Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 4
4 LÖGBER/G, FIMTUDAGINN 18. MAÍ 1939 --------------- Högbers ------------------------------ GefiS út hvern fimtudag af THE COGUMBIA PRESS, IjIMITEI) 605 Sargent Ave., Winnlpeg, Manltoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Wlnnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 nm árið — Borgist fyrlrfram The “Lögberg’.’ is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Konungskoman Konungshjióiiin brezku komu til Quebec ú miðviku- dagsmorguninn eftir í'ulla níu daga siglingu á Atlants- hafi; varð konungsskipið, Empress of Australia tveim- ur dögum á eftir áætlun vegna óhagstæðs veðurs og þrá- látrar þoku. Tvö herskip f'ylgdu konungsskipinu alla leið.— Konungsheimsóknin markar tímamót í sögu hinnar canadisku þjóðar; þetta er í fyrsita skiftið, sem brezkur konungur stígur fæti á canadiska mold, og þá eigi fyrst og fremst sem konungur Breta heldur konungur cana- disku þjóðarinnar; í ríkisstjórnartíð hins ástsæla föður hans, tók sjálfbyrg, canadisk þjóð, sæti meðal lieims- þjóðanna. I blómskrúði rísandi sumars, fagnar canadiska þjóðin einhuga konungi sínum og drotningu lians; kon- ungurinn er einn og ódeilanlegur; í afstöðunni til hans er þjóðin ein og óskift, þó innbyrðis skiftist hún af eðli- legum ástæðum í flokka og flokkabrot; að konungsheim- sóknin leiði til vaxandi þjóðeiningar verður' ekki dregið í efa.— Hin fyrsta, opinbera móttökuathöfn fjr fram í hinni söguríku Quebecborg, þar sem “feður fylkjasam- bandsins” lögðu grundvöllinn að varanlegu stjórnskipu- lagi í þessu landi; það skal vanda, sem vel á að standa. Gifta og gróður hefir hinni ungu, canadisku þjóð stafað frá forsjá þeirra spöku og heillyndu manna, er þar voru að verki; og vel er það tilfallið, að konungur Canada endurhelgi þenna söguríka stað með nærveru sinni.— Forsætisráðherra Canada, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, var fyrstur manna til þess að fagna hinum kon- unglegu gestum við landgöngu og bjóða þá velkomna í nafni hinnar canadisku þjóðar.--- Canadiska þjóðin er ung og djarfhuga þjóð; fram- tíðarhallir sínar reisir hún á frelsisást og þroskahug- sjón ævarandi mannrétitinda; engin önnur þjóð í heimi ann heitar lýðræði sínu en einmitt hún, og engin þjóð stendur betur að vígi að því er það áhrærir, að standa vörð um frelsi sitt; veldur því hvorttveggja í senn landfræðileg afstaða og órjúfanleg samstilling þeirra þjóðernislegu baugabrota, sem þjóðin er samsett aí. Og einmitt nú í dag blasa við þjóðinni gullvæg tæki- færi á sviði mannfélagsforustunnar; endurvakning þjóð- bandalagsins er með öllu óumflýjanleg; einhver verður að ríða á vaðið, og því ætti það ekki að verða canadiska þjóðin ? Með engu gæti hún fagnað konungi sínum betur en heitstrenging í þá átt.- 1 faguryrtu, nýprentuðu ávarpi í tilefni af konungs- heimsókninni, víkur lávarður Tweedsmuir nokkuð að sögu hinnar canadisku þjóðar, er hann telur, borið saman við sögu gömlu landanna, enn vera í rauninni í bernsku; lestri fyrstu kaflanna sé hvergi nærri lokið enn og viðburðasagan, eins og hljóti að vera um jafn- unga þjóð, að mestu leyti framundan; þó dáir hann mjög orku og útsýn þeirra víkinga, er fyrstir komu til þessa lands og hugðu á nýbygðir; tilnefnir liann þar meðal annara þá Leif hepna og Þorfinn Karlsefni, er vitað sé að stígið hafi á land í Strandfylkjunum cana- disku. Lávarður Tweedsmuir tjáist sannfærður um það, að í allri veraldarsögunni sé ekki mikilvægari kafla að finna, en óþrotlegar sigurvinningar canadisku þjóðar- innar yfir rúmi og tíma; þó séu fegurstu kaflarnir óskráðir enn.— Canadiska þjóðin hefir átt því óviðjafnanlega láni að fagna, að eiga góða nágranna, þar sem eru Banda- ríkjamenn; hjá því getur ekki farið, að heimsókn kon- ungs vors og drotningar hans til nágrannaþjóðar vorrar syðra, styrki vináttuböndin og gerir þau að mun inni- legri. Hin canadiska þjóð á enga óvini þó öfundsmenn einhverja kunni Mun að eiga; metnaður hennar á hvergi skvlt við þjóðardramb; hún er ung og stórdreymin; það er á valdi sona hennar og dætra hvernig fram úr draum- unum ræðst.— Islendingar hafa kveðið Canada-minni og sungið konungum lof; fer hér það tvent saman, að landið er lofs verðugt og konungur vor drápunnar verður; ástæð- an til þess að fagna, er því heil og óskift; táknræn ímynd þeirrar innri einingar, er ein ,fær lyft Grettistökum á braut framtíðarþroskans.— 1 myndugleika fullkominna þjóðréttinda sinna og af óskiftum hollustuhug, fagnar Canada konungi sínum og drotningu, og árnar þeim ljúfrar landsvistar. Ríkisháskólinn í Norður Dakota heiðrar Guðmund Grímsson dómara Miðvikudaginn 4. maí s.l. gerði ríkisháskólinn ^ Norður Dakota hinn velmetna landa vorn, Guðmund héraðsdómara Grímson, i Rugby, N. Dakota, .heiðursdoktor í lögum (LL.D.). Var sá áthöfn meginþáttur í veg- legum hátíðahöldum á Viður- kenningardegi (Recognition Day) háskólans, sem helgaður er árlega þeim nemendum, sem fram úr skara í námi sinu. Fór sérstaklega vel á því, að Guð- mundur dómari var heiðraður við það tækfæri, því að hann var framúrskarandi námsmaður á skólaárum sínum. Hann flutti aðalræðuna þennan eftirminni- lega dag, og var það einkar at- hyglisverð og tímabær hvatning til æskulýðsins. Var fjölmenni viðstatt hábiðarhöldin, bæði af kennurum, nemendum og að- komufólki. Dr. Olaf H. Thor- modsgard, forseti lagaskólans, út- nefndi Grímson dómara til doktorsnafnbótarinnar, en dr. John C. West, forseti ríkishá- skólans, er forsæti skipaði, lýsti doktorskjöri. Grímson dómari er svo kunn- ur Islendingum vestan hafs ,að engin þörf gerist, að segja þeim cleili á honum; hann hefir verið og er á margan hátt virkur þátt- takandi í mörgum málum þeirra. Þó þykir mér vel fara á því, að taka hér upp æfiágrip hans, er lesið var upp í heyranda hljóði, þegar hann var kjörinn heiðurs- doktor í lögum við Háskóla ís- lands 1930, og prentað er i Ár- bók Háskólans fyrir það ár: “Guð mundur Grímson dómari er fæddur 20. nóvember 1878 að Kópareykjum í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu. í júlímánuði 1882 fóru foreldrar hans, Stein- grímur Grímsson og Guðrún Jónsdóttir, með hann til Vestur- heims. Settust þau að í North Dakota og námu þar land og ólst Guðmundur þar upp. Sextán ára gamall varð hann kennari við barnaskóla og hélt því starfi á- fram, þar til hann haustið 1898 innritaðist í ríkisháskólann í North Dakota. Varð hann B.A. við þann háskóla 1904 og M.A. vorið 1905. Á árunum 1905- 1906 stundaði hann nám við Ghicagoháskóla, en varð LL.B. við ríkis'háskólann í North Dakota 1906. Gerðist hann síð- an málaflutningmaður og jafn- framt um nokkurra ára skeið ritstjóri vikublaðs, Munich Herald, sem gefið var út í bæ þeim, er hann hafði aðsetur í. Árið 1910 var hann kosinn saka- sóknari ríkisins, State Attorney, fyrir Cavalier County, og var hann síðan endurkosinn í þá stöðu hvað eftir annað og gegndi henni óslitið til ársins 1925. Á þeim árum gerðust atburðir, sem urðu til þess, að nafn Guðmund- ar Grimsonar varð svo að segja á hvers manns vörum ufn öll Bandaríkin. Það var hið svo- nefnda Tabert-mál. Unglings- piltur norðan úr North Dakota, Tabert að nafni, hafði verið dæmdur fyrir smáyfirsjón suður i Florida, og því næst leigður til vinnu í sögunarmylnu, ásamt fleiri föngum. Sætti hann svo illri meðferð, að hann beið bana af. Guðmundur Grímson gekst í fyrir því, að mál þetta væri tekið | upp. Fór hann sjálfur suður | til Florida og aflaði þar sönn- 1 unargagna. Þegar yfirvöldin i Florida tregðuðust við að láta rannsaka málið, kom hann þvi til leiðar að þingið í North Dak- ota samþykti áskorun til stjórn- arvaldanna í Florida um að láta rannsaka það. Hafði slíkt aldrei gerst fyr í Bandaríkjunum, að ríki léti þannig innanríkismál annars rikis til sin taka. Varð málið því að æsingarmáli og var það bæði sótt og varið af hinu mesta kappi. Urðu þær lyktir máls þess að lokum, að ábyrgð varð komið fram á hendur hin- um seku og rækileg gangskör gerð að þvi að koma í veg fyrir að slík meðferð á föngum ætti sér framvegis stað. Hlaut Guð- mundur Grímson hina mestu virðingu af máli þessu, fyrir ó- sérplægni sína, dugnað og kjark. Árið 1926 var Guðmundur kos- inn héraðsdómari með mjög miklum meiri hluta atkvæða. Gygnir hann þeirri stöðu enn og nýtur óvenjulega mikils trausts og vinsælda sakir manpkosta sinna og hæfileika.” Allir, sem þekkja til Guð- mundar dómara og embættis- færslu hans, munu fúslega taka undir framanskráð ummæli. Hinir mörgu vinir hans fagna yfir þeirri nýju sæmd, sem hon- um hefir í skaut fallið af hálfu háskóla síns. Sest hann, hvað það snertir, á bekk með þeim Vilhjálmi Stefánsson landkönn- uði og Sveinbirni Johnson pró- fessor, er ríkisháskólinn í Norður Dakota hefir áður heiðr- að á sama hátt. Munu flestir rnæla, að sá bekkur sé vel set- inn, er þeir þrémenningarnir skipa. Richard Beck. Dr. Beck kosinn vara-forseti SOCIETY FOR THE ADVANCEMENT OF SCANDINAVIAN STUDY Dr. Rchard Beck, prófessor í norrænum fræðum við ríkishá- skólann í Norður Dakota, var kosinn vara-forseti fræðifélags- ins, The Society for the Ad- vancement of Scandinavian Study á ársfundi þess í Rock Island, Illinois, laugardaginn 7. maí s.l. Fundinn sóttu fulltrúar frá ríkisháskólum og menta- skólum víðsvegar um Miðvestur- landið. Á ársfundinum flutti dr. Beck erindi um Guttorm J. Guttormsson semi ljóðskáld og leikrjta og las upp nokkur kvæði lians í enskri þýðingu þeirra Mrs. Jakobínu Johnson og pró- fessors Watson Kirkconnells. Dr. Beck var einnig einn af ræðumönnum á árshátíð félags- ins og mælti þar á íslenzku, norsku og ensku. The Society for the Advance- ment of Scandinavian Study vinnur, eins og nafnið bendir til, að aukinni þekkingu á Norður- löndum og menningu þeirra L landi hér og eru félagar þess, er skifta nokkrum hundruðum, dreifðir um Bandaríkin og Can- ada. Ritari félagsins er pró- iessor Joseph Alexis við rikis- háskólann í Nebraska, sem ýms- um ílendingum er að góðu kunn- ur, og nýlega hefir hafið kenslu í íslenzku þar við háskólann. Prófessor Sveinbjörn Johnson er einnig í stjórnarnefnd félags- ins. Það gefur út ársfjórðungs- ritið “Scanclinavian Studies and Notes,” og hefir þar birst fjöldi ritgerða og ritdóma um íslenzk efni. í vorhefti þessa árs er t. d. ritdómur eftir dr. Beck um ÞEGNHOLL VELKOMENDA ÓSK til GEORGS KONUNGS VI og ELIZABETAR DROTTNINGAR Madonald Shoe Store Limited 492-4 MAIN STREET

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.