Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 4
4 LÖQ-BER/G, FIMTUDAGINN 30. MARZ, 1939 -------------- Hiigberg --------------------------- GefiB út hvern fimtudag af THE COGUMBIA PRESS, UIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 665 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ísland I. Þegar stórmál eru á dagskrá hjá heimaþjóðinni örv- ast hjartaslög Yestur-lslendingsins; ekkert það, sem snertir menningarlega tilveru hennar lætur hann sér þá óviðkomadi; svo á það líka að vera, og verður vonandi um langan aldur. Hjarta Vestur-lslendingsins sló ört um síðustu helgi, er dagblöð Winnipegborgar, sími og útvarp, fluttu fregnir um það, að Adolf Hitler væri fyrir hönd Þriðja ríkisins að reyna að ná fótfestu á Islandi með því að koma þar upp flugstöðvum; þetita vakti eigi aðeins óhemju undrun meðal Vestur-Tslendinga sjálfra í heild, heldur og meðal hinna mörgu vina þeirra og íslenzku þjóðarinnar víðsvegar um þetta mikla meginland; mönn- um var það yfir höfuð nokkurn veginn kunnugt, að Adolf Hitler væri í seinni tíð vanari öðru en því, að sætta sig við synjun. Hinn röggsami forsætisráðherra íslenzku þjóðarinnar, hr. Hermann Jónasson, synjaði kröfu Hitlers og sagði nei; er hann víst fyrsti þjóð- leiðtoginn, og ísland fyrsta þjóðin, sem Hitler hefir fengið afsvar hjá, og vakti fregnin um það almenna hrifningu meðal Vestur-lslendinga. II. Þegar Jónas alþingismaður Jónsson var hér á ferð í fyrra sumar. raeddi hann margt og mikið um samvinnu- mál milli Austur og Vestur-Islendinga; féll þetta af skiljanlegum ástæðum í frjóva jörð; eftir að hann kom heim hefir hann margt viturlega ritað um þessi efni, og unnið að því kappsamlega, að hrinda hugsjónum sínum í framkvæmd. 1 síðasta tölublaði Lögbergs var birt grein eftir hann um íslenzku blöðin vestanhafs og þörfina á að halda þeim við lýði; er Jónas Jónsson víst fyrsti og eini maðurinn, sem beitt hefir sér fyrir um það, að afta vestur-íslenzku vikublöðunum kaupenda á Tslandi svo um muni. Kafli úr ritgerðinni er á þessa leið: “ Vökumannafélagið hér í Reykjavík er nú að efna til umfangsmikilla bréfaskrifta milli unglinga á Islandi og æskulýðs af íslenzkum stofni í Ampríku.—Vökumenn beita sér líka fyrir því, að útvega Vesturheimsblöðunum báðum nokkra tugi borgandi kaupenda. Þeir vænta þess að öll heÞtu fyrirtæki í landinu, bankar, verzlanir, sjúkrahús og skólar kaupi bæði blöðin. Stjórn Vöku- manna mun bréflega og símleiðis leita. eftir kaupendum, en þó því eins að bæði blöðin séu keypt. ” Með þessari nýju tilraun er oss rétt samstarfshönd yfir hafið, og ætti slíkt að verða nokkur hvöt til aukinnar alúðar við lífdagalenging vikublaðanna íslenzku vestan hafs. m. Á forsíðu þessa blaðs birtist símskeyti frá Reykja- vík til Hjálmars A. Bergman, K.C., frá formanni utan- ríkismálanefndar, sem í þessu tilfelli er Jónas alþingis- maður Jónsson ;-felur skeyti þetta í sér ákveðna sönnun þess enn, hve vinir vorir og ættbræður austanhafs láta sér hugarhaldið um það, að verða oss að menningarjegu liði; hefir Alþingi, samkvæmt símskeyti þessu, afgreitt frumvarp til laga um að gefa Manitoba háskólanum allar nýjar, íslenzkar bækur. Með hinni höfðinglegu gjöf sinni, lagði Arnljótur B. Ólson grundvöll að mikilvægu safni íslenzkra l)óka við Manitoba háskólann. Og nú hefir Alþingi, fyrir at- beina Jónasar Jónssonar, trygt framtíð sívaxandi bóka- safns við mentastofnun jiessa. Hver veit nema við eig- um hér annað Fiske safn í vændum? Eitthvað hlýtur að birta yfir þjóðlífi Islendinga vestan hafs, er háskóla- stóllinn og bókasafnið hefja lífræna starfsemi vor á meðal. Spor í rétta átt Stjórnin í New Brunswick hefir lýst yfir því, að hún ætli sér að verja miljón dölum á næstu fimm árum í því augnamiði, að greiða veg ungum mönnum inn á svið landbúnaðarins; gera þá að góðum og gildum bændum. Með þessu hygst stjórnin að ráða fram úr atvinnuleys- inu, sem sorfið hefir fast að almenningi þar eystra engu síður en annarsstaðar. Þetta ættu fleiri fylki að taka sér til fyrirmyndar, því við brjóst moldarinnar leysast mörg vandamál mannkynsins. Á krossgötum Samkvæmt bráðarbirgðayfir- liti hagstofunnar hefir útflutn- ingurinn numið 2,822 þúsund krónum í janúarmánuði. Inn- flutt hefir verið fyrir 3,254 þús- und krónur. I fyrra nam út- flutningurinn 1.419 þúsund krónum. Hefir verzlunarjöfn- uðurinn því verið óhagstæður um 432 þúsund krónur í janúar- mánuði í ár, en um 1,137 þús- und krónur í fyrra. Helztu út- flutningsliðirnir nú voru ísfiskur fyrir 600 þúsund krónur, salt- fiskur fyrir 500 þúsund krónur, síldarolía fyrir 400 þúsund krón- ur, síld fyrir 375 þúsund krónur og síldarmjöl fyrir 280 þúsund krónur. -f Ríkisstjórnin hefir ákveðið að hefja samningaumleitanir við stjórn Francos á Spáni urti verzlunarviðskifti á milli land- anna. Hefir Helgi P. Briem verið kvaddur til þessa erind- rekstrar ásamt Kristjáni Einars- syni framkvæmdarstjóra. Norð- menn hafa einnig hafið svipaða samninga við stjórn Francos. 4 Dálitil snjókoma og allhvasst var við suðurströndina, og þó einkum suðvesturströndina, í fyrrinótt, en hlánaði, þegar leið að morgni. Norðanlands var veður betra og úrkomulítið Mun úrkoman lítið hafa náð norður fyrir Seyðisfjörð að austan og Patreksfjörð að vestan. Nokkrar smávegis síma- þilanir urðu. Suðurlandslínan slitnaði af völdúm ísingar hjá Flögu í Skaftártungu og var sambandslaust þar fyrir austan í gærmorgun. Á Holtavörðu- heiði slitnaði ritsímaþráður og á milli Kalastaðakots og Voga- tungu urðu smávegis línubilanir. Viðgerðum á þessum bilunum var lokið um miðjan dag i gær. 4 í fyrravetur kostaði fræðslu- málastjórnin einn mann til far- kenslu í skíðaíþrótt á Vestfjörð- um. Gafst þessi nýbreytni vel og voru námskeiðin fjölsótt. I vetur hefir þessi starfse'mi verið aukin og starfa þrír menn að þessari farkenslu á vegum fræðslumálastjórnarinnar nú í vetur. Halda þessir skíðakenn- arar námskeið á Austfjörðum, i Eyjafirði og S.uður-Þingeyjar- sýslu og á Vestfjörðum. Byrj- aði kenslan að þessu sinni um eða litlu fyrir áramótin og stend- ur hvert námskeið í 1—2 vikur. Fræðslumálastjórnin g e 1 d u r kennurunuin venjulegt farkenn- arakaup, en sveitir eða skólar, sem verða kenslunnar aðnjót- andi, sjá um dvalarkostnað þeirra og flutning milli kenslu- staða. 4 Nokkrir stúdentar hafa ákveð- ið að gangast fyrir félagshreyf- ingu, er nái vítt u’m land og miði að því, að gera fólki kleift að ferðast um landið á ódýran hátt, og hvetja fólk til ferðalaga á reiðhjólum eða fótgangandi. Er félagsskapur þessi nefndur farfuglahreyfingin og eru svip- uð samtök útbreidd víða um lönd. Þeir, sem fyrir þessum félagsskap beita sér, liafa í hyggju að leita samvinnu við ungmennafélög landsins og er fyrirhugað að fá að nota fundar- og samkomuhús og skólabygging- ar sem gististaði, og búa þau eldfærum og teppum, svo að ferðalangar geti gist þar 'með' litlum kostnaði. í öðrum lönd- um hafa félög þessi víða reist sér sína eigis gististaði. Fyrsta farfuglafélagið var stofnað af nemendum mentaskólans í gær. Gengu 150 manns í þetta nýja félag. Formaður þess var kos- inn Kristbjörg Ólafsdóttir. iNæstu vikur verða slík félög stofnuð víðar. 4 Fjárveitinganefnd d a n s k a þingsins hefir ákvarðað að veita 25 þúsund krónur á ári næstu fimm ár til undirbúnings að samningu íslenzkrar orðabókar og útgáfu fornaldarsagna. Eiga þýðingar orðanna að vera bæði á ensku og dönsku. Hafði for- stöðunefnd Árnasafns sótt um 50 þúsund króna árlegan styrk til þessa. Eigi nægir þó þessi fjárveiting nándar nærri til að standast kostnað af þessari út- gáfu. —Tíminn 11. febr. Mývatn (Grein þessi er niðurlag á bréfi, er Jón Halldórsson, Gam- alíelssonar, skrifar frænda sín- um vestra 20. apríl 1913, frá Lincoln. Jón er fæddur í Ytri- Neslöndum við Mývatn 21. febrúar 1838 og flutti til Vest- urheims 1873). Eg ætla bara að spyrja þig að einni spurningu, hvort þér þykir hún nauðsynleg eða ekki. Hefir þú séð nokkurt vatn, sem kemst í nokkurn samjöfnuð við Mý- vatn? Eg hefi séð nokkur vötn hér, en hefi snúið mér frá þeifm fullur af fýlu. Tignarlega vatn- ið hjá Milwaukee er eins og sjórinn hjá Húsavík, nema það vantar Yíkurfjöllin, skeljarnar i fjörunni og tignarlegu lognöld- una, þegar hún kemur svo hnar- reist inn, og þó getur hver fót- hvatur drengur hlaupið fleiri faðma á móti henni og komið alveg þur til baka. Vatnið hjá Duluth, Minn, er hér um bil steypt i sama móti. Eg hlakk- aði mikið til að sjá Stóra Quill Eake, en varð fyrir stórum von- brigðum; ekki nema einn hólmi, sem þeir; kalla eyju, engar aðrar tilbreytingar; maður gat þó f- myndað sér skóginn í fjarlægð fyrir fjöll, en það var bara í- myndun. Sólsetrið á vatninu Ef þér og meðlimir tjölskyldunnar þarfnist fjárhagslegs stuðn- ings i lifanda lífi S júk-raluísvistar ekknastyrks eða hjálpar til barnanna örorkutryggingu ellistyrk eða önnur hlunnindi sam- kvæmt félagslögum vorum, þá gangið í félagsskapinn nú þegar. pér getið skrifað eftir upp- lýsingum á íslenzku, ef þér æskið. The Central Canada Benevolent Ass'n 325A MAIN STREET, WINNIPEG var mjög fallegt. Andirnar, þessar fáu, sýndust hræddar að koma út úr lónum og sefi, þegj- andi eins og steinn. Auðvitað var kominn sept. og nóv., en hvað gjörði það til á Mývatni? Meðan hávellian var, var líf í öllti, hvort sem það hafði nokkra rödd eða enga. Eg gleymi aldrei umskiftunum eftir að hafa verið allan vetur- inn (þegar maður var ekki á skiðum eða leggjia-skautum) með janga kverið, niðri í piltahúsi við frosinn glugga, í djúpri gluggatótt, eða á hellunni milli kúnna við daufa skjábirtu. }l4aða munur að mega vera sunnanundir ihaðstofustafninum daginn eftir að vátnið leysti. Sjá sólina koma upp á Námafjall- inu, fjöllin spegla sig í vatninu, sem alt moraði i öndum, ekki af einni sort, heldur 100 tegundum; ekki þegjandi, heldur lagði hljótninn um alt og bergmálaði síðan frá Smjerkletti og öðrum smærri. Ekki voru heldur þess- ir hópar hreyfingarlausir. Steggj- arnir rendu sér hver á annan, hóparnir þeyttust i loft upp með miklum dyn, eða steyptust á kaf eins og Grímur yEgir eða Leiru- lækjar-Fúsi. Ekki var kvöldið eftirbátur dagsins; þá sungu álftirnar með hávellunum vestur á tjörnunum. Eg hefi æði víða farið, en ekki séð neitt líkt þessu og aldrei fundið sömu strengi hrærast í brjósti mér við nokk- ura náttúrufegurð eins og daginn eftir að vatnið leysti. Þú heldur nú að eg sé að Uppgötvun í bragðmildi sem þér megið ekki án vera! .Sfámrn fflafáefú OLD RYE WHISKY PRODUCT OF HIRAM WRLRER & SOHS, CAHADA DISTILLERS 0F THE W0RLD-FAM0US CANADIAN CLUB WHISKY PRICE LIST OF HIRAM WALKER BRANDS CANADIAN CLUB WHISKY No. 265 — 40 o*........$4 .40 No. 266 — 25 o*........3.00 SPECIAL HIGHLAND WHISKY No 320 — 40 o*.........$3.75 No. 321 - 25 o* .......2.40 SCOTTISH CHIEF WHISKY No. 324 - 40 o*. ......$3.75 No. 325 - 25 o*........2.40 OLD RYE WHISKY No. 267 - 40 0« ... $3.25 No 268- 25o*..........2.15 No 269— 12 o* . . 1.00 LONDON ORY GIN No 592 — 40 o* No 593 - 25 o* No 594 - 12 o* $2.90 2.00 1.00 This íitlvertisement Is not inserted by the Government Liquor Control Coiri' mÍHHÍon. The ComnilHsion íh not rcHiíonHÍble for HtatementH made a.s to qnallty of produetH advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.