Lögberg - 30.03.1939, Page 6

Lögberg - 30.03.1939, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAQINN30. MARZ, 1939 O LÍTILL Sjómennirnir fóru yfir ána riÖandi á múlösnum og komu nærri okkur, syngjandi. Stundum fór bát- ur okkar nærri hólmum í ánni — hólmum, sem vaxn- ir voru stargresi og víöi. ÞaÖ er ein af mínum eyÖi- eyjum, hugsaÖi eg, og horfði hrifinn á þessa eyði- eyju. Nú kallaði einhver: "Lyon er hér!’’ Á sama tima hringdi stóra bjallan. Það var Lyon. Eins og í móðu sá eg í þokunni ljósin skína hér og þar á bökkum árinnar. Við fórum undir hverja brúna eftir aðra, og í hvert sinn beigðist hinn mikli reykháfur vélarinnar í tvent og sendi ægilega reykjar- mekki frá sér með hósthryglu. Á bátnum voru um- brot mikil; menn að fara og koma, alt í þvögu. Menn báru kistur sínar og kassa, og skipsmenn bölvuðu mikið, þar sem þeir voru að velta þungum ámurn i myrkrinu. Það rigndi. Raunverulega, ef pabbi hefði ekki komið til að draga okkur úr þeirri þvögu, þá hefðum við aldrei komist úr henni. Hann kom í áttina til okkar í þok- unni og þreifaði fyrir sér hrópandi: “Hver fer þar! Hver fer þar?” Þegar við heyrðum þessi alkunnu orð: “Qui vive,” svöruðum við: “Vinir”, öll safnan fjögur með miklum fögnuði. Pabbi faðmaði okkur biíðlega, tók með annari hendi mig og hinni Jack og leiddi okkur, og sagði við konurnar: “Komið þið á eftir.” Svo lögðum við af stað. Hann var maður. Við komumst mjög lítið áfram. Það var niðdimt og sleipt. Við hvert spor rákum við fæturna í eitt- hvað. Alt í einu heyrðum við hvelt neyðaróp frá enda skipsins. “Robinson ! Robinson!” sagði röddin. “Ó, Guð!” hrópaði eg og reyndi að losa mig. En pabbi hélt eg væri að detta og hélt mér því fastara. Aftur heyrðist þetta hvella, skríkju-kenda neyðar- óp: “Robinson, vesalings Robinson!” Eg reyndi enn að losa hendina. “Það er páfagaukurinn minn, það er páfagaukurinn minn!” sagði eg. “Hann, hefir nú fengið málið!” sagði Jack. Það var orð og að sönnu; hann hafði fengið málið. Það heyrðist til hans svo mílum skifti. 1 öllum vandræðunum hafði eg gleymt honum þarna við akkerissveifina, og þaðan var hann að kalla af öllum kröftum: “Robinson! Robinson! Vesalings Robinson minn!” Til allrar ógæfu voruin við langt frá og kafteinn- inn hrópaði: “Flýtið ykkur!” “Við} förum á morgun að leita að honum,” sagði pabbi. “Það týnist ekkert á bátnum. Og um leið og hann sagði þetta, togaði hann mig áfram. Daginn eftir fórumi við að leita og fundum ekki. Lesarinn | getur hugsað sér hvernig mér leið: Enginn Frjádagur; i enginn páfagaukur og þvi Robinson ómögulegur. Tækifærið jafnvel fyrir þann, sem hefði verið allur af vilja gerður, var fremur lítið fyrir óbygða eyju á fjórða lofti í byggingu, þar sem alt var fult af ryki og raka. Innan mánaðar varð gamla Anna veik. Þoku- loftið var að deyða hana. Við urðum að flytja hana suður og sunnar. Hún vildi ekki fara. Hún vildi ekki skilja við okkur; þessi stúlka, sem þótti svo vænt um mömmu, gat ekki slitið sig í burtu. Hún vildi að við hjúkruðum sér, og sagðist ekki skyldi deyja. Við urðum að taka hana með valdi um borð. Þegar hún kom til Suður-Frakklands giftist hún í örvænt- ingu. Nú var Anna farin og við tókum enga vinnu- konu í staðinn. Það kórónaði alla aðra ógæfu. Kona dyravarðarins varð nú að gera aHa erfiðisvinnu og mamma skaðbrendi hvítu hendurnar sínar við að láta í hitunarbáknið — hvítu, hendurnar, sem mér þótti svo vænt um; matinn fyrir húsið sótti Jack. Honum var fengin stór karfa og honum var sagt: “Þú kaupir þetta og þetta.” Og hann keypti sannarlega þetta og þetta; en altaf skælandi. Vesalings Jack; honum leið hreint ekki vel. Nei, það var langt frá því. Pabbi var orðinn svo þreyttur á þessum óendanlegu skælum að honum* var orðið hálf-illa við Jack. Sannleikurinn var sá, að hvenær sem Jack sá pabba, varð hann eins og máttlaus og ringlaður. Hérna er lítil saga því til sönnunar; sagan um krukkuna. Eitt kvöld þegar sezt var að borðinu sázt að ekki var vatnsdropi til í húsinu. “Eg skal fara eftir vatni, ef þið viljið,” sagði Jack mjög góðlátlega. Vatnið var vanalega sótt í stórri steinkrukku. Pabbi ypti öxlum. Honum leizt ekki á. “Ef Jack fer eftir vatninu, þá brýtur hann krukk- una; það fer ekki hjá því.” “Heyrirðu það, Jack?” sagði mamma, sem talaði mjög stilt og rólega. “Þú heyrir það. Farðu varlega og brjóttu ekki krukkuna.” Pabbi hélt áfram talinu og sagði: “Það er þýð- ingarlaust fyrir þig að vera að segja honuin þetta. Flann brýtur hana hvað sem sagt er.” Nú heyrðist til Jack: “Hversvegna viltu að eg brjóti hana endlega?” "Eg vil ekki að þú brjótir hana, en eg segi, að þú munir brjóta hana,” sagði pabbi með áherzlu, sem tók fyrir allan mótþróa af Jacks hendi. Jack þagði, tók krukkuna og lagði af stað, skjálf- andi á beinunum, hröðum skrefum og svipurinn virtist segja: “Ah, þú heldur eg brjóti hana? Við skulum sjá.” Svo liðu fimm, tíu minútur og ekki kom Jack. Mamma varð óróleg. Hversvegna kemur ekki dreng- urinn?” sagði hún. "Það er auðskilið hversvegna hann er ekki kom- inn,” sagði pabbi með þrumandi rödd. “Hann hefir brotið krukkuna og þorir ekki að koma inn.” Og um leið og hann sagði þetta, stóð hann upp með þóttasvip, þó hann væri í raun og veru hinn hezti maður, og opnaði dyrnar að sjá hvort ekki væn drengur kominn. Hann þurfti ekki langt að fara; Jack var við dyrnar könnulaus, þögull sem steingerv- ingur. Þegar hann sá pabba fölnaði hann og sagði með veikri og skjálfandi rödd: "Eg braut hana.” Ilann braut hana; það reyndist sro. í annálum Eyssette fjölskyldunnar kölluðum við þetta “Krukku-æfintýrið.” Við vorurn búin að vera hér um bil tvo mánuði í Lyon, þegar foreldrar okkar fóru að ræða um að menta okkur. Faðir okkar hefði viljað senda okkur á “college” en það var of dýrt. En hvernig væri að við sendum þá, á einn af þessum skólum, sem kirkj- urnar ráða yfir. Eg hugsa þeim liði þar vel,” sagði mamma. Pabba líkaði hugmyndin vel og þar sem Saint Nizier var næsta kirkjan, þá sendu þau okkur í skóla þann, sem þeirri kirkju tilheyrði. Það var býsna skemtilegt á þeim skóla. í staðinn fyrir að þrengja að okkur grísku og latínu, eins og sjálfsagt var á öðrum skólum, þá var okkur kend messugerð og söngvar, að beygja hnén og brenna reykelsi snoturlega, sem reyndist mikið vandaverk. Við vorurn hingað og þangað við þessar ýmsu æfing- ar, í garðinum við ýmsar heilagar hendingar og latneska málfræði; en þetta var bara aukreitis. Um fram alt áttum við að þjóna kirkjunni. Til mikillar óhamingju var eg mjög smár vexti, og það gerði mig rnjög órólegan. Hugsið ykkur það, að þegar eg tylti mér á tá, náði eg ekki mikið hærra en hvítu sokkarnir meðhjálparans. og svo var eg líka grannur. Einu sinni við messugerð, þegar eg var að færa stóru postillurnar til, datt eg; bókin var svo þung. Eg féll endilangur á pallinn framan við grát- urnar og púltið, sem þetta bákn féll á brotnaði. Þetta var á hvítasunnu. Þvílíkt hneyksli! Að undanteknum þessuip smámunum, serni hlutust af smæð minni, leið mér vel á minn hátt, og þegar við háttuðum að kvöld- inu, Jack og eg, töluðum við um það, að það væri hreint ekki afleitt að vera á þessum skóla, þegar öllu væri saman jafnað. Til allrar ógæfu vorum við ekki lengi þarna. Einn af vinum fjölskyldunnar í Suður- Frakklandi skrifaði Pabba og sagði að ef hann óskaði eftir því sem* kallað er “scholarship”, þá gæti hann fengið það að Lyon fyrir annan drenginn. "Það er fyrir Daníel,” sagði pabbi. “En hvað er um Jack?” sagði mamma. “Ó, Jack! Eg hefi hann með mér. Eg hefi tekið eftir því að hann er hneigður fyrir verzlun. Við gerum hann að verzlunarmanni.” Þetta virtist mér merkilegt, að pabbi skyldi halda að Jack væri hneigður til verzlunarstarfa. I Ivorki eg né nokkur annar gat séð um það leyti að hann væri hneigður til nokkurs nema að skæla, og það hefði hver maður sagt honurn hefði hann spurt nokkuð út í það. En pabbi gerði það ekki. Hann spurði aldrei neinn ráða. Það semi eg rak augun í fyrst þegar eg kom i skólann var það, að eg var i blússu en enginn annar. Að Lyon eru heldri manna synir aldrei í blússum. Þegar eg kom ínn fóru strákarnir að gera háð að mér. Einn sagði: “Nei, sjáið þið, hann er í blússu þessi!” Kennarinn gretti sig og hafði altaf ógeð á mér eftir það. Svo þegar hann talaði til mín var það altaf með ólund. Aldrei kallaði hann mig mínu rétta nafni, heldur: “Eh! Þú þarna lítill!” Eg var búinn að segja honum tuttugu sinnuin að eg héti Daníel Ey-sst-te. Loksins fekk eg viðurnefnið “Lítill” og festist það við mig. Það var fleira en blússan sem gerði mig frá- skildan hinum* drengjunum. Hinir höfðu skólatöskur úr gulu leðri, blekbyttur úr ilmvið, stilabækur bundn- ar og nýjar skólabækur með neðanmáls letri. Mínar bækur voru gamlar, myglaðar, uppþornaðar, spjöldin hrufluð og hrakin og stundum voru blöð týnd úr bók- unum. Jack reyndi að laga þetta með því að binda bækurnar í stífan pappír og líma þær, en hafði altaf of mikið lím, sem klestist út um alt. Þessi líming í stífurn pappír sí og æ, varð að ástríðu fyrir Jack, alveg eins og skælurnar. Altaf hafði hann við eldinn líin-dalla allra ltanda og æfinlega þegar hann slapp út úr búðinni, fór hann að líma og binda í bækur. Sjálfur fór eg að skilja fullvel, að þegar maður er að'kominn stúdent úr öðru hverfi og er í blússu og hefir viðurnefnið Lítill, þá verður maður að vinna vel, til þess að jafnast á við hina. Eg einsetti mér að vinna vel og gerði það. Mér jókst hugur. Það var á mánudaginn, í júlí mánuði, að þegar eg fór heim af skólanum, lét eg korna mér til að taka þátt í leiknum “Prisoners’ Base” og þegar eg íoksins lagði af stað heimi, var orðið mjög framorðið. Eg hlóp því án þess að stanza, með bækurnar á bak- inu og húfuna á milli tannanna. Af því eg var svo hræddur við pabba, var eg vanur að stanza áður en eg mætti honum, á meðan eð væri að setja saman einhverja lygasögu til að afsaka mig. Eins gerði eg nú og hringdi svo rösklega. Það var pabbi sjálfur setn opnaði. “Hvað þú kemur seint!” sagði hann. Eg þóttist vita að nú fengi eg úrhellis skammir. Mér varð ilt fyrir hjart- anu, en hann tók mig í faðm sér og faðmaði mið þegjandi. Eg, sem hafði búist við grængolandi skömmum, varð alveg hissa á slíkum viðtökum og þessum. Fyrst hugsaði eg að rektorinn frá Sáint Nizier ætlaði að borða miðdagsverð með okkur, því þegar svo stóð á vorum við aldrei skammaðir. En þegar eg kom inn i borðstofuna sá eg að eitthvað annað stóð til — aðeins diskar fyrir okkur pabba á borðinu. "En mamma og Jack?” spurði eg hissa. Pabbi svaraði þýðlega, sem var alveg óvanalegt: “Mamma þín og Jack fóru í ferðalag, bróðir þinn, rektorinn, er mjög veikur.” Og svo til að draga úr því sem hann hafði sagt, bætti hann við nærri glaðlega: “Maður segir nú svona; það er vani. V’ið fengum bréf, sem sýndi að hann er í rúminu; mamma þín vildi endilega fara eins og þú skilur, og eg lofaði Jack að fylgja henni. En þetta fer líklega alt vel. Við skulum borða, eg er bara svangur.” Eg settist að borðinu án þess að segja nokkuð, en mér var þungt fyrir hjarta og mér var nærri ó- mögulegt að halda mér frá því að gráta. Þegar eg hugsaði um það' að eldri bróðir minn, rektorinn, væri mjög veikur. Eg dró upp mynd af honum í hug- anum þar sem hann lá i rúminu og kvaldist (eitthvað sagði mér að svo myndi vera). Og það sem tvö- faldaði sorgina var það, að mér flaug í hug að þetta væri mín sök. Einhver rödd úr djúpi tilfinmnganna sagði: “Guð er að hegna þér. Þetta er þér að kenna. Maður má til að vera góður og gera rétt — segja satt. Enginn má segja ósatt.” Og gagntekinn af þeirri hugsun að Guð hefði til að hegna mér, tekið bróður minn á burt, til ókunna landsins, varð eg smár í mínum eigin augum og sem Lítill hugsaði eg: “Aldrei, nei, aldrei skal eg leika þennan andstygðar- leik aftur — þennan ótætis skessuleik.” Þegar við vorum búnir að borða, var kveikt ljós og kveldverkin byrjuðu. Pabbi hafði látið stóru bækurnár bara ofan á borðdúkinn og var nú að leggja saman með hárri röddu. Eg hafði opnað glugga og stóð þar í glugganum að parti og studdist á olnboga. Eg hafði staðið þannig nokkur augnablik og var að hugsa um hvað alt væri nú ömurlegt og horfði út í bláinn, þegar dyrabjöllunni var hringt hastarlega og eg vakinn frá þessum hugleiðingum hrottalega. Eg leit flóttalega til pabba og stökk fram að dyrunum. Maður stóð á þrepskildinum. Eg sá hann óglöggt í skugganum, þar sem hann rétti að mér eitthvað, sem eg vildi helzt ekki taka við. “Það er símskeyti,” sagði hann. “Símskeyti; mikli guð!” Hvað átti eg að gera? Eg tók við því og kólnaði upp og ætlaði að hrynda aftur hurðinni, en maðurinn setti fótinn á milli og sagði kuldalega: "Það verður að kvitta fyrir það.” Það varð að kvitta fyrir það. Eg skildi það ekki. Það var fyrsta símskeytið sem eg fékk. "Hver er þarna, Daníel?” sagði pabbi og röddin titraði. Eg svaraði: “Það er ekkert, bara fá- tæklingur.” Eg benti manninum um leið að bíða mín. Eg hljóp svo inn í herbergi mitt og fálmaði eftir blek- byttu og kom svo til baka. Maðurinn sagði; “Skrifaðu á þessa línu.” Lítill skrifaði með skjálfandi hendi við lampa- Ijósið í stiganum, svo lokaði hann hurðinni og faldi símskeytið undir blússunni. “Svo það var betlari?” sagði pabbi og leit til mín spurnaraugum. Eg svaraði án þess að roðna: “Það var betlari.” Og til að draga úr efanum fór eg í gluggann aftur.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.