Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 30.03.1939, Blaðsíða 5
LÖGKBERGr, FIMTUDAGINN 30. MAIíZ, 1939 5 stæla L. G. í Heimskringlu, en eg vona aÖ þú finnir, að það er frumminning frá Grímsstöðum við Mývatn, ekki skáldleg, heklur lítið sýnishorn af ein- um degi, þó eg gleymdi að segja, að eg lærði ekkert í kverinu þann dag. —Lesbók. Bréf frá Matthíasi Jochumssyni til Björnstjerne Björnson ♦ -f Akureyri, ísland, io. okt. 1891. Herra Björnstjerne Björnson, Háttvirti herra! Einn vinur minn, Jórt Björns- son, biður mig um meðmæli, með því að hann ætlar til Noregs sér til heilsubótar, og langar hann þá eins og hvern mentaðan ís- lending til að sjá — páfann um leið og Róm. Hann er gæfur og skynsamur maður — fylgir miinni frjálslyndu stefnu (sit venia verbo). Þökk, kæri B., fyrir alt yðar starf! Mikil blessun er það að hfa á vorum tímum. Sérstak- lega þökk fyrir karlmensku yðar og hetjuskap! Eg gæti kyst á enni Dofrans, en þaðan eruð þér út genginn eins og Pallas stökk út úr höfði Seifs. Teljið ekki þessi orð neinar öfgar, eg er ekki skapaður til að skrafa hversdagsmál við skáld — þó að eg sé sjálfur aðeins einn hinna smáu — en íslendingur getur aldrei orðið heill, og enn síður mikill maður, nema einhver al- veg óvenjuleg atvik komi til. — Eg hefi frá æsku okkar beggja fylgt. yður með látlausum áhuga — Ibsen líka, en andríki hans skil eg ekki eins vel, sizt í hin- um síðari sjónleikum hans — og altaf, eða þvínær ávalt, hefi eg glaðst af starfi yðar — eg segi starfi, því að þér eruð grjótpáll fyrir landinu, þér eruð enginn hlutlaus, enginn draumóra andi, heldur innblásinn athafnamaður, mikill siðskörungur, og það er það, sem tíminn þarfast. Og svo eitt: Vér verðum að vera trúarinnar og lífsins menn — ekká erfikenningiarinnar og enn siður trúarsetninganna, en vér verðum að trúa lífinu, geta átt heimq, verið alveg eins og heima hjá okkur, hugsjónarlega talað, í lífinu: Sópist burtu synir þjóða, sópist allir jafnt! Það hið stóra, það hið góða, það skal vinna samt! kvað eg eitt sinn við vin. Hvað eg hló, þegar eg fyrst heyrði um hneykslið, sem varð þegar þér og síðan Jianson sluppuð út úr “þokunni.” Þessu spáði eg yður, þegar eg 1872 naut þess heiðurs að tala fáein orð við yður. — (Eg hafði meðmiælabréf með- ferðis, eg held frá hr. Vullum, en þvi gleymdi eg). Þér höfð- uð heyrt frá Askov, að eg væri nokkuð frjálshuga í trúarefnum og veittuð mér nokkra ofanígjöf. Eins gerði Janson! 1874. En nú — er alt í lagi — nema það, að eg er enn prestur í kirkju vorri — en kirkja vor á ekkert skylt við umburðarleysi, og eg hefi hvað eftir annað sagt opinber- lega, hverju eg trúi og hverju eg trúi ekki, og jafnframt lýst yfir því, að eg stæði á hinum sanna grundvelli mótmælendatrú- ar, sem sé einstaklingshyggjunn- ar í trúarefnum, sem einnig er grundvöllur frjálsrar rannsókn- ar. Að menn eins og þið í Noregi fari of langt til andstæðu hliðarinnar eftir “þokuna,” virð- ist mér eðlisnauðsyn. Fyrirgef- ið einurð mína. Síðasta póst- skipið okkar er á förum og eg á mörg bréf eftir. Þvi miður er bókmentastarf mitt sama sem ekkert, en ögn vinn eg þó, eink- um með bréfum, fyrirlestrum, prédikunum og tækifæriskvæð- um. Eg er þó mildur og aldrei hefir mér fundist eg vera eins ungur og trúaður og nú. • Guð er í öllu, hann er það sursum corda, sem veitir huganum fró alt til æfiloka. En vér verðum að elska meðbræður vora og dýr- in með og læna gæsku og fegurð eins og góð og elskuleg börn. Eg á 9 börn, flest ung, hefi átt þrjár konur og er 56 ára gamall. Getið þér fyrirgefið mœlgi mína? Lifið heilir. Kveðja til Noregs frá íslandi! Yðar heiðrandi vinur, Matth. Jochumsson (Þýð. dr. Guðm. Finnbogasonar) —Lesbók Mbl. Jæja, tók Pétur litli meðalið sitt eins og maður? —Já, hann hagaði sér alveg eins og hann væri vitlaus og kastaði að lokum meðalaglasinu út um gluggann. KIRKJUGARÐURINN ÞAR SEM JÓNAS HALLGRIMSSON ER GRAFINN Bálfarir i Danmörku eru nú orðnar svo algengar, að þriðj- ungur þeirrá, sem falla frá í kaupmannahöfn, fer ekki ofan í jörðina. Útför þeirra fer fram i bálstofu. Afleiðingin verður sú, að hætt verður að nota Assistents Kirke- gaard se'mi grafreit. En þar var þjóðskáldið Jónas Hallgrimsson jarðsettur. Reyndin er sú, að grafhelgi stendur sjaldan marga manns- aldra. Ássistents Kirkegaard verður breytt í skrúðgarð. Leg- steinar fara og leiðin verða jöfn- uð við jörðu. Þetta er sama sagan og í Reykjavík, þegar “Bæjarfógetagarðinum” við Að- alstræti og í Kirkjustræti var breytt í skrúðgarð. Þar sjást nú engin verksummerki leið- anna. Ajssistemts (Kirkegaard er í þéttbýlum hluta Kaupmanna- hafnar, og því kærkomið að fá þar skemtigarð handa almenn- ingi. Morgunbl. 5. marz. VILHJALMUR ÞÓR A AÐ SEMJA UM AMERISKA LANIÐ Dr. Wright og félagi hans voru á fundi með ríkisstjórn- inni í gær út af lánstilboði þeirra. Óskaði Mr. Wright eftir þvi, að rikisstjórnin feli Vilhjálmi Þór framkvæmdarstjóra að semja við hinn ameríska banka um hið um- talaða stórlán. Telur hann að með því móti muni beinir samn- ingar geta hafist milli ríkis- stjórnarinnar og hins ameríska hanka. Munnlegt loforð hefir ríkis- stjórnin gefið um það að hún gæfi hinum ameríska banka á- kveðið svar um lán þetta, áður en hún kynni að leita til annara uiru lán. .Er heimildamaður blaðsins að þessari frétt var spurður að því hver hinn ameríski banki væri, sagði hann að dr. Wright vildi ekki segja frá því. En undir eins og Vilhjálmur Þór fengi umboð rikisstjórnarinnar til þess að semja um lánið, þá yrði hon- um vísað á bankann þar vestra. Morgunbl. 10. marz. “Það er leiðinlegt, að þér skul- i;ð ekki kunna að spila whist, annars gætuð þér spilað með okkur i kvöld.” “Því skyldi eg ekki kunna whist! Þér hljótið að muna eftir því, að við spiluðum saman whist í fyrravetur?” “Já, einmitt þess vegna veit eg að þér kunnið ekki whist.” ♦ 4- Frúin (æf) : Það er engu lík- ara en að þér imyndið yður, stúlka mín, að þér séuð frúin hér í húsinu! Stúlkan: Nei, það hefir mér aldrei dottið í hug! Frúin: Jæja, mikið var! En munið þ álíka eftir því fram- vegis, að hegða yður ekki eins og skessa. , Hafið þér reynt vort nýja Butter-Nut Loaf? «« Auðugt að smjörgæðum . . . Sœtt eins og hnota” ► Ópakkað ► Pakkað ► Sneitt og pakkað Ljúft í samsetningu . . . Ljúffengt á bragðið Sparar mikið, líka Er ljuffengt í Sandwiclies og óviðjafnanlegt í Toast REYNIÐ LOAF Á MORGUN! CANADA BREAD COMPANY LIMITED IIRINGIÐ 39 017 OG LATIfí EINN AF VORUM 100 PRÚfíU UMBOfíSMÖNNUM HEIMSÆKJA YfíUR DAGLEGA GrlFTINGA- OG AFMÆLISKÖKUR BÚNAR TIL SAMKVÆMT PÖNTUN FRANK HANNTBAL, Mgr.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.