Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.05.1939, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAl 1939 O LÍTILL ANNAR PARTUR Þegar eg er oröinn jafngamall móÖurbróður mín- um líaptiste, sem er nú á þessu augnabliki orðinn eins gaimall og tréð baobab í Afríku miðri, mun eg enn muna þegar eg fyrst kom til París á vagni í lægstu eða þriðju röð. Þetta voru síðustu dagar febrúarmánaðar; það var enn kalt; úti var loftið grátt, það var hvast; það var snjóhraglandi; hæðirnar voru berar; engjarnar í vatnslöðri; hinar löngu raðir vínviðarins voru visn- aðar; inni voru sjómennirnir sídrukknir, syngjandi; bændur sofandi með opinn munninn, eins og dauðir fiskar; nokkrir krakkar, nokkrar fóstrur þeirra, öllu hrúgað saman í einum vagni; flækingar með pípur sínar, daunillar; brennivínsblanda og myglaður hálmur. Eg held að svo sé enn. Eg var tvo daga á ferðinni; þar sem eg hafði engar vistir með mér, át eg ekkert alla leiðina. Að fasta alveg í tvo daga var langt og strangt. Eg átti enn fjörutíu cent og geyimdi þau vel, til að hafa þau til reiðu er eg kæmi til París, og fyndi ef til vill ekki vin mmn Jack á stöðinni; og þó eg væri svangur, snerti eg ekki þessa síðustu peninga mína. Það var fleira en hungrið.sem kvaldi mig á þessu ferðalagi. Eg hafði farið til skólans frá Sarland og hafði aðeins “rubbers” á fótunum, sem eg hleypti upp á fæturnar heima við. Þessir skór voru fremur fallegir, en þetta vár í köldu vetrarveðri og í ómerkilegum vagni. Guð minn góður! Hvað mér var kalt. Eg var nærri grátandi. Um nóttina þegar allir aðrir sváfu, tók eg fæturnar köldu imilli' handa mér og reyndi að verma þær. Þannig hélt eg um fæturnar klukku- tímum saman, að reyna að verma þá. Ó, ef mamma hefði séð til mín! Jæja, þrátt fyrir hungrið sem kvaldi mig og þrátt fyrir kuldann sem kom út á imér tárunum, var Lítill mjög hamingjusamur. Eftir alt þetta myndi hann nú hafa sér við hönd Jack og borgina París, bygða úr hvítum marmara. Um nóttina annars dags," þegar klukkan var að ganga þrjú var eg vakinn alt í einu. Uestin stanzaði. Alt varð í uppnámi á lestinni. Eg heyrði konu segja: “Við erum komin!” “Og hvert þá?” spurði eg og nuddaði augun. Til París, auðvitað!” Firnimi mínútum seinna komum við á járnbrautar- stöðina. Jack var búinn að bíða klukkutíma. Eg sá hann tilsýndar í kjólfötum, dálítið álútan, þar sem hann veifaði sínum löngu handleggjum í áttina til mín. 1 einu stökki komst eg til hans: “Jack bróðir! Ó, kæri bróðir!” Og við föðmuðumst eins fast og nokkrir bræður geta faðmast. Jack sagði nú við mig lágt: “Við skulum fara héðan. Á morgun förum við eftir kistunni. Og við lögðum af stað til Latínudeildarinnar, heimkynni skálda og mikilmenna, og leiddumst. Við gengum lengi, lengi eftir þessum óendan- legu dimniu strætum. Alt í einu stanzaði Jack á smáu sviði hjá kirkju. “Þarna er Sain Germain des Pres, elzta kirkja á Frakklandi og þarna er herbergið okkar uppi!” “Hvað segirðu, Jack? Þarna uppi í turninum?” “Jú, einimitt þarna. Þar er svo þægilegt að vita hvað tímanum líður.” Jack ýkti þetta dálítið. Hann var í húsi rétt við kirkjuna; svolítið loftherbergi á fimta eða sjötta lofti og út um gluggann sást skífan á klukkunni í turni kirkjunnar Saint Germain. Þegar eg kom inn, rak eg upp gleðióp. Eldur, góður hiti! Hvílík hamingja! Og eg rétti fæturna að eldinum undir eins, þó eg ætti á hættu að víska- leðursskórnir fallegu, þunnu brynnu. Þá fyrst tók Jack eftir hvað eg var skringilega klæddur. Hann vehist um af hlátri. En minn kæri frændi. Urmull af mönnum hefir komið til Parisar á svona skóra, jafnvel á tréklossum. Þú getur stært þig af að hafa komið, á vískaleðurs- skóm. Það er mjög fágætt á seinni árum; það er frumlegt. Til að byrja með skaltu taka af þér þessa skó og byrja á kjötskorpunni. Þú ert auðvitað svang- ur. Um leið og hann sagði þetta, rendi Jack fram að eldinum litlu borði, sem hafði staðið úti í horni til- búið. En hvað þarna var gott að vera þetta kvöld, í herbergi Jacks! Hinum megin við borðið, rétt á móti mér fylti Jack vinglasið handa mér, aftur og aftur, og altaf þegar eg leit upp, sá eg tilfinningar hans mjög bróðurlegar, skína úr augunum eins og móður- ást, brosandi að bafni sínu. Eg var eins og á glóðum. Mér leið svo vel. Eg masaði og masaði óaflátanlega. “Borðaðu nú,” sagði Jack, og færði að mér pentudúkinn. En eg borðaði ekki. Eg hafði engan tíma til þess, Eg hafði svo mikið að segja. Svo til þess að láta mig borða ögn fór hann sjálfur að masa. Hann sagði mér langa sögu án þess að taka málhvíld, — sagði mér eiginlega alt, semi hafði komið fyrir hann síðan við skildum. "Þegar þú varst farinn,” sagði hann — og hann sagði æfinlega frá öllu því hryggilegasta með yndis- lesu brosi — — "þegar þú varst farinn, varð húsið svo einmanalegt og leíðinlegt. Pabbi var hættur að vinna. Hann var altaf í búðinni og bölvfcði upp- reistarmönnum og kallaði mig asna, — og það bætti litið úr fyrir okkur. Eftir hér um bil mánuð þessarar auniu tilveru, fór pabbi til Bretagne fyrir vínfélagið og mamma var hjá Baptiste. Þú getur nærri hvort eg rauni ekki hafa grátið. Allur okkar húsbúnaður var nú seldur. Já, góði minn, seldur á strætinu, fyrir augunum á mér, útfyrir okkar eigin dyrum. Það var kveljandi að liorfa á vorti eigin arin hverfa þannig ögn fyrir ögn. Eg var nokkra mánuði eftir þetta að Lyons ,langa, dimma og grátbólgna mánuði. Þá kom mér það í hug að leggja af stað til Parísar og láta augnuna ráða. Mér virtist að þar myndi eg helzt fá tækifæri til að öyytíjn upp arininn, og það var eg sem átti ,að gera það, — þar myndi eg finna efni í undirviði. Nú ákvað eg ferðina imeð sjálfum mér. Eg vildi vera varasamur og ekki þurfa að veslast upp á strætum Parisar sem vængjalaus páfagaukur. Eg lagði af stað að ná í meðmælabréf. Eg fór til vinar okkar rektors- ins að Saint Nizier. Hann gaf mér tvö; annað til hertoga, hitt til lávarðar. Eg var með þrjá gullpen- inga í vasanum, 35 franka í fargjald og 25 franka til að sjá hvað setur.” Daginn eftir að eg kom til Parísar, eitthvað klukkan sjö, var eg kominn út á stræti. Eg var svartklæddur með gula glófa. Þér til viðvörunar, Jack, verð eg að segja að eg leit skringilega út í augutn Parísar. Klukkan sjö að morgninuimí í París eru allir svart- eða dökk-klæddir menn í rúminu. fJað er ætlast til að þeir séu þar. En eg vissi það ekki. Eg ráfaði þarna og spígsporaði eftir strætunum breiðum og lét hrína undir mér steinlögð strætin, þar sem eg hlammaði á splunkur nýjum skóm. Eg hélt að með þvi að vera snamima á ferli myndi eg hafa gott tækifæri að mæta Hamingjunni. En að reyndist ein villan enn. í Parísarborg hinni prúðbúnu fer Hamingjan ekki á fætur snemma að morgni. Fjar- stæða! Eg fór fyrst til hertogans á Lille stræti og svo til hins höfðingjas á Saint Grullaume stræti. Hjá báðum var verið að þvo garðana. Þegar eg sagði við þessa ræfla að eg vildi tala við húsbændur þeirra í sambandi við bréf frá prestinum að Sain Nizier, þá hlóu þeir bara að mér og skvettu á mig vatninu sem þeir voru að vaða í. Eg læt þig vita að eg trúi þvi trauðlega að þú hefðir þorað að koma aftur til þessara þvöguþvælara og verða íyrir liáði þeirra og spotti, en eg lét mig ekki. Eg kom aftur sama daginn eftir miðjan dag, og eins og um morguninn, bað þá að fylgja mér til húsbónda sinna og sagði að eg væri með bréf frá prestinum að Sain Nizier. Það varð mér til ham- ingju.að eg var óragur. Nú voru báðir húsbændurnir heima og mér var fylgt til þeirra. Sá á Lille stræti tók mér mjög kuldalega. Hann var mjór og magur og sagði varla orð og við hann gat eg ekki sagt meira en svo sem fjögur orð. Hann tók bréfið og las það þegjandi. Sagðist skyldi hugsa málið. Eg þyrfti ekki að koma aftur. Hann skyldi skrifa mér, ef eitthvað legðist til. Eg fór svo frá honuim gagntekinn af kulda þeim, semi hann hafði sýnt mér. Til allrar hamingju vermdi hinn náunginn mér um hjartaræturnar, þessi á Saint Guillaume, með sínunt vinarhug. Hann gerði við mig ýmsar gælur, lék við mig, bauð mér tóbak í nefið og svo framvegis. Við urðum strax vinir. “Eg skal sjá um þetta fyrir þig. Aður en langt um líður hefi eg ^itthvað fyrir þig. Héðan í frá skaltu koma eins oft og þú getur að sjá mig.” Eg varð í sjöunda himni. Eg lét líða nokkra daga þar til eg fór aftur. Þótti það varlegra. Þriðja daginn fór eg aðeins framhjá bæjarhöllinni Saint Guillaume stræti. Þjónn ískrautlegum einkennisbún- ingi spurði mig að nafni. Eg svaraði mjög borgin- niannlega: “Segðu að eg komi í nafni prestsins að Saint Nizier.” Hann kom aftur eftir stundarkorn. “Hertoginn er önnum kafinn,” sagði hann. “Hann biður þig að afsaka sig og koma seinna.” Næsta dag fór eg á sama tíma. Eg mætti þess- um skrautklædda þjóni, hnakkakertum á tröppunum. Áður en eg kom til hans, kallaði hann til mín og sagði: “Hertoginn er farinn að heiman.” Næsta dag fór eg enn, og dagan þar á eftir. Altaf voru söinu afsakanirnar á boðstólum og sömu vonbrigðin. Einu sinni var hann í boði, öðru sinni í kirkju, einu sinni að leika tennis .og einu sinni var einhver hjá honum. Eg hafði nú verið sex daga í Paris, þegar eg eitt kvöld var að fara heim frá þessum náunga á Saint Guillaume stræti og hafði svarið að fara þangað eins lengi og eg kæmist nærri dyrunum. Þá fékk dyravörðurinn mér bréf, Það var frá fáorða, kalda kunningjanum á Lille stræti. Það var meðmælaðréí með tnér til vinar hans að Macqueville. Hann vant- aöi aðstoðarritara. Eg fór af stað undir eins til þessa manns að Hacqueville, hljóp alla leið. Eg mætti honuitm þar, þessum káta, gamla, litla manni, sem suðaði eins og býfluga. Hann var einkennilegur; snoturt höfuð, fölur, hárið stift og beint eins og fjaðrir, annað augað brosandi, hitt var deytt með sverðstungu fyrir löngu síðan. En hitt augað var ágætt, lifandi, svo þess gætti varla að hitt augað var farið,- Það var eins og hann hefði tvö augu í sömu tóftinni. Það var allur mun- urinn. Hlamloba Rollinq mill Co. Ud. ALnufactutet* aj . . . Open Hearth Steel and Merchant Bars Konungshjónunum Við þetta tœkifœri sem endrar- nær, er viðurkent drenglyndi þjóðflokks yðar og víðtcek á- hrif & þjóðlíf - þessa Imds.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.