Lögberg - 20.04.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 20.04.1939, Blaðsíða 4
4 LÖG-BEBG, FIMTUDAGINN 20. APIví b, 1939 -------------- HöBÖErg ---------------------------- ' Gefiö út hvern fimtudag af THE COIAJMBIA PRESS, IjIMITED 695 Sargent Ave., Winnlpeg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LðGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fj-rirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Æskan og Islenzkan “Varðar mest til allra orða undirstaðmi rétt sé fundin.’’ Ljóðlínur þessar fela í sér sígild sannindi viðvíkj- andi undirstöðu orðs eða máls; hliðstæða verkun þeirra má eng'u síður heimfæra upp á mannlégar athafnir líka; eigi þær að verða til frambúðar þarf undirstaðan að vera traust. Alvarlega hugsandi íslendingar vestan hafs láta sér hugarhaldið um lífræna framtíð íslenzkrar tungu; tungunnar mildu og megindjúpu, er verið hefir æðsta menningarverðmæti þjóðarinnar frá landgöngu Ingólfs við Arnarhól og fram á þenna dag; tungunnar, sem svo er auðug, eins og Einar Benediktsson segir, að hún á orð “yfir alt, sem er hugsað á jörðu.’r— Þó vitað sé, að íslenzk tunga eigi marga hollvini um dreifðar, vestrænar nýbygðir, þá verður á hinn bóginn ekki um það deilt, að hörmulegs tómlætis gæti langt of víða vjðvíkjandi þeirri viðleitni, sem nokkrir forustu- menn liafa kappsamlega beitt sér fyrir og í þá átt geng- ur, að veita börnum af íslenzkum stofni tilsögn í frum- atriðum íslenzkrar tungu, þar sem byrjað verði á byrjuninni með kenslu í lestri og byggingu málsins; á þessu sviði sem öðrum veltur mest á því, að undirstaðan rétt sé fundin; skóla þessum er haldið uppi fyrir at- beina frábærra áhugamanna, svo sem þeirra Ásmundar P. Jóhannssonar og séra Rúnólfs Marteinssonar, er frá öndverðu hafa staðið um stofnunina dyggilegan vörð. Kennarar skólans hafa og lagt fram krafta sína og tíma vegna óeigingjarnrar ástar á íslenzkri tungu; í því hafa laun þeirra verið fólgin. Um nytsemi Laugardagsskól- ans verður eigi efast; í stað þess að láta hann ganga saman eða veslast alveg upp, ber Islendingum í þessari borg að fylkja um hann liði og láta liann þannig vaxa, að önnur, íslenzk bygðarlög taki hann sér til sjálfsagðrar fyrirmyndar; þá, en ekki fyr, verður tilganginum náð. Þeir, sem bregðast trausti við glæsilegt menningar- mál feðra sinna, bregðast trausti við eitthvað annað mikilvægt líka. Engum þeim, sem eitthvað verulegt er spunnið í, gleymist auðveldlega “upprunans heilaga glóð”; hinir eru alt af að gleyma. Og jafnvel þó ýmsir sýnist ásáttir með að láta reka á reiðanum viðvíkjandi verndun íslenzks þjóðernis og viðhaldi íslenzkrar tungu, mega. þeir engan veginn ætla að þeim líðist það átölulaust, því að því hlýtur að draga, að skorin verði upp herör til bjargar íslenzkum þjóð- crnisverðmatum í Vesturvegi. Stefnurnar eru tvær; uppgjafarstefnan og manndómsstefnan. Sjálfra vor vegna, og þá ekki hvað sízt æskunnar vegna, ber oss öll- um að ganga hinni „síðari stefnunni skilyrðislaust á hönd. Rödd hins mikla manns Á öldum ljósvakans barst hin hreimstyrka rödd Roosevelts Bandaríkja forseta til yztu endimarka heims á laugardaginn; að baki raddarinnar fólst drenglunduð mannréttindahyggja; bergmál af frelsisást hinnar ame- rísku þjóðar. Dag þenna sendi Mr. Roosevelt þeim Hitler og Mussolini sitt skeytið hvorum, þar sem hann fór fram á að þeir gengi inn ú tíu ára hlé í vopnabúnaði og léti afskiftalausar á því tímabili þrjátíu og eina Norðurálfuþjóð, er hann tilgreindi í skeyti sínu; þessu jafnframt bauðst forseti til þess að beita sér fyrir um það, að kvatt yrði til alþjóðafundar í því augnamiði að ræða, um takmarkanir vígvarn og verzlunarlega afstöðu iiinna ýmsu þjóða einnar til annarar. Lýðríki Norður- álfunnar, stór og smá, tóku uppástungu hins mikla for- seta fegins hendi; en er til einræðisríkjanna kom, Þýzka- lands og Italíu, urðu undirtektir m(*ð gagnsitæðum hætti; einkum heltu þýzk blöð sér yfir Mr. Koosevelt, og kváðu lítið mark takandi á fagurmadum hans; }»ó er svo að sjá sem Hitler hafi ekki séð sér fært, að svara neitandi uppástungu Mr. Roosevelts þegar í stað, því eftir ítrekað firðsamtal við Mussolini á sunnudaginn, ákvað hann að stefna ríkisþinginu þýzka til funda þann 28. yfirstand- andi til þess að taka þar fullnaðar ákvörðun, er telja má víst, að feli í sér afsvar við kröfum forseta. Afstaða Mr. Roosevelts í máli þessu, hefir gert línur allar skýrari en ella myndi verið hafa; úr þessn verður ekki um það vilst hvmr sök liggi, ef til slíks ó- vinafagnaðar kemur að alt fari í bál og brand í Norð- urálfunni. Stefna vor í utanríkismálum (Þýtt úr Free Press 15. />. m.) í ræðu sem Alr. King flutti nýlega um stefnu vora í utan- | ríkismálum, komst hann þannig að orði að sá tími og þær kring- ; umstæður gætu átt sér stað að j Canada ætti ekki að leggja út í I stríð, sem háð væri austan hafs. Þetta hefir verið fordæmt og kölluð landráð af vissum flokk- um hér í landi. En einmitt þessir sömu flokk- ar hafa ef til vill gleymt þvi að Sir John A. Macdonald — sem tæplega verður brugðið um land- ráð frá sjónarmiði ihaldsstefn- unnar — já, jafnvel hann lét sams konar hugsanir í ljós fyrir fimmtíu árum. Árið 1885, þann 12. rnarz, skrifaði hann Charles Tupper á þessa leið: (Macdonald var þá forsætisráðherra i Canada. “ . . . Það er skoðun vor að sá trmi sé ekki kominn og þær kringumstæður séu ekki fyrir hendi að oss beri að senda sjálf- boðalið til aðstoðar ættjörð vorri í hernaði. Vér stöndum alls ekki i sömu sporum og Ástralia. Suez-skurð- urinn kemur oss alls ekkert við. og vér eigum engan þátt í því þótt England eigi í ófriði við Frakka eða Þjóðverja; það er ekki gert vor vegna.— flvers vegna skyldum vér eyða fé og leggja menn í lífshættú í sambandi við þetta svívirðinga- starf. Ennfremur er þess að gæta að gagnkvæ;n> liðveizla Englands og nýlendanna ætti að vera bygð á samningi, sem gerður væri með fullri og frjálsri yfirvegun og bygður á varanlegum grundvelli. Tilboð vorra móðursjúku herfor- ingja, sem sækjast eftir æsing- um eða auglýsingum, hafa verið þess völd að Englendingar vænta rneira en sanngirnin krefst; og er það þeim fremur til hnekkis en hagnaðpr.” t þessu sambandi munu ein- hverjir halda því fratn að Mac- donald eigi hér einungis við það að senda herlið til Súdan, en þess ber að gæta að hans rök- studd skoðun var sú að öll gagn- kvæni' aðstoð — öll liðveizla er England veitti hjálendunum og hjálendurnar Englandi — ætti að vera ákveðin tneð greinileg- um samningum. Þetta bendir til þess að Macdonald skoðaði Can- ada eins og það var 1885, sem fullveðja riki. Þess er vert að geta að í sam- bandi við stríðs- og friðarniál á þetta ekki við enn sem komið er, og frumvarp það, sem herra Joseph Tliorson flutti á þingi nýlega í þá átt að ráða til lykta einmitt því atriði, mætti tafar- laust aðfinslum1 og fordómum frá hálfu þeirra þingmanna, er skoða Sir John sent upphaf og knynd allrar vizku. Vér verðum að líta svo á að þessir menn séu nútíðar eftir- myndir hinna móðursjúku her- foringja, sem Sir John bar svo djúpa fyrirlitning fyrir. Sig. Júl. Jólunmesson þýddi. Af Akranesi hefir eigi verið róið til fiskjar nú um hríð og hefir valdið bæði gæftaleysi og aflabrestur. í gær reru þó bát- ar, en öfluðu lítið. Kenna menn helzt loðnugöngu um aflabrest- inn, en samt er einnig treg neta- veiði.—Tíminn 25. rnarz. Koma konungs- hjónanna brezku til Winnipeg Samkvæmt ferðaáætlun sem þegar hefir opinberlega verið auglýst, þá koma konungshjónin brezku til Winnipeg með Cana- dian Pacific járnbrautinni þann 24. maí n. k., kl. 10.20 að morgni. Kl. 10.45 t"ara þau fra vagnstöðinni og suður Aðal- strætið til bæjarráðshússins. Stanza þar til kl. 11.08, en fara svo suður Aðalstrætið, vestur Portage Ave., suður “The Mall” og “Memorial Boulevard” að suðurdyrum þinghússins, þaðan til móttökusals fylkisstjórans og koma þar kl. 11.20. Kl. 11.35 taka konungshjónin á móti al- menningi undir umsjón fylkis- stjórnarinnar við norðurdyr þinghússins. Kl. 12.20 fara konungshjónin heim til fylkisstjórans. Kl. 1 e. h. talar konungurinn í útvarp- ið yfir CKY. Kl. 1.30 dagverður hjá fylkisstjóranum. Kl. 3.15 fára konungshjónin í kynnisför um bæinn, suður Kennedy stræti, vestur Assin-i- boine Ave., suður Osborne stræti, eftir River Ave. til Wellington Crescent og eftir því og Assini- boine Drive til Assiniboine park og koma. þar klujckan 3.41 e. h. Fara áleiðis til Deer Lodge spítalans yfir St. James brúna kl. 3.51. Fara frá Deer Txidge spítalanum kl. 3.53 og koma til Polo Park kl. 4.05, fara þaðan kl. 4.10 austur Portage Ave. að Norðan, koma að Sherbrook Stræti kl. 4.20. Fara norður Sherbrooke til Bannatyne Ave., svo vestur til Almenna spítalans og koma þar kl. 4.26. Þaðan eftir Bannatyne, Emily og Wil- liam til Isabela, norður Isabela, yfir Salter St. brúna og eftir Salter stræti til Inkster Blvd., lcoma þar kl. 4.44. Þaðan eftir Inkster og Aðalstrætinu til Kildonan Park og koma þar kl. 5.52. Til baka fara konungs- hjónin eftir Aðalstrætinu til C.P.R. vagnstöðvarinnar, dvelja þar í hálfan klukkutítna, fara svo suður Aðalstrætið, suður að Water Ave., austur það stræti til St. Boniface, og koma til ráð- hússins þar kl. 6; fara þaðan kl. 6.02, eftir Park Blvd., Cathe- dral og Tache Ave., til St. Mary’s brautarinnar, svo yfir Norwood brúna til Fort Garry Park. Þaðan norður til C.P.R. og fara með lestinni vestur, kl. 6.25. Nefndin, sem það verkefni hefir að taka á móti þessurn tignu gestum hefir ekki aðeins haft í huga að gjöra þeim dvöl- ina hér í bænum eins ánægju- lega og unt er, heldtir lika að bæjarbúar gætu notið heimsókn- arinnar sem bezt. Með það fyrir augum hafa svæði meðfram vegi gestanna um bæinn verið sett til síðu svo að fólk geti safnast þar santan og séð konungshjónin, er þ^u fara framhjá, þó er þar einkurn átt við skólafólk — börn, sem annars imundu eiga erfitt aðstöðu með að ná í hagkvæm pláss meðfram strætum þeim sem gestirnir fara eftir og fjör- lama eða gamalt fólk. Eitt slíkt pláss hefir verið sett til síðu fyrir aldrað og farlama skandinaviskt fólk, þar á meðal íslenzkt. Pláss það er á Sher- brooke stræti fyrir sunnan Elliie Ave. Eina auða plássið sem er The MASSEY-HARRIS ONE-WAY DISC Fyrir öll býli—álór og smá ÁBÆRILEGIR KOSTIR við Massey-Harris • EinkalryfOnr stein- stökkvari — verndar diskana ok vélina ft Krýttu landi. • StrrkbygO grlnd — tvesKja máttarviða gerð, • Fljótvirk orkulyfta —gerir vinnuna meðan vélin rennur sem svarar þrem fetum. • Mjúkt oy teygjan- irgt líitch—gerir drfttt- inn ftkveðnari. Lany liagvœnlegasta aðferðin við jarðyrkju og sáningu fræsins • Massey-Harris One-Way Disc hefir unnið víðfrœgð vegna eigin- leikans til þess að samræma mörg búnaðarstörf í eitt. púsundir bænda hvar sem er spara tíma og vinnu, og fft aukinn árshagnað með notkun þessarar óviðjafnanlegu vélar. pús- undir i viðbót dást að þessari vél fyrir eiginleika hennar við útrým- ingu illgresis og útilokun á jarð- vegsfoki. ITlRSSeY- H RRRIS COMPANY, LIMITED TORONTO MONTREAL MONCTON WINNIPEG BRANDON REGINA SASKATOON SWIFT CURRENT YORKTON CALGARY EDMONTON VANCOUVER

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.