Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 5
 26. bindi Islandica Halldórs prófessors Hermannssonar, en það eru ritaskrár um Konunga- sögur og Fornaldarsögur vorar. Arnór Árnason Fæddur 23. sept. 1868 Dáinn 16. janúar 1939 Flokki skarst hann aldrei úr, ef á drengskap reyndi: mönnum bceði og málum trúr, merkjum hvergi leyndi. • ♦ Vel fer á því, aö þeir, sem um kmgan lífsdag hafa verið ferða- félagar, taki sér hvíld og nátt- stað að kveldi þess dags, sam- timis og samastaðar. Enginn getur jafnast við Grím Thomsen þegar hann yrkir um þetta efni í kvæðinu “Bergþóra” , og lætur henni farast orð á þessa leið: “Sæti eg eftir sár á kvisti, saknaði’ hann mín í eilífðinni.” Það er tiltölulega örskamt síð- an eg mintist í Lögbergi með nokkrum orðum íslenzkrar konu, sem þá var nýlátin. Það var Margrét Jónsdóttir kona Arnórs Arnasonar. Hann kvaddi hana þá við gröfina eftir nálega Þmtíu ára samveru, tiltölulega öraustur eftir ytra útliti að óæma. En dagur var að kveldi kominn og eftir örfá spor lagð- ist hann einnig til hvíldar. Arnór Árnason var fæddur 23. september 1868 að Setbergi ná- '*gt ísafirði. . Foreldrar hans voru þau séra Árni prófastur Þöðvarsson á ísafirði og kona hans Helga Árnadóttir. Var séra Árni bróðir Þórarins Böð- varssonar prests í Görðum á Álptanesi; j>ess er “Alþýðubók- lr>” eða “Þórarinsbókin” var kend við. Var það afarmerkileg bók á sínum tíma og frábærlega vinsæl. Annar föðurbróðir Árnórs var séra Þorvaldur Böð- varsson prófastur undir Eyja- fjöllum einn hinna allra merk- ustu presta landsins á sinni tíð. Getur séra K. K. Ólafsson þess í ‘Sameiningunni (október 1938) að hann hafi átt átján syni, er allir urðu embættismenn og að tólf synir hans hempuklæddir bafi fylgt honum til grafar. Mun það vera alveg einstætt í sögu 'undsins. Um tvítugsaldur flutti Arnór bingað vestur. Settist hann fyrst aÖ í Brandon, dvaldi var um tveggja ára skeið og stundaði bvaða vinnu semi gafst; þar byntist hann Margréti Jónsdótt- Ur, setn eg hefi áður getið. Þau ^uttust til Duluth í Minnesota i89o, sama árið sem þau gift- Ust; dvöldu þau þar í tvö ár og fluttu þá til Chicago. Vann Arnór þar við gullhreinsun og bafði góða stöðu. LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 5 Árið 1910 fluttu þau, til Win- nipeg og áttu þar heima þangað til fyrir nokkrum árum að þau fluttu til Oak Point og þar and- aðist Margrét síðastliðið sumar. Þau hjón eignuðust tvö börn: Árna, sem dó í Duluth korn- ungur og Helgu gifta Óskari Þorgilssyni íþróttamanni að Oak Point. Tvær dætur Margrétar af fyrra.hjónabandi voru einnig aldar upp hjá ,þeim hjónum: Guðrún gift Skúla Sigfússyni fyrverandi þingmanni að Lunc^ ar og Kristín gift hérlendum manni í Brandon, er Goucher heitir. Þau hjón ólu einnig upp að nokkru leyti dótturson sinn Arnór, sem nú stundar nám hér í Winnipeg. Er hann að búa sig undir verzlunarstöðu hjá Hudsonsflóa félaginu. Þau Arnór og Margrét voru frábærlega vinveitt og gestrisin. Mér finst ekki hægt að lýsa heimili þeirra réttara né betur en með því að endurprenta nokkrar línur úr hinni fögru grein séra K. K. Ólafssonar í “Sameining- unniV síðastliðinn október; hatin segir meðal annars: “Eg kyntist þeim hjónum fyrst þegar eg var við nám í Chicago. Þau tóku mér þar óþektum eins og göml- um vini. Naut eg á heimili þeirra þess hlýleiks og þeirrar góðsemi, ér mér var ómetanleg. Heimili, sem þannig standa opin æskumönnum í fjarlægð frá heimilum sínum, eru að láta þeim í té ómetnlega blessun. Að eiga stað þar sem maður finnur sig ætíð velkominn leggur manni eitthvað til sem er frábærlega dýrmætt. Slíkt fellur ekki úr minni og eg veit þeir voru fleiri, sem áttu sömu sögu að segja og eg-” Sjálfur get eg undirskrifað og undirstrikað hvert einasta orð í því, sem séra Kristinn segir hér. Arnór var frábærlega félags- lyndur niaður, hafði ákveðnar skoðanir, sem hann hélt eitv dregið fram altaf og allstaðar. Hann var ákveðinn stuðnings- maður lútersku kirkjunnar og liberal i stjórnmálum. Bæði þau mál voru honum svo viðkvæm að þau voru eins og lifandi partur af honum sjálfum. Ilonum var ant um heiður fs- lendinga hér í landi; enda vildi hann ekki vamm sitt vita í neinu. Hann gekst fyrir því aldamóta- árið, ásamt fleiri löndum í Chicago, að stofna íslendinga- félag; var hugmyndin sú að það yrði allsherjar þjóðræknisfélag með deildum í öllum íslenzkum bygðum. Var þetta félag all- .fjörugt um tíma og vakti tals- verða þjóðræknishreyfingu. — Arnór veiktist skömmu eftir að kona hans dó og lézt á Grace spítalanum í Winnipeg 16. janúar 1939, úr hjartabilun. Með honum hefir horfið úr hópnum ráðvandur og góður maður; hreinlyndur og djarfur talsmaður alls þess, er hann studdi og fylgdi, trúr og trygg- ur vinur, ósérhlífinn liðsmaður, sannur íslendingur. Þeir eru margir, sem geyma í hlýjum huga minninguna um heimili þeirra Arnórs og Margrétar. Sig. Júl. Jóhannesson. Húseigandi einn í bænum Remes í .Frakklandi skildi ekk- ert í því að vatnsrörin í húsinu hans voru altaf að bila. Að lok- um kom hann að vinnustúlku sinni, þar sem hún var að eyði- leggja gasleiðsluna með hamri. Vinnustúlkan var kærð fyrir spellvirki og húseigandinn krafð- ist skaðahóta. Hann lagðí fram í réttinum 15 reikninga frá rör- lagningamanni einum. Allar þessar viðgerðir höfðu verið gerðar á einum mánuði. Vinnustúlkan skýrði svo frá að hún væri svo ástfangin af rörlagningamanninum, að hún hefði mátt til að sjá hann öðru hvoru og þess vegna hefði hún tekiðl það ráð, að eyðileggja rör hússins svo rörlagningamaðurinn yrði kallaður til að gera við. ♦ Enskur rannsóknaleiðangur, sem undanfarið hefir fengist við fornfræðirannsóknir í Egypta- landi. hefir komist að raun um að dansað vaV eftir jazz-músík í Egyptalasdi fyrir 3300 árurn. From HIQR SCHOOL cfo IDinnipeq’s Finest Business Traininq Institute 1T TAKES TIME, UISIOTI and lDEALlSmi No one should be persuaded into believing that a school of mushroom growth can offer the student the fine, finished, dependable, effective service available in a school wliose growth has been steady over a long period of years. The Dominion has never been conducted as a commercial bu.siness — but as. an educational institution. Tt is ethical in all its principles, and enjoys the respect not onlv of the business communitv bnt of orthodox educators as well. A Dominion diploma is aecepted as definite evidence of thorough preparaition for business employment. Fully accredited by the National Association of Accredited Commercial Schools. Domimon business colleqe Itlemorial Bouleuard and at St. James & Elmmood PKone 37 181 “A BETTER SCHOOL FOR NEARLY THIRTY YEARS” í \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.