Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 1

Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven I/lnes ^j>e V®£jO<' Scrvloe and Satlsfactlon 52. ÁRGANGTJR PHONE 80 311 Seven Unes V#- » ^jzÁ0< ■ Dry Cleanlng and Ijaundry f'or Better LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1939 Nr. 13 Þýzkt flugfélag “Lufthansa” fer fram á það við ríkisstjórn íslands, að fá leyfi fyrir loftskipastöðvar á Isiandi Fréttin vekur óhemju athygli meðal Islendinga veátan hafs. Stjórnin synjar um leyfið samkvœmt Associated Press símfregn á fimtudaginn þann 23. þ. m. Grímuklœdd vísindi Þýzkur leiðangur á Islandi vekur óþœgilega grunsemd Telja má það víst, aÖ aldrei haf i neinar fregnir vakið aðra eins óhemju undrun *meðal ís- lendinga vestan hafs og þau tið- mdi; er dagblöð Winnipegborgar, simi og útvarp,. fluttu um það u'mi síðustu helgi, að Þriðja ríkið væri farið að bera víurnarN ís- land og ná j>ar fótfestu með niálaleitunum um starfrækslu lendingarstöðva í landinu fyrir þýzk loftskip. Og mikill varð sá fögnuður, er þvi var sam- fara, að synjað hefði verið um beiðni Þjóðverja í þessa átt; ef til vill væri réttara að segja að um kröfu hefði verið að ræða Mikilvægt samvinnuspor Á mánudaginn i þessari viku barst mér svo'hljóðandi símskeyti há Reykjavík dagsett 27. þ. m.: “Reykjavík 27. 16:48 Hjálmar Berffmann, kVinnipeg, Man. Alþingi samþykkti frumvarp gefa allar nýjar bækur háskól- anwn Winnipeg. Vinsamlega frá- skýrið rektor og blöðunum. Formaður utanríkismálanefndar.” Þessu símskeyti til frekari skýringar vil eg vitna i grein berra Jónasar Jónssonar, er birt- ’st i Tímanum 29. des. 1938 Undir fyrirsögninni “Samstarf Nlendinga austan hafs og vest- an.” Grein þessi var tekin upp bæði íslenzku blöðin hér, og sa hluti hennar, sem þetta mál snertir, er á þessa leið: “Háskólinn i Winnipeg verð- Ur að vissu leyti þýðingarmestur tyrir Islendinga vestra, því að bann er mitt í höfuðbygðum þeirra. Eru líkur til að þar verði innan skam'mis stofnað Prófessors-embætti i íslenzkum ^ræðum, eingöngu fyrir for- Songu og framlög íslendinga vfstra. Aldraður maður í Win- n’Peg, Arnljótur Olson, náfrændi °S nafni Arnljóts Ólafssonar, hefir gefið háskólanum í Win- n'Peg aleigu sína, en það er af hálfu þýzkra stjórnarvalda, því mælt er að þau hafi grund- vallað málaleitanina á einhverj- um ímynduðum "forgöngusamn- ingi” frá 1931. Áminst blaða- frétt frá Reykjavík, lætur þess getið, að stjórn íslands hafi orðið hinum ]>ýzku erindrekum allsendis ósammála um slíkan skilning téðra samninga. Dag- blöðin í Winnipeg fluttu feit- letraðar fyrirsagnir uni málið, auk ritstjórnargreina. Ræðis- maður Islendinga og Dana hér i borginni, Mr. Grettir Leo Jó- hannsson, hafði ekki á sér nokk- urn stundlegan frið fyrir sí'ma- hringingum og fyrirspurnum. prýðilegt íslenzkt bókasafn, 2500 bindi. Þessi gjöf er fullkomin undirstaða að íslenzkri bókadeild við háskólann. Löndum vestra myndi þykja viðleitni sú, að halda við íslenzkum fræðum, studd réttilega, ef Alþingi léti eintak af hverri bók, sem hér er prentuð, koma ókeypis framvegis i þetta safn. Mun því máli verða hreyft á þingi nú í vetur.” Ofanskráð símskeyti tilkynnir, að þessi tillaga hefir verið sam- þykt af Alþingi. Með þessu er framtíð íslenzku bókadeildarinn- ar við háskólann trygð. Með þessu er einnig hugmyndinni um stofnun kennara embættis i ís- lenzkum fræðum við háskóla þessa fylkis veittur byr undir báða vængi. Þessi samþykt er stórmerkileg- ur, sögulegur viðburður í lifi bæði Austur- og Vestur-íslend- inga. Við Vestur-íslendingar fá- um seint fullþakkað þann hlýhug og þá hjálpsemi, sömi að baki þessarar samþyktar liggur, né þá drengilegu aðstoð, sem okkur er með henni veitt. Hún ætti að verða okkur hvöt til nýs áhuga og nýrra framkvæmda hérna megin hafsins. Hjálmar A. Bergman. Italir auka flugherinn Sírnað er frá Rólmi á þriðju- daginn, að flugher ítalíu telji um þessar mundir 18,000 æfða flugforingja. Staðhæfir Musso- lini að nú séu Italir með öllu ósigrandi í loftinu. Einn af þingmönnum Sam- bandsþingsins i Ottawa, Dr. D. J. Hartigan, Íiberal þingmaður frá Nova Scotia, beindi athygli að því i þingræðu, hver hætta öryggi canadisku þjóðarinnar gæti^ af því stafað, ef Þjóðverj- ar fengi vilja sínum framgengt með flugstöðvar á íslandi. — Blaðið Winnipeg Tribune flutti ítarlega ritstjórnargrein um þetta mál á fimtudaginn var, er nefnd- ist “Swastika Over lceland.” Er þar meðal annars gerð fyrir- spurn um það, hvort varnarsam- band Breta og Frakka viðvíkj- andi Danmörku, gildi einnig um ísland.— Hann Bjartur litli í Blaine Mér nýlega sögð var saga,— þó sagan væri’ ekki löng, þá gaf hún mér sál í söng. Og beina leið barst mér sagan um hjartan og lítinn svein í bænum, sem heitir Blaine. Á vestrænni strönd þið vitið um veðrið — þar sjaldan frýs: þar unir ei snjór né is. Og þess vegna þótti skrítið er þakin var Ströndin öll af djúpri og mjúkri mjöll. Með kátínu á Kyrrahafsströndum þá kútveltust börnin öll og busluðu’ í mjúkri mjöll. Þau, ólmuðust alla vega; í andlitum gleðin skein á börnunum litlu í Blaine. / Þau náðu sér borðabrotum og brúkuðu’ í sleða stað; og hátiðlegt þótti það. Um hádegi’ úr hópnum1 týndist, er hitnandi sólin skein, hann B.jartur litli í Blaine. Hann for inn í hús með fjalir ogj fékk sér hamar og sög, þvi höndin litla var hög. Sem lítill víkingur vann hann, en vissi’ ei hvað tíminn leið; hann borðin sín barði og sneið. Og loksins var starfi lokið; þá ljómaði bros um kinn; liann settist á sleðann sinn. Dagblaðið Wínnipeg Free Press flutti á föstudaginn þann 24. þ. m., eftirfarandi greinar- korn úr “Manchester Guardian” í tilefni af málaleitan Þjóðverja um flugskipahöfn á íslandi: "Fyrir 20 árum eða svo, kom Alfred Vegener, þýzkur jarð- fræðingur, fram með tilgátu, sem mikilli furðu olli og vísindaheim- urinn héfir brotið heilann yfir jafnan siðan; hann staðhæfði, að upprunalega hefði Ameríka og Evrópa verið samfast megin- land áhangandi við Afríku; síð- an hefði þetta smá gliðnað sund- ur og gjáin væri enn að breikka. Einkenmlegar vísinda rannsóknir “Þýzkur vísindamanna leið- angur hafði tekið sér bækistöð á íslandi, til þess að staðfesta þessa ályktun. (ísland hefir ein- hverju sinni verið hluti af slíku mieginlandi). íbúum landsins þótti rannsóknar aðferðin næsta grunsamleg; þeim veittist örðugt að átta sig á því, að Þjóðverjar þessir skyldi þurfa að ferðast um landið þvert og endilangt, mæla hálsa og sléttur, og taka ljósmyndir svo að segja af öllu landinu. Skæðar t’ingur hvísl- uðust á um það, að ekki væri það óhugsandi, að Þjóðverjum væri i rauninni hugarhaldnara um að uppgötva hentuga lend- ingarstaði fyrir flugskip sín, en leiða í ljós áminstar, vísindaleg- ar kennisetningar. Nokkuð jók það og á undrunina, að þýzka herskipið Meteor skyldi dvelja við það langvistum, að mæla dýpi hinna ýmsu fjarða, alveg eins og það væri sjálfstæður þáttur binna vísindalegu rann- sókna. Sú tíð, er þýzkir sjóliðsmenn urðu að biðja um landgönguleyfi, eru nú um garð gengin; nú er það algengt að þeir skipi sér i fylkingar um meginstræti höfuð- lx>rgarinnar og syngi Nazista- söngva. Ekkert vald getur bann- að þeim þetta, þar sem vitað er að Island hefir engan her af neinu tæi; stjómarvöldin gátu ekki einu sinni gripið fram i, er Svo stóð hann up strax og sagði: "Til strákanna út eg fer; nú skal eg þó skemta mér!” Og aldrei var nokkur áður í alheimi sælli en, hann, sem trúlega verk sitt vann. Hann logaði’ af leyndri gleði, og lifið var eins og jól, en sál hans björt eins og sól. Hann opnaði dymar. — Úti var indælt veðrið og gott. — En snjórinn ?—Snjórinn var brott! Sig. Júl. Jóhannesson. þau fengu vitneskju um að Þjóð- verjar hefði ismyglað vopnum inn i landið og útbýtt á meðal hinna fáu fylgifiska sinna. Bróðir Goerings marskálks, sem er háttsettur embættismað- ur í föðurlandi sínu, hefir heim- sótt Island og er í samböndum við Knút Arngrímsson, sem er einn af leiðtogum íhaldsflokks- ins í höfuðborginni; fer Arn- grimsson riiargar ferðir til Þýzka- lands til þess að veita viðtöku fyrirskipunum ; hann hefir samið bók um Þýzkaland Hitlers, og hefir aðra bók í smíðum um sama efni.” SPÁNA IiSTItÍÐINU LOKIÐ Á þriðjudagsmorguninn var Spánarstriðinu, samkvæmt út- varpsfregnum, formlega lokið; hafði Madrid þá gefist upp, og liðsveitir Francos tekið að streyma inn í borgina. Yfirfor- ingi uppgjafahersins í Madrid lýsti yfir því, að bikar blóðsút- hellinganna væri þegar fleyti- fullur, og þar af leiðandi væri frekara viðnám með öllu til- gangslaust. FRUMVARP UM KORNSÖLU Lagt var fram í sambands- þinginu á mánudaginn frumvarp ii'm nýjar ráðstafanir á sviði kornsölunnar. Gerir frumvarp- ið ráð fyrir að lágmarksverð hveitis verði fastsett á 6oc mæl- irinn, No. 1 Northern. Seljist hveitið við hærra verði fær bóndinn uppbót síðar; auk þess er mælt með ákveðinni þóknun á ekru hverja þar sem uppskeru- brestur sverfur að. BEITIR STÓRYRÐUM Mussolini flutti ræðu á sunnu- daginn, þar sem hann gekk svo langt að lýsa yfir því, að fengi þeir Hitler ekki fullnægt ný- lendukröfum sínum, myndi þeir ekki horfa i að ráðast á Breta og Frakka. I'HALDSMENN KLOFNA Þrjátiu og fjórir þingmenn i- haldsflokksins i brezka þinginu, þar á meðal þeir Anthony Eden, Alfred Duff Cooper, Winston Churchill og L. S. Amery, eru komnir i beina mótsögn við Chamberlain-stjórnina vegna ut- anríkisgiálanna, og krefjast þess, að tnynduð verði ný stjórn, er samanstandi af öllum flokkum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.