Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.06.1939, Blaðsíða 4
LÖGBEBG, FIMTUDAGINN 8. JÚNÍ, 1939 4 -------------- Hugtierg -------------------------- GefiS út hvern fimtudag af THE COIiUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.0» um árið — Borgist fyrirfram The' “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 ' Úr ýmsum áttum Þó víða sé pottur brotinn á vettvangi beimsmálanna, þá bíta samt sem áður höfuð af allri skömm Gyðinga- ofsóknirnar á Þýzkalandi; hafa þær nú náð því hámarki, að vitfirring sýnist ganga næst; enda er nú svo komið, að þessi griðlausi mannflokkur, flæmdur að ósekju af þýzkri grund, jafnvel hrekst í vonleysi um heimshöfin með örvænting eina framundan; þessu til sönnunar nægir að benda á atburð, einn af mörgum, sem verið hefir að gerast undanfarna daga; skip eitt lagði af stað frá Hamborg með full níu hundruð flóttamanna af Gyðinga- ætt áleiðis til Cuba; hafði fólk þetta gert sér nokkura von um að fá þar iandvist; en er til hafnar kom, treystist landstjóri eigi til að veita jafn stórum hópi og hér varð raun á viðtöku, og lét svo um mælt, að eigi sýndist ann- að úrræða en hverfa aftur til Hamborgar; jafnskjótt og slíkt kom til tals, sló svo miklu felmtri á þenna olnboga- barnahóp, að til stórvandræða horfði; gerðu ýmsir til- raunir til sjálfsinorðs; tilhugsunin um það að hverfa á ný til Þýzkalands var þessum landflótta auðnuleysingj- um alisendis um megn. Binhvern ádrátt fékk fólk þetta, er hér var komið sögu um landvist í hinu litla Dominican ríki, þó eigi yrði af; en nú herma síðustu símfregnir að stjórnarvöldin á Ouba hafi um elleftu stundu veitt land- göngu til bráðabirgðardvalar þar til frekar ræðst úr vandanum á einn eða annan veg.— Allir menn eiga sameiginlegan fæðingarrétt; allir sömu mold að móður, og eru Gyðingar þar vitanlega engin undantekning; ofsóknir Hitlers á hendur þeim kóróna djöfulæði allra alda. •f -f Öllum mannlegum stofnunum er að einhverju leyti á- bótavant og er lýðræðisformið þar vitanlega engin undan tekning; það á enn langt í land með að ná þeim háþroska, sem því er ætlað að ná, og það fyr en síðar hlýtur að ná, þrátt fyrir margháttaða sviksemi við hugsjónir þess; lýðræðisformið hefir vitanlega enn sem komið er hvergi nærri læknað allar þær meinsemdir, sem því var ætlað að lækna, hvað þá heldur skorið fyrir rætur þeirra; þó er í því fólgin hin eina bjargráðavon mannkynsins um f ramtíðarfrelþi; lýðræðið hefir oft og einatt sætt þung- um ágjöfum; en meðal haldbeztu kosta þess má telja það, að samkvæmt innra eðli skilar það venjulegast von bráðar sjálfu sér á réttan kjöl. 1 lýðstjórnarríkjunum skiftist fólkið í eins marga pólitíska flokka og því bezt líkar; við það hefir ríkis- valdið ekkert að athuga og telur slíkt beinan vott um heilbrigða og eðlilega þróun; lýðræðið reisir hallir sínar á frjálsbornum, sjálfbyrgum þegnum, en einræðið á viljalausri múghyggju, er siga má á hvaða forað sem er í nafni ímyndaðra, þjóðernislegra ágæta. -f -f ♦ Mannleg sorg drepur ekki ávalt á dyr með sama hætti; lengi hafa þau tíðkast hin breiðu spjótin, að skipskaðar hafi valdið tilfinnanlegu manntjóni og með því orsakað hina þyngstu sorg; loftskip hafa farist hvað ofan í annað; og í kjölfar hafa siglt hinar þungbærustu sorgir; og nú hafa, alveg nýverið, tvennir skipskaðar gerst með tiltölulega nýstárlegum hætti; er hér átt við þau tvö neðansjávarskip, annað amerískt en hitt brezkt, er nýlega fórust; hafa þeir atburðir valdið þungum harmi vítt um heim þó vitanlega sé sárastur þeim, er næst. standa; með brezka neðansjávarskipinu fórust níutíu og níu manns; þrír þjörguðust með furðulegum hætti af. Chamberlain forsætisráðherra hefir lýst yfir því, að venjuleg sjóréttarrannsókn verði ekki látin nægja í sambandi við þenna sorglega atburð, heldur verði fyrir- skipuð sérstök rannsókn, er fari fram í heyrenda hljóði. Slys þetta vildi til um þrjátíu og sjö mílur undan Liverpool. ♦ ♦ ♦ Síðastliðið laugardagskveld var sambandsþinginu slitið eftir að það hafði setið á rökstólum í fulla fimm mánuði; þing þetta á sérstöðu í sögu þjóðarinnar vegna heimsóknar konungshjónanna; staðfesti koungur með eiginhandar undirskrift sinni í Ottawa, viðskiftasamn- inginn nýja milli Canada og Bandaríkjanna; þingnefnd sú, er til meðferðar hafði Bren-byssu samningana fékk eigi lokið starfi, og verður það að teljast illa farið; rétt í þinglokin var hamrað í gegnum báðar málstofur frum- LUTHERAN HOUR RALLY SUNDAY, JUNE 11,-3 P.M. at Westminster United Church (Maryland & Westminster) THE Speaker: DR. WALTER A. MAIER Well-known Speaker on “Jhe Lutheran Hour” Topicr The Church in This Crisis” PUBLIC CORDIALLY INVITED Breakers — E. P. Jonsson — The seas on fche bars are beating About, on the sand dunes, lie The flanks of the fated vessels That foundered in years gone by. Though most 'öf the rafts are riven And the writing is worn and old, Man’s tortuous road to reason, The wrecks on the beach unfold. The surf by the capes is crowding. It creeps on the rising lith And hugs to its breast each billow That broke on the scarry frith. The breakers resemble Saga. They sweep tö the fore again A coastful of ahcient cargoes And corpses of long-dead men. Yet out to the tameless ocean The eyes of the fearless turn, To vision afar, in fancy, The fringe of a new day burn. —A soul from the source eternal Must seek where the storms are rife. We rot in the dreamy doldrums; To dare is the food of life. —P. B. varpi um stofnun veðlánsbanka þar sem sett eru ákvæði um það, að veðlánsvextir í sveitum megi ekki hærri vera en 5 af hundr- aði, en í bæjum $* l/2 af hundraði. Síðustu vikurnar, sem þing stóð yfir voru þeir forsætisráð- herra, Mr. King, og leiðtogi stjórnarandstæðinga, Dr. Man- ion, báðir fjarverandi. Frá Islandi Ásgeir Einarsson dýralæknir er gestkomandi í bænum. Hefir tíðindamaður Tímans haft af honum tal 'og spurt hann um út- breiðslu garnaveikinnar austan lands og möguleika á útrýmingu þessa mikla vágests. Ásgeir hef- ir síðan um áramót verið á sí- feldu ferðalagi um sýkingarsvæð- in og rannsakað til jafnaðar 100 kindur á dag. Aðalsýkingar- svæðin eru þrjú. I Breiðdal og þrem bæjum í Stöðvarfirði voru rannsakaðar 7,400 kindur, alls af 36 bæjum. Af þessum kind- um fundust 3z|jo sýktar. í Vopnafirði voru rannsökuð rúm 10,000 fjár á 37 bæjum. 610 kidur voru sýktar. Á Fljóts- dalshéraði var rannsakað 2900 f jár á 24 bæjum. Alls 136 kind- ur sýktar. Á flestum þessara nær hundrað bæja gætti veikinn- ar eitthvað, en þó varð hennar ekki vart á efstu bæjum í Breið- dal og nokkrum bæjum í Vopna- firði, en þar er enn ekki full- rannsakað alt fé. Af hinu sýkta fé var 940 kindum slátrað, en 150 sýktar kindur af Héraði og úr Vopnafirði, sem ekki fund- ust fyr en eftir sumarmál, verða látnar lifa til hausts og verða geymdar í girðingum í sumar. I haust verða enn víðtækari rannsóknir látnar fara fram til þess að komast að fullu fyrir veikina og þess freistað að út- rýma henni með öllu. Féð gengur langa hríð með veikina áður en unt er að komast að raun um hvort það er sýkt. Verða þwí endurteknar rann- sóknir að fara fram með nokk- urra mánaða millibili. Þó má ekki svo iangur tími líða um, að kindur, semt ekki sást á við bólusetningu í fyrra skiftið, geti verið orðnar sýklaberar áður en rannsóknin er endurtekin. Féð sýkist þannig, að sýklar úr saurnum berast í heyið. Inni geta þeir lifað all-lengi, og er Iíklegt að rífa þurfi þök af ýms- um fjárhúsum, þar sem sýkingin var mest og láta tóftina standa opna í sumar, svo örugt sé, að sýklarnir drepist, því að erfitt er um sótthreinsun. Oti lifa þeir skamma hríð, en þess þarf stranglega að gæta að fé komist ekki á tún, sem nýlega hefir' verið boriði á sauðatað. Kindur, sem stökkva upp í garða, eru hreinustu skaðræðisgripir. Á einumi bæ í Breiðdal fundust 18 kindur veikar i 40 kinda húsi, þar sem sýkt garðakind var, en aðeins ein kind veik í öðru 40 kinda húsi á sama b?enum. ♦ Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðsluvörður kom í gær austan úr Árnessýslu úr eftir- litsferð. — Fréttamaður Timans átti tal við hann í gærkvöldi, er hann var nýkominn heim. Sagð- ist GunnJaugi svo frá: —■ Sand- græðslustöðvarnar eru nú yfir þrjátíu. Er sumstaðar búið en annarsstaðar verið að dytta að sandgrðslugirðingunum. Um átta smálestumi af melfræi verður sáð í sandgræðslulöndin í ár, mest í girta landið út frá. Gunnarsholti og Klofa í Landsveit, þar sem korngeymslurnar eru o^ fræ- söfnun mest. Einnig verður talsvert miklu sáð í Höfnum og í Þorlákshafnargirðinguna. ♦ Helzta framkvæmdin, sem fullráðin er í ár, er að ganga að fullu frá girðingunni milli Sandgerðis og Býjarskerja, og gera við skemdir, sem urðu þar á varnargarði í hafróti og storm.i i vetur. Ef til vill verður einn- ig sett upp alllöng girðing í Austur-Landeyjum, um 17 km. Er áætlað, að hún kosti 18 þús'- und krónur. Eiga átta jarðir hlut að þessu máli, Bakki, Ön- undarstaðir, Kirkjuland, Kirkju- landshjáleiga, Kross, Tjarnarkot, Hallgilsey og Hallgilseyjarhjá- leiga. Leitar sandurinn á þess- um slóðum frá ströndinni og inn í landið. Eru þar nokkur forn eyðibýli. Girðingunni er fyrirhugað að haga þannig, ef úr framkvæmdum verður, að girða neðan við fremstu bæjaröðina, en ofan við sandana, alt vestan frá Affalli og austur í Ála. —Tíminn 13. maí. Ur borg og bygð Herbergi til leigu nú þegar, án húsmuna. Sanngjörn leiga- Upplýsingar að 748 Lipton St. ♦ ♦ Mr. J. G. Thorgeirsson fór vestur til Kandahar á mánudags- kveldið og dvelur þar um hríð. ♦ ♦ Mr. Sigurður Melsted frá Mountain, N. Dak., kom til borgarinnar á mánudaginn ásanit Hannesi syni sinum. ♦ ♦ Gefin saman í hjónaband á prestsheimilinu í Árborg, Man., þann 4. júní, Ernest Brewster, frá Nes P.Ö.,, Man., og Ellen Eiríksson, sáma staðar. Fram- tíðanheimili ungu hjónanna verð- ur við Nes P.O., Man, + ♦ Tvær íbúðir, tveggja og fjögra herbergja, verða til leigu þann 1. júlí næstkomandi að 273 Simcoe Street. Upplýsingar veit- ir Mr. J. J. Samson. ♦ ♦ Dr. P. H. T. Thorlakson og frú, buðú yfir 200 íslendingun’ til veizlu á hinu veglega heinúb þeirra, 114 Grenfell Blvd. seinni- part síðastliðins sunnudags 1 heiðursskyni við séra Steingrím Thorláksson og frú, og séra S- O. Thorláksson trúboða ífá Japan og frú hans; nutu boðs- I

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.