Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 2
2 Klettafjöll og Kyrrahaf Eftir Sig. Júl. Jóhannesson (Framh.) Á meðan lestin leitS yfir Sas- katchewan fylkið fann eg það aÖ ýmsar myndir vöknuðu í hug- anum, sem þar höfðu sofið eÖa legiÖ í dvala. Eg sá í anda svo að segja fyrstu tilverudaga þess fylkis. ViÖ hjónin fluttum þangað árið 1908 og var fylkið þá hér uimi bil ársgamalt. Þangað streymdi múgur manns úr öllum áttum og alt logaÖi af eldmóði og áhuga. Einkenni æskunnar sáust þar og sérkendu alt og alla. ÞaÖ var eins og allir væru ungir — ungir í annað sinn, ef þeir höfðu lifaÖ sina fyrri æsku áður og annars- staðar. Framtíðin var eins og heiður himinn með hlýrri sól og björtum stjörnum. Þar voru svo að segja engir þjóðvegir, viða engar jámbraut- ir, engin stórvirki af nokkru tagi. En þetta átti alt að koma seinna. Menn sáu það alt í hug- anumii — i nokkurs konar vöku- draumi. Og þótt þeir hefðu aö- eins bygt sér bráðabyrgðar kofa úr bjálkum eða borðum, þá sáu J>eir í anda önnur hús og glæsi- legri, sem dugnaður þeirra og starfalaun hins frjóa lands áttu að reisa í sameiningu. Mér fanst sem hver myndin af ann- ari risa upp í huganum frá þeim dögum. Þar voru allir svo að segja jafnir; enginn rígur, eng inn flokkadráttur, engin afbrýð- issemi; allir fúsir að rétta hjálp- arhönd þeim, sem þurfti — og hver var sá, er ekki þurfti? Þar ríkti andi hins raunverulega kristindóms. Ef einn slátraði alikálfi þá var hann brytjaður í stykki og sinn bitinn gefinn hverjum. Væri von á einhverj- um nýjum, sem bættist í hópinn, þá komu þeir saman, sem fyrir voru og skiftu með sér verkuin til þess aðí sækja hann, leiðbeina honum, hýsa hann til bráða- byrgðar, hjálpa honum til þess að reisa kofa og rótfesta heim- ili. Mér fanst landnámið i Sas- katchewan alt ryfjast upp — a!t bera fyrir augun eins og glögg kvi'kmynd — þegar lestin brun- aði eins og örskot áfram — á- fram. Og mér fanst eg bera svipaða tilfinningi^ gegn þeim stöðvum, sem vesturfluttir ís- lendingar'bera gegn ættjörðinni. Við fórum í gegnum höfuð- borg Saskatohewanfylkis, Regina. Það er fallegt nafn, en bærinn er fremur ljótur. Þegar eg horfði þá á þinghúsið, þá mundi eg eftir að tveir fulltrúar íslend- inga, sem eg þekti, höfðu setið þar á löggjafarbekk. Það voru þeir W. H. Paulson og Ásmund- ur Loptsson. Og eg var stoltur með sjálfuim1, mér þegar eg hugs- aði til þess að á þingtíð Paul- sons kom upp stórkostlegt fjár- glæframál, sem allmargir þing- menn voru flæktir í, en landinn lét ekki fætur sínar flækjast í þvf neti. Skömmu eftir að lestin kvaddi Regina, fór eg að grenslast eftir hvernig umhorfs væri í hinum vögnunum og get því sagt eins og Stephan G.: LÖGBEBG. FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1939 “í næsta vagn gekk eg svo óboðinn inn að athuga mannlifið þar.” Þegar þangað kom, tók eg fyrst eftir því að tveir imienn deildu um eitthvað og höfðu ná- grannarnir þyrpst umhverfis þá. Það er þrent, sem fólk sækist mest eftir að sjá og heyra, þótt undarlegt sé; það er rifrildi, áflog og eldur. Ef einhversstaðar kviknar i húsi eru mann og konur komin þangað í stórhópum innan skamms. Þegar einhversstaðar eiga sér stað áflog eða rifrildi, þá er sama máli að gegna. Mennirnir voru að ræða um stjómmál; annar var liberai, hinn conservative. 1 annars aug- uim, var King svo að segja heil- agur engill, en Bennett heldur verri en flugnahöfðinginn sjálf- ur. Hjá hinum var Bennett býsna nálægt því að vera almátt- ugur, en King ekkert annað en fótaþurka auðvaldsins. Og báð- ir þóttust þeir víst færa óhrekj- andi rök fyrir máli sínu. Báðir þóttust sanna mál sitt. Sjálfur hlustaði eg á og lagði ekki orð í belg; en mér datt í hug visan hans Hannesar Hafsteins: “í blaða- og funda gargangs-grið menn geta f jölmargt sannað; en til að stjórna landi og lýð þarf langtum fleira og annað.” (Frrnnh.) Dánarfregn Mrs. Anna Pálmason, ekkja Bjarna Pálmasonar landnáms- manns og bónda að Viðarási í Viðinesbygð, í grend við Húsa- vík P.O., andaðist að heimiii sona sinna þar, þann 19. maí, eftir stutta legu. Hún var dótt- ir Eiríks bónda HjáLmarssonar á Hamri í Svartárdal í Skaga- fjarðarsýslu. Kona Eiríks en móðir Önnu hét Þómnn Bergs- dóttir, bónda í Hörgárdal í Eyja- f jarðarsýslu. Anna giftist Bjarna Pálmasyni frá Skálahnjúk- i Skagafjarðarsýslu. Þau bjuggu fyrst að Hvammshlíð í Húna- vatnssýslu, en síðar á Sauðár- króki og fluttu þaðan til Canada 1887, settust að í Nýja íslandi og námu land á Viðarási, 1888, og bjuggu þar með aðstoð sona sinna til ársins 1937, en það ár, 12. jan. andaðist, Bjarni. — Börn þeirra voru 6, en þessi eru á Lífi: Anna Þórey, gift Karli Anderson, Winnipeg; Þor- kell Ingimar bóndi í Viðarási; Jón,. búsettur í Riverton, kvænt- ur Stefaníu Gestsdóttur Odd- leifssonar i Haga; Guðrún Sig- ríður, gift Kára Þorsteinssyni frá Hvammi, bónda í Viðarási; og Vilhjálmur Pálmi, bóndi i Viðarósi. Hin látna var um- hyggjusöm og ágæt móðir, er átti í fylstu merkingu óskifta ást og trygð barna sinna, afkom- enda og tengdafólksins síns, og allra, er til hennar þektu. Sex síðustu æfiárin var hún blind,. en ával.t var bjart í huga hennar. Útförin fór fram frá heimili hennar að mörgu fólki viðstöddu, þann 22. maí. Viðstaddir prest- ar, séra Bjarni A. Bjarnason og Sigurður Ólafsson fyrverandi sóknarprestur, mæltu kveðjuorð. Það er bjart um minningu Önnu í Viðarási. S. Ólafsson. Endurminningar um tónskáldið JÓN FRIÐFINNSSON Það var haustið 1926 sem eg var svo lánsamur að kynnast Jóni. Eg fann æ betur hve gáf- aður maður Jón heitinn var. Það var yndi hans að ipinnast hinna heimsfrægu tónskálda, svo sem Mozart, Bach, Beethoven, Men- delssohn, o. s. frv. Hann skildi þá vel og svo að snerta píanóið með þeim fína hljómilistarsmekk, sem hann var svo ríkur af, og frumlegri list. Næst fann eg ágæta hæfileika hjá honum fyrir heimspeki, sem hann hafði mikla ánægju að ræða um, og töluðum við saman um þessa einkum.: Sócrates, Plato og Aristoteles, Ágúst Bjarnason, Emerson o. fi. Hann var lifandi fyrir því list- ræna og öllu fögru, göfugu og háleitu. Það iága og lítilmann- lega var fjarri hans lyndisein- kunn. Jón heitinn var fremur dulur í skaplyndi, en vinfastur og tryggur. Hugsaði vel áður en hann ta-laði, og var orðvar og umtalsfrómur; mesta prúðmenni á heimili sínu, og hvar sem hann kom frami. Hann virti og elsk- aði sína ágætu eiginkonu og börn, sem öll eru gáfuð og mann- vænleg. Jón heitinn var maður fullur af gleði og kjark og fínni viðkvæmni. Trúði á hið frum- lega, skapandi lif, og Drottins ósýnilegu hönd, sem stýrir geims- ins sólum og sjólum. Þegar göfugmennin hafa bú- staðaskifti, þá finnum við skarð fyrir skildi, og söknuimi horfins demants. En eftir stutta dvöl hverfum við til þeirra og sam- fögnum á landi hinna lifenda, hvar eilíft sumar ríkir, með fjöí- breytni sköpunarsnildar Drottins. Lif heill, kæri fornvin! Þ. S. Skilningsleysi (Þýtt úr ensku. Höf. óþektur) I skilningsleysi lífs á veginn göngum Og langt í f jarlægð höldum marga stund I gegnum árin; undrumst lífið löngum. Hví lif sá líf, unz hníguimi vér í blund í misskilning! Af skilningsleysi að mála skrípa- myndir og meitla þær á eigin hug og sál, Únz allar dygðir sýnast tómar syndir. Þeim sjálfum lffið reynist aðeins ' tál Af misskilning! Af skilningsleysi sálir sjónarvana Séð fá tröll í gegnum ýkjugler En eitruð vopn þeim búa skjótan bana Sem bygð og landi gjarnan fóma sér: Af misskilning! Af skilningsleysi andans orku- lindir, Er ávalt vekja hinn sanna, góða mann, Ei frarmrás ná: með sjálfselsk- unnar syndir Vér sjáum ei, en dæmum náung- ann. AÉ misskilning! KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Af skilningsleysi smámunir oss smækka. Eitt smánarorð í litilsvirðing sleit Vináttu ára! og gildi lífs vors lækka Svo lífið glatar meiru en nokkur veit: Af misskilning! Af skilningsleysi þeim er þungt í huga Sem þráir samhygð, eins og regnið jurt. Hve marga þjáða örlög yfirbuga Og ótal góðar sálir hverfa burt í imásskilning! Ó guð, ef maður gæti séð og skilið, Með góðhug dæmt, ef þekking finst ei meir! Ó guð, ef lærði menn að brúa bilið í bróðurhug, svo nær þér kæmist þeir Með skilning sinn! S. E. Björnson. Gullafmœlisbörn Islendingadagsins Semi að undanförnu, útbýtir Íslendingadagsnefndin gullafmæ!- isborðum til þeirra, sem dvalið hafa hér í landi fimmtíu ár og meir. Er æskilegt að sem flestir menn) og konur, er fæðst hafa á gamla landinu, sendi inn nöfn sín, svo skýrsla þeirra verði skráð í Gullafmælisbókina, til þess að nöfn þeirra, dvalarstað- ir, ættfærsla og önnur gögn er gefin verða, geymist en gleymist ekki þó kynslóðir komi og fari. En þess vil eg umi fram alt biðja þá, sem gefa inn nöfn sín, að rita nöfnin á íslenzku, eins og þið gerðuð áður en þið flutt- uð til þessa lands; segja hvers dætur og synir þið eruð, en bæta við milli sviga þvi nafni, sem þið berið nú. Eg er knúður til að taka þetta sérstaklega fram, sökum þess að siðastliðið ár fékk eg bréf frá bæði konum og körl- um, sem mér var ómögulegt að átta mig á eftir nafninu, hvort þau voru íslenzkt eða útlend. Og varð því að bæta á mig auka störfum imieð því að skrifa þessu fólki aftur til þess að fá upp- lýsingar um hvort það hefði ver- ið skirt þessu mskípanöfnumi heima á Islandi. Annað er það einnig, sem mig langar til að biðja fólk að at- huga, og það er að rita greini- legasheimilisfang sitt á bréf sín til mín. Árið sem leið fékk eg mörg 'bréf endursend, sökum þess að utanáskriftin, sem mér var rituð var svo ónákvæm. Hér á eftir fara spurningar þær, sem óskað er eftir að svar- að sé af þeim, sem verða gull- afmælis'börn. Allir, sem áður hafa fengið gullafmælisbarna borða, eiga fríjan aðgang að skemtunum ís- lendingadagsins. Fult nafn ..................... Fædd, hvenær og hvar........... Árið.................. Hvar síðast á íslandi Kom; til þessa lands árið Til hvaða staðar........... Settist fyrst að???-...'.. Árið ............ Fluttist síðar til Árið .........................*. Og siðar til.................. Árið ......................... Atvinna....................... Gift ....... Ógift............ Ekkju......................... Nafn eiginmanns eða eiginkonu Aðrar upplýsingar 1................. Skrifið skýrt og gefið greini- legar upplýsingar. Sendið svo skýrslu ykkar til undirritaðs, að 940 Ingersoll St., Winnipeg, eða til undirritaðs að “Heims- kringlu,” 853 Sargent Ave. Davíð Björnsson. Stofnaett 1832 Elzta á.fongrisgerö í C&nada This advertisement is not inserted by the Government I-jiquor Control Cotn~ mission. The Commission is not responsible for statements made as to quality oí G&W OLD RYE WHTSKY (Gamalt kornbrennmn) GOODERHAM & WORTS, LIMITED products advertised.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.