að eiga að aka úti núna, í Jæssum síberíukulda. En eg er neyddur til þess . . .” Og svo hélt hann áfram: “Eiginlega var það Osipov sem átti að fara þessa ferð. En hann veiktist og liggur á sjúkrahúsinu. . . . Og þessvegna verð eg að taka að mér að fara með póstinn, sem yngsti maðurinn á pósthúsinu. . . . Póstmeistarinn hefir lofað mér, að eg skuli fá betri stöðu eftir nýárið.” Vera sat um stund og þagði. Petrov starði út um gluggann. En það var svo dimt úti; það eina sem hann gat séð var bjarminn úr glugganunv á pósthús- inu, hinu megin við götuna. — Svo sneri hann sér að Veru: “Eg er viss um, að þér líður vel hjá póstmeistar- anum, Vera,” sagði hann. “Eg verð altaf að hugsa um þig,” sagði hún kveinandi. “Um þig, sem verður að aka um auðn- irnar í þessurn kulda, og um skógana, þar sem krökt er af úlfum. Og svo getur komið bylur lika. . . . Manstu ekki hvernig fór um Egorov í fyrra? Hann lenti í byl . . . Og þeir fundu hann ekki fyr en í vor . . . hann og ekilinn. . . . Og svo eru ræningjar í skóginum. .... Þeir skutu á póstsleða núna nýlega.” Hún tók sér málhvild og sagði svo biðjandi: “Vasja . . . gætirðu ekki sagt; að þú sért veikur. Og þá yrði einhver annar sendur í staðinn þinn.” “Þú skilur sjálf, að mér er ómögulegt að gera það,” sagði Petrov óþolinmóður. “Þetta er skylda mín.” “En þéi; finsf þú ekki hihfa neinar skyldur gagn- vart mér,” sagði Vera reið. Ilann nenti ekki að svara en' baðaði bara út hendinni og fór inn í svefnherbergið. Vera fór að gráta. Hún var t>eið, en jafnframt fann hún, að hún var ósanngjörn gagnvart manni sf-num, Og fyrir það var.hún enn reiðari. . . . Þau kvöddust heldur kuldalega morguninn eftir. Þegar Pctrov laut niður til að kyssa hana, sneri Vera andlitinu undan, svo 'að varir hans strukust aðeins við kinnina á henni. En þegar lvún heyrði fótatak hans ofan stigann, iðraðist hún aðfara sinna. Hún hljóp' út að glugganum og leit út. Þarna stóð sleðinn ferðbúinn við pósthúsdyrnar, ekillinn var sestur í sæti sitt og póstmaðurinn var a'Ö koma póst- pokanum fyrir í sleðanum. Og þarna gekk maðurinn hennar yfir veginn. Hún opnaði gluggann og kallaði: “Vasja! Vasja!” Petrov nam staðar og leit við. Veifaði til henn- ar. Hana langaði til að kalla einhver ástarorð til hans, en fór hjá sér vegna ekilsins og póstmannsins. Og þessvegna kallaði hún bara: “Eg skal hugsa til þín — stöðugt! . . . Gleðileg jól, Vasja!" Petrov brosti og veifaði aftur til hennar og fór að sleðanum. Settist upp í hann og ekillinn sló á og hestarnir þrír hlupu af stað. Á næsta atignabliki var sleðinn horfinn fyrir horn. Þá greijt hana óskiljanlegur kvíði. Henni fanst alt í einu, að einhver ógnaði henni og honum Vasja hennar. Það var eins og hörð hönd tæki um hjarta- rætur hennar og kreisti að, svo hana verkjaði. Hún reikaði inn í hornið og féll á kné fyrir framan Maríu- myndina. “6, góði guð . . . haltu verndarhendi þinni yfir manninum minum! Láttu hann komast heilan á húfi lieint til min aftur!" En kviðinn vildi ekki skilja við hana. Ekillinn sat og raulaöi, angurvær óendanlegt lag og snjórinn marraði í sama tón undir sleðameiðunum. Það var svæfandi. Petrov vafði hlýrri og þykkri gæruskinnskápunní fastar að sér. "Vera hefir iðrast framkomu sinnar,” hugsaði hann með sér. “Enda var hún býsna ósanngjörn . . . Mér er vorkunn en ekki henni. . . . Nú verð eg að aka austur á bóginn í fjóra daga samfleytt og síðan fjóra daga til baka. Það er ekki einu sinni víst að eg komist heimi aftur fyrir gamlárskvöld.” Hann syfjaði nreir og meir og hugsanir hans urðu þokukendar. “Bara að það skelli ekki á bylur . . . Þá getur ntér seinkað . . . Líklega fær það kalkúnasteik í jóla- mat hjá póstmeistaranum. Það er venjan. Nei, það var ekki þetta, sem eg átti að hugsa um . . . Bara að það vrði ekki bylur . . . Það hefir ekki komið bylur ennþá i vetur. Og úlfarnir . . Hann ætlaði að þreifa á skanunbyssunni en gleymdi því og sofnaði. Þegar hann vaknaði 'aftur var orðið dimt. Ekill- inn sat þegjandi og var hættur að syngja, en marrið undan meiðunum var eins og áður. Petrov leit upp og í kringum sig. Þeir óku gegn- um skóg og trén stóðu eins og múr á báðar hliðar. Himininn var alsettur óteljandi, glitrandi stjörnum og það var orðið miklu kaldara en áður. “Er langt ennþá i næsta áfangastaðar ?” spurði hann. Ekillinn sneri sér aftur. “Eruð þér vaknaður, herra Petrov?” sagði hann. ‘,‘Við komum í áfanga eftir sjö tíma. Við erum hálfnaðir núna.” Ekillinn sneri sér fram aftur og hottaði á hest- ana. Petrov náði í vindlahylkið sitt, kveikti sér í vindlingi og rétti eklinum annan. Það var ein- hvernveginn notalegra að sjá glóra í tvo vindlinga í myrkrinu. “Þaí er, guði sé lof, litið um úlfinn í ár,” sagði Petrov. “Já,” tók ekillinn undir. >‘Þeir eru úti á mýr- unum ennþá. Þeir elta hreindýrin.” Hann andvarp- aði, hottaði svo aftur á hestana og sagði: Einu sinni, — það munu vera um fimm ár síðan — eltu úlfar ntig. Þá ók eg með Egorov, sem varð úti í hríðinni í fyrra. Það voru áreiðanlega einir tuttugu úlfar á eftir okkur. En það var mildin að við höfðunt duglega hesta og að Egorov kunni að halda á skammbyssunni. Hann skaut þrjá af kvikind- ununt, og meðan óargadýrin voru að rifa hræin af þeim drepnu i sig gátum við fjarlægst hópinn. Þá var eg að hugsa um að hætta að verða póstekill. En það fór svo að eg hélt áfram. Eg dugi ekki til annars hvort sem er. Ekki á eg jörð og ekki kann eg neitt handverk heldur . . .” Þeir sátu þegjandi um hríð. Svo andvarpaði ekill- inn aftur og sagði hljóðlega: “Annað kvöld er að- fangadagskvöld . . . Þegar kristið fólk heldur jólin erum við á ferð hér í eyðimörkinni.” Og þeir þögðu aftur. Petrov var í þann veginn að sofna þegar ekillinn sagði; “Nú erum við rétt komnir þangað, sem þeir skutu á póstsleðann í haust.” “Ifver heldurðu að hafi skotið á hann?” spurði Petrov. “Ifver veit . . . Vissi maður það, þá mundu þeir sitja í svartholinu núna. En eg hugsa að það ltafi verið menn frá Krasnoe-þorpinu. . . . Það er hérna inni í skóginum. Bráðum komuin við að veginum, sem liggur upp í þorpið. • Eg hefi einu sinni komið í þetta þorp. Það er ískyggilegt fólk þar . . . eintómir bófar og ræningjar.” Þeir óku ofurlítinn spotta enn og komu að krossgötum. Ekillinn benti til hægri og sagði: “Þetta er vegurinn til Krasnoe!” IVtrov leit í áttina. Og í sama bili heyrðu þeir rödd kalla inni í myrkrinu: : :Þarna korna þeir!”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.